Taedium apices bloggus ...

broken-glasses1.jpgAfskapleg bloggþreyta hefur hrjáð mig undanfarið, og svo reyndar líka hreint tímaleysi að sinna þessum ágæta miðli.

En ég fer reyndar núna næst komandi fimmtudag í laseraðgerð á augum mínum. Og verð þar með sambandslaus í nokkra daga, því ég á eftir að fikra mig um með hvítan staf og verð fyrir vikið ólæs á tölvu í smá tíma. Cool

En mikið verð ég nú feginn að losna við gleraugun fyrir fullt og allt! Smile

Er ekki annars ritað:

Matt 15:13
"Ef blindur leiðir blindan, falla báðir í gryfju" Tounge

Ég hef ekkert vitrænt fram að bera eins og er, en er að undirbúa nokkrar greinar sem eiga eftir að vekja áhuga marga. Sé ykkur betur eftir nokkra daga!

 

P.s. fyrisögnin þýðir: "ég nenni ekki að blogga", en latínan er svo ryðguð hjá mér að það má endilega leiðrétta þetta ef vitlaust er.  :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gangi þér vel í aðgerðinni. Er enn með mín gleraugu, veit ekki hvort ég legg í svona framkvæmd.  Kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 30.9.2008 kl. 15:34

2 Smámynd: Rannveig H

Gangi þér vel,er smá að öfunda þig en ég á ekki kost á þessari aðgerð þar sem ég er með gláku.

Rannveig H, 30.9.2008 kl. 17:13

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll litli bróðir.

Gangi þér vel í aðgerðinni. Vona að ég fari í svona aðgerð. Það er svo þreytandi að vera með gleraugu. Finnst það algjör fötlun.

Takk fyrir góðar kveðjur og símtal.

Guð veri með þér og þínum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.9.2008 kl. 19:18

4 Smámynd: Ragnheiður

Heyrðu kall minn, þá er best að við bloggvinir reynum að skutla inn betri myndum af okkur. Þú sérð áreiðanlega eins og örn eftir þessa aðgerð !

Batni batni kveðjur kallinn minn

Ragnheiður , 30.9.2008 kl. 19:25

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Fór í laser aðgerð fyrir þremur árum síðan, man ekki eftir að það hafi tekið neinn tíma að jafna sig, en það sem mér þótti verst að ég mátti ekki mála mig um augun í hálfan mánuð!

.. Guðsteinn Haukur, muna að sleppa maskaranum!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 30.9.2008 kl. 20:22

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ásdís - tíminn mun leiða það í ljós. Hver veit hvað gerist.

Ranveig - æ ... en ég bið fyrir bata þínum!

Valgeir Mattías - innilegar þakkir!

Rósa - innilegar hamingju óskir á afmælisdeginum!

Horsí / Mamma hans Himma -  Já,ég þarf að endurnýja myndina eftir aðgerðina.

Jóhanna - þú biður ekki um lítinn viljastyrk af minni hendi! Ég skal samt reyna hemja mig í maskaranum! Takk fyrir það! tíhí!

Verst samt þykir mér að mega ekki fara í sund í 2-3 vikur eftir aðgerð!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.9.2008 kl. 21:53

7 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Fátt betra en lykt af brennandi holdi og síðan átta sig á því að það eru augun sín sem eru að brenna.

En hvernig sem fer gangi þér vel...

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 30.9.2008 kl. 23:08

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

... ömmm .... Eiki ... takk ...

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.9.2008 kl. 23:32

9 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Hvenær sem þér vantar uppörfun er á vísan að róa hjá mér.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 30.9.2008 kl. 23:39

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

!!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.10.2008 kl. 08:45

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þetta er ekkert mál, láttu ekki Eirík hræða þig, færð kæruleysispillu og (sviða) lyktin verður bara fyndin.

Þessi aðgerð virkaði eins og kraftaverk fyrir mig, og varð til þess að ég fór að þekkja fólk t.d. í sundi, fólk sem ég hafði bara séð sem waldorf dúkkur áður en ég fékk sjón! ..  Ég get núna farið inn í bakarí í rigningu og séð snúðinn sem mig langar í! .. kaupann að vísu ekki, þar sem ég lifi eftir heilagleikalögum Jóhönnu og þar eru engir snúðar..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.10.2008 kl. 14:08

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vá hvað ég hlakka til, þetta var gott að heyra Jóhanna! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.10.2008 kl. 14:22

13 Smámynd: Hildur Sif Thorarensen

Gangi þér vel í aðgerðinni.  Heyrðu Rannveig, ef þú ert með gláku þá er ung samstarfsstúlka mín að gera miklar rannsóknir á henni og þú mættir gjarnan hafa samband ef þú vilt vera með? Gæti verið að það komi eitthvað skynsamlegt út úr rannsókninni sem hægt er að nota til að laga síðan sjúkdóminn

Hildur Sif Thorarensen, 1.10.2008 kl. 19:04

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rannveig ég þekki mann sem var með gláku og fór í árangursríka aðgerð.

Haukur, það verður áreiðanlega skrítið að treysta á heyrnina í fáeina daga og hlusta á útvarp.  Ekki svo slæm tilbreyting í stuttan tíma.  Vonandi gengur þér allt í haginn.

Sigurður Þórðarson, 1.10.2008 kl. 22:15

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hildur og Siggi - takk! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.10.2008 kl. 08:01

16 Smámynd: Flower

Gangi þér vel Haukur. Hefði líklega átt að setja þetta fyrr svo þú gætir lesið þetta áður

Flower, 2.10.2008 kl. 10:03

17 identicon

Þú ert sem sé undir geislanum núna. Gangi þér vel. Vonandi kemur þú ekki geislavirkur til baka. ;-)

Aðrir og neyðarlegri brandarar fá að bíða.

Böðvar (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 11:14

18 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Gangi þér vel, ljúfurinn, og ég hlakka til að sjá þig alveg "Haukfráan" sjáandi og sjarmerandi!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 2.10.2008 kl. 13:07

19 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Gekk allt vel? Var sviðalyktin góð?

Annar er gott að sjá ekki hagtölur þessa dagana. Ég vildi að ég væri blindur út næstu viku....

Njóttu blindunar

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 3.10.2008 kl. 19:20

20 Smámynd: halkatla

Ég hlakka til þess að þú komist almennilega á lappir, þú ert ábyggilega orðinn fyrrverandi gleraugnaglámur núna

halkatla, 4.10.2008 kl. 11:08

21 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk innilega allir, en nú er ég loks orðinn læs á tövu og er búinn að gera grein um þetta!  :)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.10.2008 kl. 11:52

22 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Tölvu vildi ég sagt hafa! .... jæja, þetta er allt að koma *andvarp*

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.10.2008 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband