Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Það er ekki sama hvort það er Björn eða Séra Björn

Ég veit ekki hvað mér finnst um svona framtak, ég hef svo sem aldrei verið hrifinn af svona Copy/Paste aðferðarfræði, þótt þetta sé húmor - þá finnst mér hann bara ekki fyndinn, sorrý. GetLost Ég lærði það í myndlistarskóla að maður ætti aldrei að kópera sem maður skapar, en sennilega er það atriðið sem fer í taugarnar á mér.

En annað svipað dæmi er www.hotmail.com og svo www.hotmale.com - það er eins framburður á báðum þessum lénum. Whistling


mbl.is Ekki sama bjorn.is og björn.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blogghórur Íslands

Hér var maður í seinustu viku er kallaði sig Bol Bolsson. Hann gerði tilraun á moggablogginu sem varð mjög umdeilanleg. Hann bloggað við hverja einustu frétt og var með tugi færzlur á dag um nákvæmlega ekki neitt. Á sjö dögum tókst þessum manni að búa sér til 'alter egó' í gerfi Bol Bolssonar, höfundurinn segir sjálfur að hann eigi ekkert skylt við þessa persónu sjálfur, hann var bara front og gerfi í þessari tilraun hans.
Sjá nánar hér

Þessi tilraun fannst mér mjög merkileg, sérstaklega í því ljósi að ég var sjálfur "Bolur Bolsson" eitt sinn. Vinkona mín benti mér á þetta væri réttnefnt "bloggvændi" og ég væri þar af leiðandi blogghóra.

En hvað er blogghóra? Hér er mín eigin skilgreining:

  • Að vera blogghóra er sá sem kommentar hjá öllum og er alltaf sammála, sama hversu vitlaust það er.

  • Blogghóran bloggar nánast allar fréttir sama hversu vitlausar þær eru

  • Blogghóran er heltekinn af eigin vinsældum

  • Blogghóran er gagntekinn af hvað er sagt um hann/hana, og er eilíft að browsa eftir kommentum/athugasemdum við ummæli sín

  • Blogghóran er haldinn fíkn sem eyðir mörgum klst. á dag jafnvel í ekki neitt nema röfla í öðrum bloggurum, þótt maður hefi ekkert vitrænt fram að færa


Ég var blogghóra og ef útí það er farið, var ég blogghórumamma, með mínar 20 færzlur á dag. Ég veit hvað ég er að tala um í þessu og þess vegna leyfi ég mér að grípa til svona orða. Þetta er ein af ástæðum þess að ég ætlaði að hætta að blogga um daginn. Ég hafði ekkert vitrænt fram að færa nema 2 setningafærzlur sem fæðingarhálfviti gæti hafa skrifað. GetLost

Þess vegna er ég ánægður með þennan Bol Bolsson, hann gerði tilraun sem mig grunaði að gæti tekist. Hann kallar sig 'konung bloggsins', en er í raun mesti hórkarlinn sem moggabloggið hefur alið. Gott hjá þér Bolli, vonandi hefur þetta vakið aðrar blogghórur til umhugsunar. Cool

Dæmi góð blogg eru til dæmis þeir sem skrifa fáar en góðar greinar, en haldast alltaf í vinsældarlistanum á blog.is. Þetta fólk hefur metnað og er verðlaunað vegna góðra skrifa fremur en fjölda færzlna, bestu dæmin sem ég veit um eru Anna Karen og Jón Valur - þau blogga ekki oft, en þegar þau gera það, þá fá þau góða umferð. Þau tvö eru ekki þjóðþekkt og lifa ekki á fornri frægð og er verðlaunað fyrir góð skrif, þau tvö eru bara dæmi - auðvitað eru aðrir góðir bloggarar eins og þau.

En ég sé núna að moggamenn hafa breytt kerfinu þannig að það er bara hægt að merkja við 3 aukaflokka við hverja færzlu, sennilega er það útaf þessu tilviki, sem mér finnst bara flott. Smile

Nú vona ég bara að moggamenn loki ekki blogginu hjá mér, vegna þessarar færzlu -  eins og gerðist í tilfelli Bols. Wink


Andlitslyfting á blogginu

Ég er búinn að breyta útlitinu á blogginu mínu eins og ég vildi hafa það. Ég breytti sem sé css-nu til hins betra ... vona ég ! Shocking Ég setti hér til hægri skoðannakönnun um hvað ykkur finnst um nýja útlitið, gaman væri að heyra ykkar álit.  Smile

Gott framtak ... ef þetta virkar ...

hehehehe ... ég veit um nokkra sem þurfa svona vél. Sértaklega þar sem hún er vatns- og höggheld. En einu mikilvægu atriði var nú sleppt í þessari frétt, er þessi fartölva með netkorti? Eða hvernig er því eiginlega háttað?

Einnig er hægt að velja um sólarorkuhleðslutæki eða fótpumpu ... tíhí ! Þetta minnir mig óneitanlega á Ford 1918 módel, þeim sem er snúið í gang. Tounge

En ef börn geta notast við þetta víðast hvar um heiminn, þá er þetta ekkert nema Guðs blessun. Halo
mbl.is 100 dala fartölvan loks í framleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í dag var blogglausi dagurinn !

Jæja loksins tókst moggamönnum að laga bloggkerfið. Allir fengu bloggfrí á meðan. Ég vona bara að þeim hafi tekist að laga vandann sem ég varð fyrst var við í gærkvöldi. Satt að segja var ég farinn að venjast því að vera í bloggfríi ! Wink  En þetta var lengsta bloggstraff sem ég hef upplifað!

Motorola D666 - Bin Laden línan

Það er naumast umhyggjan frá Motorola! 

Talsmaður Motorola í Peking sagðist vita af slysinu en taldi mjög ólíklegt að símanum væri um að kenna, hann taldi að trúlegast hefði maðurinn notað ódýra eftirlíkingu af símanum eða rafhlöðunni.
 Þetta kallar maður afneitun í hámarki og að bera ekki ábyrgð á gjörðum sínum !

mbl.is Maður lést er farsíminn hans sprakk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harður í horn að taka !

Ég vona bara að þessi ágæti íslendingur nái að reisa Operu upp úr þessum rústum! Ég nota Operu sjálfur og hef góða reynslu af! Ég hvet alla til þess að ná í þennan vafra því hann er ekki bara þægilegur heldur er hann nánast vírusfrír!

Þið getið sótt hann hér.


mbl.is Tetzchner sagður hafa rekið stjórn Opera til að komast hjá brottrekstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En við höfum Steingrím !

Auðvitað eiga foreldrar að vera meðvitaðir um netnotkun barna sinna. Það eru til góð tól til þess að hindra þeim aðgang að ákveðnum síðum. Það er tildæmis hægt að stilla flestar vírusvarnir á hámarks security og önnur tól eins og

mbl.is Netið er eins og stórborg án lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á ég að gæta leitarvélar minnar?

Ég tók þessa frétt af vísi.is og verð að segja að svona lagað hræðir mig doldið: 

Google fylgist með þér

Google, heimsins stærsta leitarvél, áformar að þróa yfirgripsmesta gagnagrunn af persónulegum upplýsingum sem nokkurn tíman hefur verið gerður. Grunnurinn verður notaður til þess að segja fólki hvernig það eigi að lifa lífi sínu.

Eric Smith framkvæmdastjóri Google sagði á blaðamannafundi í London að markmiðið sé að notendur geti spurt spurninga eins og; „hvað á ég að gera á morgun?" og „hvernig vinnu á ég að fá mér."

Enn er aðeins um yfirlýsingu að ræða og einhver tími þar til tæknilega verði hægt að hefjast handa við framkvæmdina. Á fréttavef BBC segir að hugbúnaðurin verði einnig betri með tímanum sem auðveldi persónubindingu.

Fyrr á árinu settu keppinautar Google, Yahoo, á markað leitartækni undir nafninu Project Panama. Það fylgist með heimsóknum á síðu þeirra, tekur upplýsingar um áhugamál og fleira og hengir við hvern notanda.

Þeir sem vinna að persónuvernd hafa áhyggjur af því að tilhneiging til þróaðra leitarkerfis á netinu og flokkun upplýsinga í stóra gagnagrunni ógni persónufrelsi.

Þær áhyggjur fengu byr undir báða vængi með yfirtökuboði Google í DoubleClick fyrirtækið, sem sérhæfir sig í að byggja grunn um notendur sína með svokölluðum kökum sem fylgjast með hvaða síður þeir heimsækja.

Brrr .... mér líst ekki á svona. Þarna er gengið of nærri persónufrelsi manns !!!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 587809

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband