Færsluflokkur: Lífstíll
Miðvikudagur, 22. september 2010
Svar mitt við þessari spurningu ...
... svarið er ást!
Búið mál!
Hver er tilgangur lífsins? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 16. júní 2010
Hver er Íslenska Kristskirkjan?
Best er að byrja á sér sjálfum, þ.e.a.s. sinni eigin kirkju í þessari umfjöllun minni sem ég ætla að gera að hálfgerði seríu.
En hver er Íslenska Kristkirkjan? Og hvað stendur hún fyrir? Þessi orð af heimasíðunni okkar segir allt sem segja þarf:
Íslenska Kristskirkjan er lúterskur fríkirkjusöfnuður, viðurkennt skráð trúfélag og veitir meðlimum sínum alla almenna kirkjulega þjónustu svo sem skírn, fermingu, hjónavígslur og útfarir. Söfnuðurinn á bakgrunn sinn í samtökunum Ungt fólk með hlutverk, sem störfuðu í 21 ár sem leikmannahreyfing innan þjóðkirkjunnar. Íslenska Kristskirkjan var stofnuð haustið 1997.
Kenningargrundvöllur kirkjunnar er hinn sami og annarra lúterskra safnaða.
Það er ekki mikill munur á okkur og þjóðkirkjunni, við erum bara meira lifandi en þjóðkirkjan. Friðrik Schram veitir söfnuðinum forstöðu og er hann með þeim yndislegustu mönnum sem ég hef kynnst um daganna. Hann ásamt eiginkonu sinni (Vilborg Schram) reka Íslensku Kristkirkjuna af mikilli alúð og dugnaði. Kirkjan er staðsett í Fossaleyni 14 í Grafarvogi (rétt hjá Egilshöllinni).
Friðrik hefur verið afskaplega duglegur að búa til sína eigin sjónvarpsþætti (Sem bera nafnið "Um trúnna og tilveruna")sem sjónvarpsstöðin Omega góðfúslega birtir. Þættirnir eru framleiddir og teknir upp alfarið í okkar eigin kirkju og af okkar fólki sem við sjálf berum fulla ábyrgð á.
Sjálfur hef ég nokkrum sinnum komið fram í þeim þáttum, og meira að var ég með matreiðsluþátt, að ég held hinn fyrsta kristilega matreiðsluþátt á Íslandi.
Niðurstaða:
Þar sem kenningarmunurinn á okkar kirkju og þjóðkirkjunnar er fremur lítill, þá ætla ég ekki að halda neitt erindi um það. Frekar megið koma með spurningar í athugasemdarkerfinu sem ég reyni þá að svara og ber þá undir Friðrik eftir því sem þarf og við á. Endilega verið dugleg að spyrja!
Þennan tékklista kem ég til með nota hér og fyrir alla aðra söfnuði (með fyrirvara um breytingar):
Á hvað trúir söfnuðurinn?
Jesúm Krist.
Trúir hann (söfnuðurinn) þá á þrenninguna?
Já.
Hvernig er skírninni háttað? Barnaskírn eða niðurdýfingarskírn?
Barnaskírn.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 00:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 4. maí 2010
Íslenskir stjórnmálamenn athugið!
Takið þennan Ítalska ráðherra til fyrirmyndar!! Í engu öðru þróuðu ríki nema Íslandi myndi það líðast að styrkjakóngar og drottningar séu ennþá við völd eða í embætti!
Sú siðbót og hið nýja Ísland átti að byggja á er ný félagsleg vitund, og átti að úthýsa þeim boðskap einstaklingshyggjunnar sem var búinn að sannfæra okkur um að við værum ekki félagsverur og áttum bara að hugsa um eigið skinn. Nei, siðbótin felst í því að viðurkenna að þau mistök sem gerð haf verið í gegnum árin verður að taka ábyrgð á.
Þess vegna tek ég ofan fyrir þessum Ítalska ráðherra sem segir af sér fyrir ekki minni sakir.
Kæru stjórnmálamenn, miðaldir eru liðnar, það er 2010 núna. Þeir taki það til sín sem eiga það skilið.
Ítalskur ráðherra segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 5. mars 2010
Mottukeppnin mikla - karlar og krabbamein
Eftir margar áskoranir og þrætur um hvað ég er herfilega ljótur með skegg, ég tala nú ekki um mottu, þá hef ég samt ákveðið að leggja góðu málefni lið.
Hér er prófillinn minn á karlarogkrabbamein.is. Hér eru leiðbeiningar um hvernig að þessu er staðið.
Sendu SMS á númerið 905-5555 með keppnisnúmeri 1878 í textasvæðið til að heita á keppanda
Ath - 499 krónur verða gjaldfærðar af símreikningi
Þriðjudagur, 2. febrúar 2010
Tilgangur lífsins?
Í tilefni þess að Jóhanna vinkona skrifaði stutta grein um tilganginn", þá varð það til þess að hennar orð veittu mér innblástur til þess að fara blogga aftur.
Jóhanna fer mjúku leiðina að þessu og talar um góðverk og þess háttar, allt þetta sefar sálartetrið og gefur hverjum manni þá sálarró og ánægju sem allir þurfa til þess að upplifa sanna ánægju. En hvaða svar er til þá við þessari stóru spurningu? Þ.e.a.s. tilgangi lífsins? Og hvar kemur kristinn trú þarna inn í mitt líf?
Elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig
Sagði Jesús á sínum tíma, og held ég að tilgangur lífsins sé að megin hluta vegna þeirra ástar sem við búum yfir. En hver er sú ást? Er hún aðeins til maka, foreldra, barna og nánustu vina? Nei, það er ekki svo einfalt. Við verðum að læra að náungi okkar getur verið hver sem er. Það skiptir ekki máli í hvaða flokki hann er, hvaða íþróttafélag hann styður, eða hvaða trúar hann er. Náungi okkar er sá sem við mætum á götunni. Hann er sá sem við situr við hliðina á þér í strætó, eða jafnvel manneskjan í næsta bíl við þig. Ef einhver er í neyð, skaltu ætíð spyrja þig: hvernig myndi ég vilja að komið væri fram við mig í þessari aðstöðu?" Fleira má sjálfsagt tína til, því mörg eru dæmin, en þið skiljið vonandi hvað ég er að fara. Horfum ekki framhjá neyð náunga okkar, öll erum við af sama stofni.
Til kristinna manna
Ég er enginn engill, og er syndum hlaðinn eins og allir aðrir. Ég hef alveg gerst sekur um allskyns tillitsleysi til náunga míns. En hvernig má lagfæra vandamálið?
Charles F Banning ritaði eitt sinn:
Við erum allt of mörg sem höfum kristilegan orðaforða, fremur en góða kristilega reynslu."
Er það ekki málið? Eigum við sem kristin eru ekki að vera fyrirmynd af trú okkar? Er það ekki á okkar ábyrgð að koma fram af kærleika og ást? Gerum við slíkt bara á sunnudögum? (eða á laugardögum, ef það virkar betur) Nei! Við getum gert betur og hvet ég alla kristna sem ókristna sem þetta lesa að gera betur. Því ekki er þetta flókið, og sér í lagi á erfiðum tímum eins og Ísland hefur fengið yfir sig vegna heimskulegra verka nokkrar siðspilltra mammóns dýrkenda.
Boðskapurinn er einfaldur, og aðferðin einföld. Elskum náunga okkar eins og við sjálf ættum í hlut, það tel ég vera tilgang lífsins og allt annað er bara lífið sjálft. Það er að minnsta kosti mín skoðun.
Góðar stundir.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Mánudagur, 9. nóvember 2009
Samskipti guðleysingja og trúaðra
Eru guðleysingjar siðlausir? Horft frá augum trúaðs manns
Ef þú þarft að spyrja þig ofangreindar spurningar þá er svarið NEI! Ég trúi ekki að ég sé að verja þennan hóp, en mér leiðast ósannar dylgjur og það virðingarleysi sem stundum einkennir umræður á milli trúfólks og trúleysingja.
Trúleysingjum almennt skortir ekki siðferði, langt í frá. Það sem hefur farið hvað mest fyrir brjóstið á trúfólki í málflutningi guðleysingja, þó sérstaklega hóp sem kennir sig við Vantrú, er hvernig þeir koma stundum fram við okkur sem er ekki alltaf uppá marga fiska.
Erum við öll saklaus af dónaskap?
Sumir trúaðir eru síður en svo saklausir af dónaskap í garð annarra, og verðum við að hafa í huga að sumir beita stundum ritningunni sem dæmandi vopni gegn þeim. Við megum ekki nota ritninguna til þess að dæma aðra. Ef ég tek gróft ímyndað dæmi, þá er það eitthvað á þessa leið sem ég er að tala um, eða eins og þetta gervisamtal:
Guðleysingi: Þið eruð að boða eitthvað sem er ekki til, það er ekki búið að sanna tilvist Guðs, hvað þá helvíti eða himnaríki
Trúaður svarar með ritningarstað:
Prédikarinn 7:25
Ég sneri mér og einbeitti mér að því að þekkja og rannsaka og leita visku og hygginda og að gera mér ljóst að guðleysi er heimska og heimska vitleysa.
Skiljið þið hvað ég meina? Svona svör geta verið sár og þótt við séum ekki alsátt við guðleysingja og þeirra boðskap, þá megum við ekki beita ritningunni á þennan máta, sumt er stundum betur ósagt látið. Ég minni á að við eigum að vera trúboðar, ekki trúfælur. Ég er ekki að segja að við eigum ekki að nota ritninguna, heldur aðeins að við verðum að passa hvernig hún er notuð.
Við verðum að hafa í huga að svara alltaf með því hugarfari: hvað hefði Jesús sagt" í öllum okkar aðstæðum. Því sumt á við og annað ekki, sérstaklega þegar menn beita ritningunni gegn öðrum með óvirðingu eða aðeins til þess gert að koma dæmandi höggi á viðkomandi og jafnvel særa. Það er ekki kristilegt!
Ég vil minna á þennan ritningarstað til trúaðra og við geymum hann bak við eyrað:
Sálmarnir 39:2
Ég vil hafa gát á breytni minni svo að ég syndgi ekki með orðum mínum.
Ég vil hafa taumhald á tungu minni þegar guðleysingjar eru í nánd við mig.
En eru guðleysingjar saklausir?
Það eru þeir ekki, síður en svo, og sumir hverjir eru orðljótir dónar, en sem betur fer eru þeir ekki margir. Þeir eiga það líka til að kalla okkur trúfólkið hálfgerða vanvita að trúa á eitthvað yfir höfuð, og um leið vanvirða okkar lífsskoðun, sem fer mjög fyrir brjóstið á okkur trúfólkinu. En munum það bara að í öllum okkar samskiptum eigum við að reyna eftir fremsta megni, að hafa gagnkvæma virðingu að leiðarljósi, og við sem trúuð erum eigum að reyna að vera fyrirmyndir í því.
Guð blessi ykkur öll og þó sérstaklega trúleysingjanna! ;)
Lífstíll | Breytt 10.11.2009 kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (106)
Laugardagur, 26. september 2009
Af hverju halda aðventistar að jörðin sé 6000 ára gömul?
Margir sem hafa rætt við aðventistann Mofi/Halldór Magnússon hafa orðið vör við staðfestu hans við þá kenningu að jörðin sé aðeins 6000 þúsund ára. En af hverju stafar þessi staðfasta trú þeirra?
Ég fór á stúfanna og fór að rannsaka þá, og fann nokkrar staðreyndir um þessa hreyfingu sem eru afar athyglisverðar. Þeir byggja meginstoðir trúar sinnar á boðskap Ellen G. White (1827-1915) spámann/konu þeirra. Út frá henni byggja þeir margar kenningar sínar eins og t.d. með aldur jarðar og fleiri atriði.
En hver var þessi Ellen G. White?
Aðventistar eru sannfærðir um spámannlegt vald Ellen G. White. Hún ritaði margar bækur um heilsusamlegt líferni og helgi Sabbatsins. Eftir andlát eiginmanns hennar; aðventistaprestsins James Springer White (1821-1861) þá varð hún leiðtogi sjöunda-dags aðventista safnaðarins.
En af hverju er jörðin svona ung í þeirra augum?
Skýringin fyrir þessa miklu trú aðventista að jörðin sé 6000 þúsund ára gömul er einmitt vegna Ellen G. White og það sem er um hana ritað. Úr bókinni: Óvæntar staðreyndir um sögu jarðar eftir Harold Coffin. (Bókaútgáfan Fell. Reykjavík. 1978.) Stendur eftirfarandi og skýrir ýmislegt varðandi þessa kenningu:
Mósé og Ellen G. White fengu að sjá upphafssögu jarðarinnar í sýn og bæði hafa þau ritað það sem þau sáu. Í vissum skilningi er þetta eina frásögn "sjónarvotta" sem við höfum um sköpunina. Ellen White veitir samfellt víðsýni yfir sögu jarðarinnar frá upphafi til enda. Hún gerði sér grein fyrir því af því sem hún sá að jörðin var 6000 ára gömul."
Hver er þá mín afstaða?
Þjóðkirkjan ásamt mér sjálfum trúum ekki að jörðin sé svona ung, heldur viðurkenni ég þróun og lít ég svo á að Guð er ekki upphafinn yfir slíkt verk. Að mínu mati er jörðin margra milljóna ára og haldast vísindin hönd í hönd við skaparann sjálfann. Annars er ekki hægt að útskýra tilvist risaeðlanna og fleiri atburða í sögu þessarar plánet á vitrænan máta nema að taka tillit til vísindanna. Guð er snilldar hönnuður og trúi ég að hann hafi útbúið þessa þróun og hafa mennirnir nýlega uppgötvað hana.
Ellen greyið White hafði sem sé rangt fyrir sér að mínu mati, og tel ég hana sem og aðventista hafa rangt fyrir sér. Þeir kunna að segja við mig að ég sé trúlítill eða eitthvað á þá leið, en sköpunarsöguna lít ég sjálfur á sem fagurfræðilega leið til þess að útskýra fyrir bronsaldarmönnum hvernig heimurinn varð til. Sumu á ekki að taka bókstaflega því annars værum við illa stödd.
Góðar stundir.
Miðvikudagur, 23. september 2009
Yndisleg tíðindi
Ég meira að segja táraðist þegar ég las þessa frétt ... yndislegt alveg! Ég bið þessari einstæðu ungu móður Guðs varðveislu og blessunar.
Einstæð móðir fékk lottóvinninginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 11. september 2009
Sofum ekki á verðinum, verum vakandi fyrir öfgum!
Í dag eru átta ár síðan Al-Qaida réðst á tvíburaturnanna í bandaríkjunum. Ég ætla ekki að hafa þessa grein mjög langa, heldur að leyfa myndunum að tala sínu máli:
Einnig minni ég á þessar fréttir:
Þessa konu átti að hýða og sekta fyrir það eitt að ganga í buxum...
Réttindi kvenna er fótum troðinn og minni ég á að sumum greinum Íslams fyrirfinnst umskurn á konum, sem ég reyndar kalla sjálfur limlestingu!
Giftingar barna bannaðar en umskurn kvenna leyfð
Danir eru ennþá að gjalda þess að hafa gert hinar víðfrægu skopteikningar af Múhameð, og þar sem ég er skopteiknari sjálfur ... þá hræðir þetta mig allverulega!
Það eru fáir í dag sem þora að standa upp og gagnrýna öfga Íslam, ekki bara vegna viðbragða fólks, heldur einnig vegna heiftarlegra viðbragða öfga Íslams.
Segjum sem svo að ef ég sem skopteiknari væri kominn á dauðalista, og við sem þjóð skotmark hryðjuverkamanna vegna skopteikninga, þá held ég að einhver myndi vakna af værum svefni hér á landi! Við verðum bara að vakna og horfa á blákaldar staðreyndir, því þessi grein er engan vegin öfgafull, því um blákaldar staðreyndir eru að ræða.
Ég vona einnig að ég þurfi ekki að taka fram að ég er að fjalla um ÖFGA ÍSLAM!! Bara svo það sé á hreinu svona fyrir ykkur sem ætla að henda sögu kristninnar framan í mig og hina "pólitískt réttu" sem vilja hlífa öllum við gagnrýni og kalla það fordóma.
Svona öfgar hvort sem það er Íslam, guðleysingjar eða jafnvel kristni verður að sporna við! Ekki satt? Verum því á varðbergi.
Guð blessi minningu þeirra sem létust í þessum hroðalegu árásum þann ellefta september 2001.
P.s. for the people who use google translate, I want to point out that I am criticizing extreme Islam, not muslims in general.
Átta árum síðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt 16.9.2009 kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (137)
Sunnudagur, 29. mars 2009
Þegar aldurinn færist yfir ...
Í dag, 29. mars fæddist ég fyrir 33 árum.
... ég hef ekki miklu við þetta að bæta ...
... nema ...
*andvarp*
... vá hvað tíminn líður hratt!!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 00:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 588456
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson