Hvaðan kom Nova?? >:-( ------>

Ég er búinn að rýna í allan kóða sem moggabloggið býður uppá í þema pökkunum. Ég sé enga leið að losna við þessa leiðindar óvelkomnu auglýsingu nema að breyta MasterPaginu hjá blogginu, sem enginn annar en tæknimenn moggans hafa aðgang að. Við erum því föst með þetta nema kannski notendur Firefox vafrans, þar er hægt að gera eftirfarandi:

  1. Fara í Tools efst hægra megin á síðunni
  2. Fara svo í "Manage Add-ons"
  3. Velja "Enable or Disable Add-ons"
  4. Smella á "Shockwave Flash Object"
  5. Fara aðeins niður þar sem hægt er að haka við "Enable" eða "Disable" og haka við "Disable".

 
Þessar góðu leiðbeiningar fékk ég lánaðar hjá Jóhönnu bloggvinkonu minni, og þakka ég henni fyrir að deila því.

Mér finnst einhvernveginn að Mogginn hefði átt að vara okkur við eða gefið okkur kost á að losna við þetta gegn vægu gjaldi eða eitthvað slíkt!

En ég rauf bloggfríð til þess að nöldra þetta, og er farinn aftur í frí, þetta hneykslaði mig svo mikið að ég varð að nöldra um þetta eins sönnum bloggara sæmir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

ég var akkúrat að hugsa rétt áðan:"hvenær ætli Guðsteinn hætti í bloggfríi og byrji að gleðja okkur á ný með sínum trúarlega vísdómi?" og þá sá ég þetta

að vísu er þetta ekki um trúmál en samt, gott að nöldra yfir þessum bölvuðu auglýsingum!

njóttu bloggfrísins áfram (og kíktu við tækifæri á visi og sjáðu það sem ég sagði um zeitgeist nýlega... það er ekkert smá æðislegt )

endalaust knús

halkatla, 8.2.2008 kl. 11:45

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn minn. Gott að vita að þú ert lifandi. Líst vel á tillöguna frá Hrafnkeli um að við ættum að fá borgað fyrir að hafa þessa auglýsingu hér hjá okkur. Komdu með blogg allavega einu sinni í mánuði svo við fáum ekki fráhvarfseinkenni og þurfum að fá áfallahjálp vegna vinamissis. Shalom

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.2.2008 kl. 11:55

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Anna Karen, ég kíki á Zeitgeist og hlakkar til.  :)

Hrafnkell - MJÖG góð tillaga! 

Rósa - skal gert! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.2.2008 kl. 12:07

4 Smámynd: Fjóla Æ.

Gaman að sjá þig hér aftur. ´

Mikið er ég sammála því að þessi auglýsing er hundleiðinleg en sá á blogginu hans Hjartar J. útskýringu á þessari auglýsingu.

Eigðu góðar stundir í kærleik.

Fjóla Æ., 8.2.2008 kl. 13:19

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir Fjóla mín og Guð blessi þig.  :)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.2.2008 kl. 15:26

6 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Þetta er ennþá inn á hjá þér

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 8.2.2008 kl. 15:27

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

hehehe .. já, það er nú gallinn Nanna mín. Ég get bara stillt minn eigin browser til þess að losna við þetta, og gildir sú breyting bara á honum. Þess vegna setti ég inn þessar leiðbeiningar.   :)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.2.2008 kl. 15:41

8 Smámynd: Magnús Paul Korntop

burt með þessar fj...... auglýsingar,mæltu manna heilastur Hrafnkell, ég vil fá borgað 1500 kall fyrir hverja ip tölu sem kíkir á bloggið mitt.

Sammála Rósu,eitt blogg í mánuði ´svo við vitum að þú sért enn ofar moldu.

GUÐ blessi þig.

Magnús Paul Korntop, 8.2.2008 kl. 15:58

9 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Guðsteinn maður verður nú að fá að nöldra stöku sinnum,annars lendir bara nöldrið á konunni og ekki er það nú góð vísa að kveða.

En virkilega gott að sjá hversu lengi þú stóðst mátið og blogga ekki.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 8.2.2008 kl. 17:05

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sé nú bara enga ástæðu til þess að böggast yfir þessu.  Fáum við ekki þessa fínu fríu þjónustu hjá mogga mönnum??  Ég er bara slök yfir þessu. Hafðu það annars gott í blogg fríinu.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.2.2008 kl. 17:57

11 identicon

Böggar mig ekkert

DoctorE (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 21:01

12 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Böggar mig ekki heldur. Núna verður kannski Blog.is mikið betri.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.2.2008 kl. 22:43

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Á ekki pabbi hans Moggann?

Sigurður Þórðarson, 8.2.2008 kl. 23:32

14 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Hafðu það sem best í bloggfríinu, mér leiðist auglýsing, því þetta er hreyfimynd, þær trufla mann svo.

Ester Sveinbjarnardóttir, 9.2.2008 kl. 00:36

15 Smámynd: Linda

Æi, mér er svo sem alveg sama, eins og bent er á hér fyrir ofan. maður getur vanist öllu, svo framarlega sem þetta verður smekklega gert og bloggið verði enn betra viðfangs þá er þetta bara allt í  lagi mín vegna.

Linda, 9.2.2008 kl. 02:53

16 Smámynd: Vendetta

Guðsteinn, ég er með Internet Explorer og gat alveg gert það sem þú skrifaðir, losnað við auglýsinguna. Ég hafði aldrei tekið eftir þesari auglýsingu áður en ég las bloggið þitt og nú er hún farin. Það er bara eitt vndamál: Um leið og ég vil sjá eitthverja aðra animation (ekki auglýsingu) eða installera nauðsynlegu forriti sem nota Flash/ActiveX, verð ég að enabla þetta aftur til að sjá/nota það.

Vendetta, 9.2.2008 kl. 11:48

17 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn  = töffari. Greinilega töffari okkar allra.  Sjáðu hvað eru margir komnir í heimsókn. Ef þú værir á blogginu hjá okkur væri auðvita meira stuð. En koma tímar og koma ráð   

Söknuður

Mér finnst ég varla heill, né hálfur maður,
og heldur ósjálfbjarga, því er verr.
Ef þú værir hjá mér, vildi ég glaður
verða betri en ég er.
Vilhjálmur Vilhjálmsson

Kær kveðja úr sveitinni fögru.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.2.2008 kl. 12:04

18 Smámynd: Vendetta

Ef Flash/ActiveX er disablað, er ekki lengur hægt að sjá vídeó frá YouTube. Þannig að ég hef enablað aftur og læt eins og ég sjái ekki auglýsinguna fekar en fyrri daginn. 

Vendetta, 9.2.2008 kl. 13:42

19 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Mikið svakalega getið þið grenjað - ég sé ekkert athugavert við að fyrirtækið, sem HÝSIR BLOGGIÐ MITT ÓKEYPIS fjármagni það með auglýsingum.

Ingvar Valgeirsson, 9.2.2008 kl. 15:34

20 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sæll Guðsteinn og gaman að heyra í þér aftur.

Ingvar: Það er enginn að draga það í efa að morgunblaðsmenn megi gera þetta. Þeir buðu þessa þjónustu og það er gott.

Það sem er gagnrýnivert er að mbl.is hefur boðið upp á þetta blogg og látið liggja að því að bloggsíða hvers sé einkasíða hans, þar sem hann ræður því efni sem sett er inn og ber fulla ábyrgð á því.

Bloggið hefur aukið vinsældir mbl.is og Morgunblaðsins. Blaðið nýtur góðs af því að hér skrifa margir mjög frambærilegir skrifarar og hefur birt blogg þeirra í blaðinu, sem og á mbl.is.

Ekki veit ég til að nokkur einasti bloggari hafi fengið einhverja umbun frá Morgunblaðinu fyrir oft á tíðum mjög gott efni, sem birst hefur í blaðinu og aukið lestur þess. Það er reyndar umhugsunarefni út af fyrir sig.

Þess vegna er það lítilsvirðing við alla bloggara og verið að koma aftan að þeim með því að birta þessa auglýsingu algerlega að þeim forspurðum. 

Theódór Norðkvist, 9.2.2008 kl. 19:46

21 Smámynd: Theódór Norðkvist

Vil bæta við að líklega var þetta ætlunin hjá Morgunblaðsmönnum strax frá upphafi moggabloggsins. Þeir voru bara að bíða eftir því að bloggið yrði nægilega vinsælt og fýsilegur kostur fyrir auglýsendur.

Theódór Norðkvist, 9.2.2008 kl. 19:48

22 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

þetta er ekki nöldur hjá þér heldur fullkomlega eðlilegar pælingar.

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.2.2008 kl. 12:43

23 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Æ, þær eru ósköp leiðinlegar þessar hreyfiauglýsingar, en bloggið er frítt og þá læt ég þetta ekkert bögga mig

Svala Erlendsdóttir, 10.2.2008 kl. 18:48

24 identicon

Það er líka hægt að fá lítið tæki er kallast Adblock Plus sem blokkar allar auglýsingar. Mjög þægilegt :)

Hægt að finna hér undir poular extensions 

https://addons.mozilla.org/en-US/firefox/browse/type:1

bestu kveðjur

jakob 

. (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 20:58

25 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Það er lítið gagn í því að blokka birtingu auglýsingarinnar í einstökum tölvum. Hún er samt inni á blogginu mínu. Ég er ekki viss um að vilja auglýsa hvað sem er á blogginu mínu. Held ég hugsi minn gang um að loka jafnvel blogginu mínu, fjarlægja færslunar og fara alfarið annað.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 12.2.2008 kl. 15:55

26 identicon

það er líka hægt að fá lítið tæki er kallast Adblock Plus sem blokkar allar auglýsingar. Mjög þægilegt :)

Þetta er víst vitleysa í mér. Þetta virtist virka fyrst, á þessar auglýsingar, en gerir það ekki lengur :(

kobbi 

. (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 588365

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband