Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Hvað er fyrirgefning?

Margir hafa gagnrýnt kristna fyrir að vera yfirlætisfullir í fyrirgefningu, sumir segja að við fyrirgefum alla skapaða hluti án þess að hugsa okkur tvisvar um.
Þetta er algjör misskilningur. Við fyrirgefum jú eftir boði Krists,  það stendur ritað:

Matteusarguðspjall 18:21-22
21 Þá gekk Pétur til hans og spurði: ,,Herra, hve oft á ég að fyrirgefa bróður mínum, ef hann misgjörir við mig? Svo sem sjö sinnum? 22 Jesús svaraði: ,,Ekki segi ég þér sjö sinnum heldur sjötíu sinnum sjö.

Það stendur einnig ritað: 

Lúkasarguðspjall 10:10-12
10 En hvar sem þér komið í borg og eigi er við yður tekið, þá farið út á strætin og segið: 11 ,Jafnvel það dust, sem loðir við fætur vora úr borg yðar, þurrkum vér af oss handa yður. Vitið samt þetta, að Guðs ríki er komið í nánd. 12 Ég segi yður: Bærilegra mun Sódómu á þeim degi en þeirri borg.

Sem þýðir að við eigum ekki að láta allt yfir okkur ganga. Við eigum jú alltaf að fyrirgefa, en við erum ekki ósjálfstæðar heilaþvegnar verur eins og margir halda. Allir hafa sín mörk, og þess vegna sagði Jesús þessi orð sem ber að líta hér ofar.
Þar stendur einnig ritað:

Bréf Páls til Efesusmanna 4:26
"Ef þér reiðist, þá syndgið ekki. Sólin má ekki setjast yfir reiði yðar."

Þarna liggur munurinn, við eigum ekki að hætta að fyrirgefa, langt í frá, en við þurfum ekki alltaf að gera það munnlega. Það sem ég á við er að stundum er betra að fyrirgefa í hljóði í hjarta sér, og ekki básúna það um allan bæ. Sem kristnir einstaklingar eigum við að hafa kærleikann innbyggðan í hjarta okkar, en ekki hatur og ófyrirgefningu.

Sönn fyrirgefning kemur aðeins frá hjartanu, ekki frá munninum.

Eða eins og ritað er:

Bréf Páls til Kólossumanna 3:12-13
12 Íklæðist því eins og Guðs útvaldir, heilagir og elskaðir, hjartans meðaumkun, góðvild, auðmýkt, hógværð og langlyndi. 13 Umberið hver annan og fyrirgefið hver öðrum, ef einhver hefur sök á hendur öðrum. Eins og Drottinn hefur fyrirgefið yður, svo skuluð þér og gjöra.

En sum tilfelli er bara ekki hægt að fyrirgefa í okkar mannlega mætti, en allt er hægt með ást Krists að leiðarljósi. Af því í honum er fólginn skilningur á mannlega breyskleika okkar. Þess vegna skilur Jesús jafnvel erfiðustu málin sem er eins og krabbamein á hjarta okkar.

Guð blessi ykkur.


Hvað með pýramídanna?

Afhverju eru þeir ekki á þessum lista? Það er sannað að þetta var mesta afrek fornaldar og mér finnst að þeir eigi heima á þessum lista.
mbl.is Tilkynnt um ný sjö undur heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig fer þá fyrir landsbyggðinni?

Frjálslyndir eru búnir að hamra á þessu óréttláta fiskveiðistjórnunarkerfi frá upphafi lífdaga sinna. LOKSINS hafa vísindamönnum tekist að sannfæra ráðamenn um þetta kerfi virkar ekki.

Í annari mbl frétt segir:

Í samræmi við tillögur Hafrannsóknastofnunarinnar verður þorskafli næsta fiskveiðiárs skorinn niður um 63 þúsund tonn eða úr 193 þúsund tonnum í 130 þúsund tonn.

Þetta er gríðarlegur niðurskurður! Ekki veit ég hvað gerist eftir þetta, en Einar K. minnist á olíuhreinsunarstöð og við íslendingar ætlum að fara í olíuleit!?! Honum skortir ekki bjartsýnina honum Einari, að finna olíu í svona ungu landi.

Eins segir í fréttinni:

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, segir að sjávarútvegsráðherra hafi staðið frammi fyrir erfiðri ákvörðun. Segir Ingibjörg Sólrún að ákvörðunin sé ekki sársaukalaus og að ljóst er að bæði byggðalög og einstaklingar eiga eftir að verða í erfiðari stöðu vegna hennar.

Segir hún mótvægisaðgerðir þær sem gripið verður til bæði skammtímaaðgerðir og langtímaaðgerðir.

Sem betur fer eru vinstri menn með stjórnartauminn núna, ég er ekki viss um að neitt nema tóm orð hefði komið út úr Framsóknarmönnum.

En Frjálslyndi flokkurinn hafði á réttu að standa með þetta blessaða kerfi! Þetta verður að endurskoða og það sem fyrst!


mbl.is Þorskkvótinn verður 130 þúsund tonn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er vinaleiðin sú besta?

Ekki get ég sagt að ég sé fullkomlega sammála þessari vinaleið þjóðkirkjunnar. Ég er sammála henni efnislega séð, þ.e.a.s. að börnin fái kristinfræðikennslu, en ég er ekki sammála að þvinga henni uppá fólk. Það verður að vera til val í þessum efnum eins og í öllu öðru til þess að jafnvægis sé gætt. Ég er sem sé sammála vinaleiðinni efnislega séð en ekki framkvæmdarlega séð, Ísland eins og önnur lönd er að smátt og smátt að breytast í fjölmenningarsamfélag.

Það væri rangt og hrokafullt af okkur að reyna sporna við því. Það er trúfrelsi í landinu og það má ekki gleymast, auðvitað myndi ég vilja sjá alla menn Kristna en við verðum að bera virðingu fyrir skoðunum náungans.

Mín skoðun er sú að það eigi að efla kristinfræði/trúarbragðasögu kennsluna og sleppa engu. Þá yrði farinn hin gullni meðalvegur og börn geta ákveðið sig sjálf seinna meir hvað þau gera í afstöðu sinni. Það er á ábyrgð okkar kristinna að koma út boðskapnum um Jesú Krist. Ekki kennara sem hafa misjafnar skoðannir á þessum málum. Prestar og aðrir ábyrgðarmenn fyrir fagnaðarerindinu - eiga fyrst og fremst að sjá um þessa hluti, eins er með alla trúaða einstaklinga.

Alveg eins og mörgum finnst algebra tilgangslaus og heimsk, ætti ekki að banna að þvinga henni uppá börn þar sem algebra er afar sjaldan notuð? Þetta er hluti af rökum þeirra hjá siðmennt að minnsta kosti. Sem ég hef heyrt munnlega frá meðlimum siðmenntar.

En ég vona að verði sátt um þetta án einhverja dómsleiða, það er hægt að ræða alla hluti og komast að niðurstöðu.

Niðurstaðan er: Vinaleiðina verður að endurskoða, hún er góð og gild fræðilega séð, en framkvæmdin verður að að vera öðruvísi.


mbl.is Mannréttindadómstóll gagnrýnir kristinfræðikennslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vesalings barnið !

Þetta er vanræksla á háu stigi, hver í ósköpunum skilur kornabarn eftir svo lengi í bíl? Mér finnst 5 mín. of lengi, hvað þá 5 klukkustundir !!

mbl.is Lést eftir að hafa verið skilinn eftir í bíl í hitabylgju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grimmd mannskepnunar !!

Viðbjóðslegt ! Maður á ekki orða bundist! Mér finnst samt að réttarkerfi og barnaverndaryfirvöld hafa brugðist þessum stelpum ! Það segir í fréttinni:

Maðurinn hafði einn forræði yfir dóttur sinni og syni sem er tveimur árum eldri þrátt fyrir að hafa áður hlotið dóm fyrir að beitt vinkonur elstu dóttur sinnar kynferðislegu ofbeldi.

Það var sem sé vitað mál hvaða mann þessi asni bar að geyma!  Ég vona bara að þessar stelpur fái góð heimili eftir þessa ógeðslegu viðburði !!


mbl.is Nauðgaði dóttur sinni mörg hundruð sinnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Báðir jafn sekir

Bæði liðinn ÍA og Keflavík eru jafnsek í þessu máli. Bjarni fyrir að skora þetta mark, sem ég dreg mjög í efa að hafi verið óvart hjá honum eftir að hafa skoðað myndbandið með þessum atburðum, og Keflvíkinga fyrir virkilega ódrengilega framkomu, þeir ættu að sýna sóma sinn að senda út afsökunarbeiðni líka og taka ÍA til fyrirmyndar! Angry

Myndbandið er hægt að skoða neðar í annari færslu um þetta.


mbl.is Yfirlýsing frá ÍA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Transformers í kvöld !

Ég fer á sérstaka forsýningu á Transformers í kvöld W00t, frá blautu barnsbeini hef ég verið mikill aðdáandi þessara vélmenna. það verður athyglisvert að sjá hvernig Micheal Bay skilar sögu þeirra frá sér. Það eina sem ég hef á móti myndinni eins og er, er þetta vélbeinagrinda look sem Micheal hefur kosið. Hérna í gamla daga voru þeir alltaf sterkir, massívir kubbar, svona eins vélmenni eiga að vera. GetLost

Hér ber að líta tvær myndir sem ég teiknaði sjálfur af þessum verum, fyrri myndin er Optimus Prime - foringi "The Autobots, eða góðu karlanna og hin myndin er af Megatron - foringi "The Decepticons" eða vondu karlanna:

Optimus Prime   Megatron

Og svona til gamans þá fann ég skó sem breytist í Optimus Prime ! W00t


Og hvað, á að vorkenna honum?

Ég er búinn að skrifa um þetta áður og vísa til greinar minnar um vísindakirkjuna hans Tóma Crús.

En rétt er það sem mér hefur bent á, þetta er mismunun á háustigi vegna trúar hans. Ég myndi í það minnsta ekki vilja vera stoppaður svona af vegna trúar minnar.


mbl.is Cruise aftur meinaður aðgangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Motorola D666 - Bin Laden línan

Það er naumast umhyggjan frá Motorola! 

Talsmaður Motorola í Peking sagðist vita af slysinu en taldi mjög ólíklegt að símanum væri um að kenna, hann taldi að trúlegast hefði maðurinn notað ódýra eftirlíkingu af símanum eða rafhlöðunni.
 Þetta kallar maður afneitun í hámarki og að bera ekki ábyrgð á gjörðum sínum !

mbl.is Maður lést er farsíminn hans sprakk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 588367

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband