Nýr rauður dagur

Ég ætla ekki að mæta í rauðum bol, heldur peysu. Það er allt of kalt til að vera bara í bol, við erum á Íslandi fyrr má nú vera! Wink En ég vil sýna þeim í Búrma stuðning, þótt ég sjái ekki alveg hvers vegna að ég gangi í rauðu hafi einhver áhrif. En ef það hjálpar þá geri ég það samt.

Ég vil samt benda á þá kaldhæðni sem er bak við þessa sorgarfrétt, ef við breytum henni aðeins og heimfærum munkanna uppá íslendinga og það trúaða íslendinga, þá myndi vera annað hljóð í skrokknum. Ég held að flestum væru nákvæmlega sama ef einhverjir kristnir féllu í slíkum mótmælum.

Ekki erum við krúttulegir saklausir munkar! Nei, við erum öll 'fordómafullir mannhatarar' samkvæmt flestum, þeir taki það til sín sem eiga það skilið, enda dæmir fólk sig sjálft sem lætur slíka heimsku útúr sér, enda sýnist mér þetta fólk ekkert sérstaklega vel lesið eða vel gefið. Ég get nefnt nokkur nöfn hér á moggablogginu, en þið vitið hvað þið heitið og eigið skömm fyrir.


mbl.is Fólk hvatt til að mæta í rauðum bolum á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

ég fann nú bara ekki flotta rauða bolinn minn sama hvernig ég leitaði og neyddist því til að fara í gamla rauða peysu, en það er auðvelt að sýna sinn stuðning svona, þetta hefur kannski einhver áhrif á eterinn, ef svo má að orði komast, en að sjálfsögðu kemur ekkert í staðinn fyrir bænir sanntrúaðra. 

halkatla, 28.9.2007 kl. 14:51

2 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ég held að engum væri nákvæmlega sama ef kristnir féllu í mótmælum. Engin á að falla í friðsamlegum mótmælum.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 28.9.2007 kl. 15:03

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það er hárrétt Anna Karen. En ekki fer ég í bol í þessum kulda!

Nanna, þú hefur rangt fyrir þér ef þú miðar við þau skrif sem birtast eftir þessa "frægustu" bloggara. Skrif þeirra einkennast af hatri sem smitast út frá sér. En undir venjulegar kringumstæður væri þetta hárrétt hjá þér.   

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.9.2007 kl. 15:19

4 Smámynd: Linda

Ég á því miður ekkert rautt!  Enn sammála þér Haukur, ég er ansi hrædd um að ekki yrði mikið mótmælt ef Kristnir að falla, heyrðu, bíddu nú við á þessu ári munu hundruð þúsundir Kristna lenda í fangelsum og vera myrtir sakir trúar afstöðu og mótmæla gegn óréttlæti í sínum heima löndum, eins og Íran, Líbanon, Írak, S. Arabíu, Egyptalandi, Palestínu, Afríku, Asíu... 

Linda, 28.9.2007 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 587831

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband