Færsluflokkur: Menning og listir

Warhol myndi snúa sér við í gröfinni !

Andy Warhol var vissulega athyglissúkur, en fé gráðugur var hann ekki. Hann hefði aldrei tekið í mál að slíkar upphæðir væru borgaðar fyrir verk sín. Karlin var auðvitað stórskrítinn, en hann hafði sín prinsip og fór eftir þeim samkvæmt bókstafnum ! 
mbl.is „Grænt bílslys" slegið á 71,7 milljónir dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljóta klípan !

Ég hef séð þessar myndir eftir Rebekku, þær eru mjög góðar en þessi hætta er alltaf fyrir hendi þegar við setjum hluti á netið. Þess vegna er ég presónulega mjög hrifinn af "watermark" eða vatnsstimplum sem merkja eigandum myndina. Þá er ekki hægt að selja hana nema beint frá listamanninum sjálfum. En Rebekka á allan minn stuðning og samúð, það er ömurlegt þegar svona er bókstaflega stolið og grætt á bak við tjöldin. Ég óska henni góðs gengis í þessari barráttu.

mbl.is Stela íslenskum myndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nútíma Móna Lísa

monalisaÞetta finnst mér bara kaldhæðnislegt, það er örugglega búið að tryggja Mónu Lísu fyrir álíka mikinn pening. Báðar þessar konur hafa ekki verið taldar neitt augnayndi hingað til, eða bara svona venjulegar.

Þá á ég við persónuna sjálfa í þáttunum og málverkið. Leikkonan sjálf er mjög falleg. Smile


mbl.is Bros „Ljótu Betty“ tryggt fyrir 640 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekki amalegt!

Frábær árangur hjá þessum listamönnum sem fá að taka þátt í þeim virtustu listasýningum heims. Í Carnegie snýst allt um snobb og að vera flottur, oft og mörgum sinnum hef ég gagnrýnt þessa sýningu vegna listaskorts, ekki nema þú teljir þotuliðið vera listaverk sem slík.

En ég man ekki eftir að íslendingum hafi tekist að gera innrás í hjarta hvítflibbanna í listaheiminum! Gott hjá þeim, ég óska þeim alls hið besta og vona að þeim vegni vel í þessu ! Cool


mbl.is Tveir Íslendingar með á Carnegie-sýningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gangi þér vel Eiríkur !

EikiRaudiEiríkur Hauksson* er kominn í víking. Ég verð á skeljunum í kvöld og bið fyrir velgengni hans fyrir hönd Íslendinga ! Ég hvet alla til þess að gera slíkt hið sama !Wink

 

*(Að vera Hauksson gæti ekki verið betra, þetta er með fallegri nöfnum í íslenskri tungu) 


mbl.is Íslenski Eurovision-hópurinn tilbúinn í slaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

List eða skemmdarverk?

swap-grafittiNú verð ég að viðurkenna uppá mig sökina. Ég var einn af þessum sem kom í blöðunum á sínum tíma vegna veggjakrota, þetta voru bernskubrek á mínum ungdómsárum. Blush Ég reyndar verð að segja að með tímanum hefur þetta meira snúist uppí að hafa nógu flott "signature" frekar en list. Þegar ég var að hreinsa "verkin" mín af veggjum Breiðholtsins að skipun löggunar, hafði ég þó þann metnað að hafa þetta listrænna en er í dag. Nú eru bara óskiljanlegar slaufur og rugl sem enginn skilur nema höfundur. GetLost Veggja krot getur verið mjög fallegt ef rétt er að staðið!

En ég veit að flestir eru ósammála mér í þessu, en ég er bara aula listamaður sem gerði mína uppreisn á sínum tíma. Whistling

Eitt sem ég vil taka fram, ég er ekki að leggja blessun mína á skemmdarverk, ég er aðeins að lýsa þessu í gegnum augu listamanns, og vil engum að fá svona á húsið hjá sér. Ég því miður enga töfralausn á þessu vandamáli, önnur en að leyfa þetta á afmörkuðum stöðum, sem leysir ekki vandann en minnkar hann kannski. Auðvitað er þetta skemmdarverk þegar ráðist er á falleg hús og bíla, en það sem ég er að gagnrýna er skortur á listrænum tilburði og finnst flest ljótt sem krotað er á veggi borgarinnar.

mbl.is Staðnir að verki við veggjakrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið var !!!

Ég veit ekki hvað mörg ár þetta hefur verið í fæðingu, en LOKSINS kom að því.

Það er þá loksins hægt að sameina þær einingar sem dreifðar eru um allann bæinn og setja á stofn alvöru samkepnishæfann Háskóla, sem er einmitt það sem hefur skort hér á klakanum um árabil.

 Mikið fagna ég þessu, það mætti vera korter fyrir kosningar ALLT árið!! Þá loksins klárast hlutirnir!


mbl.is Listaháskólinn fær lóð í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Musteri mannslíkamans

72251247Líkaminn er musteri mannsins, en þessum ljósmyndara hefur tekist að búa til Musteri úr mannslíkömum. Flott hjá Spencer Tunick ljósmyndara, það er frábært þegar menn kasta af sér stoltið og spjörurnar í þágu listarinnar.

Sem myndlistarmanni finnst mér þetta frábært framtak ! Cool 


mbl.is 20 þúsund naktar manneskjur í Mexíkóborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fagurt fljóð yfirgefur

Miss KnightleyÆ grey stelpan, vill hún ekki vera fyrirmynd anorexíu sjúklinga ? GetLost
Bara eitt að segja við svona ...BORÐA !!


Ég á sjálfur við það vandamál að geta ekki fitnað eins og hún, því sýni ég henni ENGA samúð, eina sem þarf að gera er að sleppa þessu diet fæði og BORÐA og BORÐA!

Síðan finnst mér hún ágæt leikkona og væri missir af henni, sem og hún er ferlega sæt ! Joyful

Það verður samt að viðurkennast, hún doldan mjóna --->


mbl.is Keira Knightley segist íhuga að hætta kvikmyndaleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert að marka svona vitleysinga !

EikiRaudiÉg vona að fólk sé nógu skynsamt að taka ekki mark á þessum gaurum frekar en kvikmyndagagnrýnendum. Það mátti svo sem búast við því að einhver myndi vera með aðfinnslur útí lagið hans Eika. Mér persónulega finnst þetta virkilega flott lag og flottur gaur sem syngur það.

En þetta er einmitt sjónarmiðið sem ég óttaðist þegar Silvía Nótt tókst að eyðileggja mannorð íslendinga í eurovision, auðvitað hefur þetta afleiðingar svona barnalegt hátterni eins og hún sýndi. Þess vegna bið ég þess bænar að Eiki nái að hrista þetta af okkur og heilli evrópubúa með sjarmanum sem hann býr yfir. Áfram Eiki og áfram Ísland !

Þar sem það var lífsins ómögulegt að tengja þetta við frétt moggans þá er hún hér


« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband