Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Það er til þingmaður með samvisku og hreint hjarta ...

 ... og sá þingmaður heitir Margrét Tryggvadóttir. Ég vil þakka henni kærlega að sýna þann manndóm og hugreki sem öðrum þingmönnum skortir. Af hverju? Fyrir örfáum dögum skrifaði afar góð vinkona mín opið bréf til ráðamanna, þar sem hún skoraði á ráðamenn að taka þátt í matarúthlutunum hjá einhverjum hjálparsamtökum. Viti menn, það var EINN þingmaður sem svaraði þessari áskorun, hún Margrét Tryggvadóttir. Hún ætlar sum sé að vera

Ég vil nota tækifærið og þakka henni kærlega fyrir viðbrögðin, og vil ég einnig nota tækifærið og benda á að þingkona sem er guðleysingi er að verða við þessari beiðni. Oft hefur trúfólk ásakað guðleysingja um slæmt siðferði, og í sumum tilfellum slegið eignarrétti á gott siðferði. Þessi þingkona hefur aldeilis afsannað það! Ég vona bara að þetta sanni fyrir okkur öllum (sérstaklega trúfólki eins og mér) að gott hjarta og að vera í tengslum við það sem er að gerast í landinu er stundum eina sem til þarf.

Guð blessi þig samt sem áður Margrét Tryggvadóttir, og tek ég ofan fyrir framtaki þínu. Cool

*Uppfært - 1. des

Ég set inn frétt sem birtist í dag á pressunni. Í henni segir að þingkonan Margrét Tryggvadóttir hafi brugðist við áskoruninni.


Kosningar til stjórnlagaþings

Núna á laugardaginn verða haldnar sögulegar kosningar á Íslandi. Aldrei hefur verið kosið í persónukjöri og hef ég heyrt að ekkert land hefur haldið jafn veigamiklar og flóknar kosningar. Við sem þegnar þessa lands eigum dýrmætan rétt, og það er kosningarétturinn. Við verðum að nýta hann til þess að koma okkar eigin persónulegu sjónarmiðum á framfæri sem endurspeglast í niðurstöðum kosninganna að hverju sinni.

En í umræðunni hér um netheima, hefur hvað mest farið fyrir tvennu varðandi stjórnlagaþingið.

  1. Aðskilnaður ríkis og kirkju.
  2. Auðlindir þjóðarinnar.

Þessi tvö atriði eru mér mjög hugleikinn, og mun ég velja mér frambjóðendur á lista (sem ég gef ekki upp hverjir verða) sem samræmast hvað mest mínum eigin skoðunum, sem ég reyndar held að flestir geri.

Ég er nokkuð viss um að allir frambjóðendur til stjórnlagaþings séu í flestum tilfellum sammála um fyrsta atriðið sem ég tel upp. En það gegnir öðru máli um það síðara.

Ég ætla samt að nota tækifærið og kynna tvo frambjóðendur sem komu til viðtals hjá presti mínum, honum Friðrik Schram í þætti hans sem er sýndur á Omega; Um trúna og tilveruna. Um er að ræða Arnar Geir Kárason og Maríu Ágústsdóttur sem bæði eru frambjóðendur til stjórnlagaþings. Þátturinn verður frumsýndur annað kvöld kl. 20:00. Ég hvet alla þá sem hafa áhuga á trúmálum að horfa á þennan þátt. Smile


Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 588456

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband