Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
Þriðjudagur, 30. október 2007
Aftur um Pál og Tímóteus
Páll postuli Krists Jesú að boði Guðs, frelsara vors og Krists Jesú, vonar vorrar, heilsar Tímóteusi, skilgetnum syni sínum í trúnni.
Við erum því að lesa úr fjórða bréfasafni postulans, sem kallast hirðisbréf eða pastoral bréf, sem auk þessa bréfs eru Síðara Tímóteusarbréfið og Títusarbréfið. Hirðisbréfin fjalla meira eða minna um hæfni og ábyrgð og um ástand safnaðanna yfirleitt.
Það ástand, sem bréfin upplýsa, er ekki hægt að fella inn í það líf Páls sem fram kemur í Postulasögunni og fyrri bréfum hans. Það verður því að álíta, að postulanum hafi verið sleppt úr fangelsinu, sem getið er um í lok Postulasögunnar. (Post. 24:28). Það sýnir, að sannfæringin um að Páll yrði látinn laus, hefur ekki orðið sér til skammar. Hann hafi þá hugsanlega farið ferðina til Spánar, (Róm.15:24-28.), og síðan farið í heimsóknarferðir austur um frá Róm. Þá hafi hann komið við á Krít, þar sem hann skildi Títus eftir til þess að skipuleggja söfnuðinn þar. (Títus 1:5.)
Frá Krít gæti hann hafa farið fyrst til Litlu-Asíu og stoppað í Efesus. Þar hafi hann beðið Tímóteus, (sem sennilega hefur verið leiðsögumaður hans í ferðinni) að verða eftir (sjá síðar). Ef til vill hefur hann líka heimsótt söfnuðina í Lýkus-dalnum (Sjá Fílemonsbréfið 22.v.).
Síðan hefur postulinn farið til Makedóníu og vitanlega heimsótt söfnuðina í Filippí, Þessalóníku og Beröu.
Frá Makedóníu hefur hann síðan farið yfir til Litlu-Asíu og komið í Tróas (2. Tím.4:13.), og síðan stoppað aftur í Efesus, þar sem hann hefur kvatt Tímóteus (2. Tím.1:4.)
Frá Efesus hefur Páll ásamt Trófímusi farið til Míletus, þar sem hann skildi hann eftir veikan, (2:Tím.4:20.).
Síðasta stöðin sem hann hefur líklega komið á, hefur sennilega verið Nikopólis í Epýrus (í Vestur-Grikklandi). Þaðan hefur hann farið aftur yfir til Rómar, þar sem hann hefur aftur verið tekinn til fanga.
Þar höfum við ástæðuna fyrir bréfaskriftunum. Postulinn hefur ekki getað stoppað svo lengi í Efesus, að hann gæti hafa séð fyrir endann á þeirri baráttu. Hann vonar að hann geti komið fljótt aftur, en hann bíður með það, segir hann við Tímóteus, "til þess að hann viti hvernig á að haga sér í Guðs húsi." (3:14.)
Ég þakka lesturinn og minni á bænagönguna 10. nóv. næst komandi. Sannir hermenn Krists munu mæta í hana.
Föstudagur, 26. október 2007
Þvílíkt rugl! Og hvað gerir íhaldið?
Þeir sitja með puttanna uppí ra****u á sér og telja auranna sína!
Þessi einokunarstefna Rúv er einum of langt genginn. Það er varla til maður sem hlustar á þessa risaeðlu lengur og nú eru þeir farnir að handrukka rútufyrirtæki!
Hvar eru íhaldsdelarnir núna? Afhverju er ekki búið að klára að einkavæða þetta eins og allt annað? Þetta er eina fyrirtækið sem ég styð að sé einkavætt, þeir hefðu gott af því að fara á frjálsann markað og þurfa að berjast eins og aðrir fyrir auglýsingatekjum. Og um leið losna landsmenn við þá byrði að borga þessi blessuðu afnotagjöld sem landinn er þvingaður til þess að borga.
Þetta er í fyrsta sinn sem ég hljóma eins og frjálshyggjumaður, og eina atriðið sem ég er sammála þeim í. Ég skora á þingmenn til þess að finna einhverja lausn á þessu óréttlæti og það strax!
RÚV má innheimta afnotagjöld af útvörpum í atvinnubílum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 25. október 2007
Kristnir, sýnum umburðarlyndi !!
Í ljósi þeirra atburða sem hafa átt sér stað í dag, vil ég hvetja trúbræður mína og systur til umburðarlyndis. Sá atburður gerðist jú á prestastefnu þjóðkirkjunnar hafa valið auðveldu pólitísk réttu leiðina, fremur en Guðs orð.
Ég vil því hvetja trúsystkini mín að bíða og sjá Ég minni á að Jesús var sjálfur meðal bersyndugra, og kannski er þetta leiðin sem við getum veitt til tækifæra.
Bíðum og sjáum hvað mun gerast, ég veit að sjálfur hef ég í reiði minni komið með ýmsar yfirlýsingar um bloggheima, og nú seinast hjá Jóni Val. En ég skrifaði það í reiði og var ekki með hugann við efnið, heldur bara hjartað.
Þjóðkirkjan er í eigu þjóðarinnar, sem setur hana í þá leiðu stöðu að geta ekki hafnað vilja safnaðarmeðlima sinna. Sér í lagi þar sem skattarnir flestra okkar borga undir hana.
Tillaga Sr. Karls Sigurbjörnssonar Biskups gekk útá að gera þetta að lagagjörningi og ekki trúarlegi athöfn, prestum hefur því verið veitt umboð til þess að ganga frá lagalegum skyldum hjóna/sambúðarfólks. Það er ekki verið að heita blessun Guðs yfir samkynhneigð, heldur aðeins að fást við formsatriði við fallega athöfn sem allir eiga skilið og rétt á.
Ég vek einnig athygli á að um heimsviðburð er að ræða í trúarsögunni. Íslenska þjóðkirkjan er sú eina sem hefur gengið svona langt til þess að þóknast safnaðarmeðlimum sínum.
Ég veit og skil hvað ritningin segir um þetta, ekki misskilja mig, ég er ekki að segja að við eigum að leggja blessun okkar yfir þetta og láta vaða yfir okkur!! Ég bið samt um umburðarlyndi og sjáum til hvað gerist!
Kristnir menn hafa í ca. tvö þúsund ár og gyðingar þar á undan haldið á lofti þeirri trú sinni um að samkynhneigð sé synd. Enginn ætti því að vera hissa á afstöðu kristinna til þessara mála. En það er greinilegt að pólitísk rétthugsun trompar skoðanir annarra. Allir eiga greinilega að vera steyptir í sama mót, og enginn má hugsa öðruvísi en hinn, allir eiga að vera sömu skoðunar og ef hann/hún dirfist að mótmæla því, þá er hann/hún úthrópaður(uð). Þess vegna fór þetta svona í dag og varð kristindómurinn undir í þeirri barráttu.
Ég veit það tekur á kæru trúsystkini, en sleppum öllum fordæmingum þar til allt kemur í ljós. Guð sagði aldrei að trúargangan yrði auðveld, þetta er bara eitt af þeim fjölmörgu dæmum sem trúaðir þurfa að ganga í gegnum. Það er það eina sem ég bið um er umburðarlyndi og við látum af öllum hamagangi og sleggjudómum.
Verum meðvituð um að niðurstaða er fengin og gleðjumst yfir því" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
Fimmtudagur, 25. október 2007
Fyndnar auglýsingar
Mr. Sheen stendur alltaf fyrir sínu !!
Hér er mjög góð hvatning til þess að hætta reykja þegar mar sér þennan!
Með þeim betri leikfimisauglýsingum sem ég hef séð!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 25. október 2007
Könnun um álit ykkar á moggablogginu
Einn mjög góður bloggvinur minn sem kallar sig Promecius hefur sett upp snilldar könnun um moggabloggið.
Hann gaf mér góðfúslegt leyfi til þess að auglýsa þetta myndarlega framtak sitt og hér kemur það í heild sinni:
Jæja elsku fólk, ég hef könnun fram að færa um þetta bloggkerfi sem ég vil endilega að þið takið þátt í. Þetta er könnun sem ég hef búið til á netinu og sett inn tengil á hana hérna í færslunni. Könnunin mun ekki taka nema um það bil þrjár mínútur.
Ég mun síðan ef allt hefur gengið að óskum, það er, að niðurstaðan hefur borist rétt, birta hana hérna í flokkinum 'Vefurinn'. Ég geri ráð fyrir því að ég muni hafa könnunina í gangi í um tvær vikur en kannski lengur eða styttra allt eftir viðbrögðum.
Ef þú getur ekki tekið þátt þar sem aðilinn sem heldur utan um könnunina hefur lokað á hana, þá er það vegna þess að fjöldi þátttakenda hefur verið náð en hann er takmarkaður af könnunar aðilanum. Ef þetta gerist fyrir auglýst lok á könnuninni (í kringum tvær vikur, kannski lengur) þá mun ég strax birta niðurstöður hennar.
Það er ætlunin að senda niðurstöðuna til umsjónarmanna blog.isAllt tekið frá síðu Promecius
Endilega takið þátt, því þetta snýst um að gera bloggheima betri!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 24. október 2007
Ljóð í tilefni dagsins
Unga kynslóðin íhaldsöm og bakslag komið í valdahlutfall kynjanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 24. október 2007
Hvað er kona?
Konan er stundum hvundagshetjan sem enginn tekur eftir.
Konan er sú sem veitir huggun við jafnvel dýpstu sárin.
Konan er vanmetinn og getur allt sem karlmenn geta og jafnvel betur.
Konan er eins og leirker sem leirkerasmiðurinn (Guð) vandaði smíðina hvað mest við.
Konan er yndi karlmannsins og kóróna lífs hans.
Konan er með fagrar ávalar útlínur og greina okkur karlmennina frá þeirri listasmíð sem þær eru.
Konan er sköpun Guðs til jafns við karlmanninn, saman eru þau eitt hold.
Karlmenn, virðum skoðannir hennar og eru þær stundum réttari en okkar eigin.
Karlmenn, lærum að hlusta - konan á ekki að vera rödd hrópandi í eyðimörkinni.
Karlmenn, segjum frá hvernig okkur líður - stelpurnar hafa betri skilning á tilfinningum en við.
Karlmenn, ástin er meira en blóm sem þarf að vökva, það þarf líka að reita eigin arfa.
Karlmenn, með umhyggju og virðingu þá mun kona þín elska þig meira.
Karlmenn, komið fram við þær eins og þær væru þið sjálfir.
Bryndís - ég elska þig.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 22. október 2007
Bloggfrí
Farinn í bloggfrí, seinna í dag mun ég læsa blogginu til þess að ég falli ekki í freistni. En mun opna aftur von bráðar. Ég þarf að nálgast Guð enn á ný og endurnýja mig. Ég hef ekki lengur krafta til þess að svara fyrir trúna uppá eigin spýtur, ef ég hef ekki Guð með þá er þetta allt til einskins. Ég er hvort eð er hálf þunglyndur þessa daganna og megið þið alveg biðja fyrir mér.
Guð blessi ykkur á meðan.
Fimmtudagur, 18. október 2007
Lækir lifandi vatns ...
Jæja þá minni ég ykkur á það að á laugardaginn næsta þann 20. október hittumst við í starfinu "Lifandi vatn" á Holtavegi 28 í KFUM & K húsinu. Klukkan 14:00-17:00 Að þessu sinni verðum við á neðri hæð hússins. Nú við ætlum að fá okkur kaffi og með því, og þau sem vilja, dansa línudans (sem er alveg rosalega skemmtilegur). Nú við erum að fara á fullt í föndrið og handavinnuna, og auðvitað höldum við áfram með Manga teiknikennsluna.
Lifandi Vatn varð til hér á blogginu þegar að við nokkur sem að bloggum um kristileg málefni ákváðum að hittast og gera eitthvað saman, við leggjum mikið uppúr því að hafa samverurnar í afslöppuðum stíl og bjóðum öllum að taka þátt og hafa börnin með.
Það kostar ekkert að koma til okkar og taka þátt, eða bara fá sér kaffi og ætlar Guðrún Sæmunds. að bjóða uppá gulrótartertuna sína sem er algjört sælgæti ! Kannski kemur Bryndís mín með eitthvað líka, en hún er rosalegur bakari.
Hvað varðar trúarlegu afstöðu okkar þá erum við ekki í neinum sértrúargír og líður afskaplega vel með okkar rólegheita afstöðu, sem byggist á kærleika Jesú Krists.
Þú ert hjartanlega velkominTrúmál og siðferði | Breytt 19.10.2007 kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 17. október 2007
Undirskriftarlisti til stuðnings bættum kjörum öryrkja og aldraðra! Skrifum undir! :)
Ég vil auglýsa undirskriftarlista til stuðnings bættum kjörum öryrkja.
Ekki veitir af stuðningnum og hvet ég alla til þess að og skrifa undir!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson