Gömul heimskuleg hjátrú

Sóley TómasdóttirEkki er mikið að marka þessar spár hjá á Vikunni. Ekki veit ég hvað hann/hún gerði sem heldur svona fram, hvort hún hafi kastað beinum, spáð í bolla eða hreint og beint giskað. En í nútímaþjóðfélagi á ekki að taka mark á svona rugli.

Mér fannst Völvuspáin hans Dokksa míns miklu betri, enda lofaði hann mér að hafa mig með næst í herlegheitunum!  Tounge


mbl.is Völvan spáir stjórnarslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Töluverðar vonir standa til heimsendis og spái ég honum hinn 1. apríl. Menn munu skella við skollaeyrum út af dagsetningunni og mun endirinn fara framhjá flestum. Verði svo ekki er líklegt að varnaðarorð spádómsins hafi komið í veg fyrir hann. Verði hann get ég með stolti sagt: "Hey! Hvað sagði ég ekki?"

Ég spái því einnig að þú munir eignast nýja kaffivél á árinu og ef útlit verður fyrir í árslok að þetta ætli ekki að ganga eftir, þá mun ég gefa þér eina til að uppfylla spádóminn.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.12.2007 kl. 00:08

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

HAHahahaha ... snilld Jón Steinar! Ég tek þig á orðinu ! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.12.2007 kl. 02:56

3 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Ég vissi ekki að völvan héti "Sóley Tómasdóttir" og hefði þetta útlit. Smáfríð er hún ekki blessunin. Be blessed, þú ert haukur í horni þar sem kristnin þarf að verjast. Takk fyrir að vera bloggvinur minn.

Aðalbjörn Leifsson, 30.12.2007 kl. 08:23

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góður   ég væri alveg til í að nefna ca. 10 atriði og ég er viss um að ég gæti spáð ca. 50% rétt.  Hafðu það gott um áramótin. Megirðu ganga á GUÐS þíns vegum á nýju ári.

               St. Basils Cathedral 

Ásdís Sigurðardóttir, 30.12.2007 kl. 13:28

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hvaða þema ertu með?? geturðu sett svarið inn á mína síðu??

Ásdís Sigurðardóttir, 30.12.2007 kl. 13:36

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Alli / Aðalbjörn - og takk sömuleiðis fyrir að vera bloggvinur minn. En Sóley Tómasdóttir og hennar ójafnréttisfélag hefur markvisst rifið niður góðan hlut eins og feminismin er. Eins tala þær allar gegn trúarbrögðum og sér í lagi kristni í því sambandi. Ég hef t.d. nokkrum sinnum beðið hana um að vera bloggvinur, en alltaf hefur hún neitað. Þessi vegna sýnsit mér að gamla grýla sé ekki dauð og persónugerist í ST.

Ásdís, hafðu það gott um áramótin og gerðu allt sem ég mndi ekki gera. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.12.2007 kl. 13:39

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ok. takk fyrir þetta. Ég er nú voða lítið klár í svona en dóttir mín er tölvunarfræðingur þannig að hún gæti hjálpað mér, ég heillaðist af þessum obbolítið lilla í bakgrunninn og svo finnst mér myndin efst svo stílhrein. Takk samt.

Ég ætla að vera löt og liggja heima, horfa á rakettur ef það er hægt fyrir roki, svo fer ég bara að lulla, hvað ætlar þú eiginlega að gera?????

Ásdís Sigurðardóttir, 30.12.2007 kl. 13:49

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Kæri guðsteinn !

Gleðileg áramót til þín og þinna. vonandi farið þið í rólegheitum inn í hið nýja ár

Mahatma Gandhi sagði svo rétt Kærleikurinn er sterkasta aflið sem til er í heiminum og jafnframt hið hógværasta sem unnt er að hugsa sér.

Megir þú vera í Kærleikanum nú og alltaf.

AlheimsKærleikur til þín

Steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.12.2007 kl. 14:23

9 Smámynd: Mofi

Menn gera alltaf heiðarlega tilraun til að spá í framtíðina en það mistekst allltaf en það kemur ekki í veg fyrir að menn reyna aftur. Mig grunar að þeir eru að spá eins og þeir telja að líklegast muni gerast. Held að Vantrú hefur gert þetta nokkrum sinnum líka og voru merkilega sannspáir.

Mofi, 30.12.2007 kl. 14:34

10 Smámynd: Flower

Ég spái því að Ástþór Magnússon bjóði sig fram sem forseta á nýju ári

Flower, 30.12.2007 kl. 20:31

11 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ágætis sölutriks hjá Vikunni.

Gleðilegt ár!

Greta Björg Úlfsdóttir, 30.12.2007 kl. 22:06

12 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Mér finnst ekki rétt að kalla önnur trúarbrögð gömul og heimskuleg.
Fólki gæti sárnað.- kannast kannski við það þegar það er vegið að þinni trú?

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 31.12.2007 kl. 00:36

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nanna, hér er einfaldlega ekki um að ræða trúarbragð.

Þetta tilheyrir ekki neinu slíku og hefur engan fylgjanda hóp, en ég gagnrýni þetta miskunarlaust og ef gerði það ekki af ótta að fólki myndi sárna, þá myndi ég loka blogginu mínu.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.12.2007 kl. 01:38

14 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Jæja, ég er nú samt ekki sammála þér.  Það er stór hópur fólks sem trúir á þessa "heimskulegu" hjátrú.  En þú auðvita ræður hvað þú skrifar

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 31.12.2007 kl. 01:40

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gleðilegt ár Guðsteinn minn og megi Guð þinn blessa þig ríkulega á komandi ári. Takk fyrir skemmtilega vegferð á liðnu ári. Það er alltaf gaman að tuskast við þig.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.12.2007 kl. 01:56

16 identicon

Sæll Guðsteinn. Kærar þakkir fyrir góð kynni. er karlinn á myndinni efst í þessari færslu á lausu. mér sýnist hann passa mér. Mynd af mér hér: http://gylfablogg.blog.is/blog/gylfablogg/ Við erum bæði virkilega krúttleg  Guð gefi ykkur gleðilegt ár og megi þér hlotnast ný kaffikanna  Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 09:06

17 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Steina - takk fyrir það og Guð sagði verði ljós til þín.   ;)

Mofi/Halldór - spáðu Vantrú fyrir einhverju? hehehehe ... þá eru þeir merkilega miklir hræsnarar!

Flower - aaaaaarg!! Nei ekki aftur!!  :-/

Greta Björg Úlfsdóttir - það er einmitt málið, þetta er bara sölutriks hjá Vikunni, alveg eins og þessir svökölluðu "stjörnuspár" hjá mogganum, sem er byggt á þeirri vísindalegu staðreynd að prentarinn dregur spjald úr stórri tunnu!  ;) Og gleðilegt ár Gréta mín og takk fyrir innlitið.

Tinnsl - takk fyrir það. Og Gleðilegt nýtt ár

Nanna - þótt að stór hópur fólks segist "trúa" þessu, hversu mikil alvara heldur þú að sé bak við það? Ég hef ekki hitt neinn bókstafstrúarmann á þetta ennþá !  :D hehehe

Jón Steinar Ragnarsson - takk fyrir það kall og sömuleiðis!

Rósa Aðalsteins - takk fyrir það og ert þú algjör perla Rósa mín, Guð margblessi þig og farðu nú að stofna alvöru blogg!  ;)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.12.2007 kl. 09:31

18 identicon

Sæll Guðsteinn

Sæti karlinn sem er hér í pistlinum þínum, mér finnst hann vera svo mikið krútt en þú lætur karlinn sem ég féll fyrir heita Sóley Tómasdóttir. Ég kolfell fyrir þessum gæja. Þú óvart gabbaðir mig eins og Þóroddur Gíslason vinur okkar gerði  Vildi skrifa nánari útskýringu svo þú færir ekki að vara Jón Steinar við en hann skrifaði fyrstu athugasemdina. Þú hefðir getað haldið að ég væri kolfallinn fyrir Jóni Steinari  Þið eruð nú perluvinir þrátt fyrir að stundum er vestan hvellur, norðaustan hraglandi eða dúnalogn eins og núna. Þannig að auðvita myndir þú reynast honum vinur í raun og hvetja hann að flýja land ef ég væri að breima fyrir honum  Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 11:42

19 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Gleðilegt ár! ...spennandi pæling með Völvuna - kannski Jesaja spámaður hefði tekið þetta að sér ef hann hefði verið uppi á vorum dögum??

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 31.12.2007 kl. 12:30

20 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Gleðilegt ár Guðsteinn minn,og ég þakka viðkynnin á árinu ég á eftir að kýkja á þig á nýju ári og þú dregur mig með þér eitthvað á guðsvegum.Annars á ég fullt af sýnum fyrir árið sem er að koma,ekkert allar neitt yndislegar neitt.

Ég ætla bara að hafa vit á að hafa þær fyrir mig og mína kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 31.12.2007 kl. 12:42

21 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.12.2007 kl. 14:07

22 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er sammála þér Guðsteinn að völvuspá Vikunnar hefur alls ekki verið nógu vönduð hin síðri ár. Maður hefur jafnvel á tilfinningunni að þetta sé samið af blaðamanni en ekki viðurkenndum spámiðli.

Ég spái því að ríkisstjórnarsamstarfið haldi en borgarstjórnin spryngi.  Völvuspá vikunnar verður samt á sínum stað að ári en nýr aðili verður fenginn til verksin og mun ég gefa kost á mér til starfans.

Af erlendum vettvangi sé ég fyrir mér. Flóð eða þurrka á Indlandsskaga. Ef tekst að afstýra miklu mannfalli verður ástandið enn verra næst þegar brestur á með miklu flóði eða þurrki. 

Sigurður Þórðarson, 31.12.2007 kl. 14:43

23 Smámynd: Þormar Helgi Ingimarsson

Guðsteinn. Þakka þér fyrir öll þín skríf á árinu og Guð gefi érog þinni fjölskyldu gleðilegt og farsælt nýtt ár.

Þormar Helgi Ingimarsson, 31.12.2007 kl. 14:50

24 Smámynd: Mummi Guð

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir gamla blogg árið. Ég vona að nýja árið eigi eftir að vera þér og þínum gæfuríkt.

Mummi Guð, 31.12.2007 kl. 15:16

25 Smámynd: www.zordis.com

Vertu duglegur að borða á árinu svo þú haldir góðu jafnvægi .... Að spekulera og spá er bara gaman og til gamans gert.  Farðu vel með þig og njóttu ómældrar ástar þinnar og þúsundfalds kærleika.

Fegurðin er í auga þess er sér!

www.zordis.com, 31.12.2007 kl. 15:31

26 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Gleðilegt ár, takk fyrir skemmtilegheitin á árinu 2007.  Ég held að spádómar séu meira til gamans, það vita það allir að ef talað er nógu mikið, þá reynist eitthvað rétt af því.  En enginn á að lifa eftir spádómum.

Ester Sveinbjarnardóttir, 1.1.2008 kl. 00:54

27 Smámynd: Vendetta

Gleðilegt ár, Guðsteinn.

Eins og alltaf áður er ég með spá sem alltaf rætist: Á nýja árinu eiga eftir að líða margir dagar og það á margt eftir að gerast.

Vendetta, 1.1.2008 kl. 14:30

28 identicon

Hæ. Venjulega 365 dagar en eitthvað skrítið núna. Heilmikið sex í gangi minn kæri Vendretta. Gleðilegt ár öll.

Guð blessi íslensku þjóðina og varðveiti okkur frá öllum hörmungum og slysum. Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 20:05

29 identicon

Þegar ég sá fyrirsögnina hélt ég eitt augnablik að þú værir að tala um trúnna á Jesús

Valsól (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 20:40

30 identicon

Gleðilegt nýtt ár Guðsteinn og takk fyrir allt liðið!!!

Ása (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 22:07

31 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Las um breska rannsókn sem sýndi að hjátrúarfullir sérvitringar lifðu lengur en aðrir!

Sigurður Þórðarson, 2.1.2008 kl. 02:08

32 Smámynd: Halla Rut

Það er nú alltaf gaman að lesa þetta svona sér til gamans. En mér finnst vanta að fara yfir síðustu spá og sjá hvað gerðis og hvað ekki. Kannski er það gert ég veit ekki. Mundi ekki kaupa blaðið fyrir þetta en kannski lesa það á biðstofu...

Halla Rut , 2.1.2008 kl. 14:06

33 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég spái því að það komi ný völvuspá um næstu áramót.

Ný tölvuspá líka (í forsetakosningunum.)

Er ég ekki mikill spámaður?

Theódór Norðkvist, 2.1.2008 kl. 15:29

34 identicon

Gleðilegt nýtt ár.Iss ég var einu sinni spákelling og treysti mér alveg til að spá ein og viku-völvan.helmingur réttur.hehehehehehe.Hvað er svo annars gaman af því að vita allt fyrirfram?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 17:16

35 Smámynd: halkatla

bara svo það sé á hreinu þá er ég í rosalegu bloggfríi og ætla bara inná þitt blogg núna, ekki neins annars, og vá, þvílíkt skemmtilegar umræður hér og pæling um þetta völvudót. Mér finnst það sama og Höllu Rut eiginlega og nenni ekki að kaupa blöðin en mér finnst fyndið að búa í landi þarsem þetta eru fréttir!!  nú vofir sko skuggi völvunnar yfir ríkisstjórninni  en ég kom bara til þess að segja Gleðilegt nýtt ár við þig og alla aðra, en einsog ég sagði áðan þá verð ég aftur að fara í bloggfrí. Hver veit hvað gerist á morgun. Annars segi ég bara við alla sem hér sjá, gleðilegt nýtt ár

halkatla, 2.1.2008 kl. 22:20

36 identicon

Sæll og blessaður.

Undur og stórmerki. Ég er byrjuð að blogga  Guðs blessun.

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 22:39

37 Smámynd: Adda bloggar

innlitskveðja til þín

Adda bloggar, 4.1.2008 kl. 01:04

38 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta er bara léttvægt skemmtiefni. Og gleðilegt ár!

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.1.2008 kl. 14:34

39 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég þakka öllum innlitið og kveðjur !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.1.2008 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 587810

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband