Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Enn og aftur hækkun!

pumping-gas.jpgÉg vona bara að smærri olíufélögin sjái sóma sinn að hækka ekki sín verð.

 

 

 

 

 

 

Vona ég að minnsta kosti! 


mbl.is Eldsneyti hækkar um 3-6 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ásmundur Jóhannsson er hetja!

Ekki alls fyrir löngu stóð ég fyrir undirskriftarsöfnum til stuðnings Ásmundi Jóhannssonar. Ég er búinn að taka saman listann og senda til þingmanna Frjálslyndaflokksins sem og annarra. Ég rakst á frétt á DV.is sem segir eftirfarandi:

Ásmundur Jóhannsson, kvótalausi sjómaðurinn frá Sandgerði sem DV hefur greint frá undanfarið, hélt til veiða í dag. Samkvæmt upplýsingum dv.is hefur Ásmundur snúið bát sínum í land, en hann svaraði ekki kalli Landhelgisgæslunnar þegar afskipti voru höfð af ferðum hans.

Ásmundur hefur sagt kvótakerfinu stríð á hendur og á hann sér marga stuðningsmenn í aðgerðum sínum. Þá var hann hylltur sem hetja þegar hann sigldi í höfnina á Sandgerði um miðjan júlí síðastliðnum með 700 kílóa afla, en lögreglan og fulltrúar frá Fiskistofu tóku á móti honum í höfninni auk stuðningsmanna.

Lögreglan tók skýrslu af honum þann 16. júlí síðastliðinn, en þar áður höfðu Fiskistofa og Landhelgisgæsla Íslands ekki haft afskipti af honum áður.

Tilvitnun lýkur.

Nú er spurningin hver næstu skrefin verða, og vænti ég þess að heyra frá mínum mönnum von bráðar. Gaman væri að heyra ykkar álit á þessu máli.

 


Loksins aðgerðir - og svona hefur verðið þróast!

Ég tek ofan fyrir Gísla Tryggvasyni, talsmanni neytenda. Loksins maður sem sinnir sínu starfi! Þótt ég sé samt ekki bjartsýnn á nein kraftaverk í þessum efnum, þá fær Tryggvi 10 viðleitni.

En lítum að aðeins á þessa þróun, ég tók þessar upplýsingar af shell.is og skellti þeim tölum inní Excel svo úr varð úr þetta súlurit. Shell eru þeir einu sem veita svona gamlar upplýsingar. Ég hafði ekki tíma til þess að telja dísilinn með en þetta er þróunin á 95okt bensínverði frá 04. jan til dagsins í dag.

 

Bensínverð

Hefur þetta svo lækkað eitthvað ? NEI!!! Takk kæri Tryggvi og Guð blessi þig!

 


mbl.is Olíufélög boðuð á fundi um verðmyndun gagnvart neytendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undirskriftarsöfnun til stuðnings Ásmundi Jóhannssonar

Sláum í borðið og segjum nei við óréttlætinu!!Það kom einhver sem kallar sig "Aðdánandi Ásmundar" í síðustu grein minni og spurði af hverju væri ekki undirskriftarlisti til stuðnings Ásmundar. Ég varð við þessa frábæru hugmynd hans og stofnaði slíkan lista sjálfur.









Undirskriftarlistann er að finna hér: 

http://www.petitiononline.com/mod_perl/signed.cgi?asmundur
 

Ég mun svo tala við nokkra þingmenn sem munu vonandi aðstoða mig við koma þessu til réttra aðila og hvernig ég stend að því.

En ég hvet alla til þess að skrifa undir og mótmæla mesta óréttlæti íslandssögunnar, því ekki viljum við sjá Ásmund fara í steinin ... eða hvað? 

Ég tók eftir að ekki allir vafrar styðja íslenska stafi, þess vegna birti ég þennan texta sem er inná undirskriftarsöfnunni fyrir þá sem lenda í því, þetta er erlend síða sem ræður afar illa við íslenska stafi:

Með undirskrift minni lýsi ég undirrit-uð (aður)yfir stuðningi við framlag
Ásmundar Jóhannssonar gegn kvótakerfinu.  Íslensk stjórnvöld höfðu skuldbundið
sig til að hlíta úrskurði Mannréttindanefndarinnar. Í stað þess að gera það
brjóta þau mannréttindi á öldnum sjómanni, því viljum við jafnframt mótmæla. 

Ég hvet alla landsmenn til þess að taka þátt í þessu, sama hvaða flokk þið tiheyrið.  Smile

Með Guðs hjálp og ykkar getum við forðað Ásmundi frá harkalegum aðgerðum stjórnvalda!


mbl.is Bátur á ólöglegum veiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rær fyrir réttlætinu!

Þetta er reyndar ekki Ásmundur, en myndin er við hæfiÉg tek ofan fyrir hvunndagshetjunni Ásmundi Jóhannssyni, hann gefur stjórnvöldum langt nef svo um munar gegn kvótakerfinu. Það sem er skýrt mannréttindabrot að mati erlendra dómstóla, á hann kannski eftir að sitja inni fyrir. Sem væri auðvitað þvílík þversögn að hálfa væri nóg.

Ég tók eftir að góðvinur minn og ásatrúarmaður Sigurður Þórðarson samdi soldið skemmtilega sjóferðarbæn að hætti ásatrúarmanns fyrir Ásmund, hér er mótleikur minn við því:

Sjóferðabæn:

"Ég heiti á Drottinn allsherjar að fylgja nú þeim góða dreng Ásmundi Jóhannssyni í þennan róður, hann megi afla vel og kraftur þeirra megni að kvótakerfið leggist af, svo hjálpi mér Drottinn Guð minn allsherjar".

Guð blessi þessa hetju sem berst fyrir réttindum okkar allra. Og sem suðurnesjamaður, verð hreykinn að sjá svona hetju að verki!

 


mbl.is Mótmælir kvótakerfinu með veiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ekki bara gott mál?

Kannski er þetta einmitt það sem íslendingar þurfa þessa stundina. Að hleypa erlendum fjárfestum inní landið og auka erlent peningaflæði um leið. Auk þess þar sem þetta kemur til með að skapa fjöldann allan af störfum, sem er einmitt það Húsvíkingar þurfa eins og er. Annars enda þeir á Íslandskortinu sem sumarbústaðabyggð!

Annars má samt benda á staðreynd úr vísis fréttinni um sama mál:

Össur vildi ekki tjá sig um málið, en þess má geta að flokkur hans, Samfylkingin, vildi fyrir síðustu kosningar fresta öllum stóriðjuframkvæmdum í allt að fimm ár.

hmmm ... ???  FootinMouth

Jæja. þetta er þó betra en heimskuleg áform um einhverja heimskulega olíuhreinsistöð!


mbl.is Samkomulags um Bakka vænst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins góð tíðindi!

En hverjum er það þá að þakka? Ríkisstjórninni? Nei. Holl samkeppni hjá lágvöruverslunum miklu frekar, eftir bensín hækkunina í gær þá veitir ekki af svona fréttum. Cool
mbl.is Bónus og Krónan lækka vöruverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðasti bjartsýni Íslendingurinn: Geir hin Harði

Samkvæmt síðustu könnunum erum við sem þjóð ekki eins bjartsýn og Geir hin Harði. Eftir að hafa verið talinn bjartsýnasta þjóð í heimi í áraraðir er komið annað hljóð í skrokkinn. Og má breyta þessum orðum Geirs þar sem hann segir:

 Íslendingar hafi árið 1969 tekist á við einhverja erfiðustu kreppu síðustu áratuga vegna aflabrests og verðhruns á erlendum mörkuðum.

Verum bara raunsæ og umorðum þetta:

Íslendingar hafi árið 2008 tekist á við einhverja erfiðustu kreppu síðustu áratuga vegna aflabrests og verðhruns á erlendum mörkuðum. 

Er þetta fjarri lagi hjá mér? 


mbl.is Forsætisráðherra bjartsýnn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir og Solla höfðu þá rétt fyrir sér!

Ja hérna! Ég fæ greinilega loks skilið af hverju Geir og Solla leigðu sér einkaþotu ... það er greinilega ódýrara en nokkuð annað! Gasp En hvað gerir svo þessa ágæta ríkisstjórn? Nákvæmlega ekki neitt! Þau þurfa þess ekki vegna innleiðingu á einkaþotu notkunar. GetLost

Lengi lifi reiðhjólin ....  !!! 


mbl.is Eldsneyti hækkar um 6-7 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lélegt svar!

Þetta svar hæstvirts sjávarútvegsráðherra er svona svo innihaldsrýrt að það er ekki fyndið. Hann segir:

[]... að efnt verði til allsherjarskoðunar á fiskveiðistjórnunarkerfinu í náinni framtíð með breytingar í huga þannig að komið verði til móts við kröfur nefndarinnar eftir því sem unnt er.  []

Í fyrsta lagi hafa engar slíkar hugmyndir komið fram frá honum né ræddar við nokkurn mann. Enginn lausn er í sjónmáli sem sé. Í öðru lagi þarf "umbyltingu í einum vettvangi" ef á laga þetta óréttlæt sem kvótaekrfið er.

Hvert er maðurinn að fara með þessu? Ég vona að mannréttindanefnd sameinuðu þjóðanna sendi Einari K. svarbréf ásamt skömmum um innihaldsleysi!


mbl.is Svar sent til mannréttindanefndar SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 587920

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband