Færsluflokkur: Bloggar

Skýr skilaboð um vantraust þjóðarinnar á stjórnvöld

Loksins jákvæðar fréttir, það stendur í fréttinni:

Ríkisstjórnin nýtur stuðnings 31,6% landsmanna samkvæmt könnun, sem Fréttablaðið birtir í dag. 68,4% segjast ekki styðja stjórnina. (Leturbreyting mín)

Það segir allt sem segja þarf um hvort eigi að "endurnýja" umboðið eða ekki. Það var hreint ótrúlegt að  heyra ISG í gær þegar hún dirfist að láta útúr sér: "fólkið fyrst og flokkarnir svo" ef svo er komið, af hverju slítur hún ekki stjórnarsamstarfinu og kemur mönnunum frá völdum sem ullu þessum hörmungum? Nei, hún velur að vera strengjabrúða og leiksoppur Sjálfstæðisflokksins. Sem er hugleysi og gunguháttur.


mbl.is 31,6% stuðningur við stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir kúgar þjóðina inn að merg!

 

geir.jpg

 

Myndin hér að ofan er áróðurs plakat Sjálfgræðismanna frá síðustu kosningum ... þarf að segja meira? Angry Pfff ... ,,traust efnahagsstjórn" sögðu þeir, samt kýs þorri landsmanna þetta pakk alltaf yfir sig! Sem vonandi breytist núna, en það er nú meiri skellurinn sem þurfti til þess að menn áttuðu sig!

Ég bendi fólki á vefsíðuna kjósa.is þar sem hægt er að skrá nafn sitt í undirskriftarsöfnun í þeirri von að knýja fram kosningar.

Mótmælum öll þessum spilltu ráðamönnum, á FRIÐSAMAN hátt, hjarta mitt brast þegar ég sá hamaganginn við lögreglustöðina. Ef á að taka mark á þessum mótmælum þá verðum við að koma fram eins og siðmenntað fólk, mætum öll í FRIÐSÖM mótmæli á laugardaginn kemur!


mbl.is Íslendingar láti ekki kúga sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spádómar Davíðs konungs (skopmynd)

 

Dabbi kóngur ...

 

Spádómar Davíðs konungs í ritningunni rættust, alveg eins og spádómar Davíðs Oddssonar um bankanna, og enginn annar virðist kannast við nema Davíð sjálfur að hafa varað við þessu. Hvers vegna var ekki þá hlustað á hann, fyrst að hann bjó yfir svona mikilli vitneskju um stöðuna? Af hverju þegja nú Sjálfstæðismenn þunnu hljóði um viðvaranir hans? FootinMouth

Myndin hér að ofan sýnir Davíð með tappa í eyrunum og spáir í kristalkúlu sína ... Wink


mbl.is Skuldar þúsund milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur kyssir ekki vöndinn ... (skopmynd)

Svona sé ég málið fyrir mér þar sem þau geta ekki komið sér saman um hvort er rétt. Á þessari mynd er Ingibjörg Sólrún að skamma Össur fyrir að beita vendinum á þjóð sem hefur Íslendinga í heljargreipum sínum.  Wink Ég vona að myndin tali sínu máli!

 

ossur_726447.jpg

 


mbl.is Kyssir ekki á vönd kvalaranna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Könnun ... ég þarf álit ykkar ...

Undanfarið hef ég verið að teikna skopmyndir á þessu bloggi mínu. Ég setti upp könnun hér vinstra megin á síðunni þar sem ég spyr hvort sé grundvöllur fyrir að ég haldi slíku áfram. Ef viðbrögðin eru jákvæð, þá held ég ótrauður áfram að teikna skopteikningar af málefnum líðandi stundar, ef neikvætt þá geri ég ekkert slíkt.

Ég ber þetta undir ykkur kæru lesendur, til þess eins að vita hvort þessi vinna mín borgi sig og hvort þið hafið jafn gaman myndunum og ég hef að búa þær til. Cool

 

Ég sem prestur ...

 

Þessi mynd hér ofar, gerði ég síðast liðinn öskudag (ég mætti þá sem prestur í vinnuna Tounge, fannst það viðeigandi) af sjálfum mér með því snilldar forriti Micro$oft Paint ... hvað finnst ykkur? Á ég að halda þessu áfram? FootinMouth Látið í ykkur heyra, könnunin er neðst vinstra megin á síðunni.  Smile


Svona sjá Íslendingar Gordon Brown (önnur skopmynd) !

Eftir að hafa fengið svona jákvæð viðbrögð við seinustu skopteikningu minni, þá ætla ég að birta aðra og jafnvel að gera þetta oftar ef fólki líst vel á.

En hér er svo Gordon Brown eins og flestir landsmenn sjá hann fyrir sér eins og er, hann er gráðugur sparibaukur sem vill gleypa upp sparifé okkar.

Gordon sparigrís ...

Ég vona bara að Stoltenberg nái að tala vit fyrir honum!!


mbl.is Stoltenberg ræddi um Ísland við Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skopmynd af Geira að redda þjóðinni ...

 

geir-i-lit.jpg

 


(Smellið 2x á myndina til þess að fá hana stærri)

Hér er skopmynd sem ég gerði í morgun af Geira okkar að taka "skynsamlega" á fjármálakrísu okkar. Hann tekur lán eftir lán eftir lán ... hver á svo að borga? Barna - barna - barna - börnin okkar?

Bretar kúga okkur til samninga vegna Icesave reikninganna, ég er hissa á að þeir hafi ekki beitt valdi sínu innan ESB til þess að koma á okkur hryðjuverkalögum og þvinga okkur til þess að semja ofan á okkur þessa upphæð sem örfáir auðmenn söfnuðu til. Af hverju eigum við að borga slíkar skuldir? Mótmælum svona rugli, og mætum í FRIÐSÖM mótmæli á laugardaginn kemur!


mbl.is Fáum ekki lán nema Icesave deila leysist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona voru mótmælin (Myndir)!

Mikill hiti var í mönnum á Austurvelli í dag. Það byrjaði með að mótorhjólaþyrping lét reykjarmökk koma úr hjólum sínum sem var flott byrjun fannst mér, ég var ekki með myndavél með mér og eru þessar myndir birtar með góðfúslegu leyfi Lindu:

 

pb080139.jpg
 
Svo var hægt að krækja sér mótmælaskilti sem litu svona út:
pb080138.jpg
 
Rosalegast fannst mér þó, þegar einhver klifraði upp á alþingishúsið og flaggaði Bónusfánanum, sem er raunar doldil táknrænt.
 pb080159_722419.jpg
 
Svo er hér mynd af mér loksins gleraugnalausum og nýklipptur ... Pinch
pb080163.jpg

Þessi mynd segir sjálf, enda er hálfgerðir kjánar á þingi núna.
pb080166.jpg
 
Hér urðu svo átök á milli lögreglunnar og mótmælenda þar sem átti að handtaka fánamanninn:
pb080173.jpg
 
 

Ég verð að segja að þetta er rosalegasta upplifun sem ég man eftir, og hvet alla menn til þess að leggja sitt að mörkum að mótmæla því hróplega óréttlæti sem Íslendingar eru að upplifa af kjörnum fulltrúum þjóðarinnar.

Ég hitti einnig HeartkærleiksmanninHeart úr Vantrú, hann Hjalta Rúnar, og bauð hann mér að "leiðrétta" trúfélagsskráningu mína, og harðneitaði ég því, sem gefur að skilja.  LoL En hey, hann reyndi þó og gaman var að fá að hitta hann í eigin persónu loksins.

Ég tók samt skjáskot núna áðan af Vantrúarvefnum, og þar kemur fram að þeir hafi aðstoðað 666 manns að "leiðrétta" trúfélagsskráningu sína. Tilviljun ... ég veit það ekki? Shocking Whistling  Dæmi bara hver fyrir sig, en mér fannst þetta skondið og jafnvel viðeigandi að sjá þetta hjá þeim! Tounge (Smellið á myndina til þess að stækka hana, ég bætti sjálfur inn rauða strikinu)

vantru.jpg

Ég bið fyrir svona fuglum! Halo

Að lokum vil ég þakka Lindu innilega fyrir lánið á myndunum.


mbl.is Eggjum kastað í Alþingishúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er Halloween?

Eigum við að hræðast svona?  ;)Halloween, eða "All Hallows eve" á sínar rætur að rekja til fornrar hátíðar Kelta, sem er þekkt sem "Shamhain". Shamhain hátíðin var einnig haldinn sem uppskeruhátíð meðal forn Gaulverja (Frakka) og í sumum tilfellum táknaði hún áramót.

Gaulverjar trúðu því, að á allra heilagamessu, hafi hliðin opnast sem héldu þeim dauðu í gröfum sínum. Óttuðust þeir um uppskeru sína og ættmenni sín vegna meints ágangs hinna dauðu.

Hátíðin var alltaf haldinn með glæsilegri brennu, og var fórnað sláturdýrum fleygt í hana til þess að sefa reiði guða þeirra. Búningar sem og grímur voru notaðar í þessu tilefni, og áttu þær að plata þá illu anda sem voru í loftinu og halda þeim frá fólkinu.

Á þessu kvöldi sögðu menn að ef að norn, sveiflaði dauðum svörtum ketti fyrir ofan á hausinn á sér, og færi með galdraþuluna frægu "Abrakadabra", eins og á að fara með hana, þ.e.a.s. 13 sinnum fyrir fullu tungli (fullt tungl var æskilegast, en ekki nauðsynlegt), þá gat hún einmitt vakið upp þá sem lágu í gröfum sínum. Þess vegna var mikill ótti sem greip lýðinn og menn leituðu logandi ljósi að nornum og drápu þær, ef grunur eða jafnvel orðrómur gengi um þær. Þetta gerist á myrkum miðöldum og útskýrir hvers vegna norna og galdra brennur voru.

Eftir einn, ei aki neinn ...Það sem ég á við með þessari grein, er að ég hef oft heyrt gagnrýni, sér í lagi frá guðleysingjum, að kristnir hafi staðið fyrir galdrabrennum og báru þar með ábyrgð á dauðum þúsunda. Það stenst ekki alveg, því hjátrúin var þegar til staðar, og byggðu menn á gömlum grunni.

Hins vegar er það rétt, að óprúttnir og gráðugir menn notuðu trúna sem skálkaskjól fyrir gjörðum sínum, það er ég ekki að afsaka. En vegna þessarar gömlu hjátrúar, og ótta þeirra við hana, þá frömdu menn voðverk í nafni Kristninnar sem var reyndar ekki trúnni sjálfri að kenna, heldur nokkrum hjátrúarfullum kjánum sem voru skíthræddir við sína eigin kjánalegu hjátrú. Þess vegna er ótti við nornir ekki kemur frá Kristninni, heldur er þetta eldri hjátrú sem var var allt of lengi að deyja út meðal breyskra manna. 

Guð blessi ykkur öll, og ekki missa ykkur í gamalli hjátrú í kvöld í áhorfi á gömlum hrollvekjum eins og fréttin fjallar um, og ég vona að mér sé fyrirgefið að hafa ekki fjallað efnislega um fréttina sjálfa! Wink


mbl.is 10 bestu hrollvekjurnar fyrir Hrekkjavöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei ekki Skjáreinn líka!

Hvað næst? Verður ekkert sjónvarp á fimmtudögum? Erum við virkilega að bakka til baka aftur í áttundaáratuginn? Ég skora á fyrirtæki að auglýsa sem mest hjá Sjáeinum, og eða að það verði haldið söfnun fyrir þá eins var gert þegar stöðin næstum fór á hausinn þegar hún fyrst byrjaði!

Nú er sú litla gleði að hverfa sem landsmenn höfðu, ekki það að of mikið sjónvarpsgláp er ekki af hinu góða. En fyrir þá sem horfa ekki mikið á sjónvarp, er þetta blóðtaka! Og sitjum við þá eftir að með ríkisfjölmiðil, með "maður er skemmdur" í endursýningu! Sick

Ef raunin verður sú, að Skjáreinn fer á hausinn, ætla ég að nota tækifærið og þakka þeim fyrir vel unnið starf í gegnum tíðina, þið stóðuð ykkur vel!

Eftir ábendingu í athugsemdum við þessa grein, auglýsi ég hér með áskorun sem verður send til Menntamálaráðherra og hvet ykkur að skrifa undir.


mbl.is Skjárinn segir öllum upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 589030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband