Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
Laugardagur, 29. desember 2007
Gömul heimskuleg hjátrú
Ekki er mikið að marka þessar spár hjá á Vikunni. Ekki veit ég hvað hann/hún gerði sem heldur svona fram, hvort hún hafi kastað beinum, spáð í bolla eða hreint og beint giskað. En í nútímaþjóðfélagi á ekki að taka mark á svona rugli.
Mér fannst Völvuspáin hans Dokksa míns miklu betri, enda lofaði hann mér að hafa mig með næst í herlegheitunum!
Völvan spáir stjórnarslitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 29. desember 2007
Karlmenn geta víst gert tvo hluti í einu!!!
Ég fékk þetta myndband í tölvupósti og varð að setja þetta inn, þeir eru greinilega ekki teprur í hinu frjálsa Frakklandi og karlarnir þar kunna greinilega að bjarga sér þegar í harðbakkann slær og kunna að stýra því til betri vegar !
Ekki er ég vanur að setja svona lagað inn, en hey, maður lifir bara einu sinni og auk þess er þetta mjög fyndið!
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 28. desember 2007
Gleðilegt ár ! :D
Ég er haldinn alvarlegri ritstíflu þessa daganna. Mér dettur ekkert í hug að blogga um, þess vegna vil ég nota tækifærið þar sem ég hef ekkert meira að viti fram að færa, GLEÐILEGT ÁR og þakka ég viðkynni allra bloggvina minna.
Eins vil ég þakka öllum þeim sem báru mér og fjölskyldu minni jólakveðju í færslunni hér á undan.
Munum svo að styrkja björgunarsveitirnar í sínu góða starfi, og kaupum hjá þeim aðilum sem við treystum að þetta renni í rétta vasa.
Gleðilegt ár allir, og bæn mín er sú að næsta ár verði gæfuríkt og stútfullt af Guð náð fyrir þig og þína.
P.s. mér tókst hið ómögulega ... ég stóð loksins við orð mín um bloggfrí!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Miðvikudagur, 19. desember 2007
Gleðileg jól
Megið þið öll eiga gleðileg jól, ég ætla í bloggfrí yfir hátíðarnar því ég þarf að taka virkan þátt í efnishyggju geðveikinni sem fylgir jólunum.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (46)
Sunnudagur, 16. desember 2007
Hvað eru jólin?
Í dag eru 8 dagar til jóla, en hvað eru jólin og afhverju erum við halda uppá þau? Núna aldrei þessu vant ætla ég ekki að vera með trúarræðu, heldur ætla ég að benda á að tilgangur jólanna er ást , friður og að elska náungann.
Í öllu ysi og þysi í kringum þessa hátíð gleymast oft nokkur mikilvæg atriði; ást, kærleikur og friður á jörð.
Á þessum tímum sem stríð eru háð um víða veröld, fólk sveltur, mannréttindi eru hlunnfarinn og fólk deyr í hrönnum vegna þorsta og skorts. Þá minni ég menn á að staldra aðeins við og anda með nefinu, þetta snýst nefnilega ekki allt saman um okkur sjálf og okkar eigin fjölskyldur.
Margir eiga um sárt að binda um heiminn og er skorturinn mikill!
Ég skora á ykkur að leggja einhverjum af eftirfarandi félögum lið svo þau geta beitt sér til þess betra þennan vonda heim:
- ABC hjálparstarf
- Hjálparstarf kirkjunnar -
sem sér um að koma upp vatnsbólum þar sem enginn eru. - Kraftur - félag aðstandenda með krabbamein
- Mæðrastyrksnefnd
- Rauði kross Íslands
Jólin er tími sátta og fyrirgefningar, sama hvaða trúar þú ert. Ofangreind félög eru bara örfá sem geta látið gott af sér leiða, óháð trú eða skoðununum. Látum skoðannir ekki flækjast fyrir og gefum náunga okkar tækifærið sem hann/hún á skilið. Það er megin inntak jólanna auk þess sem við höldum uppá fæðingu frelsarans.
Guð blessi ykkur yfir hátíðarnar og gleðileg jól!
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
Sunnudagur, 16. desember 2007
Gospeltónleikar
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 12. desember 2007
Furðulegar játningar ...
- Ég er tvíliðaður í þumalfingrunum, get skipt um lið og látið líta út eins og ég hafi brotið mig.
- Ég er afar liðugur og gat meira að segja spilað á trompet með tánum þegar ég var yngri.
- Ég hef fáránlega góða heyrn, heyri allskyns hljóð sem enginn tekur eftir, og hefur það komið sér vel þegar börnin mín eru að gera eitthvað af sér.
- Ég var skyggn áður en ég frelsaðist.
- Ég sé árur þegar ég er þreyttur, er með fæðingargalla í augunum. Linsan er boginn á þá gráðu sem þarf að sjá árur, en gerist bara þegar ég þreyttur.
- Ég get borðað alveg ótrúlega sterkan mat án þess að blikna, enda er ég chilli fíkill.
- Ég get klárað skopteikningu af einhverjum á innan við 30 sek.
- Ég get talað og bjargað mér á að minnsta kosti 4 tungumálum.
- Ég kann að elda og held að ég geri það vel. (Þetta hef ég eftir öðrum)
- Ég er með ljósmyndaminni (eða snert af því)
- Ég er fíkill á sjónvarpsstöð sem heitir BBC Food.
Ég er bara ég og vona að þið hafið haft gaman að þessari furðulegu upptalningu minni, vona að þið álítið þetta ekki sem mont eða neitt slíkt, heldur er þetta aðeins játningar sem einn vinur minn skoraði á mig að opinbera.
Munum að öll erum við skrítinn, bara mismunandi mikið ! ;-)
Guð blessi ykkur.
P.s. meint bloggfrí mitt er nú búið! ;)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Sunnudagur, 9. desember 2007
Það drynur neðarlega í UPPtyppingum
Ég stóðst ekki mátið! Þessi frétt og nafnavalið á þessum stað eru hreint frábærar!
Í fréttinni STENDUR:
Skjálftahrinur hafa komið við Upptyppinga öðru hvoru frá því í lok febrúar sl. og hafa jarðeðlisfræðingar sagt að þær stafi líklega af kvikuhreyfingum í neðri hluta jarðskorpunnar.
En ekki hvað? Ég veit að allir karlmenn skilja hvað ég meina, við berjumst jú allir við upptyppinga annars lagið! Hvað kemur þá næst? Lesum við um snjóflóð í brjóstagjá kannski?
Skjálftavirkni við Upptyppinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Föstudagur, 7. desember 2007
James May vs Gordon Ramsey
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 5. desember 2007
Er einhver hissa á að Kalli sé pirraður?
Þar stendur:
1. Afnema þarf lög um guðlast
Í 125. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 segir:
Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða [fangelsi allt að 3 mánuðum].1) Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara.
Hmmm ... ég sé ekki tilganginn með afnema þetta, þarna eru þeir að bjóða hættunni heim. Í þessum lagadálk eru ÖLL trúfélög (lögleg) vernduð, þar á meðal þeir sjálfir. Þetta heitir að skjóta sig í fótinn!
Áfram halda þeir:
Trúarleg innræting eða ,,siðferðiskennsla" tengd ákveðnum trúarbrögðum ætti aldrei að eiga sér stað í opinberum skólum eins og dæmin sanna því miður að nú er gert. Hér er gefið í skyn að umburðarlyndi, lýðræði og siðferði séu sérstaklega kristileg fyrirbæri. Það er auðvitað ekki rétt. Erfitt getur verið fyrir þá sem ekki eru kristnir (trúlausir eða annarrar trúar) að hlusta á og sætta sig við slíkan boðskap í ríkisreknum skólum.
Þarna eiga þeir sennilega við vinaleið þjóðkirkjunnar, og verð ég að játa að ég er sammála að vissu leiti Siðmenntarmönnum, ég er jú sammála innihaldi vinaleiðarinnar, en ekki framkvæmd hennar. En það breytir því ekki að trúarbragðasaga/kristinfræði er og verður aldrei 'trúboð'. Þetta er almennur skyldu áfangi sem öll verða að taka.
Því þeir halda áfram á sama stað og segja:
Í sömu námsskrá kemur fram að nemendur eigi að gera sér:
...grein fyrir því hvaða þýðingu krossdauði Jesú og upprisutrúin hefur fyrir kristna einstaklinga andspænis dauðanum og þá von sem henni tengist.
Á að kenna þetta í skólum? Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir trúlausa og þá sem eru annarar trúar?
Samkvæmt námsskrá er tilgangur kristnifræðslunnar:
[efla] trúarlegan... þroska [nemenda]
Í námsskrá grunnskólans kemur fram að kenna eigi börnum bænir og sálma auk þess sem því er haldið blákalt fram að ýmsar goðsögur kristinnar trúar, þ.m.t. að meyfæðing og upprisa Jesú, séu sagnfræðilegar staðreyndir.
Ömmm ... kemur þetta svona á óvart að krossdauði Jesú er kennt? Við búum í kristnu samfélagi og ekkert er óeðlilegt við það, þeir sem eru annarar skoðunnar hafa gott að því að vita hver skoðun megin hluta landsmanna er.
Þeir segja svo áfram:
Mörg dæmi eru um að heilu skóladögunum sé eytt í að kenna börnum að semja og fara með kristnar bænir og stundum kemur fyrir að farið er með börn í messur á skólatíma og þá jafnvel án leyfis foreldra.
Jafnframt kemur fyrir að fermingarfræðslunni svokölluðu sé komið fyrir inni í miðri stundaskrá nemenda þannig að ferming lítur út fyrir að vera hluti af eðlilegu skólastarfi. Til að mynda eru farnar dagsferðir með krakkana á skólatíma fyrir fermingarfræðslu. Þetta er bæði óréttlátt og líklegast brot á grunnskólalögum sem kveða á um fjölda kennsludaga.
Þetta er nú það sem menntamálaráðherra var að leiðrétta um daginn, fermingarfræðslan er ekki hluti af skólastarfi og hefur aldrei verið. Þetta vita kirkjunnarmenn mæta vel og finnst mér þessi gagnrýni hálf kjánaleg. Sérstaklega í ljósi þess að þeim finnst allt í lagi að fá frí vegna íþróttaviðburða, skólaferðalaga og annara hluta sem eru hluti af 'stundaskrá' nemenda og kemur niður á fjölda kennsludaga. Ótrúlegt alveg.
Svo níðast þeir á ríkisútvarpinu:
Eðlilegt er að fjölmiðill í eigu almennings gæti fyllsta hlutleysis. Þetta á ekki síst við þegar fjallað er um trúarbrögð. Því er ekki viðeigandi að á dagskrá ríkisfjölmiðils sé predikun eða annar einhliða trúaráróður. Því er mælst til að allt trúboð verði tekið af dagskrá ríkisfjölmiðla. Sérstaklega eru gerðar athugasemdir við trúarboðskap í ýmsum barnaþáttum á vegum Ríkisútvarpsins. Trúaruppeldi á alfarið að vera á ábyrgð foreldra en ekki ríkisins.
Ja hérna, þarna fór Jólamessan! Ég bendi á að það eru til trúaðir sem hreinlega komast ekki í messu, kannski vegna heilsu eða staðsetningu. Eiga þeir þá ekki rétt á að heyra messunni útvarpað þegar þau engan veginn komast á staðinn? Ef menn eru svona viðkvæmir þá er til: "Off" takki á útvarpinu, eða jafnvel skipta um stöð. Mér finnst þetta halllærislegt barráttumál að þeirra hálfu.
Eins vilja þeir banna þingmönnum að sækja messu þegar þing er sett. Þeir segja:
Alþingi allra Íslendinga hefst með messu og bænagjörð
Það er ekki hlutverk alþingismanna að hlusta á predikanir um gildi kristninnar og fara með bænir. Alþingi á að vera veraldleg stofnun en ekki kirkjuleg. Þeim sem ekki tilheyra kristnum trúarbrögðum líður stundum eins og annars flokks þegnum. Er þetta ein ástæðan. Það er nánast gefið í skyn að þingmenn geti ekki verið annarrar trúar eða trúleysingjar.
Ég held að alþingismenn hafi gott af því að það sé predikað og beðið fyrir þeim miðað við verk sumra þeirra . Og ef þeir eru eitthvað óssáttir, hver er að pína þá til að mæta? Er einhver að merkja í kladdann hjá þeim? Seinast þegar ég tékkaði er að geta VALIÐ frelsi, og finnst mér að þeir séu að fjarlægja það val.
Svona má halda lengi áfram, er þá einhver hissa á að Kalli biskup sé pirraður útí þetta fólk?
Og því til rökstuðnings birti ég tvær nýlegar kannanir um trúmál íslendinga. Spurningarnar í þeim eru sitt hvorar og öðruvísi en byggir á sama grundvallarniðurstöðu að meirihlutinn er sáttur við siðinn í landinu.
Ég birti hér tvær kannanir sem birta ótvírætt vilja þjóðarinnar og skoðun:
Á að afnema siðferðisregluna um kristilegt siðgæði úr grunnskólalögum?
Nei: 8206 atkvæði eða 90.3%
Já: 868 atkvæði eða 9.6%
Hlutlaus: 9 atkvæði eða 0.1%
Fjöldi kjósenda:
: 9083
Fyrst kosið:
: föstudagur, 30 nóvember 2007 11:58
Síðast kosið:
: mánudagur, 03 desember 2007 09:40
Hér er svo önnur könnun sem fréttablaðið stóð fyrir:
Ert þú fylgjandi trúarlegu starfi presta í leikskólum?
Já 61,8%
Nei 38,2%
Fréttablaðið, laugardagur 1. des. 2007 - Smella hér fyrir heimild
Það sem ég meina að það er skýrt hver meirihlutinn er, og er kristni ekki á undanhaldi sem betur fer.
(Þetta var nú meira bloggfríið hjá mér! )
Krefjast afsökunarbeiðni frá biskupi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (76)
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 588364
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson