Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ásmundur Jóhannsson er hetja!

Ekki alls fyrir löngu stóð ég fyrir undirskriftarsöfnum til stuðnings Ásmundi Jóhannssonar. Ég er búinn að taka saman listann og senda til þingmanna Frjálslyndaflokksins sem og annarra. Ég rakst á frétt á DV.is sem segir eftirfarandi:

Ásmundur Jóhannsson, kvótalausi sjómaðurinn frá Sandgerði sem DV hefur greint frá undanfarið, hélt til veiða í dag. Samkvæmt upplýsingum dv.is hefur Ásmundur snúið bát sínum í land, en hann svaraði ekki kalli Landhelgisgæslunnar þegar afskipti voru höfð af ferðum hans.

Ásmundur hefur sagt kvótakerfinu stríð á hendur og á hann sér marga stuðningsmenn í aðgerðum sínum. Þá var hann hylltur sem hetja þegar hann sigldi í höfnina á Sandgerði um miðjan júlí síðastliðnum með 700 kílóa afla, en lögreglan og fulltrúar frá Fiskistofu tóku á móti honum í höfninni auk stuðningsmanna.

Lögreglan tók skýrslu af honum þann 16. júlí síðastliðinn, en þar áður höfðu Fiskistofa og Landhelgisgæsla Íslands ekki haft afskipti af honum áður.

Tilvitnun lýkur.

Nú er spurningin hver næstu skrefin verða, og vænti ég þess að heyra frá mínum mönnum von bráðar. Gaman væri að heyra ykkar álit á þessu máli.

 


Útvarp saga er flott stöð!

Í tilefni þess að Guðni Ágústsson rauk á dyr í þætti Sverris Stormskers núna nýverið, hefur gagnrýni komið fram sem ég er ekki alveg samála og er fremur ósáttur við að heyra.


Fullyrðing númer eitt: "Áróðursstöð fyrir Frjálslyndaflokkinn"

Þvílík vitleysa, allir flokkar hafa aðgang af þessari stöð og ber að nefna eftirfarandi nöfn sem Arnþrúður Karlsdóttir telur upp í athugasemd hjá JensGuð, hún segir að eftirfarandi þingmenn hafi aðgang að stöðinni:

"Skal í því sambandi nefna Jón Magnússon (F) Grétar Mar Jónsson (F) Óskar Bergsson (B) Birki Jón Jónsson (B) Birgi Ármannsson (D) Katrínu Júlíusdóttur (S) Ástu R.Jóhannesdóttur (S)Ágúst Ólaf Ágústsson (S)og  Ögmund Jónasson (VG). Það er nefnilega til fullt af góðu fólki."

Jafnvel heilu þættirnir eru helgaðir heilum flokkum alveg sér á partinn! utvarpsaga.pngSamfylkingin er t.d. með einn slíkan þátt! Þannig slíkar fullyrðingar eiga ekki rétt á sér og eru því ómarktækar. Eina sem er ánægjulegt við að fólk haldi þetta, er að fólk tekur greinilega meira eftir boðskap FF en hinna flokkanna!  ;)

Fullyrðing númer tvö: "útvarp Saga er með flissandi þáttastjórnendur"

Af eigin reynslu og hlustun get ég ekki tekið undir þetta. Ég var sjálfur í viðtali hjá Markúsi Þórhallssyni ásamt hinum víðfræga Skúla Skúlasyni í viðtali í Apríl síðast liðnum. Ekki var Markús flissandi eða neitt slíkt, hann tekur starfi sínu alvarlega og er verulega góður þáttastjórnandi !

Þetta er allavega mín reynsla af þessari góðu stöð, og er ég ekki tengdur henni á nokkurn hátt, þótt ég sé að verja hana.


 

Slæmir mannasiðir Íslendinga

peach-rose-macro-dsc01212_high.jpgÉg er alinn upp í öðru landi að hluta til, nánar tiltekið í Kanada. Þar vandist maður ákveðnar kurteiss venjur sem eru sumar hverjar óþekktar fyrir augum íslendinga, en ég ætla að lista nokkrar hér upp og vonandi tekur fólk þetta sér þetta til fyrirmyndar. Því mesta menningarsjokkið eftir að við fluttum heim eftir margra ára dvöl, var innilegur dónaskapur íslendinga, og hvað börnin voru óheft og leyft að gera og segja hvað sem er.

Tökum aðeins á venjulegri almennri kurteisi sem og tillitsemi:

  • Það er venja að þakka fyrir sig, þá meina ég á báðum tungumálum. Frasar eins og "you're welcome" og "have a nice day" eru ekki notaðir að ástæðulausu!
  • Karlmenn settust aldrei niður fyrr en þeir voru vissir um að kona þeirra væri búinn að koma sér vel fyrir, þeir halda oftast nær opna fyrir þær bílhurðina og styðja við stól þeirra er þær setjast á mannamótum.
  • Það þykir algjör svívirða að horfa fyrir neðan höku þegar talað er við konu, og mega konur gefa karlinum kinnhest ef þeir eru uppvísir um að horfa aðeins á það sem þeim þykir mest spennandi. Þú ert úthrópaður perri ef þú gjörir slíkt, konum á sýna virðingu sem persónur ekki sem einhverja sýningargripi!
  • Ef einhver er í vandræðum þá bjóða menn fram aðstoð sína, ekki bara ganga framhjá og telja þetta vera vandamál viðkomandi. Sama gildir í umferðinni. Íslendingar eru voðalegir með þetta.
  • Talandi um umferðina þá er mjög dónalegt og gerist varla nema í einstökum tilfellum að fólk sé ekki gefið tækifæri í umferðinni, að svína fyrir einhvern er óþekkt fyrirbrigði og tillit til náungans er mun meira ríkjandi. Þarna eru íslendingar afar aftarlega á merinni varðandi svo sjálfsagða hluti.
  • Eins stoppa íslendingar ca. 2 cm fyrir aftan mann á rauðu ljósi, meira að segja í brekkum! Slíkt er kallað "tailgating" og er afar óvinsælt að menn gjöri í flestum öðrum löndum, auk þess er svona lagað slysahætta.
Hvað getum við svo lært af ofanverðu? Ég tek fram að ég er ekki að rakka niður íslendinga, heldur er ég að áminna samlanda mína fyrir að vera illa uppaldir í heimi kurteisinnar. Margt má betur fara og fullyrði ég, ef samfélag okkar tæki uppá að taka upp jafnvel eina af ofangreindu, þá yrði mun þægilegra að búa í þessu yndislega landi sem heitir Ísland.

 

Guð blessi ykkur öll!


Lengi lifi Baggalútur! Lengi lifi jafnrétti kynjanna!

ráðskonan - Hjálmar SigmarssonVoðalega erum við orðinn 'pólitískt rétt' þessi þjóð. Ekkert má lengur vegna háværra radda frá sérhagsmunahópum, ef Femínistafélagið væri til dæmis sjálfri sér samkvæmt þá væri "ráðskona" karlahópsins þeirra; Hjálmar Sigmarsson (hér til hægri á fyrstu mynd) ekki ráðskona heldur maður. Mér er að minnsta kosti óskiljanlegt hvernig er hægt að vera "ráðskona" í karlahópi, sem væntanlega bara ætlaður karlmönnum!

Hitt er annað mál, að það má túlka þetta lag á hvorn máta sem er, því vissulega er textinn á gráu svæði þótt meiningin hafi verið önnur. Ég man hvernig þetta var einmitt árið 1993 þótt ég hafi ekki verið í eyjum, og er hann Bragi aðeins að vísa til hvernig þetta var þá, og því miður var ástandið svona eins og hann lýsir í laginu, og ekki voru það bara Vestmanneyjar sem voru svoleiðis.

En ég fann kastljós þáttinn á Rúv þar sem "ráðskonan" mikla er að verja orð sín með Braga V. Skúlasyni sem talar fyrir hönd Baggalúts. Og er hægt að hlusta á lagið og lesa þennan illræmda texta hér.

Meira að segja Hildur Sverrisdóttir fyrrverandi  fyrrverandi framkvæmdastjóri V-dagssamtakanna segir í þessari vísis grein:

„Textinn er grófur og hægt að gagnrýna hann fyrir margt. En að segja að þarna sé um nauðgun að ræða er hæpið,"

Einmitt Hildur! Hárrétt hjá þér! Það er þó vonarglæta hjá femínistum með þig þeirra röðum.

Bragi Valdimar Skúlason - talsmaður BaggalútsÉg vona bara að þessar konur sem eru forsvari fyrir femínista fari nú að vakna, einhliðamálflutningur þeirra um "kvenfrelsi" gengur þvert á stefnu annarra femínista samtaka í öðrum löndum. Þar er barist fyrir jafnrétti, ólíkt því sem öfgasamtökin hér á fróni gera.

Þeim verður þetta til ævinlegrar skammar svona einstefnu taktík, eins mikill femínisti og ég er sjálfur, þá neita ég að taka þátt í svona rugli eins og Sóley Tómasdóttir og vinkonur gera! Þvílík vitleysa!

Lengi lifi jafnrétti! Sem næst ekki með einhliða málflutningi og stefnu. Ég vona bara að ég fái einhverjar reiðar konur á mig og saka mig um karlrembu, en ef ég er karlremba fyrir að vilja jafnrétti BEGGJA kynja, þá er ég með krullað skott og baða mig í drullu!

Góðar stundir og þakka ég lesturinn.


mbl.is „Texti Baggalúts snýst ekki um eðlilega hegðun"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins aðgerðir - og svona hefur verðið þróast!

Ég tek ofan fyrir Gísla Tryggvasyni, talsmanni neytenda. Loksins maður sem sinnir sínu starfi! Þótt ég sé samt ekki bjartsýnn á nein kraftaverk í þessum efnum, þá fær Tryggvi 10 viðleitni.

En lítum að aðeins á þessa þróun, ég tók þessar upplýsingar af shell.is og skellti þeim tölum inní Excel svo úr varð úr þetta súlurit. Shell eru þeir einu sem veita svona gamlar upplýsingar. Ég hafði ekki tíma til þess að telja dísilinn með en þetta er þróunin á 95okt bensínverði frá 04. jan til dagsins í dag.

 

Bensínverð

Hefur þetta svo lækkað eitthvað ? NEI!!! Takk kæri Tryggvi og Guð blessi þig!

 


mbl.is Olíufélög boðuð á fundi um verðmyndun gagnvart neytendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bænarefni ekki aðhlátursefni

BænÞessi vesalings maður gengur greinilega ekki heill til skógar. Ég vona hann að finnist sem fyrst áður en hann deyr af völdum ofkælingar.

Enginn með réttu ráði gerir svona lagað, og þess vegna er bæn mín sú að hann sé heill og fái rétta meðhöndlun er hann kemur til baka í hlýjuna.

Þeir sem hafa séð (ó)sóma sinn í að fara með flymtan og spé yfir þessu atviki, ættu að setja skottið á milli fótanna á sér og skammast sín!

Guð blessi björgunarfólkið er leitar að honum, því enn er hann ófundinn.

 


mbl.is Allsnakinn á Esjunni í 600 metra hæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undirskriftarsöfnun til stuðnings Ásmundi Jóhannssonar

Sláum í borðið og segjum nei við óréttlætinu!!Það kom einhver sem kallar sig "Aðdánandi Ásmundar" í síðustu grein minni og spurði af hverju væri ekki undirskriftarlisti til stuðnings Ásmundar. Ég varð við þessa frábæru hugmynd hans og stofnaði slíkan lista sjálfur.









Undirskriftarlistann er að finna hér: 

http://www.petitiononline.com/mod_perl/signed.cgi?asmundur
 

Ég mun svo tala við nokkra þingmenn sem munu vonandi aðstoða mig við koma þessu til réttra aðila og hvernig ég stend að því.

En ég hvet alla til þess að skrifa undir og mótmæla mesta óréttlæti íslandssögunnar, því ekki viljum við sjá Ásmund fara í steinin ... eða hvað? 

Ég tók eftir að ekki allir vafrar styðja íslenska stafi, þess vegna birti ég þennan texta sem er inná undirskriftarsöfnunni fyrir þá sem lenda í því, þetta er erlend síða sem ræður afar illa við íslenska stafi:

Með undirskrift minni lýsi ég undirrit-uð (aður)yfir stuðningi við framlag
Ásmundar Jóhannssonar gegn kvótakerfinu.  Íslensk stjórnvöld höfðu skuldbundið
sig til að hlíta úrskurði Mannréttindanefndarinnar. Í stað þess að gera það
brjóta þau mannréttindi á öldnum sjómanni, því viljum við jafnframt mótmæla. 

Ég hvet alla landsmenn til þess að taka þátt í þessu, sama hvaða flokk þið tiheyrið.  Smile

Með Guðs hjálp og ykkar getum við forðað Ásmundi frá harkalegum aðgerðum stjórnvalda!


mbl.is Bátur á ólöglegum veiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rær fyrir réttlætinu!

Þetta er reyndar ekki Ásmundur, en myndin er við hæfiÉg tek ofan fyrir hvunndagshetjunni Ásmundi Jóhannssyni, hann gefur stjórnvöldum langt nef svo um munar gegn kvótakerfinu. Það sem er skýrt mannréttindabrot að mati erlendra dómstóla, á hann kannski eftir að sitja inni fyrir. Sem væri auðvitað þvílík þversögn að hálfa væri nóg.

Ég tók eftir að góðvinur minn og ásatrúarmaður Sigurður Þórðarson samdi soldið skemmtilega sjóferðarbæn að hætti ásatrúarmanns fyrir Ásmund, hér er mótleikur minn við því:

Sjóferðabæn:

"Ég heiti á Drottinn allsherjar að fylgja nú þeim góða dreng Ásmundi Jóhannssyni í þennan róður, hann megi afla vel og kraftur þeirra megni að kvótakerfið leggist af, svo hjálpi mér Drottinn Guð minn allsherjar".

Guð blessi þessa hetju sem berst fyrir réttindum okkar allra. Og sem suðurnesjamaður, verð hreykinn að sjá svona hetju að verki!

 


mbl.is Mótmælir kvótakerfinu með veiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ómanneskjulegt!

Þessi Paul Ramses, sem hefur starfað með hjálparstofnunum að byggja upp starf í Kenía, á ekki að fara úr landi! Eða réttara sagt hent úr landi! Nú fyrst Amnesty International bendir á þá aðstöðu sem býðst á Ítalíu, sem er varla skeppnum hæfandi, þarf að grípa til einhverrra ráða! Hann á nýfætt barn og eiginkonu sem mér finnst rangt að gera að munaðarleysingjum! 

Birgitta Jónsdóttir hefur hvatt fólk til þess að mótmæla þessu óréttlæti! Ég hvet fólk eindregið til þess að mæta!

Birgitta ritar:

Á morgunn 4. júlí á milli 12 og 13 verða mótmæli fyrir utan dómsmálaráðuneytið. Við skorum á Björn Bjarnason og Hauk Guðmundsson að snúa Paul Ramses heim og fjalla um mál hans hérlendis þar sem fjölskylda hans er. Við krefjumst þess að Paul fái hér pólitískt hæli og að vinnubrögð  eins og í máli hans muni ekki endurtaka sig.

Látum nú verkin tala! Og bendi ég hér með á undirskriftarlista sem Birgitta útbjó.


mbl.is Amnesty fer fram á að stjórnvöld endurskoði ákvörðun sínap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við þurfum að finna hinn gullna meðalveg!

MálfrelsiHvað er þá rétt ritskoðunarstefna? Sjálfur hef legið undir ámæli frá trúsystkinum mínum að vera alltof linur í þessum efnum. Ég leyfi öllum að tjá sig sama hver það er, og hefur það stundum farið útí öfgar þessi frjálslynda stefna hjá mér.

Sumir trúbræður mínir hafa skammað mig fyrir að leyfa trúleysingjum og öðrum að hertaka umræðurnar, og skil ég vel sjónarmið þeirra, en mér finnst betra að leyfa orðum þeirra að standa og leyfa öðrum að dæma sjálft hver er með öfgar.

Það er ekki á dagskrá að breyta þessari stefnu, en ég vísa samt í höfundarsíðuna þar sem ákveðnir skilmálar eru og mun ég reyna að fylgja eftir bestu samvisku. Því það sem ég er að reyna að breyta í mínum veika mætti er það mannorð sem kristnir hafa skapað sér, við erum mörg hver úthrópuð "ritskoðarar" og sögð "hefta málfrelsi". Ég er ekki sammála trúsystkinum mínum í ritskoðunarstefnu sumra þeirra, en það er bara ég. Whistling

En reyndar verð ég að viðurkenna að ég er með tvo aðila í banni. En það er vegna þess að innlegg annars þeirra voru hreint og beint svívirðileg, og hinn hafði ég engan húmor fyrir, enda kallaði hann sig Jesú Krist, ég kæri mig ekki um slíka kjána í mínum húsum!GetLost

Því hvað er blogg annað hús manns? Ef einhver kemur inn og hefur hægðir í anddyrinu hjá þér, ertu viss um að þú viljir þann aðila aftur í heimsókn? Nei. Svo mikið er víst. Það gildir um þá sem slíkt gjöra og taki þeir það til sín sem eiga það skilið.

En ekki líst mér á þessar reglur í fréttinni, og ef eftir þeim verður farið þá á mikið eftir að breytast. En eins og bent er réttilega á í fréttinni er einungis talað um vandamálið og engar lausnir. Þess vegna skulum við halda vatni yfir þessum tíðindum og taka þeim með fyrirvara. Cool Þess vegna verðum við að setja okkur eigin siðferðisreglur og reyna hvað best að fara eftir þeim.


mbl.is Vilja setja hömlur á bloggara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 588416

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband