Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Minnumst þess hvað FLokkurinn gerði fyrir okkur ...

Myndir segja stundum meira en þúsund orð. Sú fyrsta er úr kosningunum fyrir hrun:

geir.jpg

Þessi "trausta efnahagsstjórn" hefur skilað okkur hverju? FootinMouth

 

hönnun mín úr kosningarbarráttunni

Hér er svo lógóið sem ég hannaði rétt fyrir kosningar, eftir að hafa heyrt Guðlaug Þór afsaka sig. Ég minni á að þeir eru ekki ennþá búnir að skila/endurgreiða umrædda styrki/mútur sem þeir fengu. Bjarni Ben sagði að það yrði gengið frá því rétt eftir kosningar, síðan hefur ekkert heyrst úr herbúðum þeirra. Þeir vilja sjálfsagt fara 2007 leiðina og þegja þetta í hel, eins og hefur tíðkast hjá Íslenskum stjórnmálamönnum í áratugi!

Ég vona bara að fólk átti sig á því að grasið er ekki alltaf grænna hinu megin. Munið þið þá ekki hver það sem upphaflega samdi um Icesave? Hefði sá þrælasamningur gengið eftir þá væri þjóð okkar líklega orðinn breks/hollensk nýlenda? Nei ég bara spyr!

Skopteikning sem ég gerði af Geir á sínum tíma ... þegar hann


Nei, gleymum ekki hverjum var bolað burt með pottum og pönnum á Austurvelli, núverandi ríkisstjórn er slæm - en sjálfgræðismenn þurfa mun lengra frí.

Það er ennþá fullt af kúlulánafólki innan þeirra raða, og á meðan flokkur þessi stendur vörð um stærsta mannréttindabroti sem komið hefur fyrir landsmenn, þ.e.a.s. kvótakerfið, þjónar hann engum nema framapoturum hjá sjálfum sér, og hyglar aðeins eigin flokksmönnum með gjafakvóta. Sem heitir eiginhagsmunagæsla og græðgi!

Ég veit að ég er ferlegur hræsnari að birta þessa grein og predika svo um betri samskipti milli manna. En staðreyndirnar tala sínu máli, og má valdagræðgi Sjálfgræðismanna ekki aftur ná tökum á Íslenskri þjóð, nógu mikið erum við búinn að vinna á daginn og grilla á kvöldin, sá tími er liðinn, og kominn tími á hugarfarsbreytingu.

Ég bið ykkur kæru landsmenn, að hugsa ykkur betur um! Pouty


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt verulega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sanngirni í samskiptum

Það er langt síðan að ég hef tjáð mig í bloggheimum, en það er ekki þar með sagt að ég hef ekki reynt að fylgjast með hvað er að gerast. Einu hef ég tekið eftir hjá okkur sem köllum okkur íslendinga, okkur skortir talsverða sanngirni. Oft á tíðum erum við alveg hrikalega kröfuhörð og höfum stundum óraunhæfar væntingar til hvors annars. Ekki á það reyndar við í öllum tilfellum þar sem er mismundi einstaklinga að ræða.

Vegum og metum vandamálinÞetta viðhorf getur verulega eyðilagt öll vitræn samskipti milli manna, sér í lagi ef menn eru verulega ósammála.  Við sitjum uppi með að kynnast einstaklingum sem er ekki sömu skoðunar og við í gegnum allt lífið, og gerum við oft á tíðum mistök í þessum samskiptum.  Við verðum því að læra að virða þau viðmið og skoðunum sem við kunnum að vera ósammála, og mikilvægt er að kynna sér af hverju ágrenningur er kominn upp, því stundum er það augljóst og stundum hulið, og er hið hulda stundum erfitt að koma auga á í samskiptum milli manna.

Galdurinn við góð samskipti er að gera engar kvaðir á fólk að vera eins þú, leyfum fólki að eiga sitt og vera öðruvísi, ræðum hlutina með opnum huga og sleppum því að dæma náungann því hann er annarrar skoðunar en þú.

Ég hef verið í mikilli naflaskoðun síðustu vikur og komist að því að ég er sjálfur sekur um endalausa gagnrýni á aðra sem ég er ósammála. Ég hef verið sleggjudómari og dauðsé eftir því, og bið þá afsökunar sem ég hef gagnrýnt, þó sérstaklega aðventista og múslima.

Virðing fyrir skoðunum annarra finnst mér mikilvæg, svo lengi sem sú skoðun er ekki beinlínis hættuleg. Á þessu byggist sá hæfileiki sem margir hafa glatað, og hann er að hlusta og vera þolinmóð. Enginn er að segja að við eigum að láta allt yfir okkur ganga, en ég trúi að náungi minn á sama rétt og ég til þess að hafa sína skoðun.

Við megum ekki gleyma okkur í verja rétt okkar í eigin hugsunum, því ein mikilvægasta setningin er og gleymist alltof oft að spyrja: „hvað finnst þér?"

Verum varkár þegar við gagnrýnum náunga okkar,  og flækjum okkur ekki í vandamálum annarra. "Hver hefur sett mig skiptaráðanda yfir ykkur?" spurði Jesús mann einn sem kvartaði við hann um ósanngjarna skiptingu arfs sem hann og aðrir nákomnir hlutu.

Ef við erum kröfuhörð, stjórnsöm, smámunasöm og ósveigjanleg í samskiptum, þá missum við vini og kunningja. Það segir sig sjálft.

Enda svarið við öllu þessu er þessi tæri og afar einfaldi boðskapur: „elskum náunga okkar eins og hann væri við sjálf." Á þessum orðum byggir öll mín skoðun, og vona ég að við getum öll farið að róa okkur og leita svara með réttlæti og auðmýkt að leiðarljósi.

Guð blessi ykkur og þakka ég lesturinn.


Barrátta Ólafs F. gegn mútuþægni verður að halda áfram!

Ég er búinn að fá nóg af gerspilltum lýðræðislegum kjörnum fulltrúum sem eiga að heita að stjórna þessu landi, og þess vegna styð ég Ólaf heilshugar í hans góðu barráttu gegn spillingu og afneita honum ekki eins og fyrrverandi félagar mínir úr F-listanum. 

Mér gæti ekki verið meira sama hvaða bókstafur er við hann kenndan, en barráttu hans styð ég heilshugar, hvort sem það heitir F eða óháður, ég hef hvort sem er litið á hann sem óháðan síðan hann klauf sig frá F-listanum! 

Svona menn er nauðsynlegir til þess að halda aftur af því fólki sem hefur misnotað aðstöðu sína, og er það einmitt hans hlutverk að benda á kýlin þegar þau skjóta upp sínum ljóta kolli. Og hvet ég Ólaf heilshugar að halda ótrauður áfram í því góða starfi sem hann hefur verið að sinna, þótt að það fari fyrir brjóstið á mörgum borgarfulltrúanum. Joyful

Helga Guðrún Eiríksdóttir, sem stýrir stuðningsmannasíðu forseta Íslands, hefur nú opnað nýja baráttusíðu til stuðnings Ólafi F Magnússyni geng mútuþegum.

Lengi lifi réttlætið og burt með spillinguna! Cool


mbl.is Afneita Ólafi F. Magnússyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilgangur lífsins?

Í tilefni þess að Jóhanna vinkona skrifaði stutta grein um „tilganginn", þá varð það til þess að hennar orð veittu mér innblástur til þess að fara blogga aftur.

Jóhanna fer mjúku leiðina að þessu og talar um góðverk og þess háttar, allt þetta sefar sálartetrið og gefur hverjum manni þá sálarró og ánægju sem allir þurfa til þess að upplifa sanna ánægju. En hvaða svar er til þá við þessari stóru spurningu? Þ.e.a.s. tilgangi lífsins? Og hvar kemur kristinn trú þarna inn í mitt líf?

Elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig

VonSagði Jesús á sínum tíma, og held ég að tilgangur lífsins sé að megin hluta vegna þeirra ástar sem við búum yfir. En hver er sú ást? Er hún aðeins til maka, foreldra, barna og nánustu vina? Nei, það er ekki svo einfalt. Við verðum að læra að náungi okkar getur verið hver sem er. Það skiptir ekki máli í hvaða flokki hann er, hvaða íþróttafélag hann styður, eða hvaða trúar hann er. Náungi okkar er sá sem við mætum á götunni. Hann er sá sem við situr við hliðina á þér í strætó, eða jafnvel manneskjan í næsta bíl við þig. Ef einhver er í neyð, skaltu ætíð spyrja þig: „hvernig myndi ég vilja að komið væri fram við mig í þessari aðstöðu?" Fleira má sjálfsagt tína til, því mörg eru dæmin, en þið skiljið vonandi hvað ég er að fara. Horfum ekki framhjá neyð náunga okkar, öll erum við af sama stofni.

Til kristinna manna

Ég er enginn engill, og er syndum hlaðinn eins og allir aðrir. Ég hef alveg gerst sekur um allskyns tillitsleysi til náunga míns. En hvernig má lagfæra vandamálið?

Charles F Banning ritaði eitt sinn:

„Við erum allt of mörg sem höfum kristilegan orðaforða, fremur en góða kristilega reynslu."

Er það ekki málið? Eigum við sem kristin eru ekki að vera fyrirmynd af trú okkar? Er það ekki á okkar ábyrgð að koma fram af kærleika og ást? Gerum við slíkt bara á sunnudögum? (eða á laugardögum, ef það virkar betur) Nei! Við getum gert betur og hvet ég alla kristna sem ókristna sem þetta lesa að gera betur. Því ekki er þetta flókið, og sér í lagi á erfiðum tímum eins og Ísland hefur fengið yfir sig vegna heimskulegra verka nokkrar siðspilltra mammóns dýrkenda.

Boðskapurinn er einfaldur, og aðferðin einföld. Elskum náunga okkar eins og við sjálf ættum í hlut, það tel ég vera tilgang lífsins og allt annað er bara lífið sjálft. Það er að minnsta kosti mín skoðun. Cool

Góðar stundir.


Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 588458

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband