Færsluflokkur: Dægurmál

Alvarlegt, en annað skiptir meira máli

Í veikindum mínum undanfarið hef ég horft mikið á sjónvarp, það hefur ekki farið fram hjá neinum að það eru sýnd tónlistarmyndbönd á Skjá Einum að degi til. Ég er nú ekki sá sem bendir á allt og kalla það klám, ég er frekar talinn frjálslyndur í mínum skoðunum til nektar og því Guðs skapaða dýrðarverki, þ.e.a.s. mannslíkamann.

En þessi myndbönd gengu alveg fram af mér, ég gerði mér engan veginn grein fyrir hversu alvarlegt þetta er orðið. Svona ófögnuður er sýndur á frá dagskrálokum á Skjá einum og þar til dagskrá hefst. Ég átti ekki til orð yfir þeim konum sem voru klæddar í tannþráð einum fata, og voru þær flestar að nudda sér upp við karlkynið og stundum kvenkynið líka. Það datt af mér andlitið nokkrum sinnum yfir þvó orðbragði, myndum og boðskap sem þarna var um að ræða.

Ég er ekki að mæla með ritskoðun  né neinu slíku, en við höfum aðgang að stöðvum eins MTV, VH1 og fleiri sem senda svona út, yfirleitt þarf að kaupa áskrift af þeim og finnst mér það sama eigi við um þetta sem og PoppTV, sem er reyndar hægt að setja lás á.

Slæmt finnst mér að McDonalds sé að heilaþvo börnin okkar rétt fyrir barnaefni, en hafið þið kynnt ykkur það sem er áður en barnaefnið hefst??

Íslendingar þurfa að læra að forgangsraða.


mbl.is Auglýsa skyndibita á undan barnatíma RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísis spjallið er risið upp dauðum

Loksins hafa vísis menn haft fyrir því að laga spjallið. Í kvöld gat ég loksins loggað mig inn!! Bara svo að þið vissuð að því, því ég veit að margir vísis noktendur skoða bloggið mitt.

Gutti reyklausi dagur #3

Ég hef aldrei verið jafnlítill í mér og í dag, "macho-ið" mitt er handónýtt eftir að ég tók smá próf hjá Henry bloggvini mínum, sem mælir út hversu mikill karlmaður þú ert eða hversu mikil kona þú ert í hugsun.  Þar kom í ljós að ég er ekki með snefil af karlmennsku og er gerilssnyeddur öllu kveneðli líka. Ég er hálf miður mín eftir þessa niðurstöðu, ég veit ekki lengur hvað ég er ... hvorukyns geðklofinn tvíkynhneigður hlutur sem 0% af karli og konu.

Þetta er niðurstaðan sem ég fékk úr þessu prófi:

Your personal brain score:


 

Ég með hausverk!Crying grátlegt ekki satt??

Umrædda próf er hægt að taka hér.


Það var ekki á það bætandi að missa það litla sem ég hafði af "macho-inu" mínu, ef ég má kalla það slíku nafni. Fráhvarf, bleikir fílar, sviti og handskálfti fannst mér nóg um. En nú er ég ekki karlmaður lengur - ég veit ekki lengur hvað ég er. 

Ég vona að ég sé að rangtúlka þessa niðurstöðu, en vegna slæms nigótínsskorts er ég ekki með skýra hugsun.

Þar sem eru til afar fáar myndir af mér skissaði ég þessa upp af sjálfum mér,  í Mi¢ro$oft-Paint á örskotsstundu ...  


Kristinn húmor ... eða þannig!

Einn vinnufélagi minn lét mig í té þennan líka ágæta brandara. Hann kann að vera rassistalegur, guðlaus og á ensku. Hann er samt góður! LoL

HEAVEN is when
The police is English
The cook is French
The mechanics is German
The lover is Italian
Everything is organized by Swiss

And there are absolutely NO Belgium drivers

HELL is when
The police is German
The cook is English
The mechanics is French
The lover Swiss
The driver Belgium
and everything is organized by Italians.

Við sem erum trúuð verðum að hafa smá húmor fyrir sjálfum okkur. En kannski er alvarlegt nigótín fráhvarf að hrjá mig ... hver veit ... ég sé ennþá bleika fíla.  Shocking

En annað, eins og góð vinkona mín segir alltaf:

Góðar stundir.  Wink

Breyttu hóruhúsi í bænahús !

Samkvæmt þessari frétt af vísi.is

Þar segir m.a.:

Mikil vakning er nú í safnaðarheimili í Ármúla 23 þar sem reglulega eru haldnar fjölmennar samkomur fólks sem hefur frelsast til guðstrúar. Flestir eiga safnaðarmeðlimirnir það sameiginlegt að hafa lent upp á kant við lögin fyrr á lífsleiðinni. Húsnæðið sem hýsir bænahúsið var mikið í fréttum í fyrra þegar því var slegið upp í DV að þar væri rekið vændishús.

Í þætti á kristilegu sjónvarpsstöðinni Omega er nú í spilun viðtal við einn forsprakka safnaðarheimilisins þar sem hann segir frá vændishúsarekstrinum. Í viðtalinu rekur hann sína sögu en hann glímdi við eiturlyfjadjöfulinn í mörg ár og gerðist margsinnis brotlegur við lögin.
Hann lýsir því meðal annars í spjalli við þáttastjórnandann að þegar hann losnaði úr fangelsi eftir að hafa afplánað margra ára fangelsisdóm hafi hann tekið til við að reka vændishús. Hann segir einnig að vændishúsið hafi verið í Ármúla 23, í sama húsnæði og nú hýsir safnaðarheimilið.

Þetta finnst mér ótrúlega lofsvert framtak. Þetta kallar maður að snúa hlutunum í andhverfu sína! Ekki veit ég hverjir standa að þessu, en megi Guð blessa þá margfaldlega fyrir þessi myndarlegheit! Halo

Þeim er nær!

Sorrý, en mér finnst þessi hjón eiga þetta skilið. Þau daðra við hvort annað á netinu, segja hvort annað 'sálufélaga' og það endar með því að þetta eru hjónin sjálft sem eru að daðra við hvort annað!

Ritað er:

Matteusarguðspjall 5:32
En ég segi yður: Hver sem skilur við konu sína, nema fyrir hórsök, verður til þess, að hún drýgir hór. Og sá sem gengur að eiga fráskilda konu, drýgir hór.

Þá er spurningin, voru þau að halda framhjá eða ekki? Ég persónulega er ekki búinn að átta mig á því! Tounge hehehe ...
mbl.is Daður á netinu endar með skilnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðuleg ákvörðun og skítalykt af henni

Mér finnst eins og öll kurl séu ekki kominn til grafar í þessu máli. Hinir fjórir þegja þunnu hljóði, sem mér finnst grunsamlegt - afhverju stóðu þeir ekki að baki félaga síns? Hvaða hagsmunir eru þarna á ferðinni, og afhverju er dagskrástjórinn að taka ákvarðanir fyrir hönd fimmmenninga?

Ég kem til með sakna Randvers, þótt ekki mikið færi fyrir honum þá var hann samt góður leikari.

Megi Bogi og Örvar hvíla í friði, og minning þeirra verður ódauðleg.

mbl.is Randver hættir í Spaugstofunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afbragðs hugmynd !

Gott hjá Geir Jóni, hann kemur þú með lausn sem eitthvað er kjöt á. Bæði að þetta sparar ríkinu stórfé og mannskap á næturálagi, og þetta boðar boðskapinn um Jesúm Krist.  Halo

Ég tek ofan fyrir Geir Jóni fyrir þetta myndarlega framtak, og einnig að hafi þann kjark til þess að lýsa svona yfir þar sem guðleysi ræður ríkjum.  Pinch


mbl.is Geir Jón telur trúboð leysa miðborgarvanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð blessi minningu þessa snillings

Ég vil votta þessum stórsöngvara og snillingi alla mína virðingu. Ég sé heilmikið eftir honum og harma að slíkur ótrúlegur snillingur sé fallinn frá. Guð blessi minningu Pavarotis, og megi minning hans lifa áfram.

mbl.is Pavarotti borinn til grafar í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að syngja þjóðsönginn

Ég hef bara eitt að segja um þetta, þessum brandara var mér sagt í vinnunni í dag.

Guð gaf karlmönnum typpi og heila, en það sem gleymdist er gera ráð fyrir nógu miklu blóðflæði til þess að þessi tvö líffæri starfi samtímis!  LoL

Þetta sagði Robin Williams eitt sinn um karlmenn.

Annars vona ég að Daniel Radcliffe hafi betur stjórn á blóðflæði sínu í framtíðinni.  Whistling

 


mbl.is Radcliffe óttaðist holdris
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 588901

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband