Er það trúfrelsi að neita að dreifa bæklingum?

Ég var að lesa bloggið hjá honum Svani Sigurbjörnssyni lækni, og dettur þeim manni í hug að kalla kennarann, Esther Ösp Gunnarsdóttur; "hvundagshetju". Fyrirgefið ég sé ekki hetjudáðina hjá vegna þess að mér finnst hún ekki vera sjálfri sér samkvæm.

Hér er bein tilvitnun í hana sjálfa:

"Mér finnst þetta bara svolítið hæpið í ljósi þess að hér á að ríkja trúfrelsi og sífellt að verða lögð meiri áhersla á umburðarlyndi gagnvart öllum trúarbrögðum og fólki af hvaða uppruna sem er, sem er bara af hinu góða.  En þá stangast þetta á við það þegar skólinn er farinn að taka að sér að dreifa kynningarbæklingum um trúarlegt starf."


Ég spyr þá á móti, hvað er trúfrelsi ef ekki má bera út svona bæklinga? Hefði þetta verið stöðvað ef guðspekifélagið auglýsti? Eða Búddistar? Það sem mér finnst að hjá þessum kennara felst í því að svona sé stoppað af í nafni "trúfrelsis", ég sé að minnsta kosti ekki frelsið í boðum og bönnum eins og menn vilja koma á laggirnar í þessum málum.

Og mér þykja skorta rök hjá henni, hún segir að það stangist á við eitthvað að dreifa þessum bæklingum? Stangist á við hvað þá? Er íslenskt samfélag virkilega orðið svo öfgakennt að ekki má auglýsa sumarbúðir lengur? Þótt kristilegar séu? En ef þær væru á vegum annars félags eða einkaaðila? Væri það ekki bannað líka? Eru þeir ekki líka með áróður fyrir sínu starfi? Og eru eins og allir aðrir íslendingar, að reyna að hagnast? 

Til gamans hér er skilgreining á orðinu trúfrelsi frá Wikipedia:

"Trúfrelsi er frelsi einstaklinga til að velja hvaða trúfélagi þeir vilja tilheyra eða að standa utan trúfélaga eða að hafna trú á yfirnáttúrulegar verur (trúleysi). Þýðir að öllum er frjálst er iðka hvaða trú sem er, svo fremur sem það brjóti ekki á réttindum annarra.

Í sumum löndum er þó ekkert eða lítið trúfrelsi og geta einstaklingar verið drepnir fyrir það sem þeir trúa á, hvort sem sá verknaður er unnin af hálfu stjórnvalda eða æstra múga. Í stjórnarskrám flestra iðnríkja er getið þess að algjört trúfrelsi skuli ríkja en í mörgum þeirra hallast stjórnvöld frekar að einu ákveðnu trúfélagi og getur það gengið svo langt að harðar milliríkjadeilur og jafnvel stríð eru hafin vegna trúarbragða."


Er þetta þá frelsi sem guðleysingjar boða? Eru þeir ekki bara að hugsa um eigin stefnu og hagsmuni á kostnað annara?  Eða hvað?

En það er svo greinilegt að samfélagið er að breytast, þökk sé svona pólitísks rétthugsunar háttar. Viðkvæmnin og öfgarnar eru greinilega orðnar þannig að ef minnst er á eitt einasta trúarbragð eða stefnu, þá er það orðinn "heilaþvottur" eða eitthvað annað þeim mun verra. Er það þá "frelsi" að banna þennan svokallaða "heilaþvott", treystum við engum lengur til þess að taka sjálfstæða ákvörðun eða hvað? Þarf svona "stóri bróðir" alltaf að fylgjast með og væla yfir öllu?

Svanur segir einnig í grein sinni: "Grunnskólinn er menntastofnun, ekki útibú trúarstofnana."

Fyrr má nú vera "paranoian"! Einn bæklingur sem auglýsir drepur og heilaþvær engan! Auðvitað er þetta menntastofnun og eiga kennarar ekki að vera "bréfberar" eins og þessi Esther Ösp orðaði það,  og reyndar um leið talar niður til þeirra ágætu starfsstéttar með þessum samanburði. En saklausir hlutir eins og þessir hafa verið við lýði í áratugi, og enginn hefur orðið fyrir skaða né heilaþvotti af einum einföldum bækling! Hvað var þá svona erfitt að leyfa þessum bæklingum að vera á skrifstofunni eða eitthvað slíkt? Þá gæti hver og einn tekið sér einn ef áhuginn væri fyrir hendi. Það heitir FRELSI, ekki heilaþvottur!

Ég er alls ekki að boða að það megi fara inní kennslustofurnar, langt í frá. Ég sé bara ekki skaðan ef bæklingur liggur annað hvort á skrifstofunni eða á göngum skólans. Þess vegna gagnrýni ég þessa hegðun hjá þessari svokallaðri "hvundagshetju". Til eru önnur ráð en svona drama.

Sorrý, ég sé bara ekki neitt slæmt eða heilaþvott að dreifa bæklingum um kristilegar sumarbúðir. í ljósi þess að einn bæklingur getur lítið sem ekkert "heilaþvegið". Og treysti fullkomlega dómgreind fólks til þess að velja og hafna, það er FRELSI! Mér finnst "hvunndagshetja" heldur ekki réttnefni á þessa konu, þar sem mér finnst brotið á lýðræðinu. Ef mönnum líkar ekki svona bæklingar, þá HENDA þeir þeim. Málið afgreitt og fá menn þá tækifæri til þess að velja sjálfir! = FRELSI!

Guðleysingjar saka oft kristna einmitt öfgar ... horfi þeir sé nær segi ég bara! 

Góðar stundir og Guð blessi ykkur öll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Í fyrsta lagi þá er það sem Esther á við með trúffrelsistalinu einfaldlega það að ef einn hópur fær að dreifa pistlum sínum þá fái það allir.Þessvegna er ekki hægt að láta neitt af þessu líðast.Börnin gerðu þá lítið annaðen að reyna að fá botn í hluti sem enginn botn er í. Börnin eiga að læra námsefnið í skólanum.Þetta eru ekki öfgar heldur skynsemi. Áttu börn? Ég býst við að þú hefðir eitthvað að segja um það að Shía-múslimi mætti í skólann og spjallaði við barnið þitt jafnvel á daglegum basis. Líttu nú í eigin barm .Eru tilfinningar þínar á þeirri stundu ofstæki? Esther er hvunndagshetja. Hún er að passa börnin mín. Þú hinsvegar vilt kenna þeim einangrunarhyggju,og fordóma í garð systkina sinna hér á jörð.FRIÐUR.

Haraldur Davíðsson, 8.5.2008 kl. 09:39

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hvaða þvæla er þetta í þér Haraldur, er ekki venja að lesa greinina áður en gagnrýnt er? Þú ert sjálfur með fordóma og gerir mér upp skoðun sem er ekki til. Ég talaði aldrei að ég væri hlynntur trúboði í skólum, heldur gagnrýni ég þessa meðferð við einn vesalings bækling. En jæja, orð þín dæma þig sjálfan.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.5.2008 kl. 09:42

3 identicon

Láttu ekki svona Guðsteinn, geta kristnir ekki sýnt hlutleysi.
Ég sé þig í anda ef múslímar væru að dreifa sínum bækling í skóla barna þinna, hvað segir þú við slíku?
Ert sáttur og segir bara, þetta er bara einn vesæll bæklingur...

Þetta er vandmálið við trúaða þeir sjá bara sína hlið..

DoctorE (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 10:05

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég hef þá að minnsta kosti val til þess að hafna og henda slíku Dokksi, sem annars væri ekki ef þú vilt fara þína ritskoðunarleið.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.5.2008 kl. 10:10

5 Smámynd: Haraldur Davíðsson

 Börn í skóla eiga ekki þetta val!! Og hvað varðar greinina þína þá er hún full af fordómum.Þú kallar Esther hræsnara,þú kallar alla sem vilja vera gagnrýnir á MANNFÓLKIÐ guðleysingja,þú talar um heilaþvott( hvaðan kom það)? og ert barasta yfirhöfuð frekar andstyggilegur í garð stúlku sem er að hugsa eingöngu um rétt og hag barnanna okkar. Ég leyfi mér líka að fullyrða að það sama hefði verið uppá teningnum þótt eitthvað annað trúfélag hefði átt í hlut. Og að lokum, það að við séum ósammála þýðir ekki að annar hvor okkar hafi rétt fyrir sér. En þú hlýtur að skilja að þegar trúaráróður eða upphafning er orðinn hluti af skólastarfi,þá kallar það á svo mörg vandamál að við getum ekki leyft okkur það.

Haraldur Davíðsson, 8.5.2008 kl. 10:21

6 Smámynd: Ari Björn Sigurðsson

Guðsteinn, ert þú að segja að þú viljir opna skólana fyrir ágangi allra þeirra sem vilja dreifa auglýsingabæklingum til barnanna okkar? Ég get ekki skilið orð þín öðruvísi.

Finnst þér ekki að skólarnir eigi að vera lausir við ágang markaðsaflanna?

Ari Björn Sigurðsson, 8.5.2008 kl. 10:24

7 Smámynd: Mofi

Ég sæi ekki mikið að því að hópar mættu hengja upp veggspjöld á viðeigandi stöðum og gætu skilið eftir bæklinga og veit ekki betur en það má í dag.  Að fá að dreifa til sérhvers nemenda set ég stórt spurningamerki við.  Veit einhver hvernig þessi dreifing var framkvæmd sem var stöðvuð þarna?

Mofi, 8.5.2008 kl. 10:35

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gott og vel Haraldur, ég viðurkenni vel að ég tók sterkt til orða en það gerir þú/þið líka og erum hvorgir aðilar saklausir. En það hryggir mig að sjá þig halda að einn ræfils bæklingur geti "heilaþvegið". Mér finnst þið vera öfgafullir í þessu öllu og greinilega viljið beita ritskoðun. Hvernig getur einn skitinn bæklingur gjörbreytt lífi einhvers? Sérðu virkilega ekki hvað ég er að reyna að segja?

Ari Björn - mér finnst bara í lagi að auglýsa sumarbúðir þar sem markaðurinn er, hvar er hægt að ná til þeirra annarsstaðar? Með þessu eruð þið að gera það ógerlegt fyrir ALLAR sumarbúðir að auglýsa, sama hvort þær séu kristnar eða ekki. En ég skil hvað þú ert að fara, mér finnst bara sum markaðsöfl eiga rétt á þessu og önnur ekki. En það er bara ég.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.5.2008 kl. 10:35

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Mofi - það er einmitt málið, hvað er svona ofboðslega flókið við að láta þetta liggja á skrifstofunni? Þess í stað er búið til heimakokkað drama +i kring um þetta?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.5.2008 kl. 10:37

10 identicon

Þú ert kristinn og konan þín er guðfræðingur, getur þú gætt hlutleysis í þessu máli.
Ég er alveg viss um að Esther tæki sama pól í hæðina ef ég kæmi og bæði hana að útdeila auglýsingabæklingi um vantrúarbúðir.

Þetta er ekki ritskoðun Guðsteinn, þetta er borðleggjandi réttlætis og virðingarmál.
Skólar eru til þess að mennta sig, ekkert annað; Svona viðhorf hjá kristnum er akkúrat til þess fallið að killa kristni, þetta er bara frekja og yfirgangur í ykkur.

DoctorE (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 10:40

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nei Dokksi og hef ég langt í frá haldið því fram að vera hlutlaus. Er þá "frekja og yfirgangur" að gagnrýna ritskoðun? Ég bara spyr.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.5.2008 kl. 10:44

12 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Guðsteinn minn talaði ég um heilaþvott??? Nei. Ég er ekki hræddur um að auglýsing frá sumarbúðum heilaþvoi börnin mín.Geturðu ekki slitið þig útúr vörninni?? Það sem ég vil meina er ofur einfalt,sjáðu nú til. Ef Krossinn,Betel, hvítasunnusöfnuðurinn,Aðventistar,Þjóðkirkjan,Kaþólska kirkjan,Bahai'ar,Búddistar,Ásatrúarmenn,Múslimar,Vegurinn,og hvað þetta heitir allt saman,eiga að fá að reka áróður í skólunum þá erum við síður en svo að gera einhverjum greiða. Þetta er mjög einfalt. En víst er það rétt að auglýsing frá Vestmannsvatni heilaþvær ekki börn. En það gerir fólk hinsvegar.  Í skólanum eiga engir duttlungar eða dyntir eða eitthvað SEM EKKI FÆST AÐ FULLU SKÝRT EKKERT ERINDI.   ALDREI!!! Hvorki trúmál eða stjórnmál eða mismunandi matarsmekkur. Al Salaam Alaykum ,vinur.

Haraldur Davíðsson, 8.5.2008 kl. 10:45

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Haraldur - nú held ég að við séum að skilja hvorn annan. En erum við á öndverðu meiði í þessu. Því ég spyr: voru fulltrúar frá þessum sumarbúðum á staðnum til þess að ræða við börnin? Nei. Og hefði ég gagnrýnt það. Og reyndar gagnrýnt hvers kyns ræður sem menn halda frá trúfélögum í skólum, þeir eiga ekkert erindi þangað og um það getum við verið sammála. En við erum að ræða um einn bækling sem skaðaði engann!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.5.2008 kl. 10:51

14 identicon

Þetta er ekki ritskoðun Guðsteinn, hvernig færðu það út eiginlega.
Ertu að segja að þú sért fullkomnlega sáttur við að ég og trúfrjálsir ásamt múslímum afhendum þínum börnum auglýsingar um starfsemi okkar, bjóðum upp á sumarbúðir og fleira í þeim dúr; Ég bara veit að þú ert að ljúga ef þú segist sáttur við slíkt.
Eitt skal yfir alla ganga, kristnir hafa ekki sérréttindi þó mörg ykkar telji það.

DoctorE (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 10:54

15 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Lengstu ferðir byrja jafnan á einu litlu skrefi. Þetta er box Pandóru sem þarna bíður eftir því að verða opnað.

Haraldur Davíðsson, 8.5.2008 kl. 10:54

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Mér er nokk sama hver á í hlut sem auglýsir Dokksi, trúlausir, íslamistar eða whatever ... ef þeir væru með sumarbúðir þá væri mér alveg nákvæmlega sama, þetta er spurning um val, og eru það FORLEDRARNIR sem velja ... EKKI börnin. Ég er bara ekki eins viðkvæmur og þið og held vatni yfir svona hlutum.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.5.2008 kl. 10:57

17 Smámynd: Ari Björn Sigurðsson

Guðsteinn, 

"Ari Björn - mér finnst bara í lagi að auglýsa sumarbúðir þar sem markaðurinn er, hvar er hægt að ná til þeirra annarsstaðar? Með þessu eruð þið að gera það ógerlegt fyrir ALLAR sumarbúðir að auglýsa, sama hvort þær séu kristnar eða ekki. En ég skil hvað þú ert að fara, mér finnst bara sum markaðsöfl eiga rétt á þessu og önnur ekki. En það er bara ég."

Eru það ekki foreldrarnir sem taka ákvarðanir um hvort börnin þeirra fara í sumarbúðir? Finnst þér ekki eðlilegra að þeir fái bæklinginn milliliðalaust? Eins og margoft hefur verið bent á geta sumarbúðirnar hæglega sent bæklingana með póstinum. Skólinn er ekki markaðstorg þó þú virðist líta svo á.

Ég held líka að þú ættir að velta aðeins fyrir þér hvað felst í orðinu "ritskoðun", þú ert eitthvað að misskilja merkingu þess.

Ari Björn Sigurðsson, 8.5.2008 kl. 11:00

18 Smámynd: Ari Björn Sigurðsson

Ef við ætlum að leyfa "sumum markaðsöflum" að koma inn í skólana, þá þurfa að vera skýrar reglur um það. Hvernig myndir þú skilgreina hvaða markaðsöfl séu æskileg í skólunum?

Ari Björn Sigurðsson, 8.5.2008 kl. 11:05

19 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Mér sýnist þú nú orðinn frekar rassblautur yfir þessu öllu saman. En þú ert sá eini sem hér er að viðhafa orð eins og heilaþvottur. Þú ert sá eini hér sem vilt að BÖRN séu óvarin gegn markaðsöflum. Það er umhugsunarvert fyrir þig. Því þú veist að þetta er rangt hjá þér. Þú byrjar á að ráðast á Esther og ert svo að saka okkur um að bera þig röngum sökum.Mér virðist sem svo að þú sért með heldur langan bendifingur.Sá eini sem einblínir á "einn lítinn bækling" hér í dag. Þetta er miklu miklu stærra en svo. Ef þú getur ekki séð það nú, þá skulum við tala saman þegar þú átt börn.

Haraldur Davíðsson, 8.5.2008 kl. 11:09

20 identicon

Ég skal segja þér það Guðsteinn að ef múslímar og trúafjálsir myndu gera svona þá yrðu kristnir algerlega klikkaðir, þér væri sko ekki sama.
Bloggheimar mundu loga, það væri farið í bænagöngur og bara allt vitlaust.

Ég vil engar auglýsingar í skólum, hvorki með eða á móti trú, zero auglýsingar.
Ef kirkjan vil auglýsa þá getur hún bara sett í póstkassann hjá fólki, látið skólana og börnin í friði, er það til of mikils ætlast af ykkur.
Kannski ekki úr vegi að nefna að biskup hefur sagt að bænir virki 100%, þá ætti hann að getað farið með bæn um að guð planti auglýsingu um þeirra starf í hausinn á fólki

Virðing Guðsteinn, ekki segja mér að það sá ykkur of erfitt.

DoctorE (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 11:13

21 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Haraldur - tek ég undir orð þín um "pandóru boxið". Við getum þó veriðm sammála um eitthvað.  ;)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.5.2008 kl. 11:16

22 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ari - sum markaðsöfl eru t.d. íþróttafélög og skíkar hreyfinar.

Haraldur - má ég þá ekki hafa mína skoðun eða hvað? Og bað ég þig um að vera sammála henni, við erum bara ósammála og látum það nægja.

Dokksi - ég skal íhuga orð þín. En ekki verð ég var við neina virðingu frá ykkur, þó sérstaklega ekki þér.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.5.2008 kl. 11:24

23 Smámynd: Mofi

Veit einhver hver staðan er í dag varðandi svona hluti?  Hverjir mega hengja upp auglýsingar í skólum og eru einhverjar ákveðnar tegundir af auglýsingum bannaðar?

Mofi, 8.5.2008 kl. 11:29

24 Smámynd: Theódór Norðkvist

Samband lútersku kirkjunnar, grunnskólanna og samfélagsins alls er mjög náið. Hvort sem menn vilja að það eigi eða eigi ekki að vera svoleiðis, þá er það staðreynd.

Þess vegna er ekki hægt að leggja að jöfnu dreifingu auglýsingarbæklings um sumarbúðir á vegum þjóðkirkjunnar og að öll möguleg og ómöguleg félög, andleg eða veraldleg,  fái að dreifa sínum ritum óhindrað innan skólanna.

Votta Jehóva hafa til dæmis ekki menningarleg tengsl við Ísland sem ná 500 ár aftur í tímann.

Ég hef oft velt fyrir mér hvort kennarinn trúlausi hefði brugðist svona við ef þetta hefðu verið skátarnir, íþróttafélagið á staðnum eða Rauði Krossinn, sem hefði verið að kynna sína starfsemi í skólanum.

Theódór Norðkvist, 8.5.2008 kl. 11:36

25 identicon

Theódór tekur þann pól í hæðina að ef óréttlæti hefur viðgengist nægilega lengi að þá verði það að réttlæti.

Mundu Guðsteinn að það var yfirgangur þjóðkirkju með vinaleið + dash af Sannkristni sem skapaði mig..

DoctorE (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 11:49

26 Smámynd: Ari Björn Sigurðsson

Theódór,  umræddur bæklingur var á vegum Kirkjumiðstöðvar Austurlands, ekki þjóðkirkjunnar.

Ari Björn Sigurðsson, 8.5.2008 kl. 12:04

27 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Teddi og Mofi - góðar spurningar, takk fyrir þær.

Satt er það Dokksi, og hef ég oft erft það við hann Sannkrissa.

En ef ég set dæmið aðeins örðuvísi upp þannig að menn skilji mig betur.

Frelsi felst í að hafa val, ekki satt, og ef valið er ekki fyrir hendi, er það þá frelsi? Þess vegna kalla ég þetta ritskoðun. 

En bara svo það sé á hreinu þá er ég ekki hlynntur hvorki vinaleið né trúboð í skólum, það á ekki heima þar, mér finnst það bara heimskulegt þegar menn gera veður útaf einum bæklingi. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.5.2008 kl. 12:08

28 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ari - þetta er ekki beinleinis á vegum þjóðkirkjunnar, en tengslin eru samt augljós.

Nánar hér.

Kirkjumiðstöð Austurlands er á vegum prófastsdæmanna eystra: Múlaprófastsdæmi og Austfjarðaprófastsdæmi skipa hvort um sig á héraðsfundi, tvo fulltrúa í stjórn stofnunarinnar og Prestafélag Austurlands skipar svo fimmta stjórnarfulltrúann.

Þannig að það sem Teddi bendir á er hárrétt.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.5.2008 kl. 12:12

29 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Nei þú mátt ekki hafa þína skoðun, ÞÚ ÁTT AÐ HAFA ÞÍNA SKOÐUN. EN þú mátt ekki taka valið af foreldrunum og láta svo eins og þú sért að "leyfa börnunum að velja!?! Af hverju heldur þú að börn séu ekki sjálfráða? Ótrúlegt að þú skulir ekki sjá að þú ert að gera mesta veðrið úr  þessum "litla ómerkilega bæklingi" Hann er nú ekki svo lítill og ómerkilegur lengur,eða hvað? Gott að sjá að þú aðhyllist ekki vinaleið eða nokkuð slíkt,prik fyrir það. FRIÐUR OG SANNLEIKUR ER EITTHVAÐ SEM VIÐ LÆRUM AF BÖRNUNUM EKKI ÞAU AF OKKUR. Sýnum þeim fulla og ÓSKORAÐA virðingu.

Haraldur Davíðsson, 8.5.2008 kl. 12:33

30 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Haraldur ég sagði hér ofar:

"Mér er nokk sama hver á í hlut sem auglýsir Dokksi, trúlausir, íslamistar eða whatever ... ef þeir væru með sumarbúðir þá væri mér alveg nákvæmlega sama, þetta er spurning um val, og eru það FORLEDRARNIR sem velja ... EKKI börnin. Ég er bara ekki eins viðkvæmur og þið og held vatni yfir svona hlutum.

Guðsteinn Haukur / Zeriaph, 8.5.2008 kl. 10:57"

Hvað nákvæmlega misskildir þú við þessi orð mín? Við erum að tala sama tungumálið en þú virðist ekki meðtaka það. Og það sem ég átti við að leyfa börnunum að velja er að þeim er þá frjálst að kynna sér málin uppá eigin spýtur, en auðvitað ráða foreldrarnir þessu. Þetta heitir bara að ala upp sjálfstæða hugsun, og geri ég það við börnin mín og sleppi því að "heilaþvo" þau af mínum skoðunum. það er þeirra að taka ákvörðun fyrir sig í þessum málum, hitt er annað mál að þau vita vel mína afstöðu.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.5.2008 kl. 12:44

31 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hvers vegna er það ranglæti að samband kirkju og skóla sé gott? Mörg önnur frjáls félagasamtök hafa haft gott samband við skólana, t.d. skátarnir og íþróttafélögin. Er einhver mismunun eða ranglæti fólgið í því?

Ég tek fram að ég virði ákvörðun kennarans að vissu leyti. Hún hefur fullan rétt til að neita að gera eitthvað sem er ekki inni í hennar starfslýsingu og þann rétt mætti tíunda miklu meira hjá starfsfólki, faglærðu sem ófaglærðu.

Ég hef áður sagt að sú rök að neita að dreifa trúarlegum áróðri væru hæpin, þar sem dreifing á bæklingum um sumarbúðir er ekki áróður, þó einhverjir vilji kalla þá kennslu sem fer fram í sumarbúðunum áróður.

Theódór Norðkvist, 8.5.2008 kl. 12:44

32 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Amen Teddi!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.5.2008 kl. 12:45

33 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Það eru ekki foreldrarnir sem ætlast er til að "velji" í kennslustofunni!! Í hvaða skóla eru foreldrarnir með í skólastofunni.Hvað er ég að misskilja.Ekki vera svona reiður það er slæmt fyrir hjartað þitt litla sem slær svo ótt og títt.

Haraldur Davíðsson, 8.5.2008 kl. 12:53

34 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jamms Andrés ... þú ert nú bara að bergmála það sem ég er búinn að vera segja. Af hverju halda allir að ég vili þau inní kennslustofurnar? Hef ég verið svona óskýr í máli mínu? Lestu bara kommentin fyrir ofan, þetta kemur skýrt fram þar.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.5.2008 kl. 12:54

35 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Haraldur - ég er alveg rólegur en ég veit vel að þú ert misskilja mig. Máski hef ég verið óljós í máli mínu og biðst ég þá afsökunar á því. En eins og ég tók fram í greininni:

Hvað var þá svona erfitt að leyfa þessum bæklingum að vera á skrifstofunni eða eitthvað slíkt? Þá gæti hver og einn tekið sér einn ef áhuginn væri fyrir hendi. Það heitir FRELSI, ekki heilaþvottur!

Er þetta virkilega svona óljóst? 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.5.2008 kl. 12:57

36 Smámynd: Zaraþústra

Burt sé frá öllu trúarlegu.  Væru menn sáttir við það að Landsbankinn myndi senda skólum bæklinga um lánakjör og biðja kennara um að dreifa þeim til nemenda?  Þetta er að sjálfsögðu fyrirtæki sem hefur pening af því að reka sumarbúðir.  Kannski er þetta ekki alveg sambærilegt að einhverra mati, en þetta er þó allavega allar flötur í umræðunni.  Það væri einfaldast að menn notfærður sér ekki skólanna til þess að dreifa auglýsingum fyrir aðra sjálfan sig, sá eini sem ætti að auglýsa eitthvað í skólum er sjálfur skólinn þegar hann er að kynna starfsemi á vegum skólans.  Menn hljóta að geta nýtt sér almenna póstburðarþjónustu og auglýsingar í fjölmiðlum.

Zaraþústra, 8.5.2008 kl. 13:08

37 Smámynd: Zaraþústra

annar flötur*

fyrir sjálfan sig*

Ýtti óvart á senda áður en ég kláraði að laga textann ;) 

Zaraþústra, 8.5.2008 kl. 13:09

38 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Andrés - nei langt í frá! Ég sé að ég hef ekki verið nógu skýr í þessu. Gagnrýni mín fjallar EKKI um að svona fólk komi inní kennslustofurnar. Eins og kemur fram í grein minni þá bendi ég á að hægt er að skilja þetta eftir á skrifstofunni, og gagnrýni mín beinist aðallega afhverju var þetta ekki gert til að beyrja með?? Það tek ég fram í greininni og margsinnis  hér í athugasemdum. Þau hafa EKKERT í kennslustofurnar að sækja, og sé ég ekki skaðan ef bæklingurinn er á ganginum eða á skrifstofunni. ÞAÐ ER MÁLIÐ!

Zaraþústra - sammála er ég því sem þú segir og vona ég að þessi misskilningur sé ekki lengur til staðar sem ég tek á hér ofar.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.5.2008 kl. 13:20

39 identicon

Ég sé skaðan, engir auglýsingabæklingar eiga að vera í skólum, hvorki í stofum, göngum, salernum, hurðum, snögum, skólalóð, bökum kennara.

Hvað er svona erfitt... skóli er skóli PUNKTUR; Auglýsið eins og aðrir, útvarpi, sjónvarpi, blöðum, snepplum... þetta er svo einfalt, látum börnin í friði í skólum... leyfum þeim að læra og leika sér.

DoctorE (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 13:33

40 Smámynd: Ari Björn Sigurðsson

Guðsteinn, allt og sumt sem Esther gerði var að neita að dreifa bæklingnum í kennslustofunni sinni. Þú virðist sammála henni að það eigi ekki að dreifa slíku í kennslustofum.

Hvers vegna kallar þú hana hræsnara??

Ari Björn Sigurðsson, 8.5.2008 kl. 13:42

41 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ari - afþví að ég kann ekki við svona læti. Hún gat vel fundið aðra lausn en að fara í fjölmiðla og gera mál úr engu, eins og ég hef marg oft bent á. Hræsni hennar felst í því að boða eitt og gera annað, það finnst mér hún gera með verkum sínum og orðum.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.5.2008 kl. 13:56

42 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dokksi - það er þín skoðun.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.5.2008 kl. 13:57

43 Smámynd: Linda

Ég er svo sammála þér, hún hefði geta haft þessa ljótu og smitandi bæklinga í plastpoka við borð við útgöngu dyr með sem á stendur " "VARÚÐ BÆKLINGUR Í KRISTILEGA SUMARBÚÐIR TAKIÐ EITT EN VARLEGA, ÞAРSEM ÞETTA GÆTI STUÐLAÐ AÐ HEILÞVOTTI KRISTINNA BARNA"

Hér er ekki um að ræða hvunndagshetju, heldur hvunndags..... hver og einn getur bætt viðeigandi endingu á orðið.

kv.

Linda, 8.5.2008 kl. 14:10

44 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

hehehe ... einmitt Linda!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.5.2008 kl. 14:14

45 Smámynd: Ari Björn Sigurðsson

Guðsteinn, hún fór ekki í fjölmiðla, hún skrifaði færslu á bloggið sitt. Færslan vakti athygli fólks, og að lokum fjölmiðla.

Þú skrifar:

"Hræsni hennar felst í því að boða eitt og gera annað, það finnst mér hún gera með verkum sínum og orðum. "

Sýndu mér hræsnina, hvað gerir hún sem er þvert á það sem hún boðar?

Umræðan sem þessi bloggfærsla hefur vakið er góð og þörf og það sjá það flestir, líka trúaðir.  En ekki  þú.

Ari Björn Sigurðsson, 8.5.2008 kl. 14:20

46 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ari - það getur verið að ég hafi rangt fyrir mér með að hún hafi farið sjálf í fjölmiðla. Ég fékk þessar upplýsingar af blogginu hans Svans og dró þá ályktun að hún hafi gert þetta sjálf. Ég biðst þá forláts á því.

En hræsnin sem ég tala um er meint "trúfrelsið" sem hún þykist þjóna en er um leið að ritskoða. Það kalla ég hræsni. Skilur þú hvað ég er að fara? 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.5.2008 kl. 14:28

47 Smámynd: kiza

Væri ekki bara best ef allar svona auglýsingar væru sendar beint á viðtakanda (þ.e. foreldra/forráðamenn) sem gætu þá valið fyrir hönd barna sinna hvort þau vildu nýta sér þessa þjónustu eður ei...?
Er einhver þörf á að dreifa þessu til skólanna?  Ekki eru það skólarnir sem borga staðfestingargjöldin fyrir þetta, né fá þeir prósentur...hvað fá skólayfirvöld út úr þessu?

Finnst aðal vandinn liggja í þessari markaðssetningu gagnhvart börnum, sama í hvaða formi hún er.  Það er herjað á krakkana með auglýsingum í barnatímanum í sjónvarpinu og gegn um internetið, mega þau ekki vera í friði fyrir þessum öflum a.m.k. í skólanum...?

(tek fram að ég á við ALLAR auglýsingar, hvort sem þær koma frá kirkjunni, múslimum eða macdonalds...) 

kiza, 8.5.2008 kl. 14:30

48 Smámynd: kiza

Og þar sem ég klikkaði á að kíkja á höfundasíðuna þína Guðsteinn þá tek ég fram að ég heiti Jóna Svanlaug Þorsteinsdóttir :)

kiza, 8.5.2008 kl. 14:31

49 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Velkominn Jóna og takk fyrir þínar góðu tillögur, og er ég þeim sammála. Því þú kemur ólíkt öðrum með tillögu að lausn á vandanum, hafðu þökk fyrir það.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.5.2008 kl. 14:39

50 identicon

Já hvernig væri það að sumarbúðir kirkjunnar gerðu bara eins og aðrir og borguðu póstinum eða öðrum fyrir að dreifa þessu fyrir sig. Þá er skólinn ekki að sinna blaðaútburði fyrir kirkjuna, það er ekki verið að auglýsa í skólum og þeir þurfa að borga fyrir þessa þjónustu eins og aðrir. Semsagt niðurstaðan er að kennarar eiga ekki að dreifa fjölpósti fyrir stofnanir eða fyrirtæki.

Bjöggi (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 14:48

51 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Bjöggi - var ég að biðja um það? NEI!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.5.2008 kl. 14:56

52 Smámynd: Ari Björn Sigurðsson

Guðsteinn: 

"En hræsnin sem ég tala um er meint "trúfrelsið" sem hún þykist þjóna en er um leið að ritskoða. Það kalla ég hræsni. Skilur þú hvað ég er að fara? "

Ég sé enga vitglóru í því sem þú ert að segja. Hún fær í hendurnar efni, sem á ekki heima í skólastofunni, og neitar að dreifa því þar. Hvernig í ósköpunum  færðu út að það sé ritskoðun.

Ertu kannski búinn að gefa þér það fyrirfram að ef bæklingurinn hefði verið frá "trúleysis-sumarbúðunum" þá hefði hún ekki brugðist eins við?

Ari Björn Sigurðsson, 8.5.2008 kl. 15:00

53 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jamms, þú sérð sem sé ekki að tala fyrir frelsi og banna þetta og hitt? Því miður get ég ekki hjálpað þér með það Ari minn, ég er búinn að útskýra þetta eins vel og ég get.

En til þess að forðast frekari misskilning skal ég segja að hún sé ekki sjálfri sér samkvæm ... sáttur? Þú hlýtur að sjá þau rök.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.5.2008 kl. 15:06

54 Smámynd: Ari Björn Sigurðsson

Kiza:

"Væri ekki bara best ef allar svona auglýsingar væru sendar beint á viðtakanda (þ.e. foreldra/forráðamenn) sem gætu þá valið fyrir hönd barna sinna hvort þau vildu nýta sér þessa þjónustu eður ei...?" 

Guðsteinn: 

"Velkominn Jóna og takk fyrir þínar góðu tillögur, og er ég þeim sammála." 

Hahaha ... nú ertu kominn í heilan hring Guðsteinn þetta er nákvæmlega það sem Esther var að segja á blogginu sínu. Til hamingju með þetta.

Ari Björn Sigurðsson, 8.5.2008 kl. 15:08

55 identicon

En hvernig er þetta, núna er verið að reyna búa til lög þar sem fólk getur neitað að fá fjölpóst heim til sín, það þykja víst almenn réttindi í dag. Þá á fólk að geta sett límmiða á bréfalúguna hjá sér þar sem fjölpóstur er afþakkaður.

Hvað eigum við að gera með börnin, foreldrar og forráðamenn hljóta að ráða því hvort krakkar fái þennan póst í skólann, mér finnst það eins sjálfsagt og að neita því að fá fjölpóst sendan heim. Á þá að líma límmiða á krakkanna þar sem er sagt að hann afþakki fjölpóst.

Núna ætla ég að opna rándýrar sumarbúðir og láta kennara landsins dreifa auglýsingunum fyrir mig. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 15:09

56 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ari ég fór í engan hring, þú bara misskildir mig eða ég var ekki nógu skýr.

Gylfi - nei, en sumt getur verið viðeigandi sölumennska. Eins og t.d. sumarbúðir. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.5.2008 kl. 15:10

57 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gylfi - lestu bara það sem ég hef skrifað hér ofar. Það ætti að svara spurningum þínum.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.5.2008 kl. 15:11

58 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Bjöggi - gangi þér vel.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.5.2008 kl. 15:12

59 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ari - segðu mér þá eitt ...

Vilt þú þá fara þá leið að alfarið banna allt sem heita auglýsingar innan veggja skólans? Þótt að sumt eigi rétt á sér eins og íþróttaatburðir og sumarbúðir?

Ég tek undir að bankar og skyndibitastaðir mega ekki slíkt, en ég sé ekki sök að hinu. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.5.2008 kl. 15:16

60 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég verð að birta hérna snilldarathugasemd frá Bjarna nokkrum Guðmundssyni á blogginu hjá Svani, en hann gerir stólpagrín að talibönunum sem vilja banna trúboð:

Skólinn á auðvitað ekki að boða trú enda er trúin hjá mörgun undirstaða að siðferði og lífsviðhorfum ýmisskonar sem er mismunandi milli trúabragða.

Skólinn á heldur ekki að boða muninn á réttu og röngu né siðareglur af neinu tagi enda gæti hann þá verið misbjóða hluta nemenda eða foreldrum þeirra.

Skólinn á að halda sig við lestur, skrift og reikning  - og síðan lögfræði til að stýra börnunum gegnum lífið. (bjarni guðmundsson)

 

Theódór Norðkvist, 8.5.2008 kl. 15:31

61 identicon

Hvað er svona erfitt við að skilja svona augljósan hlut, á ég virkilega að trúa því að Guðsteinn vilji demba hinum ýmsu auglýsingum yfir börnin okkar.
Sumarbúðirnar eru algerlega skólanum óviðkomandi, rétt eins og skyndibiti... það er ekki nokkur munur þar á.

Íþróttir eru í skólum og það er bara ágætt, það er í fína lagi að kynna slíkan viðburð innan veggja skólans, ef hann viðkemur skólastarfinu... það á ekki að auglýsa Valur VS Fram eða eitthvað slíkt.

Dæmið er borðleggjandi, bara rugl að vera að leyfa sumar auglýsingar en aðrar ekki; Engum er misboðið ef allar utanaðkomandi auglýsingar eru afþakkaðar.

DoctorE (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 15:34

62 Smámynd: Ari Björn Sigurðsson

Guðsteinn:  "Ari ég fór í engan hring, þú bara misskildir mig eða ég var ekki nógu skýr."

Þú ert sammála Esther þegar hún segir að sumarbúðirnar eigi bara að senda bæklinginn í pósti eins og aðrir. Þú kallar hana hræsnara fyrir að fylgja þeirri sannfæringu sinni ....nei ég skil þig ekki.

Guðsteinn:  "Ari - segðu mér þá eitt ... Vilt þú þá fara þá leið að alfarið banna allt sem heita auglýsingar innan veggja skólans? Þótt að sumt eigi rétt á sér eins og íþróttaatburðir og sumarbúðir?"

. nema það sé á vegum skólans. 

Ari Björn Sigurðsson, 8.5.2008 kl. 15:35

63 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ari gaman að "kynnast" þér, Andrés,ég vissi ekki að 2falt upphrópunarmerki þýddi reiði.Það var ekki kennt í mínum skóla,hjá mér er það frekar eins og undirstrikun.Gylfi þetta er rétt hjá þér;markaðsöflin eiga sér margan búning en undir þeim öllum býr það sama.FRIÐUR

Haraldur Davíðsson, 8.5.2008 kl. 15:37

64 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

hann gerir stólpagrín að talibönunum sem vilja banna trúboð:

Theódór Norðkvist er hræsnari.  Hvað eru talibanar Theódór?  Trúarofstækismenn sem kúga samborgara sína og myrða þá sem ekki fara bókstaflega eftir trúarboðum þeirra.  Svo líkir þú fólki sem vill hlutlausa skóla við þá.

Ég myndi kalla þig fávita, en þá færir þú að væla í mörg ár.  Líkir svo fólki eins og mér við morðingja.

Hræsnari. 

Matthías Ásgeirsson, 8.5.2008 kl. 15:47

65 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ari - ok, þá er ég að átta mig að ég hef alls ekki verið nógu skýr í afstöðu minni. Og ber að líta misskilning milli okkar vegna þessa.

  1. Ég er sammála að það eru til aðrar leiðir en að dreifa þessu í kennslustofum. Bentu mér á þann stað sem ég er sammála þeirri leið og útskýrðu þar sem ég fer með fleipur.
  2. Hún gat nefnilega farið aðra leið, og boðið uppá fullt trúfrelsi (eins og hún boðar) með því að setja bæklinganna á skrifstofuna og láta það kjurtt liggja og leyfa stjórn skólans að taka boltann. Þetta drama finnst mér bara ekki rétt og finnst mér að þegar einhver sem boðar "trúfrelsi" og hagar sér svona ekki sjálfri sér samkvæm. Ertu að skilja mig núna eða þarf ég að teikna þetta?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.5.2008 kl. 15:53

66 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Matti - alveg rólegur!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.5.2008 kl. 15:54

67 Smámynd: Mofi

Má einhver nálgast krakka í skólum?  Samkvæmt DoctorE þá má enginn auglýsa neitt, hvort sem um ræðir fyrirtæki eða trúfélög. Mega einhver félags samtök auglýsa?

Mofi, 8.5.2008 kl. 16:06

68 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Teddi - þú ert að varpa þessu fram í gríni er það ekki? Ég sé ekki betur miðað við athugasemdirnar hjá Svan. Auk þess segir þessi Bjarni í lokin:

Skólinn á að halda sig við lestur, skrift og reikning  - og síðan lögfræði til að stýra börnunum gegnum lífið. 

Stýra börnunum?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.5.2008 kl. 16:07

69 Smámynd: Óli Jón

Það vita þeir sem vilja vita að málið snýst auðvitað ekki um þennan eina bækling. Málið snýst heldur ekki um sumarbúðirnar kristilegu. Málið snýst um að í skólunum á að kenna huglæg og vísindaleg fræði - ekkert annað á erindi þar inn.

Jöfnuður skal ríkja í skólum og þegar kemur að trú og trúleysi er lægsti samnefnarinn sá að tala ekki um trú. Athugið vel að ég segi ekki að það eigi að tala gegn trú, á því er mikill munur. Nú telja margir að ef þetta verður að veruleika muni alast upp kynslóðir trúleysingja og vantrúarfólks, en ekkert gæti verið fjær sanni. Foreldrum er ætíð frjálst og skylt að ala börn upp með þeim hætti sem þeir kjósa, hvort sem er í trú eða trúleysi. Skólinn á ekki að taka þetta val af þeim og með inngripi trúfélaga í skólastarf er verið að taka valið af foreldrum og börnum.

Ég, forhertur vantrúarmaður og trúleysingi, virðist vera sá sem hvað mesta trú hefur á styrk trúarinnar því ég tel það fráleitt að hún þurfi á þessu inngripi í skólunum að halda. Ég sé á máli greinarhöfundar að fátt stendur honum nær en trú hans og ég er þess næsta viss um að hann sé fullfær um að ala börn sín upp með þeim trúarlegu áherslum sem hann velur þeim. Hann þarf ekki liðsinni skólayfirvalda til þess. Hver er líka hæfari til þess að upplýsa börn um trú en foreldrar þeirra? Er trú ekki eitt persónulegasta fyrirbæri eða hlutur sem þekkist hér á jörð? Er það því ekki foreldranna að sjá um þann þátt?

Svo er sá þáttur algjörlega óræddur, en það er staða barnanna. Í skólanum er börnum uppálagt að meðtaka allt sem þar er kynnt án gagnrýni. Þannig fá skilaboð sem berast innan skóla allt annað vægi en bæklingur sem kemur inn um bréfalúguna. Það á ekki að setja börnin í þá aðstöðu að þurfa að efast um ákveðna hluti í skólastarfinu, nægur verður efinn síðar á lífsleiðinni.

Einfaldast og heilladrýgst er því að reka skólana á veraldlegum grunni þannig að þeir geti rækt kjarnaskyldur sínar sem best af hendi. Annað fellur á foreldra eða aðra eftir atvikum.

Málið snýst því ekki um þennan bækling, það snýst um það meginatriði sem dreifing bæklingsins brýtur gegn. Á eyðublaði frá Þjóðskrá kemur fram að það eru lágmark 30 trúfélög skráð hérlendis. Hvers konar ringulreið yrði það ef hvert og eitt þeirra vildi dreifa 1-2 bæklingum á ári í skólunum? Mæta einu sinni á ári með gítar og syngja og tralla? Fá börnin í heimsókn á tilbeiðslustað? Þá er ekki minnst á öll íþróttafélögin, tónlistarskólana, sundfélögin, skátana og alla hina afþreyinguna sem er í boði. Hvað ef allir þessir aðilar fengju augastað á hinni ódýru dreifileið sem skólarnir geta verið?

Það væri vond staða fyrir skólann, börnin og foreldrana.

PS. Annars er gott að sjá að Theódór Norðkvist skilgreinir, kl. 15:01, þennan bæklingaburð og önnur inngrip trúfélaga í skólum sem trúboð. Ég tek glaður við niðrunarnafnbótinni 'talibani' í því samhengi! Takk fyrir þetta liðsinni þitt í baráttunni, Norðkvist!

Óli Jón, 8.5.2008 kl. 16:10

70 Smámynd: Theódór Norðkvist

Jú, vitanlega tók ég þessari athugasemd frá Bjarna G. sem gríni. Ég held hún hljóti að hafa verið meint þannig. Svanur sá reyndar ekki húmorinn og tók undir athugasemdina.

Matti, ég biðst afsökunar ef ég hef sært þig eða einhverja með því að kalla þá sem vilja banna trúboð talíbana. Ég var ekki að segja að þeir væru morðingjar.

Sem dæmi þá eru allra hörðustu AA-mennirnir stundum kallaðir talibanar, vegna heits átrúnaðar þeirra á AA-prógrammið. Það er enginn að segja að þeir séu morðingjar.

Vitanlega er rétt að vanda orðavalið og hafa í huga að orð hafa mismunandi merkingu í hugum fólks. Má ég kalla bannsinnanna hvítasunnumenn í þeim átrúnaði að vilja ekkert trúboð? Væri ég að móðga þá, nú eða hvítasunnumenn? Má maður ekkert segja?

Theódór Norðkvist, 8.5.2008 kl. 16:18

71 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Theódór Norðkvist, maðurinn sem rifjar þegar honum hentar að kallaði hann víst asna (þegar hann skrifaði undir dulnefni á spjallborðum) fyrir mörgum árum.

Ég verð búinn að gleyma þessari athugasemd hans á morgun, en mér finnst tilefni til að benda á það þegar trúmenn gerast segir um hræsni.  Verst hvað það gerist oft. 

Matthías Ásgeirsson, 8.5.2008 kl. 16:41

72 Smámynd: Ari Björn Sigurðsson

Guðsteinn: 

  1. Ég er sammála að það eru til aðrar leiðir en að dreifa þessu í kennslustofum. Bentu mér á þann stað sem ég er sammála þeirri leið og útskýrðu þar sem ég fer með fleipur.
  2. Hún gat nefnilega farið aðra leið, og boðið uppá fullt trúfrelsi (eins og hún boðar) með því að setja bæklinganna á skrifstofuna og láta það kjurtt liggja og leyfa stjórn skólans að taka boltann. Þetta drama finnst mér bara ekki rétt og finnst mér að þegar einhver sem boðar "trúfrelsi" og hagar sér svona ekki sjálfri sér samkvæm. Ertu að skilja mig núna eða þarf ég að teikna þetta?


Ahh ...Nú skil ég loksins hvað þú ert að meina: Hún átti bara að ÞEGJA!

Ari Björn Sigurðsson, 8.5.2008 kl. 16:58

73 Smámynd: Theódór Norðkvist

Varðandi athugasemd Óla Jóns, þá eru það aðallega trúleysingjar sem hafa talað um að banna trúboð í skólum og þeirra skilgreining á hugtakinu er nokkuð víðtæk, en óljós þegar gengið hefur verið eftir nánari skýringum. Sem eitt lítið dæmi þá virðist það mjög vera á reiki hvort litlu jólin séu trúboð.

Ég var í athugasemd minni að vitna í orð trúleysingjanna, en þeir hafa hamrað á því að trúboð skuli ekki fara fram í skólum. Í orðum mínum fólst engin skilgreining á hugtakinu, svo það sé á hreinu, enda mjög á reiki hve víðtækt hugtakið er.

Matti, er ekki svolítið asnalegt að rifja upp þessar eldgömlu deilur okkar? Nú vona ég að Matthías saki mig ekki um að kalla sig asna.

Theódór Norðkvist, 8.5.2008 kl. 17:08

74 Smámynd: Theódór Norðkvist

PS Matti ég tek það aldrei alvarlega þó þú kallir mig fávita, eða eitthvað þaðan af verra. Ég veit að ég er ekki fyrsti andmælandi þinn sem þú hallmælir.

Theódór Norðkvist, 8.5.2008 kl. 17:26

75 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ari - það eru þín orð, ekki mín. Ég vildi að málið hef'i verið leyst öðruvísi, það er allt og sumt.

Matti og Teddi - Mig grunaði að Tedda var ekki alvara með þetta og látum það liggja á milli hluta. Matti hefur kallað mig ýmsum nöfnum, og sama er mér um það. Ég ætla ekki að vera sá sem erfir slíkt endalaust við hann því að það gerist bara einfaldlega í rökræðum, þ.e.a.s. að menn grípi til nafnakalla. Barnalegt, en svona er það. Það sem ég er að segja: gleymum þessu um hver kallaði hvað og hvænær. Þetta er algjört auka atriði.

Matti - að allt öðru og fáa sem við eigum sameiginlegt, ekki veist þú nokkuð hvar ég fæ hakkað lambakjöt? Ég hef farið í nokkrar árangurslausar búðarferðir og finn þetta hvergi! Sem mér þykir furðulegt miðað við hvað íslendingar borða mikið lambakjöt. En ef þetta fæst bara hvergi! En þá verður maður víst að gera þetta sjálfur.  Eða hvað? Er þetta til einhversstaðar?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.5.2008 kl. 17:28

76 identicon

Theódór: Kristnir verða bara að fara að skilja að þeir eru ekki einir í heiminum.
Svo skal fólk athuga að ef þjóðkirkjan/kristnir riðjast inn í skóla þá geta aðrir hópar farið að heimta að fá að stofna sér skóla fyrir sín börn, þessir skólar munu eins og alltaf kynda undir hatri á þeim sem trúa ekki á sama galdrakarl og þeir, þar munu við íslendingar falla í sama pytt og svo mörg lönd hafa fallið í...
Þetta er kannski það sem þið viljið... allt fyrir galdrakarlinn

DoctorE (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 17:40

77 Smámynd: Theódór Norðkvist

Bon appetit!

Theódór Norðkvist, 8.5.2008 kl. 17:47

78 Smámynd: Zaraþústra

Ég veit ekki hvað DoctorE átti við Mofi, en ég held það sé ekki alveg það sama og að auglýsa og nálgast krakkanna.  Til dæmis myndi ég ekki vilja að taóisti myndi hengja upp auglýsingu sem segði hvenær næsti fundur félagsmanna taóistafélagsins yrði (pilsner og kleinur handa öllum sem koma!).  Hins vegar væri í góðu lagi ef skólinn myndi bjóða taóista til að halda smá fyrirlestur í tíma hjá þeim sem eru að læra samfélagsfræði eða trúarbragðafræði. 

Sömuleiðis, svo ég noti áfram Landsbankadæmið mitt að ofan, þá væri ekki óeðlilegt að viðskiptafræðingur frá Landsbankanum kæmi í lífsleiknitíma og útskýrði fyrir þeim mikilvæg atriði um fjármál. En að sjálfssögðu ætti hann ekki að dreifa auglýsingum í leiðinni. 

Mér sýnist samt flestum vera ljóst í hverju munurinn felst.

Zaraþústra, 8.5.2008 kl. 18:40

79 Smámynd: Sigurður Rósant

Ef tvíblöðungur frá múslimasöfnuði í hverfi skólans hefði legið á borði kennarans hugumdjarfa og í honum stæði að öllum væri boðið á föstudagsbæn í samkomuhúsinu kl. 13:00 - 14:00 næsta föstudag, í tilefni 10 ára afmælis múslimasafnaðarins.

Ester Ösp hefði sennilega neitað líka í því tilviki. En hvað myndi Guðsteinn gera sem umsjónarkennari síns bekkjar? Hann myndi dreifa bæklingnum og líta á þetta sem hlut af sínu starfi. Það myndi ég líka gera þó trúlaus sé.

Strætóbílstjórar í Danmörku eru af ýmsu þjóðerni og margvíslegum trúarbrögðum. Allir setja þeir upp danska fánann á strætisvagnana mörgum sinnum á ári, þó að um sé að ræða trúartákn. Það er bara hluti af þeirra starfi. Ef einhver þeirra gerði uppreisn og neitaði að setja upp fánann, yrði litið á það sem uppsögn bílstjórans.

Hættið nú þessu þrasi. Ester Ösp gerði byrjendamistök.

Sigurður Rósant, 8.5.2008 kl. 19:35

80 Smámynd: Steingrímur Jón Valgarðsson

Frábær pistill hjá þér, ég er þér hjartanlega sammála með þetta allt saman. Skrítið að lesa athugasemdir hjá mönnum hérna sem vaða út fyrir efnið og eru með skítkast. Þeir eru ekki góðir talsmenn þess sem þeir standa fyrir...!

Kv Steini 

Steingrímur Jón Valgarðsson, 8.5.2008 kl. 20:21

81 Smámynd: Halla Rut

Fyrir utan trú og allt það þá finnst mér rangt að dreifa auglýsingabæklingum í skólum um rándýra sumardvalarskóla.  Skólar eiga að gæta jafnræðis á milli nemenda eins og þeirra er unnt. Ertu ekki sammála því kæri vinur?

Halla Rut , 8.5.2008 kl. 20:57

82 identicon

Skil ekki hvað Sigurður er að setja fána inn í umræðuna, ekki hef ég neitt á móti íslenska fánanum, ég hef sitthvað að athuga með sálminn sem er þjóðsöngur okkar, hann getur ekki verið nema þjóðsöngur sumra því eina sem sungið er um er þjóðkirkjuguðinn.

tata

DoctorE (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 21:11

83 Smámynd: Zaraþústra

Þetta skil ég ekki alveg DoctorE.  Fer eitthvað á milli mála hvaða kross er í þjóðfánanum?  Kemst hann í gegnum ritskoðun því hann er meira tvíræður en Guðinn í þjóðsöngnum?

Zaraþústra, 8.5.2008 kl. 21:36

84 identicon

Ég sé ekkert að þessum kross, ég geng meira að segja með kross sjálfur, hann táknar ekkert trúarlegt fyrir mér.. bara flottur.

Guðinn í þjóðsöngnum er eitthvað sem fer alls ekkert á milli mála.. ó guddi, bestur í heimi.. yadda yadda, frekar ósmekklegt og vanvirðing við þá sem eru ekki í þessu aðdáandaklúbb.

DoctorE (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 21:54

85 identicon

Komið þið sæl.

Eðlilegasta námsefni í skóla sérhvers barns er KRISTIN fræði.

Þau gildi sem þar eru kennd eru af hinu góða,

svo ætla ég ekki að flækja þetta eins og mörg ykkar eru að gera hér.

Svo bið ég Góðan Guð að blessa ykkur.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 01:53

86 identicon

"Ef mönnum líkar ekki svona bæklingar, þá HENDA þeir þeim. Málið afgreitt og fá menn þá tækifæri til þess að velja sjálfir! = FRELSI!"

Það er mergurinn málsins Guðsteinn, þetta voru ekki "menn" sem var verið að færa bæklingana heldur börn. Það er ekki hægt að bera saman bækliing sem sendur er inná heimili eða stendur á skólagöngum við það að kennarar séu beðnir um að dreifa svona auglýsingum. Foreldrar í heimahúsum geta hent svona bæklingum út en þú otar ekki svona efni að mótandi barni án samþykkis foreldris.

Það sem mér finnst meira og meira undarlegt þegar ég les skrif ykkar sem eruð Kristin hérna á bloggunum, er hvað ykkur er gjörsamlega ómögulegt að setja ykkur í annarra manna spor, þ.e. þeirra sem tilheyra ekki Þjóðkirkjunni. Það er sama hvað þið óskið þess mikið að við Íslendingar höldum áfram að heyra öll undir eina trú og eina kirkju, það er ekki svoleiðis lengur. Væri ekki skynsamlegra að skoða málin saman og reyna að finna út hvað fólk frá mismunandi kirkjum, ekki kirkjum og öðrum trúhópum getur komið sér saman um og sætt sig við. Við erum barasta alls ekki sömu Íslendingar og við vorum, það er staðreynd, hættið að berja hausnum við stein og reynið nú frekar að finna málamiðlanir svo fólk geti búið saman í sátt og samlyndi.

Í "frelsinu" hérna í USA er HARÐBANNAÐ að auglýsa eina trú yfir aðra í almenningsskólum, og trúmál eru ekki rædd af kennurum enda eru ríki og kirkja aðskilin til allrar hamingju. Hér er það háalvarlegt mál ef kennari fer að boða sína trú í hvaða formi sem er og ég hlakka til þess dags þegar íslenska ríkið segir skilið sambandi sínu við kirkjuna svo að öll börn landsins gangi undir sama hatti. Þetta hlýtur að vera bara tímaspursmál, þ.e.a.s. ef Ísland ætlar einhverntíman að flytja sig yfir í nútímann.

Linda (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 03:37

87 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Óli Jón: Það á ekki að setja börnin í þá aðstöðu að þurfa að efast um ákveðna hluti í skólastarfinu, nægur verður efinn síðar á lífsleiðinni.

Ég held að það sé einmitt gott að ala börn upp við gagnrýna hugsun. Margoft kom það fyrir að ég leiðrétti mína kennara í stað þess að eta upp vitleysuna eftir þeim. Við eigum að leyfa börnunum að vega og meta hlutina og komast sjálfum að niðurstöðu.

Að því sögðu er ég sammála Esther - sölubæklingar eiga ekki heima í skólanum, a.m.k. ekki í kennslustofunni.  Gerir það mig sammála Guðsteini? Ég er ekki viss um að ég sé tilbúin til þess

P.s. Það gerði mér ekkert gott að fara í kristilegar sumarbúðir (sem ég gerði tvisvar), þar var bara sama eineltið frá krökkunum auk þrýstings frá "leiðbeinendum" þegar upp komst að ég var ekki skírð.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 9.5.2008 kl. 07:43

88 identicon

Sæll Gudsteinn.

Eg hreinlega nennti nu ekki ad lesa i gegnum alla umræduna svo eg segi nu satt fra en eg quota samt i thig herna.

Thetta sagdir thu:

Mér er nokk sama hver á í hlut sem auglýsir Dokksi, trúlausir, íslamistar eða whatever ... ef þeir væru með sumarbúðir þá væri mér alveg nákvæmlega sama, þetta er spurning um val, og eru það FORLEDRARNIR sem velja ... EKKI börnin. Ég er bara ekki eins viðkvæmur og þið og held vatni yfir svona hlutum

 Eg feitletradi thad sem fer i taugarnar a mer.

Vissulega eigum vid foreldrar ad kenna bornum okkar og ala thau upp eftir bestu vitund.
Hins vegar finnst mer faranlegt thegar foreldrar heilathvo bornin sin af einhverjum truarbrogdum. Finnst mer tharna hreinlega verid ad brjota a retti barna til ad mynda ser sina eigin skodun sidar i lifinu.

Eg get sagt ther thad ad min born fa ekki ad fara i truarbragdafrædi ef ad kennarinn er einhver sem reynir ad hafa ahrif a bornin thegar kemur um val a truarbrogdum. Thad er svipad faranlegt og ad Hannes Holmsteinn kenni stjornmalafrædi.

Foreldrar sem er t.d. kristnir ættu ad stydja ad barnid lærdi um fleiri truarbrogd en kristni og studla thvi ad thvi ad barnid lfii thvi lifi sem thad vill sidar meir en ekki eftir gedthottarakvordunum foreldra.
Af hverju ekki spyr eg?
Thetta a samt ekkert bara vid um kristid folk heldur oll truarbrogd. Veit vel ad thetta er allsstadar svipad og folk sem truir reynir ad sjalfsogdu ad "troda" theirri tru sem thad hefur uppa barnid.
Alrangt hja foreldrum finnst mer!!
Arid er 2008 og kominn timi a breytingar og kominn timi a ad truarfolk virdi thad vid bornin sin ad thau fai ad velja sjalf sidar i lifinu tho svo ad thad thoknist ekki foreldrum.

Julius (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 08:25

89 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Halla Rut - jú að mestu leytin er ég sammála verð ég að viðurkenna.

En ég vil þakka öllum afar skemmtilegar og líflegar umræður, ég verð að loka þessum þræði sökum þess að ég er að fara útá land og vil ekki að allt verði stjórnlaust hér á meðan. 

Guð blessi ykkur á meðan! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.5.2008 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband