Sunnudagur, 12. apríl 2009
Gleðilega páska, kæru landsmenn!
Nú er páskahátíðin genginn í garð, sem er með þeim helgustu hátíðum kristinna manna. Ég vil því óska ykkur öllum gleðilegra hátíðar og vona að boðskapur þessa dags gleymist ekki í súkkulaði áti.
Ritað mörg hundruð árum en Jesús var krossfestur, þetta er tekið úr spádómsritinu Sálmunum:
2 Guð minn, Guð minn! Hví hefur þú yfirgefið mig?
Ég hrópa en hjálp mín er fjarlæg.
3 Guð minn! hrópa ég um daga en þú svarar ekki,
og um nætur en ég finn enga fró.
4 Samt ert þú Hinn heilagi
sem ríkir yfir lofsöngvum Ísraels.
5 Þér treystu feður vorir,
þeir treystu þér og þú hjálpaðir þeim,
6 hrópuðu til þín og þeim var bjargað,
treystu þér og vonin brást þeim ekki.
7 En ég er maðkur og ekki maður,
smánaður af mönnum, fyrirlitinn af öllum.
8 Allir, sem sjá mig, gera gys að mér,
geifla sig og hrista höfuðið.
9 Hann fól málefni sitt Drottni,
hann hjálpi honum,
og frelsi hann, hafi hann þóknun á honum.
10 Þú leiddir mig fram af móðurlífi,
lést mig liggja öruggan við brjóst móður minnar.
11 Til þín var mér varpað úr móðurskauti,
frá móðurlífi ert þú Guð minn.
12 Ver eigi fjarri mér
því að neyðin er nærri
og enginn hjálpar.
13 Sterk naut umkringja mig,
Basans uxar slá hring um mig,
Basan nefndist hérað austan Jórdanar.
Nautpeningurinn þar þótti sérstaklega stórvaxinn.
Basans uxar merkja illvirkja.
14 glenna upp ginið í móti mér,
sem bráðsólgið, öskrandi ljón.
15 Ég er eins og vatn sem hellt er út,
öll bein mín gliðnuð í sundur,
hjarta mitt er sem vax,
bráðnað í brjósti mér.
16 Kverkar mínar eru þurrar sem brenndur leir,
tungan loðir við góminn,
þú leggur mig í duft dauðans.
17 Hundar umkringja mig,
hópur illvirkja slær hring um mig,
þeir hafa gegnumstungið hendur mínar og fætur.
18 Ég get talið öll mín bein,
þeir horfa á og hafa mig að augnagamni.
19 Þeir skipta með sér klæðum mínum,
kasta hlut um kyrtil minn.
20 En þú, Drottinn, ver ekki fjarri,
styrkur minn, skunda mér til hjálpar.
21 Frelsa mig undan sverðinu
og líf mitt frá hundunum.
22 Bjarga mér úr gini ljónsins
og frá hornum villinautanna.
Þú hefur bænheyrt mig.
23 Ég vil vitna um nafn þitt
fyrir bræðrum mínum,
í söfnuðinum vil ég lofa þig.
24 Þér, sem óttist Drottin, lofið hann,
tignið hann, allir niðjar Jakobs, óttist hann, allir niðjar Ísraels.
25 Því að hvorki fyrirleit hann hinn hrjáða
né virti að vettugi neyð hans.
Hann huldi ekki auglit sitt fyrir honum
heldur heyrði hróp hans á hjálp.
Þessi nákvæma lýsing á krossdauða Jesú, er til marks um hve nákvæm biblían er í sínum spádómum. Þetta er eins og ég gat hér um ofar, skrifað mörg hundruð árum fyrir Krist. Ég undirstrikaði þá þætti sem eru mest áberandi og rættust seinna meir í krossfestingu Jesú.
Minnumst þessa dags í auðmýkt og þakklæti fyrir gjörðir eins manns fyrir tvö þúsund árum.
Guð blessi ykkur öll á þessum helga degi, og þakka ég lesturinn.
Meginflokkur: Trúmál | Aukaflokkar: Ljóð, Trúmál og siðferði, Vinir og fjölskylda | Facebook
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson
Athugasemdir
Sæl Guðsteinn.
Gleðilega Páskahátíð.
Og takk fyrir góðar tilvitnanir í Ritninguna.
Kærleikskveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 03:22
Gleðilega Páska kæri bróðir Amen
Ruth, 12.4.2009 kl. 04:02
Sæll Guðsteinn minn
Gleðilega Páska
Guð blessi þig og fjölskyldu þína
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.4.2009 kl. 09:50
Sæll Guðsteinn og gleðilega Páska, megi Guð blessa þig og fjölskyldu þína og takk fyrir gott blogg í tilefni páskana
Jóhann Hauksson, 12.4.2009 kl. 10:03
Gleðilega páska Guðsteinn minn. Eigðu góða og gleðilega páska og takk fyrir allar góðu og ánægjulegu færslurnar þínar. Þær eru mjög góðar margar og áhugaverðar.
Þakka þér fyrir það.
Gleðilega páska.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 11:26
Hósanna, Hósanna, dýrð sé Guði og fórninni hans, fyrir hans benjar og blóð erum við lífsins sigur, dauðinn hefur ekkert vald yfir okkur, þökkum Guði af öllu hjarta, leggjum frá okkur allan efa, og göngum fram fyrir hann með allar okkar byrðar, og sorgir, og hann mun leysa okkur úr ánauð þessa lífs.
Jesú er sá sami í dag og hann var fyrir 2000 árum og fyrir byrjun veraldar, og verður það allt til enda.
Gleðilega Páska. Yahshua LIFIR.
Linda, 12.4.2009 kl. 11:28
Gleðilega páska Guðsteinn. Það er algjör snilld þetta logo sem þú hannaðir fyrir SjáLfstæðisFLokkinn og ekki er Framsóknarmyndbandið síðra. . .
Fannstu eitthvað skemmtilegt í Perlunni í gær?
bjkemur (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 11:49
Þórarinn - Ruth - Rósa - Jóhann og Linda - takk fyrir fögur orð og gleðilega páska, eins og Linda bendir á hér ofar, þá lifir Jesús en í dag sem um allar aldir.
Bjkemur - það voru tveir sem tóku í höndina á mér í gær á geisladiskamarkaðnum í Perlunni, ekki getur verið að þú hafir verið einn af þeim? En takk fyrir hrósið!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.4.2009 kl. 12:40
Valgeir Matthías - Guð blessi þig ævinlega.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.4.2009 kl. 12:41
Upprunalega voru páskarnir vorhátíð í Miðausturlöndum fuglarnir urpu og menn slátruðu páskalambinu. Kristur var krossfestur á föstudegi fyrir páska og líklega var það ekki tilviljun. Í dag minnast kristnir menn upprisunnar, sigurs lífsins yfir dauðanum.
Til hamingju með daginn!
Sigurður Þórðarson, 12.4.2009 kl. 15:21
Takk fyrir það Siggi minn!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.4.2009 kl. 16:24
Þarna kemurðu beint að kjarna málsins. Sálmarnir eru ekki spádómar. Að halda því fram að það séu spádómar í sálmunum er eins og að halda því fram að í Myndir mánaðarins séu spádómar um úrslit komandi þingkosninga. Sálmurinn sem þú vitnar í er ekki spádómur, heldur sálmur.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.4.2009 kl. 17:06
Gleðilega hátíð
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 17:15
Hjalti minn, lesu bara sálminn aftur yfir, hvað er þetta annað en spádómur? Hann er meira að segja með smáatriðin á hreinu eins og þorstinn sem Jesús fann fyrir. Ef ég orða þetta: "Í Sálmunum er að finna spádóma eins og þennan" eða eitthvað á þá leið, ertu þá sáttur? Málið finnst mér vera borðleggjandi og ert þú með fáranlegann samanburð. Pfff... "myndir mánaðarins" hvað!
Birna - Gleðilega hátíð!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.4.2009 kl. 17:45
Lestu vildi ég sagt hafa!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.4.2009 kl. 17:45
Þetta er harmasálmur þar sem sá sem syngur er í sporum einhvers sem er við dauðans dyr en guð bjargar honum á síðustu stundu (svona eins og í spennumyndum þar sem hetjan bjargast á ótrúlegan hátt á síðustu stundu).
Nei, af því að það eru engir spádómar í þessum sálmi.
Hérna er betri samanburður. Þetta er eins og að telja sig finna spádóma í lagatextum Megasar.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.4.2009 kl. 18:09
Jáhá ... er það þess vegna sem er talað um:
Í þessum sálmi? Einnig:
Hvað er þetta þá, þú ert vel læs er það ekki ? Ég bara spyr? Því mig grunar að þú viljir stilla þessu eins og öðru upp sem "tilviljun", og allt sé tilvjunum háð. Getið þið ekki einu sinni viðurkennt jafnvel svona einfalda hluti? Af hverju þessa þrjósku Hjalti við borðleggjandi dæmi eins og þetta? Endilega fræddu mig um það.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.4.2009 kl. 18:28
Já. Einmitt þess vegna.
Það vill nú svo skemmtilega til að í hebreskunni stendur ekki "þeir hafa gegnumstungið", heldur "eins og ljón". Líklega vantar einhverna sögn inn í þessa setningu.
Nei, þetta er ekki tilviljun. Höfundur Mk (og síðan hinir) notuðu atriði úr sálmunum til þess að fylla upp í frásögnina, þeir töldu ef til vill að það væru "faldir" spádómar í biblíunni.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.4.2009 kl. 18:34
Ég er ekki bara ekki hissa á því miðað við atbirðina sem þeir sjálfir sáu.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.4.2009 kl. 18:48
Lestu þér bara til um þetta. Farðu t.d. á hvar.is og leitaðu að "psalm 22", þá muntu finna nokkrar greinar í JBL þar sem "helstu hebresku sérfræðingar heims" eru að reyna að giska á hvað stóð þarna upprunalega.
Nú, hvað sáu þeir? En málið er það að frásagnirnar í guðspjöllunum á t.d. því að fólkið "geifli sig" byggist á þessum sálmi, ekki raunverulegum atburði.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.4.2009 kl. 18:57
Hjalti, samkvæmt þessu:
Þá hafa menn greinilega þýtt ögn frjálslega. En eftir stendur að samt sem áður hefur ekki skeikað, við þýðingu í spádómum eins og Jesaja 53 sem er svona:
Heimild hér, þú getur flett upp sjálfur restina af Jesaja.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.4.2009 kl. 21:15
Gleðilega páska Haukur minn bið Guð að blessa þig og þína.
Kristinn Ásgrímsson, 12.4.2009 kl. 22:35
Sömuleiðis Kiddi minn.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.4.2009 kl. 23:07
Sæll Skúli og gleðilega páska.
Hvað þýðir "alillah" ? Ég er ekki alveg að fatta? En velkominn heim úr útlegð, nú er spurning hvaða ritstjón blog.is gerir þegar það sér erkióvin sinn í öllu sínu veldi?
Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.4.2009 kl. 00:26
Gott að þú getur viðurkennt þetta.
Erum við sem sagt búnir að ræða sálm 22. og viltu nú fara að ræða Jesaja 53?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.4.2009 kl. 04:05
Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.4.2009 kl. 10:58
Hjalti, ég veit ekki betur en það eru góðar ástæður fyrir því að Sálmur 22 var þýddur svona, sjá: http://isv.org/catacombs/psalm_22_v16_like_a_lion.htm
Það má samt segja að það eru rök með og á móti og menn velja það sem þeim finnst rökréttast. Augljóslega þá getur textinn ekki verið að segja "eins og ljón eru hendur mínar og fætur".
Síðan gætu lög Megasar alveg innihaldið spádóma; ekkert sem útilokar það að í sálmum eða textum laga séu orð sem geti innihaldið spádóma.
Mofi, 13.4.2009 kl. 11:06
Dóri þú mikli Moffa engill ... takk!
Hjalti - þótt það standi eitthvað um svöng ljón, þá ert samt sem áður að viðra ákveðna skoðun sem ekki allir fræðimenn eru sammála um. Til eru mörg hundruðir fræðimanna sem fallast á þína hlið málsins, svo eru aðrir hundruðir sem fallast á mína hlið málsins eins og Mofi var að sanna. Ég held satt að segja að við komumst ekki að niðurstöðu með Sálm 22, og stendur þýðingin á honum óhögguð þrátt fyrir mismunandi viðhorf til þýðinganna.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.4.2009 kl. 11:33
Mofi, taktu eftir því að þarna er sagt að í hebreska textanum er "k'ri", sem þýðir "eins og ljón". Þeir byggja þýðinguna á LXX (grískri þýðingu) sem notar sögnina orussw, sem þýðir að grafa (eins og kemur fram í greininni). Á hebresku væri það "krw" (sem væri ekki með alef og með vav í stað jod), sem þýðir líka "þeir grófu".
Hvernig fólk tengir saman "að grafa" við "að gegnumstinga" skil ég ekki.
Ég held að þetta sé einfaldlega rangt, amk annað handritið sem þeir vísa til (5/6 HevPS) hefur annað hvort k'rw eða k'ri (w og i eru mjög líkir stafir), hvorugt er krw, sem væri það sem LXX þyrfti. (hérna er mynd af þessu versi í handritinu, *.pdf)
Þetta getur bara ekki verið rétt, við höfum t.d. Symmachus á 2. öld sem þýðir þetta sem "eins og ljón", hérna er yfirlit yfir það hvernig þetta er í fornum ritum, leitið að "Readings from the Ancient Versions".
Eins og ég sagði fyrr í þessum þræði, þá trúðu höfundar guðspjallanna líklega því að það væri "faldir" spádómar í ýmsum textum biblíunnar.
Ég held að það sé óhætt að segja að nánast allir fræðimenn séu sammála því að þetta vers er í rugli.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.4.2009 kl. 16:45
Hjalti - enska orðið "gouged" þýðir ekki endilega "að grafa", nánar hér. Þegar orðið "gauged" er notað er yfirleitt vísað til þess að sé verið að fjarlægja einhvern hlut með beittu verkfæri. Þú grefur ekki mikið með því.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.4.2009 kl. 16:57
Guðsteinn, ég var ekki að vísa til þess hvernig þeir þýða orðið í þýðingunni sinni, heldur hvaða orð eru gefin upp í orðabókunum sem ég vísa á. Í greininni hans Mofa stendur meira að segja: "ὀ?ύ???, which means "to dig"".
Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.4.2009 kl. 17:08
Jaja Guðsteinn minn, alltaf í boltanum og svona
Góð færsla og góður sálmur.
Drottinn blessi þig bróðir
Sverrir Halldórsson, 13.4.2009 kl. 18:22
Sverrir - takk! Gaman að fá svona kveðju! Og skil ég nákvæmlega hvað þú meinar!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.4.2009 kl. 20:33
"Upprisinn er hann, húrra, húrra, hann lifir, hann lifir, hann lifir enn! .. "
Gleðilega (eftir) páska Haukur og fjölskylda!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.4.2009 kl. 04:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.