Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Hættulegar skoðannir kristinna

eldingarMikið er þrasað um trúaða þessa daganna, sérstaklega í skugga merkilegustu prestastefnu sem hefur verið haldinn um daganna. Mér virðist að þegar ég skoða aðrar blogsíður þá er mörgum það mest í mun að koma höggi á trúaða og kristin gildi. Það að við kristnir dirfumst að hafa aðrar skoðannir en hin réttpólitíski almúgi er greinlega svívirða. Kristnum er greinilega ekki frjálst að hafa sínar eigin skoðannir og sannfæringu. Við fáum endalaus nafnaköll og níðskrif af jafnvel fólki sem kennir sig við Krist, en hefur ekki opnað biblíu í háa herrans tíð. Það sést nú bara á skrifum þeirra.

Við erum sökuð um að setja okkur á háan hest, erum hrokafull, tölum niður til fólks og svona mætti lengi telja. Ég segi fyrir mig að ég er hættur að kippa mér upp við svona ásakanir, það lýsir þeim best hvort eð er sem láta svona útúr sér.

En kannski hef ég misskilið eitthvað og er bara að væla og vorkenna sjálfum mér. Kannski er þetta rétt hjá öllum hinum og ég og trúbræður mínir erum haldnir slíku hatri og fordómum að við ættum í raun að hverfa af þessari jörð. Kannski hef ég misskilið orðin “lýðræði”, “málfrelsi” og “skoðannafrelsi”. Þessi orð eru óþekkt hjá fólki sem virðir ekki annara skoðannir, eins og ég hef orðið vitni að aftur og aftur, hér um bloggheima.

En vei mér fyrir að hafa aðra skoðun en aðrir, vei mér að fylgja sannfæringu minni og fylgja orði Guðs ! En ég veit hver minn dómari verður þegar að því kemur og hans dómur verður réttlátur. Eina sem ég get huggað mig við er Guðs orð, og það tvíeggjaða sverð sem það er.

Ég bið fyrir ykkur öllum ! Og megið þið kynna ykkur Guðs orð áður en þið gagnrýnið það !


Þetta kallar á íbúakosningu !!

helguvikLýðræðið yrði fótum troðið ef það verður ekki íbúakosning um álver í Helguvík, það yrði gert lítið úr Hafnfirðingum ef þetta nær fram að ganga þegjandi og hljóðalaust. Ég skora á suðurnesjamenn að kalla fram íbúakosningu! 

Mig sárnar að sjá mína heimbyggð lagða í rúst !! Miklu nær væri að skoða Húsvík sem kost framar en þennan, norðlendingar myndu græða miklu meira á því en suðurnesjabúar ! 


mbl.is Hitaveita Suðurnesja og Norðurál undirrita orkusamning vegna álvers í Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of einangruð...

Það er auðséð að Árni Johnsen hefur salsað til samúðaratkvæðum, þrátt fyrir mörg tæknileg mistök fyrir og eftir kosningarbarráttuna. Úffff... voðalegt gullfiskaminni hafa íslendingar.

En í síðustu grein minni talaði ég niður til frjálslyndra, kallaði þá rasista og ég veit ekki hvað. ÉG hér með dreg þau orð til baka og bið þá auðmjúklega afsökunar. Ég er búinn að kynna mér betur stefnu þeirra , þeir taka vel á málunum og á heimasíðu þeirra stendur:

Frjálslyndi flokkurinn mun þó beita sér fyrir að undanþága sú, sem samið var um í EES-samningnum, varðandi innflutning verkafólks frá aðildarlöndum EES, verði nýtt og innflutningur takmarkaður, í samræmi við ákvörðun íslenskra stjórnvalda.

Gott mál, en ástæðan fyrir orðum mínum er að þeir hafa aldrei bent á neinar lausnir, það er ekki nóg að garga að eitthvað sé vandi og koma ekki með neina tillögu til lausnar. En LOKSINS hef ég fundið hana og tala ekki svona aftur.


mbl.is D-listi með 55,5% fylgi í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhverju gerist þetta alltaf?

Svona korter fyrir kosningar tekst sjálfgræðismönnun alltaf að rétta af kútinn, en það athyglisverðasta við þessa könnun er að Ómari Ragnarssyni hefur tekist að gera út af við framsókn og frjálslynda.

Íslandshreyfingin fengi 5,4 % atkvæða. Framsóknarflokkurinn fengi 4,5% atkvæða og Frjálslyndi flokkurinn 3,9% atkvæða.

Flott hjá Ómari !  Smile Framsókn er risaeðla sem á fyrir lifandis löngu að vera útdauð, Frjálslyndi fasistaflokkurinn á ekkert erindi inná þing lengur eftir að þeir opinberuðu kynþáttahatursstefnu þeirra. Samfylkingin bætir lítillega við sig, þökk sé landsfundinum, alltaf þegar stjónmálaflokkar halda landsfund þá bæta þeir við fylgi sitt. Vinstri-grænir virðast óbreyttir, enda hafa þeir haldið kjafti um netlöggur og annan ófögnuð.

En allt sem hér er sagt er bara mín skoðun og enginn þarf að vera sammála mér. Wink Sérstaklega í ljósi þess að mér finnst flokkarnir hafa lítið til brunns að bera og má segja að mér finnist vera stjónmálaflokkakreppa í landinu. Ég veit ekkert hvern á að kjósa í vor ... 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur bætir við sig þingmanni í Reykjavík suður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karlmenn - hvernig á að koma fram við konur

Þetta er skrifað til karlmanna sem gleyma stundum hvað það er mikilvægt að rækta ástina við konu sína.

Ekki gleyma ...

... að hún er jafningi þinn frammi fyrir Guði og mönnum.
... að hún sama rétt og þú í öllum málum.
... að hlusta á hana.
... að virða hennar sjónarmið.
... að skilja hana.
... að skilja þarfir hennar.
... að hrósa henni.
... að elska hana.

rosKonan er ekki brothætt ker sem þarf að vernda, hún er kóróna lífs þíns og ber að virða hana sem fjársjóð sem á ávalt að bæta í, gefðu henni annarslagið hluta af sjálfum þér, opna þú þig fyrir henni og mun hún mun opna faðm sinn fyrir þér.

Konan er ekki eign þín eða verðlaunagripur, það er hún sjálf sem kýs að vera með þér, gleymdu því ekki. Útlit er ekki allt, útlit er rós sem fölnar, horfðu ekki bara á það eins og aðrir karlmenn. Það er andi hennar og sál sem eilíf, þegar þú sérð það þá þarftu enga aðra, enda er það sál hennar og andi sem yfirvinna ást þína, ekki útlitið.

Að lokum, elskaðu konu þína eins og sjálfan þig.  Heart

 


Hroðaleg þróun!

warÞessi frétt sannar að boðskapur öfgamúslima er farinn að fá byr undir báða vængi ! Tyrkland, sem rembist við að fá aðgang að ESB á undir högg að sækja með sína eigin þjóð. Boðskapur Bin Ladens og fleiri öfgamanna hefur greinilega haft sín áhrif og höfðað til þjóðernishyggju trykja. Því er verr og miður að svona öfgahópar skuli hafa svona geigvænleg áhrif. Þetta setur jafnvel spurningarmerki við hverjum við hleypum inn í landið okkar!?

En sem betur fer erum við aðilar að Shengen samkomulaginu, með því er hægt að stöðva "óæskilegar" persónur, (eða hvað á að kalla það) inní landið. Samskonar áras var gerð á kristnabókabúð á Gaza nýverið, ég segi fyrir persónulega, ég þori ekki að ferðast um þessi lönd á meðan hatur múslima til vestrænna ríkja er svona heiftarlegt. Ég tala nú ekki um að Ísland lagði blessun sína yfir þetta ógeðslega íraksstríð ! Múslimar vita flestir hverjir eru með og á móti þessu stríði,  og hika ekki við að láta skoðun sína í ljós.

Bænir mínar eru hjá þeim vesturlandabúum, sem dvelja á þessu svæði, og búa við þá ógn að vera skotinn niður eða pyntaður, einungis vegna þjóðernis eða skoðanna og vona ég að þetta leysist á sem farsælasta hátt. Einnig bið ég fyrir fjölskydum og vinum fórnarlamba þessa voðaverka.

Með Guðs blessun. 


mbl.is Kristnir Tyrkir óttast vaxandi þjóðernishyggju í landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var þessi mynd photoshopuð áður en hún var sett inní fréttina?

LoL Þessi mynd er bara argasta snilld! Mér er spurn hvort hafi verið átt við hana áður en moggamenn settu hana inn ... hehehehe ... það hefði ég gert að minnsta kosti.  Devil

En sem fyrverandi íbúi Kanada þá er ég stoltur að sjá svona framtak !


mbl.is Sala á glóðarperum væntanlega bönnuð í Ontario
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er skírn?

Þetta atriði hefur verið þrætuepli kristinna manna í árþúsundir. Ég legg ekki dóm á það sjálfur hvað er rétt í þessu, hver og einn verður að gera upp við sig hvað hann eða hún telur best.

En í dag eru til nokkrar kenningar um skírnina, en aðallega þessar tvær sem ég tel hér upp, aðrir trúarhópar hafa tekið upp eigin kenningar um skírnina sem ég minnist seinná á í þessum pistli:

  1. Barnaskírn, eins og alkunna er notar þjóðkirkjan þetta og telur að barninu sé tryggð himnavist sé skírnin framkvæmd. Þessi leið er rökstudd með versum eins og Lúkasarguðspjall 18:16 "En Jesús kallaði þau til sín og mælti: ,,Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því að slíkra er Guðs ríki." Fermingin er svo staðfesting barnaskírnarinnar, þá segja þjóðkirkjunarmenn að barnið sé nógu gamalt til þess að taka afstöðu sjálft hvort það vilji tilheyra kristnum söfnuði eður ei. Þessi leið er aðallega notuð af kaþólikkum sem og Lútherskum söfnuðum.

  2. Afstöðuskírn/niðurdýfingarskírn, þessi skírn er aðallega notuð af trúfélögum sem teljast til hvítasunnuhreyfingarinnar (Penecostle Church), þeir segja að skírnin sé afstaða sem fullþroskaður einstaklingur eigi að taka sjálf/ur, þeir blessa smábörn til þess að tryggja himnavistina. Eftir að þessi börn eru vaxinn úr grasi þá geta þau sjálf tekið afstöðu hvort þau skírast eða ekki. Þess vegna eru þessar hreyfingar ekki með fermingu.

Þegar Marteinn Lúther og aðrir siðbótarmenn á 16. öld endurskipulögðu kirkjuna afnumu þeir ferminguna sem sérstakt sakramenti því þeir töldu hana skyggja á skírnina sem fullkomna leið til samfélagsins við Guð. Hins vegar vildu þeir efla trúrækni og helgihald barna og unglinga og notuðu tækifærið til að tengja uppfræðslu í kristinni trú við undirbúning undir fermingarathöfn og meðtöku heilags kvöldmáltíðarsakramentis við guðsþjónustu í söfnuðinum. Marteinn Lúther samdi "Fræðin minni" til þess að auðvelda fræðslu í grundvallaratriðum kristinnar trúar. Áður höfðu prestar kannað kunnáttu sóknarbarna sinna með samtölum um synd og fyrirgefningu áður en gengið var til altaris. Í lútherskum sið varð það að venju að unglingar gengju ekki til altaris fyrr en við fermingarathöfnina eða strax að henni lokinni og er svo enn hér á landi.

En þá er stóra spurningin? Eru til aðrar leiðir en þessar tvær?

Já, þær eru til. Þær ganga útá sama hlutinn efnislega séð en eru róttækari en flestir sem þekkja til Guðs orðs eru vanir.

  1. Jésú skírn, þau rök að Jésús er Guð eru notuð til þess að réttlæta að skíra einungis í Jésú nafni, ekki samkvæmt:Matteusarguðspjall 28:19"Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda". Heldur einungis í Jésú nafni. Þessi leið er kennd við konu sem kölluð var: "Sister Hicks", sem gekk skrefinu lengra í sínum kenningum og eru söfnuðir á Íslandi sem fylgja/aðhyllast hennar kenningar Betanía og Krossinn.

  2. Bókstafsskírn, ég hef rekið mig á nokkra söfnuði sem kenna svokallaða bókstafsskírn, hún felst í því að þú telst ekki frelsaður/lifandi trúaður fyrr en þú tekur skírnina og þá niðurdýfingarskírn. Þeir taka bókstafinn framar en persónulegt samband við Guð.

En hvað er þá rétt í þessu? 

Ef við tökum fornt rit eins og Didache, sem er regkugerðarrit kristinnar manna til marga alda, í því ber að geyma þá reglugerð sem hefur mótað skírnir allra trúfélaga. Í því stendur um skírnina:

baptismConcerning Baptism. And concerning baptism, baptize this way: Having first said all these things, baptize into the name of the Father, and of the Son, and of the Holy Spirit, in living water. But if you have no living water, baptize into other water; and if you cannot do so in cold water, do so in warm. But if you have neither, pour out water three times upon the head into the name of Father and Son and Holy Spirit. But before the baptism let the baptizer fast, and the baptized, and whoever else can; but you shall order the baptized to fast one or two days before.

Þarna stendur skýrt hvernig eigi að haga sér í þessu, hver sem afstaða ykkar er og hvaða kirkju sem þið tilheyrið, þá er skírnin stórkostleg athöfn hvernig sem hún er borinn fram. Ég ætla ekki að segja hver hefur rétt fyrir sér í þessu, enda væri það hrokafullt, en ég tala til þeirra sem ekki eru skírðir, og hvet þá til þess að skoða málið til hlítar áður en endanleg afstaða er tekinn.

Guð blessi ykkur öll !


Auglýst eftir karlakirkju !

Ég hér með auglýsi eftir karlakirkju, veit einhver um slíkt? Konur hafa Aglow, þar vinna þær ótrúlega gott starf. En ég veit ekki til þess að það sé til eiginlegar "karlahópur" svona eins og Aglow. Ég myndi vilja sjá félagsskap karlmanna þar sem þeir geta rætt sín vandamál við aðra karlmenn. Rétt eins og kvennahópar, við karlar erum ekki nógu duglegir við hittast og ræða okkar vandamál, konur hins vegar gera sér grein fyrir ófullkomleika sínum og geta rætt sín á milli, við hrokafullu karlarnir eigum það til að berja okkur á brjóst og telja allt í himnalagi, á meðan krumar neðan í okkur innbæld reiði kannski og önnur vandamál.

Ef svona er til, endilega látið mig vita ... á ekki annars að vera jafnrétti í landinu? hehehehe ...  Wink

Síðasta bloggið ...

Ég verð því miður að hætta að blogga eða taka mér frí frá því. Það er alls óráðið hvort það verður, ég er í krefjandi vinnu og er einnig þátttakandi í öðrum vefmiðlum, svo er ég einnig með fjölskyldu og vil ég alls ekki að bloggið bitni á þeim. Ég veit það ekki ... kannski er þetta skipulagsleysi að minni hálfu... en hverju sem því líður vil ég þakka öllum áhugan og innlitinn hjá mér. Ég sé til hvort ég held áfram en ég tek mér frí frá og með deginum í dag og sé svo til hver lokaákvörðunin verður.

Guð blessi ykkur öll !


« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 588365

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband