Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Hefur þú ekki efni á Eagles?

Þá vil ég benda á að það eru til ódýrari og mjög góðir tónleikar sem standa til boða.

Tónleikar til styrktar Kaffistofu Samhjálpar verða í Háskólabíó 19. mars nk. kl. 20.
Árið 2010 var haldin tónleikaröð á Kaffistofu Samhjálpar undir heitinu Fullt tungl.

Í hverjum mánuði komu fram listamenn sem gáfu vinnu sína og fluttu skjólstæðingum kaffistofunnar allt það besta sem þeir eiga í fórum sínum. Gleði og þakklæti viðstaddra var mikil, enda hafa margir þeirra ekki efni á að sækja tónleika að öllu jöfnu.

Þeir tónlistarmenn sem því gátu við komið, munu koma fram á tónleikunum í Háskólabíói, þeir eru:

  • Blússveit Þollýjar,
  • Ellen Kristjánsdóttir og Pétur Hallgríms.,
  • Ferlegheit,
  • Fjallabræður,
  • Hjálmar,
  • KK.
  • Siggi Kafteinn,
  • Sniglabandið,
  • U.N.G.


Kynnir á tónleikunum er hinn bráðskemmtilegi og töfrandi Bjarni „töframaður“.

Miðasala fer fram á skrifstofu Samhjálpar að Stangarhyl 3 í Ártúnsholti, pöntunarsími 561 1000 og utan skrifstofutíma í s. 661 1720. Allir sem fram koma munu gefa vinnu sína.

Miðaverð aðeins krónur 2.900.

 Cool


mbl.is Uppselt í forsölu á Eagles
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er til þingmaður með samvisku og hreint hjarta ...

 ... og sá þingmaður heitir Margrét Tryggvadóttir. Ég vil þakka henni kærlega að sýna þann manndóm og hugreki sem öðrum þingmönnum skortir. Af hverju? Fyrir örfáum dögum skrifaði afar góð vinkona mín opið bréf til ráðamanna, þar sem hún skoraði á ráðamenn að taka þátt í matarúthlutunum hjá einhverjum hjálparsamtökum. Viti menn, það var EINN þingmaður sem svaraði þessari áskorun, hún Margrét Tryggvadóttir. Hún ætlar sum sé að vera

Ég vil nota tækifærið og þakka henni kærlega fyrir viðbrögðin, og vil ég einnig nota tækifærið og benda á að þingkona sem er guðleysingi er að verða við þessari beiðni. Oft hefur trúfólk ásakað guðleysingja um slæmt siðferði, og í sumum tilfellum slegið eignarrétti á gott siðferði. Þessi þingkona hefur aldeilis afsannað það! Ég vona bara að þetta sanni fyrir okkur öllum (sérstaklega trúfólki eins og mér) að gott hjarta og að vera í tengslum við það sem er að gerast í landinu er stundum eina sem til þarf.

Guð blessi þig samt sem áður Margrét Tryggvadóttir, og tek ég ofan fyrir framtaki þínu. Cool

*Uppfært - 1. des

Ég set inn frétt sem birtist í dag á pressunni. Í henni segir að þingkonan Margrét Tryggvadóttir hafi brugðist við áskoruninni.


Tvö langveik börn sem þurfa þína hjálp - kerfið brást þeim!

Ég vona að allir sem þetta lesa leggi sitt að mörkum þessum fjölskyldum til hjálpar, því neyðin er mikil og er um líf þessara barna að ræða. Sú fyrsta móðir sem ég ætla að fjalla um heitir Hildur Arnar, og má finna hennar sögu hér. Hér er smá úrdráttur um stöðu þessarar fjölskyldu:

Þær Gabríella Kamí og Anika Rós eru 8 og 10 ára systur sem fyrir 8 árum greindust báðar með sama sjúkdóminn þegar Anika Rós fæddist. Þegar greiningin var staðfest fékkst loksins svar við þeim veikindum sem Gabríella Kamí hafði frá fæðingu þurft að glíma við. Heilkennið sem þær greindust með er ekki algengur en 1 af hverjum 26.000 lifandi fæðingum í heiminum eru með það. Í kjölfari af því þurftu þær að leita til Boston, USA til þess að fá lækningu.
Í byrjun tók kerfið þátt í þeim kostnaði en seinustu 4 ár hefur kerfið ekki alveg stutt við bakið á fjölskyldunni og situr hún nú upp með stóran skuldarbagga á bakinu. Síðustu 14 ferðir til Bandaríkjanna hafa að mestu leyti verið á kostnað fjölskyldunnar. Í dag er um 15 milljónir í vanskilum hjá sjúkrahúsinu í Boston þar sem TR/SÍ neitaði að greiða reikninginn fyrir seinustu tveimur aðgerðum. Þar fyrir utan hefur fjölskyldan tekið lán fyrir rúmlega 10 milljónir til að fjármagna lyfjagjafir og meðferðir í Boston.

 

Einnig vil ég benda á styrktartónleika til styrktar þessara barna,  þeir verða haldnir að Ásbrú í Reykjanesbæ/Keflavík. Dagskráin er á þessa leið:

Þeir tónlistarmenn sem munu koma fram eru m.a.

Veðurguðirnir
Klassart
B.Ruff & Anna Hlín
Haffi Haff
Hobbitarnir
Prumpustrumpar
Addi Trúbardor

Miðaverð verður 2000 kr. og vona ég að sem flestir láti sjá sig

Hægt að kaupa miða í forsölu með því að senda póst á hrefnastyrkur@gmai.com
en einnig verður tekið við greiðslukortum á tónleikunum

Gerum gott styrkjum gott málefni
http://systurnar.barnaland.is/
STYRKTAR REIKNINGUR TÓNLEIKANNA
1109-05-413003
kt:180783-5479

 

Önnur er kona að nafni Ragna Erlendsdóttir og berst fyrir langveiku barni sínu, og er hér smá úrdráttur um hennar sögu:

Ella Dís er 4 ára í dag og mikið veik og lömuð vegna sjálfofnæmissjukdoms .
Ella fæddist alheilbrigð og var þannig til 18 mánaða aldurs. þá byrjaði hún að veikjast ill og fljótt, einnig áttu læknarnir í miklum erfiðleikum að finna út hvað amaði að henni og var hún án réttar sjúkdómsgreiningar i langan tíma og fékk þar af leiðandi ekki rétta meðferð og lyf.

En saga Ellu er löng og erfið en i hnotskurn þurfti Ella að fara erlendis til USA Ísrael og Þýskalands til að fá læknishjálp og meðferð vegna sjúkdóms hennar og tók TR/SÍ engan þátt í þeim gríðarlegum kostnaði sem nemur nærri 56 milljónum ísl. króna og hef ég alveg þurft að reiða mig a goðvild almennings og fyrirtækja til að standa undir þessum kostnaði. Í dag er staðan sú að ég er með yfir 6 milljónir i skuld a bakinu og þarf að finna leið til að fjármagna meðferðir sem Ella þarf að fara í án aðstoðar ríkisins .

Stofnaður hefur verið hópur á facebook um Ellu dís.

Reiknings númer:0525-15-020106, kt:020106-3870.

 

Ég grát bið ykkur, um hvaða skoðun sem þið kunnið að hafa á mér eða trú minni, að leggja það til hliðar og styrkja þessar tvær fjölskyldur. Enda tengist þetta mér ekki eða trú minni á nokkurn hátt, og hef ég enga hagsmuni á að auglýsa þetta annað en að hjálpa þessum fjölskyldum.

Það tekur mig sárt að heyra og lesa sögur sem þessar, og get ég aldrei sett mig í þau spor sem þau eru í. Ef sú litla hjálp sem ég og þú getum veitt er í formi peninga, þá tek ég þátt þar sem kerfið brást þeim.

En ég tek fram, að ég hafði samband við þessar mæður að fyrra bragði, og er þetta allt gert með þeirra samþykki. Ég fékk þær meira að segja til þess að skrifa þessa stuttu úrdrætti hér ofar til þess að kynna sögu sína, og vona ég að allir leggist á eitt!! 


mbl.is Hafa áhyggjur af þjónustu við langveik börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Burt með þessa vanhæfu ríkisstjórn!

Mynd fenginn að láni frá DVÞað er ekki nóg með að þið hækkið EKKI þau örfáu brauðmola sem aldraðir og öryrkjar fá, heldur sleppur barnafjölskyldur ekki heldur. Ég er afar hræddur um að miklu fleira fólk á eftir að flýja land ef þessi búskapur verður stundaður áfram.

Fólk er komið á vonarvöl með venjulega framfærslu! Meira að segja fólk sem á hvað minnst á milli handanna kemur að lokuðum dyrum hjá ríkinu

Það sýndi sig í mótmælunum nýlega að mikil reiði var í fólki, og var hlutum grýtt í presta og þingmenn. Ég skil vel þessa reiði, og hef ég sjálfur verulega þurft að herða sultarólina vegna vanhæfni háttvirtrar ríkisstjórnar að bjarga heimilunum í landinu. Eina skjaldborgin sem SamSpillingin (SS) hefur tekist að byggja er utan um eigin ráðherra, og eitur grænir hafa sig alla við að byggja fremur gjaldborg fremur en skjaldborg. Ekki einu sinni spítalarnir eru óhultir fyrir gjaldborg VG, og leggjast sennilega sumir spítalar af ef þarf að skera svona ofsalega niður.Þetta er sama fólkið og ætlaði að standa vörð um velferðarkerfið, en er nú að leggja drög að helferðakerfi. Svik á svik ofan.

Á mánudaginn verða svokölluð "tunnumótmæli" sem verður á meðan stefnuræða forsætisráðherra er. Ég hvet alla þá sem vettlingi geta haldið að mæta og vera með hávaða, það ætla ég að reyna að gera að minnsta kosti! Þeim hefur alveg mistekist að gera nokkurn skapaðan hlut rétt! Og láta þau hluti eins umsókn að einhverjum snobbuðum ESB klúbbi ganga fyrir eigin þegnum! Angry Hve marga milljarða kostar umsóknin ein? Og hve mörg heimili væri hægt að bjarga með þeim peningum?

Nú er nóg komið, reynum að knýja fram kosningar sem allra fyrst, því það er lýðræðislegur réttur hvers manns að mótmæla og nýtum þann rétt, en án ofbeldis auðvitað!


mbl.is Barnabætur lækkaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opið bréf til Jóns Gnarrs og besta flokksins til varnar náttúrugalleríinu á Laugarnesi

Þessi mynd sýnir þá eyðileggingu sem hefur átt sér staðÉg vil byrja á því að óska ykkur í Besta Flokknum innilega til hamingju með sögulegan sigur. Þótt ég hafi ekki kosið ykkur vil ég bera fram eina spurningu til ykkar sem myndi gera borgina „skemmtilegri“ eins og þið hafið lofað borgarbúum.

Það er varðandi Hrafnshreiðrið, eða réttara sagt náttúrugalleríið á Laugarnesi. Hver er afstaða ykkar til þess máls? Ætlið þið að beita jafn miklu offorsi og fráfarandi borgarstjórn? Eða ætlið þið að standa við orð ykkar og gera Reykjavík skemmtilegri?

Heimili Hrafns er hrein upplifun að heimsækja, og er hann sjálfur mjög opinn fyrir því að leyfa ferðafólki að skoða staðinn ef vilji ykkar er fyrir hendi. Ég bendi á að það er ódýrara að nýta heimili Hrafns til þess að auka tekjur Reykjavíkur og gera hana að aðlaðandi en með ísbirni. Hrafn hefur nefnilega margt fram að færa, til að mynda leikmunina sem hann hefur notað í myndum sínum í gegnum árin, eins er húsið sjálft með sína sögu, og hefur gjörbreytt ásýnd þess síðan það var bara kofi. Meira má fræðast um það hér.

Miklir fordómar hafa fylgt Hrafni í gegnum árin en votta ég það, sem persónulegur og góður vinur hans að þeir fordómar eru ekki rökum reistir. Um er að ræða algert ljúfmenni sem vill engum illt, og er hann traustur og góður vinur sem hefur reynst mér afar vel í gegnum árin. Hann er jú einstakur á sinn hátt, og sérvitringur mikill. Hvað með það að hann sé vinur Davíðs, það gerir hann ekki ábyrgan fyrir hruninu.

En við megum ekki vera hrædd við hluti eða menn sem eru öðruvísi, því eins og vinskapur okkar Hrafns sannar, þá tekur hann mér eins og ég er, þrátt fyrir trúarafstöðu mína og er hann ekki haldinn neinum fordómum gagnvart afstöðu minni sem margir á Íslandi mættu taka til fyrirmyndar, og hef ég sjálfur lært heilmikið af honum í þeim efnum.

Tvísmelltu á allar myndirnar til þess sjá verk fráfarandi 
borgarstjórnarLátum ekki kerfiskarla og embættismenn eyðileggja þessa náttúruperlu sem Laugarnesið er, og kalla ég eftir viðbrögðum ykkar, því það eru ekki embættismennirnir sem fylgja reglum eftir bókstafnum sem stjórna borginni. Það eruð þið kjörnir fulltrúar okkar sem farið með það vald. En nú er spurningin hvernig þið nýtið það vald? Og kalla ég eftir viðbrögðum einhverra réttkjörinna fulltrúa Bestaflokksins í þessu máli sem hefur kjark og þor að taka afstöðu til listarinnar sem á sér stað hjá leikstjóranum Hrafni Gunnlaugssyni.

Stofnaður hefur verið stuðningshópur til varnarnáttúrugallerísins á Laugarnesi á snjáldurskinnu, eða 'Facebook', og hvet ég alla þá sem hafa kjark til þess að standa með listinni að gerast stuðningsfólk.

Eins hef ég sett inn viðtal sem Kolbrún Bergþórsdóttir tók við Hrafn 23. maí síðast liðinn sem .pdf skjal við þessa færslu, og geta menn lesið sig til um hver hans upplifun og afstaða er í þessu máli og gert það upp við sig sjálft hver afstaða hvers og eins er.

Góðar stundir og þakka ég lesturinn. Lengi lifi listinn og frelsið fyrir listamenn og konur að tjá sig!


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Gleðilegt sumar!

Þessi frétt er þó fagnaðarefni á þessum síðasta degi vetrar! Cool

 

Nú er komið sumar! :)

 

Gleðilegt sumar allir! Smile


mbl.is Kreppan grynnri en óttast var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ömurlegt en satt ...

sorgleg_971539.jpg
 

Ofangreint skrifaði ég með músinni minni og er þetta mín eigin rithönd. Ég vildi aðeins leggja áherslu á hvað tæknin er orðinn breytt í dag. En jæja ... þetta er sjálfsagt framtíðin.  Shocking

mbl.is Rithöndin á undanhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þriggja ára afmælisblogg

04_11_06_bloggersdilem-x_971341.gifÞað var 16. mars 2007 sem ég birti mína fyrstu grein hér blog.is, og á ég því þriggja ára bloggafmæli í dag.

Þess vegna eftir þetta tímabil ætla ég að gera smá úttekt á þeim mismunandi tegundum bloggarra á ferð minni um bloggheima s.l. þrjú ár. Ég hef skipt þessu niður í þær tegundir eins og þær koma mér fyrir sjónir, þið þurfið ekki að vera sammála mér, og nefni ég enginn nöfn sem falla í eftirfarandi flokka:

Bergmálsbloggarinn
Hann er sá sem endurtekur titil fréttarinnar sem hann/hún tengir við. Sjaldan ef ekki aldrei nenni ég að smella á slíkar greinar.

Stafsetningarbloggarinn
Hann er sá sem skrifar ekki mikið sjálf/ur, en sér til þess að öll stafstening og málfræði sé á háveigum höfð. Sem er gagnlegt oft á tíðum en fer samt sem áður fyrir brjóstið á mörgum.

Áhugamálabloggarinn
Hann er sá sem skrifar bara um einn hlut, þ.e. áhugamálið, hvort sem það er matur, íþróttir eða prjónaskapur, yfirleitt er ekki um neitt annað fjallað og verður bloggið einstrengingslegt fyrir vikið.

Pólitíski bloggarinn
Hann er sá sem aðeins fjallar um póliatheist.jpgtík ... og ekkert annað. (*Geisp*)

Trúarbloggarinn
Hann er sá sem auglýsir trú sína. Svona eins og ég!

Hneykslunarbloggarinn

Hann reynir að vekja viðbrögð hvað sem tautar og raular, hann þrífst á athyglinni sem þetta fylgir, hvort sem það er neikvætt eða jákvætt.

Neikvæðibloggarinn
Hann er sá sem er ALLTAF fúll á móti ... ég hef því miður rekist á of marga þannig.

Samsærisbloggarinn
blogging.gif„Þetta er eitt stórt samsæri!“ sagði persóna í Spaugstofunni, og eru afar margir samsæriskenningarsmiðir til ... sumir hitta á þetta aðrir ekki, seinni kosturinn er algengari.

Útfararbloggarinn
Hann heldur fagurlegann pistil um einstakling sem er fallinn frá. Og segir ekkert sem við vissum ekki nú þegar, heldur er þetta yfirleitt breytt útgáfa af fréttinni sem oftast nær fjallar um stórstjörnur útí löndum sem eru komnir heim til Guðs.

Z - bloggarinn

Einn besti Z-bloggari sem ég veit er án efa Steingrímur Helgason. Hann harðneitar að nota mjúka bókstafi eins og S, og setur óspart Z þess í stað. Maður er stundum smá tíma að lesa úr orðum hans, en það bregzt ekki að það komi gullmoli frá þeim einstaka manni. (Hann hefur sennilega lesið of mikið af Sval & Val teiknimyndasögum þegar hann var yngri, "lengi lifi Zorglúbb!") LoL

Lokaorð:
Hvaða bloggari ert þú? Ég veit hvað ég er!


Glæsilegt framtak karlmenn! Höldum okkur á mottunni!

Það hefur stundum verið skondið að fylgjast með misjöfnum skeggvexti annarra karlmanna. Því misjöfn er rótin og misjafn er vöxturinn. Ég skráði mig í þessa keppni þann 5. mars s.l. og er árangurinn þessi (mynd sem ég tók með vefmyndavél áðan):

img000053.jpg
 
Ég viðurkenni að það hefur verið freistandi að raka þetta af, ekki síst vegna kláða og kvartanir eiginkonurnar.  En ég ætla samt að þrauka þetta, því ég er farinn að líta út eins og gamli karlinn (Paul Teutul Sr.) í American Chopper. Tounge


Munið svo að styrkja þetta frábæra framtak!

Sendu SMS

Sendu SMS á númerið 905-5555 með keppnisnúmeri 1878 í textasvæðið til að heita á keppanda
Ath - 499 krónur verða gjaldfærðar af símreikningi

 Áfram karlmenn! Cool


mbl.is Mottur fyrir tólf milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er búið að selja moggabloggið? Opið bréf ritstjóra blog.is

Hvað er annars í gangi? Í fyrsta lagi er búið að fjarlægja linkinn sem áður var á forsíðu mbl.is. (Ég bætti inn með rauðu hvar tengillinn var.)

mbl.jpg


Eina sem situr eftir á mbl.is er kassinn sem birtir blogggreinar!

kassi.jpg

Sama má segja um forsíðu blog.is sem hefur gerbreyst hvað útlit varðar, og allir rammar og tenglar sem áður tilheyrðu mbl.is hafa greinilega verið fjarlægðir.

forsida.jpg




 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins hefur efsti ramminn breyst sem blog.is, ég á við innskráningarrammann. Það er búið að fjarlægja mbl.is linkinn sem var alltaf þarna. (Ég bætti inn með rauðu hvar tengillinn var)

topbar.jpg

Ég spyr þá hæstvirta ritstjóra blog.is:

  1. Er búið að gera blog.is að sjálfstæðri einingu sem er ekki lengur tengd mbl.is?
  2. Má búast við einhverjum breytingum? Eins og verður áfram hægt að tengja við fréttir á mbl.is ?
  3. Af hverju hafa engan tilkynningar verið gefnar úr um málið þar sem auðséð að stórbreyting er um að ræða.
  4. Verður einhver breyting gerð á skilmálum blog.is í kjölfarið? 
  5. Hver er staða málsins? Woundering

Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 588457

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband