Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Til hamingju Sjálfstæðismenn

Til hamingju með sigurinn Sjálfstæðismenn, því er ekki að neita að þið unnuð glæstan sigur á kostnað hækjunnar ykkar. En það munar svo litlu að ég skora á ykkur að endurskoða stjórnarsamstarf við mini-Framsókn !

mbl.is Ríkisstjórnin hélt velli með minnsta mun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Amen !

Samkvæmt nýjustu tölum er framsókn að bíða afhroð í þessum kosningum! Það er eðililegt og skynsamlegt viðbragð Jóns Sigurðssonar að stíga til hliðar!

Ég virkilega fagna þessu !! W00t


mbl.is Jón: Eðlilegt viðbragð að stíga til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Táknrænt fyrir fall Sjálfstæðismanna

Ég vona að ég verði sannspár, en ég vil þetta fyrirbæri sem kallar sig ríkisstjórn burt sem fyrst! Þá verður loksins hugað að þeim sem minna mega sín þegar jafnaðarmenn komast til valda !!
mbl.is Risinn missti höfuðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir rökþrota og hótar

Það er er alltaf sami fagurgalinn í íhaldsdelum, einu rökin sem þeir virðast kunna gegn vinstri mönnum er hræðsluáróður um við séum svo "hættulegir" !! Ég kalla eftir málefnanlegum rökum!! Setjið nú nýja plötu á fóninn og komið með málefnanlegaumræðu í stað hræðsluyfirlýsinga. Angry
mbl.is Steingrímur: forsætisráðherra hreytir ónotum í kjósendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þakkir til Jóhannesar í Bónus

Ég tók þessa frétt af vísi.is

Þar segir:

Jóhannes hvetur sjálfstæðismenn til að strika út Björn
Jóhannes Jónsson kaupmaður í Bónus blandar sér óvænt í kosningabaráttuna með heilsíðu auglýsingum í dagblöðum í morgun, þar sem hann hvetur Sjálfsæðismenn til að strika yfir nafn Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra í kjörklefunum á morgun.

Jóhannes, sem sjálfur segist vera sjálfstæðismaður, rifjar upp að hann hafi þurft að ósekju að sitja á sakamannabekk í Baugsmálinu, meðal annars vegna óvæginna og ranglátra aðgerða Jóns H.B.Snorrasonar saksóknara og að nú virðist Björn Bjarnason ætla að skipa Jón í stöðu ríkissaksóknara þrátt fyrir klúðrið.

Jóhannes gagnrýnir jafnframt Harald Jóhannessen ríkislögreglustjóra og Sigurð T. Mgnússon, sem var settur saksóknari í Baugsmálinu í stað Jóns H.B. Snorrasonar eftir að hann var gerður afturreka með málatilbúnað sinn haustið 2005, eins og það er orðað í auglýsingunni.

Tekið er fram í auglýsingunni að Jóhannes greiði fyrir hana sjálfur. Ekki náðist í Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fyrir fréttir til að heyra skoðun hans á auglýsingunni.

Eins þakklátur og ég er honum Jóhannesi fyrir lágt vöruverð, þá er ég ennþá þakklátari honum fyrir að koma höggi á sinn eigin flokksmann. Gott hjá þér Jóhannes, endilega komdu með fleiri sem strika má út !

6 mánaða fangelsi??

Sorrý, mér finnst 6 mán. fyrir brot af þessu tagi ALLT of stutt. Ég skora hér með á alla flokka og frambjóðendur til þess að endurskoða þessa löggjöf um refsingar á barnakláms fíklum !!

mbl.is Fangelsi fyrir að vera með barnaklám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnin fallinn, heldur velli, fallinn heldur velli .... úffff ...

Þetta er að verða endalaust, maður er alveg hættur að átta sig á þessum endalausu könnunum ... ég gest upp og hvet alla hugsandi menn til þess að fella þessa stjórn og kjósa vinstri !

Helst ættu allir að kjósa:

graentflurlogo 
Ég ætla að gera það að minnsta kosti !!Grin

mbl.is Samfylking og Framsóknarflokkur bæta við sig samkvæmt könnun Stöðvar 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað hafa þær áhrif!!

Eins og ég hef margbent á, þá hefur þetta sín áhrif!! Það á að banna þetta nokkrum vikum fyrir kosningar!
mbl.is Hafa kannanir áhrif á kjósendur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn og aftur vara ég við þessari kosningarbrellu !

Ég trúi varla að landsmenn séu svo sofandi að sjá ekki ín gegnum þetta! Þeir friðlýsa eins mikið og þeir geta til þess að gefa einhverja "græna" ímynd af sér, þar misheppnast sú tilraun hrapalega 2 dögum fyrir kosningar! Angry

Get a life, Jónína !


mbl.is Arnarnesstrýtur friðlýstar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það vantar Framsókn á þennan lista

Þetta er afar gott framtak, verst er að þetta er í Leifssöð og ég þarf að kaupa mér miða til útlanda ef ég ætla að sjá e-ð af henni.

En ég skora á Jónínu að bæta Framsókn við í listann í "dýr í útrýmngarhættu"!


mbl.is Dýr og plöntur í útrýmingarhættu sýnd í Leifsstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 588429

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband