Miðvikudagur, 17. október 2007
Vasaljósið hennar Yoko og plúralisminn
Það er ekki ofsögum sagt að þessi friðarsúla hennar Jóku Ó-nó (eins og vinkona mín benti mér á) sé friðarspillir. Hún vekur upp lægstu hvatir manna og upp kemur "cutthroat" pólitík sem Ísland hefur sjaldan séð. Lennon heitin og Jóka voru helstu talsmenn plúralista vorra tíma. Þeirra hugmyndir um Guð fálust í því að öll trúarbrögð væru með sama Guðinn, sem ég mun aldrei nokkurntíma samþykkja.
En nú hefur Lennon sjálfur vitjað sonar síns, þ.e.a.s. Julians Lennons.
Samkvæmt þessari frétt frá vísi:
Julian, sem vinnur nú að kvikmynd í Ástralíu, ákvað að taka þátt í trúarathöfn með frumbyggjum þar í landi þegar höfðingi frumbyggjanna rétti honum hvíta fjöður sem gerði hinn 44 ára Julian gjörsamlega orðlausan.
Samkvæmt heimildum Daily Express á Lennon að hafa sagt við son sinn að ef eitthvað kæmi fyrir hann ætti hann að leita að hvítri fjöður því hún væri merki um að hann liti eftir honum.
Anna Karen vinkona, hefur ítrekað bent á skaðsemi þessarar ljósastiku með góðum og fræðilegum greinum sínum, án þess að ég lagði saman 2 og 2. Það er eitthvað langur í mér fattarinn þessa daganna, að sjá ekki hvað hún var að benda réttilega á. Eins og ofangreind frétt frá vísi sýnir og sannar, þá er ekki alveg í lagi hjá þessu fólki. Er ekki nóg að fólk trúir því ennþá að Elvis sé á lífi?? Þarf að bæta Lennon í safnið?? Var ekki sagt að Lennon hafi verið "meðal þeirra" þegar kveikt var á fryggðarsúlunni?
Jókó Ónó (ónei) er ekki lengur plúralisti, hún er orðinn spíritisti og það verra hún er búinn að blanda þessu í einn stórann óskiljanlegan graut!
Hugmyndin er stolinn/lánuð - að minnsta kosti ekki ný!
Sem listamanni finnst mér eitt ófyrirgefanlegt (en það er bara ég), það er að stela hugmyndum. Hver man ekki eftir að svona ljós voru tendruð í minningu þeirra sem létust 9/11. Þá voru tvö ljós tendruð á þeim stöðum sem tvíburaturnarnir stóðu áður. Það er auðséð hvaðan hugmyndafræðin er kominn og var þetta ENGAN veginn hugmyndin hennar Jóku. Bara svo það sé á hreinu.
Það fyrsta sem ég lærði í myndlistarskóla var þessi meginregla:
Þú skalt aldrei kópera það sem þú ætlar að skapa.
Það er sköpunin sem gerir þig að listamanni, því hvaða auli sem er getur kóperað.
Og er ég þar af leiðandi ekkert sérstaklega hrifinn fyrir mína parta. Auk þess lítur þetta fyrirbæri út eins og geimveruárás.
Guð blessi Yoko Ónei og hennar fjölskyldu og megi ást Guðs geyma hana.
Guð blessi ykkur og þakka ég lesturinn.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:49 | Facebook
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 588421
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson
Athugasemdir
Vá hvað ég er hissað á þessari færslu. Friðarsúla á landinu sem hefur engan her. Er nokkuð fallegra en það. Mér finnst bara frábært að hafa ljós sem minnir mann á eitthvað gott og fallegt. Hennar hugmynd eða ekki, þetta hefur fallegan boðskap og tilbang.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 17.10.2007 kl. 14:21
Fyrst þú segir svona lagað um trú annars fólks þá geturðu ekki kvartað undan því að fólk kalli trúna þína heimskulega (sem hún sannarlega er).
Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.10.2007 kl. 14:28
Það má líta þannig á það Nanna, en mér finnst það rosaleg einföldun, og ég er bara ekki sammála þér.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.10.2007 kl. 14:32
Takk fyrir þetta Hjalti minn, og ertu virkilega hissa á að trúaður tali illa um spíritisma? Þú af öllum ættir að vita betur og athugasemd þín dauð og ómerk.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.10.2007 kl. 14:39
Sæl Haukur, ég var rosalega hrifin af athöfninni þegar ég sá hana á TV. Hinsvegar, verð ég að segja eins og er, að þessi friðarsúla vekur mér engan frið, hún hangir yfir borginni sem lýsandi myrkra ljós dauðans, því hún er jú tendruð í nafni þess sem er dauður. Þetta kukl ljós er bölvun á landið, sem betur fer verður ekki kveikt á því nema í örfáa tíma og bara til 7 des.
Það er bara eitt ljós, einn Guð og hann er lifandi, og ef einhver skildi ekki vita hvað hann heitir þá er "Jesú" nafnið "Yahshua" við hans fætur mun ég hvíla sál mína í hans nafni mun ég eiga von um líf, ekki dauða.
Með Guðs blessun.
Linda, 17.10.2007 kl. 14:47
Nákvæmlega Linda ! Takk fyrir þetta.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.10.2007 kl. 14:50
Mér finnst þetta ekki einföldun. Alls ekki. Bara þarf ekki að sverta eitthvað þegar fólk reynir að gera gott, hugsunin bak við þetta er bara falleg og það skiptir máli.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 17.10.2007 kl. 14:51
Það er þín skoðun Nanna mín. Ég áskil mér rétt til að hafa mína. Við verðum að vera sammála um að vera að ósammála að þessu sinni.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.10.2007 kl. 14:57
já þess vegna ættiru ekki að gera lítið úr minni skoðun og kalla hana einföldun. Mér finnst líka hroki að segja að það sé bara eitt ljós.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 17.10.2007 kl. 15:00
Nanna, það var ekki min ættlan að gera lítið úr þér og þinni skoðun, biðst velvirðingar á því. Ég skil þína skoðun mjög vel og virði hana við þig. En ég er bara ekki sammála þér, svo einfalt er það. Þurfum við öll að vera eins?
Og hvernig er það "hroki" að kalla þetta eitt ljós? Ég skil þig ekki alveg?
Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.10.2007 kl. 15:05
Það sem ég er að benda á er að ef þú segir að trú þessa fólks sanni að "það [sé] ekki alveg í lagi hjá þessu fólki" og að það sé "farið að tapa glórunni", þá geturðu ekki ætlast til þess að annað fólk tali ekki illa um trúnna þína (og jafnvel þá einstaklinga
sem aðhyllast hana).
Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.10.2007 kl. 15:12
Auðvita máttu hafa aðra skoðun, við erum sammála eins og þú sagðir um að vera ósammála.
Mér fannst hroki hjá Lindu að segja að það væri bara eitt ljós
"Það er bara eitt ljós, einn Guð og hann er lifandi, og ef einhver skildi ekki vita hvað hann heitir þá er "Jesú" nafnið "Yahshua" við hans fætur mun ég hvíla sál mína í hans nafni mun ég eiga von um líf, ekki dauða."
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 17.10.2007 kl. 15:15
Nanna, það er enginn hroki, ef ég tryði ekki því sem Jesú boðar "að hann er eina leiðinn til fóðursins" þá gæti ég ekki kalla mig Kristinnar trúar.
Það er einn Guð, ein leið, ein lausn, hún er í Jesú. Ef þú getur ekki sætt þig við það þá er það þitt vandamál. Vona að þú sjáir hið sanna ljós.
Linda, 17.10.2007 kl. 15:22
"föðurins"átti þetta að vera.
Linda, 17.10.2007 kl. 15:23
Hjalti,
Viltu að ég fari að benda á vantrúargreinar Hjalti? Þar sem þið valtið yfir allar skoðannir sem til eru nánast um trúmál? Sama hvað þær heita! Og ert þú þá marktækur samkvæmt þessum "rökum" þínum. Gagnrýni þín kemur úr hörðustu átt þykir mér.
Auk þess er varað við spíritisma um alla biblíuna, og sé ég ekkert eftir að tala illa um slíkt. Og ætti þú ekki að láta eins og það komi þér á óvart - maður með þína reynslu!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.10.2007 kl. 15:26
Það er engin hroki að segja ég trúi því að það sé bara eitt ljós. En að segja að það sé bara eitt ljós og það sé vandamál fyrir aðra að þeir sætti sig ekki að vera sammála þér er hroki.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 17.10.2007 kl. 15:28
Nanni, þinn hroki er yfirgengilegur, þú kallar Jesú lygara með orðum þínum, það er ein leið samanber orðum ritningarinnar, hér er Ensk þýðing með forngríksum texta bein þýðing. Ef þú ert Kristinnar trúar, þá er bara ein leið til föðursins og það er Jesú.
http://www.scripture4all.org/OnlineInterlinear/NTpdf/joh14.pdf
Það er bara EINN..punktur..enginn annar..BARA EINN.. "Yahshua" hetir hann.
Linda, 17.10.2007 kl. 15:34
Ha? kalla ég Jesús lygara? hvernig geturu sagt það? Meina ég þarf ekki að trúa að það sama og þú, ég virði samt þína trú og að þér finnist jesus eða guð vera þitt ljós. Fyrir mér getur ljós-ið verið eitthvað allt annað.
Ég veit ekki hvernig þú getur fengið það út að ég kalla Jesús lygara, þekki hann ekki einu sinni.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 17.10.2007 kl. 15:37
Nanna ef þú telur þig til Kristinnar trúar og hafnar um leið orðinu sem Jesú hefur gefið þér þá hafnar þú drottni og orðum hans, gerir lítið úr vilja hans og trúir ekki orðum hans. Því mætti ætla að þú telur Drottins orð vera lygi. Því mætti ætla að þú sýnir hroka með því að viðgangast ekki undir hans vilja eða orð, heldur farir þínar eigin leiðir. Kristinn trú er Jesú, engin annar Guð kemst þar að. Spíritismi eða pluralismi, "EKKERT" að hugsa þannig gerir lítið úr frelsaranum.
Linda, 17.10.2007 kl. 15:43
Ég tel mig ekki til kristnar trúar. Mér finnst margt fallegt við þá trú en ég er ekki sannfærð. Mitt ljós er í fólkinu, dýrum og nátturunni, það góða og fallega sem býr í öllu. Mér finnst ljósið hennar Yoko mjög falleg hugmynd og finnst maður eigi ekki að reyna gera eitthvað ljótt úr þegar fólk reynir sitt besta í að biðja um frið.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 17.10.2007 kl. 15:49
Nanna:
Fyrir mér getur ljós-ið verið eitthvað allt annað.
En ekki fyrir okkur og er það okkar skoðun sem þú ert að kalla hrokafulla og ert að gera lítið úr. Það er bara ein leið til föðurins, og það er í gegnum orð hans sem er Jesús sjálfur. Það er okkar skoðun Nanna og bið ég ykkur um að róa þetta aðeins.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.10.2007 kl. 15:54
Nanna, þú ert nefnilega plúralisti (samkvæmt þessum orðum hér ofar - ekki illa meint) eins og ég vitnaði til greininni og er ekki von að þæu takir þessu illa upp hjá mér. En hættum þessum þrætum og verum aftur sammála um að vera ósammála. ;)
Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.10.2007 kl. 15:57
Þess vegna kalla ég það hroki því hún fullyrti að eina ljósið væri Jesús og aðrir sem væru ósammála hefðu vandamál.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 17.10.2007 kl. 15:58
Nanna, þú hefur sagt það, þú telur þig ekki til Kristinnar trúar, þar með hefur þú ekki lágmark skilning á þeirri trú. (við sem trúum erum komin aðeins fram úr lágmarks skiliningi) Já það er margt fallegt enn það er líka agi í þeirri fegurð, og sannleikur sem tekur til náttúrunnar, fólksins og já dýra. Fólk (er ekki að tala um þig almennt) er gjörsamlega búið að sápu þvo Jesú til þess að þóknast sinni eigin heimsspeki, Jesú er engin hippi, þvert á móti, ég er búin að fá mig full sadda af slíku, ég virði við þig að þú sért hreinskilin í þinni afstöðu, hún er þá engin hræsni, eins og gengur og gerist oft á tíðum í þeim sem eru jóla Jesú trúar. Pax og friður Nanna. ok.
Linda, 17.10.2007 kl. 16:00
Nanna hin ekki kristna, hættu þessu þrasi, "Jesú sagði, ég vegurinn, sannleikurinn og lífið, Enginn kemur til föðurisins nema fyrir mig"..Er ég hrokafull fyrir að trúa þessu, Jesú er eina ljósið þannig er það bara.
Linda, 17.10.2007 kl. 16:04
Hvað hét gaurinn, Konstantín keisari eða eitthvað slíkt sem gerðist kristinn vegna einhvers draums sem hann dreymdi fyrir eitthvað stríð, gerði kristni að kvöð fyrir alla, allir drepnir sem ekki hlýddu því; brenndi öll skjöl sem ekki voru honum og hans mainstream kristni að skapi, hann valdi og hafnaði því sem átti að fara í bókina...
Er þetta ekki nokkuð rétt hjá mér... svona frá minni ;)
Annars segja flest ef ekki öll trúarbrögð að menn eigi að hatast út í þá sem eru ekki sammála þeim.
Það má vel deila um hver er með skoðun á hverju, er það þín skoðun sem þú færir fram eða er það skoðun þeirra sem skrifuðu bókina og allar bækur sem tengjast trúarbrögðum.
Annars er mér sama um þetta ljóst svo lengi sem ég þarf ekki að borga rafmagnið persónulega
DoctorE (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 16:09
nei, þú ert hrokafull að ætlast til að aðrir séu sammála þér og ef ekki eigi vandamál.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 17.10.2007 kl. 16:10
Nanna, ég trúi þessu, þetta er mín trú, mér er nákvæmlega sama hvort þú gerir það eða ekki, það breytir því hinsvegar ekki að Jesú er eina leiðin til föðursins bara af því þér líkar það ekki.
Linda, 17.10.2007 kl. 16:29
Þrátt fyrir það þér líki það ekki. Átti þetta að vera.
Linda, 17.10.2007 kl. 16:32
Okey Linda þú ert að misskilja mig, mér er sama hverju þú trúir mér ekki sama að þú segir að þeir sem eru ósammála þér eigi vandamál.
"Það er bara eitt ljós, einn Guð og hann er lifandi, og ef einhver skildi ekki vita hvað hann heitir þá er "Jesú" nafnið "Yahshua" við hans fætur mun ég hvíla sál mína í hans nafni mun ég eiga von um líf, ekki dauða."
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 17.10.2007 kl. 16:39
Nanna ég segi "þitt vandamál" ef þú getur ekki sætt þig við það.
Ku það vera vandamál fyrir aðra að trúa ekki á Jesú sem einu leiðina til föðursins, það er hinsvegar svo samkv. ritningunni enn þar sem ritningin vefst eitthvað fyrir þér þá vil ég benda þér á Jóhanness14:16.
Ég hinsvegar get ekki dæmt um það hvort þetta sé vandamál sem fólk vill taka alvarlega eða ekki, líf með Jesú eða endalegur dauði frá Guði....
Linda, 17.10.2007 kl. 17:12
Sorry Linda, svona hótanir myndi engin guð láta frá sér fara, engin vera með súpergáfur myndi setja svona fram nema ef hún væri ill... þetta er algerlega kristaltært og ætti ekki að vefjast fyrir neinum því þarna er farið fram á ánauð eða dauða... sama hvernig á dæmið er horft þá bara er ekki hægt að reikna það
Þetta segi ég ekki sem illmenni heldur tala ég bara af almennri skynsemi, þeim sem finnst ég vera vondur að segja svona, þeir eiga við raunverulegt vandamál að stríða
DoctorE (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 17:24
Lennon var heiðingi og skín það í gegn um hans texta. Um þetta þarf ekki að deila. Það að gera hann að einhverju öðru og meira er að dæla við nýöldina. Í hvað vísaði Yoko þegar hún var spurð um staðsetningu súlunnar??
Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 17.10.2007 kl. 18:56
DrE, vegna þess að þetta hentar ekki þinni heimspeki þá er þetta illt, þetta er mjög einfalt, engin kemur til föðurins nema fyrir Jesú. Þú hefur valið með að hafna Jesú eða ekki, þú kýst yfir þig sjálfur þinn dóm. Jesú er með opið hús. Við eigum öll boðskort, hvort þú notar þitt eða ekki, er einfaldlega undir þér komið, ef þú samþykkir boðið þá ætlast til þess að þú fylgir reglum hússins, varðandi framkomu, umgegni og siðferði, þér er hinsvegar fyrirgefið fyrir að klúðra málum þínum af og til, sakir þess þú er í húsi Guðs. Kjósi þú að hafna þessu boði þá er það einfalt þú hefur hafnað Guði (Yashuha)þar með er engin fyrirgefning, heldur eilífur dauði.
Svo, þetta er bara mjög réttlát, ég meina, ef þú brýtur lög hér á landi, þarft þú ekki að sæta dómi? Eða, ætlast þú til þess að þú fáir að gera bara nákvæmlega það sem þig langar til þess að gera og lúta ekki afleiðingum...? Vitanlega ekki, hvers vegna ætlast þú til þess Guð lúti því þínum vilja?
Ég segi við þig eins og Nönnu, það er ein leið, hún er í Jesú...því færð þú ekki breytt, bara af því þér líkar það ekki.
Linda, 17.10.2007 kl. 19:23
Þú nærð ekki því sem ég er að segja, ég er að segja að það sem trúarrit boða mekar ekki sense, það er ekki séns að þessi rit séu komin frá fullkomni veru, sá sem segir það er einfaldlega að gera lítið úr guði sínum.
Ég er ekki að leggja mat á Jesú ég er að leggja mat á trúarrit sem eru skrifuð í kringum hann og þau einfaldlega eru senseless frá a-ö því þau ætlast til að við séum eins og villimenn dansandi í kringum totempole, það er ekki séns að einhverjir guðir nema illir séu fari fram á slíkt.
Það eina sem alvitur og góður guð myndi vilja er að fólk lifi lífinu lifandi án tilbeiðslu og fáránlegra laga.
Kannski er rétttara að segja ofurtrúarfólk hina raunverulegu heiðingja, brjótið málið niður og spáið í hlutunum, myndi alvöru guð henda í menn einhverja bók sem stór hluti manna getur engan vegin trúað á... skrifað í fornöld, sigtað og síað af ráðamönnum og sigurvegurum þess tíma, væri það ekki móðgun við gáfur manna að ætlast til þess að menn gleyptu við þessu dæmi.. ekki spurning
DoctorE (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 20:00
Dre, ég skildi þig vel, ég hinsvegar á bók sem er lifandi, áþreifanlegur kærleikur, leiðbeisla og kennsla frá Guði til manna, hann hefur mjög skýrar leiðbeiningar, og þær breytast ekki, af því við viljum hafa Guð svona, Guð verður að vera eins og okkur hentar, Guð er einfaldlega algóður, enn hann dæmir samt, frá því verður ekki komist.
Kuklið sem súlan er, hefur með hégóma og mannadýrkunn, þetta er líkneski til tilbeiðslu, það verður engin friður nema fyrir Jesú, þessi súla er bara ljós sem boðar villu og nýaldar kukl. Boðskapurinn er jú fallegur, en Jesú var með lausnina á friði..við (maðurinn almennt)hefur kosið að fara ekki eftir því, þar erum við öll sek.
Ein leið ...Yashuha..
Linda, 17.10.2007 kl. 20:19
Vá mér líður eins og ég sé að lesa skrif frá fornöld. Heiðingi, kukl, ókristin, hver talar eiginlega svona í dag.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 17.10.2007 kl. 20:30
Hvað er þjóðkirkjan og hennar byggingar og skraut, prestar, peningar... það er ekkert nema rugl, Omega u name it it is all crap.
Ég sé ekki neinn mun á neinu af þessu, þetta er jafn mikið rugl hvað svo sem fólk trúir á... Hallgrímskirkja er eins og risa totempole í mínum augum, þó ég væri kristinn þá myndi ég aldrei finna neina þörf á að ganga þar inn, þvert á móti því þetta er dýrkun á Mammon og engu öðru í mínum augum
DoctorE (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 20:52
Nanna, við tölum svona, við tölum öll svona, það fer bara eftir því um hvað efnið snýst, í þínum huga sakir þess að ég sem og aðrir tala um þetta efni í þessu samhengi þá er gert lítið úr því. Þú hefur hafnað Jesú og hans lærdómi og hans lausn, enn boðið er ávalt til staðar, þú ræður.
Þjóðkirkjan er ennþá með Kaþólska siði því miður, þó er þar gott fólk sem veit að ein leið til föðurins er Jesú, það hefur þegið boðið, það tilbiður í húsi tileinkað Guði, það tilbiður Guð ,ekki húsið. Þú dæmir, þín sjálfsréttlæting er augljós, þú mátt dæma, Guð má það ekki, því þá er Guð illur, en þú DrE hefur sett þinn dóm yfir dóm Guðs. Nýaldar útskýringa á Guði er hvítþvegin Guð, ég trú á Yashuha, orð hans eru á hreinu, hann kom til þess að frelsa okkur, enn hann mun dæma okkur líka.
Boðkortið þitt er ennþá opið...það stendur á því "ég er sannleikurinn, vegurinn og lífið, enginn kemur til föðurins nema fyrir mig" Þér er boðið að taka á móti Jesú ..þitt er valið, þröngur er vegurinn sem leiðir til lífs, breiður er sá sem leiðir til glötunar. Hvað vegi er þú á?
Hver sem þín skoðun eða Nönnu eða Hjalta er á þessu, þá breytir það ekki sannleikanum, ykkar skoðun breytir nákvæmlega engu er varðar þessi orð. Það hefur engin sagt að trú mundi vera þægileg, trú verður einmitt afskaplega óþægileg þegar maður reynir að hvítþvo hana til þess að hún passi inn í samfélagið, enn um leið og maður hættir því, þá verður trúin áþreyfanleg og lifandi.
Linda, 17.10.2007 kl. 21:16
Þekki nú fullt af fólki, sem er kristið og myndi aldrei fara uppnefna mig þessum nöfnum sem hér hefur farið fram. Eins virðir það skoðanir mínar og annarra. Það leyfir hverjum og einum að hafa sinn sannleika og setur sig ekki á neinn stall. Þannig ekki segja við, þú skemmir fyrir öðru kristnu fólki, segðu ég tala svona. Mér finnst t.d. Guðsteinn yfirleitt frekar réttsýnn í þessum málum og opinn fyrir skoðunnum annarra.
Það er ekkert jafn fráhrindandi en fólk sem reynir að troða trú sinn upp á mann.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 17.10.2007 kl. 21:41
"Það er bara ein leið til föðurins" - það er í gegnum Jesú, rétt er það. En minni fólk á að við sem einstaklingar veljum hvaða leið við tökum. Enginn á að taka þá ákvörðun nema hann/hún sé tilbúin til þess og vill helga lífi sínu Guði. Þetta er spurning um eigið val.
Skylda okkar kristinna manna er hins vegar að vara við þeirri hættu sem blasir við. Sú staðreynd sem að það er til helvíti og himnaríki, og við sem erum kristinn höfum þá skyldu á okkar herðum að segja sannleikann.
Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá er þetta staðreynd. Líf okkar er andartak og er ekki mikill tími til þess að gera upp hug sinn, allt mun þetta koma í ljós við endatímanna, en allt er þetta spurning um veðmál - kannski hefur Hjalti rétt fyrir sér, kannski Dokksi eða jafnvel ég og Linda.
Þessi súla hefur verið reist sem altari Lennons. Menn jafnvel sögðu að hann væri þarna á staðnum. Slíkt athæfi er engum til sóma og er í raun og veru kjánaleg, eigum við þá ekki bara að reisa fleiri vasaljós Elvis til heiðurs?? Eða hvað?
Ekki skil ég hvað kirkjubyggingar og fjárútlát koma þessu við Dokksi, það kemur þessari umræðu ekki við.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.10.2007 kl. 21:58
Ég sé peninga koma þessu við því segir bókin ekki að það sé eitthvað sem sé ekki gott, skreyta sig gulli og reisa líkneski.. kirkjan er líkneski og þar trónir vatikanið á toppnum og inni í þessum líkneskjum eru enn önnur líkneski... bara sorry ég sé þá sem kalla sig umboðsmenn guðs vera þá sem brjóta mest af hinum og þessum lögmálum eða hliðra til orðalagi og eða meiningu orða til að falla að sínum óskum.
Ég sé presta með hundraðþúsunda á mánuði galgopa yfir fólk með hræsni um allt
Þetta snýst allt um peninga og aftur peninga hvaða altari sem er verið að byggja
DoctorE (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 22:14
Þetta virðist vera spurning um viðhorf. Þegar ég sé ljósið hugsa ég ekki um lenon heldur heimsfrið, væri það ekki frábært:P
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 17.10.2007 kl. 22:19
það er allt logandi í ófriði innan borgarstjórnar eftir að kveikt var á ljósinu hennar Yoko, enda er hún spiritisti og fullyrti að John Lennon væri á staðnum.
Friðarhöfðinginn er Jesús Kristur, og hið sanna ljós heimsins er Jesús Kristur. það er ekki nóg að kveikja á rafmagnsljósi og kenna það við frið. Friðaróskin sem býr með okkur öllum er engu að síður sönn og ég veit að Haukur og Linda eru friðarsinnar, þau eru líka það raunsæ að átta sig á því að spiritistinn Yoko Ono getur ekki pantað frið. Var það ekki annars hennar vegna sem að bítlarnir leystust upp eftir rifrildi?
En mikið væri lífið dásamlegt ef að friður ríkti í heiminum, en á meðan að nágrannar geta ekki komið sér saman um skófatnað á sameign eða bílastæði, hvernig getum við þá vonast eftir friði í heiminum?
Guðrún Sæmundsdóttir, 17.10.2007 kl. 23:15
hmmm.. svo þú trúir að súlan hennar yoko geti valdið ófriði innan borgarstjórnar. Ég sem hélt hún ætti bara minna okkur á frið.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 17.10.2007 kl. 23:20
Ég get nú ekki skilið þau tengsl að kastari í Viðey hafi áhrif á kringumstæður í stjórnsýslunni. Þú ert væntanlega að grínast með það. Þetta er hugmynd Jókó, sem hún reisir til og með í minningu manns síns og aldrei hefur því verið haldið fram að hér sé um original hugmynd eða höfundarverk að ræða. Allar loftvarnir heimsins hafa svona ljós og hafa haft lengi eins og við vitum.
Það er þó ljóst að ljósið vekur úlfúð og deilur á bloggi þínu og hvort það er ljósið eða lífskoðun þín sem veldur er vafalaust umdeilanlegt.
Að þessi díalógur hafi svo snúist upp í hatrammar trúardeilur með tilheyrandi skítkasti og fáránlegum fullyrðingum er mér hinsvegar ráðgáta....og þó.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.10.2007 kl. 04:08
Já hugsum bara um þetta sem loftvarnarljós, 1 þrepið í vörnum íslands ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 07:57
Ein umræðan enn sem týnist í trúabragðaþrasi.
Guð er suð.
Brjánn Guðjónsson (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 10:17
Nanna, þú segir: Þetta virðist vera spurning um viðhorf. EINMITT - ÞAÐ ER MÁLIÐ! Þú ert sú eina sem hefur komið auga á það, þess vegna skildir þú mig þegar ég þig um að vera sammála um að vera ósammála mér.
Jón Steinar, já ég var nú að grínast með óróleikann í stjórnmálunum, en tímasetningin gat ekki verið betri. Ég er ekki svo hjátrúarfullur að telja að þetta blessaða ljós hafi einhver áhrif.
Jókó er ekki mikil listakona að mínu mati, ég gæti alveg eins kallað ljósritunarvél listamanneskju. Ég tala nú óháð trú og út frá augum menntaðs listamanns. Sorrý, hef bara ekki álit á henni sem listakonu - en það er bara mín skoðun sem ég bið engan um að vera sammála.
Afhverju þessar umræður fóru að snúast um trú má lesa um hér ofar og hefur ekkert með lífsskoðun mína að gera og finnst mér þau orð móðgandi!
Brjánn, þú hefur komið þínu á framfæri og ég bið fyrir þér.
ÉG þakka líka Dokksa og Guðrúnu fyrir sín innlegg.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.10.2007 kl. 11:33
Sorry tölvan datt út. Nanna hef hvergi uppnefnt þig, reyndu að segja satt. DrE, þetta er val ekki hvöð enn eins og Haukur bendir á þá breytir það ekki þeims staðreyndum sem við Kristnir erum skildugir til þess að tala um, og það er að benda á Leiðina sem er í Jesú Kristi sem hina einu sönnu leið, ég skammast mín ekki fyrir það að trúa, ég, hef hinsvegar ekkert á móti þeim sem trúa ekki eins og ég, það er alfarið þeirra mál, enn ég læta ekki orð þeira kveða mig niður, oh nei. Þetta er það sem ég trúi og það sem Haukur trúir og óteljandi aðrir, og þó að þið sem ekki trúið gerið lítið úr því þá er það alfarið ykkar vandamál ekki mitt. Ég biðst engnn afsökunnr á því að vera heittrúuð og þess þó heldur að ég bakstígi og fari í felur með það, bara til þess að þóknast þeim sem nýðast á trú minni.
"Afhverju þessar umræður fóru að snúast um trú má lesa um hér ofar og hefur ekkert með lífsskoðun mína að gera og finnst mér þau orð móðgandi!"
Haukur hvað er svona móðgandi? Mér þykir þetta bara hressandi að sjá hreina afstoðu fólks, er það ekki þín afstaða að það sé ein leið til föðursins.... Svo ég sé ekki hvers vegna þú móðgast við þann skollótta..hmmm En ég er hætt þessari umræðu, hún er komin út í hringa vitleysu.
Linda, 18.10.2007 kl. 15:43
Það er kjaftæði að segja hugmyndina stolna frá New York, hún hannaði súluna árið 1974. Löngu löngu fyrir ellefta september. Þeir reyndu að stela frá henni ef eitthvað...
Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 17:09
þú hefur rétt fyrir þér Guðsteinn, það er svo greinilega meira á bakvið en við áttum okkur á. Tengslin við þá sem standa á bakvið 9/11 eru líka einhver... augljóslega, ef maður leggst í rannsóknarvinnu. Ég hrífst af hverskyns trúarbrögðum og siðum og er ekkert að setja útá slíkt, en ég er sammála þér í þessu máli og viss um að við höfum rétt fyrir okkur. Og að rífast um þetta sýnir hvaða áhrif súlan er að hafa, jafnvel hér, munið hvað kom fyrir í borgarmálunum daginn og dagana eftir að hún fór í gang! Munið Ó-nó Októberinn! -
halkatla, 18.10.2007 kl. 21:09
Linda hann gerði lítið úr "lífsskoðun" minni og reyndar okkar, þess vegna móðgaðist ég. Ekki skil ég afhverju þú blandar inní að haldi hvað sé ein leið til föðurins, það kemur því ekkert við afhverju ég móðgaðist.
Gunnar Hrafn, LESTU greinina mína. Ég skrifaði: "Hugmyndin er stolinn/lánuð - að minnsta kosti ekki ný!"
Takk fyrir dýrmætan stuðning Anna Karen.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.10.2007 kl. 08:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.