Færsluflokkur: Mannréttindi
Fimmtudagur, 16. júlí 2009
Vér mótmælum allir! Mótmæli í dag á Austurvelli kl. 12:00 !
Sagði Jón Sigurðsson á sínum tíma, og við hæfi að endurtaka þau orð, þar sem hans barrátta er að engu höfð, og vilja vinstri menn afsala fullveldi okkar til Brussel.
Ég hvet alla þá sem vettlingi geta valdið og eru ósammála að ESB sé hinn nýi Messías sem leysir öll okkar vandamál, að mæta niður á Austurvöll í hádeginu með Íslenskan fána í hendi og mótmæla þessum væntanlegu aðildarviðræðum.
Auk þess hefur enginn haft fyrir því að spyrja sig hvað aðildarviðræður raunverulega kosta, ég hef sjálfur heyrt (óstaðfestar) tölur úr fjölmiðlum að þetta mun enda í tveimur milljörðum króna og það bara aðildarviðræðurnar, hver borgar það annar en ég og þú?
Er ekki nóg á okkur lagt þessa daganna? Við getum vel lifað án þessa aukareiknings, auk þess sem þessi aðildarumsókn hefur staðið í vegi fyrir endurreisn Íslands og er ekki enn búið að slökkva það bál sem kveikt var í október.
En mætum á mótmælin í hádeginu og höldum vörð um sjálfstæði okkar!
P.s. Ég reyndar boða endurkomu mína í bloggheima með þessari grein og ætla að halda áfram hinni góðu barráttu, og boða þann kærleik sem Jesús stendur fyrir. Ég þurfti aðeins að stokka mig frá til þess að hlaða batteríin og efla mig sjálfan til þess að geta orðið sá maður sem ég vil vera.
Bjart yfir þessum degi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt 20.7.2009 kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (86)
Sunnudagur, 17. maí 2009
Sjálfstæði okkar íslendinga og endurnýjun gamla sáttmálans við ESB
Á árunum 1262 til 1918 voru Íslendingar undir hinum svokallaða gamla sáttmála sem gerður var við Hákon Noregskonung. Sáttmála þennan taldi konungur hafa fallið úr gildi með Kópavogsfundinum 1662, en svo varð síðar meir á 19 öld að Jón nokkur Sigurðsson, kallaður Jón forseti andmælti og taldi þennan sáttmála en í gildi og vildi Jón hann afnuminn.
Ef við skoðum gamla sáttmálan aðeins betur þá inniheldur hann þessa klausu og setjum þetta aðeins í samhengi við ESB pælingar okkar íslendinga:
At vér bjóðum (virðuligum herra) Hákoni konungi hinum kórónaða vára þjónustu undir þá grein laganna, er samþykt er milli konungdómsins ok þegnanna, þeirra er landit byggja.
Erum við ekki að gera það sama með því að lúta að lagabálki ESB og færa hluta ákvörðunarvaldsins þangað? Erum við þá ekki skyld til þess að lúta löggjöf ESB í öllum málum, fiskveiðum, náttúruauðlindum og landbúnaðinn?
Til hvers var sjálfstæðisbarrátta Jóns forseta, ef við ætlum að framselja það sem við börðumst sem harðast fyrir hér á árum áður? Vissulega þarf að uppfæra stjórnarskrá Íslendinga sem við fengum að gjöf frá Dönum á árum áður, eða nánar tiltekið árið 1874, þegar Kristján IX afhenti okkur plagg sem var kallað: Stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni Íslands.
Það lítur út fyrir að margir vilja að sagan endurtaki sig, og er birtingarmyndin að þessu sinni í formi ESB fremur en konungsveldis.
Við verðum að vakna upp frá þessum blundi, og virða þau réttindi sem menn börðust fyrir í sjálfstæðisbarráttunni. Við þurfum ekki að ganga öðru heimsveldi á vald til þess að þeir geti séð um að okkar mál séu þeim að skapi.
Við erum kröftug og sjálfstæð þjóð, og höfum ætíð greitt úr eigin vandamálum sem að okkur hafa steðjað, hvort það sem er hungur, náttúruhamfarir eða sárafátækt, við höfum alltaf mætt vandanum með hnefann krepptan, og unnið bug á honum.
Nú þegar mestu efnahagshamfarir vorrar þjóðar steðja að okkur þá vilja margir flýja vandann og ganga í eina sæng með heimsveldi!? Ég leyfi mér að kalla það heigulshátt og að flýja vandann.
Ég segi nei og aftur nei! Ég er stoltur af þjóðerni mínu, og þykir vænt um land mitt, kannski hljóma ég eins og versti þjóðernissinni, en það verður bara að hafa það. Ég elska Ísland og vil halda í forræði okkar yfir eigin málum.
Því við höfum alla þá hæfileika sem til þarf til þess að leysa vandann, og verðum við að horfast í augu við hann og ráðast að honum að fullum þunga þar til fullnaðar sigri er náð. Þetta getum við og þurfum ekki lagabákn frá heimsveldi til þess að segja okkur fyrir verkum.
Ég hvet alla þá sem þetta lesa og eru að einhverju leiti sammála mér, að skrá sig á ósammála.is og láta rödd sína heyrast. Eða eins og Jón forseti gerði víðfrægt: Vér mótmælum allir! og segjum nei við aðra: Stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni Íslands. Segjum nei við ESB aðild!
Góðar stundir og þakka ég lesturinn.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (69)
Laugardagur, 25. apríl 2009
Ég veit nákvæmlega ekkert hvað á að kjósa!
Ég er í þvílíkum vandræðum! Ég veit nákvæmlega ekkert hvað á að kjósa! Framsókn og SjálfstæðisFLokkurinn koma ekki til greina í mínu tilfelli, allt hitt stendur eftir og veit ég ekkert hvað á að velja!
En svona í gamni þá setti ég saman þessa mynd af apaköttunum sem bera einhverja ábyrgð á ástandinu.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
Mánudagur, 20. apríl 2009
Sunnlendingar athugið!
Ég fékk góðfúslegt leyfi hjá Þór Jónhannessyni, þeim ágæta barráttu manni til þess að birta þetta myndband, sem mér þykir ákaflega viðeigandi miðað við skelfilegt innihald tengdrar fréttar:
Ég hvet alla sunnlendinga til þess að kanna málin betur og sér í lagi að hugsa til baka. Ég trúi ekki að Íslendingar séu með svona mikið gullfiskaminni.
D og S listi stærstir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Sunnudagur, 19. apríl 2009
Íhaldið slær fyrir neðan beltisstað
Ég vísa á mína síðustu grein um málfrelsið og Ástþór, sem er sennilega gamall hippi sem er notar sömu takta og hipparnir gerðu forðum. Ég held að hann sé besta sál og vill vel til, hann er bara soddan klaufi og eyðileggur hvað mest fyrir sér sjálfum stundum.
En núna er verulega farið yfir strikið, og er Ástþór hálfgerður engill í samanburði. Málfrelsi er það dýrmætasta sem við eigum í okkar lýðræðissamfélagi, en það er vissulega hægt að misnota það frelsi sem okkur er gefið.
Hér er eitt slíkt dæmi:
Hópur sem kallar sig ahahóprinn, (sem hefur ekki manndóm til þess að koma fram undir réttum formerkjum) og eru bersýnilega tendir við sama hræðsluáróður og íhaldið er með í auglýsingum sínum.
Þeir hafa reyndar breytt þessari mynd sem var upphaflega svona (fékk þetta lánað hjá Jenný Önnu bloggvinkonu)
Kallaði lögreglu að Útvarpshúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Laugardagur, 11. apríl 2009
Ég gerði myndband um Framsóknarflokkinn ...
Ég verð að segja, að ég er ekkert sérstaklega hrifinn af tillögum Framsóknarmanna. Sér í lagi vegna þess að seðlabankinn hefur reiknað út hvað þetta kostar og sýnt að tillaga þessi mun koma þeim ríku sérstaklega til góða, en ekki þeim fátæku. Persónulega líst mér þá betur á tillögu Lilju Mósesdóttur, frambjóðanda VG um að afskrifa rúmar 4. milljónir á mann. En sú leið er dýr líka.
Allt kostar þetta pening og hef ég persónulega áhyggjur af þeim fjármálafyrirtækjum sem þyrftu þá að "afskrifa" þessi 20%, ég nefni þó sérstaklega íbúðarlánasjóð (sem betur fer gat Jóhanna stoppað Sjallanna af þegar þeir vildu leggja hann niður!) sem ég er ekki viss um að hafi burðarþol í að afskrifa svona háar upphæðir. Sömu sögu er að segja um þá banka sem eru ennþá með íbúðarlánastarfssemi. Er ekki nóg að hafa eitt hrun á fjármálakerfinu?!
Kostirnir við þessar tillögur er að peningaflæðið fer vissulega að streyma á ný, en á kostnað hvers? Hver græðir mest á þessu? Af hverju á ég að veita gullrössum sem eiga kannski risastóra íbúð svona mikinn afslátt fram yfir mig? Það skortir réttlæti í þessum tillögum og get ég ekki samþykkt þær að neinu leyti fyrir vikið. Þess vegna tel ég kostina ekki nógu skýra og hægt er að finna aðrar leiðir til þess að auka peningaflæðið.
Framsóknarflokkurinn stjórnaði bankamálaráðuneytinu þegar bankarnir voru einkavæddir. Meira að segja Geir Haarde viðurkenndi að mikil mistök höfðu orðið í því söluferli eins og alþjóð veit.
Eins get ég illa treyst flokki sem ekki er tilbúin að opna bókhald sitt og sýna fram á hvaða styrki þeir hafa fengið í gegnum tíðina, þótt þeir leyti "samþykkis" hjá þessum aðilum, þá dreg ég í efa að þær tölur birtist fyrir kosningar. Eins eru það furðuleg rök miðað við að allir aðrir flokkar hafa birt sínar tölur blygðunarlaust, hvað hafa þeir að fela spyr ég nú bara!
Hér ber svo að líta myndband sem ég setti saman í forritinu "Adobe Flash", og einnig mynd sem ég hannaði út frá því:
Góðar stundir.
Framsókn leitar samþykkis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 28. mars 2009
Kristilegt siðgæði í hnotskurn
Samhjálp Hvítasunnumanna er að veita þá aðstoð sem kristilegt siðgæði byggist á: algeran óskilyrtan náunga kærleik. Svona á að gera þetta, það er greinilegt að við þurfum afturhvarf til okkar gamla góða kristilega siðgæðis til þess hlúa að heimilum landsins!
Í fréttinni stendur:
Í janúar síðastliðnum komu um 3200 manns á kaffistofuna og þar af komu rétt rúmlega 1.000 í mat. ,Ef það heldur áfram að fjölga, sem nú lítur út fyrir, verða heimsóknirnar í ár um 38 þúsund. Árið 2007 voru heimsóknirnar á kaffistofuna 21 þúsund en í fyrra voru þær 27 þúsund, segir Heiðar í viðtali við mbl.is.
Ef fer fram sem horfir er um að ræða næstum tvöfalda aukningu borið saman við árið 2007. Þetta segir sitt, og tek ég ofan fyrir Heiðari hjá Samhjálp, ég hvet fólk til þess að taka sér þessi samtök sér til fyrirmyndar, ég tek samt fram að ég er ekki að gera lítið úr öðrum sambærilegum samtökum, alls ekki. Ég vildi að vekja athygli á þessu góða starfi sem um er að ræða.
Guð blessi ykkur öll og er ég sokkinn aftur ofan í lærdóminn.
Metaðsókn hjá Samhjálp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Föstudagur, 13. mars 2009
Hugsum vel um verðandi mæður, og tökum okkur á!
Það sem þarf í þetta er breytt hugarfar, og þeir sem eiga meira fé á milli handanna séu duglegri að gefa til Kvennadeild Landspítalans, eða jafnvel Hjálparstofnun kirkjunnar og annarra hjálparsamtaka.
Við megum síst við því þegar landflótti er þegar byrjaður frá landinu að missa fleiri þegna. Þess vegna er mikilvægt að einmitt Kvennadeild Landspítalans verði ekki lömuð sökum niðurskurðar. Því það stendur jú í fréttinni:
Gert er ráð fyrir að þjónusta deildarinnar við fæðandi konur utan af landi aukist eftir 1. maí en þá verða vaktir fæðingar- og svæfingarlækna á sjúkrahúsunum á Selfossi og á Suðurnesjum lagðar niður.
Sem er þvílík þjónustuskerðing fyrir landsbyggðina ef svo fer sem horfir. Ef þessi skerðing verður að veruleika þá getum við að minnsta kosti sefað sársaukann sem henni fylgir.
En ef við eigum að geta hjálpað þeim, verðum við að gefa af allsnægtum okkar, og sér í lagi þeir sem eiga meira fé á milli handanna.
Til þess að dæmið gangi upp mættu t.d. fjölmiðlar leggja sitt af mörkum og hlífa öllum hjálparstofnunum sem þessum við öllum kostnaði á auglýsingum, ef út í auglýsingaherferð færi, sem væri mjög stór biti fyrir þau og ættu þessir aðilar þá auðveldara með að sinna sínu hlutverki.
Ef sameiginlegt átak færi af stað með þessu "hróa hattar" hugarfari þá getum við styrkt þessar stofnanir, og geta þær um leið sinnt þeirri aðstoð sem þjóðin þarfnast.
Endurvekjum eitt af grunngildum sem samfélag okkar var upphaflega byggt á, sem er: elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig. Þetta litla atriði gleymdist og varð undir í græðgiskapphlaupinu eða "góðærinu" svokallaða, byrjum að nota það aftur, því nú er tækifærið!
Biðja líknarfélög um fé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 07:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Miðvikudagur, 25. febrúar 2009
Við höfum bara eina vinstri kinn!
Það kemur verulega á óvart það mikla hugleysi stjórnvalda, að sækja ekki okkar rétt þegar yfir okkur er traðkað á skítugum skónum! Hvernig dettur þeim slíkt í hug? Rétt skal vera rétt, nema þeir séu að leyna okkur upplýsingum rétt einu sinni! Gagnsæi hvað!? Hverjar eru forsendurnar fyrir þessari uppgjöf?
... aldrei þessu vant er ég nánast algjörlega orðlaus yfir heigulshættinum!
Hætt við málssókn gegn Bretum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 27. janúar 2009
Sannur náungakærleikur í verki
Þetta framtak starfsmanna Bylgjunnar hafa vakið heimsathygli. Og ekki að undra, því þetta er aðdáunarvert framtak sem Íslendingar sýnar þjóð sem beitti okkur þvílíkum órétti með hryðjuverkalögum, og má segja að þeir beri mikla ábyrgð á hvernig ástandið er orðið vegna þessa lagasetningar þeirra.
Hér eru nokkrir erlendir miðlar sem vísir.is bendir á:
- Umfjöllun Daily Express
- Umfjöllun Sun
- Umfjöllun Capital FM
Svona framtak er hreint æðislegt! Og kom þetta Bretum algjörlega í opna skjöldu að fá slíkar gjafir frá nánast gjaldþrota þjóð!
Matt 22:39
Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.
Eftir ofangreindu boðorði er greinilega farið á Bylgjunni, og er ég stoltur að kallast Íslendingur þegar menn framkvæma svo góðverk.
Gefa breskum eldri borgurum íslenska ull | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 588281
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson