Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Getið þið sagt mér góða ástæðu fyrir aðskilnaði eða að halda óbreyttu fyrirkomulagi?

Guðni Karl Harðarson er með sams konar grein, en ég ákvað að athuga hvort ég fengi öðruvísi eða samskonar viðbrögð og hann, ég vona að þið fyrirgefið mér hugmyndaleysið en ég hef ekki verið duglegasti bloggarinn undanfarna mánuði.

Ég hef alltaf verið frekar hlynntur aðskilnaði, en undanfarið hef ég verið með bakþanka, og hef doldið endurskoðað afstöðu mína. Það sem ég er að leitast eftir með þessu eru rökin með og á móti.

Hver er ykkar skoðun?

P.s. ég er búinn að setja inn skoðanakönnun neðst, lengst til vinstri á síðuna um þetta mál. Endilega takið þátt.


Hvernig varð þá fyrsta atómið til?

Í fréttinni stendur:

Hawking segir að upphaf heimsins við Stórahvell hafi aðeins verið afleiðingar þyngdarlögmálsins. „Vegna þess að þyngdarlögmálið er til staðar þá gat og mun heimurinn skapa sjálfan sig úr engu. Sjálfsprottin sköpun er ástæða þess að það er eitthvað fremur en ekkert, ástæða þess að heimurinn er til, að við erum til," segir Hawking í bókinni „The Grand Deisgn" sem birtist sem framhaldssaga í The Times. 

Það segir sig sjálft að til þess þyngdarlögmálið virki þá þarf massa, og til þess að mynda massa þá þarf atóm sem setja hann saman. En spurning mín til manna sem aðhyllast þessa kenningu, hvernig varð þá fyrsta atómið til sem orsakaði miklahvell?

Ég tek fram að ég trúi að miklihvellur hefi einmitt átt sér stað, en með hönnuð á bak við það. Ég get ekki trúað að "heimurinn skapi sjálfan sig úr engu" eins og herra Hawkins, ég bara get það ekki. Hver er ykkar skoðun?


mbl.is Ljóst að Guð skapaði ekki heiminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 588456

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband