Ég hannaði nýtt merki fyrir SjálfstæðisFLokkinn ... :)

Ef skila á þessu fé, sem er greinilega lítið mál, þrátt fyrir fáránlega háa upphæð sem venjulegt fyrirtæki myndi ráða illa við. Hvað á SjálfgræðisFLokkurinn mikla peninga?

Í fyrsta sinn gerðist það á borgarfundinum í Kraganum, að formaður SjálfgræðisFLokksins vildi opna bókhaldið, þetta er algjört nýmæli að hálfu íhaldsins að svo sé gert. En jæja, kannski er þetta fyrsta skrefið í að verða heiðarlegur, batnandi mönnum er best að lifa og allt það.

Hér er svo nýtt lógó sem ég hannaði fyrir sjálfgræðismenn:

 

Fálkinn
 

Og auðvitað þurfa þeir nýtt slagorð:

 slagord.jpg

 

 Tounge Ég bara varð að gera þetta, eftir að ég sá kragabarráttuna áðan! Endilega látið þessar myndir ganga út um allt!!   Cool


mbl.is Skilað til lögaðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rögnvaldur Þór Óskarsson

Assgoti sniðugt hjá þér 

Rögnvaldur Þór Óskarsson, 8.4.2009 kl. 21:58

2 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Góður

Þorvaldur Guðmundsson, 8.4.2009 kl. 21:59

3 identicon

Þetta er gott.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 21:59

4 identicon

Vel gert !

hjorturs (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 21:59

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Góður

Sigurjón Þórðarson, 8.4.2009 kl. 22:00

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

hehehe ... takk allir!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.4.2009 kl. 22:00

7 Smámynd: Flower

Hahaha. Þetta er vel til fundið hjá þér

Flower, 8.4.2009 kl. 22:01

8 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Þetta er fyrna gott merki. Stoðirnar fjórar. Burðarásar.

Sjáldstæðisflokkurinn á 386 milljónir sem eigið fé og þar af 51 millu í veltufé. Hann stendur best allra flokka á Íslandi. Hinir eru öreigar.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 8.4.2009 kl. 22:09

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Alveg brilljant. 

Svo er að reka það ofan í Sjálfstæðismenn að Baugsmenn séu einhverjir bandamenn Samfylkingarinnar því Baugur var á þessum tíma í hópi helstu hluthafa í FL Group og þeir Baugsfeðgar auk þess yfirlýstir Sjálfstæðismenn.

Anna Einarsdóttir, 8.4.2009 kl. 22:10

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Flower og Hjörtur -takk.  :)

Þorsteinn - "hinir eru öreigar", vel orðað!

Anna - einmitt!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.4.2009 kl. 22:13

11 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Guðsteinn. Það hefur verið ánægjulegt að lesa eftir þig marga frábæra pistla hér á síðunni og því tel ég þessa hönnun ekki þér til sóma.

Jórunn Frímannsdóttir Jensen skrifaði frábæran pistil á síðu sinni í dag þar sem hún hvetur til að við vinnum saman að framtíðinni.

Væri ekki ráð að allir létu af þessu níði sínu í garð Sjálfstæðisflokksins og veittu honum í stað þess mikilvægan stuðning í baráttu sinni við endurreisnina?

Heldur fólk að flokkurinn geti unnið góð störf ef alið er á hatri gegn honum?

Um 25% þjóðarinnar styðja flokkinn og við eigum ekki að gera lítið úr skoðunum þeirra.

Mér finnst einkunarorð síðu þinnar lýsa því best sem mest þörf er á í dag og alltaf "Elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig".

Hilmar Gunnlaugsson, 8.4.2009 kl. 22:28

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hilmar, það kemur ekki til mála að ég stuðli að því að koma sama fólki til valda sem kom þjóðinni á heljarþröm. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að svo verði ekki.

Mér finnst einkunarorð síðu þinnar lýsa því best sem mest þörf er á í dag og alltaf "Elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig".

Ég er að einmitt að gera það með því að koma í veg fyrir að þeir komist aftur til valda. Ef ég elska börnin mín og vil að þau komist vel til manna, þá skamma ég þau ef þau gera eitthvað af sér. Eins er með þetta.  :)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.4.2009 kl. 22:33

13 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Eftir hrunið hafa menn áttað sig á þeim mistökum sem voru gerð. Geir H. Haarde bað t.d. þjóðina afsökunar og Sjálfstæðisflokkurinn hefur eins og aðrir flokkar myndað sér stefnu um hvernig taka eigi á vandamálunum. Endurnýjun hefur einnig verið töluverð í flokknum t.d. nýr formaður.

Það er þó þinn lýðræðislegi réttur að kjósa þann flokk sem þér lýst best á en Sjálfstæðismenn verða þó áhrifamiklir eftir kosningarnar, mælast nú með um 25% fylgi. Væri ekki varhugavert að þjóðin legðist sem ein gegn flokknum og myndi það ekki hindra góð verk um 18 þingmanna flokksins?

Ég hef verið mikill talsmaður fyrir þjóðstjórn sem allir flokkar mynda sem sameinar vinstri og hægri menn og hindrar málþóf og ósamstöðu. Ætli það sé ekki besti kosturinn í stöðunni nú á þessum erfiðu tímum?

Hilmar Gunnlaugsson, 8.4.2009 kl. 22:50

14 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Hilmar blessaður virðist ekki átta sig á að það er ekki skylda nokkurs manns ð styðja stjórnmálaflokk hversu lágt sem hann leggst.

Þessum 25 % kjósenda sem hann telur fastafylgi Sjálfstæðisflokksins ber einfaldlega að láta af trú sinni og snúa við honum baki ef þeim líkar ekki vinnubrögði þar á bæ! Enginn er ómissandi, allra síst sá flokkur sem hefur nú lagt efnahag lands vors í rúst með röngum ákvörðunum og vanhæfni!

Kristján H Theódórsson, 8.4.2009 kl. 22:56

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hilmar, alltaf gaman að skrafa við þig  :

Eftir hrunið hafa menn áttað sig á þeim mistökum sem voru gerð. Geir H. Haarde bað t.d. þjóðina afsökunar og Sjálfstæðisflokkurinn hefur eins og aðrir flokkar myndað sér stefnu um hvernig taka eigi á vandamálunum.

Geir bað flokkinn afsökunar, sem hann greinilega heldur að sé þjóðin. Auk þess með því að útiloka óumflýjanlegar skattahækkarnir, finnst mér að mikið ábyrgðarleysi að vilja stjórna fjármálum Íslands með niðurskurðarhnífinn einan að vopni.

Það er þó þinn lýðræðislegi réttur að kjósa þann flokk sem þér lýst best á en Sjálfstæðismenn verða þó áhrifamiklir eftir kosningarnar, mælast nú með um 25% fylgi. Væri ekki varhugavert að þjóðin legðist sem ein gegn flokknum og myndi það ekki hindra góð verk um 18 þingmanna flokksins?

Ritað er kæri Hilmar: "Þú uppskerð það sem þú sáir, og sá sem sáir ríkulega með svo uppskera". Með öfgafrjálshyggju sinni og skort á regluverki sem og að hlýða ekki á viðvörunarorð annarra, þá hefur þeim mistekist og sýnt hversu ábyrgðarlausir þeir eru í raun.

Ég hef verið mikill talsmaður fyrir þjóðstjórn sem allir flokkar mynda sem sameinar vinstri og hægri menn og hindrar málþóf og ósamstöðu. Ætli það sé ekki besti kosturinn í stöðunni nú á þessum erfiðu tímum?

Þarna erum við sammála, ég var og er mjög hlynntur þjóðstjórn líka, en ég skil vil að menn vildu ekki gjöra slíkt undir forystu SjálfstæðisFLokksins. 

Ef einhver kveikir í húsi mínu, heldur þú að ég rétti honum aftur eldspýtur? 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.4.2009 kl. 23:01

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Kristján - vel mælt!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.4.2009 kl. 23:02

17 identicon

Flott lógó!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 23:26

18 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk Ragnheiður.  

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.4.2009 kl. 23:26

19 Smámynd: Þór Jóhannesson

Sæll Guðsteinn - þessi hönnun þín er snilld og tek ég mér það bessaleyfi að copy/paste-a þessu sem víðast.

Alveg einstaklega viðeigandi og vel til fundið!

Þór Jóhannesson, 8.4.2009 kl. 23:38

20 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Þú ert algjör snillingur. Svo verður þú að heimsækja okkur á nýju kosningaskrifstofuna okkar í Glæsibæ. Alltaf kaffi á könnunni. Ekki slæmt fyrir mig að hafa prest mér við hlið í baráttunni þar sem kristileg gildi eru höfð að leiðarljósi.

Helga Þórðardóttir, 8.4.2009 kl. 23:39

21 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk Þór minn, endilega breiddu út boðskapnum! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.4.2009 kl. 23:40

22 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Helga - ég kíki við tækifæri og þakka ég hrósið.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.4.2009 kl. 23:41

23 Smámynd: Sjóveikur

http://www.youtube.com/watch?v=48WYPBJxECA

nú fer að líða að því að framhaldssagan um Grínarann góða og Geira harða byrji, Geiri sjálfur ætlar að hilma yfir alla félagana í Sjálfstæðis mafíunni, það er eiginlega kominn tími til að steypa undan “Haukunum” almennilega og frysta alla tilganga sem fólk viðloðandi þessa mafíu síðustu árin eða frá 17 Júní 1944 og þangað til nú hafa, það eru fleiri með í skírlífis veislunni, oj hvað þetta getur orðið ljótt allt saman, Geiri karlinn harði vill að við trúum því að allar þessar milljónir hafi verið án vitundar og ábyrgðar annara í flokknum, þvílíkur jaxl Geiri harði er, (enda frændi minn) :) svo les maður svona fréttir, ég fékk bara slummuna beint í augað :)  það eru svo mörg glæpaferli í gangi á Ísalandi það kemur að því karlinn :)

Æl, sjoveikur / www.icelandicfury.com

Sjóveikur, 8.4.2009 kl. 23:47

24 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sjóveikur - hafðu þakkir fyrir þetta.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.4.2009 kl. 23:59

25 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þakka þér fyrir þessa frábæru hönnun

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.4.2009 kl. 00:03

26 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ekki málið Jakobína, allt fyrir málsstaðinn. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.4.2009 kl. 00:06

27 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Flott!

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.4.2009 kl. 00:06

28 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Gaman að ræða við þig sömuleiðis Guðsteinn minn. Ég er ánægður með að við séum allavega sammála um þjóðstjórn þó við deilum um annað

Hilmar Gunnlaugsson, 9.4.2009 kl. 00:11

29 Smámynd: Eygló

Öleigar allra banka sameinist.

Eygló, 9.4.2009 kl. 00:12

30 Smámynd: Konráð Ragnarsson

Verður copy/pastað út um allt ,algjör snilld

Konráð Ragnarsson, 9.4.2009 kl. 00:17

31 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sigurður Þór - takk. :)

Hilmar - sömuleiðis, og við komust að minnsta kosti að einhverri niðurstöðu.  :)

Eygló - Öleigar?  hehehe ... góð!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.4.2009 kl. 00:17

32 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Konráð - endilega gerðu það! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.4.2009 kl. 00:18

33 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Guðsteinn minn þú ert flottur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2009 kl. 00:30

34 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk Ásthildur mín !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.4.2009 kl. 00:42

35 Smámynd: halkatla

halkatla, 9.4.2009 kl. 00:47

36 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Lýst vel á lógóið. Þeir borga þér kanski fyrir það. Þeir eiga svo mikið af peningum.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 9.4.2009 kl. 00:51

37 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Algjör gargandi snilld Guðsteinn. Þú ættir auðvitað að fá Pulitzerinn fyrir þetta, eða í það minnsta fálkaorðuna

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 9.4.2009 kl. 00:52

38 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Anna Karen -

Guðrún - hver veit!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.4.2009 kl. 00:53

39 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jónína - þú sendir skeyti á Óla Grís fyrir mig, það er aldrei að vita, hann er svo hrifinn af orðuveitingum.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.4.2009 kl. 00:55

40 identicon

' Af ávöxtunum skulið þér þekkja þá. '

Koma svo góðir Íslendingar. Þrátt fyrir allt trúi ég að hér á landi búi upp til hópa gott og heiðarlegt fólk.  Burt með draslið og aldrei aftur !

Skemmtilegt lógo Guðsteinn. - prenta þetta á boli.

Guðgeir (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 01:03

41 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þótt margir séu viðhlæjendur þínir Haukur Guðsteinn í saklausri aulafyndni þinni eru sumir þeirra slefandi hýenur í blóðslóð, sem nærast á hatri og illsku, svo ekki sé nú minnst á öfundsýkina. Hvað veist þú um heljarþöm? Hefur þú dvalið þar? Hver annar en fávísin, gefur þér leyfi til að fullyrða að Sjálfstæðisflokkurinn hafi komið þjóðinni á heljarþröm? Það er óþarfi að ganga með krepptan hnefa í vasa. Lyftu af þér farginu, láttu ekki gremjuna ná tökum á þér. Hefur þú glatað einhverju?

Gústaf Níelsson, 9.4.2009 kl. 01:13

42 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Guðgeir - endilega prentaðu þetta á boli.  :)

Gústaf - ég vissi að íhaldsmenn þola illa gagnrýni, en þú slærð öllu við! Þú spyrð: "Hefur þú glatað einhverju?" Svar mitt er já! Ég starfaði hjá Kaupþing fyrir fallið og missti vinnuna ásamt 400 hundruð öðrum. Ég veit meira um heljarþröm heldur en þig grunar minn kæri, og tel ég því skyldu mína að vara við þeim sem stjórnuðu fjármálaráðuneytinu í 18 ár.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.4.2009 kl. 01:19

43 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Snilld!  Ég fæ kannski að breiða út boðskapinn líka? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 9.4.2009 kl. 01:27

44 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það væri mér sannur heiður Lára Hanna!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.4.2009 kl. 01:32

45 Smámynd: Gústaf Níelsson

Hvort valdir þú Kaupþing, eða Kaupþing þig? Ég skil gremju þína, en glataðir þú einhverju meira en vinnunni? Lífið er ekki Kaupþing, eða þótti þér svo? Hvað er eiginlega að þér drengur? Ég er enginn íhaldsmaður og tek gagnrýni vel, en kann illa, líkt og annað fólk, fúkyrðum gremju og illsku. Mig grunar að þú þekkir illa til á heljarþröm minn kæri. Og ef þú heldur að ógæfa þín og Íslands alls stafi af vondum stjórnendum í fjármálaráðuneytinu síðustu 18 árin þarftu að sækja aukatíma í lífsleikni. En þú kannt skjallinu betur, en umvöndun minni. Ekki satt?

Gústaf Níelsson, 9.4.2009 kl. 01:52

46 identicon

Heill og sæll; Guðsteinn Haukur, sem þið önnur, hver geyma síðu hans og brúka !

Gústaf ! Hver fjandinn; hefir hlaupið í þig, ágæti drengur ? Eru þetta nokkur skrök, hjá Guðsteini, sem fleirrum hér ?

Veit ekki betur; en að mín eigin starfsemi, (bænda- og sjávarútvegs þjónusta) hafi hrapað, um ein 67% frá, September/Október - Janúar, síðast liðins, þó einhver helvítis slembilukka, haldi mér á floti enn, (þó þjóðhagslega væri betra, að ég væri dauður, og kominn 18 fetin niður, svo ei gengi aftur; mögulega. Rómverjar; frændur mínir, töldu hálfrar aldar æfiskeið, nógsamlega þénugt, jarðvistar hangsinu, margir hverjir). Á fólk eitthvað, að verðlauna þessa gripi, sem að þessum andskota stuðluðu, sem hrun heillar þjóðfélags gerðar er ?

Gústaf minn ! Höfuð glæpamenn Íslandssögu 20. aldar, seinni hluta, og í byrjun þeirrar 21., voru; og eru : Davíð Oddsson - Halldór Ásgrímsson og Jón Baldvin Hannibalsson, svo ekkert fari á milli mála.

Hitt er annað; að bezt lýsir heimsku þeirra Íslendinga, sem vilja falla í gin örbirgðar og eymdar, er það vesala fólk, sem vill binda trúss sitt, við fúa hjúin; Jóhönnu Sigurðardóttir og Steingrím J. Sigfússon, þénara og leiguþý Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins - hafi einhver flón  velkzt í vafa, þar um.

Punktur ! 

Með; hinum beztu kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason       

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 02:42

47 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert nú engum líkur, Óskar Helgi!

Óneitanlega er þetta bráðfyndin stílfæring hjá þér, Haukur, og Valhallarmenn geta ekki með nokkru móti fullyrt, að þetta sé ekki verðskuldað háð. En þar fyrir gerist maður ekki galinn vinstrimaður og heldur sig frá allri óþjóðhollustu Sambræðslufylkingarmanna og ofríkisstefnu Rauðgrænna.

Jón Valur Jensson, 9.4.2009 kl. 03:40

48 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

:)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 9.4.2009 kl. 06:05

49 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gústaf - svona, hættu þessu nú og taktu háði eins og maður!

Óskar Helgi - ég þakka glæsilega vörn!

Jón Valur - eigum við ekki bara að segja eins og á enskunni: ,,they had it coming"

Kjartan og Einar -

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.4.2009 kl. 07:42

50 Smámynd: Sverrir Halldórsson

LOL   gargandi snilld

Sverrir Halldórsson, 9.4.2009 kl. 10:07

51 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Tær snilld.

Sendi þetta á Facebook og ætla að setja þetta inn hjá mér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.4.2009 kl. 10:33

52 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sverrir -

Jenný Anna - kærar þakkir!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.4.2009 kl. 10:48

53 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn minn

Glæsilegt hjá þér. Fyndið að lesa innlegg frá Hilmari og Gústaf. Eitthvað hörundsárir fyrir hönd Sjallanna.

Hefurðu glatað einhverju?!!!! ehehehe Guði sé lof að ég hef ekki glatað vináttu þinni snillingurinn minn.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.4.2009 kl. 11:05

54 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Rósa - það er lítil hætta á að sú vinátta glatist.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.4.2009 kl. 11:12

55 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Takk fyrir þessi frábæru merki! Ert þú grafískur hönnuður eða ertu með svona gott auga fyrir rit- og myndmáli?

Ég er forvitin.

Edda Agnarsdóttir, 9.4.2009 kl. 11:19

56 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þetta er spurning um skapandi mynd- og ritmál, t.d. fyrir börn í skóla - það er ég að hugsa.

Edda Agnarsdóttir, 9.4.2009 kl. 11:21

57 identicon

Stórgóð hugmynd!

Ætla samt að vera pínulítið smámunasöm, er ekki einu l -i ofaukið í slagorðinu (FLlokkur allra Landsmanna).

Hulda Hákonardóttir (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 11:23

58 Smámynd: Ásgerður

Snilldar lógó :)

Ásgerður , 9.4.2009 kl. 11:38

59 identicon

Hér verður safnað saman sögum um Sjálfstæðisflokkinn. Öllum er frjálst að setja inn efni (comment), undir fullu nafni eða dulnefni, skiptir ekki máli. Aðalmálið er að fá sögurnar. Hvernig flokkurinn hefur byggt upp veldi sitt og lagt undir sig heilt þjóðfélag.
http://einu-sinni-voru-sjallar.blogspot.com/

Erla (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 11:38

60 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Frábært, snilld.

Margrét Sigurðardóttir, 9.4.2009 kl. 11:40

61 identicon

Hér verður safnað saman sögum um Sjálfstæðisflokkinn. Öllum er frjálst að setja inn efni (comment), undir fullu nafni eða dulnefni, skiptir ekki máli. Aðalmálið er að fá sögurnar. Hvernig flokkurinn hefur byggt upp veldi sitt og lagt undir sig heilt þjóðfélag.
http://einu-sinni-voru-sjallar.blogspot.com/

Nonni (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 11:41

62 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Edda - ég er margmiðlunarfræðingur að mennt, og myndlistarmaður.

Hulda - búinn að leiðrétta!

Ásgerður og Margrét - kærar þakkir!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.4.2009 kl. 11:49

63 identicon

Flottur!!
Það mætti kannski setja annan fugl lika, hrægamm eða eitthvað

DoctorE (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 11:50

64 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nonni - leiðréttið þá myndina sem þið eruð með á síðunni, í klaufaskap voru 2 "L" í slagorðinu. Rétt mynd er kominn inn.

Dokksi - ránfuglinn sem er nægir held ég. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.4.2009 kl. 12:10

65 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er mikið af heiðarlegu og góðu fólki í Sjálfstæðisflokknum. Sýnum því stuðning í siðferðilegri uppbyggingu flokksins með því að kjósa flokkinn ekki núna.

Sigurður Þórðarson, 9.4.2009 kl. 12:44

66 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Tær snilld:-) Þó auðvitað sé ævinlega tvíeggjað að sparka í liggjandi mann... sérstaklega ef hann er fjölfatlaður.

Þorsteinn Gunnarsson, 9.4.2009 kl. 12:49

67 Smámynd: Adda Laufey

flott merki hahahaha.er mætt aftur og gleðilega páska kæri vinur

Adda Laufey , 9.4.2009 kl. 12:59

68 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Siggi - sammála, og þekki ég þó nokkra.

Þorsteinn -

Adda - hehehe ... gleðilega páska!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.4.2009 kl. 13:03

69 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ef þeir skila þessum pening ekki með vöxtum er siðleysið jafnt eftir sem áður.

Páll Jóhannesson, 9.4.2009 kl. 13:59

70 identicon

Sjálfstæðismenn elskuðu náungann (skattborgarann)svo mikið að þeir skuldsettu hann með 11 ára þjóðarframleiðslu landsins.

Er eitt stykki "afsakið" nóg til þess að gera gott úr því og segja "no hard feelings" ?

Jón Bragi Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 14:02

71 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Páll - góður punktur!

Jón Bragi - ég held að það sé ennþá óvíst í hve marga ættliði er búið að skuldsetja þessa þjóð, og eitt "afsakið" myndi auðvitað ekki nægja, en þegar manndóminn skortir, þá er ekki hægt að búast við miklu.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.4.2009 kl. 14:07

72 Smámynd: Sjóveikur

Ég bara verð að segja það, að meira sem ég skoða merkið sem þú gerðir, því meiri snilld sé ég í því, meiriháttar  það leynist í þér stór hönnuður með mikla djúpskyggni,

Bestu kveðjur og til hamingju með hönnunina

Pálmar sjoveikur Magnússon

Sjóveikur, 9.4.2009 kl. 15:20

73 Smámynd: Mofi

Góður Haukur! :)       ég er ekki að sjá að Sjálfsstæðisflokkurinn er liggjandi maður en vonandi sjáum við það í næstu kosningum. Held að það er kominn tími á að hvíla hann almennilega.

Mofi, 9.4.2009 kl. 15:23

74 identicon

Þetta er flott enn þú hefðir mátt setja bónus svínið í klærnar

zippo (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 15:40

75 Smámynd: Erla Einarsdóttir

Snilld. Vona að ég megi copy/paste og koma þessu áfram?

:c)

Erla Einarsdóttir, 9.4.2009 kl. 15:40

76 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Pálmar Sjóveikur Magnússon - ég fer bara hjá mér! Takk!

Dóri/Mofi - sammála!

Erla - það er ekkert sjálfsagðara! Komdu boðskapnum áfram!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.4.2009 kl. 15:51

77 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Zippo - ég athuga það næst!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.4.2009 kl. 15:52

78 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll aftur Guðsteinn minn

Þú ert lang flottastur. Þvílíkt lán að tilheyra þínum vinahóp.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.4.2009 kl. 15:59

79 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sömuleiðis Rósa mín!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.4.2009 kl. 16:36

80 Smámynd: Finnur Bárðarson

Eru ekki málaferli í uppsiglingu ?

Finnur Bárðarson, 9.4.2009 kl. 16:46

81 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Finnur - endilega fræddu mig um það. Ég hef engar hótanir fengið um slíkt.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.4.2009 kl. 17:08

82 identicon

Sæll Guðsteinn

Þú ert margmiðlunarfræðingur eins og ég, þetta er flott hjá þér. Kannski eiga fleiri fjármálahneyksli eftir að koma fram innan flokksins, og hver veit þá verður þú að bæta við einhverjum lógóum (eða fyrirtækjum) eða inn á textann.

N1??

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 17:32

83 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hver veit Þorsteinn, ég bæti þá við flóruna ef við á.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.4.2009 kl. 18:13

84 Smámynd: Alfreð Símonarson

Tær snilld Guðsteinn og eigðu góðar stundir

Lifi Byltingin!

Alfreð Símonarson, 9.4.2009 kl. 21:52

85 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sömuleiðis Alfreð! Lifi byltingin!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.4.2009 kl. 21:56

86 Smámynd: Tómas

ha ha þeta er flot

Tómas, 9.4.2009 kl. 22:58

87 Smámynd: Linda

Argasta snilld   Fíluna af sjálfstæðismönnum má finna langar leiðir og það var áður en stjórnin féll, hver og einn heilvita maður veit þetta, nú nema kannski að þeir sem  ku vera dýrkendur á SjálfstæðisDÝRINU Mammon

Anda að sér hreinu og nýju lofti, frá sér gömlu og súru lofti...hóst hóst

En þannig er því nú farið og frá því verður ekki vikið að á meðal rangláta dvelja líka hinir réttlátu og megi það ágæta fólk fá að stíga dans aftur eftir 2 ár.

Linda, 9.4.2009 kl. 23:10

88 Smámynd: Hörður B Hjartarson

 Ja hérna ! Þetta logo er , held ég , bara fimmtíuogfimmmillj. virði , í alvöru ; æði .    . Búinn að birta það .

Hörður B Hjartarson, 10.4.2009 kl. 00:01

89 identicon

Slagorðið ætti kannski að vera

FLokkur allra Landsbankamanna.

Frábært hjá þér, Haukur. Hafðu það gott yfir páskahátíðina.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 00:10

90 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Tómas - kærar þakkir.

Linda - sammála, dýrið mammón liggur í blóði sínu vegna eigin græðgi, og bíður nú dóms hjá kjósendum. 

Teddi - nei, sem fyrrverandi bankamaður þá veit ég að þetta er ekki þeirra sök.  Takk fyrir kveðjuna Teddi og reyndar þið öll!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.4.2009 kl. 00:16

91 identicon

Jú, mikið rétt, en ég átti svo sem ekki við það. Ég var að vísa til þess að Landsbankinn hefur alltaf verið tengdur Sjálfstæðisflokknum og oft sagt að rétta flokksskírteinið spillti ekki fyrir þegar einhver var að sækjast eftir góðri stöðu í bankanum.

Þessi sjúku tengsl fjármála- og viðskiptalífsins við stjórnmálaflokkanna eru helsta bölið sem olli hruninu og tengsl Sjálfstæðisflokksins og Landsbankans eru gott dæmi um það.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 00:34

92 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þú meinar það Teddi, ég skil þig þá betur. Annars er ég sammála hverju orði sem þú segir.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.4.2009 kl. 00:45

93 Smámynd: Stefán Þór Helgason

Ég held að í fyrstalagi ríkisstjórn, útsvar sveitafélagana,bankarnir og svo klíukuskapurinn er bundin saman, ekki bara innanlands heldur líka að utanlands, hvað sem það heitir þá erum við ein jörð en ekki eitt land, lítið eða stórt. Hvað er það sem þú vilt?

Stefán Þór Helgason, 10.4.2009 kl. 01:15

94 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég tek í sama streng og flestir. Þetta var dásamlegt skot á íhaldið. Átt svo sannarlega það hrós skilið og þér hefur verið gefið fyrir þessa hönnun.

Brynjar Jóhannsson, 10.4.2009 kl. 06:12

95 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Stebbi - jamms, spilling leynist allsstaðar á svo litlu skeri sem þessu, þess vegna er okkar skylda að sporna við þeirri þróun eins og hægt er. Og mikið var að þú reist uppfrá dauðum og gerir athugasemd!

Brynjar - kærar þakkir.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.4.2009 kl. 10:25

96 identicon

Sæll Stebbi, sniðug samröðun :). Þú ættir að skella þér í að hanna logo og slagorð fyrir hina flokkana líka... tildæmis 5 milljón króna flokkinn. Nú eða alla þá sem völdu að vera ekki með sætisólar spenntar í 2007 tryllitækinu. Af nógu er að taka :).

Þegar kosið verður veltið fyrir ykkur hvar þið viljið velmegunina... í miðjunni eða á jaðrinum.

Gamla Rússland.... eða Bandaríkin væri kannski ágætis samlíking líka :). Ég er ekkert að mótmæla gamla Rússlandi svosum :)... þetta var ábyggilega ágætis staður.... *hóst*

Óðinn (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 14:16

97 identicon

Ehhhmm... :) auðvitað meinti ég Guðsteinn

Óðinn (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 14:22

98 identicon

Ég sprakk úr hlátri þegar ég sá lógóið þitt Guðsteinn, algjör snilld. Hvað Sjálfstæðismenn varðar þá segi ég bara þetta ,,gott á þá"

Valsól (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 08:47

99 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Óðinn - seinna í dag mun ég taka Framsókn fyrir.

Valsól - það var tilgangurinn! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.4.2009 kl. 10:46

100 identicon

Hahaha,, brillíant! Gaman af þessu hjá þér gæskur

kristján (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 23:24

101 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk Kristján.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.4.2009 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband