Af hverju halda aðventistar að jörðin sé 6000 ára gömul?

Margir sem hafa rætt við aðventistann Mofi/Halldór Magnússon hafa orðið vör við staðfestu hans við þá kenningu að jörðin sé aðeins 6000 þúsund ára. En af hverju stafar þessi staðfasta trú þeirra?

Aðventistar
Ég fór á stúfanna og fór að rannsaka þá, og fann nokkrar staðreyndir um þessa hreyfingu sem eru afar athyglisverðar. Þeir byggja meginstoðir trúar sinnar á boðskap Ellen G. White (1827-1915) – spámann/konu þeirra. Út frá henni byggja þeir margar kenningar sínar eins og t.d. með aldur jarðar og fleiri atriði.

En hver var þessi Ellen G. White?

ellen G WhiteAðventistar eru sannfærðir um spámannlegt vald Ellen G. White. Hún ritaði margar bækur um heilsusamlegt líferni og helgi Sabbatsins. Eftir andlát eiginmanns hennar; aðventistaprestsins James Springer White (1821-1861) þá varð hún leiðtogi sjöunda-dags aðventista safnaðarins.

En af hverju er jörðin svona ung í þeirra augum?

Skýringin fyrir þessa miklu trú aðventista að jörðin sé 6000 þúsund ára gömul er einmitt vegna Ellen G. White og það sem er um hana ritað. Úr bókinni: Óvæntar staðreyndir um sögu jarðar eftir Harold Coffin. (Bókaútgáfan Fell. Reykjavík. 1978.) Stendur eftirfarandi og skýrir ýmislegt varðandi þessa kenningu:

„Mósé og Ellen G. White fengu að sjá upphafssögu jarðarinnar í sýn og bæði hafa þau ritað það sem þau sáu. Í vissum skilningi er þetta eina frásögn "sjónarvotta" sem við höfum um sköpunina. Ellen White veitir samfellt víðsýni yfir sögu jarðarinnar frá upphafi til enda. Hún gerði sér grein fyrir því af því sem hún sá að jörðin var 6000 ára gömul."

 

looking_down_on_earth.jpgHver er þá mín afstaða?
Þjóðkirkjan ásamt mér sjálfum trúum ekki að jörðin sé svona ung, heldur viðurkenni ég þróun og lít ég svo á að Guð er ekki upphafinn yfir slíkt verk. Að mínu mati er jörðin margra milljóna ára og haldast vísindin hönd í hönd við skaparann sjálfann. Annars er  ekki hægt að útskýra tilvist risaeðlanna og fleiri atburða í sögu þessarar plánet á vitrænan máta nema að taka tillit til vísindanna. Guð er snilldar hönnuður og trúi ég að hann hafi útbúið þessa þróun og hafa mennirnir nýlega uppgötvað hana.

Ellen „greyið“ White hafði sem sé rangt fyrir sér að mínu mati, og tel ég hana sem og aðventista hafa rangt fyrir sér. Þeir kunna að segja við mig að ég sé trúlítill eða eitthvað á þá leið, en sköpunarsöguna lít ég sjálfur á sem fagurfræðilega leið til þess að útskýra fyrir bronsaldarmönnum hvernig heimurinn varð til. Sumu á ekki að taka bókstaflega því annars værum við illa stödd.

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Sindri Guðjónsson byrjaði líka að efast um Biblíuna og Guð, sagði að ekki væri allt satt og rétt og hann er í dag meðlimur í Vantrú,(hann var unglingaleiðtogi hjá Snorra í Betel). Það kæmi mér reyndar ekkert á óvart að þú minn kæri yrðir með trú og tíma meðlimur í "móðurkirkjunni". Ekkert slæmt við það???? 

Af gnægð hjartans mælir munnurinn, og af orðum þínum muntu sýknaður og af orðum þínum muntu sakfelldur verða. En sæl eru augu yðar að þau sjá og eyru yðar að þau heyra. Beð blessed.

Aðalbjörn Leifsson, 26.9.2009 kl. 07:04

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Til hamingju með þessa jarðbundnu og frábæru grein.  Viðtokur hins Kristna Semetista Aðalbjarnar eru skrítnar, þar sem ljóst er að gyðingar t.d trúa þessu ekki.  Kirkjufeðurnir Justin Martyr, Clement af Alexandriu, Origen, og Augustinus, gerðu það ekki. Raunar gera það fæstir Kristnir, enda verða þessi "vísindi" almenn fyrr en um 1960, með tilkomu sköpunar hreyfingarinnar.

Þa var erkibislupinn James Ussher, sem reiknaði út aldur jarðar eftir ættartölum biblíunnar á miðri 16. öld og fann út að hún hafi fæðst: 23. Október 4004 fyrir krist. (Um það bil sem menn byrjuðu að stunda landbúnað á Bretlandi)

Engin tekur þetta alvarlega, þótt kristnir trúi því að Guð hafi skapað Jörðina. Litið er á söguna sem allegóríu.

Er einhvern hótunar og vandlætingartón að finna í orðum Aðalbjarnar? Allavega eru þau svo torræð að það er ekki óvarlegt ætla. Kærleikurinn og umburðarlyndið samt við sig á þeim bæ. "Móðurkirkjan"? Er það hin Kaþólska Kirkja, vinar hans JVJ?

Ég bíð spenntur eftir umræðum hér. Kristnir eru margir í klemmu með biblíuna sína. Þar sem hún boðar ofbeldi og algert siðleysi og grimmd, þá eru það myndlíkingar, sem verði að lesast í einhverju ótilteknu samhengi, en þegar svo ótrúlegustu sögurnar eins og sköpunarsagan og Nóaflóðið ber á góma, þá er það bókstaflegt. Svo eru aðrir sem líta á þetta akkúrat öfugt.

Er jörðin 6000 ára? Er Biblían myndlíking? Er hún orð Guðs óhaggað, eða er þetta skáldskapur og uppspuni af mönnum gerður? Flest bendir til þess síðasta. Allavega verða menn að útlista hvaða nálgun þeir hafa við bókina. Það er ekki val um margt.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.9.2009 kl. 08:11

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svo er það spurningin: Þurfa menn Biblíuna til að trúa á æðri forsjá? Þurfa þeir að gleypa hana alla af því að í henni eru meint siðferðisboð, sem byggja á jafn eðlilegum hlutum og að Drepa ekki, júga upp á samferðarmenn þína, stela og vera ótrúr maka?  Vera öðrum eins og maður telur vænst að aðrir séu manni sjálfum?  Þarf mannskepnan að hengja þau boð á ískápshurðina til að klikka ekki á því í amstri dagsins?

Er eitthvað fleira vitrænt þarna? 

Það er allavega ljóst að frasinn "Survival of the fittest" er ekki algilt norm í mannlegu samhengi eða í dýraríkinu. Það höfðar ekki til styrks og barbarisma, heldur eiginleika, sem eru lífi til framdráttar við gefnar umhverfisaðstæður. Það hefur verið öllum vísindamönnum ljóst að á mannlegu hliðinni er frasinn "Survival of the nicest." jafnvel mikilvægari. Já og í dýraríkinu líka. Að vernda sína sér til afkomutryggingar.  Sumt eðlisbundið, eins og ástin á afkvæmum, ættingjum og mökum, annað lært í tímans rás.

Menn flytja á milli sín vitneskju um hvað hafi reynst þeim vel og hvað hafi reynst þeim miður. Það ætti að vera flestum ljóst í hvaða kategoríu trúarbrögðin falla þar.

Það þarf enginn að vera í klúbbi til að vera góður. Það þarf enginn að trúa því, sem enginn fótur er fyrir til að eiga lífsrétt.  Menn geta ekki sett mönnum skilyrði eða hrætt hvorn annan til samfélagstryggðar. Þeir geta gefið ráð til barnanna sinna, byggð á eigin reynslu. Gert með sér samkomuklag um tilhögun og reglur. Enga tilvísun þarf í yfirnáttúru. (vísa í skilgreiningu trúar í Hebreabréfi 11)

Jón Steinar Ragnarsson, 26.9.2009 kl. 08:39

4 identicon

Jörðin er væntanlega miklu eldri eins og vísindin geta sýnt fram á .

Það sem Aðventistarnir eru að meina og fleiri bækur styðja að það er að "menningin" eða mannlífið hafi byrjað fyrir 6000 árum.

Það eru til fræði sem vilja meina að fyrir um 6000 árum hafi komið hingað til jarðar nokkur ólík menningarkerfi utanfrá úr geimnum.

=Við þróuðumst ekki frá öpum hér á jörðu.

Þar sé komin útskýringin á kynþáttunum hvítir,blökkumenn, kínverjar ofl.

Þessu til sönnunnar mætti nefna pyramídann mikla í Egyptalandi.

Slík verk-þekking og kunnátta hefur ekki getað verið á færi fólks á þeim tíma heldur hefur sú þekking komið á einhvern hátt utanfrá.

Enn í dag eru gestir úr geim að heimsækja okkur og skilja nú eftir sig allkyns munstur á korn-ökrum út um allan heim.

Auðvitað hafa þessir "geimgestir" haft miklu meiri áhrif á söguna í gegnum tíðina heldur en vísinda/sögumenn vilja viðurkenna.

Jón Þórhallsson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 09:17

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég hef ekki hugmynd um hvað jörðin er gömul. Ég hef aftur á móti mjög góðar minningar um aðventista síðan þeir ráku Frækornið á Skólavörðustígnum.  Þar fræddist ég um hreyfinguna og að einhverju leyti um kristindóm og er sannfærður um að þessi söfnuður hefur margt gott látið af sér leiða bæði hér og um víða veröld. Mér þótti leitt þegar söfnuðurinn klofnaði en það var þó engin óvild.

Sigurður Þórðarson, 26.9.2009 kl. 09:53

6 identicon

Hvað ætla trúaðir að gera... það er orðið alveg ljóst að guð kom ekkert nálægt einu né neinu... það gengur ekki upp að skipta um skoðun og segja að guð hafi skapað þróun.. það er tímabært að allt hugsandi fólk geri sér grein fyrir því að ekkert er til sem getur kallast guð... að fólk geri sér grein fyrir því að verðlaunin og ógnirnar í trúarbókum eru út í hött.. stjórntæki sem nærist á sjálfselsku og hræðslu.
Það er tímasóun að standa í því að trúa á eitthvað sem er klárlega ekki til... hvernig er hægt að láta sér líða "betur" með sjálfsblekkingum...
Ég veit að þegar ég hrekk upp af... þá er ég dauður, thats it, hvers vegna getið þið ekki gert það sama... hvernig getið þið lifað með hughreystandi lygum sem eru svo einfaldar og barnalegar að... well maður getur ekki annað en farið að hlægja... ef það væri ekki fyrir þær hörmungar og misrétti sem þetta kostar mannkynið

The Cell.. fyrir þá sem vilja fræðast
http://doctore0.wordpress.com/2009/09/25/the-cell-the-hidden-kingdom/

Að trúa á yfirnáttúru er að vanvirða sjálfa(n) sig.. að svíkja sjálfa(n) sig.

DoctorE (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 10:11

7 identicon

P.S. Trúaðir sem halda í unga jörð og alheim, gera það vegna þess að um leið og við erum farin að tala um milljónir eða billjónir ára.. þá liggur það ljóst fyrir að lífið hefur þróast í það sem það er í dag.
~6000 þúsund ár gera slíkt ómögulegt.. nema ef galdrakarl hafi töfrað allt dæmið upp.
That's why they cling to lie.. en lygar eru og verða lygar.. þær munu ekki gefa þér neitt nema falskar vonir með að fá það sem þú getur ekki fengið.
The end

DoctorE (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 10:28

8 Smámynd: Birgirsm

Ég berjast skal á móti Bandaríkjaher,
   
en bara ef það hentar mér.
    
Svo þvæ ég mínar hendur og þvílíkt af mér sver,
   
ef það er það sem hentar mér.
   
Ef blökkufólkið sveltur, til bjargar strax ég fer,
   
en bara ef það hentar mér.

  
Ef Amnesty er málið, í Amnesty ég fer,
    
það ágætlega hentar mér.
   
Þar örlátur ég borga og eiðstafinn sver,
   
sú ímynd hún hentar mér.
    
En ef blettur á þá fellur, þá burt ég rokinn er,

bara ef það hentar mér.

     
     Bara ef það hentar mér,
                        
     bara ef það hentar mér.
           
     Ég er mjúkur á manninn,
          
     en í borðið svo ég ber,
     
     bara ef það hentar mér.

  
Ég sit með augun opin og sitthvað fyrir ber,
   
ég sé það sem að hentar mér;
   
svo hlusta ég á flest það sem hérna skrafað er
   
og heyri það sem þóknast mér.
   
Svo skil ég fyrr en skellur í tönnunum á þér,
  
ég skil það sem hentar mér.

     
     Bara ef það hentar mér,
                        
     bara ef það hentar mér.
           
     Ég er mjúkur á manninn,
          
     en í borðið svo ég ber,
     
     bara ef það hentar mér.

Þessi texti kemur óspart upp í hugann þegar ég heyri kristna einstaklinga afneita hinu og þessu úr "Heilagri Ritningunni".

Ef ég afneita "Sköpunarsögunni" er ég þá ekki búinn að afneita  1.Mósebók ?  og ef ég er búinn að afneita 1.Mósebók get ég þá tekið mark á hinum fjórum Mósebókunum ?

Hvar á ég að stoppa í afneituninni ?  Á ég nokkuð að hætta að beita útilokunaraðferðinni á Biblíuna "Á meðan að það hentar mér" að henda úr henni því sem mér finnst vera óþægilegt og leiðir ekki beint til neinna vinsælda hjá sjálfum mér meðal fólks sem ég umgengst ?

Smá spurning til þín í lokin Guðsteinn !

Ég geri ráð fyrir að þú trúir því að Guð reisi manninn til lífsins eftir dauðann..... Ef Guð hefur kraft til þess, er þá nokkur ástæða til þess að véfengja og efast um kraft hans til þess að skapa jörðina okkar á 6.dögum ?  

Er kraftur hans kannski ekki alveg svo mikill ? ..... 

Birgirsm, 26.9.2009 kl. 10:32

9 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Eins og venja er: Áhugaverð og "spennandi" færsla... vonandi taka margir þátt og skrifa áhugaverðar athugasemdir.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.9.2009 kl. 11:27

10 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Ég veit ekki betur en Mofi sé löngu búinn að hafna þessari kenningu um aldur jarðar. Mér skilst að rökhyggjumenn hafi þrátt fyrir allt náð til hans með þessa afkáralegu hugmynd.

En hann þráast við hvað þróun snertir auðvitað.

Kristinn Theódórsson, 26.9.2009 kl. 11:51

11 identicon

Þú ert trúmann að mínu skapi.

Það getur nefnilega verið átakanlegt hve trúaðir geta verið  einstefnulegir þegar kemur að hlutum sem þessum. 

Eina sem er eftir, er að kristintrúaðir blandi sinni trú ekki í námsefni grunnskólanna, byggið ykkar altari sjálfir og setjið starfsmenn guðs á launaskrá hjá ykkur en ekki mér.......fólk á að geða ráðið hvort það reykir, drekkur eða stundi trúarbrögð og skal það miðast við 18-20 ára eins og hver annar ósiður........ þá fyrst tek ég kristni í sátt...amen fyrir því!!!!

Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 13:05

12 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Það er fráleitt að ætla jörðina 6000 ára, maðurinn hefur öðlast þekkingu og visindin sýna okkur það, við höfum leitað svolítið langt út fyrir jörðina. Á hinn bóginn þá skapaði Guð alheiminn á 6 dögum ekki bara þennan eina vesæla hnött okkar eða skjátlast mér. En það vekur aftur upp spurningu, 6000 ár, var hann að experimenta með okkur, reyndar skiptir árafjöldinn ekki megin máli í þessari spurningu heldur staðreyndin um óravídd geimsins. Hvort sem er dett ég alltaf niður í sama farið, hann skapaði okkur í sinni mynd og hlýtur þá að hafa okkar breyskleika. Svo kannski var hann að testa sjálfan sig, hvað gerðist ef hann fjölgaði sér. Svo fór sem fór, ég get ekki ímyndað mér annað en að honum hafi fallist hendur og lokað hugmyndinni um fullkominn heim ofan í skúffu og læst með hengilás, horfst í augu við staðreyndir og snúið sér að öðru.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 26.9.2009 kl. 13:21

13 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Guðsteinn: Út frá henni byggja þeir margar kenningar sínar eins og t.d. með aldur jarðar og fleiri atriði.

Ég myndi nú segja að þeir byggi kenningar sínar um aldur Jarðar á biblíunni. Upphafsmaður kirkjunnar þinnar var til dæmis sköpunarsinni og sagði að þegar Móses sagði dagur þá þýddi það bara það.

Gerðist Nóaflóðið raunverulega?

En voru þá Adam og Eva ekki til? Er ekkert að marka ættartölurnar í Gamla og Nýja testamentinu?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 26.9.2009 kl. 13:34

14 identicon

Tara: Ertu virkilega að segja að það sé arkitektastofa guðs hljóti allann heiðurinn...... erum við sem sagt að tala um mann sem skilar illa unnu verki vegna starfsleiða???????? Getur umræddur starfsmaður leitað til stéttarfélags vegna ósæmandi vinnuumhverfis, eða vinnutíminn er of langur??????

Um að gera að persónuvæða guð!!!!! snjalt move

Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 13:41

15 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ég er Kristinn. Ég vil fylgja boðskap Jesú og reyna að lifa eftir því sem að hann leggur til. Lifa eftir þeim sannleika, þeim lögmálum sem að Jesú sagði okkur frá.

En það þýðir ekki að ég verði að trúa hverju orði í Biblíunni. Það þýðir ekki að ég geti ekki nýtt með þá heilbrigðu dómgreind sem Guð mér gaf, og hlustað á hjarta mitt. Það þýðir ekki að allt sem stendur í Biblíunni hafi verið skrifað með það í huga, að menn væru enn að túlka það allt sem nútíma sannleika 1700-2000 árum seinna.

Guð gaf okkur gagnrýna hugsun til þess að einmitt nota hana.

Bréf Páls til að mynda, eru skrifuð inn í ákveðna menningarheima. Þau eru svör við beiðnum frá fólki sem var að takast á við ákveðna erfiðleika og Páll lagði til lausnir á þeim. Hann var ekki endilega að alhæfa um allt fólk og allar aðstæður. Hann var að benda þeim á lausnir á þeirra eigin afmörkuðu vandamálum.

Ég þakka Guði fyrir Guðsteinn Haukur, að þú skulir hafa til að bera það hugrekki að þora að fylgja þeirri heilbrigðu skynsemi sem Guð þér gaf.

Jesú er kærleikur, sannleikurinn og lífið.

Hann boðaði það en ekki dómhörku og mannvonsku.

Baldvin Jónsson, 26.9.2009 kl. 13:52

16 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

En Gunnar ég tala í líkindum, eða nota orð heittrúaðra. Þetta er það sem þeir trúa, Guð er persónugerður. Ef að ég persónugeri hann, sé ég svo miklu betur alla gallana á frásögnum Biblíunnar. Jafnvel grimman föður sem elur upp börn sín með beltið á lofti. Og svo ætla ég að Guð sé eigandi stofunnar og margir verða leiðir á starfi sínu þó þeir hafi stofnað til þess sjálfir ;)

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 26.9.2009 kl. 13:59

17 identicon

Þegar menn tala um að hlusta á hjarta sitt í umræðu sem þessari er ég ekki viss um hvort menn meini það bókstaflega??????

Með þessu skilningsríka hugarfari Baldvin,,,Væriru til að kosta þín trúarbrögð sjálfur og öllum þeim sem vilja reka Guð EHF ?????? Hætta að skrá nýfætt barn, sjálfkrafa í trúarflokk móður, til þjóðskrá svo að hver klukkustund telju þegar ríkið borgar lionsklúbbnum ykkar eða sambærilega vitleysu sem ber einungis annað nafn(Krossinn,philadelfia,votta jehova)

Og hættu að bera boðskapinn upp á óhörnuð börn og seigja þeim afleiðingar við ósamvinnuþýðu við málstaðinn, sem eru endalausar kvalir í vítislogum...... börn eru nefnilega auðtrúa hræddar sálir!!!! þú hlýtur að skilja það.

Og þí kristnu mættu líka fara til afriku og leiðrétta kristna bræður ykkar sem dæma börn sem nornir og endar það oft illa... í versta falli dauða.......

fyrst við erum komnir á skilningsríka planið, þá hefuru :TO DO LIST:

Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 14:17

18 Smámynd: Mofi

Haukur, ég þakka heiðurinn :)

Ég tek undir með Hjalta að aðal ástæða fyrir þeirri trú Aðvent kirkjunnar að sköpunin hafi gerst á síðustu 10.000 árum er vegna Biblíunnar en það er ekki hægt að neita því að Ellen White hafði mikil áhrif á það líka. Þ.e.a.s. að hún skrifaði það beint um þetta atriði að fara að túlka t.d. dagana sem langan tíma var útilokað nema vera í beinni mótsögn við Ellen White.

Mín persónulega trú er að lífið sjálft er innan við tíu þúsund ára en að jörðin sem hnöttur ásamt alheiminum gæti verið eldri en samt aðalega að ég veit ekki fyrir víst aldur jarðarinnar.

Haukur
Þjóðkirkjan ásamt mér sjálfum trúum ekki að jörðin sé svona ung, heldur viðurkenni ég þróun og lít ég svo á að Guð er ekki upphafinn yfir slíkt verk

Sú þróunarkenning sem Háskólinn kennir er að tilviljanir og náttúruval bjó allt til; þar á meðal mannkynið. Um leið og Guð kemur eitthvað inn í myndina sem leiðandi afl þá er ekki lengur um þessa þróunarkenningu Darwins að ræða. Þeir eru svo grófir að Guð má ekki einu sinni hafa hannað eitt prótein í þessum heimi en ég tel nú að þú Haukur trúir að Guð hafi átt einhvern þátt í hönnun mannkyns ekki satt?

Hafa líka í huga að samkvæmt þróunardæminu þá er Guð að skapa í gegnum dauða og þjáningar; hann er að skapa í gegnum baráttu hins hæfasta til að lifa. Það fyrir mitt leiti hefur mikil áhrif á lyndiseinkun Guðs er.

Haukur
Annars er  ekki hægt að útskýra tilvist risaeðlanna og fleiri atburða í sögu þessarar plánet á vitrænan máta nema að taka tillit til vísindanna.

Miklu betra að skilja alls steingervingana sem leyfar syndaflóðsins. Það útskýrir gífurlegar fjöldagrafir, vel varðveitta steingervinga, engin ummerki um rof milli setlaga og að við finnum ekki steingervinga sem sýna tegundirnar breytast frá einni tegund yfir í aðra. 

Við megum ekki gera vísindin að einni túlkun gagnanna; vísindin er aðeins ákveðin aðferð til að öðlast þekkingu á heiminum í kringum okkur. Síðan komum við mennirnir og reynum að túlka þessi gögn og þessar túlkarnir geta oft verið mjög mislukkaðar.

Vinar kveðja :)
Halldór

Mofi, 26.9.2009 kl. 14:19

19 identicon

Tara: miss fire.... my bad

Sry. var aðeins of trigger happy!!!! Gleymdi að lesa túlkunina með hæðni/hroka eins og ég vona að aðrir túlki mín skrif þegar kemur að trúmálum....

Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 14:33

20 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Guð skapaði heiminn 23 Október, 4004  f.kr. samkv. útreikningum írska biskupsins James Ussher á 17. öld.

Það hefur síðan ekki verið hrakið í aðalatriðum og aðrir yfirleitt komið upp með svipaða tímasetningu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.9.2009 kl. 14:46

21 identicon

Ómar:

Bwahaha minnir mig á það sem kristnir menn segja.....

; þú verður að kunna að lesa biblíuna til að skilja hana:

Þvílík rökleysa ekki satt?

Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 14:53

22 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Gunnar ég er ekki hrokafull, bara haldinn þeim fj. að verða alltaf að kafa svo djúpt en næ aldrei til botns, þess vegna kemst ég aldrei að neinni niðurstöðu. Svo ég fer út í það að reyna að sálgreina okkar blessaða Guð ;) En mér finnst það sem fram hefur komið hjá Hauki og orð Ómars hér að ofan mjög merkilegt. Ef svona margir hafa komist að því og sannfærst um að heimurinn eigi sér svona stutta sögu hljóta þau að hafa mikið fyrir sér í því, eða túlka of bókstaflega, kannski eins og ég geri með Biblíuna, eða svamla hreinlega alltaf á yfirborðinu.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 26.9.2009 kl. 14:58

23 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Aðalbjörn - ljót eru orð þín og eiga orð mín ekki að koma neinum á óvart. Ég er aðeins að endurspegla mína eigin persónulegu trú og trú kirkju minnar sem er Lúthersk. Við getum aldrei fullyrt og ber að varast að segja: "þetta er svona og hinssegin og ekkert múður".

Þessi grein er ályktun mín út frá þeim sönnunum sem liggja fyrir, og gera lítið úr mætti Guðs og myndugleika að geta ekki skapað þróunina. Við í raun vitum ekki hvort þetta sé gert á sex dögum eða lengri tíma, því enginn voru vitnin að þessum atburðum sem flækir málið talsvert.

Og það að bendla mér við Vantrúarsöfnuðinn er þér til skammar! 

Jón Steinar - ég þakka góð orð, en Aðalbjörn á við "móðurkirkjuna" sem vantrú, ekki Kaþólsku kirkjuna, og ekki er ég á leiðinni í hana, ég er í Íslensku Krists Kirkjunni og er afar sáttur þar! Allt sem ég hef sagt hér ofar er út frá kenningum hennar og þær eru kenningarnar sem ég get sætt mig við.

Sigurður - þessi grein er ekki skrifuð sem óvild eða pirringur útí aðventista, alls ekki! Ég fór meira að segja með Mofi á samkomu hjá þeim í morgun og er þetta yndislegt fólk upp til hópa! Eina sem ég er að benda á er af hverju þeir trúa þessu og af hverju ég trúi öðru, það er allt og sumt.

BirgirSm:

Ég geri ráð fyrir að Guð hafi kraft til þess að skapa þróun, ég er ekki takmarka Guð á nokkurn hátt. Enda er þetta ályktun og eitthvað sem ég held, en þori ekki fullyrða.

Gunnar- þær eru þegar komnar, margar hverjar.

Kristinn - ég vildi að þú hefðir rétt fyrir þér, en hann trúir þessu enn.

Gunnar - sammála þarna!

Tara - það sem þú talar um er aðeins hægt að giska á, því ekki liggur þetta ljóst fyrir.

Hjalti - þú fullyrðir:

Upphafsmaður kirkjunnar þinnar var til dæmis sköpunarsinni og sagði að þegar Móses sagði dagur þá þýddi það bara það.

Hvar segir hann það? Ég var að tala við hann rétt í þessu og er hann sammála mér í þessari túlkun.

Gerðist Nóaflóðið raunverulega? 

Ég ætla ekki að fullyrða um það, en þær rannsóknir sem hafa verið framkvæmdar á jarlögum um miðjarðarhafssvæðið, benda sterklega til þess. 

En voru þá Adam og Eva ekki til? Er ekkert að marka ættartölurnar í Gamla og Nýja testamentinu?


Jú, en einhversstaðar brotnar hlekkurinn og það í kringum tíma Adams og Evu, allt sem kemur á eftir er að marka, og eru til margar heimildir fyrir því.



Baldvin Jónsson - ég þakka yndisleg orð, og er ég sammála hverju einasta orði sem þú segir! Sérstaklega þennan skynsamlega endir sem þú setur inn:

Jesú er kærleikur, sannleikurinn og lífið.

Hann boðaði það en ekki dómhörku og mannvonsku.

Amen!!!!! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.9.2009 kl. 15:08

24 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

"Við megum ekki gera vísindin að einni túlkun gagnanna; vísindin er aðeins ákveðin aðferð til að öðlast þekkingu á heiminum í kringum okkur. Síðan komum við mennirnir og reynum að túlka þessi gögn og þessar túlkarnir geta oft verið mjög mislukkaðar."

Þessi setning fer í Sögubækurnar Mofi. Mofology.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.9.2009 kl. 15:15

25 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Vel undirbúið hjá þér Guðsteinn Haukur.  

Tek líka undir með Baldvini.

Sem betur skaðar það engan að vera óviss hvenær jörðin er sköpuð. Það er "harmless" ..   Það sem aftur á móti er skaðlegt er sú afstaða fólks að líta á að það geti til dæmis notað setningar úr Biblíunni til að skaða aðra. 

 Ást/kærleikur er æðst alls og allt skal metið út frá því.  Sumir vilja ekki kalla kærleikann Guð, en það er líka allt í lagi, því að játa kærleikann er alveg nóg.

Ekki ímynda ykkur að Guð viti ekki hverjir eru góðir og hverjir ekki. 

Minni enn og aftur á söguna um miskunnsama Samverjann í þessu sambandi.

Góð kveðja,

Jóhanna Magnúsdóttir, 26.9.2009 kl. 15:23

26 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Ljótt að hæðast að skoðunum annarra. Ekki meint til þín Haukur.

En Haukur ég geri mér fyllilega grein fyrir að ég er alltaf að berjast við klettinn þó furðulegt sé. En mér til afsökunar er ég eitt af sköpunarverkum Guðs jafnt og Hitler sem Mofi er að skrifa um núna. Guð ætlaðist líklega ekki til að við færum þessa leið en hún er greinilega fær. Áður en ég drukkna ríf ég í hnakkadrambið á sjáfri mér og fleygi mér uppá yfirborðið.

Nema!!  

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 26.9.2009 kl. 15:23

27 identicon

WOW.... Ég semsagt misskildi að misskilja þig......þú ert semsagt búin  að hugsa í hring og alltaf endar þar sem þú byrjaðir.... sem sagt á biblíuni???

;;kemst að því að biblían hlýtur að hafa eitthvað til síns máls því þú endar alltaf þar sem þú byrjaðir;;

Ég myndi ráðleggja að byrja ekki á bókini heldur byrja jafn týnd við erum sem lífvera án vitsmuna???? sem sagt algerlega úrræðalaus um hvaðan við komum og til hvers við erum..... 

sættast við það að við höfum ekki hugmynd um eitt eða neitt. Trúlausir eru ekki að segja öðrum að þeir vita tilgang lífsinns en ég vildi geta sagt það sama um trúfélög og meintan samfélagslega  tilgang þeirra... eins og blasir við í dag.

náungakærleikur, umburðarlyndi og samgirni í allri sinni merkingu kemur ekki frá trúarbrögðum........ heldur.........troooommmmuuuuþþþþyyytttt.......... ertu tilbúin?...................UPPELDI.....................

þarna breytti ég heilli 1000.sunda bls. bók í A4 dreyfiblað með stóru letri........

Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 15:32

28 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

.. og hvað skyldu nú vera til margar bækur og kenningar um uppeldi?

Jóhanna Magnúsdóttir, 26.9.2009 kl. 15:36

29 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Þetta er alveg rétt hjá þér Gunnar, þ.e. ef ég hugsa út frá Biblíunni, ég komst að því að það er ekki hægt að rjúfa þennan hring en gefst samt aldrei uppá að finna hliðarakrein sem útskýrir allt. Svo einfalt er það, jafn einfalt og sú staðreynd að enginn getur stöðvað mig nema ég sjálf. Staðreynd, ekki hroki sjáðu til.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 26.9.2009 kl. 15:38

30 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Uppeldi er annars einstaklega gott orð, og líka orðin "raising" á ensku.  Því að uppeldi er að mínu mati andstæða orðsins ofbeldi, og raising er að setja eitthvað í hærri stöðu. Ofbeldi er aftur á móti notað til minnkunar í flestum tilfellum, og ef það er notað væri réttara að tala um að við ölum einhvern niður en ekki upp!

En þetta er svona aðeins til hliðar við efnið.

Jóhanna Magnúsdóttir, 26.9.2009 kl. 15:42

31 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Guðsteinn: Aðalbjörn er líklegast að vitna í opinberunarbókina og túlka  á sinn prívat máta, eins og öllum er opið. Oxymoronið að kalla trúleysi trú, þarf ekki að eyða orðum á.

Ég veit að þú ert í kristkirkjunni og mig minnir að höfuð hennar sé Friðrik Scraam, sem ég tel hvað jarðbundnastann af öllum þeim vitleysingum sem fara fyrir trúarsöfnuðum hér. Viðhorf þín koma því ekkert á óvart. Það er líklegast betra að óbundið viðhorf til Biblínnar en að þurfa að eyða öllum sínum tíma í að reyna að finna vit í vitleysunni.

Ekki álasa ég neinum fyrir trú, en umburðarlyndið brestur þegar trúmenn ráðast að þekkingunni með rakalausum þvættingi. Þú virðist hafa nægilega þroskaðan bullshitfilter til að verða þér ekki að skaða né öðrum, þótt stundum þurfi ég nú að bíta mig í handarbökin yfir réttlætingum þinum.

Jesú dæmdi hart. Hann ku eiga að koma og gera það verklega síðar. Ekki gleyma að það var hann sem innleiddi helvítinsógnina og þar með hótanir um eilífa útskúfun þeim sem ekki trúðu á hann. Það hefur haft sínar afleiðingar í sögunni, hvort, sem það var meiningin eður ei. Hafi hann verið til, þá var hann yfirmáta mannlegur og ansi óöruggur með fylgsmennina.  Þú þarft ekki að verja hann. Þú þarft bara að standa á mannúðarsjónarmiðum þeim sem göttfílingurinn gefur þér. Hitt er alger tímasóun. Biblían verður aldrei varin né réttlætt í öllu. Það er vonlaust og það veistu. 

Þakka þér fyrir þetta samt. 

Jón Steinar Ragnarsson, 26.9.2009 kl. 15:47

32 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Tara - fyrirgefðu klaufalegt orðalag hjá mér, þetta átti ekki að koma svona út. Það sem ég á við er að þú ert með sömu vangaveltur og ég! Og alveg eins og ég þá viltu ekki ganga svo langt að fullyrða um neitt, þetta er það sem ég vildi sagt hafa, og biðst afsökunar á þessum klaufaskap.

Gunnar - Guð gaf okkur vitsmuni til þess að greinaá milli hluta, því eins og Tara sagði réttileg: "það er ljótt að hæðast að skoðunum annarra", og þá á ég við þá staðreynd að trúin getur gert heilmikið gagn varðandi siðferði einstaklingsins. Ef ég væri til dæmis ekki trúaður þá væri ég ábyggilega öfgafullur guðleysingi, og á þeim árum bar litla virðingu fyrir skoðun annarra, en breyttist það með að ég frelsaðist. Ég trúi að trúin getur hjálpað heilmikið, getur þú virt þá skoðun mína?

Jóhanna - sammála hverju orði! Takk!

Mofi - ég þarf meiri tíma í þig!  ;)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.9.2009 kl. 15:49

33 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Sko Haukur vel sagt. Í rauninni var ég búin að átta mig á því að þú værir að pæla og velta fram og aftur. Pís

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 26.9.2009 kl. 15:56

34 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

"Ef ég væri til dæmis ekki trúaður þá væri ég ábyggilega öfgafullur guðleysingi, og á þeim árum bar litla virðingu fyrir skoðun annarra, en breyttist það með að ég frelsaðist."

Sérðu þversögnina í þessu Guðsteinn. Þetta slær Mofa næstum við.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.9.2009 kl. 15:59

35 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jón Steinar:

Guðsteinn: Aðalbjörn er líklegast að vitna í opinberunarbókina og túlka  á sinn prívat máta, eins og öllum er opið. Oxymoronið að kalla trúleysi trú, þarf ekki að eyða orðum á.

Já, ekki veit ég fyrir víst hvað Aðalbirni gengur til, en viðbrögð hans koma mér samt ekki á óvart, þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég lendi í skömmum frá Hvítasunnumönnum. Ég var í þeim söfnuði í 12 eða 13 ár, og var alltaf utan við allar klíkur og hópa, var hálfgerður svartur sauður oft á tíðum. En ég er sammála þérað eyða ekki frekari orðum í svona, þetta lýsir honum betur en mér. 

Ekki álasa ég neinum fyrir trú, en umburðarlyndið brestur þegar trúmenn ráðast að þekkingunni með rakalausum þvættingi. Þú virðist hafa nægilega þroskaðan bullshitfilter til að verða þér ekki að skaða né öðrum, þótt stundum þurfi ég nú að bíta mig í handarbökin yfir réttlætingum þinum.

hehehehe ... sama get ég sagt um þig kæri ven! En ég þakka hrósið og er sammála þér um forstöðumann minn. Þú varst reyndar að bauna á um hvort ég væri orðinn Kaþólikki, fyrir það eitt að vera sammála JVJ. Það er fjarstæða að ég sé að verða það, en hitt er annað mál að ég er sammála honum í mörgu, þótt ég sé ekki alltaf sammála um hvernig hann kemur því frá sér. Sem er önnur saga, en mér þykir vænt um JVJ.

Jesú dæmdi hart. Hann ku eiga að koma og gera það verklega síðar. Ekki gleyma að það var hann sem innleiddi helvítinsógnina og þar með hótanir um eilífa útskúfun þeim sem ekki trúðu á hann. Það hefur haft sínar afleiðingar í sögunni, hvort, sem það var meiningin eður ei. Hafi hann verið til, þá var hann yfirmáta mannlegur og ansi óöruggur með fylgsmennina.  Þú þarft ekki að verja hann. Þú þarft bara að standa á mannúðarsjónarmiðum þeim sem göttfílingurinn gefur þér. Hitt er alger tímasóun. Biblían verður aldrei varin né réttlætt í öllu. Það er vonlaust og það veistu. 

Það fer eftir hvernig þú túlkar helviti, ég t.d. trúi ekki að "helvíti" sé einhver grillhátíð Satans. Ég trúi að það sé aðskilnaður frá Guði og það sé hið raunverulega helvíti, þarna verður að gera greinarmun á dæmisögum og staðreyndum. Og er þessi skoðun mín alveg eins og hjá kirkju minni sem og þjóðkirkjunni. 

Ég er ekki að reyna réttlæta alla biblíuna, það eru aðrir sem sjá um það fyrir mig eins og t.d. sá fyrsti sem gerir hér athugasemd. En ég ver boðskapinn og Jesú sjálfann með kjafti og klóm! Því mun ég aldrei hætta. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.9.2009 kl. 16:01

36 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kannski ertu í inniskónum hans Freud.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.9.2009 kl. 16:02

37 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Tara - já sorrý!  En þetta er þá hér með leiðrétt!

Jón Steinar:

Sérðu þversögnina í þessu Guðsteinn. Þetta slær Mofa næstum við.

Já en ég hefði sjálfsagt þroskast og gerst kurteisari, þess vegna tók ég fram að þetta var á mínum yngri árum. En ég upplifði samt sem áður þessa þversögn eins og þú kallar hana.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.9.2009 kl. 16:03

38 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jón Steinar - nei, ég er í einhverjum plast inniskóm sem ég keypti á 500 kall í rúmfatalagernum! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.9.2009 kl. 16:05

39 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvort heldur þú að um guðleysi eða þroskaleysi hafi verið að ræða.?

Þú gefur í skyn að að þessir slæmu kostir hafi verið af vantrú. Ég tek slíkt til mín og það fyrir hönd annarra trúlusra. Ekki fallegur sleggjudómur á samferðarmenn þína.

Satt best að segja  sé ég sjaldan mikla virðingu trúaðra fyrir viðhorfum trúlausra.  Eigum við ekki baraað skrifa þetta á persónubundna bresti?

Jón Steinar Ragnarsson, 26.9.2009 kl. 16:10

40 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars ætla ég ekkert að vera að skrattast í þér, en að lokum langaði mig að sýna þér mynd af Ellen White af síðu Mofa. Berðu hana saman við hexið, sem þú settir inn með færslunni þinni.

 Photoshop?

Jón Steinar Ragnarsson, 26.9.2009 kl. 16:27

41 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jæja Mofi:

Sú þróunarkenning sem Háskólinn kennir er að tilviljanir og náttúruval bjó allt til; þar á meðal mannkynið. Um leið og Guð kemur eitthvað inn í myndina sem leiðandi afl þá er ekki lengur um þessa þróunarkenningu Darwins að ræða. Þeir eru svo grófir að Guð má ekki einu sinni hafa hannað eitt prótein í þessum heimi en ég tel nú að þú Haukur trúir að Guð hafi átt einhvern þátt í hönnun mannkyns ekki satt?

Hárrétt! Ég set Guð sem hönnuð þróunar, ekki flókið það.

Hafa líka í huga að samkvæmt þróunardæminu þá er Guð að skapa í gegnum dauða og þjáningar; hann er að skapa í gegnum baráttu hins hæfasta til að lifa. Það fyrir mitt leiti hefur mikil áhrif á lyndiseinkun Guðs er.

Guð er ekki brjálaður vísindamaður með tilraunaglös, allt hefur sinn tilgang og minni ég á að dauðinn er jafn sjálfsagður hlutur og dauðinn.

Miklu betra að skilja alls steingervingana sem leyfar syndaflóðsins. Það útskýrir gífurlegar fjöldagrafir, vel varðveitta steingervinga, engin ummerki um rof milli setlaga og að við finnum ekki steingervinga sem sýna tegundirnar breytast frá einni tegund yfir í aðra. 

Þetta hreinlega passar ekki, því ekki er minnst á neinar stærri voldugri verur en mennina sjálfa í 1. Mósébó, og ekki var Cain eða Abel hræddir við að vera étnir af neinum, heldur voru þeir úti á akri áhyggjulausir ... þess vegna passar þetta ekki og verður að taka tillit til vísindanna.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.9.2009 kl. 16:27

42 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jón Steinar:

Hvort heldur þú að um guðleysi eða þroskaleysi hafi verið að ræða.?

Persónubrestir tvímælalaust! En ég varð samt mun rólegri þegar ég frelsaðist, og varð ekki sá maður sem ég er í dag nema fyrir kærleik Krists. En ég er aðeins að tala um mína reynslu og enga aðra, ég get því ekki set mig í dómarasæti og dæmt nokkurn mann, ég er aðeins að tala um mig sjálfann. 

Varðandi Ellen G. White þá fann ég þessa mynd hans Mofa líka, og fannst hún of mikil glanspía, þannig ég setti inn raunsæja óbreytta mynd.  

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.9.2009 kl. 16:31

43 Smámynd: Mofi

Jón Steinar, hvað akkúrat hafðir þú á móti þessari setningu minni sem þú vísaðir í?  Eru vísindin ekki aðferðafræði til að öðlast þekkingu á heiminum í kringum okkur?  Eru vísindni ákveðin túlkun á gögnunum og allar aðrar túlkanir ekki vísindi? Veistu eitthvað hver það er sem ákveður hvaða túlkun er raunveruleg vísindi og hvaða túlkun er það ekki?

Stephen Gould
Facts do not "speak for themselves"; they are read in the light of theory.

Mofi, 26.9.2009 kl. 16:33

44 Smámynd: Mofi

Jón Steinar, ég bara valdi einhverja mynd af þeim myndum sem kom upp í gegnum google leit. Virðist helst vera málverk eða teiknuð, ekki photoshoppuð ljósmynd.

Mofi, 26.9.2009 kl. 16:36

45 identicon

Mér sýnist þessi dama á þessari mynd vera í tæpasta lagi, myndi ekki vilja sitja fyrir framan hana í strætó ;)

Öfgafullur guðleysingi.. það hlýtur að vera næsti bær við öfgafullan Batmanleysingja, nú eða viðsjárverðan Donald Duckleysingja

:)

DoctorE (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 16:44

46 identicon

Guðsteinn: Þú hlýtur að skylja að löggildri hjátrú sem trúarbrögð byrtast manni er réttlætanlegt að beita hroka og kald/hæðni bara í sama tón og þau sjálf gera........frá þeim sjónahóli, trúaðir styðjast við dr.Phill sjálfshjálparbók nema þessi er 1500ára gömul og er úreld með öllu.... á meðan ég sé Nýju fötin keisarans..(frá sjónarhóli almúganns) í þeirri sögu .....sem mér persónulega finnst sprenghlæjilegt.....

Guðsteinn, er ekki að beyta neinum árásum á hvorki þig né aðra, (þar sem þú virðist vera einn af fáum kristintrúum sem skilur meintanboðskap skruddunar um umburðalyndi..... og ég met það til mikils)

En ástríða mín er að aðskilja ríki og kirkju með öllu.... Að mannvera geti fundið til þarfar á fullorðinsárum til að stunda hverskonar trú (án þess að vera forritaður sem barn á að dýrka ;;Guð;;....(án þess að skilja tilgangin á bak við trúarbrögð))....... Ef þú finnur fyrir guði án þess að heyra nafn hans minst....tekur það upp með sjálfum þér.....þá fyrst erum við að tala um tíðindi.....

það mætti segja að ég og trúarbrögð erum ekki ósvipað og ég væri 11 ára araba stelpa sem ætti að giftast 55ára manni... fjölskyldan ákvað þetta, punktur,basta 

Eflaust ágætis gamalmenni........ Its just start on the wrong foot......on wrong time

Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 16:51

47 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Guðsteinn: Hvar segir hann það? Ég var að tala við hann rétt í þessu og er hann sammála mér í þessari túlkun.

Ertu farinn að miðla Lúther? Hann skrifaði um þetta í ritskýringarriti sínu á 1. Mósebók.

En það væri gaman ef þú myndir í alvöru spyrja Jesú hvað honum finnst um þetta.

Guðsteinn: Ég ætla ekki að fullyrða um það, en þær rannsóknir sem hafa verið framkvæmdar á jarlögum um miðjarðarhafssvæðið, benda sterklega til þess. 

Hvað tengist Miðjarðarhafið Nóaflóðinu? Ekki ætlarðu að reyna að segja að Nóaflóðið hafi verið staðbundið flóð?

En þú ert ekki tilbúinn að fullyrða það hvort Nóaflóðið hafi átt sér stað eða ekki.

Er sagan af Babelsturninum líka skáldskapur?

Guðsteinn: Jú, en einhversstaðar brotnar hlekkurinn og það í kringum tíma Adams og Evu, allt sem kemur á eftir er að marka, og eru til margar heimildir fyrir því.

Einhvers staðar brotnar hlekkurinn? Það er sem sagt ekkert að marka ættartölur biblíunnar, gott að vita.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 26.9.2009 kl. 16:51

48 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Og það að bendla mér við Vantrúarsöfnuðinn er þér til skammar! 
Verri grikk er greinilega ekki hægt að gera trúmönnum

Matthías Ásgeirsson, 26.9.2009 kl. 17:03

49 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mofi: Ef þú sérð ekkert athugavert við þessa setningu, þá er þér ekki við bjargandi. Skipti henni upp hérna.

Af mínu alkunna örlæti skal ég reyna að skýra það.

"Við megum ekki gera vísindin að einni túlkun gagnanna; vísindin er aðeins ákveðin aðferð til að öðlast þekkingu á heiminum í kringum okkur. Síðan komum við mennirnir og reynum að túlka þessi gögn og þessar túlkarnir geta oft verið mjög mislukkaðar."

 A. Hvað annað á að túlka gögnin og hvaðan eru gögnin komin? Er hugsanlegt að víindin séu eina leiðin til að túlka og afla gagna?

B. Hvaða aðrar aðferðir eru fuyrir hendi, til að öðlast þekkingu á heiminum?  

C. Er einhverjum öðrum til að dreifa til að túlka gögnin, þar sem við öfluðum þeirra? 

Eru vísndin eitthvað norm utan mannsins Mofi? Ertu með einhverjar aðrar leiðir til að kanna heiminn og henda reiður á hann? Er þér kunnugt um hinn stranga prótokoll vísindanna, sem greinir milli staðreynda og  hugarburðar? Að einkar mislukkaðar túlkanir, komast í gegnum það ferli.  Túlkun gagna í vísindum er ekki byggð á geðþótta eins og túlkanir þínar á "guðs orði".

Ertu með aðra nálgun? Biblíuna? 

Þessi setning er svo rakalaus þvættingur að manni svimar við að henda reiður á meininguna. (sem raun er engin)

Gould hefur rétt fyrirsér og tilvitnun þín er ekki skýrð þessari tilvitnun þinni í hann. Þú skilur greinilega ekki hvað hann er að segja.

Hann er einfaldlega að segja að engin uppgötvun öðlast gildi ein og sér, nema að hún sé sett í samhengi við annað.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.9.2009 kl. 17:08

50 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gunnar:

Guðsteinn: Þú hlýtur að skylja að löggildri hjátrú sem trúarbrögð byrtast manni er réttlætanlegt að beita hroka og kald/hæðni bara í sama tón og þau sjálf gera........frá þeim sjónahóli, trúaðir styðjast við dr.Phill sjálfshjálparbók nema þessi er 1500ára gömul og er úreld með öllu.... á meðan ég sé Nýju fötin keisarans..(frá sjónarhóli almúganns) í þeirri sögu .....sem mér persónulega finnst sprenghlæjilegt.....

Ég er ekki alveg sammála, þarna verður að gæta þess að það sé gagnkvæm virðing, og meina ég á báða bóga.

Guðsteinn, er ekki að beyta neinum árásum á hvorki þig né aðra, (þar sem þú virðist vera einn af fáum kristintrúum sem skilur meintanboðskap skruddunar um umburðalyndi..... og ég met það til mikils)

Takk fyrir góð orð Gunnar, og skaltu vita að ég túlka ekki orð þín sem árás. En ég varð bara að koma þessu að til þess tryggja vitrænar umræður án skítkasts. Eins og ég segi, gagnkvæm virðing er það sem þarf.

Hjalti Rúnar:

Ertu farinn að miðla Lúther? Hann skrifaði um þetta í ritskýringarriti sínu á 1. Mósebók. 

Ég var nú að meina Friðrik Schram, ekki Lúther! Hélt þú værir að meina hann ...

En það væri gaman ef þú myndir í alvöru spyrja Jesú hvað honum finnst um þetta.

Nú? Trúir þú þá að ég geti það alltí einu?? Þarftu þá ekki að fara rifja upp reglur vantrúar ef svo er?

Hvað tengist Miðjarðarhafið Nóaflóðinu? Ekki ætlarðu að reyna að segja að Nóaflóðið hafi verið staðbundið flóð? 

Ég held það já, án þess að ég þori að hengja mig uppá það. Miðjarðarhafssvæðið var hinn þekkti heimur á þessum tíma, og til eru ýmis konar merki um að stórt flóð hafi verið þarna á þessu svæði. Menn vissu ekkert út fyrir landamæri miðjarðarhafssvæðisins, ég bendi á að menn uppgötvuðu ekki Ameríku fyrr en á 17 öld.

En þú ert ekki tilbúinn að fullyrða það hvort Nóaflóðið hafi átt sér stað eða ekki.

Ég er bara ekki viss, en eins og ég segi, það bendir ýmislegt til þess.

Er sagan af Babelsturninum líka skáldskapur?

Ekki hugmynd.

Einhvers staðar brotnar hlekkurinn? Það er sem sagt ekkert að marka ættartölur biblíunnar, gott að vita.

Það eru þín orð, ekki mín.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.9.2009 kl. 17:09

51 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Matti:

Verri grikk er greinilega ekki hægt að gera trúmönnum

Á ég þá kannski að kalla þig "Matti í Krossinum"? Eins fáranlega langsótt og það er. Þetta er bara afar svipað dæmi. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.9.2009 kl. 17:11

52 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Afsakið prentvillurnar.

Mofi: Ertu með þessari setningu að segja að hinn kostuinn sé að taka biblíuna á face value til að skýra umheiminn og að túlkun Guðs sé það sem við ættum að reiða okkur á?

Ég vona að þú skiljir hvað ég er að fara. Þetta er ekki auðvelt. Álíka auðvelt og að reyna að koma rökréttri meiningu í skál af stafrófsnúðlusúpu.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.9.2009 kl. 17:14

53 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þorri kristinna manna, langt fram á síðustu öld, áleit að jörðin hefði verið sköpuð rétt um 4000 árum fyrr burð Krists. Margir þeirra trúðu einnig að jörðin mundi aðeins verða 6000 ára gömul og þá mundi verða heimsendir, sem rímaði ágætlega við 6 daga sköpunarsöguna og að fyrir Guði væri hver dagur 1000 ár.

Margir urðu til að "reikna" út aldur jarðarinnar þ.á.m. ekki ómerkari menn en stærðfræðingurinn Jóhannes Kepler sem áleit að sköpunin hefði orðið árið 3992 f.k. og Isaak Newton sem var hallur undir ártalið 4000 f.k.

Það var því engin nýlunda þegar Ellen G. White sagðist hafa fengið þetta staðfest í sýn.

Forsprakkar aðventistahreyfingarinnar þ.á.m. William Miller voru þess fullvissir að heimsendir mundi verða 22. október 22, árið 1844.

Við þann dag eru kennd "vonbrigðin miklu" því ekki varð heimsendir, né kom Kristur svífandi á skýjum himins til að dæma lifendur og dauða.

Á fyrri hluta 19. aldar náðu Biblíurannsóknir ákveðnu hámarki og þóttust margir sem þær stunduðu hafa komist að því að tími endalokanna væri nú loksins í námd.

Margir af kunnustu sértrúarflokkum mótmælendatrúar-manna eiga upphaf sitt að rekja til þessa tíma, þ.á.m. Sjöundadags Aðventistar og Vottar Jehóva. Útreikningar biblíufræðinga þeirra tíma þóttu sanna að árið sem Kristur mundi snúa aftur væri 1844.

Það var ekki bara tölfræði biblíunnar sem bentu til þess heldur líka spádómar og arfsagnir bæði GT og NT. -

Það sem e.t.v. einkennilegra þótti var að Hindúar, Zóroastertrúarmenn, Búddistar og Múslímar höfðu komist að sömu niðurstöðu samkvæmt útreikningum og spádómum í sínum eigin helgibókum.

Á meðan kristnir væntu Krists í mætti og mikilli dýrð, væntu Hindúar Kalí, Múslímar væntu Míhdi, Búddistar væntu Maitreya o.s.f.r.

Þegar að hinn lofaði birtist ekki á þann hátt sem átrúendurnir væntu, álitu flestir að ekkert hefði gerst. Annað kom þó á daginn þótt ekki fari hátt jafnvel í dag á öld upplýsingar og tæknivæðingar.

Þeir sem hafa áhuga á hvað gerðist árið 1844 sem skiptir máli fyrir mannkynið, ættu að kynna sér efnið á þessum hér

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.9.2009 kl. 17:17

54 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir þennan fróðleik Svanur, hann er vel þeginn. En Bábbinn sagði einnig að hann væri endurfæddur Kristur í bréfi sem hann ritaði páfa á þeim tíma. Sem er náttúrulega bara fullyrðing og ekkert annað ! 

En takk fyrir góðan fróðleik Svanur.  

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.9.2009 kl. 17:24

55 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svanur: Voru það ekki Baháihreyfingin, sem byrjaði 1844, þegar Baháúllah byrjaði trúboð sitt? Þið haldið því fram er það ekki að "the second coming" hafi orðið þá. Í formi Baháúlla þá?

Dogmað ykkar er ekki í miklu frábrugðið Aðventistum hvað furðulegheitin varðar.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.9.2009 kl. 17:31

56 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars varðandi Nóaflóðið og önnur feikn og býsn í biblíunni, þá er eins líklegt að það eigi sér einhveja stoð í raun. (don't get me wrong. Ég er ekki að segja að Biblían sé sagnfræði)

Á fjórða árþúsundinu fyrir krist urðu á þessu svæði hinar mestu náttúruhamfarir sem vitað er til í sögu siðmenningar.  Þessir atburðir eru að mínu mati kveikjan að þeim ótta,  sem varð kveikjan að skipulögðum trúarbrögðum og mýtum, sem þróuðust í þær eftir munnlegri geymd í árþúsundir.

Þetta var þegar eyjan Santorini sprakk í loft upp, eða réttara sagt eyjan Thyra. (Thera)  Vísað til: The Minoan eruption.

Mér finnst það nokkuð rökrétt tilgáta.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.9.2009 kl. 17:41

57 identicon

Mér finnst fyndnast af öllu þegar trúaðir hlægja að fólki í annarri trú, segja: hahahaha þetta er nú meira ruglið sem þú trúir.

Það er rosalega fyndið að sjá slíkt... en rosalega sorglegt í leiðinni að fólk sé virkilega svona bjagað og twisted.. að það sjái ekki að það sjálft er alveg jafn fyndið.

DoctorE (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 17:44

58 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jón Steinar; Ég var nú bara að benda á sögulegar staðreyndir, ekkert "dogma".

En það er rétt, 20 okt. 1844 er sá dagur sem upphaf bahai trúarinnar er miðaður við.

Guðsteinn: Fullyrðing já, fyrir þér, hvers sannleikur er líklega ókannaður af þér, en fyrir milljónum annarra söguleg staðreynd.

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.9.2009 kl. 17:48

59 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jón Steinar:

Dogmað ykkar er ekki í miklu frábrugðið Aðventistum hvað furðulegheitin varðar. 

Hárrétt hjá þér, ef ég er ekki að fara með fleipur þá skilst mér að Bábbinn sé síðasti spámaðurinn sem heimurinn mun sjá, og að heimsendir hafi einmitt átt sér stað árið 1844. En þá virðast fylgjendur Bábbans telja að um "andlegan" heimsendi sé um að ræða, eða eitthvað þvíumlíkt, er þetta rétt skilið hjá mér Svanur? Eða fer ég með fleipur? 

Guðsteinn: Fullyrðing já, fyrir þér, hvers sannleikur er líklega ókannaður af þér, en fyrir milljónum annarra söguleg staðreynd.

Jamms, en það enn fleiri milljónir annarra sem telja þig/ykkur fara með rangt mál, en látum það liggja á milli hluta - við vitum vel að við erum ósammála og látum það bara duga.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.9.2009 kl. 17:56

60 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Guðsteinn, ég er næstum ónæmur fyrir samanburðinum við Krossinn - heyri hann það oft :)

Matthías Ásgeirsson, 26.9.2009 kl. 17:56

61 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Afsakið: Þetta var fyrir tæpum 4000 árum. Þarna eru öll elementin. Stórflóð, eldur af himnum, myrkur að degi, eyðing borga, plágur etc.

Þetta í bland við konungadýrkun Egypta, varð að þeim coctail, sem passar eins og flís við rass í mýtum Biblíunnar, heimsendasögnum og what have you....

Hér er einhverskonar heimildarmynd.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.9.2009 kl. 17:57

62 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dokksi:

Mér finnst fyndnast af öllu þegar trúaðir hlægja að fólki í annarri trú, segja: hahahaha þetta er nú meira ruglið sem þú trúir.

Hver er tilgangur þinn með svona athugasemd? Svona umræður hafa alltaf fylgt trú og sér í lagi þeim sem sitt hvoru megin við borðið og á ekki að koma neinum, sér í lagi ekki þér á óvart.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.9.2009 kl. 17:58

63 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Matti:

Guðsteinn, ég er næstum ónæmur fyrir samanburðinum við Krossinn - heyri hann það oft :)

Nú jæja! En ég varð bara að búa til nógu öfgafullt dæmi, sem ég veit að þú skilur með hvaða tilgangi það er gert og ekki illa meint. Það getur verið gaman að þessu stundum!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.9.2009 kl. 18:00

64 identicon

Æji ég sé það bara betur og beturí umræðu sem er komin af stað......  að fótbolti er í raun ekkert auðruvísi en trúarbrögð......þar sjáið!!!!!!!i það þarf ekki meira en tuðru og 22 sveitta karlmenn eða bók með enga dagsettningu.....

Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 18:06

65 Smámynd: Mofi

Jón Steinar
A. Hvað annað á að túlka gögnin og hvaðan eru gögnin komin? Er hugsanlegt að víindin séu eina leiðin til að túlka og afla gagna?

Menn túlka gögnin en við þurfum að gera greinarmun á milli gagnanna sjálfra og túlkana út frá gögnunum og ekki gera eina túlkunina að heilögum vísindum; eða ertu kannski ósammála því?

Jón Steinar
B. Hvaða aðrar aðferðir eru fuyrir hendi, til að öðlast þekkingu á heiminum?

Stór hluti af þeirri þekkingu sem við höfum um söguna kemur í formi vitna og hluti þeirra vitna eru fornar bækur. Sumar ljúga auðvitað en full ástæða til að athuga hvort að þeirra vitnisburður standist.

Jón Steinar
Eru vísndin eitthvað norm utan mannsins Mofi? Ertu með einhverjar aðrar leiðir til að kanna heiminn og henda reiður á hann? Er þér kunnugt um hinn stranga prótokoll vísindanna, sem greinir milli staðreynda og  hugarburðar

Ég sé ekki betur en potturinn er einmitt molbrotinn þegar kemur að þróunarkenningunni að þessu leiti. Allt í einu er hægt að skálda upp alls konar sögur um atburði sem eiga að hafa gerst fyrir mörgum miljónum árum síðan og þessar sögur látnar vera sjálf vísindin þó að sjálf gögnin eru lítil sem engin. Gera greinar mun á milli túlkanna og skáldsagna og milli gagnanna sjálfra finnst mér mikilvægt. Ef þú ert ósammála, endilega látt mig vita.

Matthías
Verri grikk er greinilega ekki hægt að gera trúmönnum

Nei, þar er verið að fara yfir línuna 

Mofi, 26.9.2009 kl. 18:13

66 Smámynd: Mofi

Svanur, spádómurinn um 1844 snýst hreinlega um þessi vers í Daníel:

Daníel 8:14
And he said unto me, Unto two thousand and three hundred days; then shall the sanctuary be cleansed.

Hvernig uppfyllti Bábinn þetta eða byggið þig 1844 á einhverju öðru?

Mofi, 26.9.2009 kl. 18:15

67 identicon

1-0 fyrir bahayum......

Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 18:16

68 identicon

;;Nei, þar er verið að fara yfir línuna 

Mofi, 26.9.2009 kl. 18:13;;

semsagt rangstæður !!!........ markið ógylt

Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 18:18

69 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þessar heimsendakenningar eru ekki ættaðar ú Bahai trú Guðsteinn. Í bahai trú er talað um tímabil, og byrjun og enda á tímabilum. T.d. er talað um um enda á tímabili opinberunnar Krists, enda á tímabili opinberunnar Múhameðs o.s.f.r.

Bábinn er ekki síðasti boðberi Guðs að áliti baháia, eins og þú segir.

Hann er annar tveggja sem komu fram með stuttu millibili en boðberi og höfundur bahai trúarinnar heitir Bahá´u´llah  (Dýrð Guðs) og hann opinberaði köllun sína árið 1863 þótt hann hafi fengið vitund um hana 1853, þá í fangelsis-dýflissu keisarans í Íran.

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.9.2009 kl. 18:21

70 identicon

Bahá´u´llah ..........Fær brottvísun því það virðist svo að lið bahai liðið eru manni ofaukið......

Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 18:26

71 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sko Gunnar, af því Bahaiar trúa að allir stofnendur megin trúarbragða heimsins séu boðberar sama Guðs og þess vegna spili þeir allir í sama liði erum við þeir einu með fullskipað lið.  Allir aðrir hafa bara einn markmann :)

Sæll Mofi.

Mér skilst að spádómurinn sem þú vísar til sé mikilvæg vísbending fyrir bæði kristna og gyðinga um endurkomuna.

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.9.2009 kl. 18:31

72 identicon

Hættið að bíða, ég er kominn

DoctorE (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 18:34

73 identicon

Svanur fær gult spjald  .... fyrir að deila við dómarann.......

Jesús tekur aukaspyrnu... um leið og hann er búinn að reima takkaskónna......... staðan er 0-0

Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 18:39

74 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gunnar - hehehehe ... góður!

Svanur - takk fyrir leiðréttinguna , en ég er búinn að heyra þetta frá nokkrum aðilum og ruglar þessi saga mig jafn oft ég heyri hana.  Því ekki er ég hrifinn af "öll trúarbrögð eru með sama Guðinn" boðskapnum. Því er fjarri og veistu það vel sjálfur.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.9.2009 kl. 18:43

75 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ok við spilum 1-4-2-4

Adam gamli í markinu

Vörnin eru með Zóroaster, Krishna, Búdda og Móses

Miðjan með Jóhannesi skírara og Konfúsíusi

Á köntunum eru Kristur og Múhameð og Bábinn og Bahá´u´lláh framherjar.

Þjálfari er Guð og aðstoðar-þjálfari Heilagur andi.

Vatnsberinn: DoctorE

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.9.2009 kl. 18:46

76 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

HAHAHAHAHAHAHAHAHAHA! Þetta var bara tær snilld Svanur!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.9.2009 kl. 18:47

77 identicon

Hahaha fail........ allir féllu á lyfjaprófi   2-0   fyrir dómaranum

Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 18:49

78 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mofi, ég get hvorki verið sammála né ósammála rökfærslum, sem ég skil ekki. Það er engin leið að botna í því hvað þú ert að fara. Annað hvort skilur þú ekki grundvöll vísinda eða þá að þú ert algerlega fastur í því að "fornar bækur" og sagnir, vegi þyngra en þekkking samtímans, sem aflað er með vísindalegum og gagnrýnum hætti.

Þetta er vafalaust tengt þráhyggju þinni um að sköpunarsagan sé rétt í einu og öllu og það er til einskis að þrátta við þig um það. Menn eru búnir að reyna það við þig í nokkur ár. Þú tekur orð Kent Hovind fram yfir öll önnur rök og sannanir.  

Það er best að leyfa athugasemd þinni að standa sem vitnisburð um þessa ótrúlegu heimsku. Teljir þú vísindin vera form af skáldskaparlistinni en biblíuna hin einu sönnu vísindi, þá verður bara að hafa það.  Aldrei hafa fullyrðingar creotarda verið staðfestar vísindalega, en það er að sjálfsögðu vegna þess að allur hinn akademíski heimur er til orðinn sem samsæri gegn þessum þrönga hóp trúarnötta. 

Kent Hovind, Kurt Cameron og Ray Comfort er málið. Þeir hafa flett ofan af samsærinu.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.9.2009 kl. 18:58

79 identicon

vá .... hvað?....barnaði ég hreina mey... eða eitthvað??.....Sjaldan að leikmenn taki keppnisbanni þegjandi...?......

Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 19:07

80 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Blessaður Guðsteinn minn,ég ætla mér ekkert í umræðuna.Langar bara að kasta á þig kveðju og bið að heilsa þér og þínum.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 26.9.2009 kl. 19:24

81 identicon

Guð er semsagt ekki  bara öfundjúkur heldur er hann greinilega tapsár líka

Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 19:33

82 identicon

Ef dómarinn væri David Hume, þá væru næstum allir komnir með rauða spjaldið.

Jóhann (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 20:21

83 Smámynd: Mofi

Jón Steinar, hvað er svona erfitt að skilja þessi rök?  Að gera greinarmun á milli staðreynda og túlkanna á staðreyndunum?  Að gera sér grein fyrir að stór hluti af okkar þekkingu um fortíðina kemur frá vitnisburði frá fortíðinni í formi forna handrita eða steintafla. Sumt er áreiðanlegt og full ástæða til að skoða hvort að það sem þessar heimildir segja og athuga hvort að það passar við það sem við sjáum í dag.

Mofi, 26.9.2009 kl. 20:38

84 identicon

Mofi... trúarritin eru óáreiðanlegustu "heimildir" sem hægt er að finna.. þú sjálfur dissar langflest af þeim sem algera vitleysu... tekur eitt rugl út og þykist sjá að þar sé sannleikurinn.. þó svo að það sé borðleggjandi að dæmið gengur ekki upp, stemmir ekki við þekkingu okkar í dag, vitnisburður frá ofsatrúarfólki sem þú kannt enginn deili á... bara einhver Jón Jónsson sem sagðist hafa séð eitthvað hallelújastöff....
Cherry picking Mofi... þessi rit og steintölfur sem menn eru að finna í hellum uppi í fjöllum og gjótum eru oftast gögn þeirra sem töpuðu bókastríðinu.
Vísindin sýna þér staðreyndir, eins og þróun.. þú hafnar því algerlega en treystir á whoknowswho frá fargin bronsöld og aftar en það.. eins og ekkert sé... þú tekur orð einhverrar kerlingarherfu sem mér sýnist vera frá the twilight zone.. no problemo fyrir mofa.. yeee húrra kerlingarhefan segir að ég fái extra líf húrra, magic is real.

Nei Mofi, ekki biðja mig að sýna þér sannanir fyrir þróun.. eins og vanalega, you just look more silly.

DoctorE (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 21:09

85 Smámynd: Birgirsm

  Sjá, ég segi yður leyndardóm: Vér munum ekki allir sofna, en allir munum vér umbreytast
  í einni svipan, á einu augabragði, við hinn síðasta lúður. Því lúðurinn mun gjalla og þá munu hinir dauðu upp rísa óforgengilegir,   og vér munum umbreytast.    1.Kor 15:51-52

Guðsteinn !

Ef þú trúir því ekki að Guð hafi þann kraft að skapa jörðina á 6.dögum, hefur þú þá nokkra trú á því að Guð geti reist alla hina dauðu upp við endurkomu hans ? (á einu augabragði) ?? 

Birgirsm, 26.9.2009 kl. 21:20

86 identicon

Lúðurleikarinn Sússi mun spila og umbreyta öllum í zombies... og BTW hann á að hafa skapað alheiminn á 6 dögum.. ekki koma með að 6 dagar séu öðruvísi fyrir hann.. það kemur margoft fyrir í biblíu að dagarnir eru alveg eins og núna.. jæja munar smá, snúningur jarðar er að hægja á sér.
Hvaða þörf ætti einhver guð að hafa fyrir mannkyn.. stofna stærstu lúðrasveit í alheiminum... eða kvelja alla með lúðrablæstri 4ever.

DoctorE (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 21:34

87 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta talar fyrir sig sjálft Mofi.  Takk fyrir a taka af mér ómakið.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.9.2009 kl. 22:42

88 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Úlli  - takk sömuleiðis!

Birgir - ég trúi alveg að hann hafi "kraft" til þess að skapa jörðina á 6 dögum, alveg eins og ég trúi að hann hafi "kraft" til þess að skapa og hanna þróunina. Málið er bara að fyrrnefnda finnst mér of áhættusamt að fullyrða um. Það er heila málið. 

Gunnar - hver er staðan? 

Dokksi - reyndu nú að koma eitthvað vitreænt ekki alltaf sömu rulluna!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.9.2009 kl. 22:43

89 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Úfff...aumingja Guðsteinn að þurfa að umgangast þetta lið.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.9.2009 kl. 22:45

90 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Guðsteinn: Ertu viss um að þetta komment á Dokksa hafi ekki verið meint Mofa.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.9.2009 kl. 22:46

91 identicon

Staðan verður alltaf 1-1-1....... fyrir öllum..... enginn vinnur....enda er sigur ekki aðalmálið.....heldur er liðsandinn, notaður til góðs, aðalmálið....... (ef égvittna í áðurnefnd ummæli mín)

;;;;kristintrúaðir blandi sinni trú ekki í námsefni grunnskólanna, byggið ykkar altari sjálfir og setjið starfsmenn guðs á launaskrá hjá ykkur en ekki mér.......fólk á að geða ráðið hvort það reykir, drekkur eða stundi trúarbrögð og skal það miðast við 18-20 ára eins og hver annar ósiður........ þá fyrst tek ég kristni í sátt...

En ástríða mín er að aðskilja ríki og kirkju með öllu.... Að mannvera geti fundið til þarfar á fullorðinsárum til að stunda hverskonar trú (án þess að vera forritaður sem barn á að dýrka ;;Guð;;....(án þess að skilja tilgangin á bak við trúarbrögð))....... Ef þú finnur fyrir guði án þess að heyra nafn hans minst....tekur það upp með sjálfum þér.....þá fyrst erum við að tala um tíðindi.....;;;;;;;;

Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 22:57

92 identicon

Það eru takmörk á hvað er hægt að segja mikið við fólk sem er bara með eina bók ... þannig, blame it on the book :)

DoctorE (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 23:13

93 identicon

Maður ætti kannski að fara að tala meira um gaurinn sem bjó í hvalnum...
Hér er myndband "Inside nature's giants", hvalurinn tekin fyrir... samkvæmt biblíu þá bjó gaur inni í einum svona.. allt þar til Guddi var sáttur við bænahald hans :)
http://www.youtube.com/watch?v=nKFqI_ymAPI

Kannski það komi hvalur í hvalstöðina, skorinn og einhver hallelújagaur kemur út.. sjúkk :)

DoctorE (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 23:19

94 identicon

Svo ég blandi mér í umræðuna um heimsendinn:

Apocalypse (Greek: Ἀ???ά????? Apokálypsis; "lifting of the veil" or "revelation") is a term applied to the disclosure to certain privileged persons of something hidden from the majority of humankind. Today the term is often used to refer to the end of the world, which may be a shortening of the phrase apokalupsis eschaton which literally means "revelation at the end of the æon, or age".

Wikipedia er vinur ykkar :)

. (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 00:05

95 Smámynd: Birgirsm

Guðsteinn! 

Felst einhver áhætta í því að trúa og treysta orðum Ritningarinnar ,sem margoft nefnir 6.daga sköpun, önnur en sú að verða skotspónn trúleysingja og vantrúaðra

Birgirsm, 27.9.2009 kl. 00:06

96 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jón Steinar:

Úfff...aumingja Guðsteinn að þurfa að umgangast þetta lið.

Hver er sinnar gæfu smiður. 

Guðsteinn: Ertu viss um að þetta komment á Dokksa hafi ekki verið meint Mofa.

Já, því hann hefur sagt þetta áður og ég held að hann sé að meina almennseðlis hjá trúuðum.

Gunnar:

Staðan verður alltaf 1-1-1....... fyrir öllum..... enginn vinnur....enda er sigur ekki aðalmálið.....heldur er liðsandinn, notaður til góðs, aðalmálið....... (ef égvittna í áðurnefnd ummæli mín)

Viturlega mælt! Og hinu sem þú ritar get ég sagt þér að ég alveg sammála því.

Dokksi - hehehe ... þú getur verið einstaklega fyndinn í einfeldni þinni!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.9.2009 kl. 00:07

97 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

BirgirSM: Nei það er ekki málið, ef það væri fullvissa í mínu hjarta um það, þá myndi ég hiklaust halda því fram að svo væri. En á meðan sú fullvissa er ekki til staðar þá vil ég ekki ljúga að sjálfum mér eða öðrum. Skilur þú hvað ég er að fara?

Hvort sem er, ég er þegar skotspónn trúleysingja og vantrúaðra, og kann bara ágætlega við það hlutverk! En ekki ætlast ég til um þú farir að boða hluti sem þú trúir varla sjálfur, er það?

Jakob Regin: takk fyrir fróðlega athugasemd þótt ég skilji ekki alveg tilganginn með henni, nema þú sért að réttlæta "heimsendinn" ykkar bæhæjanna sem varð 1844? 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.9.2009 kl. 00:13

98 identicon

Skulum láta það liggja á milli hluta í bili. Fær þetta þig ekkert til þess að íhuga skilning þinn á hugtakinu heimsendir sem kristnir tala svo gjarnan um?

. (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 00:18

99 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nei Jakob, ég er ekki svo upptekinn af slíkum hlutum, mér nægir að reyna lifa eftir orðum Krists og verð dæmdur samkvæmt því, en við sjáum til hver hefur rétt fyrir sér þegar sá tími kemur. Hvorugur okkar getur með réttu fullyrt nokkuð um þann atburð.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.9.2009 kl. 00:22

100 identicon

Já ok. Ég er ekki að þessu til að koma mínum hugmyndum um hvað er rétt upp á aðra. Ég er að þessu vegna þess að ég elska að fræðast um trú og trúarbrögð og afhverju fólk trúir því sem það trúir. Auðvitað liggur að baki öllu þessu fullvissa mín um að Guð er einn, trúarbrögð ein og að við erum öll eitt og löngun til að deila því en það er þannig með góða hluti að ef maður reynir að þvinga þá upp á aðra þá verða þeir vondir. Njóttu bara vel Guðsteinn :)

. (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 00:33

101 identicon

sorry Jakob og Guðsteinn!!! Það er akkúrat þessi metingur um hvor sé á gestalista Hotel Heven, þegar að öllum lýkindum ertu dauður og þú syrgir ei sjálfan þig vegna skorts á meðvitund( þar sem þú er dáinn)

Er ég bara einn um það að að vera sáttur við að deyja(game over style ) ?????  stara í ekkert og meiri að segja ómeðvitaður ástantið...

finnst öllum það vera súrt???

Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 00:38

102 identicon

Hæ Gunnar, Ég trúi ekki á Guð og það sem fylgir vegna ótta við dauða. Ég trúi því vegna þess að það meikar sens fyrir mér. Ég ætla nú ekki að fara út í það afhverju það meikar sens, svona komment geta ekkert náð utan um svoleiðis. Ef ég héldi að það væri bara svart þegar ég dæi, game over eins og þú segir, þá væri ég bara alveg sáttur við það. Ég vona að ég móðgi ekki neinn en ef ég væri hræddur við eitthvað þá væri það endurholdgun...

. (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 00:43

103 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gunnar - þessar pælingar okkar Kobba fylgja öllum trúmálum. Ekki hjá því komist.

Jakob - útskýrðu þessa setningu þína:

Ég trúi ekki á Guð og það sem fylgir vegna ótta við dauða.

Þú segist ekki trúa á Guð, samt ertu Bæhæjisti ... hvernig fer það saman? Er til guðleysingjaarmur ykkar Bábbanna? Ég er ekki alveg að skilja ...

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.9.2009 kl. 01:01

104 Smámynd: Birgirsm

 Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá.
 Fyrir hana fengu mennirnir fyrr á tíðum góðan vitnisburð.
 Fyrir trú skiljum vér, að heimarnir eru gjörðir með orði Guðs og að  hið sýnilega hefur ekki orðið til af því, er séð varð.
Heb. 11: 1-3

Ég held að það komi lítill "Pétur" upp í okkur annaðslagið og á ég þar við efann.   Þá finnst mér gott að grípa til "traustsins" á Orðinu.

Hjá mér persónulega riður traustið efanum burtu, og traust mitt á endurkomu frelsara míns "í krafti sínum", gefur mér fullvissu um það að Guð hafi skapað heiminn "með krafti sínum" án hjálpar frá tilviljunarkenndri milljarða ára þróun.

Kveðja

Birgirsm, 27.9.2009 kl. 01:13

105 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir einlægt svar Birgir, en þróunin er ekki tilviljunum háð ef hönnuður er til staðar. Ekki satt?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.9.2009 kl. 01:16

106 identicon

Það þarf bara að lesa setninguna betur, með á herslu á orðið 'vegna.' Mín trú á Guð er sem sagt ekki byggð á ótta við dauðann. Eins og þú veist alveg af fyrri umræðum jafnt sem kommenti sem ég var rétt að koma með áðan trúi ég mjög mikið á Guð, fullvissaður svo að segja.

. (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 01:35

107 identicon

Bara til að bæta við svari mínu til Gunnars þá er það ekki þannig í bahá'í trúnni að fólk er útskúfað frá himni vegna þess að það er ekki bahá'í trúar.

Í bahá'í trúnni er himnaríki lýst sem nálægð við Guð og helvíti sem fjarlægð frá honum. Himnaríki og helvíti er sem sagt andlegt ástand. Í stuttri bæn sem bahá'íar fara með á hverjum degi segir meðal annars 'Ég ber því vitni að þú hefur skapað mig til að þekkja þig [Guð s.s.] og tilbiðja þig.' Bahá'íar telja að þetta sé tilgangur mannsins og að honum sé náð með' því að rækta andlegar dyggðir og að læra að þekkja vilja Guðs og að því sé náð með því að leita til boðbera Guðs. Boðberar Guðs koma reglulega til mannsins til að leiðbeina honum og hjálpa honum að nálgast Guð. Í þessu felst tvennt. Þeir koma með andlegan boðskap sem er sameiginlegur öllum trúarbrögðum annarsvegar og hinsvegar með leiðbeiningar sem eiga við þann stað og tíma sem boðberinn kemur fram á. Sem bahá'íi tel ég boðskap Bahá'u'lláh eiga best við daginn í dag en á sama tíma geri ég ekki greinarmun og segi að einn boðberi sé betri en annar (þeir sitja allir á sama hásæti í mínum augum).

Af þessu öllu saman leiðir að ég tel að Guð dæmi hvern og einn eftir þeirra eigin aðstæðum, hvað þeir gerðu til þess að bæta líf sitt og annarra og af hvaða marki þeir leituðu sannleikans sjálfstætt (þ.e.a.s. rannsökuðu raunveruleikann). Þegar ég segi að Guð dæmi þá meina ég raunverulega að hann geri okkur einfaldlega kleift að sjá líf okkar opnum augum án sjálfsblekkingar.

Þetta er minn skilningur a.m.k.

kærar kveðjur,

Jakob

p.s. góða nótt :)

. (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 01:56

108 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Sæll guðsteinn

Ég er á svipaðari skoðun nema hvað að ég trúi ekki á eiginlegan guð heldur einhvers konar æðri máttarvöld. Mín skoðun er sú að þróunarsagan er jafnt fram einhverskonar þroskasaga anda sem er sterkari en efnið. Mig langar ekki að sanna fyrir öðru fólki sem ég trúi í hjarta mínu og kýs að hafa það fyrir sjálfan mig en ég mótmæli ekki þróunarsögunni með neinu moti og tel hana einmitt stjórnað af æðri máttarvöldum.

Fyrir mér er lífið óhjáhvæmilegt ferli sem getur ekki endað né farið öðruvísi en þá leið sem það fer.  

Ég ber virðingu fyrir þessari lífsýn þinni ágæti bloggvinur og myndi vonast innilega að fleirra fólk sem opinberar trú sína væri jafn hóvært og þú.

 Guð veri með þér og eigðu góðan dag.

Brynjar Jóhannsson, 27.9.2009 kl. 02:43

109 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mofi:

Hér er mynd á svefnherbergisvegginn þinn.

http://www.talkorigins.org/indexcc/Images/CA230_1Trever.gif

Jón Steinar Ragnarsson, 27.9.2009 kl. 06:53

110 identicon

Guðsteinn, ég reyni að gera hluti eins einfalda og hægt er, but not one bit simpler.... krydda svo með smá gríni :)

DoctorE (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 09:05

111 identicon

FAIL
 Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá.
 Fyrir hana fengu mennirni
r fyrr á tíðum góðan vitnisburð.

DoctorE (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 09:28

112 identicon

Mofi: Eru vísindin ekki aðferðafræði til að öðlast þekkingu á heiminum í kringum okkur?  Eru vísindni ákveðin túlkun á gögnunum og allar aðrar túlkanir ekki vísindi?

Vísindaleg túlkun gagna (einnig þekktar sem tilgátur og ef þær standast tímans tönn, þá kenningar) eru þær túlkanir sem taka tillit til allra þeirra gagna sem við eiga og ganga ekki í berhögg við nein þeirra.

Einar Þór (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 10:31

113 Smámynd: Mofi

Jón Steinar, ég myndi vilja vera á myndinni vinstra megin og á borðinu væri Biblían því að hún er ein af þeim heimildum sem við höfum um fortíðina. Að heimta að taka hana út úr myndinni er svona eins og að biðja einhvern um að komast að því hver drap Abraham Lincon en hann mætti ekki nein neinar heimildir heldur aðeins "staðreyndir" sem hann gæti fundið.

Einar Þór, þá getum við hent þróunarkenningunni á haugana :)

Mofi, 27.9.2009 kl. 12:43

114 identicon

Biblían er ekki söguleg heimild Mofi.... þetta er ævintýrabók.
Páll, Jesú... bara flestir eða allir sem bókin nefnir.. það er mikið vafamál að nokkur af þessum aðilum hafi yfirhöfuð verið til.

Ég get skrifað svona súpersögur, látið þær gerast á td þingvöllum.. sagan væri sönn vegna þess að ég nefni þingvelli.. er það ekki?

Nei góurinn og þið hin sem játið trú á þetta dæmi allt saman, þið hreinlega verðið að fara útfyrir dogmað, útfyrir það að fara á fyrirlestur með Mofa... það er eina leiðin til að átta sig á, að fá þær staðreyndir að þetta er skáldsaga..
Þú heimtar að við sýnum sannanir fyrir þróunarkenningu, þróunarkenning er ein best sannaða kenning vísinda.. að hafna henni í dag er bara hlægilegur bjálfaskapur.
Við biðjum ykkur að sanna guð ykkar, sanna það sem biblía segir.. þið segið að við verðum að afsanna bullið.. að við eigum að bara að lesa biblíu; Hún segi að hún sjálf sé sönn, að Guddi hafi skrifað hana því sé hún sönn... bendið á einhverja ruglukolla.. farið út í tilfinningar og hreint bull..

Sorry Mofi, you have nothing.. zero, bara gamlar kjaftasögur.

DoctorE (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 13:17

115 identicon

Viðbót... Setjum Gunnar Á krossinum ásamt nokkrum vinum hans aftur í tímann...
Þeir koma með hallelújasögur.. Gunnar gekk á vatni, reisti upp dauða, fóðraði eitthvað fólk með brauði og víni...

Þessar sögur verður að horfa á í contexti við að Gunnar og félagar hans eru ofsatrúarmenn.. sjónarvottar eru óábyggilegustu gögn sem hægt er að hafa í nokkru máli.. ef þú bætir inn í að meintir sjónarvottar eru fáfróðir mjög, illa upplýstir með afbrigðum... trúa hverju sem er, meintur vitnisburður er skráður af félögum Gunnars...
Vill einhver hengja líf sitt á slíkt rugl...  vill fólk lifa í slíkri ofursjálfsblekkingu.. allt þeirra líf byggist á einhverjum ofursögum, sögum sem segja að það óumflýjanlega, dauðinn sé ekki raunverulegur ef þú skráir þig inn í að trúa þessu...

Fáránlegt.

DoctorE (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 13:38

116 Smámynd: Óli Jón

Það sýnir sig ítrekað að það má lesa allt eða ekkert út úr Biblíunni og veltur það bara á því hverju lesandinn vill ná út hverju sinni. Nýjasta dæmið er þetta spakmæli:

Það sem Guð hefur sameinað, má maður eigi sundur skilja.

Nú hefur komið í ljós skv. skoðun öfgafyllsta fylgismanni orðs Guðs hérlendis að jafnvel þetta ótvíræða boð er háð skilyrðum og það eru smugur og undankomuleiðir frá því hvívetna. Hann hengir t.d. það utan á þetta ótvíræða boð frá æðsta forstjóra kristinnar trúar að það eigi ekki við ef fólki líður illa eða telur sig vera í þrælsböndum í hjónabandi sínu. Sem er afar hentugt! Fyrir hann!

Allt þetta, og miklu meira til, er rétt skv. Biblíunni:

  • Jörðin er sex þúsund ára gömul, satt!
  • Jörðin er margra milljarða ára gömul, satt!
  • Adam og Eva voru til, satt!
  • Adam og Eva eru dæmisaga, satt!
  • Syndaflóðið átti sér stað, satt!
  • Syndaflóðið er dæmisaga, satt!

Það er ljóst að Biblían sem andlag rök- og umræðna er harla veikur grunnur, enda tel ég að allir, trúaðir sem vantrúaðir, sem lesi þessa bók sjái fyrirvarastjörnur við enda hverrar setningar, sbr.:

Það sem Guð hefur sameinað, má maður eigi sundur skilja.*

Ég skora því á alla skynsama menn að taka Biblíuna út úr þessum umræðum, það fer betur á því að umræðan fari bara fram á "ég trúi" og "ég trúi ekki" forsendunum. Ef einhver segist trúa einhverju, þá er í raun ekki hægt að hrekja það. En ef viðkomandi reynir að finna máli sínu stuðning í Biblíunni, sem er eins og vel smurð snúningshurð þegar kemur að túlkun og framsetningu, þá er fjandinn laus, grínlaust :)

* Túlkist eftir eigin geðþótta, eftir aðstæðum hverju sinni og því sem best hentar. Túlkun þín í dag þarf ekki að vera túlkun þín á morgun.

Óli Jón, 27.9.2009 kl. 14:14

117 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hvað varð um bloggið hér á undan? .. vonandi ekki mér að kenna að því var lokað? ..

Jóhanna Magnúsdóttir, 27.9.2009 kl. 17:10

118 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Já Guðsteinn, hvað varð um skoðanakönnunina um besta kristna bloggarann??????

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.9.2009 kl. 18:32

119 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Svanur, þetta þykja mér ótrúleg sagnfræðileg tíðindi:

"Það sem e.t.v. einkennilegra þótti var að Hindúar, Zóroastertrúarmenn, Búddistar og Múslímar höfðu komist að sömu niðurstöðu samkvæmt útreikningum og spádómum í sínum eigin helgibókum.

Á meðan kristnir væntu Krists í mætti og mikilli dýrð, væntu Hindúar Kalí, Múslímar væntu Míhdi, Búddistar væntu Maitreya o.s.f.r."

Hvaða heimildir hefurðu fyrir þessu? Nú þekki ég búddísma nokkuð vel, ég hef aldrei heyrt minnst á þetta sem þú segir. Hvaða heimildir hefurðu fyrir þessum ótrúlegu uppgötvunum þínum?

Brynjólfur Þorvarðsson, 27.9.2009 kl. 19:45

120 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Svanur og Jóhanna - það er afskaplega einfalt. Ég fleygði henni út, ég er að átta mig að svona lagað hæfir ekki kristnum manni að gera, "blowing your own horn" heitir svona lagað og hjálpaði Jóhanna og fleiri mér til þess að átta mig. Sem ég er afar þakklátur fyrir og reyndar í þakkarskuld við hana og fleiri sem í kringum mig eru. Það er barasta skýringin, og líður mér mun betur fyrir vikið.  :)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.9.2009 kl. 20:09

121 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Brynjar - kærar þakkir fyrir þín orð.  :)

Óli - skoðun þín er kominn á framfæri.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.9.2009 kl. 20:10

122 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Mofi, mig langar að gera athugasemd við þessa efnisgrein:

"Að gera sér grein fyrir að stór hluti af okkar þekkingu um fortíðina kemur frá vitnisburði frá fortíðinni í formi forna handrita eða steintafla. Sumt er áreiðanlegt og full ástæða til að skoða hvort að það sem þessar heimildir segja og athuga hvort að það passar við það sem við sjáum í dag."

Þekking okkar um fortíðina kemur frá rituðum heimildum (steintöflum, handritum osfrv.) og fornleifum. Nýjar ritaðar heimildir finnast ekki oft nú á dögum en fornleifafræðin er gríðarlega afkastamikil og er farin að þvinga fram nýjar sögulegar túlkanir á nánast öllum hinum eldri tímabilum þar sem ritaðar heimildir eru af skornum skammti.

Ritaðar heimildir hafa gildi fyrst og fremst um ritunartíma sinn og þann sem ritar. Ritunartíma er oft erfitt að ákvarða, sérstaklega þegar rit eru aðeins til í afritum. Skjöl sem finnast í vel tímasettum fornleifalögum, og/eða eru skrifuð til/frá persónum sem við þekkjum annars staðar frá eru oftast vel tímasett. Nánast allt annað er erfiðara. Biblían er þannig að lang mestu leyti erfitt að tímasetja, bestu ágiskanir um GT hljóða upp á ritunartíma byrja frá 900-700 f.o.t. og ljúka með apókrýfum ritum á annarri og fyrstu öld f.o.t..

Ritaðar heimildir sem segja frá atburðum sem urðu fyrir ritunartíma eru alltaf varasamar í túlkun. Oft eru það einu heimildirnar sem við höfum og þá setja menn stundum fram varfærnar túlkanir. Um leið og aðrar óháðar heimildir koma til verða túlkanir miklu áreiðanlegri um meginatriði en smáatriði verða áfram varasöm. Rannsóknir mannfræðinga benda til þess að söguminni samfélaga sé ekki meira en tvær kynslóðir. Ritaðar heimildir endast lengur en eru alltaf varhugaverðar vegna ónákvæmni og markmiðs með ritun.

Þannig má segja um höfunda Biblíunnar að þeir styðjist við munnlegar frásagnir og ritaðar heimildir. Hvorugt hefur lifað til okkar dags og við vitum oft lítið sem ekkert um hversu ítarlegar eða áreiðanlegar hinar rituðu heimildir höfunda voru. Höfundarnir eru jafnvel að skrifa það sem þeir telja sig best vita, en sú vitneskja getur verið gloppótt í meira lagi. Um leið og maður fer að velta fyrir sér tilgangi ritunar sem getur t.d. verið áróður í trúarlegum eða pólítískum tilgangi, rýrnar heimildargildi slíkra frásagna enn frekar.

Fornleifafræðin hjálpar oftast lítið með smáatriðin en hún getur hjálpað okkur að sannreyna meginatriði hinna rituðu heimilda. Því miður fyrir sagnfræðinga sem treysta á Biblíuna hefur komið í ljós á undanförnum áratugum að frásagnir af atburðum frá því fyrir uþb. 800 f.o.t. eru mjög varasamar og oft hreinlega rangar.

Þannig er búið að afskrifa lýsingu Biblíunnar á flóttanum frá Egyptalandi og komuna til fyrirheitna landsins út frá fornleifarannsóknum. Það er ljóst að íbúuar Kanaanslands voru þeir sömu fyrir tíma hugsanlegs Mósesar og fram til eyðingar Ísraelsríkis og mannflutninga Assýríumanna og annarra herþjóða.

Aðrar ritaðar heimildir ganga einnig á tímum þvert gegn Biblíunni. Þannig fundu fornleifafræðingar mikið safn bréfa frá 15. öld f.o.t. sem lýsa samskiptum Egypta við íbúa Kanaanslands (Al Amarna bréfin). Bréf þessi eru frumheimildir, þ.e. hinar upprunalegu útgáfur (ekki afrit) og eru skrifuð um eigin samtíma. Þau lýsa ástandi sem er engan veginn sambærilegt við frásagnir Biblíunnar af Móse, Jósúa og dómurunum. Aðrar heimildir um orrustur við Hittíta á 14. öld og yfirráð Egypta yfir Kanaanslandi á miðjum ætluðum dómaratíma Biblíunnar grefur einnig verulega undan trúverðugleika hennar.

Núna á síðustu tímum setja fornleifafræðingar fram alvarlegar athugasemdir við lýsingar Biblíunnar á sameinuðu konungsdæmi Davíðs og Salómons. Slíkt konungsdæmi virðist ekki hafa verið til, stórveldi Salómons ekki heldur. Enn er þetta óafgreitt en þeim mun meira sem menn finna, þeim mun ólíklegri virðist virðist útgáfa Biblíunnar af atburðum.

Allt sem þú segir, Mofi, er rétt - en mig grunar að þú farir ekki eftir því. Þú velur þér heimildirnar fyrst, ákveður heimildagildi þeirra fyrirfram og finnur síðan rök sem styðja þessar ákvarðanir.

Biblían er full af ótrúlegum frásögnum. Hún er einnig full af því sem virðist trúverðugum og sannreynanlegum frásögnum. Þessar frásagnir standast illa aðrar heimildir og fornleifafræði, trúverðugleiki þeirra er orðinn heldur lítill. Af hvwerju ætti maður þá að leggja trúnað við hinar ótrúlegri frásagnir?

Ef höfundar biblíunnar virðast algjörlega fáfróðir um það sem gerðist nokkrum öldum áður, hvernig er þá hægt að taka mark á því sem þeir skrifa um atburði þúsundum árum áður?

Brynjólfur Þorvarðsson, 27.9.2009 kl. 20:13

123 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Brynjólfur.

Af því þú þekkir til búddismans skulum við halda okkur við hann til að byrja með.

Loforðið og spádómana um komu Matreya Búdda er að finna í öllum helstu ritum Búddismans Theravāda Mahāyāna, og Vajrayāna. Sumstaðar er hann nefndur Ajita Bodhisattva.

Í gegn um aldirnar hafa nokkrir gert kröfu til að vera þessi "endurlausnari" enda gert ráð fyrir birtingu hans eða endurkomu oftar en einu sinni.

En "síðasta" birting hans er upphafið á gullaldartíma mannkynsins sem hefst eftir að það stendur af sér miklar þrengingar.

Á nítjándu öld komu upp ýmsar hreyfingar í löndum Búdda trúar sem byggðu á þessum endukomu pælingum og urðu flestar að bardagalistar-hreyfingum.  

Fjölmargir Búddistar í Viet Nam gengu þó til liðs við Bahai trúna á þessum forsendum, áður en trúin var bönnuð þar þegar kommúnisminn á.

Frægust þessara hreyfinga sem byggði á endurkomu kenningunum (Hvíti Lótusinn)  var án efa Boxarahreyfingin í Kína sem lauk með hræðilegu blóðbaði þegar meðlimir hennar reyndu að yfirtaka Peking 1899.

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.9.2009 kl. 20:27

124 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Gott hjá þér Guðsteinn :) (þetta með könnunina)

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.9.2009 kl. 20:29

125 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Muhammad al Mahdi, tólfti Imaminn, var afkomandi Múhameðs  í beinan karllegg. Árið 874 barn að aldri, hvarf hann sjónum manna inn í helli undir moskunni í Samarra. Þannig varð til arfsögnin um hinn "hulda Immam" eða hinn lofaða Qaim. (Sá sem mun rísa)

Samkvæmt trúarhefðum Shiah múslíma átti hinn "huldi Immam" að snúa til baka eftir þúsund ár og og flytja mannkyninu frið, réttlæti og farsæld og enda þannig boðskipun Múhameðs.

Snemma á 19 öld risu upp kennimenn á borð við Shaykh Ahmad og eftirmann hans Siyyid Kazim sem fóru fyrir "endurkomu hreyfingunni í Kabalá (nú í Írak) sem sögðu hinn lofaða vera í nánd.

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.9.2009 kl. 20:58

126 identicon

Athugasemd með "Blow your own horn"... er eitthvað að því, mun fyrirmynd ykkar, hann Sússi ekki koma yfir olíufjallið og blása í sitt horn.
Bara frekja að bannað öðrum að gera það sama og fyrirmyndin.. bæði bókstaflega og ekki.
Það er nokkuð ljóst að ef enginn maður hefði "blásið í sinn eigin lúður", að þá værum við enn að kultrúast um í hellum og öðrum skúmaskotum.

:)

Tada

DoctorE (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 21:00

127 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sæll Svanur og takk fyrir tilsvörin.

Fyrst varðandi búddismann, upplýsingarnar sem þú gefur um Matreya (Maitreya) er að finna á Wikipedia undir því nafni og þú virðist hafa sótt hluta af upplýsingum þínum þaðan (þú nefnir hinn þriðja veg, það er umdeilt og sjaldan sett fram jafnfætis hinum tveimur).

Aðal síðan um búddisma á Wikipedia nefnir ekki Maitreya né eskatólógískan búddisma. Grein á Wikipedia um eskatólógisma nefnir ekki búddisma.

Wikipedia er frábær heimild en ekki fullkomin. Þegar kemur að trúarbrögðum er hún jafnvel hættuleg. Greinin um Maitreya nefnir að hugsanlega sé hér um að ræða íranska guðin Miþra. Búddístar tóku gjarnan eldri guði og bættu þeim við lista búdda og bódísattva. Maitrea greinin nefnir einnig að Maitrea búdda kemur aðeins fyrir í einni sútru sem hefur vafasamt orð á sér.

Mín kynni af búddísma gegnum ýmis rit hafa ekki nefnt neina eskatólógíu. En þar sem sútrurnar eru taldar vera 80.000 talsins held ég að finna má flest það sem manni dettur í hug ef leitað er nógu lengi. Ég neyðist samt til að álykta að þessi búddíski eskatólógísmi sé eitthvað sem mjög fáir hafa þekkt til, og að það að þeir hafi getað reiknað út einhver endalok heimsins eftir ákveðinn tíma hljómar mjög vafasamt. Eða veistu betur, Svanur?

Trú á Al Mahdi er vissulega til sem n.k. endurlausnara, tólfti ímaminn sem birtist örfáum árum fyrir heimsenda. Þessa trú er einkum að finna meðal shía múslíma en einnig súfi og almennra súnni múslíma. Sú trú að tólfti ímaninn sé á einhvern hátt lifandi en í felum eftir þúsund ár, og muni birtast innan við 20 árum fyrir heimsendi.

En hefurðu heimildir fyrir því að múslímar almennt hafi getað talið sig spá fyrir um heimsendi á ákveðnum tíma? Það finn ég ekki.

Brynjólfur Þorvarðsson, 27.9.2009 kl. 22:19

128 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Heimildir mínar um Maitreya eru nú ekki allar af netinu, en hér er netheimild sem kemur heim og saman við það sem ég veit. Hér og Hér

Um Mahdi er fjallað fyrst og fremst af fræðimönnum Íslam og sérstakir skólar, eins og ég nefndi, helgaðir stúderingum á komu stofnaðir m.a. í Karbílá á 19 öld. Í kjölfarir urðu nokkrir múslímar til að gera tilkall til titilsins og lista yfir þá er örugglega að finna á netinu.

Þeirra þekktastur er eflaust sá sem nefndi sig Báb og yfir 20.000 af fylgjendum hans voru drepnir á nokkrum árum um miðbik a19 aldar í Persíu. Um hann er að finna gnægð upplýsinga á netinu.

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.9.2009 kl. 23:00

129 Smámynd: Mofi

Brynjólfur, stærsta ástæðan fyrir því að guðleysingjar hafa afskrifað mikið af þeim sögum sem Biblían hefur er vegna þess að þeir eru guðleysingjar; ekki vegna þess að þeir hafi alvöru gögn sem gefi þeim ástæður til að hafna þeim. Heimildir um Davíð konung eru til utan Biblíunnar svo ástæðulaust að efast um tilvist hans. Sömuleiðis er margt sem bendir til þess að sagan um för gyðinga úr Egyptalandi gerðist eins og þessi mynd hérna fjallar um, sjá: http://video.google.com/videoplay?docid=-4305370740783955461#

Þú virðist halda að aðra heimildir stangast á við Biblíuna en getur þú bent á einhverjar?

Mofi, 28.9.2009 kl. 08:24

130 identicon

Já Mofi... ef ég skrifa lygasögu og nefni Davíð Oddsson... þá verður sagan sönn.. Húrra

Við höfnum ekki biblíu vegna þess að við erum guðleysingjar, við höfnum henn vegna þess á hún hefur ekkert sem bakkar hana upp, þvert á móti er allt sem bendir til þess að hún sé ekkert nema hugarfóstur fornmanna...

DoctorE (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 09:59

131 Smámynd: Óli Jón

Guðsteinn: Þetta er meira en skoðun mín, þetta eru staðreyndir. Biblían, sem á að vera innblásin heilögum anda og skrifuð undir handleiðslu alviturs og almáttugs Guðs er bara ekki nákvæmari eða betri en svo að hver sem er getur lesið það sem honum sýnist úr henni.

Hér þrefar fólk um hvort jörðin sé sex þúsund ára gömul. Það er hægt að það af Biblíunni að svo sé. Það er líka hægt að ráða það af Biblíunni að svo sé ekki.

Hvernig getur hún þá verið forsenda í rökræðunni um hvort jörðin sé sex þúsund ára gömul eða ekki?

Óli Jón, 28.9.2009 kl. 11:02

132 identicon

Ég sé ekki nokkurn mun á neinum trúarbrögðum.. þau eru öll eitthvað á þessa leið
http://doctore0.wordpress.com/2009/09/28/jehovahs-witnesses-and-mormonism/

Fyndið hvað trúaðir eru blindir á alla dellu nema sína eigin.. :)

DoctorE (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 12:23

133 identicon

Ehh uhh Sjá delluna í augum annarra.. en ekki í eigin dellu :)

DoctorE (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 12:24

134 Smámynd: Mofi

Óli Jón, af hverju heldur þú að það er verið að flokka fólk sem bókstafstrúar og frjálslinda í svona umræðu?  Þeir sem vilja meina að lífið á jörðinni er búið að vera að þróast í mörg hundruð miljóna ára sjá það ekki úr Biblíunni heldur reyna að troða því sem þeir telja vera satt í Biblíuna sjálfa þó að hún gefa ekki tilefni til þess.

Fyrir mitt leiti er Biblían skýr og eina sem ruglar fólk í ríminu eru hefðir og kenningar manna sem það á erfitt með að hafna þrátt fyrir hvað Biblían segir. Auðvitað eru til einhver dæmi þar sem Biblían mætti vera skýrari en þau eru fá.

Mofi, 28.9.2009 kl. 12:31

135 identicon

Tálsýnin um eilíft líf er það sem blindar þig fyrir staðreyndum Mofi...

Auðvitað er hlægilegt að reyna að skilja biblíu eftir behag, en það eru allir í þeim pakkanum.
Meira að segja þú sjálfur ferð ekki eftir biblíu nema að örlitlu leiti.. þannig að þú getur ekki verið að gagnrýna aðra fyrir það sama...

DoctorE (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 13:19

136 identicon

Guðsteinn ég gleypti tunguna á mér þegar ég las þetta

"Þeir kunna að segja við mig að ég sé trúlítill eða eitthvað á þá leið, en sköpunarsöguna lít ég sjálfur á sem fagurfræðilega leið til þess að útskýra fyrir bronsaldarmönnum hvernig heimurinn varð til. Sumu á ekki að taka bókstaflega því annars værum við illa stödd. "

Þarna er ég ekki sammála þér frekar en svo mörgu öðru sem hér hefur verið ritað og kannski ætti ég ekki að vera að lesa svona skrif, mér hentar ágætlega að fylgja því sem stendur í Hebreabréfinu:

Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá.
 Fyrir hana fengu mennirnir fyrr á tíðum góðan vitnisburð.
 Fyrir trú skiljum vér, að heimarnir eru gjörðir með orði Guðs og að  hið sýnilega hefur ekki orðið til af því, er séð varð.
Heb. 11:

Einfeldningur; já ef það kallast það, mér er nokk sama. Stundum finnst mér ég eiga svo margt sameiginlegt með almúganum í Nýju fötum keisarans. Það er svo margt sem við mennirnir getum ekki útskýrt og þ.á.m. hinar ýmsu sögur Biblíunnar. Hvað hið sanna er læt ég Guð um, fæ öruglega útskýringar á því á Himnum, þangað til ætla ég bara að trúa orði Guðs með þeim takmörkunum sem greind minni er sett.

Áslaug Herdís Brynjarsdóttir (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 15:28

137 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Áslaug - þú ert enginn "einfeldingur", það er enginn að halda því fram að nokkur sé slíkt sem á þetta trúir. En á meðan að það er ekki "fullvissa" um þessa hluti, þá tel ég það ekki vera í mínu hlutverki að segja hvað er þá rétt í þessu. Það er mergur málsins. Og eru þessar kenningar í samræmi við þá kirkju sem ég tilheyri, og greinilega skilur á milli okkar safnaða. Sem er ekkert slæmt, heitir aðeins mismunandi skoðanir og áherslur.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.9.2009 kl. 15:50

138 identicon

Áslaug.. þú veist ekkert um hvort þetta er orð guðs.. bókin hefur verið í þróun öldum saman...
Það sem þú ert að segja er að ef bókin segist vera orð guðs.. að þá sé hún orð guðs.. ef bókin segir að 2 + 2 = 10000, munt þú þá trúa þvi?

Er það ekki að gera lítið úr guði sínum ef manneskjur taka augljóst rugl og trúa því bara vegna þess að bókin segist vera orð guðs, og að hún sé sönn.
Er það ekki guðlast.. ég myndi ætla það.

DoctorE (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 17:32

139 identicon

Doctor E, Jæja heldur þú að það væri guðlast, gott að þú sért farinn að velta því fyrir þér.En þetta með stærðfræðina, þar hittirðu á veikan blett hjá mér, hef aldrei verið góð í henni.

Guðsteinn, ég veit satt að segja ekki hvað minn söfnuður hefur um málið að segja, hef reyndar oft mótmælt Snorra Óskarssyni, ef mér finnst hann ekki fara með rétt mál. Trúlega er ég frekar öfgafullur bókstafstrúar maður frekar en einfeldningur 

Áslaug Herdís Brynjarsdóttir (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 17:56

140 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Sömuleiðis er margt sem bendir til þess að sagan um för gyðinga úr Egyptalandi gerðist eins og þessi mynd hérna fjallar um, sjá: http://video.google.com/videoplay?docid=-4305370740783955461#

Mofi, ertu að grínast? Einhverjir menn að ferðast um Sádi-Arabíu og finna helli og eitthvað vin og einhverja steinveggi?

Brynjólfur, stærsta ástæðan fyrir því að guðleysingjar hafa afskrifað mikið af þeim sögum sem Biblían hefur er vegna þess að þeir eru guðleysingjar; ekki vegna þess að þeir hafi alvöru gögn sem gefi þeim ástæður til að hafna þeim. Heimildir um Davíð konung eru til utan Biblíunnar svo ástæðulaust

Er William Dever guðleysingi? Er Israel Finkelstein guðleysingi? Þetta er ótrúlegt bull hjá þér. Þú ættir að prufa að lesa bók um þetta efni.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.9.2009 kl. 18:02

141 identicon

DoctorE er örugglega trúfastastur af okkur öllum :)

Áslaug,,,, við förum ekki til himna samkvæmt biblíunni, hið eilífa líf er á jörðu niðri, lesið biblíuna ykkar :)

Einungis 144 þúsundir fara til himna og við verðum örugglega ekki í þeirra hópi

Sigurður Helgason (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 00:38

142 Smámynd: Mofi

Hjalti
Mofi, ertu að grínast? Einhverjir menn að ferðast um Sádi-Arabíu og finna helli og eitthvað vin og einhverja steinveggi?

Þeir fundu miklu meira og hve mikið þarf að finna til að hafa stuðning fyrir sögu sem Biblían segir að hafi gerst?

Sigurður Helgason, trú Docktors E er alveg brennandi heit, fátt sem kveikir í jafn miklum bloggum og trúarhiti Doctorsins :)

Það fara síðan miklu fleiri til himna en 144.000

Mofi, 29.9.2009 kl. 08:37

143 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þeir fundu miklu meira og hve mikið þarf að finna til að hafa stuðning fyrir sögu sem Biblían segir að hafi gerst?

Þeir fundu ekkert merkilegt. Hve mikið þarf að finna? Það er amk ekki nóg að finna helli og vin.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.9.2009 kl. 09:12

144 Smámynd: Mofi

Hjalti, mér fannst að þeir fundu margt mjög merkilegt og er dáldið undrandi á þessum athugasemdum þínum. Horfðir þú virkilega vandlega á myndina?

Mofi, 29.9.2009 kl. 09:44

145 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég verð að viðurkenna að ég hálf-hætti að fylgjast með þegar annar mannanna fór að tala um að eingöngu gyðingar hefðu framkvæmt brennifórnir og það væri merkilegt að finna ummerki um brennifórnir í ríki múhameðstrúarmanna.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.9.2009 kl. 09:57

146 Smámynd: Mofi

Hjalti, ehh... :)

Mofi, 29.9.2009 kl. 10:15

147 identicon

Hjalti,,,,,hvað stendur í þinni biblíu í opb 5:9, 10; 20;4

kól 1:18; 1pt 2:21.............opb14:1  3; 7:4, 9

Ertu að segja mér trúlausum eins og doktorinn að biblían sé röng,

Eða má bara taka það sem hentar út ef ekki hvar stendur hvað margir fara til mimna í þinni biblíu og hvar svo ég geti lesið það í minni.

Eða eru það bara getgátur, og stendur hvergi,

Sigurður Helgason (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 10:42

148 identicon

Já Mofi, biblían er röng.. hún getur vart verið vitlausari... eins og ég hef sagt svo oft; Að tengja biblíu, kóran eða önnur trúarrit við Gudda, það hlýtur að vera mesta guðlast ever... guðinn er hreinn villimaður, bókin algerlega úti á þekju.

Þú sjálfur velur þér eitthvað úr bókinni, velur alveg snælduvitlausa hluti að mestu.
Þú verður að athuga að geggjaður maður getur bullað árum saman, skrifað niður ruglið.. hann mun á einhverjum tímapunkti hitta á eitthvað sem gæti staðist.. en hann gerir sér enga grein fyrir því.... þú grípur slíkt á lofti og telur það einhverja sönnun.
Ef þú kaupir 10 raðir í lotto, svo er dregið og á öllum miðanum færð þú eina rétta tölu... það er ekki vinningsmiði Mofi.
Grow up dude

DoctorE (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 11:19

149 identicon

átti að vera ,,,,,MOFI hvað stendur í þinni biblíu, ekki Hjalti

sigurður helga (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 11:35

150 Smámynd: Mofi

Sigurður Helga, 144.000 eru ákveðinn hópur og ég sé ekki betur en er sá hópur sem mun upplifa síðustu stundir þessa heims, sem sagt vera á lífi þegar Kristur kemur aftur.

Mofi, 29.9.2009 kl. 16:31

151 identicon

Mofi vill ekkert leggja út á það sem ég er að segja :)

Veistu Mofi að þú ert bara enn einn af þúsundum krissa í gegnum aldirnar sem telja að þeir hafi lifað á síðustu tímum :)

DoctorE (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 17:07

152 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Mofi, takk fyrir tilsvarið.

Ég nefndi einmitt heimild í síðustu færslu minni sem er miklu traustari en Biblían frá hefðbundnu sagnfræðilegu sjónarmiði og sem gerir frásögn Biblíunnar af Dómaratíma algjörlega ótrúverðuga.

Þessi heimild er El-Amarna bréfin, og sem heimild um Kanaan á dómaratíma er hún langtum betri en frásögn Biblíunnar. Bréfin fundust í frumriti og á þeim stað þar sem þau voru móttekin. Þau eru nærri 2000 árum eldri en elsta þekkta handrit Biblíunnar, og þau eru í frumriti. Þau voru rituð á þeim tíma sem þau lýsa, í þeim tilgangi að bera upplýsingar milli þegna Egypta og Faraó á árunum 1388 til 1322 f.o.t. Frásögn Biblíunnar af sama tímabili er rituð 400 - 600 árum seinna í fyrsta lagi.

Í stað sjálfstæðs Ísraels dómaratímabilsins fáum við lýsingu af síð-bronsaldar samfélagi eins og það þekktist um öll Miðausturlönd. Í stað stórkostlegra sigra Jósúa og Ísraelslýðs yfir borgum og bæjum fáum við beiðni smákóngsins yfir Jerúsalem, Abdi-Heba, um að Faraó sendi nokkra hermenn svo hann fái ráðið niðurlögum óróaseggja sem njóti stuðnings smákónganna í Geser, Askelon og Lakish. Yfirráð Faraó yfir Kanaan eru algjör, Abdi-Heba kallar sig undirkonung og segist hafa fengið konungsdæmið yfir Jerúsalem að gjöf frá Faraó.

Samkvæmt Biblíunni átti Jerúsalem á þessum tíma að vera byggð Ísraelsmönnum sem höfðu flúið frá Egyptalandi, lifðu án konunga, og höfðu löngu sigrað borgirnar Geser, Askelon og Lakish.

Hjalti nefnir Israel Finkelstein, hann er helsti fornleifafræðingur Ísraelsmanna en hann leiddi rannsóknir sem hófust eftir sex daga stríðið 1967 þegar ísraelskir fornleifafræðingar fengu aðgang að þeim svæðum sem talið er að Ísrael og Júdea til forna hafi náð yfir (hálendið sem við köllum í dag Vesturbakka Palestínu).

Til að skýra þetta aðeins fyrir þeim sem ekki átta sig á ártölunum: Samkvæmt Biblíunni gæti flóttinn frá Egyptalandi undir leiðsögn Mósesar hafa átt sér stað uþb. 1450 f.o.t. Margir hafa reynt að staðsetja flóttann nánar út frá þekktum persónum í Egyptalandi eða öðrum sagnfræðilegum atburðum og fengið tímasetningar frá 1500 - 1250 f.o.t.

Um miðja 15. öldina (c.a. 1450 f.o.t.) barðist Egypskur her við sameinaðan her Kanaansmanna fyrir neðan Megiddofjall (har Megiddo = armageddon). Egyptar unnu og réðu í kjölfarið yfir Kanaanslandi næstu aldirnar. Síðustu hersveitir Egypta eru taldar hafa yfirgefið Kanaansland um 1150 f.o.t. en lengst voru þær í borgum á borð við Jerikó. Móses og Jósúa hafa ekki getað flúið Egyptaland og hernumið Kanaansland milli 1450 og 1150, Kanaansland var egypskt yfirráðasvæði.

Ísrael var samkvæmt Biblíunni sameinað undir Sál konungi uþb. árið 1050 f.o.t., þá hafði Dómaratímabilið svokallaða staðið í margar aldir samkvæmt Biblíunni.

El Amarna bréfin dekka 14. öldina f.o.t. og lýsa samfélagi sem ekki samrýmist lýsingu Biblíunnar. Önnur frumheimild, þ.e.a.s heimild sem til er í frumriti (eins og El-Amarna bréfin) er frá 1207 f.o.t. og nefnist Mernapteh-áletrunin. Þessi heimild er fræg þar sem hún er talin nefna Ísrael á nafn. Hins vegar styður hún engan veginn frásögn Biblíunnar af þessum tíma. Mernapteh Faraó hreykir sér af því að hafa sigrað og gjöreytt Geser, Askelon og Ísrael. Samkvæmt Biblíunni átti enginn slíkur sigur sér stað, þvert á móti ríkti dómaratímabil sjálfstæðrar ísraelsþjóðar og alla vega Geser var hluti af yfirráðasvæði Ísraelsmanna.

Síðasta mögulega tímasetning Mósesar er talin um 1250, en innrás Mernapteh er tæpri hálfri öld síðar. Biblían stenst greinilega ekki.

Enn aðrar heimildir í frumriti lýsa atburðum sem urðu um 1180 f.o.t. en þá réðust svonefndar sæþjóðir inn yfir Miðausturlönd og ollu usla hvarvetna. Nýríkið egypska leið undir lok, Úgarít var brennd, bronsöld hinni síðari lauk.

Samkvæmt fornleifafræðingum ísraelskum hrundi borgmenning Kanaanslands um 1200 f.o.t.. Samkvæmt Biblíunni ríkir dómaratímabil þar sem Ísraelslýður í hundraðaþúsundatali ríkir yfir Kanaanslandi. Fornleifafræðin sýnir að hálendið, hið eiginlega Ísrael/Júdea, var mjög strjálbýlt um 1200 en upp úr því fara að myndast minni þorp. Fornleifar sýna að íbúar þessara þorpa voru íbúar láglendis Kanaanslands sem trúlega hafa leitað annarra heimkynna eftir hrun bronsaldarmenningarinnar.

Á þeim tíma sem Sál á að hafa verið konungur yfir sameinuðu Ísraelsríki, uþb. frá 1050 til 1000 f.o.t, sýnir fornleifræðin að þar bjuggu fátækir þorpsbúar án nokkurs sem minnir á miðstýringu. Íbúar hálendisins voru hugsanlega orðnir um 50.000 árið 1000 f.o.t., langt undir þeim mannfjölda sem þarf til til að standa undir konungsríki af þeirri stærðargráðu sem Biblían talar um.

Davíð er skv. Biblíunni talinn hafa ríkt frá 1000 til 970. Engar fornleifar styðja frásögn Biblíunnar en svonefnd Tel Dan áletrun frá uþb. 840 f.o.t. nefnir "hús Davíðs" sem gæti átt við konungaætt með upphaf í Davíð. Að einhver Davíð hafi verið til er því mjög sennilegt.

Salómon er talinn ríkja frá 970 til 930 skv. Biblíunni, yfir stórveldi sem teygir sig yfir öll nágrannalönd Ísrael. Eins og kemur vel fram í Wikipedia færslunni um Salómon hafa engar fornleifar staðfest þessa frásögn. Eldri fornleifafræðingar, með Biblíuna í annarri hendinni og teskeiðina í hinni, þóttust hafa fundið leifar af byggingaframkvæmdum Salómons en þær niðurstöður eru dregnar verulega í efa af yngri fornleifafræðingum. Hér er lýsandi dæmi um það sem Wikipedia segir um þennan stórkonung Biblíunnar: "The archaeological remains that are still considered to actually date from the time of Solomon are notable for the fact that Canaanite material culture appears to have continued unabated; there is a distinct lack of magnificent empire, or cultural development - indeed comparing pottery from areas traditionally assigned to Israel with that of the Philistines points to the Philistines having been significantly more sophisticated."

Jerúsalem er ágætis dæmi. Samkvæmt Biblíunni var Jerúsalem höfuðborg stórveldis þeirra Davíðs og einkum Salómons. Fornleifar benda hins vegar til þessa að borgin hafi varla verið í byggð á tíundu öldinni, stjórnartíma þeirra félaga. Litlar sem engar fornleifar finnast frá tíundu öld þó þær finnast frá fyrri tímabilum og síðari tímabilum. Alvarlegast verður að telja skortinn á öskuhaugum með leirkerabrotum, slíkt finnst alls staðar þar sem einhver byggð var að ráði. Ef við ættum að trúa Biblíunni ættum við að finna stóra öskuhauga og við ættum einnig að finna ummerki um almenna ritkunnáttu í þessum öskuhaugum, þ.e.a.s. árituð leirkerabrot. En ekkert af þessu finnst. Sagnfræðin og fornleifafræðin afskrifa Biblíuna nánast að fullu fram til uþb. 900 f.o.t.

Vísbending um rítunartíma Biblíunnar má sjá í þeim atburði þegar fimmta Mósebók "fannst" við lagfæringar á musterinu árið 621 f.o.t., í stjórnartíð Jósía konungs yfir Júdeu. Þarna er kominn ritunartími fimmtu Mósebókar sem og konungabókanna og króníkubókanna. Þarna er komin pólítíska nauðsyn biblíunnar, draumar Jósía um að nýta sér veikleika Assýríumanna og Egypta til að skapa öflugt ríki með Júdeu sem miðpunkt. Til þess þurfti hann sameiningarafl, og það sameiningarafl var trúin.

Jósía lagði undir sig hið forna Ísrael, norðurríkið (núverandi Vesturbakka) og eyðilagði markvisst trúarmiðstöðvar og musteri. Babýlóníumenn í austri nýttu sér einnig veikleika Assýríumanna og hófu hernað gegn þeim og mynduðu bandalag við Júdeu. Assýríumenn mynduðu gagnbandalag með Egyptum. Á leið sinni norður mætir egypski herinn Jósía í broddi Júdeumanna, við Meggiddófjall. Jósía gjörtapar orrustunni og er drepinn. Bæði síðari konungabók og síðari króníkubók enda á í raun á þessum atburði, algjörlega misheppnuðu pólítísku spili Jósía. En áróðursrit hans, Biblían, átti eftir að endast lengur en nokkur átti von á.

Brynjólfur Þorvarðsson, 29.9.2009 kl. 20:41

153 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér var nú nóg að sjá upphafið á þessari mynd Mofi.

Verst að koma ekki trailerröddinni til skila: Tvo ordinay men. One Bible.

Annars Vil ég vinsamlegast skora á þig að verða við beiðni Hjalta um að opna bók og lesa t.d. Bækur Israel Finkelstein og Silberman. Alvöru fræðimenn. Trúaðir en unbiased.  Þú ert raunar ekki viðræðuhæfur um efnið fyrr.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.9.2009 kl. 20:48

154 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Takk brynjólfur fyrir frábæra samantekt.  Það er eitt, sem ég vil bæta við varðandi Exodus og sum feiknin í fyrstu Mósebókunum, en það er sprengingin í Thera (Santorini) á 17. öld fyrir krist. Þetta var spenging á við 4-5 falda Karakatá, sem leiddi gríðarlegar hamfarir og flóð yfir þetta svæði allt og má kenna merki þessara hamfara norður til Írlands og jafnvel til Grænlands.  Ég er nokkuð viss um að sá atburður liggur til grunns mörgu því sem kemur fram í munnmælum og goðsögnum þessa tímabils. (sjá: Minoan Eruption)

Jón Steinar Ragnarsson, 29.9.2009 kl. 21:15

155 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ekki síst Guðsóttann, hinn refandi Guð og mikilfenglega, sem og hugmyndir um endalok heims og fallvaltleikann yfirleitt.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.9.2009 kl. 21:17

156 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Binni, þú segir að El-Amarna bréfin séu betri heimild en Mósebækurnar. Hvernig getur það verið? Eru þessi bréf óskeikul rit eftir guð sjálfan?!

Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.9.2009 kl. 21:24

157 identicon

Sem sagt það sem hentar mér, ég trúlaus les þetta sem,

takmarkaður fjöldi verða konungar með Kristi,,,,,,,, er hægt að miskilja eða beita út frá þessum orðum.

144 þúsund fá sérstöðu sem engir aðrir hafa,

Kristur verður fyrstur aðrir koma síðar , hann var reistur til himna, hvar eru hinir þá eru þeir ekki dauðir enn og bíða upprisuna,og koma síðar  Kól 1:18 1pt 2:21

DoCtorE þarna sérðu þeir trúuðu trúa ekki einu sinni á biblíuna hvernig í andskotanum eigum við að geta það,

Nokkrar spurningar sem ég er að leita að í biblíu,,,,,,, eru,

hvaðan kemur krossinn,í bókinni stendur að Kristur var hengdur upp á tré, þið sem kunnið bókina (ekki) gætuð kannski bent mér á það,hvar það stendur að hann hafi burðast með kross, rómverjar splæstu kross á höfðingja en hengdu ræningja og aðra upp í næsta tré,

ef Kristur hefði verið hengdur væru þá allir kristnir menn með snöru um hálsinn,  

Og segið hér eitt þið kristnu menn af hverju af annað boðorðið fjarlægt úr biblíunni :)  

Hentaði það ykkur ekki er hægt að fjarlægja orð guðs bara sí sona,,,

Eða er það málið að HERRA þessa heims er við stjórnvölina í söfnuðum ykkar ,,,, kallaður SATAN,,,,,,

Spurningar heiðingja sem skilur kannski ekkert, en kemur honum spánskt fyrir sjónir, er kannski þessi bók biblían merkingalaus og ég geri bara það sem mér hentar hverju sinni ????????

sigurður helgason (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 21:26

158 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Hjalti, ég verð að játa að El Amarna bréfin eru ekki rituð af Guði. En þau eru rituð til guðs, ætli það verði ekki að duga sem næsti bær við?

Brynjólfur Þorvarðsson, 29.9.2009 kl. 21:30

159 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hmmm? Sigurður Helgason er sem sagt Votti. Ekki var nú á delluna bætandi.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.9.2009 kl. 22:49

160 identicon

jón ,,,,,,,  votti er ég ekki, heitir að vísu vottur, ef allar ágiskanir þínar eru svona  er þá ekkert að marka þig, var í svokallaðri þjóðkirkju en er núna með minni íslensku trú ásatrúnni, þar fær maður að drekka vel og eta líkar það vel, get notað mínar þjóðsögur en ekki gyðinga :)

EN hef velt þessum spurningum fyrir mér og fæ engin svör frá trúuðum kannski vottarnir geti svarað því hef alltaf vísað þeim á byr þegar þeir koma greyin,hef fleiri spurningar fyrir hina trúuðu sem engin svör fást við veist þú JÓN af hverju annað boðorðið var tekið út ????????

sigurður helgason (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 01:32

161 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þessar biblíutilvitnanir og afbrigðilegheit, sem þú nefnir bera þess allavega vitni að þú hafir verið að grúska á síðum Votta Jehóva. Þetta er algerlega upp úr þeirra bóku. Líka þetta með boðorðin.

Boðorðin eru nákvæmlega eins í Kaþólskri biblíu og Lúterskri biblíu. Þetta er eins og ég segi eitthvsð soundbite af vænisjúkum síðum sértrúarsöfnuða.

Eitthvað eru boðorðin þó breytileg. Þá aðallega stytt þarna fremst. Sabbath (Laugardagur) verður að hvíldardegi etc. 

Annars langar mig að vita, ef þú ert Ásatrúar. Trúir þú virkilega á þetta eða er það bara svona spezmennska eins og hjá mörgum?

Jón Steinar Ragnarsson, 30.9.2009 kl. 01:46

162 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér eru boðorðin eins og þau koma fyrir: Smella hér.

Þú verður vafalaust hissa á hversu mikið umfangsmeiri þau virðast, miðað við það sem kennt er almennt. En svona eru þau.

Boðorðin eru raunar ekki talin upp sem slík í biblíunni, heldur eru þau svona týnd saman úr annarri og fimmtu Mósebók. Raunar eru þau miklu fleiri og ansi smásmuguleg mörg. (27 stk)

Þetta er t.d. eitt:

20 The firstborn of a donkey you shall redeem with a lamb, or if you will not redeem it you shall break its neck. All the firstborn of your sons you shall redeem.

No one shall appear before me empty-handed.

Það má því spyrja sig af hverju menn plokkað svona út úr þessu. Líklegast hefur það verið eitthvert kirkjuþingið eða kirkjufaðirinn, sem hefur gert þetta og kannski af skiljanlegum ástæðum.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.9.2009 kl. 02:04

163 identicon

Jón er ekki í lagi með þig að halda að ég sé vitlaus að trúa á þjóðsögur lol :)

En þetta eru þjóðsögunar okkar en ekki gyðinga,

skemmtilegur félagskapur og ekkert hálfkák eða helgislepja góður matur til að fylla magann og gott vín og svo bunar dansinn og konurnar eru fagrar eins og hér áður fyrr,

Hef ekki verið á síðum trúarsafnaða, en er að lesa bókina þó erfitt sé, og skil ekki hvað menn skilja ekki, en sá hvergi krossinn nefndan heldur tré og er með tvær útgáfur að bókinni eina sem afi átti og þar eru boðorðin ekki eins og í þeirri níu, og það er margt fleira sem kemur mér á óvart og er farin að presturinn sem kenndi mér væri bara lygari, alla vegana fór  hann ekki eftir bókinni góðu :)

Sigurður Helgason (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 02:44

164 identicon

já þú  meinar, svona er hægt að ljúga að manni endalaust ef maður skoðar þetta ekki sjálfur, hvaða furðuverur eru þetta sem er í vötnunum undir jörðinni eða las ég þetta ekki rétt, hvergi minnst á þær í sköpunarsögunin eða er ég farinn að verða of bókstafstrúar lol

Óðin og Þór eru ekki svona hefnigjarnir að það bitni á börnunum mínum í 3 til 4 ætlið, held mig við þá en ætla að halda áfram að lesa,

Vandamálið að ég trúi ekki þróunarkenningunni heldur of margt sem vantar þar :(

Sigurður Helgason (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 03:11

165 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gott að þú skulir vera að lesa bókina. Fátt kemur manni út úr þessum ranghugmyndum fljótar.

Ekki get ég sannað hvort guð er ekki til, en ég er nokkuð viss um að hann er ekki sá guð, sem valsar um í biblíunni. 

Það er óþarfi að rugla þróunarkenningunni og trú saman. Ég held að þú verðir bara að lesa þig til um hvað hún er. Mér sýnist þú ekki alveg vera með það á tæru. Hún er það besta, sem við höfum og ekki hefur hún verið afsönnuð s.l. 150 ár, svo það eru ekki margar kenningar, sem eru svo sterkar. Þú veist að aðdráttaraflið er kenning og sýklar einnig t.d.  Þetta er ekki tilgáta. Megnið af læknavísindum samtímans byggja á þessu.

Það eru einungisa þeir, sem trúa hverjum stafkrók bókarinnar, sem eru að agnúast út í Darwin af hyldjúpri vanþekkingu, skrumskælingu og lygi.  Þetta er svona í anda miðaldanna, þar sem kirkjan sendi heiminn í svartnætti fáfræði í 1500 ár, af því að veruleikinn stemmdi ekki við bókina. Þeir brenndu öll vísindarit fornaldar, sem þeir komust í. Það voru Múslimir, sem varðveittu gömlu grísku heimspekina og vísindin. Annars vissum við ekkert af þeim.

Án irkjunar hefðum við sennilega farið til tunglsins árið 1200. Það er eitt og annað sem þeir hafa þurft að éta ofan í sig, eins og að jörðin sé ekki flöt og að jörðin sé á sporbaug um sólu en ekki miðja alheimsins. Það eru þó ekki nema nokkur ár, sem bannfæringunni var létt af Galileó.

Þú ættir að grúska í þessu. Þetta er skemmtieg stúdía og sorgleg einnig.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.9.2009 kl. 04:45

166 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars er ég kominn af Óðni. Ég rek ættir mínar eins og margir til Haraldar hárfagra og hann rakti sínar til Óðins.

Bið að heilsa Hilmari Erni, vini mínum.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.9.2009 kl. 04:47

167 identicon

Sigurður, þú semsagt trúir ekki einni best sönnuðu kenningu vísindanna.
Þá skaltu líka hætta að trúa að þyngdaraflið sé til.. þú eiginlega getur hætt að trúa öllu vísindalegu ef þú trúir ekki að þróunarkenning sé staðreynd. :)

Hvað er það einna helst sem þér finnst vanta í þróunarkenningu.. getum við ekki einfaldlega skrifað það á að það eru gloppur í þekkingu þinni á henni...

DoctorE (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 08:49

168 identicon

það er kannski of sterkt til orða tekið að ég trúi ekki,

en þróun okkar mannanna er að verða ansi óljós eftir nýjustu fréttum vantar of mikið inn í, 

hef alltaf haft þá skoðun að þeir sem eru taldir forfeður mínir séu það ekki, heldur samtíðamenn okkar sem hafa dáið út og blandast okkur eins og hin viljuga kona sem íslenska erfðagreining segir að sé til enn og hafi ekki dáið út

finnst það skrítið að það séu til margar tegundir af hestum, nú kemur þú og segir það ræktun :) 

Argar tegundir af öpum flóra þeirra svo margbreytileg en að mennirnir hafi ekki svona flóru og virðast stefna í að vera allir eins,

Tek það fram að ég neita að vera api :)

Eins og þeir vita sem eru doktorar, að því meira sem þeir vita því minna vita þeir, og staðreyndin um vísindin er að sanneikur dagsins í dag, er lygi morgundagsins,

Einn af okkar fremstu taugalæknum var í meðferð hjá mér og fann fyrir leiðni, upp í höfuð , út í hendi og niður í fót, og hann sagði en hvað þetta er skrítið og ég spurði hvað þetta væri,þar sem að hann er okkar fremsti taugasérfræðingur og hann svaraði, þetta er ekki til, en ég spurði aftur, en þú finnur þetta, svarið var já ég finn það,en það er samt ekki til :)

svona geta vísindin verið skrítin líka eins og hin helga bók ertu sáttur við það DOCTORE

sigurður helgason (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 16:08

169 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sigurður, þú ert greinilega einhvers konar heilari. Það er vel þekkt að snerting og nudd veldur líkamlegum einkennum og ég er alveg viss um að ef ég legðist á bekkinn hjá þér myndi ég finna fyrir heilum hellingi, ég er nefnilega afskaplega áhrifagjarn og trúi öllu sem nýju neti.

En allt sem ég myndi finna á bekknum kemur frá mér, það er minn eiginn líkami, minn eiginn hugur sem skapar afleiðingar þess ástands sem þú ert kannski með til að valda en sem hefur samt í rauninni ekkert með þig að gera.

Varðandi hvíldardaginn þá er það svo að Gyðingar nefndu ekki dagana. Þeir númeruðu þá frá 1 til 7 og sjöundi dagur var hvíldardagur.

Rómverjar tóku upp sjödaga kerfið sem kemur líklega upphaflega frá Babýlóníumönnum en trúlega hafa þeir fengið það gegnum Grikki (eins og allt annað). Dagarnir eru sjö, jafn margir hinum himnesku flökkurum: Sólin, tunglið, merkúr, venus, mars, júpíter, satúrnus. Dagarnir eru enda nefndir eftir þessum sömu flökkurum (planetos) eins og kemur fram þegar við skoðum nöfn þeirra í nokkrum evrópumálum:

Sunnudagur = sólin

Mánudagur = tunglið

Tirsdag (da) = Týs dagur = mardi (fr) = mars

Onsdag (da) = Óðins dagur = mercredi (fr) = merkúr

Torsdag (da) = Þórs dagur = jeudi (fr) = júpíter

Fredag (da) = Freys dagur = vendredi (fr) = venus

Saturday (en) = Saturns day = satúrnus

Sóldýrkun nær verulegum undirtökum meðal Rómverja á keisaratíma og það er hugsanlega þar sem menn ákveða að sunnudagur skuli vera fyrsti dagur vikunnar. Þó er vel hugsanlegt að menn hafi ekki hugsað sem svo að vikan hafi fyrsta dag og síðasta dag. Rómverjar höfðu þann sið að (heimilis-) þrælar höfðu hvíldardag áttunda hvern dag (sjöunda hvern síðar meir) og sá dagur taldist frá kaupdegi. Þræll sem keyptur var á fimmtudegi átti frídag hvern fimmtudag. Sú hugsun að sunnudagur sé fyrsti dagur vikunnar gæti vel komið frá kristni, að hinn heilagi dagur Guðs ætti að vera fyrstur í röðinni. Rómverjar töldu enda ekki tímann í vikum heldur mánuðum (öfugt við Dani og kirkjuna sem telja árið í vikum. Núna er t.d. 40. vika ársins og það vita allir Danir).

Samkvæmt ISO8601 er mánudagur fyrsti dagur vikunnar og sunnudagur hinn sjöndi. Aðventistar og aðrir heilagir geta því andað léttar.

Tenging sunnudags við sköpunarsöguna, sem fyrsti dagur sköpunar ("verði ljós" og allt það) stenst ekki, það er ljósið sjálft sem er skapað á fyrsta degi. Sólin ásamt tungli og stjörnum er fyrst sköpuð á þriðja degi, sbr.:

"Guð gjörði tvö stóru ljósin: hið stærra ljósið til að ráða degi og hið minna ljósið til að ráða nóttu, svo og stjörnurnar. Og Guð setti þau á festingu himinsins, að þau skyldu lýsa jörðinniog ráða degi og nóttu og greina sundur ljós og myrkur. Og Guð sá, að það var gott. Það varð kveld og það varð morgunn, hinn fjórði dagur." (Fyrsta Mósebók, 1:16-19)

Deilan um staðsetningu hvíldardagsins er í raun fáránleg, ef menn vilja halda sig við að Guð hafi hvílt sig á sjöunda degi og þess vegna eigi að vera hvíldardagur sjöunda hvern dag þá geta menn annað hvort valið einhvern tilfallandi dag sem sjöunda dag (t.d. þriðjudag) og hvílt sig þar, eða þeir geta talið frá fyrsta degi sköpunar fram til dagsins í dag. Að þykjast geta sagt að hvíldardagurinn sé á einum eða öðrum nefndum vikudegi ber vott um barnalega einfeldni.

Brynjólfur Þorvarðsson, 30.9.2009 kl. 19:48

170 identicon

jú ég er einhverskonar heilari, ég er reyndar nuddari, sem er heilun eða lækning á góðri íslensku.  Þetta voru reyndar ekki neinir straumar, sem taugasérfræðingurinn fann, heldur taugaleiðni. Sem átti sér enga stoð í raunveruleikanum, miðað við hans sérþekkingu á taugum og taugaleiðni, þess vegna sagði hann; ég finn það en það er samt ekki til. Svo þetta var ekki nein yfirnáttúruleg handayfirlagning heldur bara venjulegur þrýstingur við hrygginn sem gaf taugaleiðni niður í fót, upp í höfuð og út í hendi í algjörri þversögn við legutaugarnar í líkamanum. Svo það er ekki hægt að neita því að það er eitthvað annað til en það sem við akkurat vitum.

Brynjólfur, það er staðreynd að öll lækning kemur innan frá, það er heilinn sem bregst við áreiti og það er hann sem tekur í taumana og læknar líkamann.

Kannski heilinn sé guð........?

sigurður helgsson (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 21:03

171 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sigurður, Eins og ég sagði. Lestu þig til um lífræði og þróun. Þú ert alveg jafn mikið út úr kortinu og Mofi hvað þetta varðar. No offence.

Spurningar þínar benda til þess.

Hér er auðmelt youtubesíða, sem þú hefðir örugglega gaman af að skoða, ef þú hefur ekki tíma í lestur.  Donexodus.

Hvaða meðferðir ert þú að veita? Eru það nýaldarfræði, eða er það eitthvað, sem byggir á viðurkenndum vísindum?

Mér sýnist þú hafa dvalið heldur mikið á síðum creotarda og trúarkölta. 

Jón Steinar Ragnarsson, 30.9.2009 kl. 21:03

172 identicon

Jón Steinar,,,,,,, veit alveg helling um ekki neitt í líffræði og það er nú ekki rétt að ég hafi verið að þvælast inná einhverjum síðum, eina síðan er mbl.. ég held nú að nudd sé visindaleg fræði. og uppáhaldsblaðið mitt er Lifandi Vísindi og stundum fer ég inná vísindavef háskólans.

Eins og stóð í líffræðibókinni minn í menntaskóla ; í upphafi var orðið.... og svo var það stórihvellur, svo var til lítil fruma í drullupolli sem tók til sín golgikerfi og það varð líf ?????

Með þessum orðum byrjaði nú líffræði bókin mín!  En eins og með biblíuna og þá sem á hana trúa, þeir hafa einir rétt fyrir sér. Og svo þeir sem trúa á vísindin eru jafn heittrúa.

Þessi orð að sannleikurinn í dag sé lygi morgundagsins eru höfð eftir okkar fremst skurðlækni hér á landsspítalanum sem gerði sér fulla grein fyrir því að þegar hann skar upp, í fjósum og síðar á hátækni skurðstofum, að það sem hann vissi í dag gat orðið öðruvísi á morgun.

Jón Steinar,  ég trúi líka á jólasveininn!!!! og þú færð mig aldrei ofan af því.. hahahahahahahaha

sigurður helgason (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 21:20

173 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Stórihvellur hefur ekkert með þróunarkenninguna að gera. Lífræðibókin þín hlýtur að vera komin til ára sinna, fyrst hún segir þetta hafa byrjað á orði.

Það er ekki vitað með vissu, hvernig lífið kviknaði , en það eru nokkrar tilgátur til, sem benda til þess að það hafi annaðhvort orðið til úr amínósýrum hér, sem sannað er að verða til úr líflausu umhverfi. eða komið úr geimnum. Margt styður þetta hvort tveggja. Þetta hefur hinsvegar heldur lítið með þróunarkenninguna að gera.

Það er eðli vísindanna að þróast og breytast við stöðuga þekkingaleit. Skurðlæknirinn hafði rétt fyrir sér í því, en það er ansi hæpið að vísindamenn byggi þekkingu sína á lygi, eins og þú gefur í skyn. Oft hafa menn unnið eftir tilgátum og líkindum af því enn vantaði upp á þekkinguna. Þar ræður enginn geðþótti. Heldur þú að allur vísindaheimurinn sé eitt alsherjar samsæri kannski? 

Hér er er 2ja mínútna skýring á þróun: Smella hér

Og svo til að koma þér "quickly up to speed" um söguna lífræðinnar, þá eru hér BBc fræðsluþættir í þremur 6 þátta seríum.  Þetta ætti að opna eitthvað fyrir þér. Smella Hér.

Annars ef þú ert manneskja, sem kýst að hafa alltaf rétt fyrir þér og byggja visku þína á göttfíling, þá get ég ekki hjálpað. 

Jón Steinar Ragnarsson, 30.9.2009 kl. 21:49

174 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nudd er gott. Raunar ekki byggt á neinum vísindum. Ég geri ekki lítið úr áhrifum þess, nema að þú sért í Stofnfurmunuddi, DNA nuddi eða árunuddi.  (allt saman stundað hér) Þar set ég línuna.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.9.2009 kl. 21:53

175 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það er nú meira sem þið getið þvargað um þetta! Eruð þið að stuðla að því að ég setji bloggmet í athugasemdum?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.9.2009 kl. 22:06

176 identicon

Váá.. Ég kem seint inní þessar umræður. Í fyrsta lagi, þá tek ég eftir því að þú talar svolítið um forstöðumanninn þinn, kenningar hans og kenningar kirkju þinnar. Mér finnst það rangt að skoða þetta í gegnum gleraugu kirkjudeilda, hver sem hún er.

Það eru ekki bara aðventistar sem trúa á unga sköpun, þvert á móti.

En mig langar aftur til að minna á þetta orð í Hebreabréfinu 11:1-3 1Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá. 2Fyrir hana fengu mennirnir fyrr á tíðum góðan vitnisburð.3Fyrir trú skiljum vér, að heimarnir eru gjörðir með orði Guðs og að hið sýnilega hefur ekki orðið til af því, er séð varð.

Mig langar til að biðja þig að taka sérstaklega vel eftir 3. versinu aftarlega, hið sýnilega hefur ekki orðið til af ÞVÍ, sem SÉÐ VARÐ. Semsagt sú sköpun sem við sjáum í dag, Guðsteinn. Varð ekki til af því sem SÉÐ VAR, heldur því "ósýnilega" ORÐI Guðs (veit ekki alveg hvernig ég kem orðum að því, vona það komist til skila samt sem áður).

Þannig skil ég t.d. ef ég reyni að útskýra mitt sjónarhorn aðeins betur, að sköpunin varð ekki til af neinu sem séð varð heldur heldur af orði Guðs. Guð talaði það í tilveru sína.

Svo finnst mér líka athugunarvert eitt atriðið.

1.Mós 1:31 Og Guð leit allt, sem hann hafði gjört, og sjá, það var harla gott.

Bíddu nú bíddu nú við... Þú veist það að hetja þróunar er dauði ekki satt? Þú veist að án dauða, "survival of the fittest", náttúruvalsins er engin þróun. Þá erum við aldeilis komnir í klemmu? Með því að segja: okei þróun, Guð hlítur að hafa gert það svoleiðis. Þá ertu þar af leiðandi líka að segja. "dauði fyrir syndafallið"... Að dýrin rifu í sig hvort annað, að Guð hafi valið þá leið að dauði og barátta hafi (survival of the fittest) verið harla góða lausn lausn Guðs? Það stenst ekki og "meikar ekki sens" Mér finnst það ekki passa? Finnst þér það? Ég veit allavega að þér finnst Guð ekki nógu vondur að fólki "brenni í helvíti" heldur sé það bara aðskilnaður frá Guði eða bara hugarástand eins og flestir þjóðkirkjumenn vilja meina. Sú röksemdafærsla passar ekki. Í 1.Mós finnst Guði náttúruvalið harla gott ef þú ætlar að blanda þróun inní. En samt er hann ekki svo vondur að fólk fari á elífan kvalarstað..? Værir þú til í að útskýra fyrir mér nánar hvernig þú færð þetta út..? Það er mér algjörlega hulið.

Sköpun og þróun stangast bara alltof mikið á til þess að hægt sé að blanda biblíunni og þróun saman..

Svo langar mig líka til þess að minn á 2.Péturs bréf 3:1-8 í versi 6 sýnist mér Pétur ekki tala í ljóðum eða dæmisögum. Fyrir þá sem halda að flóðið sé "ljóð".

Annars með vinsemd og kærleik, Ingvar :)

Ingvar Leví Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 23:51

177 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Afhverju halda aðventistar að jörðin sé 6000 ára gömul. Afhverju held ég að lagið "Á morgun er kominn nýr dagur" lifi fram á dómsdag.

Sorry flippaði aðeins

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 2.10.2009 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband