Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Ég missti vinnuna í dag!

Ég er einn af þeim sem var sagt upp eftir tveggja ára starf hjá Kaupþing. Það er með miklum söknuði og trega sem ég kveð þennan góða vinnustað. Þeirra einstaklinga sem ég vann með kem ég til að sakna mikið og ber þeim öllum kveðju mína.

Ég er þá atvinnulaus frá og með deginum í dag, og leita til ykkar lesenda minna um ábendingar um vinnu. Ég er margmiðlunarfræðingur að mennt og alhliða tölvunörd og listamaður. Þið þurfið ekki að setja neitt í athugsemdakerfið heldur er einnig hægt að senda mér tölvupóst á: haukurba@gmail.com og sendi ég þá tilbaka upplýsingar sem til þarf, þ.e.a.s. ferilsskrá og annað sem er nauðsynlegt. 

Ég sendi hér í gær bænarbréf til kristna bloggvina minna, viðbrögðin stóðu ekki á sér og var ég djúpt snortinn yfir yndisleik trúsystkina minna. Guð blessi ykkur fyrir það! Crying

En ekki er þetta heimsendir og er ekkert öruggt í þessum heimi, ég lít á þetta sem nýtt tækifæri til nýrra og góðra verka.  Cool


mbl.is Um 150 missa vinnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt og jákvætt klukk komið í gang ...

Linda!Nýtt klukk er komið í gang, og að þessu sinni er það með öðru sniði. Lindu vinkonu datt þetta í hug, og finnst mér þetta frábært hjá henni. Hún segir á bloggi sínu:

Ég veit að í allri þessari neikvæðni á þessum ögurtímum landsins okkar þá er stundum erfitt að sjá það góða í okkar umhverfi.  Svo ég ákvað að skella inn 10 blessunum í mínu lífi og þakka fyrir þær í leiðinni.


Tökum þetta á léttu nótunum eins og hún segir og þökkum fyrir það sem við getum verið þakklát fyrir og hér koma þær tíu blessanir sem ég er þakklátur fyrir í mínu lífi:  

  1. Yndisleg eiginkona mín, sem ég gæti ekki lifað án.
  2. Börnin mín, það er auður sem eigi er hægt að telja og ríkidómur sem enginn getur skákað.
  3. Trúin er mér stoð og stytta, og er ævinlega þakklátur Guði fyrir að hugsa um mig.
  4. Foreldrar mínir eru hreint frábær, sérstaklega á þessum erfiðu tímum.
  5. Vinir mínir sem og bloggvinir eru yndislegir og ég er svo þakklátur fyrir þá.
  6. Lífið sjálft sem Guð gaf mér, og er það mitt að gera það besta sem ég get með það líf.
  7. Að eiga á milli hnífs og skeiðar í hverjum mánuði.
  8. Systur mína, hún hefur alltaf alið mig upp og ég hana.
  9. Hvert einasta bros sem ég sé á förnum vegi gleður ætíð litla hjarta mitt.
  10. Þá sem nenna að leggja leið sína á þetta blogg mitt og lesa vælið í mér, sem mér að öllu óskiljanlegt!

Nóg um það, ég klukka:
Öddu í Laugatúni, Andrés Björgvin Böðvarsson, Ágúst Böðvarsson, Sigurð Þórðarson, Jóhönnu Magnúsar og Völudóttur, Svan Gísla Þorkelsson, Hippókrates, Valgeir Mattías Pálsson, Theódór Norðkvist og Svavar Alfreð Jónsson.

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn! 

Guð blessi ykkur öll!


Seljum ekki frá okkur stoltið!

Skaðvaldur ÍslandsAlmenningur verður að taka við sér og mótmæla svona rugli, þiggjum ekki blóðpeninga frá Darling honum Brown. Rasismi gegn okkur íslendingum er orðinn veruleiki sem er Gordon Brown að kenna og gæti ég bent á alls kyns fréttir í þeim efnum, en ég held að það viti allir hvað ég er að tala um. Aldrei þessu vant er ég sammála Steingrími J. Sigfússyni.

Ef ég ætla að búa til snjókarl, þá byrja ég á því að gera snjóbolta. Þess vegna hvet ég alla sem þetta lesa að skrá sig á þennan undirskriftarlista. Þarna stendur:

Hjálpið okkur að stöðva misbeitingu hryðjuverkalaga

Gordon Brown beitti hryðjuverkavarnarlögum gegn Íslendingum á óréttmætan hátt til að þjóna pólitískum skammtímahagsmunum sínum. Þetta hefur breytt grafalvarlegri stöðu í efnahagshrun, sem snertir fjölskyldur á Íslandi og á Bretlandseyjum. Hjálpið okkur að fyrirbyggja frekari skaða með því að taka þátt í þessari undirskriftasöfnun núna.

Smella hér fyrir undirskriftarlistann!

Mótmælum þessum fáránlegu aðgerðum Breskra stjórnvalda! Angry


mbl.is Líkir Bretaláni við fjárkúgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við getum breytt þessu ástandi til hins betra!

fanar.jpgÍslenska fjármálakerfið er að fara í gegnum mikla endurnýjun, allt það sem undan hefur gengið hefur meira og minna mistekist. En er öll von úti, erum við kominn á heljarþröm? Nei.

Þrátt fyrir þessi gífurlegu lán sem næstu kynslóðir eiga eftir að borga af, fyrir tilstuðlan óábyrgrar efnahagsstjórnar undanfarna ára og nokkurra stuttbuxnadrengja. Þá höfum við enn tækifæri og þau eigum við að nýta.

Hvernig gerum við það? Hér eru nokkrar hugmyndir sem ég spann upp úr eigin höfði:

Verum öðrum fyrirmynd
Í heiftugum milliríkjadeilum eins og um daginn, þar sem við vorum sett í sama hóp og hryðjuverkamenn, þá opnast tækifæri fyrir okkur að sýna heiminum að við erum þeim betri. Hefnd er aldrei svarið. Og bið ég fólk að leggjast niður á sama plan og tjallarnir, því ef við sýnum þá fyrirmynd að beita ekki ofríki þeim sem eru af öðru þjóðerni. Ég er ekki að segja að við eigum að láta vaða yfir okkur, en mér ofbýður alveg þegar ég les um það í fréttum að íslendingum er mismunað vegna þjóðernis. Og spyr ég þá á móti, þurfum við virkilega að svara í sömu mynt?

Fjölskyldan hefur gleymst
caring.jpgÞað verður að segjast eins og er að við höfum ekki verið sérstaklega góð fyrirmynd undanfarinn ár. Við höfum alveg gleymt okkur í lífgæðakapphlaupinu og gleymt að hlúa að þeim sem eiga eftir að hugsa um okkur í framtíðinni. Allir hafa keppst við að eignast einhverskonar stöðutákn, í formi húsbíla, jeppa, flatsjáa eða jafnvel GSM síma. Allt hefur snúist um veraldlega hluti og eiga nóg af þeim.

Í öllu þessu hefur fólk verið of þreytt og sest fremur niður fyrir framan 40" flatskjáinn sinn og leigir sér mynd í gegnum ADSL tengingu sína eða horfir á fréttir í gegnum gervihnattardiskinn. Ef börnin eru ódæl og til ama þá hefur þeim verið plantað fyrir framan þessi sömu tæki og Playstationið eða Cartoon Network sett í gang. Allir eru hættir að talast við, og enginn hittir einu sinni nánustu fjölskyldumeðlimi lengur nema að dauðsfall beri að garði. Þessum getum við breytt og þarf ég ekki að tíunda upp hvernig!!

Veljum íslenskt
Veljum íslenskt og allir vinna!Þessi vísa er mjög oft kveðinn, enda er hún góð. Því þetta er alfarið á ábyrgð neytenda sem við getum lagað ástandið. Með því að velja íslenskt þá erum við ekki háð gjaldeyrisviðskiptum og sköpum störf hér innanlands sem og aflar hann gjaldeyris ef við flytjum vörurnar út. Með því að auka viðskipti með innlenda vörur getum við komið undir okkur stoðum sem hægt er að byggja á.

Söfnum fyrir hlutunum
Fáar þjóðir í heiminum lifa eins mikið á kredit reikningum eins og íslendingar. Reynum að spara og safna fyrir hlutunum til tilbreytingar! Þetta segir sig soldið sjálft ekki satt?

Endurnýjum hugarfarið og endurskoðum siðgæðismat okkar
jesus-crucified.jpgÍsland hefur verið byggt og mótað eftir hugmyndum kristindómsins í gegnum aldirnar. Við íslendingar höfum alltaf reynt að fara eftir boðskap biblíunnar: "elskaðu náungann eins sjálfan þig" eins og hægt er. En undanfarna áratugi hefur sá grunnur sem landið byggðist á verið kipptur undan okkur. Í dag er kalt lögmál Darwins orðið allsráðandi eða "sá hæfasti lifir af", og er bergmálað út af annað hvort trúleysingjum eða öðrum trúarbrögðum.

Þessir hópar hafa gagnrýnt kristni niður í kjölinn og telja sig hafa fundið fullkominn sannleika með því aðeins að stóla á sjálft sig. Í mínum bókum heitir það hroki, því enginn kemst hrakfallalaust í gegnum lífið án einhverrar aðstoðar. Trúin er ein af grunnþörfum mannsins, hvort sem þú trúir því að Guð sé til eða ekki. Því þarf mikla trú á báða vegu, þ.e.a.s. að afneita Guði eða fagna honum í líf sitt. Þá vel fremur seinni kostinn, því ófullkominn er ég, en reyni hvað ég get til þess að verða betri, það geri ég með því að leita náðar hjá fullkomleikanum, þ.e.a.s. Guði.

Við höfum nú tækifæri til þess að breyta þessu tilbaka eins og við vorum. Í stað kuldalegs hroka sem hefur einkennt landann undanfarinn ár, þá getum við snúið þessu uppí kærleika. Því kærleikurinn er sterkasta vopnið og er ekkert annað vopn sem er jafnvel brýnt og smýgur inní vitund allra sem verða á vegi þess. Ein lítil bæn getur breytt öllu.

Sýnum heiminum hvað í okkur býr, snúumst á veg kærleikans á ný, sinnum þeim fátæku og þeim sem eiga um sárt að binda. Við byrjum á okkur sjálfum og látum svo jákvætt hugarfar okkar smitast til annarra þjóða sem eiga eftir að taka okkur sem fyrirmynd.

Öll von er ekki úti þótt erfitt sé, elskum hvort annað - stundum þarf ekki meira til. Smile

Guð blessi ykkur öll og þakka ég fyrir lesturinn.


mbl.is Óska eftir 6 milljörðum dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítil bæn getur breytt mörgu ... hefjum upp bænaherferð fyrir Íslandi!

Svona mætti taka upp hér á Íslandi eins og þessi þýski prestur gefur fordæmi fyrir, afmarkaður staður þar sem t.d. væri boðið uppá fyrirbæn eða fólki veitt friður til þess að leita Guðs og náðar hans fyrir fólk í fjárhagserfileikum. Því ekkert sem ég veit um getur hjálpað manni í gegnum erfileika og bæn til Drottin, það er ekki mikið sem þarf til þess að gera manns eigið líf og annarra þolanlegri á krepputímum.

Í fréttinni stendur:

Jeffrey Myers, sem eitt sinn vann í banka í Kansas City í Bandaríkjunum, hefur tekið frá eitt horn í kirkjunni þar sem fjármálamenn geta sest niður, beðist fyrir og kveikt á kerti.

Lifandi vatn Guðs getur tendrað bál !Eins og sést berlega í þessari frétt þá þarf ekki meira en eitt lítið horn. Og ég sem sjálfur er að lenda í þessum hörmungum alveg eins og allir aðrir landsmenn, megum ekki gefa upp vonina.

Ég bið ykkur í einlægni um að gleyma ekki þeim sem minna mega sín, þeim sem eiga virkilega eiga um sárt að binda og þarfnast hjálpar miklu meira heldur en aðrir, því næstu mánaðarmót verða mörgum þung og er ekki víst að allir eigi fyrir skuldum sínum eftir öll þessi áföll.

Ég ítreka ég orð mín við öll trúsystkini um gjörvalt Ísland, að biðja fyrir lausn á þessari kreppu, því "sameinaðir stöndum vér, og sundraðir föllum vér" eins og Jón Forseti sagði forðum. Biðjum fyrir þessari þjóð!

Því ritað er og gleymum ekki:

Mat 18:20
"Því að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra." 

Ef Jesús er sjálfur mitt á meðal okkar eins og í ofangreindu versi, þá skaltu vita að bæn þín er ekki einskinsverð og hún virkar ennþá í dag! Það þarf ekki meira til og hvet ég ykkur til þess að leita náðar Guðs á þessum erfiðu tímum.

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.


mbl.is Biður fyrir bankamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann gekk svo langt að ráðist er á íslendinga í Bretlandi!

Brown - skaðvaldur Íslands!Svei þér Gordon Brown! Þú hefur afrekað miklu á örfáum dögum, og þá meina ég því hatri sem hefur kviknað gegn íslendingum sem búa í Bretlandi með gáleysislegum orðum þínum. Meira að segja er farið að selja haturs stuttermaboli gegn Íslandi á netinu. Pinch Sick Þökk sé þér!

Var ekki nóg að slá seinasta naglann í líkkistu okkar hagkerfis? Nægði ekki að beita á okkur hryðjverkalögum og fara með okkur eins verstu Talíbana?

Sumir íslendingar verða nefnilega fyrir barðinu á kynþáttahatri vegna orða þinna herra Brown. Helga Guðrún sem býr í Nottingham hefur einmitt orðið fyrir slíku. Núna situr hún heima hjá sér með tvo lögreglubíla fyrir utan húsið hennar. Af hverju?

Hún segir í grein sinni:

Ég var rétt í þessu að ljúka samtali við lögregluna. Þeir ætla að vakta húsið okkar í nótt. Tvisvar í kvöld voru kölluð ókvæðisorð og hótanir til okkar og einhver kom alla leið upp að framdyrum til að sparka og brjóta tómar mjólkurflöskur sem ég var nýbúin að setja útfyrir.

Lögreglan hér tekur þetta álíka alvarlega og um hryðjuverkahótun væri að ræða. Ég held að engin Íslendingur á Íslandi geri sér grein fyrir ástandinu hérna í dag. Hatrinu á Íslendingum og öllu því sem íslenskt er.

 Svo lýsir hún þessu betur í athugasemdarkerfinu á blekpennum.com

Þetta er hreint skelfilegt og verður verra með hverjum fréttatíma. Að heyra að nágrannar mínir verði að borga þetta lúxuslíf örfárra Íslendinga og skólar, íþróttafélög og góðgerðarstofnanir hafi tapað öllu sínu til íslensku þotustrákanna er ólýsanlega sárt og erfitt að heyra.

Nú í þessum skrifuðu orðum eru tveir lögreglubílar parkeraðir fyrir framan húsið mitt svo öryggi okkar er vonandi tryggt í nótt.

Svona lagað á ENGINN að þurfa upplifa, og ætti aldrei að þurfa að leita til lögregluyfirvalda til þess að leita sér verndar af því þú ert af einhverju ákveðnu þjóðerni, í þessu tilfelli íslendingur!

Mér var réttilega bent á að hvetja íslendinga til þess að leggjast EKKI á svona lágkúrulegt plan, komum fram af tilskilinni virðingu við alla Breta og látum þá ekki gjalda þess að vera "vondir" vegna þjóðernis þeirra. "Auga fyrir auga, og tönn fyrir tönn" er ekki lengur við lýði. Sýnum þessari siðmenntuðu þjóð, hvor er siðmenntaðri.

Geir hin harði hafði rétt fyrir sér þegar hann segir í þessari viðtengdu frétt:

"Brown gekk allt of langt"

Bæn mín er hjá öllum íslendingum sem búa í Bretlandi þessa daganna, og vona ég að um einstakt tilfelli sé að ræða. En ég er bara þannig gerður að stundum er eitt tilfelli nóg! Angry Skammastu þín Gordon Brown!!!


mbl.is Brown gekk allt of langt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blindur fær sýn ... bókstaflega!

Ég er auðmýktur og þakklátur. Dýrð sé Guði að hafa gefið okkur vesælum mönnum læknavísindin, undanfarna daga hef ég verið að uppgötva hve fögur veröldin er, og er að sjá alla hluti í nýju og betra ljósi. Meira að segja brá mér þegar ég leit í  spegil og sá þar allt í einu einhvern karl sem ég hafði aldrei séð svona vel. Furðulegt alveg og er ég ennþá að venjast þessum skrítna karli í glerinu! Tounge

Allt umhverfi hefur tekið á sig nýja og skýrari mynd, börn mín og eiginkona eru mun fallegri en ég hef séð áður. Og þess vegna hefur sál mín fagnað undanfarna daga, alveg eins og ljóði Davíðs:

Davíðssálmur 103:1-4

Hann fyrirgefur allar misgjörðir þínar,
læknar öll þín mein,
leysir líf þitt frá gröfinni,
krýnir þig náð og miskunn.

saklausaugu.jpg


Að sjá alla Guðs sköpun með nýjum augum er stórkostlegt og þakka ég Drottni mínum fyrir það. Læknar nútímans geta gert stórkostlega hluti og aldrei hefði ég trúað að svona lítil aðgerð myndi breyta svona miklu.

Áður en ég fór í þessa aðgerð þá var ég með fæðingargalla, linsurnar í augunum á mér voru beyglaðar á þá leið að ég sá hitasvið eða það sem mann í dag kalla "árur", og hefur sá galli verið leiðréttur. Nú sé ég ekki lengur þegar konur eru á blæðingum eða þegar einhver meiðir sig í stóru tánni eins og hér áður. Úfff ... Pinch

Því allir verkir breyttu hitasviðinu og sá ég alltaf þær breytingar. Þetta fyrir minn smekk var OF mikið af upplýsingum, og vildi ég ekki sjá svona alla daga. Ég sé þetta ekki lengur og eru þá konur óhultar fyrir hnýsnum augum sem sjá hluti sem koma þeim ekki við. Og verð ég að segja að ég er þakklátur fyrir að vita ekki af sumu eins og loftverkjum hjá öllum í kringum mig. Ég er þá orðinn venjulegur maður ef það hugtak er til. Pouty

Hönd Drottins var greinilega í öllu þessu, því loksins stend ég undir nafni og sé eins og Haukur. Ég er kominn með fullkomna sjón og gerði læknirinn prufur á mér í þeim efnum, ég sé betur en ég átti að gera og kom það lækninum jafn skemmtilega á óvart og mér. Smile

Eiginkona mín fór í svona aðgerð fyrir rúmu ári síðan, og er sama sagan að segja um hana. Hún  er hætt að fá hausverk og annað við lestur og er allt önnur eftir þessa breytingu. Og Guði sé lof fyrir stéttarfélög sem borga svona rándýra aðgerð niður! Annars hefði okkur aldrei tekist þetta!

Guð blessi ykkur öll, og njótið fegurðarinnar sem þessi heimur og land okkar býður uppá. Á tímum kreppu og mikillar lægðar, er gott að hugga sig við það sem hægt er að vera þakklátur fyrir, og gleymum við mennirnir því alltof oft.

Góðar stundir og þakka ég lesturinn.


Taedium apices bloggus ...

broken-glasses1.jpgAfskapleg bloggþreyta hefur hrjáð mig undanfarið, og svo reyndar líka hreint tímaleysi að sinna þessum ágæta miðli.

En ég fer reyndar núna næst komandi fimmtudag í laseraðgerð á augum mínum. Og verð þar með sambandslaus í nokkra daga, því ég á eftir að fikra mig um með hvítan staf og verð fyrir vikið ólæs á tölvu í smá tíma. Cool

En mikið verð ég nú feginn að losna við gleraugun fyrir fullt og allt! Smile

Er ekki annars ritað:

Matt 15:13
"Ef blindur leiðir blindan, falla báðir í gryfju" Tounge

Ég hef ekkert vitrænt fram að bera eins og er, en er að undirbúa nokkrar greinar sem eiga eftir að vekja áhuga marga. Sé ykkur betur eftir nokkra daga!

 

P.s. fyrisögnin þýðir: "ég nenni ekki að blogga", en latínan er svo ryðguð hjá mér að það má endilega leiðrétta þetta ef vitlaust er.  :)


Enn og aftur hækkun!

pumping-gas.jpgÉg vona bara að smærri olíufélögin sjái sóma sinn að hækka ekki sín verð.

 

 

 

 

 

 

Vona ég að minnsta kosti! 


mbl.is Eldsneyti hækkar um 3-6 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæn mín er hjá ljósmæðrum

Ég vona að bið fyrir því að þessari deilu ljúki sem fyrst og allir aðilar gangi sáttir frá borði. Sjálfur varð ég yfir mig hneykslaður þegar fjármálaráðherra hæstvirtur ætlar að stefna ljósmæðrum og þvinga þeim sem sögðu upp til vinnu aftur. Það er algjör skömm af fjármálaráðherra að mínu mati!

Í fáum tungumálum, nema íslensku er að finna jafn fagurt orð yfir þessa starfsstétt. Orðið ljósmóðir finnst mér afar fagurt sem lýsir þeirra göfuga starfi afspyrnu vel.  Ef við berum þetta t.d. saman við ensku útgáfuna þá er að finna orðið "midwife" sem er ekki eins fagurt og íslenska útgáfan.

En ég lýsi yfir fullum stuðningi við ljósmæður, og hef þær konur sem eru óléttar núna í bænum mínum og bið þess að allt fari vel þrátt fyrir ljósmóðurskortinn.


mbl.is Fundur að hefjast með ljósmæðrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 588687

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband