Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Sjálfstæði okkar íslendinga og endurnýjun gamla sáttmálans við ESB

Á árunum 1262 til 1918 voru Íslendingar undir hinum svokallaða gamla sáttmála sem gerður var við Hákon Noregskonung. Sáttmála þennan taldi konungur hafa fallið úr gildi með Kópavogsfundinum 1662, en svo varð síðar meir á 19 öld að Jón nokkur Sigurðsson, kallaður Jón forseti andmælti og taldi þennan sáttmála en í gildi og vildi Jón hann afnuminn.

Ef við skoðum gamla sáttmálan aðeins betur þá inniheldur hann þessa klausu og setjum þetta aðeins í samhengi við ESB pælingar okkar íslendinga:

    At vér bjóðum (virðuligum herra) Hákoni konungi hinum kórónaða vára þjónustu undir þá grein laganna, er samþykt er milli konungdómsins ok þegnanna, þeirra er landit byggja.

Erum við ekki að gera það sama með því að lúta að lagabálki ESB og færa hluta ákvörðunarvaldsins þangað? Erum við þá ekki skyld til þess að lúta löggjöf ESB í öllum málum, fiskveiðum, náttúruauðlindum og landbúnaðinn?

Jón forsetiTil hvers var sjálfstæðisbarrátta Jóns forseta, ef við ætlum að framselja það sem við börðumst sem harðast fyrir hér á árum áður? Vissulega þarf að uppfæra stjórnarskrá Íslendinga sem við fengum að gjöf frá Dönum á árum áður, eða nánar tiltekið árið 1874, þegar Kristján IX afhenti okkur plagg sem var kallað:  „Stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni Íslands“.

Það lítur út fyrir að margir vilja að sagan endurtaki sig, og er birtingarmyndin að þessu sinni í formi ESB fremur en konungsveldis.

Við verðum að vakna upp frá þessum blundi, og virða þau réttindi sem menn börðust fyrir í sjálfstæðisbarráttunni. Við þurfum ekki að ganga öðru heimsveldi á vald til þess að þeir geti séð um að okkar mál séu þeim að skapi.

Við erum kröftug og sjálfstæð þjóð, og höfum ætíð greitt úr eigin vandamálum sem að okkur hafa steðjað, hvort það sem er hungur, náttúruhamfarir eða sárafátækt, við höfum alltaf mætt vandanum með hnefann krepptan, og unnið bug á honum.

Nú þegar mestu efnahagshamfarir vorrar þjóðar steðja að okkur þá vilja margir flýja vandann og ganga í eina sæng með heimsveldi!? Ég leyfi mér að kalla það heigulshátt og að flýja vandann.

Ég segi nei og aftur nei! Ég er stoltur af þjóðerni mínu, og þykir vænt um land mitt, kannski hljóma ég eins og versti þjóðernissinni, en það verður bara að hafa það. Ég elska Ísland og vil halda í forræði okkar yfir eigin málum.

Því við höfum alla þá hæfileika sem til þarf til þess að leysa vandann, og verðum við að horfast í augu við hann og ráðast að honum að fullum þunga þar til fullnaðar sigri er náð. Þetta getum við og þurfum ekki lagabákn frá heimsveldi til þess að segja okkur fyrir verkum.

Ég hvet alla þá sem þetta lesa og eru að einhverju leiti sammála mér, að skrá sig á ósammála.is og láta rödd sína heyrast. Eða eins og Jón forseti gerði víðfrægt: „Vér mótmælum allir!“ og segjum nei við aðra: „Stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni Íslands“. Segjum nei við ESB aðild!

Góðar stundir og þakka ég lesturinn.

 


Ef blindur leiðir blindan ...

Blindur leiðir ...... og falla þeir báðir í gryfju! (Matt 15:14) Hvað er bindindismaður á kynlíf að tjá sig um þessi mál? FootinMouth Jæja, þetta segir sig svo sem sjálft! LoL

Ég vona bara að kaþólikkar fari nú að uppfæra hjá sér kenningar sínar, og leyfi prestum sínum að giftast!

 

... og hananú! Whistling

 


mbl.is Prestur gefur út kynlífshandbók
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

X-Men Origins: Wolverine - ***

Ég skellti mér á þessa mynd í dag og var afar ánægður með útkomuna. Sá að vísu nokkur mistök í sumum tæknibrellum, en það gerir ekkert til. Ég er að vísu enginn "hardcore" áðdáandi þeirra X-manna, þannig ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki nógu vel til "uppruna" sögu (eða "origin") Wolverine til þess að geta gagnrýnt það.

Því oft breyta kvikmyndir söguþræðinum soldið mikið frá uppruna sínum, eins og til dæmis í tilfelli "Transformers" myndinni. En ég var mjög ánægður með þessa útkomu og hvet sem flesta til þess að þessa ágætu mynd.

Hér ber að líta kápu fyrsta tölublaðs "Wolverine" frá Marvel: 

1-10

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Hér er svo mynd frá nýju myndinni sem er fjallað hér um:
wolverine

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Í dag birtist hann svona í teiknimyndablöðunum, það virðist vera mun meiri metnaður en í gamla daga að gera eins vönduð listaverk eins myndin að neðan sýnir. wolverine-hugh-jackman-movie

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En öllu gamni sleppt, þá er þetta frábær mynd í alla staði!

Góðar stundir. 


mbl.is Ofurhetjan Wolverine vinsæl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 588456

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband