Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Er svínakjötsát synd?

Samkvæmt góðvini mínum Mofi þá er það bannað. En ég er ekki alveg sammála því. Skoðum þetta aðeins, því ritað er og segir Jesús sjálfur:

Markúsarguðspjall 7:14-23
14 Aftur kallaði hann til sín mannfjöldann og sagði: ,,Heyrið mig allir, og skiljið.
15 Ekkert er það utan mannsins, er saurgi hann, þótt inn í hann fari. Hitt saurgar manninn, sem út frá honum fer.``

16 Ef einhver hefur eyru að heyra, hann heyri! 17 Þegar hann var kominn inn frá fólkinu, spurðu lærisveinar hans hann um líkinguna.
18 Og hann segir við þá: ,,Eruð þér einnig svo skilningslausir? Skiljið þér eigi, að ekkert, sem fer inn í manninn utan frá, getur saurgað hann? 19 Því að ekki fer það inn í hjarta hans, heldur maga og út síðan í safnþróna.`` Þannig lýsti hann alla fæðu hreina.

20
Og hann sagði: ,,Það sem fer út frá manninum, það saurgar manninn.
21 Því að innan frá, úr hjarta mannsins, koma hinar illu hugsanir, saurlifnaður, þjófnaður, manndráp, 22 hórdómur, ágirnd, illmennska, sviksemi, taumleysi, öfund, lastmælgi, hroki, heimska. 23 Allt þetta illa kemur innan að og saurgar manninn.`` 

Einmitt, sem er eðlileg hringrás og er þetta afar skýrt! Jesús lýsir alla fæðu hreina og það saurugt sem frá okkar innra manni kemur, eða orðin og verkin. 

Postulasagan 10:11-15

11 sá himininn opinn og hlut nokkurn koma niður, líkan stórum dúki. Var hann látinn síga til jarðar á fjórum skautum. 12 Þar voru á alls kyns ferfætt dýr, skriðdýr jarðar, svo og fuglar himins. 13 Og honum barst rödd: ,,Slátra nú, Pétur, og et!``
14 Pétur sagði: ,,Nei, Drottinn, engan veginn, aldrei hef ég etið neitt vanheilagt né óhreint.`` 15 Aftur barst honum rödd: ,,Eigi skalt þú kalla það vanheilagt, sem Guð hefur lýst hreint!``

Synd eða syndsamlega gott?

Auðvitað brást Pétur svona við í fyrstu, hann var gyðingur og fylgdi auðvitað þeim reglum sem þeim var sett. Þannig að viðbrögð hans koma ekkert sérstaklega á óvart. Það sem kemur á óvart, og þó sérstaklega fyrir Pétur og gyðinga, var það sem kom á eftir. 

Það sem aðventistar virðast misskilja við þetta er að Jesús afnam enginn lögmál frá Guði. Við sem teljumst Kristinn förum eftir orðum Jesú og er hann eini túlkunarlykillinn að ritningunni. Eigum við þá að hvetja til meiri byrði, ég held ekki!

Við erum og verðum aldrei gyðingar, mér finnst ekkert að því gyðingar fylgi svona reglum sökum trúar sinnar, en við sem erum talin "gentiles" samkvæmt ritningunni eða heiðingjar, þá eiga vissar reglur ekki við um okkur og erum við því ekki háð þeim.

Vissulega var svínakjöt hættulegt á tímum Gamla Testamentisins vegna skorts á hreinlætis, sérstaklega við slátrun og annað slíkt. Þetta hið fínasta kjöt til átu í nútíma samfélagi!  Wink Að minnsta kosti þar sem hreinlætið er í lagi.

Því ritað er:

Bréf Páls til Rómverja 14:17-22

17 Því að ekki er Guðs ríki matur og drykkur, heldur réttlæti, friður og fögnuður í heilögum anda. 18 Hver sem þjónar Kristi á þann hátt, hann er Guði velþóknanlegur og vel metinn manna á meðal. 19 Keppum þess vegna eftir því, sem til friðarins heyrir og til hinnar sameiginlegu uppbyggingar. 20 Brjóttu ekki niður verk Guðs vegna matar! Allt er að sönnu hreint, en það er þó illt þeim manni, sem etur öðrum til ásteytingar.
21 Það er rétt að eta hvorki kjöt né drekka vín né gjöra neitt, sem bróðir þinn steytir sig á. 22 Halt þú þeirri trú, sem þú hefur með sjálfum þér fyrir Guði. Sæll er sá, sem þarf ekki að áfella sig fyrir það, sem hann velur.

Þarna stendur það skírum stöfum: "Brjóttu ekki niður verk Guðs vegna matar"20 og ennþá frekar: Halt þú þeirri trú, sem þú hefur með sjálfum þér fyrir Guði 22  Ekki er þetta flókið ... er það? FootinMouth

Persónulega, þó að svínakjöt sé í engu uppáhaldi hjá mér, en ég borða það samt, þá tel ég sjálfur það ekki vera "synd" að borða það. Þú fyrirgefur Halldór/Mofi minn, en ég get ekki sæst á þessi rök þín og skil ég ekki af hverju þú hengir þig á svona Gamla testamentiskenningar endalaust. Wink Ég hef reynt að ræða þetta við þig, en ég upplifði mig eins og ég væri að kasta perlum fyrir svín! tíhí! Halo

P.s. ég er ekki ráðast að neinum nema gömlum kenningum, Mofi/Dóri vissi af þessu áður en ég setti þetta í loftið, og allt er þetta gert í samráði við hann, enda erum við Mofi góðir vinir og er þetta ekki meint sem árás á hann á neinn hátt.  :) En ég áskil mér þann rétt að vera ósammála honum ...    ;-) 


Nóg komið af þessu!

Endilega Jón Gnarr, skiptum nú um gír og höfum annað þema, þetta trúarþema þitt er orðið vel þreytt.

Annars fannst mér þú koma með gullna setningu í þessu viðtali:

„Ég held að kaþólskir leikmenn viti ekkert hvað trúaðir geri. Maður er kominn á vafasama braut þegar maður segir hvað trúaðir gera og hugsa,“

LÆRUM af þessum orðum Jóns, því ófáir eru fyrirfram búnir að dæma trúaða með alls kyns skoðanir sem eiga stundum ekki við stoðir að styðjast!

Eina sem ég undra mig á eru þessi hörðu viðbrögð Kaþólikka fyrir gagnrýni, persónulega finnst mér þau allt of hörð við umrædda auglýsingu. Það er frekar að svara gagnrýninni eins og Kaþólikkinn Magnús Ingi hefur gert og ræða málin, ekki fara bara í fýlu. Þetta er bara grín auglýsing, ekki uppreisn!

En jæja ég vona að þessu máli fari að ljúka! 


mbl.is Lengi tekist á við húmorsleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðlast?

... ööö .... nei.

Hins vegar er þetta trúarlega þema hans Jóns Gnarrs alveg orðið ágætt, þetta var broslegt í fyrstu umferð, en nú er komið nóg. Nú tala ég ekki af trúarlegum ástæðum heldur aðeins smekk, góð vísa getur stundum verið of oft kveðinn. 

Kristni er ekki yfir gagnrýni hafin, en grínið er það. En það er bara ég.


mbl.is Segja upp viðskiptum við Símann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kærleiksmaðurinn Hjalti Rúnar

hjaltiÉg er alveg upp með mér, hin hjartgóði og fyrirmynd kærleikans sem og meðlimur Vantrúar, Hjalti Rúnar Ómarsson, hefur enn og aftur skrifað grein um mig. Það mun vera sú fjórða í röðinni. Joyful

Síðan ég byrjaði að blogga hér á blog.is þá hef ég greinilega verið í einhverju uppáhaldi hjá þessum ágæta vantrúarmanni, hann sér tilefni til þess að gera mál úr orðum mínum hvað eftir annað, og veitir mér um leið ókeypis kærkomna auglýsingu. Cool Takk Hjalti! Wink

Förum aðeins yfir sögu okkar Hjalta:

Fyrsta færslan sem hann skrifar um mig heitir:  Trúvarnarmaðurinn Guðsteinn

Númer tvö í röðinni heitir:  Myndræn uppsetning mótsagnar

Númer þrjú í seríunni heitir:  Kristilegur kærleikur

Svo númer fjögur og svo nýjasta heitir:  Er nánd fjarlæg eða nálæg?

Í síðustu grein þessa mikla "scribe" Vantrúar, þá gerir Hjalti grín af orðum mínum þar sem ég vil ekki bekkenna að nánd getur þýtt: "í náinni framtíð". Ég sagði nefnilega:

"í nánd" er í mínum huga hvenær sem er, í náinni framtíð eða jafnvel fjarlægri.

Og fer ég ekki ofan af þeim orðum. Því eins og við finnum í þjóðsöng okkar Íslendinga:

Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár
og þúsund ár dagur, ei meir: 

Nákvæmlega þetta var ég að meina, tíminn er afstæður hjá Guði og hef ég reyndar ekki hugmynd um hvernig hann reiknar árin, og er það ekki mitt að vita. Þess vegna þegar ég segi til dæmis: "Er heimsendir í nánd?" og svo spurður hvað "í nánd" er mínum huga. Þá er svarið í þjóðsöngnum og ber að líta hér ofar. Einnig er ritað:

Markúsarguðspjall 13:33
Verið varir um yður, vakið! Þér vitið ekki, nær tíminn er kominn.

Einmitt, það er einmitt málið. Við vitum ekki hvenær tíminn kemur og ekki okkar að vita. Því það stendur einnig:

Mattheusarguðspjall 24:36
En þann dag og stund veit enginn, hvorki englar á himnum né sonurinn, enginn nema faðirinn einn.

Þess vegna þegar ég segi "Er heimsendir í nánd" er það doldið afstætt og samkvæmt ofangreindu. Ekki flókið það. En aðrir sjá ásæðu til þess að benda á annað og vera með stórskemmtilega útúrsnúninga! Sideways

En ég vil þakka þessum mikla öðling fyrir að þykja svona vænt um mig, einnig vil ég þakka honum að auglýsa blogg mitt enn frekar og vona ég að ég hafi endurgoldið honum greiðann! Cool


Heimsendir í nánd?

... hehehe ... ég bara varð! W00t (Svona miðað við hver ég er) tíhí ..

Þetta eru bara venjulegar jarðhræringar, en óvenju stór var þessi! Nú segir útvarpið að það komi fleiri ... við sjáum til. Smile Allir stilla á rás 2, þar eru sérfræðingar að ræða þetta.


mbl.is Afar öflugur jarðskjálfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki spurning!

Segir myndlisarmenntaði bloggarinn!  Wink Því yfirleitt er ég með fleiri en 150 heimsóknir, ekki alltaf en svona kæmi sér afar vel!  W00t hehe ... ég alla vegna veit um nokkra ofvirka bloggar sem ættu svona skilið .... nefni enginn nöfn, en þeir taki það til sín sem eiga það skilið!  Wink
mbl.is Bloggarar vilja listamannalaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversvegna ekki að velja Kristni?

Ég set þetta upp eins og ímyndað samtal milli trúmanns og guðleysingja til þess að sýna kaldhæðnina, og einnig að sýna að málin eru ekki svona slæm eins og margir halda.

Græna letrið er trúmaðurinn í samræðunni og rauða letrið er guðleysinginn.

Þetta er aðeins gervisamtal og skáldað, en ég hef sjálfur lent í svona svipuðum aðstæðum og er þetta því byggt á eigin reynslu að nokkru leyti. 

  • Ef ég segði við þig að þú átt að elska náunga þinn eins og sjálfan þig ... ég geri það og þarf engan Guð til þess, ég get bara séð um þetta sjálf/ur því ég er góð manneskja!

  • Þú gætir verið kannski heilaþveginn af kærleika! ... Uss! Stórhættulegt það og þarf ég engan heilaþvott, því ég sé um mig sjálf/ur.

  • Það gæti hugsast að líf þitt breytist og fái þá fyllingu sem hefur alltaf skort ... nei, ég þarf engan nema mig sjálfan, Guð er bara skáldskapur og grimmur  fjöldamorðingi.

  • Það gæti einnig verið að þú sjáir heiminn með öðru ljósi og farir að hugsa: "hvað myndi Jesús gera?"... Þvílíkur heilaþvottur og ber að forðast það, ég er fullkominn eins og ég er!

  • Hver veit nema ásjóna þín breytist og kærleikur fer að skína úr augum þínum, samanber "augað er lampi líkamans" ... nei, ég er nógu falleg/ur fyrir!

  • Einnig er hægt að upplifa bænheyrslur sem "sanna trú þína" ... vísindin eru löngu búinn að afsanna Guð!

Ég eftirlæt ykkur um að dæma hversu gáfuleg svörin eru fyrir báða aðila, þetta eru aðeins pælingar. En ég er aðeins að benda á að það eru til tvær hliðar málsins, og mín afstaða er skýr í þessum efnum.


Guð blessi ykkur og vona ég að þið veltið þessu fyrir ykkur. Halo


Stórkostleg frétt!

Og eru þarna skynsamir menn á ferðinni!

Í fréttinni stendur:

„Ef maður brotlendir svifdreka eru allar líkur á að maður deyi. Wilson sagði að bensínið væri búið og ég spurði hann hvað við ættum þá að gera,“ sagði Stubbs við blaðið Marlborough Express. „Hann svaraði: Þú skalt biðja bænir, Grant.“

AMEN!

Og síðan endar þetta á því:

„Jesús er frelsarinn.“

Aftur AMEN! Það er ekki oft sem við hinir kristnu fáum fréttir til þess gleðjast yfir, en loksins gerðist það! Cool


mbl.is Svifdrekamenn bænheyrðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð geymi þennan djöful

Ekki bjóst ég nokkurntíma við því að leggja blessun mína yfir nokkurn djöful, en ég vona og bið þeirrar bænar að þessi djöfull deyi ekki út. Smile

Guð blessi Tasmaníu .. ömmm .... djöfulinn ! Halo Wink


mbl.is Tasmaníudjöfullinn að deyja út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkur fyrirbænarefni ...

sunrays

Ég vil biðja fyrir ...

... veikindum móður minnar, sem ennþá hefur ekki komið í ljós hvað er. En alvarlegt er það.

... eiginkonu minni og fjölskyldu, og að Guð verndi þau og blessi á meðan ég vinn svona mikið.

... veikindum besta vinar míns, og að hann megi ná fullum bata eftir áralanga barráttu.

... veikindum bestu vinkonu okkar hjónanna, Guð þekkir það.

... eigin heilsu og ég nái fullum bata í bakinu sem og þetta ónýta hné mitt.

... þeim fjölmörgu fjölskyldum í Kína, sem misst hafa ástvini.

... að fólk átti sig að trúin er ekki svo slæm, heldur stórkostleg.

... ég vil biðja fyrir að menn hætti að eyða börnum með downseinkenni.

... ég vil biðja fyrir frjálsri Tíbet.

... ég vil biðja fyrir Íslendingum öllum og Guð blessi okkur og varðveiti.


Í auðmýkt og með þungt hjarta ber ég fram þessi bænarefni, og vona ég að ræfill eins og ég geti gert eitthvað gagn í Guðsríki. Ég hef reynt eftir fremsta megni að koma fram eins og ég er klæddur og vona ég að það hafi breytt einhverju.

Undanfarið hefur mér fundist ég var gagnlaus í Guðsríki, en þakklátur er ég að vera svo heppinn að eiga trúsystkini sem standa við bakið á mér. Eftir MJÖG annasama helgi þá kom ég úrvinda á samkomu í kirkju mína. Þar var mér afar vel tekið, og stend ég í þakkarskuld við minn yndislega prest og söfnuð. Brotinn var ég en ekki lengur, þökk sé lifandi Guði.

Guð blessi ykkur öll!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 589030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband