Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Hver er Íslenska Kristskirkjan?

Best er að byrja á sér sjálfum, þ.e.a.s. sinni eigin kirkju í þessari umfjöllun minni sem ég ætla að gera að hálfgerði seríu.

En hver er Íslenska Kristkirkjan? Og hvað stendur hún fyrir? Þessi orð af heimasíðunni okkar segir allt sem segja þarf:

Íslenska Kristskirkjan er lúterskur fríkirkjusöfnuður, viðurkennt skráð trúfélag og veitir meðlimum sínum alla almenna kirkjulega þjónustu svo sem skírn, fermingu, hjónavígslur og útfarir. Söfnuðurinn á bakgrunn sinn í samtökunum Ungt fólk með hlutverk, sem störfuðu í 21 ár sem leikmannahreyfing innan þjóðkirkjunnar. Íslenska Kristskirkjan var stofnuð haustið 1997.

Kenningargrundvöllur kirkjunnar er hinn sami og annarra lúterskra safnaða.

Það er ekki mikill munur á okkur og þjóðkirkjunni, við erum bara meira lifandi en þjóðkirkjan. Cool Friðrik Schram veitir söfnuðinum forstöðu og er hann með þeim yndislegustu mönnum sem ég hef kynnst um daganna. Hann ásamt eiginkonu sinni (Vilborg Schram) reka Íslensku Kristkirkjuna af mikilli alúð og dugnaði. Kirkjan er staðsett í Fossaleyni 14 í Grafarvogi (rétt hjá Egilshöllinni).

Friðrik hefur verið afskaplega duglegur að búa til sína eigin sjónvarpsþætti (Sem bera nafnið "Um trúnna og tilveruna")sem sjónvarpsstöðin Omega góðfúslega birtir. Þættirnir eru framleiddir og teknir upp alfarið í okkar eigin kirkju og af okkar fólki sem við sjálf berum fulla ábyrgð á.

Sjálfur hef ég nokkrum sinnum komið fram í þeim þáttum, og meira að var ég með matreiðsluþátt, að ég held hinn fyrsta kristilega matreiðsluþátt á Íslandi. Cool

Niðurstaða:
Þar sem kenningarmunurinn á okkar kirkju og þjóðkirkjunnar er fremur lítill, þá ætla ég ekki að halda neitt erindi um það. Frekar megið koma með spurningar í athugasemdarkerfinu sem ég reyni þá að svara og ber þá undir Friðrik eftir því sem þarf og við á. Endilega verið dugleg að spyrja!

Þennan tékklista kem ég til með nota hér og fyrir alla aðra söfnuði (með fyrirvara um breytingar):

Á hvað trúir söfnuðurinn?
Jesúm Krist.

Trúir hann (söfnuðurinn) þá á þrenninguna?
Já.

Hvernig er skírninni háttað? Barnaskírn eða niðurdýfingarskírn?
Barnaskírn.


Um afstöðu mína ... og margt fleira

Ég hef verið latur að blogga undanfarið, og eru góðar og gildar ástæður fyrir því. Ég hafði enga löngun til þess lengur. En það er eins spurning sem ég hef stundum verið spurður að sem mig langar að svara til þess að taka af allan vafa yfir þeim ástæðum sem ég hef mig í frammi að tjá mig yfirhöfuð, þó sérstaklegatheist_1001010.jpga um trúmál.


Ég var alinn upp af yndislegum foreldrum, sem kenndu mér gildi lífsins og siðferði. Eitt af því mikilvægasta sem ég lærði af þeim er að falla aldrei í öfgar. Þess vegna er ég að þessu, þess vegna tjái ég mig um trú annarra og gagnrýni þau.  Sumir kalla það hræsni að ég sé alltaf að setja útá skoðanir annarra, sér í lagi þar sem ég er ekki hlutlaus sjálfur. En ég gæti ekki verið meira ósammála því, hverjum þykir sinn fugl fallegastur og er því enginn maður hlutlaus.


Ég mun áfram gagnrýna alla þá öfga sem ég verð var við, og mun ekki taka neinum silkihönskum á því. Ég vona bara að ég valdi engum vonbrigðum og eru allir velkomnir að tjá sig eins og venjulega.

Á næstunni ætla ég að reyna að gera úttekt á nokkrum söfnuðum sem finnast á Íslandi, og á ég ekki bara við kristna söfnuði heldur önnur trúarbrögð líka. Ég lofa að vera engan veginn hlutlaus vegna þess að ég vil ekki ljúga að fólki. Ég ætla að segja mína hlið á málinu og hananú!

Nú verður tekinn upp þráðurinn að nýju, og óska ég eftir ykkar tillögum um hvaða söfnuð/trúfélag/samtök ég á að taka fyrir.


Opið bréf til Jóns Gnarrs og besta flokksins til varnar náttúrugalleríinu á Laugarnesi

Þessi mynd sýnir þá eyðileggingu sem hefur átt sér staðÉg vil byrja á því að óska ykkur í Besta Flokknum innilega til hamingju með sögulegan sigur. Þótt ég hafi ekki kosið ykkur vil ég bera fram eina spurningu til ykkar sem myndi gera borgina „skemmtilegri“ eins og þið hafið lofað borgarbúum.

Það er varðandi Hrafnshreiðrið, eða réttara sagt náttúrugalleríið á Laugarnesi. Hver er afstaða ykkar til þess máls? Ætlið þið að beita jafn miklu offorsi og fráfarandi borgarstjórn? Eða ætlið þið að standa við orð ykkar og gera Reykjavík skemmtilegri?

Heimili Hrafns er hrein upplifun að heimsækja, og er hann sjálfur mjög opinn fyrir því að leyfa ferðafólki að skoða staðinn ef vilji ykkar er fyrir hendi. Ég bendi á að það er ódýrara að nýta heimili Hrafns til þess að auka tekjur Reykjavíkur og gera hana að aðlaðandi en með ísbirni. Hrafn hefur nefnilega margt fram að færa, til að mynda leikmunina sem hann hefur notað í myndum sínum í gegnum árin, eins er húsið sjálft með sína sögu, og hefur gjörbreytt ásýnd þess síðan það var bara kofi. Meira má fræðast um það hér.

Miklir fordómar hafa fylgt Hrafni í gegnum árin en votta ég það, sem persónulegur og góður vinur hans að þeir fordómar eru ekki rökum reistir. Um er að ræða algert ljúfmenni sem vill engum illt, og er hann traustur og góður vinur sem hefur reynst mér afar vel í gegnum árin. Hann er jú einstakur á sinn hátt, og sérvitringur mikill. Hvað með það að hann sé vinur Davíðs, það gerir hann ekki ábyrgan fyrir hruninu.

En við megum ekki vera hrædd við hluti eða menn sem eru öðruvísi, því eins og vinskapur okkar Hrafns sannar, þá tekur hann mér eins og ég er, þrátt fyrir trúarafstöðu mína og er hann ekki haldinn neinum fordómum gagnvart afstöðu minni sem margir á Íslandi mættu taka til fyrirmyndar, og hef ég sjálfur lært heilmikið af honum í þeim efnum.

Tvísmelltu á allar myndirnar til þess sjá verk fráfarandi 
borgarstjórnarLátum ekki kerfiskarla og embættismenn eyðileggja þessa náttúruperlu sem Laugarnesið er, og kalla ég eftir viðbrögðum ykkar, því það eru ekki embættismennirnir sem fylgja reglum eftir bókstafnum sem stjórna borginni. Það eruð þið kjörnir fulltrúar okkar sem farið með það vald. En nú er spurningin hvernig þið nýtið það vald? Og kalla ég eftir viðbrögðum einhverra réttkjörinna fulltrúa Bestaflokksins í þessu máli sem hefur kjark og þor að taka afstöðu til listarinnar sem á sér stað hjá leikstjóranum Hrafni Gunnlaugssyni.

Stofnaður hefur verið stuðningshópur til varnarnáttúrugallerísins á Laugarnesi á snjáldurskinnu, eða 'Facebook', og hvet ég alla þá sem hafa kjark til þess að standa með listinni að gerast stuðningsfólk.

Eins hef ég sett inn viðtal sem Kolbrún Bergþórsdóttir tók við Hrafn 23. maí síðast liðinn sem .pdf skjal við þessa færslu, og geta menn lesið sig til um hver hans upplifun og afstaða er í þessu máli og gert það upp við sig sjálft hver afstaða hvers og eins er.

Góðar stundir og þakka ég lesturinn. Lengi lifi listinn og frelsið fyrir listamenn og konur að tjá sig!


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hvað með öskuböð?

Undanfarið hef ég verið að fylgjast með Mike Rowe í þáttarröðinni „Dirty jobs“ á Discovery sjónvarpsstöðinni. Þar kom fram eins og neðangreint myndband sýnir dálítil athyglisverð atvinnugrein, og þá er ég að tala um þá sem bjóða uppá öskuböð.

Nú hef ég ekki þekkingu á þeim steinefnum sem askan inniheldur, og hvort hún sé yfirhöfuð til einshvers brúks fyrir okkur mannfólkið. En er ekki þess virði að láta kanna þetta? Við eigum fallegasta og hreinasta land í heimi, og getum við ekki nýtt þessa ösku bæði í steinsteypu og heilsulindir?

 

 

Er þetta svo slæm hugmynd?  Shocking Svona í krepputíð?


mbl.is Aska úr Eyjafjallajökli sem bindiefni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 588456

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband