Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Það er ömurlegt að vera íslendingur í dag!

Það er afar sárt að horfa uppá samfélag breytast í dag. Því svo virðist vera að fólk er farið að búa við ófyrirgefanlegar aðstæður, sem er virkilega farið að bitna á æsku þessa lands. Heilu bæjarfélögum eru að verða að leggjast í eyði og ekki er um mikla von að fá.

Reiði og heift hefur tekið völdin og það er ekki sama hver þú ert og hvað þú heitir lengur. Það eru ekki einu sinni hægt að styrkja hjálparstofnanir í góðverkum lengur, og er bókstaflega slegist um hvern einasta blóðmola. Langveik börn fá ekki lengur þann stuðning frá ríkinu sem þau eiga rétt á sem þegnar þessa lands, og eiga greinilega ekki sama rétt til lífs og aðrir.

Og svo les maður að þeir örfáu brauðmolar sem ríkisstjórnin hefur rétt okkur er varla snert á. Það kemur á óvart að þetta sé aðeins um 30-40 nýjar umsóknir sem þarna um ræðir, og ekki 100.000!

Er þetta sá arfur sem við viljum æsku þessa lands? Á meðan að fólkið sveltur velta fjölmiðlar fyrir sér hvort Jón Gnarr sé búinn að jafna sig eftir tattú sýkingu, og  margir guðleysingar eru að missa sig um hvort eigi að leyfa trúboð í skólum! Þetta eru meira að segja atriði sem ég sjálfur lít á að eigi að bíða seinni tíma. Það er hægt að leysa öll vandamál, ef hugurinn er til staðar. Og hefur hann greinilega ekki verið það hvorki hjá ráðamönnum borgarinnar né ríkisins.

byb-helping-hands-dreamstime_112327311.jpgEn hvað er þá hægt að gera? Ég er með nokkrar hugmyndir sem myndu kannski koma atvinnulífinu af stað, en er það nóg? Þarf ekki einnig hugarfarsbreytingu? Þurfum við ekki að fara vakna af 2007 vímunni og fara hjálpa náunga okkar?

Það er nefnilega til lausn á hugarfarinu og fjárhagnum. Við leysum vanda hugarfarsins með einni einfaldri setningu: "elska skalt þú náunga þinn eins og sjálfan þig".  Við leysum stórann hluta fjárhagsvandans með því að horfa aðeins útá hafið, eins og forfeður okkar gerðu forðum, og byggðu þetta land upp á þeirri óþrjótandi auðlind. Það má byrja þar, og taka gullið úr höndum örfárra útvaldra og færa það aftur þjóðarinnar þar sem það á heima.

Ég bið fyrir umboðsmanni skuldara að henni megi gefast sú viska sem til þarf að aðstoða sem flesta. Ég vona að við getum breytt hugarfari okkar og festumst ekki í smáatriðum eins dæmin sanna í umræðunni í dag. Ég vona bara að ástandið fari að lagast svo við getum tekið gleði okkar á ný og sagt stolt "ég er íslendingur" án þess að lúta höfði og roðna eins ástandið er núna. Það eru betri tímar framundan, alveg er ég viss um það!

Guð blessi ykkur og þakka ég lesturinn.


mbl.is Fleiri sækja um greiðsluaðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvö langveik börn sem þurfa þína hjálp - kerfið brást þeim!

Ég vona að allir sem þetta lesa leggi sitt að mörkum þessum fjölskyldum til hjálpar, því neyðin er mikil og er um líf þessara barna að ræða. Sú fyrsta móðir sem ég ætla að fjalla um heitir Hildur Arnar, og má finna hennar sögu hér. Hér er smá úrdráttur um stöðu þessarar fjölskyldu:

Þær Gabríella Kamí og Anika Rós eru 8 og 10 ára systur sem fyrir 8 árum greindust báðar með sama sjúkdóminn þegar Anika Rós fæddist. Þegar greiningin var staðfest fékkst loksins svar við þeim veikindum sem Gabríella Kamí hafði frá fæðingu þurft að glíma við. Heilkennið sem þær greindust með er ekki algengur en 1 af hverjum 26.000 lifandi fæðingum í heiminum eru með það. Í kjölfari af því þurftu þær að leita til Boston, USA til þess að fá lækningu.
Í byrjun tók kerfið þátt í þeim kostnaði en seinustu 4 ár hefur kerfið ekki alveg stutt við bakið á fjölskyldunni og situr hún nú upp með stóran skuldarbagga á bakinu. Síðustu 14 ferðir til Bandaríkjanna hafa að mestu leyti verið á kostnað fjölskyldunnar. Í dag er um 15 milljónir í vanskilum hjá sjúkrahúsinu í Boston þar sem TR/SÍ neitaði að greiða reikninginn fyrir seinustu tveimur aðgerðum. Þar fyrir utan hefur fjölskyldan tekið lán fyrir rúmlega 10 milljónir til að fjármagna lyfjagjafir og meðferðir í Boston.

 

Einnig vil ég benda á styrktartónleika til styrktar þessara barna,  þeir verða haldnir að Ásbrú í Reykjanesbæ/Keflavík. Dagskráin er á þessa leið:

Þeir tónlistarmenn sem munu koma fram eru m.a.

Veðurguðirnir
Klassart
B.Ruff & Anna Hlín
Haffi Haff
Hobbitarnir
Prumpustrumpar
Addi Trúbardor

Miðaverð verður 2000 kr. og vona ég að sem flestir láti sjá sig

Hægt að kaupa miða í forsölu með því að senda póst á hrefnastyrkur@gmai.com
en einnig verður tekið við greiðslukortum á tónleikunum

Gerum gott styrkjum gott málefni
http://systurnar.barnaland.is/
STYRKTAR REIKNINGUR TÓNLEIKANNA
1109-05-413003
kt:180783-5479

 

Önnur er kona að nafni Ragna Erlendsdóttir og berst fyrir langveiku barni sínu, og er hér smá úrdráttur um hennar sögu:

Ella Dís er 4 ára í dag og mikið veik og lömuð vegna sjálfofnæmissjukdoms .
Ella fæddist alheilbrigð og var þannig til 18 mánaða aldurs. þá byrjaði hún að veikjast ill og fljótt, einnig áttu læknarnir í miklum erfiðleikum að finna út hvað amaði að henni og var hún án réttar sjúkdómsgreiningar i langan tíma og fékk þar af leiðandi ekki rétta meðferð og lyf.

En saga Ellu er löng og erfið en i hnotskurn þurfti Ella að fara erlendis til USA Ísrael og Þýskalands til að fá læknishjálp og meðferð vegna sjúkdóms hennar og tók TR/SÍ engan þátt í þeim gríðarlegum kostnaði sem nemur nærri 56 milljónum ísl. króna og hef ég alveg þurft að reiða mig a goðvild almennings og fyrirtækja til að standa undir þessum kostnaði. Í dag er staðan sú að ég er með yfir 6 milljónir i skuld a bakinu og þarf að finna leið til að fjármagna meðferðir sem Ella þarf að fara í án aðstoðar ríkisins .

Stofnaður hefur verið hópur á facebook um Ellu dís.

Reiknings númer:0525-15-020106, kt:020106-3870.

 

Ég grát bið ykkur, um hvaða skoðun sem þið kunnið að hafa á mér eða trú minni, að leggja það til hliðar og styrkja þessar tvær fjölskyldur. Enda tengist þetta mér ekki eða trú minni á nokkurn hátt, og hef ég enga hagsmuni á að auglýsa þetta annað en að hjálpa þessum fjölskyldum.

Það tekur mig sárt að heyra og lesa sögur sem þessar, og get ég aldrei sett mig í þau spor sem þau eru í. Ef sú litla hjálp sem ég og þú getum veitt er í formi peninga, þá tek ég þátt þar sem kerfið brást þeim.

En ég tek fram, að ég hafði samband við þessar mæður að fyrra bragði, og er þetta allt gert með þeirra samþykki. Ég fékk þær meira að segja til þess að skrifa þessa stuttu úrdrætti hér ofar til þess að kynna sögu sína, og vona ég að allir leggist á eitt!! 


mbl.is Hafa áhyggjur af þjónustu við langveik börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Burt með þessa vanhæfu ríkisstjórn!

Mynd fenginn að láni frá DVÞað er ekki nóg með að þið hækkið EKKI þau örfáu brauðmola sem aldraðir og öryrkjar fá, heldur sleppur barnafjölskyldur ekki heldur. Ég er afar hræddur um að miklu fleira fólk á eftir að flýja land ef þessi búskapur verður stundaður áfram.

Fólk er komið á vonarvöl með venjulega framfærslu! Meira að segja fólk sem á hvað minnst á milli handanna kemur að lokuðum dyrum hjá ríkinu

Það sýndi sig í mótmælunum nýlega að mikil reiði var í fólki, og var hlutum grýtt í presta og þingmenn. Ég skil vel þessa reiði, og hef ég sjálfur verulega þurft að herða sultarólina vegna vanhæfni háttvirtrar ríkisstjórnar að bjarga heimilunum í landinu. Eina skjaldborgin sem SamSpillingin (SS) hefur tekist að byggja er utan um eigin ráðherra, og eitur grænir hafa sig alla við að byggja fremur gjaldborg fremur en skjaldborg. Ekki einu sinni spítalarnir eru óhultir fyrir gjaldborg VG, og leggjast sennilega sumir spítalar af ef þarf að skera svona ofsalega niður.Þetta er sama fólkið og ætlaði að standa vörð um velferðarkerfið, en er nú að leggja drög að helferðakerfi. Svik á svik ofan.

Á mánudaginn verða svokölluð "tunnumótmæli" sem verður á meðan stefnuræða forsætisráðherra er. Ég hvet alla þá sem vettlingi geta haldið að mæta og vera með hávaða, það ætla ég að reyna að gera að minnsta kosti! Þeim hefur alveg mistekist að gera nokkurn skapaðan hlut rétt! Og láta þau hluti eins umsókn að einhverjum snobbuðum ESB klúbbi ganga fyrir eigin þegnum! Angry Hve marga milljarða kostar umsóknin ein? Og hve mörg heimili væri hægt að bjarga með þeim peningum?

Nú er nóg komið, reynum að knýja fram kosningar sem allra fyrst, því það er lýðræðislegur réttur hvers manns að mótmæla og nýtum þann rétt, en án ofbeldis auðvitað!


mbl.is Barnabætur lækkaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 588456

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband