Miðvikudagur, 11. mars 2009
Draumur Davíðs ...
... er loksins orðinn að veruleika. Hann getur þá loksins andað rólega og tekið bláu höndina aftur úr hanskanum þar sem enginn er lengur til þess að skamma hann ... Davíð verður svo hæst ánægður að hann sendir út eftirfarandi tilkynningu til sinna samflokksmanna:
Það verður veglegt fyllirí í kvöld í Valhöll, í boði Davíðs Oddssonar, Björns Bjarnasonar og Geirs Haarde. Efnt verður til stórdansleiks þar sem Davíð mun leiða hópdans yfir gröf Baugsveldisins, Björn Bjarna verður á nikkunni og Geir verður veislustjóri.
Mbk,
Davið Oddsson - ellilífeyrisþegi
... tíhí ...
Sagt er á ensku:
"The swifter the climb,
the faster the fall".
Sem á sennilega vel við ofþenslufyrirtækið Baug.
En nú er spurningin, hvað verður þá um Bónus?
Ósk um gjaldþrotaskipti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Miðvikudagur, 11. mars 2009
Tveggja ára bloggafmæli
Í þessum mánuði, eða nánartiltekið í dag á ég tveggja ára bloggafmæli. Þessi tími hefur verið mér afar dýrmætur, ég hef fengið tækifæri að tjá mínar skoðanir nánast aðfinnslu laust. Og ber ég kærar þakkir til ritstjórnar blog.is sem og forritaranna, kerfisstjóranna og alla sem þar vinna.
Takk fyrir mig segi ég bara!
Hér er smá ágrip af bloggsögu minni og hvernig bloggið bókstaflega breytti lífi mínu:
Fjölmiðlar
Það hefur gengið á ýmsu þegar ég tjái mig, í ófá skipti hef ég ratað í blöðin, og á ég þá við prentmiðlanna. Ég birtist þó nokkrum sinnum í 24 stundum, og einu sinni í "Blaðinu" þegar góðærið stóð sem hæst. Eins hafa nokkrar greinar ratað í Morgunblaðið sjálft, mér til mikillar gleði. Ekki set ég út á að þeir birti greinar sem ég óska konum til hamingju með daginn á konudaginn, þegar ég bið fyrir ljósmæðrum, eða þegar ég stend fyrir kosningu um vinsælasta kristna bloggarann.
Eina sem er, að ég vissi aldrei af birtingu þessara greina, yfirleitt var það fjölskylda mín sem lét mig vita og það stundum nokkrum dögum eftir að greinin birtist.
Mér tókst meira að segja að komast á vísi.is og Víkurfréttir þegar ég var með undirskriftarsöfnun handa sjómanni einum.
Ég vona bara að ég sé ekki fjölskyldu minni til skammar með þessum skrifum mínum.
Eins hef ég stundum ratað í aðra miðla en þennan í gegnum þetta blogg, eins og til dæmis þegar blogg Skúla Skúlasonar var lokað mótmælti ég hástöfum, og fyrir vikið endaði ég í viðtalsþætti á Útvarpi Sögu sem viðmælandi. Eins hef ég nokkrum sinnum komið fram í þáttum Friðriks Schrams, prests kirkju minnar: ,,Um trúna og tilveruna" sem Omega sýnir fyrir kirkju mína. Fyrir allt þetta er ég Guði afar þakklátur, þvi enginn nema hann gat komið þessu svona til vegar.
Vantrúar ,,söfnuðurinn" (eða eins og ég kalla hann, ekki móðgast vantrúarmenn!)
Í gegnum allt þetta hefur lítill hópur manna sem kenna sig við guðleysingja félagsskapinn Vantrú oft fengið að tjá sig á bloggi mínu, sumum til mikillar gremju þar sem ég leyfi mönnum að tjá sig og koma sínu á framfæri. Oft hef ég verið gagnrýndur að sýna þessum mönnum linkind, en satt best að segja kann ég bara ekkert illa við þá, þótt ég telji þá stundum vera afar dónalega og aðgangsharða.
En ég trúi og veit að það borgar sig að leyfa fólki að tjá sig fremur en að þagga niður í þeim, því það er sjálfsagður réttur hvers einstaklings að fá að tjá sína skoðun, sama hversu vitlaus hún kann að vera, því það sem mér finnst kannski vitlaust finnst öðrum viturlegt, og enginn getur breytt því.
Ég er ekki sammála einu orði sem þeir segja um Guð eða kristni, en þegar til alls kemur, eru þetta alls ekki slæmir einstaklingar. Til dæmis hefur kærleiksmaðurinn Hjalti Rúnar, meðlimur þessa hóps gert þó nokkrar greinar um mig eða mín orð. Eins gerðu þeir grín af mér þegar seinasta bænaganga var haldinn, og hafði ég reyndar lúmskt gaman að því.
Guð blessi ykkur kæru vantrúarmenn, og megi þið loka augunum í hvert sinn sem þulan á Rúv ber kross um háls sér!
Fjölskyldu áhyggjur
Nokkrir í ættinni minni halda að ég sé kominn í einhvern ,,sértrúarsöfnuð", sem er aldeilis ekki rétt, því Hin Íslenska Kristskirkja, sem ég er meðlimur í, hét í gamla daga ,,ungt fólk með hlutverk" og var innan þjóðkirkjunnar. Í dag er sá söfnuður sjálfstæður, og er engan veginn ,,sértrúarsöfnuður" og er ósköp venjuleg Lútersk kirkja og er ég stoltur meðlimur hennar.
En þið megið halda það sem þið viljið og hafið ekki áhyggjur af því að ég lendi í klónum á ofsatrúarmönnum. Ég er orðinn of sjóaður til þess eftir fjórtán ára trúargöngu.
Listir og matargerð
Glöggir lesendur hafa tekið eftir því að ég er listamaður inn við beinið, og gerðist það meira að segja árið 2007 að ég og Steina H. Sigurðardóttir skipulögðum fyrstu bloggsamsýningu á verkum okkar, og tókst það ákaflega vel til! Einnig hef ég verið að gera grín af ráðamönnum þjóðarinnar með skopteikningum, sem ég vona að þið hafið notið.
Eins hef ég verið birta uppskriftir eftir mig (meira að segja án klæða! ) og vona ég að þið hafið notið.
Þá lýkur þessum langa annáli mínum yfir tveggja ára bloggferilinn minn, og vona ég að fái að njóta þess að vera með ykkur sem allra lengst.
Ég þakka öllum þeim fjölmörgu sem hafa lesið þessa pistla mína í gegnum þessi tvö ár, og Guð blessi ykkur öll!
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
Mánudagur, 2. mars 2009
"Þið eruð ekki flokkurinn", segir Geir!
Það er alveg merkilegt hvað menn ætla koma sér undan ábyrgð, í fréttinni á eyjunni.is stendur:
Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir harða gagnrýni á flokkinn, sem sett er fram í skýrsludrögum starfshóps endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins, ekki vera í nafni flokksins.
Þetta minnir nú bara ískyggilega á orð Ingibjargar Sólrúnar, þegar hún sagði "þið eruð ekki þjóðin", sem með þeim hrokafyllri yfirlýsingum sem ég hef heyrt frá stjórnmálamanni um ævina.
Hvernig væri að hæstvirtur fyrrverandi forsætisráðherra fari að játa á sig sakir eftir 18 ára valdasetu Sjálfstæðisflokksins, nú þegar þessi "endurreisnarhópur" gagnrýnir forustuna sem og seðlabankann, þá er þeim hópi úthýst ekki sagður tala í nafni flokksins!
Geir bar fyrir sér að það væri "málfrelsi" í flokknum, þrátt fyrir að þessi hópur sé hluti af flokknum sjálfum. Það er hrein skömm af svona ummælum, svo mikið er víst!
Nú bætist það við að Ásta Möller, þingkona hefur beðist afsökunar á mistökum Sjálfstæðisflokksins, og ber henni sómi af slíku, en ekki var hún ráðherra eða bar eins mikla ábyrgð og Geir. Sjá hér:
Þurfum við kannski annað BBC viðtal til þess að fólk sannfærist? Biddu þjóðina þína afsökunar Geir, er ég virkilega að biðja um svo mikið?
Ég var í einhverri einkennilegri hægrisveiflu um daginn, og hef ég gert iðrun síðan þá, en eftir stendur að ég veit ekkert hvað á að kjósa í vor.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Fimmtudagur, 26. febrúar 2009
Á meðan Guðjón lék á fiðluna, kveikti Kiddi í FF ... ;)
Miðað við atburði dagsins að minnsta kosti, þá finnst mér það vera niðurstaðan, þá er ég að tala um fyrirsögnina.
Það er alveg ljóst að Frjálslyndiflokkurinn hefur ekki mætt þeim kröfum sem samfélagið hefur gert til allra stjórnmálaflokka. Sem er endurnýjun. Það gullna tækifæri sem þeim gafst er runnið eins og vatn í gegnum fingur þeirra.
Eins og málefnaskrá Frjálslyndaflokksins er góð og gild, þá finnst mér þessi flótti sorgleg niðurstaða, en ég skil samt vel þann flótta sem hefur átt sér stað undanfarið, og er ég sjálfur meðal þeirra sem flúðu.
Ég reyndi að vara við þessu innan flokksins og gerði tillögur um breytingar, en ég var eins og rödd hrópandi í eyðimörkinni, og var ég ekki eina röddin sem ekki var hlustað á, eins og kunnugt er miðað við gengi flokksins í skoðanakönnunum undanfarið.
Maður uppsker það sem maður sáir stendur einshversstaðar í góðri bók.
En nú er spurningin, hvað situr þá eftir? Hvern á maður að kjósa í vor?
Flótti úr Frjálslynda flokknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 25. febrúar 2009
Við höfum bara eina vinstri kinn!
Það kemur verulega á óvart það mikla hugleysi stjórnvalda, að sækja ekki okkar rétt þegar yfir okkur er traðkað á skítugum skónum! Hvernig dettur þeim slíkt í hug? Rétt skal vera rétt, nema þeir séu að leyna okkur upplýsingum rétt einu sinni! Gagnsæi hvað!? Hverjar eru forsendurnar fyrir þessari uppgjöf?
... aldrei þessu vant er ég nánast algjörlega orðlaus yfir heigulshættinum!
Hætt við málssókn gegn Bretum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 22. febrúar 2009
Til hamingju með daginn konur!
Það er enginn lygi þegar karlmenn eru spurðir um "betri helminginn" þegar konurnar okkar eru fjarri góðu gamni. Þið eruð allar yndislegar með tölu!
Líf mitt er uppfullt af yndislegum konum, eiginkonu minni, móður minni, systur, frænkum, vinkonum og allar þær í tengdafjölskyldunni. Svo að ég minnist nú ekki á allar þær yndislegu bloggvinkonur sem ég hef eignast í gegnum tíðina.
Ég lít á ykkur allar sem Guðs blessun, hafið þið flestar blessað líf mitt á einhverja vegu, og er ég afar þakklátur ykkur öllum og er mér sannur heiður að fá að kynnast ykkur.
En ekkert væri ég án eiginkonu minnar svo mikið er víst. Ég elska hana afar heitt og er hún mér betri á flestum sviðum. Lífið væri einskinsvert án hennar, og þeirri fyrirmynd sem hún gefur að vera góð manneskja, það er sú fyrirmynd sem ég sæki í, ásamt trú okkar á Jesúm Krist og þeirri fyrirmynd sem hann gaf, sem er kærleikur í sinni tærustu mynd.
Að lokum ...
... Bryndís - ég elska þig!
P.s. mér til mikillar furðu þá birtist þessi grein í prentútgáfu morgunblaðins í dag!
Vinir og fjölskylda | Breytt 23.2.2009 kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Laugardagur, 21. febrúar 2009
Spádómsköku uppskrift (fortune cookies)
Þetta er soldið flókin uppskrift, en verður þess virði að erfiða, því kökurnar eru bæði skemmtilegar og einstaklega bragðgóðar. Þetta er tilvalið í flott matarboð.
Hráefni:
3 eggjahvítur
1/2 bolli (60 gr.) sigtaður flórsykur
45 gr. ósaltað smjör (brætt)
1/2 bolli (60 gr.) hveiti
Aðferð:
Búið til "spádóma", og klippið niður í litlar ræmur.
Forhitið ofninn í 180°, teiknið þrjá 8 cm. hringi á bökunarpappír, snúið svo pappírnum við og setjið á bökunarplötu. Best er að gera þrjá hringi, sökum þess að maður verður að hafa hraðann á þegar maður brýtur þetta saman.
Setjið eggjahvítur í hreina og þurra skál, og pískið þar til þær stífna. Bætið í smjöri (sem á að vera við stofuhita til þess að baka ekki eggjahvíturnar) og flórsykri og pískið þar til allt er blandað saman. Bætið svo hveiti við og pískið saman og látið standa í ca. 15 mín.
Með flötum pönnukökuspaða, setjið ca. 2 msk. í hringina á bökunarpappírnum, notið spaðann til þess að jafna úr þessu og engir hólar myndist, þetta á vera slétt. Bakið svo í 5 mín. eða þar til þetta er búið aðeins að brúnast lítillega meðfram hliðunum.
Takið kökuna strax af með pönnukökuspaða, setjið "spádóminn" í miðjuna. Sjá mynd að neðan:
Brjótið svo hringinn saman, sjá mynd að neðan:
Setjið svo kökuna á glasbrún og beyglið, sjá mynd að neðan:
Leyfið svo kökunum að kólna og harðna, annað hvort í möffins móti, eða bara í glösum, sjá mynd að neðan:
Kökurnar eru þá tilbúnar! Verði ykkur að góðu!
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 20. febrúar 2009
Tælenskar kjúklingabollur
Áfram heldur útrás mín að deila uppskriftum. Hér er ein hreint mögnuð sem ég gerði um daginn til mikillar gleði gesta og heimafólks. Þessa uppskrift má einnig nýta til kjúklingahamborga með bragði, því ferskari bollur færð þú ekki, og er þetta ólíkt öllu öðru sem maður hefur hingað til smakkað (ekki djúpsteikt og löðrandi í sósu eins og íslendingar vilja oft gera á skyndibitastöðum )!
Ég læt uppskrift af 'Sweet chilli' sósu fylgja með, slíka sósu er einstaklega auðvelt að gera, og óþarfi að kaupa rándýra tælenska sósu ef þú getur gert hana 110% ódýrari heima.
Kjúklingabollur, hráefni:
2- 3 kjúklingabringur
1 bolli af brauðmylsnu (ferskri)
4 vorlaukar
1 msk. mulið kóríander
2 tsk. sesamfræ
1 bolli ferskt kóríander (brytjað smátt)
3 msk. 'Sweet Chilli' sósu
1 - 2 msk. sítrónusafi
1 ferskt chili (fræhreinsað og brytjað smátt)
Olía til steikingar.
Aðferð:
Saxið niður kjúklingabringur niður í hakk annað hvort með hníf eða í matvinnsluvél. Best er að nota heil kóríander fræ og mylja þau niður í mortél, ef slíkt er ekki fyrir hendi þá er tilbúin mulinn kóríander ekkert verri. Setjið 2 brauðsneiðar (án skorpu) í matvinnsluvél, saxið niður mjög smátt vorlauk, ferska kóríanderinn og brytjið niður og fræhreinsið chiliíð.
Vinnið þetta vel saman í skál og bætið sítrónusafa og "Sweet chilli" sósu og hrærið vel. Gerið úr þessu litlar bollur og steikið í djúpri pönnu í olíunni. Hitið ofninn í 200° og setjið svo að lokum bollurnar inní hann í 5 mín. Stærri bollur eða ef gerðir eru hamborgarar geta tekið allt að 10 - 15 mín.
"Sweet Chilli" sósa - hráefni:
1 bolli af vatni
1 bolli af strásykri
4 - 5 chilli
1/2 hvítlauksgeiri
Aðferð:
Setjið vatn og sykur í pott og hitið þangað til vökvinn er orðinn glær. Saxið chillíið (ekki fjarlægja fræin) og hvítlauk gróft niður og bætið útí. Setjið þetta svo í matvinnsluvél og blandið vel. Sósan er tilbúinn. Ath: farið varlega þegar þetta er sett í matvinnsluvél, því sósan verður MJÖG heit.Einnig verður hún mjög sterk fyrst, en með tímanum dofnar hún.
Verði ykkur að góðu!
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fimmtudagur, 19. febrúar 2009
Frönsk lauksúpa
Ég er búinn að stunda tilraunir í eldamennsku svo lengi, að ég má til með að deila með ykkur nokkrum uppskriftum í viðbót. Að þessu sinni er það Frönsk lauksúpa sem verður fyrir valinu. Hún er afar holl og einföld, hún hentar hvort sem það er forréttur eða sem aðalréttur.
Hráefni:
2 msk. smjör
2 msk. hveiti
4 laukar
2 tsk. sítrónu ólívuolía
2 - 4 hvítlauksgeirar
1 tsk. sykur
1/2 teskeið garðablóðberg eða 'Thyme'
1/2 bolli hvítvín
8 bollar vatn
1 - 2 teningar af kjúklingakraft
2 tsk. Brandý
Salt og pipar eftir smekk
Rifinn parmesan ostur eftir þörfum
Aðferð:
Mýkið laukinn fyrst í pottinum í heitri olívuolíunni, setjið laukinn í skál takið til hliðar. Bræðið smjör og bætið hveiti útí til þess að gera smjörbollu, bætið við vatni, hvítvíni og súputeningum. Kryddið erftir smekk og að lokum er skelltdálitlu af Brandý útí og rifinn ostur stáldrað yfir.
Verði ykkur að góðu.
Miðvikudagur, 18. febrúar 2009
Uppskrift af því sem kemst næst því að vera Subway smákökur
Eftir mikla leit fann ég uppskrift frá framleiðanda Subway (Fyrirtækið Otis Spunkmeyer framleiðir þetta fyrir Subway) smákaka, eða það sem kemst næst því. Ég þori að veðja að ég er ekki sá eini sem þykir þessar kökur vera algjört hnossgæti! En hér er uppskrifin sem ég fann á þessari vefsíðu og þýddi ég hana fyrir þá sem ekki kunna ensku:
Hráefni:290 g hveiti
1 tsk matarsódi
225 g smjör
50 g sykur
110 g púðursykur
1 tsk vanilludropar
1 pk royal vanillubúðingur
2 stór egg
Smartíes eða súkkulaði eftir hentisemi.
Aðferð:Hveiti og matarsóda er blandað saman í skál og sett til hliðar.
Linað smjör, sykur, púðursykur og vanilludropar er blandað saman og hrært í hrærivél.
Vanillubúðingsdufti er blandað saman við og síðan eitt og eitt egg. Gott að hræra aðeins á milli.
Að lokum er hveitiblöndunni ásamt súkkulaðinu blandað saman við.
Bakað við 175 gráður í ca. 10-12 mínútur.
Þetta er sem sé grunn uppskriftin af smákökunum sem Subway selur, þær eru auðvitað ekki nákvæmlega eins, en alveg furðu nálægt því. Ég prófaði til dæmis að nota pecanhnetur og smarties í mínar og kom það afspyrnu vel út! Hafið í huga að geyma þær helst í pokum, þar sem þær þorna fljótt og verða harðar.
Verði ykkur að góðu, þegar ég bakaði þessar varð mikil kátína á mínu heimili, stundum elska ég að vera heimavinnandi húskarl, því brosið á þeim borðuðu þetta, gerir þetta allt þess virði !
Matur og drykkur | Breytt 11.8.2012 kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Mánudagur, 16. febrúar 2009
Hér er uppskriftin af heilu pundi
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Sunnudagur, 15. febrúar 2009
Ég er búinn að segja mig úr Frjálslyndaflokknum ...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (84)
Sunnudagur, 15. febrúar 2009
Yndislegt lag frá bugaðri þjóð
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 13. febrúar 2009
Furðulegur bæklingur sjálfstætt starfandi aðventista
Trúmál | Breytt 16.2.2009 kl. 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (98)
Fimmtudagur, 12. febrúar 2009
Ég tók viðtal við Jón Val Jensson
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Þriðjudagur, 27. janúar 2009
Sannur náungakærleikur í verki
Mánudagur, 26. janúar 2009
Til hamingju kæru Íslendingar!
Laugardagur, 24. janúar 2009
Hvað eigum við þá að bíða lengi?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Föstudagur, 23. janúar 2009
Guð blessi Geir Hilmar Haarde
Miðvikudagur, 21. janúar 2009
Förum með aðgát.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 588460
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson