Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

♫♫ Gleðilegt ár! ♫♫

Ég vil byrja á því að lýsa yfir ánægju minni með þetta kraftaverk, að móðir og barn skuli lifna við og það á sjálfu aðfangadagskvöldi er auðvitað bara stórkostlegt!

 

gledilegt_ar2.jpg

 

En gleðilegt ár allir! Og þakka ég öllum gamalt og gott!


mbl.is Kraftaverk á jólum: móðir og barn lifnuðu við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilega hátíð!

faeding_jesu_945202.jpgÍ dag minnumst við fæðingu frelsarans, og vil ég óska öllum því góða fólki sem ég hef kynnst hér um netheima gleðilegra jóla.

Mikið er ég feginn að ég forsjáll og  var búinn að sjá um jólagjafainnkaup fyrir Þorláksmessu og laus við allar biðraðir og tilheyrandi geðveiki. Við hjónin kaupum nefnilega yfirleitt jólagjafir yfir allt árið, sér í lagi þegar góð tilboð eru, þá grípum við gæsina! Cool

Þessi ráðstöfun hefur sparað okkur stórfé, en auðvitað situr eitt og eitt eftir, og slíkt gerum við sem betur sjaldnast á seinustu stundu! 

Annað var það nú ekki, en jú auðvitað: munum eftir þeim sem minna mega sín yfir hátíðarnar.

Guð blessi ykkur og geymi yfir hátíðarnar! 


mbl.is Jólastemning í miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvíldardagurinn og helgi hans

Ég er lútherskur maður, og held hvíldardaginn uppá sunnudag. Sumir gallharðir aðventistar vilja meina að ég sé einhver „lögmálsbrjótur" og jafnar því við að ég sé að brjóta eitthvert af boðorðunum tíu fyrir það eitt að hegla sunnudeginum Guði. Þessi farísei borðar heldur ekki svínakjöt, heldur að jörðin sé 6000 þúsund ára og er bókstafstrúarmaður með meiru! Shocking

Þessi maður heitir Halldór Magnússon er víðfrægur um bloggheima, sér í lagi fyrir einarða afstöðu sína og þrjósku. Whistling  Nýjasta uppátækið hans, er að ráðast á prest minn, Friðrik Schram í Íslensku Kristskirkjunni, og fer hann föstum skotum á Friðrik þar sem hann lýsir honum sem lögmálsbrjót og hinn mesta syndasel, sem er svo fjarri lagi að hálfa væri hryllingur.

Ég mótmæli því harðlega þessum staðhæfingum, en lítum aðeins yfir nokkrar staðreyndir um helgihald á sunnudögum.

Sunnudagurinn sem er alþjóðlegur hvíldardagur kristinna manna, af því að hann er dagur upprisunar (sem átti sér stað daginn eftir hvíldardaginn). Lítum á nokkur mikilvæg atvik þar sem Jesús birtist upprisinn í holdi á sunnudögum:

  1. Hann birtist Maríu, á morgni upprisunar -  Matt 28:8-10, Mark 16:9 og Jóh 20:11-18.
  2. Hann birtist tveimur lærisveinum á leið til Emmaus - Lúk 24:13-33 og Mark 16:12-13.
  3. Hann birtist Símon Pétri - Lúk 24:31-35.
  4. Hann birtist ellefu lærisveinum að kveldi upprisudagsins. Mark 16:14-18, Lúk 24:36-44 og Jóh 20:19-23.
  5. Hann birtist ellefu lærisveinum „átta dögum seinna" - Jóh 20:26-29.

Hvað segir ofangreindar staðreyndir okkur? Jú, að á Hvítasunnu fæddist kirkjan! Enginn er að segja að hvíldardagurinn sé ekki á laugardegi, en ofangreint segir hins vegar að þessi ríka áhersla á laugardaginn er ekki eins rík og er haldið fram af hópum eins og aðventistum.

Þegar einhver dagur er nefndur í sambandi við upprisu Jesú, þá gerist það ætíð á sunnudegi! Förum aðeins betur yfir það:

  1. Jesús lét þeim bregða með því að birtast þeim á fyrsta degi vikunnar. - Jóh 20:27-28.
  2. „Efasemda" Tómas lofsamaði hann á sunnudegi. - Jóh 20:27-28.
  3. Á sunnudagskvöldi tók Jesús brauð sem hann blessaði og braut handa lærsveinum sínum. Hann hélt sakramenti (heilaga kvöldmáltíð) að kveldi sunnudags og útfrá því varð það hefð hjá fylgjendum hans og lærisveinum. - Lúk 22:19.
  4. Hann veitti lærisveinum það vald að fyrirgefa í sínu nafni fyrir þá sem á hann trúa í gegnum fagnaðarerindið. - Jóh 20:23.

Út frá þessum einföldu staðreyndum má segja að sú hefð sem kristnir fylgja er að fordæmi Jesú. Enda erum við ekki gyðingar, og er það skírt tekið fram í nýja testamentinu að við erum taldir „heiðingjar" eða „gentiles", það orð var oft notað um þá sem ekki gyðingar voru.

Aðventistar og fleiri vilja greinilega ólmir umskera okkur hina og gera okkur að gyðingum. Þeir virðast vilja leggja á okkur þær sömu kvaðir í sumum tilfellum og farísearnir til forna.

Því afar mikilvægt atriði í þessu er að Jesús uppfyllti lögmálið, maður sem vann oft á hvíldardögum og húðskammaði faríseana fyrir að taka þessu svona bókstaflega. Jesús er herra hvíldardagsins, og tel ég mig öngva synd drýgja með því að hafa helgihald mitt uppá sunnudag. Ég er ekki gyðingur né farísei, og reyni eftir fremsta megni að fylgja boðskap Jesú Krists!

Guð blessi sunnudaga og alla daga, hvíldardagurinn var vissulega á laugardegi ... hjá gyðingum! Það er ekki endilega víst að þetta eigi við alla! Gleymum því ekki og hættum að þræta um lögmálsatriði og boðum trúna, við boðum hana ekki með því að leggja á fólk kvaðir eins og banna svínakjöt - og skelfisksát. Þrætum ekki um smáatriði og sýnum fram á elsku Jesú, ekki hvað sumir kristnir hópar, þó sérstaklega aðventistar geta verið smámunasamir.

 
 Góðar stundir og þakka ég lesturinn.

Lofsvert framtak Eyjunnar.is

Ég tek ofan fyrir starfsmönnum eyjunnar að boða til þessa fundar. Það þýðir greinilega ekki að bíða eftir svari frá forseta vorum um hvort "gjá sé kominn á milli þings og þjóðar", þrátt fyrir að fleiri undirskriftir hafi safnast á InDefence en árið 2004, þegar Ólafur synjaði lögunum um fjölmiðla árið 2004.

Hans eigin orð eru þessi:

10. Það verður best gert með því að þjóðin fái í hendur þann rétt sem henni er veittur í stjórnarskrá lýðveldisins og meti lagafrumvarpið í þjóðaratkvæðagreiðslu.

11. Ég hef því ákveðið í samræmi við 26. grein stjórnarskrárinnar að staðfesta ekki lagafrumvarp um breytingu á útvarpslögum og samkeppnislögum og vísa því á þann hátt í dóm þjóðarinnar. Samkvæmt stjórnarskránni skal sú þjóðaratkvæðagreiðsla fara fram „svo fljótt sem kostur er."

12. Í ákvörðun minni felst hvorki gagnrýni á Alþingi né á ríkisstjórn og ekki heldur efnisleg afstaða til laganna sjálfra. Eingöngu sú niðurstaða að farsælast sé fyrir okkur Íslendinga að þjóðin fái tækifæri til að kveða upp sinn dóm. Við búum að stjórnskipan, þar sem forseti Íslands og aðrir kjörnir fulltrúar sækja vald sitt og umboð til hennar. Þjóðin hefur samkvæmt stjórnarskránni síðasta orðið.

Ef forsetinn bregst, þá verða menn að gera eitthvað. Þess vegna er framtak eyjunnar.is lofsvert!

Góðar stundir.


mbl.is Boða rafræna þjóðarkosningu um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurkoma trúmannsins ...

Jæja, þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar og nokkrar áskoranir þá ætla ég að snúa aftur á moggabloggið. Ég mun hafa þann háttinn á að ég birti sömu greinar á báðum stöðum. Cool

Ég vona að ég verði meira til gagns en ógagns, og vona ég að þið fyrirgefið þetta hringl á mér og verð ég greinilega að losa mig við þetta áfasta framsóknargen.

En öllu gamni sleppt hlakka til að sjá ykkur aftur og ræða málin! Smile


test

.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 588364

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband