Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Stórskemmtilegur þjóðernisteljari

Ég var að detta inná alveg stórskemmtilegan teljara sem telur frá hvaða ríki fólk skoðar bloggið þitt úr frá IP tölu. Teljarann setti ég hér að neðan og lítur hann svona út:

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters
 
Eftir því sem fleiri þjóðir bætast við því meir fjölgar fánunum.  Cool Endilega skoðið þetta ykkar megin! Joyful Þetta kemur sér vel fyrir þá sem skrifa enskar greinar og vilja fylgjast með umferðinni um bloggið sitt.

 


Gott kerfi hjá blog.is

Þótt ég sé vissulega ósáttur við að missa útlitið mitt sem ég lagði svo mikinn metnað í, þá er það einungis tímabundið. Nú eru allir sem einn komnir með appelsínu útlitið góða .. Shocking En ég verð samt að nota tækifærið og hrósa moggamönnum fyrir afspyrnu notendavænt og þægilegt kerfi.

En við bíðum og sjáum til hvað setur eftir lagfæringar hjá þeim. Og gleymum ekki að sýna þeim þolinmæði því ekkert kerfi er fullkomið, þótt gott sé.


mbl.is Bloggið opnað að hluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auglýsingafrelsi!

Ég loksins búinn að kaupa mig undan þessari hvimleiðu auglýsingu sem moggamenn settu hægra megin hjá okkur bloggurum! Þvílík frelsun undan þessum ófögnuði, sem ég verð að segja að hefur alltaf farið doldið í taugarnar á mér!  Shocking

En það góða er að hafa að minnsta kosti val um þetta, verra væri ef engan veginn væri hægt að losna við þetta ...

 

Frelsi

 

Lengi lifi frelsið!!  Wink

 


Góð ókeypis vírusvörn

xpviruseditionEftir að AVG hætti að vera ókeypis þá fór ég á stúfanna og kynnti mér annað sem var í boði. Fyrir valinu varð Avast vírusvörnin og er hún ókeypis. Cool Allt er til staðar sem til þarf að halda netnotkun öruggri, og menn verða að fikta sig áfram í þeim efnum.

Ég reyndar skora á Friðrik Skúlason að gera mér betra tilboð í þessum efnum, enda er hans vírusvörn alveg afspyrnu góð en kostar peninga sem nörd eins og ég er ekki tilbúinn að greiða. Whistling Við erum jú vanir að downloada öllu og ef það er krakkað eða ókeypis þá notum við það frekar. Bandit

Ég setti inn í gamni þessa vafasömu mynd sem mér fannst ákaflega viðeigandi og fyndin! Tounge


Hvað kom fyrir heimsóknarteljarann?

Minn sýnir 2 heimsóknir í dag, en  þessi tala var MUN hærri núna í morgun ...  ? og ekki bara það, heldur er "Frá upphafi" greinilega verið núllstillt líka! Og ekki líst mér það!

Ég er búinn að blogga hérna í meira en ár, og væri mjög sárt að tapa þessum tölum.

 

teljari
 
Hvað er í gangi? FootinMouth Allavegna, ég vona að tæknigúrúar blog.is lagi þetta og endurheimti þessa tölfræði.  Cool
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Smá update:

 

bilun
 
Allt að gerast! Cool (Vona ég allavegna)

 

 


Góðir áhuga ljósmyndarar ...

Eftir að hafa valdið þvílíkum usla seinustu daga þá ákvað ég að benda á nokkra góða íslenska ljósmyndara. Ég er sjálfur annálaður slæmur ljósmyndari, þótt listamaður sé. Mér tekst aldrei að taka góða mynd og dáist að öðrum sem tekst þetta.

Pétur Einarsson er ógeðslega góður ljósmyndari, og hefur tekið frábærar myndir bæði frá Danmörk og Suður-Ameríku. Smella hér fyrir myndavefinn hans.

Hér er sýnishorn frá Pétri:

 

petur

 

Karl Jónas Thorarensen er einnig alveg frábær, hann virðist hafa þetta auga sem mig skortir. Smella hér fyrir myndirnar hans.

Hér er sýnishorn frá Kalla:

 

kalli

 


Nördahúmor ...

Einn mjög góður vinur minn sendi mér þessa mynd sem mér fannst alveg afbragð! Og sýnir þetta aðra mynd á heimi tækninnar!  W00t

 

GetAttachment.aspx

 (Smellið 2x á hana til þess að fá hana stærri)


Kominn tími til !

Mikið fagna ég þessu frumvarpi minna manna. Og löngu kominn tími á ákvörðunartöku varðandi svona ófögnuð, ég vona bara að þetta náist í gegn í þetta sinn.

... ætli Ástþór sé ekki himinlifandi núna? W00t
mbl.is Frumvarp um kjarnavopnalaust Ísland í 8. sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

L3337 n0Dd4 6r4nD4r1 eða nörda brandari ! ;-D

Einn góður vinur sendi mér þennan sem ég verð að deila með ykkur. Þetta er bara gargandi snilld ! W00t

Uppfærsla frá Kærasta 7.0 til Eiginkona 1.0
 

Kæra tæknilega aðstoð:
 
Um daginn uppfærði ég úr Kærustu 7.0 í Eiginkonu 1.0.
Eftir að ég hafði sett upp Eiginkonu 1.0 í tölvunni, setti forritið sig sjálft inn í öll önnur forrit í tölvunni.

Það ræsir sig sjálfkrafa þegar ég kveiki á tölvunni, vaktar allar mínar athafnir og kemur sífellt með tillögur að krefjandi aukaforritum eins og t.d. Barn 2.0, þó allir viti að ÞAÐ forrit er mjög illa þróað.
 
Eiginkonuforritið tekur mikinn tíma og notar mikið minni.
Það er ómögulegt að fá það til að víkja meðan ég nota mín uppáhaldsforrit.
Gömul forrit eins og Pókerkvöld 10.3, Bjórkvöld 2.5 og Sunnudagafótbolti 5.0 virka ekki
lengur.
Það stóð ekkert um þetta í leiðbeiningunum fyrir forritið.
Ég er að íhuga að fara bara aftur í Kærustu 7.0, en það virðist ekki einu
sinni vera hægt að fjarlægja Eiginkonu 1.0.
 
Getið þið hjálpað mér??
 
Kveðja,
Ráðvilltur og Ráðþrota
 
 
Kæri RR
 
Vandamál þitt er þekkt og mjög algengt, margir kvarta undan þessu, en þetta byggist að mestu leyti á misskilningi. Margir menn uppfæra úr Kærustu 7.0 í Eiginkonu 1.0 af því að þeir halda að Eiginkona 1.0 sé þjónustu- og afþreyingarforrit. Þar liggur misskilningurinn hjá flestum.

Eiginkona 1.0 er stýriforrit, hannað til að stjórna öllu. Það er ógerlegt að fjarlægja Eiginkonu 1.0 og fara aftur í Kærustu 7.0 þegar þú hefur sett það upp einu sinni.

Sumir hafa reynt að setja upp Kærustu 8.0 eða  Eiginkonu 2.0, en hafa þá setið uppi með fleiri vandamál en með Eiginkona 1.0. Við mælum með því að þú haldir Eiginkonu 1.0 og reynir að gera það besta úr því sem komið er. Þú getur t.d. lesið allan kafla 6 í
leiðbeiningunum, "Algengar villur".

Forritið mun keyra snurðulaust, svo framarlega sem þú tekur ábyrgð á öllum villum, óháð ástæðu og uppruna þeirra. Það besta sem þú getur gert er að fara strax í Start/Run og skrifa FYRIRGEFÐU til að stýrikerfið villuhreinsist og keyri eðlilega.

Eiginkona 1.0 er flott forrit, en krefst mikils viðhalds. Þú ættir að íhuga að kaupa meiri hugbúnað til að bæta afkastagetuna. Við mælum með Blómum 2.1, Súkkulaði 5.0 eða í neyðartilfelli Pels 2000. En þú mátt ekki undir neinum kringumstæðum setja upp Vinkona_í_mínípilsi 3.3. Eiginkona 1.0 styður ekki þann hugbúnað og það myndi sennilega gera út af við tölvuna.
 
 
Með vinsemd og virðingu,
Tæknileg Aðstoð

 


Nokkrir brandarar

Góður vinur minn sendi mér þessar myndir t-pósti, mér fannst þetta svo mikil gargandi snilld að ég varð að birta þetta:

Hér er hugur forritarans og tölvunördsins:
 hugur forritarans

 
 
Hér er sönnuð gagnsemi "Drag and Drop"  
tölvuvandamál
 
 

Hér er svo hugur guðleysingjans ! hehe ...
atheist
 
Enjoy! Tounge

Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband