Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Nei ekki Skjáreinn líka!

Hvað næst? Verður ekkert sjónvarp á fimmtudögum? Erum við virkilega að bakka til baka aftur í áttundaáratuginn? Ég skora á fyrirtæki að auglýsa sem mest hjá Sjáeinum, og eða að það verði haldið söfnun fyrir þá eins var gert þegar stöðin næstum fór á hausinn þegar hún fyrst byrjaði!

Nú er sú litla gleði að hverfa sem landsmenn höfðu, ekki það að of mikið sjónvarpsgláp er ekki af hinu góða. En fyrir þá sem horfa ekki mikið á sjónvarp, er þetta blóðtaka! Og sitjum við þá eftir að með ríkisfjölmiðil, með "maður er skemmdur" í endursýningu! Sick

Ef raunin verður sú, að Skjáreinn fer á hausinn, ætla ég að nota tækifærið og þakka þeim fyrir vel unnið starf í gegnum tíðina, þið stóðuð ykkur vel!

Eftir ábendingu í athugsemdum við þessa grein, auglýsi ég hér með áskorun sem verður send til Menntamálaráðherra og hvet ykkur að skrifa undir.


mbl.is Skjárinn segir öllum upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er ást?

Ást... hún er faðir minn.

... hún er móðir mín.

... hún er systir mín.

... hún er maki minn.

... hún er dóttir mín.

... hún er fjölskylda mín öll.

... hún er vinur minn.

... hún er Jesús.

Alla þessa einstaklinga elska ég, hvern og einn á sinn hátt.

Undanfarna viku hafa fjölskylda mín og vinir stutt mig í gegnum mjög erfiða tíma. Allt þetta fólk hafa bjargað mér úr hyldýpinu. Ég er eilíflega þakklátur fyrir ykkur öll.

Ég er ekki kominn með vinnu, en leitin gengur vonum framar. Ég skulda lítið svo ekki fer ég mjög illa útúr þessari fjármálakreppu. Hafið því engar áhyggjur af mér, sinnið frekar þeim sem eiga um sárt að binda, gefum til góðgerðarmála eins og við mögulegast getum, því þar sem neyðin er, er lítið um ást. Sýnum að hjarta okkar er á réttum stað, réttum út neyðarhönd sem við á.

Höfum ávalt í huga: "Elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig" og mun þá Ísland breytast til hins betra.

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.


Kærar þakkir íslendingar!

Verum stollt!Ég vildi bara þakka þeim fjölmörgu sem litu við á síðunni hjá mér í gær, og öllum þeim sem gerðu athugasemdir, sem innihéldu bæði góðar hugmyndir og góðan stuðning.

Sá hlýhugur sem mér hefur verið sýndur finnst ég varla eiga skilið, því ég er ekki sá eini sem er að lenda í svona hremmingum þessa daganna.

Ég finn til með þeim fjölmörgu sem eru í sömu stöðu og ég, við það fólk segi ég að eigi er kominn heimsendir, og er þetta aðeins fæðingarhríðir af upphafinu á nýju og betrumbættu samfélagi okkar íslendinga!

skjaldarmerki_m_skuggaÍ dag er ég stoltur að vera íslendingur, ég er stoltur af þeim samhug sem seinasta færsla mín sannar, ég er stoltur að tilheyra kraftmiklu samfélagi sem státar af jafn góðu fólki sem hefur verið í sambandi við mig síðast liðinn sólarhring í gegnum bloggið, tölvupóst og síma.

Samhugur þessi kom mér skemmtilega á óvart, því þótt við séum ósammála um margt, þá voru: guðleysingjar, múslímar, kristnir og öll flórann sem hafði samband á einn eða annan hátt og sýndi samhug í verki! Þetta er það sem gerir Ísland svo frábært og felldi ég þó nokkur tár bara við að lesa athugasemdir á bloggi mínu sem og tölvupóstinn minn! .... takk!

Þið verðið að fyrirgefa þessa þjóðrembu í mér, en undanfarinn sólarhringur hefur sannað og sýnt, að íslendingar eru miklu meira en "góðasta þjóð í heimi", við erum besta þjóð í heimi! 

Ég elska Ísland og látum ekki deigan síga þótt á móti blási! Verum stolt af því að vera: Íslendingar!


Ég missti vinnuna í dag!

Ég er einn af þeim sem var sagt upp eftir tveggja ára starf hjá Kaupþing. Það er með miklum söknuði og trega sem ég kveð þennan góða vinnustað. Þeirra einstaklinga sem ég vann með kem ég til að sakna mikið og ber þeim öllum kveðju mína.

Ég er þá atvinnulaus frá og með deginum í dag, og leita til ykkar lesenda minna um ábendingar um vinnu. Ég er margmiðlunarfræðingur að mennt og alhliða tölvunörd og listamaður. Þið þurfið ekki að setja neitt í athugsemdakerfið heldur er einnig hægt að senda mér tölvupóst á: haukurba@gmail.com og sendi ég þá tilbaka upplýsingar sem til þarf, þ.e.a.s. ferilsskrá og annað sem er nauðsynlegt. 

Ég sendi hér í gær bænarbréf til kristna bloggvina minna, viðbrögðin stóðu ekki á sér og var ég djúpt snortinn yfir yndisleik trúsystkina minna. Guð blessi ykkur fyrir það! Crying

En ekki er þetta heimsendir og er ekkert öruggt í þessum heimi, ég lít á þetta sem nýtt tækifæri til nýrra og góðra verka.  Cool


mbl.is Um 150 missa vinnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjónvarpsþáttur sem þið viljið ekki missa af, viðtal við mig og Skúla Skúlason

Ég og bloggarinn útlægi hann Skúli Skúlason verðum í viðtali hjá presti mínum Friðrik Schram um Íslam á sjónvarpsstöðinni Omega. Þátturinn er tekinn upp og framleiddur af Íslensku Kristskirkjunni, eða söfnuðinum sem ég tilheyri.

Hann verður sýndur í kvöld (föstudagskvöld) klukkan 19:30  og svo klukkan 13:00 á sunnudaginn kemur. Ekki missa af þessu! Smile

Fyrir ykkur sem eruð ekki á útsendingarsvæðum Omega, þá eru hér gagnlegar upplýsingar um hvernig megi horfa á þáttinn.

Satt að segja hef ég sjaldan verið jafn harðorður og einmitt í þessum þætti, og eigið þið eftir að sjá nýja hlið á mér þar sem ég segi allan hug minn um Íslam og þá hættu sem öfgamenn boða. Ég ítreka fyrir pólitískt rétthugsunarfólk að í þessum þætti er fjallað um ÖFGA arm Íslams þann pólitíska, ekki hin venjulega friðsama múslima sem vilja lifa lífi sínu í friði. Langt í frá, en ég verð að taka svona fram einmitt vegna þess að sumir viljandi eða eru einfaldlega ekki nógu vel gefnir til þess að skilja þann mikla mun sem er á þessu.

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.

 


Nýtt og jákvætt klukk komið í gang ...

Linda!Nýtt klukk er komið í gang, og að þessu sinni er það með öðru sniði. Lindu vinkonu datt þetta í hug, og finnst mér þetta frábært hjá henni. Hún segir á bloggi sínu:

Ég veit að í allri þessari neikvæðni á þessum ögurtímum landsins okkar þá er stundum erfitt að sjá það góða í okkar umhverfi.  Svo ég ákvað að skella inn 10 blessunum í mínu lífi og þakka fyrir þær í leiðinni.


Tökum þetta á léttu nótunum eins og hún segir og þökkum fyrir það sem við getum verið þakklát fyrir og hér koma þær tíu blessanir sem ég er þakklátur fyrir í mínu lífi:  

  1. Yndisleg eiginkona mín, sem ég gæti ekki lifað án.
  2. Börnin mín, það er auður sem eigi er hægt að telja og ríkidómur sem enginn getur skákað.
  3. Trúin er mér stoð og stytta, og er ævinlega þakklátur Guði fyrir að hugsa um mig.
  4. Foreldrar mínir eru hreint frábær, sérstaklega á þessum erfiðu tímum.
  5. Vinir mínir sem og bloggvinir eru yndislegir og ég er svo þakklátur fyrir þá.
  6. Lífið sjálft sem Guð gaf mér, og er það mitt að gera það besta sem ég get með það líf.
  7. Að eiga á milli hnífs og skeiðar í hverjum mánuði.
  8. Systur mína, hún hefur alltaf alið mig upp og ég hana.
  9. Hvert einasta bros sem ég sé á förnum vegi gleður ætíð litla hjarta mitt.
  10. Þá sem nenna að leggja leið sína á þetta blogg mitt og lesa vælið í mér, sem mér að öllu óskiljanlegt!

Nóg um það, ég klukka:
Öddu í Laugatúni, Andrés Björgvin Böðvarsson, Ágúst Böðvarsson, Sigurð Þórðarson, Jóhönnu Magnúsar og Völudóttur, Svan Gísla Þorkelsson, Hippókrates, Valgeir Mattías Pálsson, Theódór Norðkvist og Svavar Alfreð Jónsson.

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn! 

Guð blessi ykkur öll!


Sigmar er þjóðhetja!

Sigmar Guðmundsson - fréttamaðurLoksins kom fréttamaður sem hafði kjark og hugreki til þess að krefja æðsta ráðamann þjóðarinnar svara, Geir sem formaður Sjálfstæðisflokksins, sem er höfundur þeirra efnahagslegu hörmunga sem þjóðin stendur frammi fyrir vegna hræðslu við lagasetningar sem hefðu haldið "stuttbuxna drengjunum" í skefjum. Þessi ótti þeirra við óvinsælar aðgerðir hefur valdið þeim vandamálum sem nú steðja að okkur.

Sigmar talaði fyrir hjörtu okkar allra og tek ég ofan fyrir honum, og lýsi hann þjóðarhetju fyrir vikið, en er það bara mín einfalda skoðun. Guð blessi þennan dreng!

Geiri að ná sér í brúnku ...Ég er alveg sannfærður um að best sé að boða til kosninga sem fyrst eftir það versta er yfirstaðið. Því það voru ekki einungis fjármálamennirnir sem brugðust, heldur einnig stjórnmálamennirnir.

Landið okkar hið litla Íslandi, er þekkt núorðið fyrir að vera uppfullt af hryðjuverkamönnum og fengið á sig fordóma samkvæmt því.

Eins og Sigmar bendir réttilega á í þessum Kastljós þætti, þá væri besta leiðin til þess að endurvekja traust annarra ríkja, er skófla þessum mönnum út og endurnýja mannsskapinn frá grunni.

Ég á við alla sem sitja á hið háa Alþingi, sem og Seðlabankastjórnina, því samábyrgðin er þeirra!

Vonandi horfum við framá betri tíma eftir að við erum kominn í gegnum þennan öldudal, því ritað er:

Sálmur 23:4
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig.

V
ið þurfum því ekki að óttast ef við setjum traust okkar á Drottinn, ef hann er með okkur, hver er þá á móti okkur. Wink


G
uð blessi ykkur og þakka ég lesturinn.


mbl.is Við munum ekki láta kúga okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seljum ekki frá okkur stoltið!

Skaðvaldur ÍslandsAlmenningur verður að taka við sér og mótmæla svona rugli, þiggjum ekki blóðpeninga frá Darling honum Brown. Rasismi gegn okkur íslendingum er orðinn veruleiki sem er Gordon Brown að kenna og gæti ég bent á alls kyns fréttir í þeim efnum, en ég held að það viti allir hvað ég er að tala um. Aldrei þessu vant er ég sammála Steingrími J. Sigfússyni.

Ef ég ætla að búa til snjókarl, þá byrja ég á því að gera snjóbolta. Þess vegna hvet ég alla sem þetta lesa að skrá sig á þennan undirskriftarlista. Þarna stendur:

Hjálpið okkur að stöðva misbeitingu hryðjuverkalaga

Gordon Brown beitti hryðjuverkavarnarlögum gegn Íslendingum á óréttmætan hátt til að þjóna pólitískum skammtímahagsmunum sínum. Þetta hefur breytt grafalvarlegri stöðu í efnahagshrun, sem snertir fjölskyldur á Íslandi og á Bretlandseyjum. Hjálpið okkur að fyrirbyggja frekari skaða með því að taka þátt í þessari undirskriftasöfnun núna.

Smella hér fyrir undirskriftarlistann!

Mótmælum þessum fáránlegu aðgerðum Breskra stjórnvalda! Angry


mbl.is Líkir Bretaláni við fjárkúgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við getum breytt þessu ástandi til hins betra!

fanar.jpgÍslenska fjármálakerfið er að fara í gegnum mikla endurnýjun, allt það sem undan hefur gengið hefur meira og minna mistekist. En er öll von úti, erum við kominn á heljarþröm? Nei.

Þrátt fyrir þessi gífurlegu lán sem næstu kynslóðir eiga eftir að borga af, fyrir tilstuðlan óábyrgrar efnahagsstjórnar undanfarna ára og nokkurra stuttbuxnadrengja. Þá höfum við enn tækifæri og þau eigum við að nýta.

Hvernig gerum við það? Hér eru nokkrar hugmyndir sem ég spann upp úr eigin höfði:

Verum öðrum fyrirmynd
Í heiftugum milliríkjadeilum eins og um daginn, þar sem við vorum sett í sama hóp og hryðjuverkamenn, þá opnast tækifæri fyrir okkur að sýna heiminum að við erum þeim betri. Hefnd er aldrei svarið. Og bið ég fólk að leggjast niður á sama plan og tjallarnir, því ef við sýnum þá fyrirmynd að beita ekki ofríki þeim sem eru af öðru þjóðerni. Ég er ekki að segja að við eigum að láta vaða yfir okkur, en mér ofbýður alveg þegar ég les um það í fréttum að íslendingum er mismunað vegna þjóðernis. Og spyr ég þá á móti, þurfum við virkilega að svara í sömu mynt?

Fjölskyldan hefur gleymst
caring.jpgÞað verður að segjast eins og er að við höfum ekki verið sérstaklega góð fyrirmynd undanfarinn ár. Við höfum alveg gleymt okkur í lífgæðakapphlaupinu og gleymt að hlúa að þeim sem eiga eftir að hugsa um okkur í framtíðinni. Allir hafa keppst við að eignast einhverskonar stöðutákn, í formi húsbíla, jeppa, flatsjáa eða jafnvel GSM síma. Allt hefur snúist um veraldlega hluti og eiga nóg af þeim.

Í öllu þessu hefur fólk verið of þreytt og sest fremur niður fyrir framan 40" flatskjáinn sinn og leigir sér mynd í gegnum ADSL tengingu sína eða horfir á fréttir í gegnum gervihnattardiskinn. Ef börnin eru ódæl og til ama þá hefur þeim verið plantað fyrir framan þessi sömu tæki og Playstationið eða Cartoon Network sett í gang. Allir eru hættir að talast við, og enginn hittir einu sinni nánustu fjölskyldumeðlimi lengur nema að dauðsfall beri að garði. Þessum getum við breytt og þarf ég ekki að tíunda upp hvernig!!

Veljum íslenskt
Veljum íslenskt og allir vinna!Þessi vísa er mjög oft kveðinn, enda er hún góð. Því þetta er alfarið á ábyrgð neytenda sem við getum lagað ástandið. Með því að velja íslenskt þá erum við ekki háð gjaldeyrisviðskiptum og sköpum störf hér innanlands sem og aflar hann gjaldeyris ef við flytjum vörurnar út. Með því að auka viðskipti með innlenda vörur getum við komið undir okkur stoðum sem hægt er að byggja á.

Söfnum fyrir hlutunum
Fáar þjóðir í heiminum lifa eins mikið á kredit reikningum eins og íslendingar. Reynum að spara og safna fyrir hlutunum til tilbreytingar! Þetta segir sig soldið sjálft ekki satt?

Endurnýjum hugarfarið og endurskoðum siðgæðismat okkar
jesus-crucified.jpgÍsland hefur verið byggt og mótað eftir hugmyndum kristindómsins í gegnum aldirnar. Við íslendingar höfum alltaf reynt að fara eftir boðskap biblíunnar: "elskaðu náungann eins sjálfan þig" eins og hægt er. En undanfarna áratugi hefur sá grunnur sem landið byggðist á verið kipptur undan okkur. Í dag er kalt lögmál Darwins orðið allsráðandi eða "sá hæfasti lifir af", og er bergmálað út af annað hvort trúleysingjum eða öðrum trúarbrögðum.

Þessir hópar hafa gagnrýnt kristni niður í kjölinn og telja sig hafa fundið fullkominn sannleika með því aðeins að stóla á sjálft sig. Í mínum bókum heitir það hroki, því enginn kemst hrakfallalaust í gegnum lífið án einhverrar aðstoðar. Trúin er ein af grunnþörfum mannsins, hvort sem þú trúir því að Guð sé til eða ekki. Því þarf mikla trú á báða vegu, þ.e.a.s. að afneita Guði eða fagna honum í líf sitt. Þá vel fremur seinni kostinn, því ófullkominn er ég, en reyni hvað ég get til þess að verða betri, það geri ég með því að leita náðar hjá fullkomleikanum, þ.e.a.s. Guði.

Við höfum nú tækifæri til þess að breyta þessu tilbaka eins og við vorum. Í stað kuldalegs hroka sem hefur einkennt landann undanfarinn ár, þá getum við snúið þessu uppí kærleika. Því kærleikurinn er sterkasta vopnið og er ekkert annað vopn sem er jafnvel brýnt og smýgur inní vitund allra sem verða á vegi þess. Ein lítil bæn getur breytt öllu.

Sýnum heiminum hvað í okkur býr, snúumst á veg kærleikans á ný, sinnum þeim fátæku og þeim sem eiga um sárt að binda. Við byrjum á okkur sjálfum og látum svo jákvætt hugarfar okkar smitast til annarra þjóða sem eiga eftir að taka okkur sem fyrirmynd.

Öll von er ekki úti þótt erfitt sé, elskum hvort annað - stundum þarf ekki meira til. Smile

Guð blessi ykkur öll og þakka ég fyrir lesturinn.


mbl.is Óska eftir 6 milljörðum dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fimm vísbendingar um að Ísland sé að sigla aftur inn í áttunda áratug 20. aldar...

marx.jpgOg hverjar eru þær? Ég fékk þessar ástæður sendar í tölvupósti:

  1. Óðaverðbólga.
  2. Gjaldeyrisskömmtun.
  3. Stríð við breta.
  4. Vinsælasta tónlistin er ABBA og Vilhjálmur Vilhjálmsson.
  5. Forsætisráðherrann heitir Geir og er sjálfstæðismaður.
Það er ekki nema vona að rit Karls Marx séu að seljast upp! Eftir að kapítalisminn féll eins og spilaborg, þá sitja kommarnir eftir og þyrstir eftir völdum! Guð forði okkur frá því ástandi og biðjum þess að svo verði aldrei! FootinMouth

 


mbl.is Auðmagnið selst vel í kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 588456

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband