Guðsteinn.is - mín eigin heimasíða kominn í loftið!

Ég var ásamt góðum vini mínum að setja upp heimasíðu. Hún á eftir að gegna þeim tilgangi að vera eins konar portfolíó fyrir mig og kem ég til með að nota hana til þess að koma mér á framfæri.

Arnar Geir Kárason er sá sem hjálpaði mér hvað mest við þetta, hann á og rekur fyrirtækið A2.is og er heimasíðan keyrð á kerfi frá honum. Cool Útlitshönnunin var algerlega mín en Arnar sá um mest alla forritun og að setja inn kerfið og er ég honum eilíflega þakklátur.  Joyful

Hér er skjámynd af síðunni fyrir þá sem nenna ekki að smella á þennan link sem leiðir þig inná guðsteinn.is. Ég keypti nefnilega lénið með íslenskum stöfum, sem þýðir að það er hægt að slá inn bæði: http://gudsteinn.is og http://guðsteinn.is - mér fannst þetta gefa nafni mínu meiri brag! Tounge

sida_916391.jpg
 

 Ég vona að þið fylgist með þróun þessa vefseturs, ég læt svo vita hver framþróunin verður.  Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guðsteinn : Hvað á maður að gera ef maður hatar sjálfan sig?

Á maður þá að hata náunga sinn?

Björn I (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 02:45

2 identicon

En afsakaðu annars átroðninginn.

Ég vil óska þér til hamingju með þitt eigið lén.

Og takk fyrir linkana á vefsíðu þinni, ég er strax farinn að lesa mér til.  Ég hafði ekki hugmynd um tilvist saltks.is svo dæmi sé tekið.

Sjálfur var ég með eigin vefsíðu fyrir mörgum árum síðan, auk þess sem ég hélt úti öðrum vefsíðum sem gögnuðust fólki.  Meira að sega vinur þinn Jón Valur birti eitt sinn grein af minni vefsíðu :)  Svona er heimurinn nú lítill.

Björn I (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 02:51

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Björn - nei, þú átt ekki að hata neinn, allra síst sjálfan þig. Hver manneskja er einstök og hefur eitthvað fram að bjóða, það er bara að koma auga á hvað það er.

Og takk fyrir árnaðaróskirnar, kæri Björn, en hver var þín vefsíða?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.9.2009 kl. 05:42

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn minn

Af hverju heitir ekki síðan Haukur.is  Ég er glöð að síðan fékk nafnið Guðsteinn.is því það er flott nafn. Þú skilur djókið á bak við þetta innlegg :-) Vertu alltaf guðsetinn.

Guð blessi þig og varðveiti

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.9.2009 kl. 12:22

5 Smámynd: Flower

Flott síða.

Flower, 30.9.2009 kl. 13:23

6 identicon

guð og steinn!   Flott nafn

kveðja

Brúnkolla (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 19:07

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Rósa - haukur.is er ekki eins sérstakt! Eigum við ekki bara að segja að þú hafðir rétt fyrir þér í þeim efnum. 

Flower - takk!

Brúnkolla - ég þakka fyrir!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.9.2009 kl. 20:11

8 Smámynd: Mofi

Til hamingju!   Flott síða

Mofi, 1.10.2009 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 588283

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband