Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Segir þetta í hatri sínu á íhaldið

Michael Moore er ekki orðvar maður, en vegna haturs hans á repúblíkana þá lætur hann svona vitleysu útúr sér. En svona yfirlýsingar sem koma í raun og veru óorði á Guð og hans verk, eru ekkert nema smekklausar og illa hugsaðar.

En ég vil nota tækifærið og biðja fyrrverandi biskup Íslands Guðs blessunar, því hann fór heim til Drottins ekki alls fyrir löngu, ég sá þetta í dagblaði á leiðinni heim frá vel heppnaðri Danmerkur ferð minni núna á dögunum. Mikill trúmaður hefur þá kvatt þennan heim, og eru ekki margir sem munu nokkurn tíma komast í skónna hans. 

En gott er að vera kominn heim á klakann aftur og þakka ég öllum sem gerðu athugsemdir við seinustu grein mína! Cool 


mbl.is Segir Gústav sönnun þess að Guð sé til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farinn til Danmerkur!

Gangið á Guðs vegum á meðan, ég kem aftur tíefldur eftir viku.  Cool

Sem betur fer verður vinafólk að passa íbúðina! Smile


Stórhættulegir glæpamenn í Kína!

Í leiðinni í vinnuna heyrði ég þessa frétt á Rás2 í útvarpinu:

Kínversk tollayfirvöld gerðu 315 Biblíur upptækar um helgina og héldu 4 trúboðum föngnum hluta úr degi, fyrir að reyna að flytja þær inn án leyfis. Hver sá sem kemur til Kína má að hámarki hafa með sér eina Biblíu.

Kommúnistastjórnin hefur strangt skipulag á trúmálum og fá kristnir, múslímar og búddistar aðeins að koma saman til trúariðkunar í þeim trúarbyggingum sem stjórnvöldum þóknast.

Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt handtökur fólks sem iðkar trú sína hvar og hvenær sem því sýnist. Fyrir Ólympíuleikana lofuðu stjórnvöld því að allir gestir leikanna fengju aðgang að Biblíunni, bæði á ensku og kínversku.

Tilvitnun lýkur.

Ég vissi svo sem að þessum heimskulegum aðgerðum. Og miðað við mannréttindabrot þeirra gagnvert Tíbet, og öllu því fólki sem vill stunda trú sínaí friði, þá skil ég ekki ennþá af hverju stjórnvöld hafa ekki haft uppi neinan áætlanir varðandi þessi mál.

Engar aðgerðir eða yfirlýsingar, EKKERT nema jú kannski tómahljóð. Ég er farinn að hallast að því að þeir ráðamenn sem eru við stjórnvölinn núna séu flestir blóðlausir gungur og skora ég á fólk að hleypa nýju blóði að í næstu kosningum! Úfff ...

Þessi mynd, sem mér var send segja meira en þúsund orð þá miklu stéttaskiptingu sem ríkir í Kína:

 

Er þetta réttlæti ?

 


Hver er besti Kristni bloggarinn 2008?

BloggarinnÍ fyrra var ég með svipaða kosningu þar sem ég listaði upp helling af kristnum bloggurum. En í ár ætla ég að fara eftir fordæmi Kalla Tom og biðja ykkur um tilnefningar.

Ég tek fram og ítreka að ég er sjálfur ekki kjörgengur, því það væri bara hallærislegt þar sem ég stend fyrir þessari kosningu og er ekki neinum vinsældarveiðum! Shocking

Ég týni svo saman þær tilnefningar sem berast í athugasemda kerfið, og set svo upp skoðana könnun með þeim tilnefningum sem hafa borist í kjölfarið og leyfi því að lifa í nokkrar vikur.

Í fyrra vann róttæki aðventistinn Halldór Magnússon/Mofi Wink ... hver verður það nú? 

Endilega látið í ykkur heyra og komið með tilnefningar! Cool


Hver er sönn fegurð?

Venus frá Willendorf , ca. 30,0000 - 25,000 fyrir Krist

Konan er að mínu mati það fallegasta sköpunarverk sem Guð hefur frá hendi sinni látið fara. En vissulega er misjafnt hvað menn meta sem fagurt og ljótt. Á steinöld var til dæmis kona sem var í góðum holdum tákn um frjósemi og þótti hin besti fengur.

Síðar á tímum rómverja var fyrst farið að gera alvöru list með konur sem fyrirmynd. Grikkir höfðu áður einsett markaðinn með myndum af eintómum karlmönnum og örfáum konum. Rómverjar voru sem þeir sem fóru fyrst að upphefja fegurð kvenna með alvöru tjáningu og ekki tvívíðarformi.

En til hvers er þetta allt saman? Skiptir hið ytra útlit svona rosalega miklu máli?

Árstíðirnar fjórarÉg segi fyrir mig sem myndlistarmaður, að ef ég teikna konu þá reyni ég að fanga persónuleika hennar, ekki bara afrita það sem er fyrir framan mig, hver sem er getur gert það. Því sama hvernig konan er útlits, þá er það innri manneskjan sem skiptir máli og ekki hið ytra.

Því ég hef lenti stundum í því, þegar ég var að teikna skopmyndir fyrir nýstúdenta fyrir framhaldsskólanna, að manneskja sem var þurr á manninn og persónuleikalaus, var AFAR erfitt að teikna. Því ef hið innra er svert er erfitt að fanga hið ytra, nema kannski með myndavél.

Ég held því fram, að allar konur séu fallegar, það þarf bara að fá þær sjálfar til þess að opinbera það með persónuleika sínum.

Því sönn fegurð kemur að innan, og er útlitið aðeins konfekt og ekkert meira en það.

Ég vona að þessi Ástralski bæjarstjóri geri iðran hið snarasta og biðjist afsökunar á þessum heimskulegu orðum sínum!

Stelpur, látið ekki svona gaura draga ykkur niður, þið eruð allar fallegar sama hverjar og hvernig þið eruð!

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.


mbl.is Ákall til ófríðra kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég fer uppá Kerlingu í fyrramálið

Eins einkennilega og það hljómar, þá hefur kona mín veitt mér góðfúslegt leyfi til þess að fara uppá kerlingu. Þessi kerling er reyndar 1538 metra há, og er ég nokkuð viss að ég ráði við hana, þrátt fyrir gífurlegan stærðarmun! Whistling

Hér er ljósmynd (sem ég er ekki með mynd af í veskinu) af kerlingunni sem ég ætla uppá:

kerling_stor.jpg

 

 

 

 


Ég er skráður í Ferðafélag Akureyrar og fer ásamt stjúp-tengdaföður mínum á þetta fagra fjalllendi og hef ávalt haft einstakt gaman af svona ferðum.

Til gamans má nefna er fjall sem er mun smærra í sniðum ekki langt frá og heitir það Karl, og hver veit nema ég fari einnig uppá þann Karl í framtíðinni!  Tounge

Bláber !  :)Einnig mun ég eftir fremsta megni að tína ber, en ég þó er ekki frjálslyndari en svo að ég mun tína aðalbláber og það í fötum, þ.e.a.s. ef ég finn stað sem ég má tína þau. 

Ég verð því fjarverandi í nokkra daga á meðan ég er norðan heiða. Cool

 

Guð blessi ykkur á meðan. Halo


Skelfilegasta kjörtímabil í sögu Reykjavíkurborgar (með skopmynd af Hönnu Birnu) ;)

Aftur er skipt um sokka. Og greinilegt er að Sjálfgræðismenn fara ekki eftir niðurstöðum kosninga, Framsókn beið afhroð í seinustu kosningum og næstum þurrkaðist út. Sem segir mikið um álit sjálfgræðismanna á hugtakinu lýðræði.

Auðséð er, að þetta verður lengi í manna minnum sem þetta kjörtímabil mun standa uppi sem skelfilegasta kjörtímabil í sögu Reykjavíkurborgar. Hvers eigum við Reykvíkingar að gjalda eiginleg, ég bara spyr!

Þetta er sá fjórði í röðinni og finnist mér réttast að boða til kosninga ekki seinna en í gær og kjósa uppá nýtt! En það er bara ég.

Hanna Birna er þá óneitanlega orðinn hluti af "frjórhöfðaskrímslinu" eins og ég kalla það. Wink En myndin sem ég var að skyssa upp, segir allt sem segja þarf um þetta embætti á þessu kjörtímabili !!

 

trihofdaskrimslid.jpg

 


mbl.is Fullyrt að samstarfi hafi verið slitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er villa í þessari frétt

Það er algeng villa í þessari frétt. Ólafur F. er ekki í Frjálslyndaflokknum, heldur er hann í Íslandshreyfingunni. Og auk þess kemur þessi gagnrýni Sjálfgræðismanna á óvart, því ég man ekki betur en að Bingi og Óskar Bergs hafi einmitt verið í ráðum og nefndum út um allar trissur, og ekki kvörtuðu Sjálfgræðismenn þá. Því í fréttinni stendur:

Sjálfstæðismönnum þykir Frjálslyndir fullaðsópsmiklir í meirihlutasamstarfinu miðað við fylgi þeirra í síðustu borgarstjórnarkosningum. „Það eru allir að springa,“ sagði einn úr landsmálunum í gær.

Og nú vilja þeir ganga til liðs við þá sem einmitt gerðu nákvæmlega það sama!! 

Ég get ekki betur séð en það vanti einhverjar sellur í Sjálfgræðismenn. Best væri að þeir færu nú eftir niðurstöðum kosninganna og hleyptu öðrum að. Sjálfstæðismenn töpuðu talsverðu fylgi síðast og veit ég ekki betur en að í lýðræðisamfélagi teljist það vera rödd fólksins. Eða hvað?


mbl.is Vilja breytingar á meirihlutasamstarfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Íslendingar að endurheimta "strákanna okkar" til baka úr útlegð ...

 

isl_faninn

 

Þau eru fá skiptin sem ég fylgist með íþróttum, en þessi leikur var tær snilld, og best fannst mér athugasemd íþróttafréttamannsins í restina, þegar hann talaði um að við unnum vegna þess að "markvarslan var á réttum tímum" ... Joyful ... en EKKI hvað?? hehehehehe ...

Jæja, en það er samt greinilegt að Gillette er ekki styrktaraðli þýska liðsins, því mikil ósköp veitir þjálfaranum ekki af smá rakstri ! Whistling


mbl.is Ísland fór hamförum gegn Þjóðverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært framtak Ásdísar!

Ásdís Sig. er flott kona sem lætur verkin tala. Núna nýverið var hún að koma af stað eins konar átaki í söfnun til fátækra. Ásdís segir á bloggi sínu:

Ég vil gera eitthvað fyrir það fólk sem býr á götunni í Reykjavík.  Við erum ein þjóð í litlu landi hvort sem við búum á stór Reykjavíkur svæðinu eða á landsbyggðinni.  Ég hef fengið þá hugmynd að safna hlutum sem fólk vill gefa og koma því á nytjamarkaðinn í Eyjaslóð svo meira sé hægt að selja og auka þannig tekjur Hersins, einnig vil ég safna fötum og öðru sem kæmi fólkinu vel, nú er vetur framundan og ég er viss um að það leynist einhversstaðar aukaúlpa inn í skáp, sem mundi koma sér vel fyrir þá sem hýrast þurfa úti í alls kyns veðrum. 

Ég er tilbúin að taka við hverju því sem fólk telur sér fært að gefa og koma því í réttar hendur og sjá til þess að framlög allra nýtist sem allra, allra best.  Nærföt og sokkar eru ekki hlutir sem maður gefur frá sjálfum sér, en ef einhverjir eru til í að eyða smá pening í slíkt, þá væri það afskaplega vel þegið, þið munið, margt smátt gerir eitt stórt.

Hjálpum fólki í neyð!Ég verð að segja að mér hlýnaði um hjartarætur að lesa þessi skrif Ásdísar og þetta kalla ég konu með hjartað á réttum stað! Ég hvet alla sem vettlingi geta haldið að styðja þetta myndarlega framtak!

Guð blessi svona fólk sem lætur verkin, ekki bara orðin tala, margt getum við lært af henni Ásdísi! Allt mun fé mun renna til Hjálpræðishersins og hvet ég alla, trúaða sem og ótrúaða til þess að taka þátt í þessu.

 

 

Allar nánari upplýsingar um þetta framtak er að finna á síðu Ásdísar sem og á vísi.

 

 

 

2904b2476b599c

 


Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 588364

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband