Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Við erum ekki undir lögmálið kominn heldur náð.

Ritað er:

Bréf Páls til Rómverja 6:1-4
1 Hvað eigum vér þá að segja? Eigum vér að halda áfram í syndinni til þess að náðin aukist? 2 Fjarri fer því. Vér sem dóum syndinni, hvernig ættum vér framar að lifa í henni? 3 Eða vitið þér ekki, að allir vér, sem skírðir erum til Krists Jesú, erum skírðir til dauða hans? 4 Vér erum því dánir og greftraðir með honum í skírninni, til þess að lifa nýju lífi, eins og Kristur var upp vakinn frá dauðum fyrir dýrð föðurins.

Hér notar Páll hina róttækustu samlíkingu á þeirri byltingu, sem fólgin er í því að frelsast fyrir trú á Jesú Krist. Hinn frelsaði maður er í raun og veru nýr maður. Fyrra líf hans, þ.e. það líf sem hann lifði fyrir frelsunina, var í raun dauði sem nú hefur verið greftraður, til þess að maðurinn lifi nýju lífi með og í Kristi Jesú.

Það kemur í ljós í 6. versinu, að þetta er alls ekki sársaukalaust fyrir einstaklinginn.

Bréf Páls til Rómverja 6:5-7
5 Því að ef vér erum orðnir samgrónir honum í líkingu dauða hans, munum vér einnig vera það í líkingu upprisu hans. 6 Vér vitum, að vor gamli maður er með honum krossfestur, til þess að líkami syndarinnar skuli að engu verða og vér ekki framar þjóna syndinni. 7 Því að sá, sem dauður er, er leystur frá syndinni.


krossPáll útilokar ekki, að hinn frelsaði maður geti fallið fyrir freistingum og fallið þar með í synd, en hann á ekki að geta þjónað syndinni sem lifandi trúaður maður -- lifað til lengdar í synd. Trúaður, kristinn maður á vakandi samvisku, sem lætur hann ekki í friði í syndinni. Hlýði maðurinn ekki samvisku sinni, er hætt við að hann falli frá trúnni. Heilbrigð samviska er oft talin vera rödd Guðs í hjarta mannsins.

En samviskusemin getur líka orðið sjúkleg. Það er samviskusemi sem getur valdið öðrum skaða, sérstaklega andlegum skaða. Það á kristinn maður að forðast. Trúaður maður þráir að lifa sem nánast í samfélaginu við Jesú Krist.


Bréf Páls til Rómverja 6:8    
Ef vér erum með Kristi dánir, trúum vér því, að vér og munum með honum lifa.

Hér er átt við hið daglega líf þ.e.a.s. að lifa með Jesú hvern dag. Sá maður sem lifir þannig með honum, er alltaf meira og minna með hugann hjá Jesú. Jesús er mælikvarði hans í öllu daglegu lífi.

Bréf Páls til Rómverja 6:9-11
9  Vér vitum að Kristur, upp vakinn frá dauðum, deyr ekki framar. Dauðinn drottnar ekki lengur yfir honum. 10 Með dauða sínum dó hann syndinni í eitt skipti fyrir öll, en með lífi sínu lifir hann Guði. 11 Þannig skuluð þér líka álíta yður sjálfa vera dauða syndinni, en lifandi Guði í Kristi Jesú.

Trúarlífið er líka stöðug barátta við syndugt mannseðlið, sem býr í hinum náttúrlega manni í okkur sjálfum. Á það bendir Páll í næstu þremur versum:

Bréf Páls til Rómverja 6:12-13
12 Látið því ekki syndina ríkja í dauðlegum líkama yðar, svo að þér hlýðnist girndum hans. 13 Ljáið ekki heldur syndinni limi yðar að ranglætisvopnum, heldur bjóðið sjálfa yður Guði sem lifnaða frá dauðum og limi yðar Guði sem réttlætisvopn.

Þær girndir sem hér er átt við eru ríkjandi girndir til syndar. Það gæti verið fjárgirnd, þ.e. auðsöfnum, ágirnd, hefnigirnd. Um kynferðislegar girndir gildir hið sama. Þær mega ekki heldur vera okkur að ranglætisvopnum, þ. e. ekki að misnota þær okkur né öðrum til skaða og láta þær ekki drottna yfir okkur, heldur að keppa eftir að drottna yfir þeim.

Bréf Páls til Rómverja 6:14    
Synd skal ekki drottna yfir yður, því að ekki eruð þér undir lögmáli, heldur undir náð.

Mikið hefur verið rætt um hér um bloggheima um: helgidaga, tíund og aðra hluti sem snúa mikið til að lögmáli gyðinga. Og margir vilja meina að við séum ennþá háð vissum þáttum lögmálsins bundinn. Þetta er mitt andsvar við þeim málflutningi. Munum að það er frelsi að tilheyra Kristi, ekki kvöð.

Guð blessi ykkur og þakka ég lesturinn. Halo

Orð Guðs til þín

 Guðleysisvarnarmaðurinn Hjalti Rúnar

bacio

 

Bréf Páls til Rómverja 1:16-19

16 Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið. Það er kraftur Guðs til hjálpræðis hverjum þeim sem trúir, Gyðingum fyrst, en einnig Grikkjum. 17 Því að réttlæti Guðs opinberast í því fyrir trú til trúar, eins og ritað er: ,,Hinn réttláti mun lifa fyrir trú.`` 18 Reiði Guðs opinberast af himni yfir öllu guðleysi og rangsleitni þeirra manna, er kefja sannleikann með rangsleitni, 19 með því að það, er vitað verður um Guð, er augljóst á meðal þeirra. Guð hefur birt þeim það.

Guðleysinginn og vantrúarfrömuðurinn, Hjalti Rúnar var svo 'góður' að birta texta úr ritningunni á blogginu sínu, þar sleit hann burt allt samhengið og gerði Jesú að manndrápara. Ég var ekki parhrifinn af vinnubrögðum hans þar þau snérust um að koma höggi á trúnna og ekkert annað.

Hann verður að eiga það við sjálfan sig svo sem, en ég ákvað að sýna ykkur hvernig er best að gera þetta. Ég læt samhengið fylgja með svo úr verður boðskapur með samhengi! Hann var hvort eð er að gera grín og gerði lítið úr góðum sönnum bloggvini, honum Gunnlaugi. Slíkt óréttlæti get ég ekki liðið.

Guð blessi ykkur og Hjalti Rúnar er ávalt í bænum mínum.


Lifandi vatn

Jæja gott fólk, ég vil endilega minna ykkur öll á samfélagið okkar Lifandi Vatn, n.k. laugardag kl. 14-17 að Holtavegi. 

Við köllum þetta stundum bloggkirkjuna vegna þess að hún varð til þegar að nokkrir bloggarar á mbl ákváðu að hittast í kristilegum kærleika. En þetta er öllum opið og gengur útá létta kaffihúsastemmingu.

Þar mun ég kenna að teikna Manga, sem er það nýjasta í teiknimyndasögum og mjög vinsælt hjá krökkum og unglingum. Elínóra kennir þeim sem vilja línudans og kona mín ( Bryndís/bænamærin) stefnir að fjölbreyttu handavinnuhorni svo um er að gera að mæta með eitthvað á prjónunum.

Svo erum við með bænahring og auðvitað kaffi og kökur, og heilmikið spjall  félagskapurinn okkar kallast Lifandi vatn og öll þáttaka er ókeypis.

Ritað er:

Jóhannesarguðspjall 7:38
Sá sem trúir á mig, frá hjarta hans munu renna lækir lifandi vatns, eins og ritningin segir.``


Nokkrir brandarar

Góður vinur minn sendi mér þessar myndir t-pósti, mér fannst þetta svo mikil gargandi snilld að ég varð að birta þetta:

Hér er hugur forritarans og tölvunördsins:
 hugur forritarans

 
 
Hér er sönnuð gagnsemi "Drag and Drop"  
tölvuvandamál
 
 

Hér er svo hugur guðleysingjans ! hehe ...
atheist
 
Enjoy! Tounge

Nýr rauður dagur

Ég ætla ekki að mæta í rauðum bol, heldur peysu. Það er allt of kalt til að vera bara í bol, við erum á Íslandi fyrr má nú vera! Wink En ég vil sýna þeim í Búrma stuðning, þótt ég sjái ekki alveg hvers vegna að ég gangi í rauðu hafi einhver áhrif. En ef það hjálpar þá geri ég það samt.

Ég vil samt benda á þá kaldhæðni sem er bak við þessa sorgarfrétt, ef við breytum henni aðeins og heimfærum munkanna uppá íslendinga og það trúaða íslendinga, þá myndi vera annað hljóð í skrokknum. Ég held að flestum væru nákvæmlega sama ef einhverjir kristnir féllu í slíkum mótmælum.

Ekki erum við krúttulegir saklausir munkar! Nei, við erum öll 'fordómafullir mannhatarar' samkvæmt flestum, þeir taki það til sín sem eiga það skilið, enda dæmir fólk sig sjálft sem lætur slíka heimsku útúr sér, enda sýnist mér þetta fólk ekkert sérstaklega vel lesið eða vel gefið. Ég get nefnt nokkur nöfn hér á moggablogginu, en þið vitið hvað þið heitið og eigið skömm fyrir.


mbl.is Fólk hvatt til að mæta í rauðum bolum á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til trúaðra

Sameinumst í sterkan her, þið hermenn Kristspraying-hands

Alveg er ég búinn að fá mig fullsaddann á að deila og kíta við trúbræður mína, vissulega erum við ósammála um mörg atriði, og er mismunandi útfærsla á mörgu innan kirkjudeildanna, en er ekki komið nóg? Hví þessar innbyrðis deilur endalaust? Er ekki betra að við stöndum við baki á hvor öðru og berjumst gegn trúlausum heimi? Ég skil vel afhverju hlakkar í vantrúarmönnum og þeir brosa útí annað þegar trúaðir láta svona við hvorn annan, enda er full ástæða til.

Sjálfur er ég sekur um að níðast á trúbræðrum mínum og hef gert lítið úr þeirra skoðunum, það er ekki langt síðan að ég tók páfa fyrir og gerði lítið úr honum, bið ég kaþólikka afsökunar á þeim orðum mínum.

Ég mun einbeita mér frekar að því sem sameinar okkur, sem er Drottinn vor Jesús Kristur heldur en að velta mér uppúr kenningum sem ég er kannski ekki sammála. Jón Sigurðsson forseti sagði eitt sinn: "Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér". Það þykir mér í tíma töluð og viðeigandi við erindi mitt.

Einbeitum okkur að því sem skiptir máli, það er fagnaðarboðskap Jesú Krists, virðum bræður okkar og systur í Kristi og komum fram við þau án fyrirdæmingar út af einhverjum mismunandi skoðunum. Sjálfur ætla ég að tileinka mér þetta, en hvað gerir þú kæri trúbróðir og systir?

Lækir lifandi vatns

Jæja þá hittumst við aftur í dag í KFUM&K línudansinn í umsjón Elínóru Ingu Sigurðardóttur, hefst stundvíslega klukkan 16:00 og hvetjum við unga sem aldna að dansa með okkur. Grin

En við opnum húsið klukkan 14:00 og sláum í vöfflur með kaffinu. Smile

Það þarf ekki að vera bloggari til að mæta, og allt er ókeypis! Wink

Þetta er haldið í KFUM&K á Holtavegi 28 Reykjavík.

Sökum mikila anna kemst ég ekki að þessu sinni og fellur þá niður Manga kennsla þennan laugardaginn. Við höldum áfram þar sem frá var horfið eftir annan Laugardag.

Ritað er:

Jóhannesarguðspjall 7:38
Sá sem trúir á mig, _ frá hjarta hans munu renna lækir lifandi vatns, eins og ritningin segir.``


Kristinn húmor ... eða þannig!

Einn vinnufélagi minn lét mig í té þennan líka ágæta brandara. Hann kann að vera rassistalegur, guðlaus og á ensku. Hann er samt góður! LoL

HEAVEN is when
The police is English
The cook is French
The mechanics is German
The lover is Italian
Everything is organized by Swiss

And there are absolutely NO Belgium drivers

HELL is when
The police is German
The cook is English
The mechanics is French
The lover Swiss
The driver Belgium
and everything is organized by Italians.

Við sem erum trúuð verðum að hafa smá húmor fyrir sjálfum okkur. En kannski er alvarlegt nigótín fráhvarf að hrjá mig ... hver veit ... ég sé ennþá bleika fíla.  Shocking

En annað, eins og góð vinkona mín segir alltaf:

Góðar stundir.  Wink

Breyttu hóruhúsi í bænahús !

Samkvæmt þessari frétt af vísi.is

Þar segir m.a.:

Mikil vakning er nú í safnaðarheimili í Ármúla 23 þar sem reglulega eru haldnar fjölmennar samkomur fólks sem hefur frelsast til guðstrúar. Flestir eiga safnaðarmeðlimirnir það sameiginlegt að hafa lent upp á kant við lögin fyrr á lífsleiðinni. Húsnæðið sem hýsir bænahúsið var mikið í fréttum í fyrra þegar því var slegið upp í DV að þar væri rekið vændishús.

Í þætti á kristilegu sjónvarpsstöðinni Omega er nú í spilun viðtal við einn forsprakka safnaðarheimilisins þar sem hann segir frá vændishúsarekstrinum. Í viðtalinu rekur hann sína sögu en hann glímdi við eiturlyfjadjöfulinn í mörg ár og gerðist margsinnis brotlegur við lögin.
Hann lýsir því meðal annars í spjalli við þáttastjórnandann að þegar hann losnaði úr fangelsi eftir að hafa afplánað margra ára fangelsisdóm hafi hann tekið til við að reka vændishús. Hann segir einnig að vændishúsið hafi verið í Ármúla 23, í sama húsnæði og nú hýsir safnaðarheimilið.

Þetta finnst mér ótrúlega lofsvert framtak. Þetta kallar maður að snúa hlutunum í andhverfu sína! Ekki veit ég hverjir standa að þessu, en megi Guð blessa þá margfaldlega fyrir þessi myndarlegheit! Halo

« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 589037

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband