Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Bloggfrí

Ég ætla í nokkra daga bloggfrí, miðað við þær sprengjur sem ég hef varpað hér undanfarið, þá hef ég ekki tíma til þess að svara öllu því sem er kommentað hjá mér. En ég sný aftur eftir nokkra daga hvíld, ég ætla ekki láta af þeirri rannsóknarblaðamennsku sem ég hef stundað undanfarið. Tounge

Kristnigeirinn er ekki yfir gagnrýni hafinn og ætla ég að halda áfram að benda á þau mein og kýli sem er innan kristnageirans. Það er til þess gert að vara fólk við alls kyns villum og beina brautina að konungi lífsins, Jesú. Þeir sem halda að ég sé að skrifa neikvætt um önnur trúarbrögð hafa svo sannarlega rangt fyrir sér. Mér finnst betra að vara fólk við, en að horfa uppá fólk hverfa í vafasaman félagsskap. Það er alltaf betra að kynna sér hlutina fyrst, áður en ákvörðun er tekinn, fólk gerir svo hvað það vil sjálft, ég hef þó reynt mitt til þess að vara við villunni. Eftir helgi sný ég aftur og megið þið vænta jafn hressilegra greina og hingað til !

Ég ætla útá land um helgina og ætla að hafa það gott með fjölskyldu minni.

Guð blessi ykkur öll !  Halo


Hvað er Ómega að boða?

William BranhamÍ ljósi umræðna um sjónvarpsstöðina Ómega og stjórnenda hennar, þá vildi ég koma á framfæri nokkrum atriðum sem ekki hafa legið ljós fyrir. Sumir menn hjá Ómega trúa og fylgja kenningum manns sem heitir William Branham (1909-1965). Í fyrstu var hann mikill Guðs maður og gerði mörg kraftaverk, þegar tímanum leið þá fór að halla á villu hjá honum.

Branham og konur
Viðhorf hans til kvenna var ekki bara karlrembulegt heldur stórhættulegt. Hann kenndi lengi vel um "sæði snáksins" eða "The serpants Seed". Hann alvarlega snéri út úr Genesis 3:13, þar segir Eva:

Fyrsta bók Móse 3:13
Þá sagði Drottinn Guð við konuna: ,,Hvað hefir þú gjört?" Og konan svaraði: ,,Höggormurinn tældi mig, svo að ég át.``

Hann tók þetta vers eiginlega skrefinu lengra, hann lagði mikla áherslu á að höggormurinn/Satan hafi tælt Evu kynferðislega ! Og að sonur hennar Kain, sé afkvæmi þeirra tælingar. Þetta eru þau rök sem hann notar til þess að sanna hversvegna "hið illa" kom í heiminn, þetta var allt saman Evu að kenna og afkvæmi Satans séu frá Kain og Evu kominn vegna áðurnefndar tælingar. Og í dag eigi Satan og Eva, öll þau illu börn sem eru í heiminum. Sömuleiðis segja sumir eftirmenn Brahams að snákurinn hafi átt mök við Evu öðru sinni og getið af sér svertingja. Sem er mesti rassisataháttur sem ég hef sjálfur heyrt.

Branham var mjög duglegur að kenna Evu og allri kvenþjóðinni um allt illt. Hann jafnvel gekk svo langt að fullyrða að konur væru ekki þess virði að skjóta niður.

Eitt sagði hann:"THEY'RE NOT WORTH A GOOD CLEAN BULLET TO KILL THEM WITH IT.' That's right. And I hated women. That's right. And I just have to watch every move now, to keep from still thinking the same thing."


Jeff JenkinsHann sem sé bókstaflega hataði konur, þessar kenningar eru enn við líði í dag við söfnuðinn "Believers Christian Fellowship" sem Jeff Jenkins nokkur veitir forstöðu og er oft sýndur á sjónvarpsstöðinni Ómega. Jeff er á myndinni hér til hægri.

"Prosperity teaching"
Jeff Jenkins trúir því og predikar að ef þú ert ekki með fullkomna heilsu, fullkomið hús, fullkominn maka og allt átti að vera fullkomið, ef svo er ekki, þá er eitthvað að þér í trúar lífinu. Hann settur trú manna á vogarskálar og kennir fólki um að trúa ekki nóg ef það fékk ekki það gull og grænu skóga sem þau vildu. Fólk var gert brottrækt sem fátækt var og eftir sat rjóminn eða þotuliðið af söfnuðinum. Þessu fólki vill Jeff aðeins eiga samskipti við.

Dauði Branhams og eftirmáli þess
Branham lést í bílslysi 1965. Eftir dauða hans þá voru margir sem töldu hann vera Elía spámaður endurborinn, aðrir töldu hann vera fæddan af hreinni mey og í dag trúir söfnuður hans að hann sé erkilengill Guðs og sögðu hann vera engil Laodicea safnaðarins úr opinberunar bókinni, þetta er það sem stendur meira að segja á leggsteini hans. Það voru jafnvel margir sem biðu við gröf hans í 3 daga og 3 nætur, afþví þeir væntu þess að hann myndi upprísa eins og Kristur gerði forðum.

Þetta eru bara örfá dæmi um kenningar Branhams, öll saga hans er afar merkileg og vert að skoða og reyndar varast.

Heimildin sem ég hef fyrir mér í þessu er hér um William Branham

Heimildin sem ég hef um trú þeirra hjá Ómega er hér

Jesús er konungur lífsins og enginn annar ! Og hananú!


Ég er ekki að mæla með því að fólk hætti að horfa á Ómega, það sem ég er að benda á er að mínu mati, mein innan kristnageirans sem verður að stinga á annars lagið. Þess vegna er ég að þessu, ég er ekki herför gegn Ómega sem slíkri, heldur villunni sem þeir boða stundum. En þeir mega samt eiga það, að þrátt fyrir sínar eigin skoðanir, þá hleypa þeir öðrum að til þess tjá sinn boðskap, og það úr öllum kirkjudeildum. 


Stengjabrúðan hans Bush kveður

Slátrarinn frá Downing street er farinn. Mikið er ég ánægður að sjá þessa mannleysu fara, hann hefur haldið illa á fjárhagskerfi Bretlands, rústað umhverfinu að íslenskri fyrirmynd með endalausum mengandi stóriðjuframkvæmdum, hann hefur jafn mikið blóð á höndum sér og bróðir hans George W. Bush og svona mætti lengi telja.

Nú er bæn mín sú að Bush/Brown stjórnin standi sig betur og að Brown hafi meira bein í nefinu en Blair, og þori að mótmæla bandaríkjamönnum.

(Til gamans má geta að núna fyrir stuttu var saumavélaæði sem greip um sig, og var slæmum fjárhag Breta kennt þar um í augýsingunni) W00t


mbl.is Blair: „Au revoir, Auf Wiedersehen, Arrivederci”
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sönn Hetjudáð!

Svona fréttir mættu birtast oftar. Maður er alltaf að heyra og lesa um hvað íslendingum er sama um náungan. Þarna afsannaðist sú kenning og vona ég að fleiri taki sér þetta fólk til fyrirmyndar!

mbl.is „Þetta er kraftaverk"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úrdráttur um vísindakirkjuna, hver er hún?

Tommi Kristur ! :)Var það ekki? Mig minnir að ekki alls fyrir löngu þá hafi þessi vísindakirkja slegið honum Krists nafnbót. Ef hann er Jesús ætti hann ekki að vera í neinum vandræðum með þjóðverjanna. Tounge

Gaurinn er frægur fyrir að hringja í fólk lon og don, til þess að lokka það í söfnuðinn sinn. Hann eltir fólk á röndum og hoppar í sófum í viðtölum, hann hefur tapað allri þeirri litlu glóru sem hann hafði, mann greyið. Whistling

Ég sem ætlaði að hætta að blogga um stjörnur, en þegar vísindakirkjan er annarsvegar, get ég ekki þagað.

Hér er smá fróðleikur um þessa kirkju hans,
fyrir þá sem vita ekkert um hana og hafa bara heyrt um hana:

Vísindakirkjan er með Mr. David Miscavige í forstöðu, hann og Tom Cruise eru miklir mátar.

Orðið "Scientology" þýðir "rannsókn á sannleika". Það á uppruna sinn að rekja til Lateneska orðsins "scio" og þýðir "að vita fyrir allgjöra fullvissu" og gríska orðið "logos" sem getur þýtt "að læra af". Sem endar í "Scientology".

Vísindakirkjan trúir EKKI á nútíma læknavísindi, þeir vilja halda öllu náttúrulegu og eru öll lyf og læknaheimsóknir bannaðar. Þetta flækti málin mjög þegar Tom og Kate áttu sitt fyrsta barn.

Auk þess er strangt eftirlit með söfnuðinum, þeir nota aðferð sem Kaþólikkar hafa notað í árhundruð og kallast hún "auditing" hjá vísindakirkjunni, hún fer þannig fram að einhver hærra settur úr kirkjunni hlustar á safnaðameðlimi játa syndir sínar. Þeir vilja meina að slíkt hreinsi sálina af óvelkomnum viðbjóði. Þeir eru með geðsveiflu rit sem segir þeim allt um líðan safnaðarmeðlima, það tæki sem er notað þessar sveiflur er einnig notað á "auditing sessions" hjá hinum óbreytta safnaðarmeðlim.  Þetta gerir hærra settum safnaðarmeðlimum kleift að meta ástand sjúklingsins, og gefur svo skýrslu svo um til sinna yfirmanna. Allt er loggað og skráð til þess að hafa góðar gætur á öllu.

Þeir trúa ekki á persónulegan Guð, en trúa á æðri mátt. Þeir segja að þú sem sál ert eilíf/ur og líkaminn hylki sem geymir anda og sál. Ekki alls fyrir löngu slógu þeir Tom Cruise til Jesú tignar, og segja hann endurfæddan frelsa sem ber út boðskap þeirra.

Hin rétti Jesú !

Að lokum vil ég aðeins segja, þar sem ég er ekki alveg hlutlaus, að Jesús er Drottinn og enginn kemur í staðinn fyrir hann, og þá á ég ekki við Tom Cruise, heldur Guð ritningarinnar og kristinna manna !

Ritað er:

Jóhannesarguðspjall 14:6
,,Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig.

Guð blessi ykkur öll og ég þakka lesturinn. Halo


mbl.is Þjóðverjar banna Cruise
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr niðurlægjandi putti !

fall02_car_crashÞetta er snilldarframtak, ég held að ekkert virki betur á karlmenn en einmitt að ráðast á "macho-ið" þeirra. Ég vona og trúi að þessi herferð nái hingað til lands og sanni að það eru ekki bara jeppa-eigendur sem eru illa vaxnir niður ! Grin

Og ef konur gefa okkur körlunum svona merki, þá verður þetta svona álíka og að gefa þeim löngutöng !


mbl.is Forvarnarauglýsing fyrir neðan belti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karlrembur að grilla

Ég fékk þessa litlu sögu senda í t-pósti, hún er lýsandi fyrir það karlrembuþjóðfélag sem við búum við í dag. 

 

Grilltímabilið í hámarki.  Allir að grilla.  Húsmæður gleðjast yfir því að þurfa ekki að standa yfir pottunum, því bóndinn sér um grillið.  VEI!
                                
Þannig gengur þetta fyrir sig:

  •  Frúin verslar í matinn.
  •  Frúin býr til salat, græjar grænmeti sem á að grilla, og býr til sósu.
  •  Frúin undirbýr kjötið.  Finnur til réttu kryddin, setur kjötið á bakka ásamt grilláhöldum.
  • Bóndinn situr við grillið, með bjór í annarri.

                                                               
Lykilatriði:
     

  • Bóndinn setur kjötið á grillið!
          
  • Frúin fer inn, finnur til diska og hnífapör.
          
  • Frúin fer út, og segir bóndanum að kjötið sé að brenna.
         
  • Bóndinn þakkar henni fyrir, og biður hana um að koma með annan bjór á meðan hann tæklar ástandið.


Annað lykilatriði:
Bóndinn tekur kjötið af grillinu, og réttir frúnni.
Frúin leggur á borð.  Diskar, hnífapör, sósur, salöt og annað meðlæti, ratar á borðið.
Eftir matinn gengur frúin frá öllu.

Mikilvægast af öllu:
Allir þakka BÓNDANUM fyrir matinn, og hversu vel HONUM tókst upp.
Bóndinn spyr frúna hvernig henni hafi líkað “frídagurinn”...
og eftir að hafa séð svipinn á henni, ákveður hann að það er ómögulegt að gera konum til geðs. 

Ég vona að þið lærið e-ð af þessari sögu strákar! 


Hrottlaskapur og algjör viðbjóður !!! >:(

Ég er orðlaus eftir lestur þessarar fréttar .... svona mikla grimmd hef ég bara aldrei heyrt um í nútímasamfélagi ... Crying  
mbl.is Hópur ungmenna misþyrmdi 15 ára stúlku í samkvæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrir dráttarvextir - ef svo má kalla ...

Þessi drengur settur nýja skilgreiningu um að vera örvæntingarfullur ! W00t LOL !

Jæja, hann tekur út sinn dóm strák greyið ! Tounge


mbl.is Kynlífstækin kostuðu fangelsisdóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brown / Bush stjórn er að myndast

Eins óskemmtilega og þessi tvö nöfn fara saman, þá er Brown / Bush stjórn að verða til. hehehe ... En Blair stóð sig ... ja  ... frekar illa sem forsætisráðherra. Þær blóðsúthellingar sem hann og vinur hans Bush eru ábyrgir fyrir eru til skammar !

En það er kannski skilaboð frá Blair að hans síðasta embætisverk sé með Tortímandanum gamla, það leyna sér ekki "I'll be back" skilaboðin af þessum fundi þeirra. Ég er viss um að þetta er ekki það síðasta sem við sjáum af Tony Blair.


mbl.is Síðasti opinberi fundur Blairs í embætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 588364

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband