Níðingsverk!

Reiði sem þessi er aldrei góð, og uppsker aðeins illvirki sem þessi atburður er. Skemmdarverk á eigum annarra er álíka tilgangslaus, bíðum frekar eftir dómsstólum að taka á þessum fjárglæframönnum, það tekur tíma en þolinmæði er stundum afskaplega góð dyggð. 

Ritað er:

Efesusbréfið 4:26
Ef þið reiðist þá syndgið ekki. Sólin má ekki setjast yfir reiði ykkar.

Reiðin er hryssa sem er erfitt að temja, og betra er að sýna þá þolinmæði sem til þarf við tamningu hennar. Því mikill er munurinn á réttlátri reiði og heift, það er einmitt heiftin sem forðast skal.

Og áfram í sama bréfi:

Efesusbréfið 4:31-32
31
Látið hvers konar beiskju, ofsa, reiði, hávaða og lastmæli vera fjarlægt ykkur og alla mannvonsku yfirleitt. 32 Verið góðviljuð hvert við annað, miskunnsöm, fús til að fyrirgefa hvert öðru eins og Guð hefur í Kristi fyrirgefið ykkur.

06anger.jpgVið verðum að hugsa um afleiðingar gjörða okkar, og vissulega skil ég að fólk sé reitt, en Rannveig Rist hefur ekkert gert af sér, allavega að ég viti til. Nema það sé verið að refsa þeim sem eiga eitthvert fé á milli handanna, og er það nær nornaveiðum en nokkru öðru. Því ekki eru allir auðmenn óheiðarlegir, og sumt af því fólki hefur eignast það sem það á með heiðarlegum hætti.

Eða eru Greenpeace, Saving Iceland og Hells Angels komiir í eina sæng? Á að refsa þessari konu fyrir umhverfisspjöll sem þegar er búið að fremja? Á að refsa henni fyrir að stjórna fyrirtæki sem skapar nokkur hundruð störf? Ég skil bara ekki hugsunarháttinn hjá þessu liði! GetLost

Lifum í friði og látum dómstóla um refsa þeim sem frömdu þau efnahagslegu voðaverk, til þess eru dómstólar!

 


mbl.is Fékk sýru í andlitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Our life is a gift from Nature,
what we do with that life,
is our gift to ourselves"

Höf. þekktur

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 18:56

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Sá sem ber hér SÖK er sá seki. Það verður að gera hér greina mun á ofbeldisverkamönnum og því fólki sem er í nöp við þá sem tengjast þessari útrás en tjáir sín mótmæli með friðsömum hætti.

Og svo vil ég líka benda á að ein besta leiðin til þess að koma óorði á mótmæli og stöðva þau er einmitt að sá sem er á móti mótmælum að fremja verknað sem þennan. 

Þessvegna hef ég verið ávalt talsmaður þess að mótmæli verða að vera friðsamleg og það má ekki með nokkru móti sýna af sér ofbeldi því þá fær andstæðingurinn tækifæri til að senda mann úr sínum röðum og gera hluti sem gerðir voru við Rannveigu Rist.

 
þetta er margnotað trix í mannkynssögunni með einum eða öðrum hætti..
í því tilfelli nægir að nefna Þinghúsbrunan sem gerði hitler að einræðisherra á sínum tíma.  

Brynjar Jóhannsson, 3.10.2009 kl. 18:56

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

EN ég ítreka að ég er ekki að halda því fram að þetta trix hafi verið notað á Rannveigu . Heldur að benda á að það væri alveg eins möguleiki við slíkar aðstæður.

Brynjar Jóhannsson, 3.10.2009 kl. 18:59

4 identicon

Ástæðan fyrir efnahags- og bankahruninu er fyrst og fremst stjórnleysi einstaklinga í lykilstöðum.

Að mæta aðstæðum í dag með stjórnleysi eins og þeir einstaklingar sem fremja þessi skemmdar- og voðaverkverk er fráleitt og mun ekki breyta neinu. 

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 19:03

5 Smámynd: halkatla

sammála - EN - það er engin ástæða til þess að treysta dómsstólum eða þeim sem stjórna á þessu landi, nema síður sé...

halkatla, 3.10.2009 kl. 19:18

6 Smámynd: Svartinaggur

Ég er sammála þér Guðsteinn, en reyndar þurfti ég ekki myglaða skruddu frá miðöldum til að komast að sömu niðurstöðu og þú.

Svartinaggur, 3.10.2009 kl. 22:39

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn minn

Algjörlega sammála þér.

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.10.2009 kl. 23:26

8 identicon

Ég er hjartanlega sammála þér Guðsteinn minn. Eigðu gott kvöld.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 20:29

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Mér finnst nú þetta bara vera morðtilraun þetta með að sletta sýru á fólk. Enn það er ekki rétt að spyrða saman Greenpeace, Saving Iceland og Hells Angels. Hells Angels eru eins og kórdrengir við hliðina á Saving Iceland og Greenpeace. Dómstólum á Íslandi er ekki treystandi. Ég hélt að það vissu allir. Engum aðalmönnum bankahrunsins mun verða refsað. Bara þeim sem tóku við mútum og öðrum sendisveinum. Löngu búið að ákveða það. Takk fyrir góða færslu.

Óskar Arnórsson, 5.10.2009 kl. 06:48

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir athugasemdirnar allir, og fyrigefið seinaganginn við svör, en sérstaklega tek ég eftir Svartanaggi og spyr ég hann: Hvar hefur þú alið manninn???

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.10.2009 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 588281

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband