Hvernig fer þá fyrir landsbyggðinni?

Frjálslyndir eru búnir að hamra á þessu óréttláta fiskveiðistjórnunarkerfi frá upphafi lífdaga sinna. LOKSINS hafa vísindamönnum tekist að sannfæra ráðamenn um þetta kerfi virkar ekki.

Í annari mbl frétt segir:

Í samræmi við tillögur Hafrannsóknastofnunarinnar verður þorskafli næsta fiskveiðiárs skorinn niður um 63 þúsund tonn eða úr 193 þúsund tonnum í 130 þúsund tonn.

Þetta er gríðarlegur niðurskurður! Ekki veit ég hvað gerist eftir þetta, en Einar K. minnist á olíuhreinsunarstöð og við íslendingar ætlum að fara í olíuleit!?! Honum skortir ekki bjartsýnina honum Einari, að finna olíu í svona ungu landi.

Eins segir í fréttinni:

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, segir að sjávarútvegsráðherra hafi staðið frammi fyrir erfiðri ákvörðun. Segir Ingibjörg Sólrún að ákvörðunin sé ekki sársaukalaus og að ljóst er að bæði byggðalög og einstaklingar eiga eftir að verða í erfiðari stöðu vegna hennar.

Segir hún mótvægisaðgerðir þær sem gripið verður til bæði skammtímaaðgerðir og langtímaaðgerðir.

Sem betur fer eru vinstri menn með stjórnartauminn núna, ég er ekki viss um að neitt nema tóm orð hefði komið út úr Framsóknarmönnum.

En Frjálslyndi flokkurinn hafði á réttu að standa með þetta blessaða kerfi! Þetta verður að endurskoða og það sem fyrst!


mbl.is Þorskkvótinn verður 130 þúsund tonn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Eggertsson

Sæll Guðsteinn Haukur.

Ef ég segi; sjórinn er fullur af fiski, -þá er það væntanlega vegna þess að einhver sjómaður hefur verið að veiða á slóð þar sem mikill afli hefur fengist.  Hafró er með kenningar uppi um viðgang stofnins sem hafa ekki staðist tímans tönn.  Hafró getur ekki sagt okkur hversu margir fiskar eru í sjónum, þeir geta ekki sagt okkur hversu marga fiska sjórinn í kringum Ísland ber, þeir vita ekki upp á hár hvaða orsakaþættir stjórna nýliðun þorskstofnsins, þeir vita ekki hvað þorskurinn étur -hversu mikið, hvar og hvenær.  Sjórinn er fullur af fiski, -veiðum fiskinn.

Við í Frjálslynda flokknum viljum leggja kenningar Hafró til hliðar í bili og auka aflaheimildir þorsks í 260 þús. tonn.

Kjartan Eggertsson, 6.7.2007 kl. 13:41

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk kærlega fyrir þetta Kjartan, þetta vissi ég ekki og gott er að fá svona beint í æð frá manni í Frjálslyndaflokknum, en hrós eigið þið skilið fyrir að gagnrýna þetta kerfi í áraraðir!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.7.2007 kl. 14:12

3 Smámynd: Linda

  ég fæ græna þegar ég fer að pæla í kvótanum "það eins sem ég veit er þetta "kvótinn hefur verið misnotaður"

Linda, 6.7.2007 kl. 18:21

4 Smámynd: Janus Hafsteinn Engilbertsson

Ég vil þakka þér Kjartan, fyrir orð þín. Þau eru eins og töluð úr mínum munni. Og ég er ykkur Frjálslyndum algjörlega sammála um það að við eigum að veiða meira en minna. Já, 260 þúsund tonn, því sjórinn er fullur af þeim gula sem er í ætisleit, og ætið er lítið og ekkert, þess vegna er það heimska að ætli sér að friða hann í þeirri von að hann fjölgi sér.

Þegar ég var skipstjóri og hafði mitt fiski nef, þá setti maður samasem merki við því, að nógur fiskur væri í sjónum, þegar allir og allstaðar voru að fá þann gula. Maður þurfti ekki aðra mælistiku. Enda er það sem hefur verið að gerast á miðunum við Íslandsstrendur, og eins og í vetur þá var landburður víða. Þó sérstaklega við Breiðafjörð, þar sem menn höfðu ekki séð annað eins magn af fiski í 50 ár. Og sem dæmi fékk einn bátur 50 tonn í átta gauðrifnar trossur.

En hvar voru fiskifræðingarnir þá? Voru þeir þá að rýna í gögnin úr úreltu togararallinu?

Guðsteinn, gott að heyra að þú ert okkur Kjartani sammála um haldleysi kvótakerfisins og ráðgjafar Hafró. Kær kveðja, Janus.

Janus Hafsteinn Engilbertsson, 7.7.2007 kl. 02:16

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Haukur, olíuhreinsunarstöðin átti/á ekki bara að hreinsa olíu ef og þegar við finnum hana - það var að sjálfsögðu planið að flytja inn olíu til vinnslu, en ekki bara að byggja hreinsistöð og treysta á að finna olíu sem fyrst.

Ingvar Valgeirsson, 8.7.2007 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 587929

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband