Ég er klikkaður, nei ég meina að ég var klukkaður !! ;)

Samkvæmt reglum Klukksins, þá á ég víst að játa 8 atriði um sjálfan mig sem ekki margir vita  ... Shocking ... skrýtin leikur þetta en "here goes":

  1. Ég er eilíflega ástfanginn af konu minni sem ég hef verið giftur s.l. 10 ár. Og er eilíflega þakklátur hvað ég yndisleg börn. InLove
  2. Ég er forfallinn teiknimyndanörd. Má segja að ég sé alfræðiorðabók um algjörlega tilgangslausa hluti, eins og t.d. af hverju er súpermann með lendarskýlu yfir búninginn sinn? Ég er eiginlega eins og póstburðarmaðurinn í þáttunum Staupasteini (Cheers), samansafn af gagnlausum upplýsingum eins og síðastnefnda atriði um súperman ! Undecided
  3. Eins margir aðrir íslenski karlmenn get ég dottið inní það að vera tækjaóður! Það gerist reyndar ekki oft, en veldur konu minni mikilli gremju þegar ég er farinn að gefa gaum að ALLT of dýrum hlutum. Whistling
  4. Ég var afar skyggn áður en ég frelsaðist.
  5. Ég er forfallin aðdáandi bresku stöðvarinnar BBC Food, á það gæti ég horft daginn út og inn! Þetta varð svo slæmt að konan mín sagði upp áskriftinni að breiðbandinu til þess að ég drullaðist fram úr sófanum og hætti að safna spiki.  Tounge Sem betur fer er ég laus við þá fíkn í dag!
  6. Ég er feministi í húð og hár, sem og róttækur vinstri maður. Smile
  7. Ég er skopteiknari sem innst nýtur þess að gera grín af öðrum í teikningum sínum. Ég er með dulið 'nasty' eðli sem brýst fram í myndlistinni ! Wink
  8. Ég uni mér hvergi betur en í eldhúsinu, konan mín er afar góður kokkur - en ég fæ að nota hana í spari. Annars sé ég alfarið um alla eldamennsku.  Joyful

Þá eru mín atriði kominn, Linda, Magga, Sunna og Anna Karen voru búnar að klukka mig, þannig ég get víst ekki klukkað þær.

Þannig ég klukka Ásthildi Cesil, Pétur Einars, Guðrúnu Sæm, Þarfagreini, Svartanagg, DoktorE, Karl Jónas og auðvitað heittelskuðu konu mína, Bryndísi Böðvarsdóttur - eða réttnefnd bænamær. Cool

Átti ekki annars að klukka 8 manns eftir þessa játningu? Whistling Endilega látið mig vita ef ég hef rangt fyrir mér í því !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.7.2007 kl. 22:56

2 Smámynd: halkatla

flott þú ert alveg á réttu nótunum.... en annars er ég alveg yfir mig heilluð af atriðum 2 og 6. hvað er t.d betra en tilgangslausar upplýsingar???

p.s þið bænamær eruð ábyggilega mestu krútt sem ég get ímyndað mér

halkatla, 15.7.2007 kl. 23:56

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir það Anna mín, en þú hefur svo séð mig koma með tilgangslausar upplýsingar annarsstaðar.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.7.2007 kl. 00:03

4 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Já krúttið mitt! En BBC food hélt þér heitum í eldhúsinu. Tók bara full mikinn tíma... Reyndar sagði ég upp Breiðbandinu líka til þess að dóttir okkar hætti að horfa á teiknimyndir allan daginn. Er ekki holt fyrir börn og fullorðna karlmenn að horfa of mikið á sjónvarp

Já Anna Karen, og þegar hann reis upp frá TV sófanum varð hann enn krúttlegri!

Bryndís Böðvarsdóttir, 16.7.2007 kl. 00:33

5 Smámynd: Linda

Þau eru það Anna Karen, þau eru það. 

Linda, 16.7.2007 kl. 01:07

6 identicon

Ég var frekar hissa á hvað þú lagðir litla áherslu á trú í þessu, komst meira inn á súperman & teiknimyndir :)

Þú ert alger krúsíndúlla Guðsteinn minn!

DoctorE (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 09:51

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

ööö ... er hræddur ... Var ekki tilgangurinn að koma með hluti sem fólk EKKI vissi, hefði ég minnst á trú hefði ég ekki komið mörgum á óvart, er það Dokksi?

En takk fyrir það Linda !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.7.2007 kl. 10:19

8 identicon

My bad :)... þú ert samt kjúttípæ ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 10:30

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

ööö ... nú er ég ennþá hræddari tíhí !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.7.2007 kl. 11:27

10 identicon

Engar áhyggjur, ég er ekki samkynhneigður :)

DoctorE (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 14:43

11 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Skemmtilegt klukk hjá þér BBC food er æði

Margrét St Hafsteinsdóttir, 16.7.2007 kl. 18:51

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk Magga mín, gaman að sjá að ég er ekki einn sem BBC food fan!

En Dokksi, það er gott að þú ert viss í þinn kynhneigð! Annars hefði það ekki skipt mig neinu máli þótt þú værir það.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.7.2007 kl. 14:08

13 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Eitt verð ég að leiðrétta. Ég er ekki neinn spari-kokkur lengur. Haukur eldar orðið mun betri mat en ég, og reyndar svo góðann að við tímum ekki að fara út að borða, því oft á tíðum komumst við að því að maturinn heima er bara miklu betri og muuun ódýari!

Höfum þurft að reka okkur á nokkrum sinnum með þetta og alltaf jafn svekkjandi í hvert sinn.

Bryndís Böðvarsdóttir, 17.7.2007 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 588459

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband