Hver er skemmtilegasti kristni bloggarinn ?

angelMér datt í hug að gera þessa könnun vegna fjölda kannanna um skemmtilega bloggara sem ég hef rekist á um bloggheima. Og fannst mér skorta hin kristna vinkil á þetta!  Wink

Ég geri þetta einungis fyrir forvitnis sakir og til þess að sjá hvaða áhrif við höfum á ykkur. Ég bið ykkur samt um að sýna stillingu og virða það ég kæri mig ekki um nein persónuníð og neyðist til þess að grípa til verkfæris sem ég nota afar sjaldan ... ritskoðunnar. Frown

Í boði eru (neðst vinstra megin á síðunni er hægt að kjósa):

Bloggvinur - jonvalurjensson Jón Valur Jensson

 

Bloggvinur - mofi Mofi

 

Bloggvinur - kiddikef Kristinn Ásgrímsson

 

Bloggvinur - snorribetel Snorri Óskarsson

 

Bloggvinur - vonin Linda

 

Bloggvinur - predikarinn Predikarinn

 

Bloggvinur - enoch Jóhann Helgason

 

Bloggvinur - alit Guðrún Sæmundsdóttir

 

Bloggvinur - ruth777 Ruth777

 

Bloggvinur - baenamaer Bryndís Böðvarsdóttir

 

Bloggvinur - skagen Petur Einarsson

 

Bloggvinur - zurha Promecius

 

Bloggvinur - trukona G.Helga Ingadóttir

 

Bloggvinur - theodorn Theódór Norðkvist

 

Bloggvinur - arncarol Árni Þór Þórðarson 

 

Bloggvinur - rosaadalsteinsdottir Rósa Aðalsteinsdóttir

 

Bloggvinur - korntop Magnús Paul Korntop

 

Bloggvinur - adalbjornleifsson Aðalbjörn Leifsson

 

Bloggvinur - thormar Þormar Helgi Ingimarsson

 

Bloggvinur - jeremia Magnús Ingi Sigmundsson

 

Bloggvinur - hafeng Janus Hafsteinn Engilbertsson

 

Bloggvinur - flower Flower

 


Veit ég vel að ég hef sjálfsagt gleymt einhverjum og bið ég fyrirfram afsökunar á því. En þetta er bara til gamans gert og hef ég talið upp þá sem eru hvað mest áberandi (kristnir) um bloggheima.

Endilega takið þátt og höfum gaman að þessu.   Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skrifleg ástæða fyrir vali mínu: ég hef ekki lesið neinn af þessum nema þig og svo Guðrúnu, Lindu og Jón Val í kommentum, svo þú færð mitt atkvæði.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.1.2008 kl. 23:11

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Auðvitað fær Jón Valur mitt atkvæði, það logar alltaf allt af fjöri í kringum hann! Auk þess hvað hann er fínn með glæsilegan hökutopp á myndinni.

Fyrirgefðu, Gunnsteinn, ef ég veld þér vonbrigðum, en maður á að vera hreinskilinn, er það ekki?

Prédikarinn er alltof skúrkslegur í sjón til að mér detti í hug að splæsa atkvæðinu á hann. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 4.1.2008 kl. 23:21

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ásdís takk fyrir það.

Greta, eina sem veldur mér vonbrigðum er rangnefnið - ég heiti Guðsteinn, ekki Gunnsteinn. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.1.2008 kl. 23:26

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Mér finnst sárlega vanta DoctorE á listann, en ég verð að kjósa hann sem skemmtilegasta kristna bloggarann!  ......

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.1.2008 kl. 23:29

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heill og sæll, Guðsteinn Haukur á nýju ári. Óvitlaus hugmynd hjá þér, en vissulega gleymirðu ýmsum, t.d. G.Helgu Ingadóttur, Böðvari Inga Guðbjartssyni, Árna Þór Þórðarsyni, Aðalbirni Leifssyni og þeirri hressu Rósu Aðalsteinsdóttur, sem er reyndar glæný á svæðinu. Theódór Norðkvist hefur mér líkka sýnzt vel kristinn. En það eru margir aðrir kristnir hér, t.d. Gísli H. Friðgeirsson, Stefán Einar Stefánsson, Promecius, Ragnar Geir Brynjólfsson Ruth777 o.fl. konur, Jón Hjörleifur Stefánsson og fróðleiksmaðurinn  Ólafur Haukur Árnason – að ógleymdum öllum prestunum, maður! – séra Kristjáni Björnssyni og Guðmundi Jónssyni (báðir í Vestmannaeyjum), séra Svavari Alfreð og sennilega einhverjum í viðbót!

Jón Valur Jensson, 4.1.2008 kl. 23:36

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

hmmm ... Jóhanna mín, áttu ekki við mest andkristna bloggarann? Ég hef þekkt Dokksa afar lengi og höfum við oft tekist á, en kristinn er hann ekki frekar en skrattinn sjálfur ! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.1.2008 kl. 23:37

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég veit um þetta fólk Jón Valur, en taldi best að velja þá sem ég þekkti best til sjálfur.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.1.2008 kl. 23:38

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mér finnast fróðleg blogg skemmtilegust, og því kýs ég konuna þína, Haukur! Bryndís Böðvarsdóttir bænamær tranar sér ekki mikið fram, en leynir afar mikið á sér og kemur skemmtilega á óvart, einmitt sem kvenguðfræðingur, vegna efnislega mjög vel grundaðra greina hennar.

Jón Valur Jensson, 4.1.2008 kl. 23:42

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég geri það Pétur, þar á meðal þig.  ;)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.1.2008 kl. 23:45

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir það Jón Valur, mér þykir afar vænt um það. Enda er ég afar heppinn að vera svona vel giftur.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.1.2008 kl. 23:46

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Búin að bæta nokkrum við, en það verða ekki fleiri vegna þess að þá verður þetta ALLT of langt!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.1.2008 kl. 23:51

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Of seint Pétur, þú getur ekki afneitað eðli þínu!  ;) hehehe ...

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.1.2008 kl. 23:52

13 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Æ, fyrirgefðu mér, góði GuÐsteinn, að nafnið þitt skolaðist svona til í höfðinu á mér.

Greta Björg Úlfsdóttir, 4.1.2008 kl. 23:58

14 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

hehehe ... ég er alltaf að lenda í því kæra Greta. Allt í góðu ! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.1.2008 kl. 00:00

15 Smámynd: Árni þór

Gott hjá þér Jón Valur að nefna alla hina

Eitt er víst ég mun ekki skemmta skrattanum

Árni þór, 5.1.2008 kl. 00:18

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Fyrir þessa athugasemd Árni Þór ertu hér með kominn á listann !  ;)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.1.2008 kl. 00:22

17 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég þekki ekki marga Kristna bloggara en mér finnst þú Guðsteinn. Vera yndælis maður og því vel ég þig.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.1.2008 kl. 00:53

18 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

En Anna Karen? 

Annars er ég ekki hrifin af því að gera upp á milli fólks, allir eru svo skemmtilegir stundum. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 5.1.2008 kl. 00:55

19 Smámynd: Árni þór

kærar þakkir Guðsteinn,

og vel á minnst ég var að koma af öflugri samkomu í Vonarhöfn í Hafnarfirði, fór reyndar ekki á lækningasamkomuna sem ég var búin að auglýsa nýlega í Fjölbraut Garðabæ þannig að ég get ekki sagt að svo komnu hvað gerðist en ætla að fara kl 10 í fyrramálið og annað kvöld kl 20.00

 

Árni þór, 5.1.2008 kl. 00:56

20 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn. Nú það hefur nú verið hressilegt fjör hjá þér. Eins hefur verið svaka fjör hjá Jóni Val. Því miður hef ég ekki getað tekið þátt þar fyrr en núna. Þegar ég er að lesa blogg hér og þar hjá þeim sem flokkast ekki í "ofstækishópnum" ber nafn Jóns Vals oft á góma. Hann virðist vera mjög vinsæll hjá þeim  Skila auðu  Guð blessi ykkur öll.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.1.2008 kl. 00:57

21 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gunnar Helgi - takk innilega, sama get ég sagt um þig.

Árni Þór - kona mín var að koma af samkomunni í Garðabæ, ég var grasekill á meðan og var að mála herbergi dóttur minnar. En hún var afar ánægð og fer ég sjálfur á sunnudaginn kemur í Kristkirkju á lækningasamkomnu. Gaman væri að sjá þig þar. 

Nanna, góður punktur, en listinn er afar langur orðinn og ég held að hún Anna mín fyrirgefi mér það. 

Rósa - skila auðu? Akkuru?  

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.1.2008 kl. 01:18

22 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Hæ kæri Guðsteinn. Ég get ekki gert uppá milli en þú ert samt alveg rosa flottur. Það er búið að vera gaman að heimsækja þig og fjörið með Jóni Steinari gleymist ekki alveg á næstunni

Guð blessi þig

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.1.2008 kl. 01:30

23 Smámynd: Árni þór

Já Guðsteinn það getur vel verið að ég komi á sunnudagskvöldið ef ég verð ekki grasekill heima með börnin

Árni þór, 5.1.2008 kl. 01:58

24 Smámynd: Linda

ég neita að gera upp á milli, því mér þykir afskaplega vænt um öll þau skrif sem Kristnir koma með, er ekki alltaf sammála öllu, en mér þykir svo yndislegt að sjá fólk koma út úr trúarskápnum og skrifa.  Knús dúllur.

Linda, 5.1.2008 kl. 02:11

25 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Mér finnst þú gleyma mér vinur en þar sem ég hef ekki bloggað beint um kristni þá er ekkert skrýtið að ég sé ekki þarna en af þeim sem eru í boði eru þú og Linda(Vonin)en það er alveg eins líklegt að ég láti meira til mín taka í umræðum um kristni.

En gleðilegt ár vinur.

Magnús Paul Korntop, 5.1.2008 kl. 02:13

26 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Rósa - Guð blessi þig líka.

Árni - ég þekki það .... 

Linda - trúarskáp? hehehehe ... góð! 

Maggi - hárrétt hjá þér og hef ég leiðrétt þau leiðu mistök! 

En bara svo að það sé á hreinu þá er ég EKKI að efna til neinnar vinsældarkeppni, þetta er aðeins könnun á viðhorfi manna. Ég hafði mig og konu mína þarna með því við erum bæði kristnir bloggarar eins og öll hin sem ég taldi upp. 

En ítreka að fólk kjósi hérna vinstra megin á síðunni! Það eru bara kominn 9 atkvæði!! Pfffff..... !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.1.2008 kl. 03:04

27 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sæll aftur, - auðvitað voru þetta öfugmæli með DoctorE, en hver veit svosem hvort hann kemur einhvern tímann út úr skápnum ? 

Ég held nú að meirihluti bloggara séu kristið fólk þó oft hafi hin ókristnu hátt og get ómögulega gert upp á milli hver sé ,,skemmtilegastur" ..að minnst kosti þarf ég að fá meiri tíma til að skoða.. Þú kemur auðvitað sterkur inn!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.1.2008 kl. 10:44

28 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Alltaf er það umræðan um kristnina sem fær fólk til að tjá sig.

Til hamingju Guðsteinn með framtakið og Guð veri með þér.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.1.2008 kl. 11:21

29 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eru ekki 90% bloggara kristnir samkvæmt staðlinum? Hvað með Ellý Ármanns eða Hannes Hólmstein? Nú...eða mig? Ég er víst enn skráður í þjóðkirkjuna.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.1.2008 kl. 11:22

30 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég kýs DoctorE. Hann er enn í þjóðkirkjunni. Það myndi að sjálfsögðu kitla hégóma hans líka.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.1.2008 kl. 11:25

31 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Af þeim, sem eru með Dogmatíska þráhyggju mundi ég þó Velja Gulla Dóra, sem trúir bæði á Guð og Manchester United.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.1.2008 kl. 11:43

32 Smámynd: Mofi

Þótt það er óþægilegt að velja einhvern einn fram yfir annann þá kýs ég hann Tryggva. Hann fjallar um alls konar skemmtilega hluti eins og vísindamanninn Telsa og margs konar pólitísk mál út frá kristnum sjónarhóli. Hann fær mitt atkvæði: http://daystar.blog.is/blog/daystar/

Mofi, 5.1.2008 kl. 11:52

33 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Já nú ert vont að velja,sko skemmtilegasti Kristni bloggarinn og svo hvort ég eigi að velja besti.Svo ég ætla að fylgja sjálfinu mínu og segja pass.Sumir góðir Kristnir bloggerar eru ekkert voða skemmtilegir að lesa en skrifa samt þarft mál.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 5.1.2008 kl. 12:04

34 identicon

Plúsinn við að vera trúfrjáls er að maður getur verið í öllum söfnuðum, svona eftir því hvernig liggur á manni :)

Hvar er Anna vinkona eiginlega.. eða bara Gréta, eru þau ekki sannkristinn(Ekki sóknarbarn ;) ) eða hvað..
Sannlega segi ég yður að þeir fyrstu munu verða síðastir og visa versa í þessu

DoctorE (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 12:05

35 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jamm Mofi. Hann er sannarlega verður kandídat. Heldur úti síðu, sem heitir svarti listinn. Metur gæði fatnaðar eftir fjölda hauskúpa á honum og finnst Rob Zombie vera best klæddi maðurinn hér á jörðu á. 

Hann vill einnig eiga ljón sem gæludýr, finnst Spiderman svalur og vinir hans telja hann hrokafullann.  "Tilvitnun í kandídatinn: Mér finnst ósnortinn hluti kvenna, ætti að vera meiri í stjórnmálum."

Sýnist þetta vera shure winner.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.1.2008 kl. 12:08

36 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er algjört leyndó hvað ég hugsa í þessum efnum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.1.2008 kl. 12:20

37 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef allt þetta fólk fær í gullsölum himnanna gist

sem gerir sér mat úr að nugga sér utan í Krist

Því hlýtur sú spurning að vakna hvort mikils sé misst

þótt maður að endingu lendi í annarri vist.

Jón Helgason.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.1.2008 kl. 12:38

38 Smámynd: Ruth

Ég vil ekki velja einn umfram annan hér, þið eruð mér öll dýrmæt systkin og það er svo gott hvað við erum öll ólík en tengjumst í Kristi

Ruth, 5.1.2008 kl. 12:45

39 identicon

Sæll Guðsteinn minn.

Einmitt, eitthvað svona til þess þó ekki sé nema að jafnvægisstilla fólk af í öllu sínu KARPI UM TRÚ.

það eru svo margir/ar góðir/ar og skemmtilegir/ar að úr vöndu að ráða.ef ég fengiað ráða þá væru 7 í fyrsta sæti.En ég ætla að öllum öðrum ólöstuðum  að kjósa.

LINDA----VONIN.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 12:47

40 Smámynd: Mofi

Jón Steinar, þetta er spurning um hver er skemmtilegasta kristni bloggarinn, ekki hver er næst rétt trúnaðinum.

Mofi, 5.1.2008 kl. 14:43

41 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl öll. Hér er alltaf skemmtilegt, mikið fjör og mikið grín og svo blæs stundum hraustlega en það er nú alveg nauðsynlegt. Ég sé að Þórarinn vinur okkar hefur yngst um áramótin. Geturðu gefið okkur uppskrift. Endilega upplýstu okkur.  Þurfum við að kaupa hrukkukrem? Ruth var að tala um samkomur á höfuðborgarsvæðinu. Farðu inná síðuna hjá Árna Þór. þar eru magnaðar upplýsingar. ég er búin að lesa athugasemdir og þið eruð virkilega skemmtileg. Áfram með fjörið.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.1.2008 kl. 14:56

42 identicon

Ég held að Mofi taki þetta. Alltaf svo mikið að gerast hjá honum.

Bryndísar er einnig mjög góð. Mjög fræðandi og málefnaleg en mætti vera virkari.

En samt sem áður held ég að Jón Valur hafi rökfært flesta í kássu hérna af öllum kristnum bloggurum.

Annars kemur mér ekki a óvart að ég skuli ekki vera nálægur þessum lista þar sem ég geri lítið annað en að verjast ásökunum að vera ekki kristinn, eða það er, rétt-kristinn eins og nýleg nafnlaus athugasemd bendir á hjá mér. ....Kannski ég fari bara í rétttrúnaðarkrkjuna, það getur ekki klikkað!

Jakob (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 15:20

43 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vá, þvílík viðbrögð, ekki hef ég tíma til þess að svara öllum. En ég vil þakka öllum frábærar umræður, en góðar ábendiongar hafa komið fram hér, Gulla Dóra gleymdi ég alveg, þótt hann sé Man U maður grey kallinn.  Áfram Liverpool Jón Steinar!  ;)

Jakob, ég mun ræða við þig á þínu bloggi, en trúaðann tel ég þig vera. 

Ég og Bryndís mín erum að fara út að borða, við eigum nefnilega 11 ára brúðkaupsafmæli (í gær) og er ég búinn að plana eftirminnilegt kvöld.

Verið þæg á meðan.  :) 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.1.2008 kl. 16:29

44 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

til hamingju með brúðkaupsafmælið ykkar !

AlheimsLjós til þín

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.1.2008 kl. 16:42

45 identicon

Til hamingju!

Skemmtið ykkur vel!

Jakob (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 16:42

46 identicon

Mofi - Halkatla - Zeriaph - Jón Valur - Kiddi Kef - Vonin er mest skoðað hjá mér .

Allt samann fínustu blogg, en geri ekki mikið upp á milli þeirra að svo stöddu . 

conwoy (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 18:10

47 identicon

Ég ætla að leyfa mér að kjósa Rósu Aðalsteinsdóttur frænku mína - mér finnst hún þvílíkt dugleg að skrifa hérna inná og standa á sínu að það er aðdáunarvert!!!
Er samt alls ekki að hafna hinum - er örugglega hlutdræg vegna skyldleikans......samt finnst mér mjög gaman og uppörvandi að lesa alla þegar ég hef tíma til að vera í tölvunni......samt finnst mér vanta inná listann hana www.ruth777.blog.is

Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur yndislegt nýtt ár með yfirflæði af hamingju og gleði!!!

Ása (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 22:51

48 identicon

Ég er nú ekki beint víðlesinn á hina kristnu bloggara mbl en hef þótt hugleiðingar Jakobs Ævarssonar skemmtilegastar að lesa.

. (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 00:12

49 identicon

Sæl Rósa mín.

Þetta með ynginguna er eiginlega ekkert leyndarmál. Ég fór með bæn sem er svona.

Það leysir allan vanda,

að vera úngur í anda.

( Og áður en ég vissi af var komin önnur ásjóna í bloggheima.)    Rósa mín.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 00:13

50 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ég tek undir með Ástu, ég ætla líka að leyfa mér að kjósa Rósu frænku... og Guðstein, aðra þekki ég ekki nógu vel til að draga þá í dilka.

Svona "keppnir" eru ágætar svo framalega sem ekki er kosið um hver sé mesta fíflið en ég held að það búi góður hálfviti í hverjum manni og óþarfi að fara að metast um það.

Benedikt Halldórsson, 6.1.2008 kl. 00:55

51 identicon

ÉG BÝÐ MIG FRAM Í hálfvitakeppnina MEÐ HEILUM HUGA.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 01:27

52 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ég byggi þessa hálfvitakenningu mína á eigin reynslu og það er alls ekki víst að hún eigi við um alla!

Benedikt Halldórsson, 6.1.2008 kl. 02:30

53 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Úff! Maður maður. Þið eruð biluð öll sömul upp til hópa! Ef Grýla væri á lífi þá væri hún búin að skella ykkur öllum í pokann sinn og sjóða úr ykkur kæfu sem myndi duga henni og Leppalúða fram að næstu jólum.

Elska ykkur samt.

Gangið á Guðs vegum. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 6.1.2008 kl. 02:46

54 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Halló halló. Gylfi en hvað með sveitapennan þinn?  Shalom

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.1.2008 kl. 03:28

55 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

...spurning hvort að Guðsteinn leiði þessa könnun af því að hún er á síðunni hans?

Páll Geir Bjarnason, 6.1.2008 kl. 03:44

56 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Ég kaus Mofa. Vitleysingjar hafa alltaf svo mikið skemmtanagildi

Páll Geir Bjarnason, 6.1.2008 kl. 03:46

57 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Páll Geir. Nei Guðsteinn er á titilinn alveg skilið. Hann er alveg MAGNAÐUR.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.1.2008 kl. 10:45

58 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl öll. Mikið er gaman að lesa athugasemdirnar. Hér er mikið fjör og mikið grín og ég elska að vera þar sem er fjör. Benni kom með fyndna athugasemd en ég tek undir að það er hálfviti eða prakkari í öllum. Þórarinn alveg tilbúinn að taka þátt í þannig keppni og svo kórónaði Gunnar Páll þetta allt og ég skellihló. Það er sko ástæða til að líta hér inn því hér er mikið fjör og mikið grín. Áfram með grínið

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.1.2008 kl. 10:55

59 Smámynd: Jeremía

Ég kýs Jón Val

Jeremía, 6.1.2008 kl. 13:59

60 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og ég sem gleymdi (og ætlaði þó) að nefna Magnús Inga Sigmundsson sem einn hinna ágætustu, kristnu vefritara, en síða hans er m.a. mjög öflug í lífsverndarmálunum. Kærar þakkir fyrir það, Magnús, og gleðilegt ár, með þakklæti fyrir það gamla.

Jón Valur Jensson, 6.1.2008 kl. 14:54

61 identicon

Búin að kjósa.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 17:35

62 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Rósa. Tala aldrei um að hann sé slæmur. Geri einfaldlega ráð fyrir að það séu hans lesendur sem heimsæki síðuna hans

Páll Geir Bjarnason, 6.1.2008 kl. 17:35

63 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ekki skil ég af hverju Palli Kokkur er svona pirraður, en ég hef tekið sjálfan mig út úr þessari könnun vegna ég er aðeins of hlutdrægur í þessu á eigin bloggi. Eins og Páll Geir benti nú réttilega hans þótt ég sé engan veginn sammála orðalag hans. En Magnús ingi er kominn inn og er hann einn af betri pennum í bloggheimum, og mæli ég eindregið með að fólk skoði skrifinn hans.

Benni, ég er ekki að setja þetta upp sem að kjósa hálfvita, en skil ég samt hvað þú ert að fara.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.1.2008 kl. 17:59

64 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl öll. Páll Geir ég skildi þig alveg og ég gat ekki lesið neitt neikvætt í athugasemdinni þinni. Ég hafði bara gaman af athugasemdinni en notaði tækifærið og sagði bara eins og mér fannst og finnst að Guðsteinn vinur minn er Magnaður. Svo er Jón Valur flottur því það eru allir að tala um hann, það hlýtur að vera út af því að hann er líka Magnaður. Áfram með fjörið.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.1.2008 kl. 18:49

65 Smámynd: Halla Rut

Ertu að spyrja hver er "skemmtilegastur" í þeirri merkingu, hver kemur okkur mest til að hlægja og hver skemmtir okkur mest eða á fólk að kjósa þann sem þykir besti "trúboðinn". 

Ég spyr því ég get ekki séð að neinn á þessum lista hjá þér sé sérstaklega spaugsamur og eru flestar síðurnar frekar alvarlegar. Ég hef t.d. aldrei séð Jón Val skrifa neinn einasta brandara. Ég bara skil ekki hvernig á að kjósa einhvern af þessum lista sem einhvern sem er skemmtilegur....

Ég kaus Lindu því hún er yndisleg manneskja og mikill mannvinur, fann engan sem var "skemmtilegur" í því skyni að síða þeirra hafi einhvern tíman skemmt mér eða fengið mig til að hlægja.  

Furðuleg kosning þetta.... 

Halla Rut , 6.1.2008 kl. 22:38

66 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég held við ættum að taka eftir þessum orðum Höllu Rutar. Kristnir menn eiga helst að hafa skopskyn, ekki bara úthluta farmiðum til helvítis (og himnaríkis, en það er þó skárra!)

Flestir ofangreindir bloggarar geta gert að gamni sínu, mættu kannski gera meira af því, á blogginu, kannski gera þeir mikið að gamni sínu meðal vina og kunningja. 

Ég verð að játa að ég hef ekki lesið marga af ofangreindum bloggurum, en þeir sem ég hef lesið eru allir ágætir hver á sinn hátt.

Styrkur bloggsamfélagsins er einmitt fjölbreytileikinn.

Nafnlaus blogg eiga ekki að sjást meðal þeirra sem vilja kallast kristnir, svo ég nöldri aðeins meira. Mé var kennt að það væru góðir mannasiðir að kynna sig, vilji menn taka þátt í umræðum, hvort sem það er í net- eða kjötheimum. 

Theódór Norðkvist, 6.1.2008 kl. 23:18

67 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Langt frá því að vera pirraður, finnst Guðsteinn afbragðsbloggari. Full passívur fyrir minn smekk og því ekki sérstaklega átakamiklar orðræður. En það eru bara meðmæli með honum sem persónu.

Páll Geir Bjarnason, 6.1.2008 kl. 23:24

68 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

...en ég er samt ekki kokkur. Hvaðan hefurðu það Guðsteinn?

Páll Geir Bjarnason, 6.1.2008 kl. 23:25

69 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég hafði varla áttað mig á því hvað eru margir skemmtilegir kristnir bloggarar, samt skilst mér að Guðsteinn hafi gleymt mörgum.  Aðvitað er hægt að meta kristna bloggara út frá fleiri en einni mælistiku eins og Halla Rut bennti réttilega á.  En hér er spurt um skemmtilegasta bloggarann og ég held mig við það. Þetta uppátæki Guðsteins er bæði frumlegt og skemmtilegt og hann fær, að öðrum ólöstuðum, mitt atkvæði fyrir það.

Sigurður Þórðarson, 7.1.2008 kl. 00:01

70 Smámynd: Janus Hafsteinn Engilbertsson

Guðsteinn Haukur, nú fórstu illa að ráði þínu, gleymdir mér. Og ég sem hélt mig vera þann skemmtilegasta. Væri fæddur grínari. Og því til stuðnings að það sem ég hef skrifað hér, undirstrikar það, að ég reiti af mér guðlega brandara í stuttum og kjarnyrtum texta. Enda hef ég séð mig sem uppistandara á himnum, að skemmta frelsuðum í eilífðinni.

En þar sem ég er ekki nefndur á nafn hjá þér, Guðsteinn minn, þá bið ég þig að lesa skrif mín aftur, og þá sem þetta lesa, lesi skrif mín,  þá veit ég að þú og þig munið skipta um skoðun og komast að þeirri niðurstöðu að ég er ókringdur konungur kristinna grínara.

Fyrirgefðu afskiptasemina, minn kæri vinur, og sjáðu til, að einnig í þessari gagnrýni er og líka mikið "djók."

Kær kveðja og Guð blessi þig og alla kristna bloggara,

Janus.

Janus Hafsteinn Engilbertsson, 7.1.2008 kl. 00:01

71 Smámynd: Halla Rut

Var nú að lesa blogg þitt Janus og fannst það allt annað en skemmtilegt og svo hefur þú nú ekki skrifað neitt í meira en mánuð. Síðasta blogg þitt er langloku endurtekning úr Biblíunni, kannski finnst þér það eitthvað grín.

Halla Rut , 7.1.2008 kl. 00:27

72 Smámynd: Júdas

Það er Jón Valur ekki spurning.  Engin svik þar á ferðinni.

Júdas, 7.1.2008 kl. 00:43

73 identicon

Guðsteinn minn,ég er afar þakklátur fyrir þetta framtak þitt.

En einhvers staðar verð ég að vera,öll höfum við jú hlutverk. Ég bauð mig fram á háfvitalistan,nú ef að það dugir  ekki er ég tilbúinn að bugta mig en neðar og það er á KVARTLISTANN,en neðar býð ég mig ekki.Þetta með KVARTLISTANN ,er alls ekki svo VITLAUST,ég held að þar geti maður setið í ró og næði,röflað og KVARTAÐ YFIR ÖLLU OG ENGU,og haft það svona yfirmáta gott til orðs og ÆÐIS. 

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 01:20

74 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Hæ Tinnsl. Ég veit að þú varst að grínast en hann Jón Steinar hefur góðan mann að geyma þó að það sé gustur í kringum hann. Fyrstu kynni mín af honum voru virkilega fyndin og verða mér minnisstæð  Ég hef fengið þau forréttindi að kynnast honum og margt sem hann er að skrifa  þykir mér mjög skemmtileg og fræðandi. Jón Steinar benti mér á sálma sem hann orti. Ég kolfell fyrir sálmunum. Þeir eru svo fallegir að ég á engin orð til að lýsa þeim og tilfinningunni þegar ég las þá fyrst. Það verður að vera fjör á blogginu og við verðum öll að læra að skiptast á skoðunum þannig að við séum ekki að særa neinn. Við þurfum öll að læra að bera virðingu fyrir hvort öðru og þá meina ég þetta líka til mín. Friðarkveðjur.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.1.2008 kl. 03:20

75 identicon

Jón Steinar rúllar þessu upp.. sannkristinn er maðurinn í hugsun og hegðun.. veltir niður musterum og lætur í sér heyra.. hefur áhrif á trúaða sem ótrúaða með sínum skrifum og hræðir faríserana sem vaða í villu í þrætu um teksta.. skemmtilegur penni er hann og.

Jón Steinar fær mitt atkvæði

Björg F (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 07:00

76 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jamm, tjamm, Jón Steinar er býsna heitur...  þetta fer að verða spennandi! Hef lesið kristindóminn milli línanna hjá honum og jafnvel í línunum sjálfum.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.1.2008 kl. 10:03

77 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Janus - skil ég vel kaldhæðni þína og átti ég hana skilið. Enda hef ég bætt þér inn.

Páll Geir, fyrirgefðu mér ég mismælti mig, ég var að meina að Gunnar Páll Gunnarsson,  væri pirraður ekki þú!! 

En ég þakka rosalegar undirtektir. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.1.2008 kl. 10:53

78 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég mun birta niðurstöðurnar í næstu viku. Og að gefnu tilefni er Jón Steinar ekki í boði heldur, hann er í sama flokki og Dokksi, þótt ég kunni samt afskaplega vel við hann Jón Steinar minn og Dokksa, en öfgarnar þoli ég ekki hjá þeim kumpánum.   ;)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.1.2008 kl. 11:50

79 identicon

Ég er ekki öfgamaður, ég vil sama frelsi fyrir alla óháð hvaða súperkarl menn eru með eða ekki og það getur ekki talist sem öfgar

DoctorE (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 13:29

80 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

"Ekki öfgamaður" ... hehehe ... já einmitt - það þarf nú ekki annað en að skoða bloggið þitt kæri ven. Þá sér hver heilvita maður öfgarnar í þessu hjá þér.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.1.2008 kl. 13:59

81 Smámynd: halkatla

mér finnst þið öll alveg hrikalega æðisleg (sem ég hef lesið eftir) og get ekki gert uppá milli þín og Lindu (bara sem dæmi) en ég get samt valið Jón Val, vonandi verður ekki allt vitlaust yfir því, mér finnst hann bara snillingur (stundum)

halkatla, 7.1.2008 kl. 14:22

82 Smámynd: Theódór Norðkvist

Jón Valur skrifar fínar færslur, yfirgripsmiklar og ljóst að hann býr yfir mikilli þekkingu á viðfangsefnunum. Hann hefur auk þess gott vald á íslenskunni, sem er mikill kostur og nauðsynlegt fyrir fræðimenn eins og hann.

Theódór Norðkvist, 7.1.2008 kl. 14:54

83 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Eru engir öfgamenn á þínum lista Guðsteinn Haukur ?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.1.2008 kl. 15:17

84 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sammála Teddi, Jón Valur er flottur, og ber ég mikla virðingu fyrir honum. Enda gerði ég þessa könnun vegna þess að ég sá að hann var alls staðar nefndur í neikvæðri merkingu, víða um bloggheima er skrafað um hver er skemmtilegasti bloggarinn, og var Jón Valur alltaf nefndur sem eins konar illmenni. Þetta fór alveg í mínar fínsustu og var þessi færsla mitt andsvar við því. Þetta er hin raunverulega ástæða fyrir þessu öllu og vona ég að það hafi tekist, því ég veit að allir eru ekki sammála þesu framtaki mínu - sérstaklega trúsystkyni mín.

Anna Karen - ég vona að þú fyrirgefir að þú varst ekki með ! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.1.2008 kl. 15:24

85 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nei, ekki eftir að ég tók mig sjálfan út Jóhanna  ;) hehehe .. en ég vil ekki dæma neinn 'öfgamann' þannig ég veit það bara ekki !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.1.2008 kl. 15:25

86 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ætli umferðin á bloggsíðunum sé ekki ólygnasti dómarinn? Ef bloggin eru lesin af mörgum og fá mikið af athugasemdum, þá er ljóst að þau blogg þykja a.m.k. áhugaverð. Þar hefur Jón Valur vinninginn.

Mörg svokölluð dægurmálablogg eru reyndar vinsæl, þ.e. blogg sem fjalla mest um léttvæg málefni, Britneys Spears og svoleiðis. Jón Valur fjallar um fóstureyðingar, trúmál og alþjóðastjórnmál og tekst að kalla fram miklar og oft ágætar umræður.

Loks tek ég undir, að hér eru margir ágætir bloggarar sem eru ekki mikið lesnir, en leyna á sér.

Theódór Norðkvist, 7.1.2008 kl. 15:56

87 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Afhverju tókstu sjálfan þig út -  er það löglegt ?    Mér finnst þú ekki öfgamaður, vil taka það sérstaklega fram. Það dæmir hver fyrir sig hvað hann telur öfgamenn.

Spurningin var á stríðnisnótum og þú þarft ekki að svara.

Hún var sett fram vegna þess sem þú sagðir um DoctorE og Jón Steinar og viðbragða Doctórsins sem telur sig ekki öfgamann frekar en margir aðrir...  Hver sér sig með sínum gleraugum!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.1.2008 kl. 16:13

88 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hárrétt Teddi minn, til eru margir góðir og þar á meðal þú! Þú leynir á þér alveg eins og Linda og aðrir.

Jóhanna - ég var bara að hrekkja þig líka! ;)  En mér fannst ekki við hæfi að framkvæma könnun og hafa mig sjálfan með, það er ekki alveg hlutleysi. En rétt er það sem þú segir: "hver sér með sínum gleraugum".  ;)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.1.2008 kl. 17:28

89 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég var reyndar að bæta við:

Bloggvinur - flower Flower

Í könnunina, ég virkilega skammast mín fyrir að hafa gleymt henni! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.1.2008 kl. 18:43

90 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn. Ég einmitt hef tekið eftir þessu líka með Jón Val að fólk er mikið að vitna í hann í neikvæðri merkingu. En þetta fólk mætti vera ánægt með sig ef það væri með tærnar þar sem Jón Valur er með hælana núna en hann er á fleygiferð svo ef einhver ætlar að reyna að ná honum verða þau að gefa í. Jón Valur skrifar nauðsynlegar greinar, segir sannleikan á hnitmiðaðan hátt og Guð hefur gefið honum miklar talentur og strákurinn er þræl gáfaður. Ég er alveg sannfærð að hann er á réttri braut og það er þess vegna sem þessi neikvæðu skrif eru um hann. Ég vona að Jón Valur láti þessa vitleysu sem um hann er skrifað út um hitt því það sem er skrifað um hann er heimskulegt. Núll stjörnur fyrir svoleiðis skrif. Shalom 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.1.2008 kl. 19:01

91 Smámynd: Janus Hafsteinn Engilbertsson

Minn kæri Guðsteinn. Hafi ég verið að gera grín af einhverjum, þá var það ég sjálfur og þannig hélt ég að þetta yrði skilið. Ef að þú hefur skilið þetta sem kaldhæðni í þinn garð, þá get ég sagt þér það, að það var aldrei í huga mínum að gera lítið úr þér, og þinni skemmtilegu grein, um skemmtilegasta kristna bloggarann, enda átt þú það ekki skilið frá mér.

Mér fannst þetta bara sniðugt, að setja sjálfan mig í þetta sæti, vegna þess að ég hef aldrei látið mér detta það í hug, að reyna að vera skemmtilegur þegar ég skrifa, heldur bara að reyna að koma orði Guðs til skila eins og það liggur á hjarta mínu, enda hef ég reynt að læra þá reglu, að fara ekki lengra en ritað er.

Halla Rut, hitti kannski naglann á höfuðið, eftir að hafa lesið grínið um sjálfan mig. En hún sagði: "Var nú að lesa blogg þitt Janus og fannst það allt annað en skemmtilegt... Síðasta blogg þitt er langloku endurtekning úr Biblíunni, kannski finnst þér það eitthvað grín."

Í mínum augum, Guðsteinn minn, ertu frábær persónuleiki, góður penni og góður bróðir í Kristi, sem hefur mörgu sinnum glatt mig með skrifum þínum og skoðunum. Því þykir mér leitt ef ég hef sært þig með uppátæki mínu.

Kær kveðja, með bæn um blessun Guðs,

Janus.

Janus Hafsteinn Engilbertsson, 7.1.2008 kl. 21:33

92 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég tók asnarlega til orða því ég tók þessu sem gríni frá þér Janus og hafði mjög gaman að því! Þú særðir mig ekkert og var það fjarri mér að taka því þannig! Ég á bara til að vera doldið óorðhepinn og kom þessu bjánarlega frá mér! En ég ber ómælda virðingu fyrir þér kæri Janus og bera skrif þín merki um mikinn trúarlegann þroska sem ég vona að ég nái einhvern daginn.

Takk innilega fyrir innlitið og ég vona að þú hafir tekið eftir að ég bætti þér inná listann góða.  :) Guð blessi þig margfaldlega kæri bróðir! Þú, Jón Valur og Kiddi í keflavík eru þeir sem ég ber hvað mesta virðingu fyrir í bloggheimum.

Rósa - hjartanlega sammála og takk fyrr innleggið. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.1.2008 kl. 12:33

93 Smámynd: Flower

Nei bara búinn að bæta mér við Og ég sem var farin að halda að þér þætti ég svona leiðinleg Nei nei, hélt það ekkert, því að þú hefur gleymt mér fyrr og ég er farin að venjast því

Flower, 10.1.2008 kl. 12:43

94 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gleymt þér fyrr? Er ég alltaf að þessu Flower? Fyrirgefðu mér !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.1.2008 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband