Því ekki?

Margir hafa rekið upp stór augu að ég veiti þessu málefni lið. En eins og margir hafa bent á er þetta ekki neitt einsdæmi í heiminum, til að nefna þýska Kristilega Demókrata Flokkinn eins og Axel bloggfélagi bendir á.

Það er mér þungt í hjarta að sjá viðbrögðin við þessari hugmynd, sjálfskipaðir sleggjudómarar bloggsins hafa blásið þessu af borðinu eins og ekkert sé, án þess þó að kynna sér hvað er um að vera.

Ég sjálfur er ekki að fara í neitt framboð, en þar sem þetta þverkristileg samtök tel ég að tími sé kominn á að kristnir hér í landi vakni og fara taka til sinna mála. Þetta er aðeins byrjun af vonandi miklu meira og á eftir að fjölga í "söfnuðinum" ef ég má orða það svo. Dæmum því ekki fyrirfram og sjáum hvað úr þessu verður.


mbl.is Vilja stofna kristilegan stjórnmálaflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott framtak hjá þeim. En yrðu nægilega sterkar raddir innan þess flokks.

Eigðu gott kvöld.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 20:23

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það á allt eftir að koma í ljós Valgeir Matthías ... eigðu einnig gott kvöld.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.9.2009 kl. 20:26

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Til hamingju, Haukur, og með þinn fyrsta pistil á vefsetri Kristinna stjórnmálasamtaka: Af hverju styð ég þessa hreyfingu?.

Jón Valur Jensson, 23.9.2009 kl. 20:35

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir þetta Jón minn, og fróðlegt verður að sjá hvernig viðbrögðin verða. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.9.2009 kl. 20:43

5 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Nú þekki ég ekki til Evu, en hefur sýnst þú ansi mikið umburðarlyndari en þeir félagar Jón Valur og Guðmundur.

Ég ætla að vona að þú verðir rödd skynseminnar ef þeir félagar ætla að fara að hefta mannréttindi, en ég er ansi hrædd um að slíkt gæti gerst undir stjórn Jóns Vals. 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 23.9.2009 kl. 21:13

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég er ekki viss um það að svo verði Tinna mín, Jón er afskaplega misskilinn að mínu mati. En ég hlýði orðum þínum og reyni að hafa góð áhrif á þá.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.9.2009 kl. 21:28

7 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jón Val á þing!

Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.9.2009 kl. 21:35

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn minn

Ég er einnig með í þessu. Það er tími til kominn að hinir kristnu láti í sér heyra um ýmis málefni.

Guð veri með þér

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.9.2009 kl. 21:42

9 identicon

Þarf ég að segja ykkur að sú ríkisstjórn sem kom öllu til fjandans er afar kristinn... og nei ekki koma með að þeir hafi ekki verið ein fullkomlega kristnir og JVJ, eða þið...

Mynduð þið vilja þingflokk íslamista... ef þið viljið það ekki þá getið þið ekki viljað krissa flokk...

Nei krakkar, haldið ykkar trú með ykkur sjálfum, það vita allir að trú + stjórnmál = hell on earth...
Enda getur stjórnarafl sem vinnur fyrir guði ekki unnið fyrir manneskjur...
Ef þið berið virðingu fyrir sjálfum ykkur og íslandi þá dissið þið svona bull...

DoctorE (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 22:03

10 identicon

Fyndið ég var einmitt að tala um íslam og ykkur.. sjáið svo útspil JVJ og hans kristna stjórnmálaflokks.. .. þetta eru trúarbrögð krakkar...
Við verðum aldrei bræður og systur á meðan þið eru að rífast um þennan geimgaldrakarl og bækur hans... sheesh
Makes me sick

DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 07:49

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Skil ekki að Doctor E fái að kvitta fyrst blogginu hans var lokað. Af hverju getur hann kvittað og kvittað en ekki vinkonur mínar?????????????? Þær geta bara notað IP tölu.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.9.2009 kl. 10:19

12 identicon

En hvað Rósa er sæt í sér... tekur kristna afstöðu með ritskoðun..
Næs

DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 11:25

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Guðsteinn Haukur, þegar ég sá tilkynningu um að eitt K-ið væri ekki komið fram, þá vonaði ég heitt og innilega að það værir ekki þú, þó vissulega grunaði mig það.

Það er sterkasti leikur Jóns að tefla þér fram, því þú ert allt sem hann er ekki. Þú ert örlátur á þitt ljós og það er ekki hægt annað en að líka vel við þig. Umburðarlyndur og jákvæður. Gengur fram í þeim anda sem ég sé kristna fyrir mér.  Ég væri nákvæmlega ekkert hrædd við Kristileg stjórnmálasamtök, ef þið væru öll eins og þú, eða það sem ég hef kynnst af þér.

En fyrr rís ég upp sem Jóhanna af Örk en að samþykkja Jón Val Jensson sem forystumann kristinna stjórmálasamtaka.

Það er þungt í þér hjartað, það er mitt líka.

Guð dæmir hjörtu okkar, ég veit ég á ekki að dæma Jón Val, en mennska mín er ekki merkilegri en það að ég leyfi mér það í þetta skipti og tel nauðsyn brjóta lög.

Jóhanna Magnúsdóttir, 24.9.2009 kl. 14:24

14 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

DoctorE, slakaðu nú aðeins á - andaðu djúpt og finndu fyrir ljósinu,  ástinni, gleðinni og lífinu öllu sem umlykur þig.

Jóhanna Magnúsdóttir, 24.9.2009 kl. 14:30

15 identicon

Mér líður bara bærilega.. alveg afslakaður og alles..með afslöppuðustu mönnum landsins

DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 14:40

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jóhanna - ég reyni að forðast dómstól götunar eins og heitan eldinn. Allir eiga skilið tækifæri sama hver á í hlut, og skil ég ekki gremju þína á hendur Jóns Vals, af hverju stafar hún?  En ég þakka falleg orð í mín garð.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.9.2009 kl. 14:42

17 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir að róa Dokksa Jóhanna! Ekki veitir af því!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.9.2009 kl. 14:43

18 identicon

Margur heldur mig sig :)

DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 14:50

19 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ég er búin að skrifa athugasemd  inn á "Af hverju styð ég þessa hreyfingu" vona að hún fái birtingu.  Auðvitað styð ég það sem þú segir þar Guðsteinn Haukur, en ég ber upp eina mikilvæga spurningu sem mig langar að fá svar frá þér - ekki frá Jóni Vali því hann er ekki munnur þinn né hjarta.

Rósa þú ert yndi, ekkert nema gott í þér frá mínum bæjardyrum séð (og get ég að sjálfsögðu ekkert séð nema frá þeim) .. sé ekki frá ykkar bæjardyrum og þess vegna get ég ekki séð ljósið frá Jóni Val.

Ég er auðvitað leið yfir að tala illa um nokkurn mann eins og ég gerði hér á undan, en hef ákveðið að fyrirgefa sjálfri mér það og vona að Guð geri það líka.

Minn tilgangur í þessum heimi er ekki að sverta aðra - heldur lýsa og ég veit að það er tilgangur ykkar tveggja. DoctorE ætti bara að henda sér í halarófuna og fara að hugsa jákvætt.

Jóhanna Magnúsdóttir, 24.9.2009 kl. 14:54

20 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Glæsilegt Jóhanna takk fyrir svarið, og ég fylgist með því. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.9.2009 kl. 14:57

21 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Reiði mín gagnvart Jóni Vali felst að miklu leyti í því sem ég skrifaði inn á síðuna áðan. Það varðar afstöðu til náungans og það að særa ekki náungann. Elska til náungans og að lýsa til hans er tilgangur lífsins. 

Ég reyni að tala alltaf sannleikann - út frá mér - og því sem mér er blásið í brjóst. Ég tel það vera anda Guð sem blæs mér í brjóst og ég elska Jesú og nándin við hann er eins og að elska sjálfan sig og sættast við sjálfan sig.  Manneskja sem hatar sjálfa sig getur ekki látið gott af sér leiða, svo ég er að sjálfsögðu ekki að tala um sjálfselsku, aðeins að gera eins og Jesús lagði fyrir.

Jóhanna Magnúsdóttir, 24.9.2009 kl. 14:59

22 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jóhanna - eins og þú veist þá eru mennirnir eru misjafnir eins og þeir eru margir. Stundum er auðvelt að reikna þá út og stundum ekki, það er ekki gott að reikna hann Jón Val út, sökum þess hve einarður hann er á sinni afstöðu. En bak við er gott hjarta, og veit ég fyrir víst að margar skoðanir hans eru afar misskildar.

Þess vegna lít ég á hann sem bróðir í Kristi og mun áminna hann ef mér þykir hann ganga of langt, og er ég einnig búinn að sjá að bak við harða grímu er hold af kristnum einstaklingi sem myndi ekki gera flugu mein.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.9.2009 kl. 15:17

23 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

http://krist.blog.is/blog/krist/entry/953282/  

Bíð eftir birtingu á þessari síðu, og svari frá þér.

Jóhanna Magnúsdóttir, 24.9.2009 kl. 15:20

24 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég er ekki ennþá kominn með aðgang inná þetta nýja blogg, fæ það vonandi sem fyrst, en þetta birtist á eftir.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.9.2009 kl. 15:23

25 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Svarið er komið Jóhanna mín.  :)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.9.2009 kl. 16:29

26 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hmm.. það birtist ekki, getur verið að það sé í ritskoðunarferli?

Jóhanna Magnúsdóttir, 24.9.2009 kl. 17:13

27 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Öllu má nú nafni gefa, en svarið bíður samþykkis.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.9.2009 kl. 17:18

28 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jæja, svarið er loksins komið.  :)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.9.2009 kl. 18:02

29 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Guðsteinn.

Styður þú það stefnumál flokksins að útiloka aðra en "kristna" frá því að nota bænaherbergið í Háskólanum til bæna? Styður þú jafnframt að söfnuðir eins og mormónar og vottar Jehóva fái ekki að nota bænahúsið, þar sem þú álítur þá ekki kristna söfnuði.

Og ef þú styður það, hvað þá með kapelluna í Fossvogi og á Akureyri. Muntu berjast fyrir því að hinir sömu aðilar fái ekki not af því húsnæði til útfara?

Svanur Gísli Þorkelsson, 24.9.2009 kl. 20:14

30 Smámynd: Ragnheiður

Undir ýmsum kringumstæðum hefði slík stofnun flokks glatt mig, mér verður bara á eins og fleirum að horfa á upphafsmenn...og dæsa.

Þú ert samt ágætur og Rósa mín eðal kona

Doksi er bara eins og hann á að vera blessaður

Ragnheiður , 24.9.2009 kl. 20:16

31 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Svanur - þetta er vígt hús í Guðs nafni, og sé ég ekkert athugavert við það að við stöndum vörð um það. Þetta eru ekki bara við JVJ sem erum hneykslaðir, heldur allir frísöfnuðirnir. Prófaðu að snúa dæminu við, heldur þú að vel yrði tekið á móti kristnum að biðja í mosku? Ég held ekki, varðandi Akureyri og Fossvog, þá gilda önnur lögmál þar sem þetta undir prestum komið í þeim umdæmum, háskólinn er spes varðandi þetta.

Ragnheiður - kærar þakkir fyrir hlý orð.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.9.2009 kl. 22:46

32 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Það er eitt að vera á móti því að kapellan sé notuð af öðrum trúarhópum - en ekki reyna að fela ykkur á bakvið það að múslimar leyfi ekki að moskur séu notaðar af kristnum. Finnst ykkur þetta ekkert barnalegt? "Hann leyfir mér ekki að leika að legóköllunum, svo hann má ekki nota fótboltann minn!"

Háskólinn er einmitt sú stofnun sem ætti ekki að vera "spes" - hann er veraldleg stofnun og á að vera opinn öllum. Guðfræðideildin ætti að heyra undir þjóðkirkjuna eða einhverskonar samband kristinna trúarstofnana, ekki ríkið, og svo lengi sem Háskólinn er rekinn fyrir skattfé (trúlausra þar að auki, því okkar "sóknargjöld" renna til HÍ) ætti hann að viðhalda jafnrétti. Best væri að kapellan og guðfræðideildin öll fengju að fjúka, en meðan hún er við lýði er ekki nema sanngjarnt að  allir trúarhópar hafi sama eða svipaðan stað til tilbeiðslu og bænahalds.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 24.9.2009 kl. 22:55

33 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Tinna - málið er, og ég held að það sitji í mér og fleirum kristnum, er að okkur finnst að það sé verið að rjúfa friðhelgi bænahús okkar, sem við kærum okkur ekki um. Kannski er það barnalegt eða jafnvel sjálfselskt  af okkur, ég veit það ekki, en þetta snýst meira um tilfinningar frá okkar bæjardyrum séð en nokkuð annað. Skilur þú hvað ég er að fara?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.9.2009 kl. 23:03

34 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hvað er svona "spes" við Háskólann Guðsteinn. Kapellan er byggð og viðhaldið af almannafé og kristið fólk á hana ekki eitt.

Og það er rangt hjá þér að á Akureyri og í Fossvoginum sé þetta undir "prestum komið". Þessar kapellur voru byggðar og er viðhaldið af kirkjugarðsgjöldum og það  greiða allir, rétt eins og allir greiða í sjóðina sem fara til háskólans. Allir eiga rétt á því að fá að nota aðstöðu kirkjugarðanna og það hefur ekkert með prestana að gera.

Reyndar fá kristnir menn aðgang að flestum moskum í heiminum og geta sagt þar sínar bænir óáreittir.

Svanur Gísli Þorkelsson, 24.9.2009 kl. 23:31

35 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ég skil að ykkur finnist þarna sem helgi staðarins sé rofin - mér finnst það barnalegt og ("no offense" eins og fólk segir þegar það gerir sig tilbúið til að móðga) asnalegt viðhorf, en ég get skilið að ykkur finnist það.

Eins og ég sagði áður, finnst mér það frekar lélegt að fela sig á bak við það að "hinir" leyfi ykkur ekki að nota sitt dót, sérstaklega vegna þess að kristnir hafa reynt að mála sig sem fyrirgefandi, umburðarlynda og þar fram eftir götunum. Ef kristnar kenningar töluðu um eigingirni og herskáa baráttu gegn trúleysingjum (í stað þess að tala bara um fávizku og eilífa bölvun okkar), hefði ég ekkert á móti þessu. Svo lengi sem þið kennið ykkur við Hvíta-Krist, hinn milda, auðmjúka og fyrirgefandi (tja...þó það séu nú reyndar deildar meiningar um það - Mt: 26:11? Srsly?) stingur í stúf að þið unið ekki mönnum sem þó viðurkenna Jesú sem sendiboða Guðs að nota húsnæði skattgreiðenda. Það kallast hræsni (sjá Skúli Skúlason - í guðanna bænum ekki segja mér að hann verði með í þessu batteríi ykkar...)

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 25.9.2009 kl. 00:05

36 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Guðsteinn; Það er ekkert of seint að snúa til baka með þetta. Þetta er vondur málstaður, slæmur félagsskapur og ég held að þú vitir það og viljir í raun ekki vera viðriðinn hann

kv,

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.9.2009 kl. 00:28

37 identicon

Mér finnst frábært að þessi trúarstjórnmálaflokkur sé að koma fram.. hann getur bara orðið til þess að fólk fælist kristni.. sem og önnur trúarbrögð...
Við sjáum frekjuna, sjáum í hnotskurn í mjög svo smækkaðri mynd hvað er að gerast í þessu skóladæmi;... Það er gamla sagan með yfirgang og ekkert umburðarlyndi, eitthvað sem hefur kostað mannkynið ómældar þjáningar í gegnum aldirnar.

Helsti vildi ég samt að Guðsteinn fari ekki að rústa sinni persónu með að blanda sér inn í þetta, það er alveg augljóst að þessi flokkur er öfgaflokkur sem hefur höft að leiðarljósi... ég veit ekki, kannski hef ég haft rangar hugmyndir um hann Guðstein.. shrug

DoctorE (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 00:37

38 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Svanur og Dokksi - orðum það svo, að ég sé til. Miðað við það mótlæti sem þetta hefur valdið, er ég ekki alveg að fíla, eins og ég segi ... sjáum til.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.9.2009 kl. 09:28

39 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Tinna - engar áhyggjur, Skúli kemur ekki nálægt þessu.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.9.2009 kl. 09:57

40 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kristin stjórnmálasamtök hafa jákvæðu hlutverki að gegna; þau snúast um gott og uppbyggilegt mannlíf, ekki fyrst og fremst um einhver höft og bönn, heldur virðingu fyrir lífinu og að taka þátt í að skapa aðstæður fyrir heilbrigt samfélag þar sem réttlæti ríkir. Ofurfrjálshyggjan í efnahagsmálum leiddi ekki til þess, ekki heldur lausungarhyggjan í siðferðismálum.

Alþingi Íslendinga hefur líka jákvæðu hlutverki að gegna. Samt hefur það á sinni könnu að gefa landinu lög, sem mörg hver fela í sér boð og bönn. Hver vill búa í löglausu samfélagi?

Láttu ekki hrekja þig frá góðum málstað, Haukur minn!

Verð í Útvarpi Sögu kl. 12.40-13.00 í dag með erindi um samtökin og stefnu þeirra.

Jón Valur Jensson, 25.9.2009 kl. 11:46

41 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jón Valur fer um víðan völl að reyna að slökkva eldanna sem eðlilega kviknuðu þegar áform flokksins hans komu í ljós.

 Annað hvort hefur hann ekki tíma til að vanda mál sitt eða það sem raunverulega vakir fyrir honum er fyrst og fremst auglýsa þennan þátt sinn.

Jón Valur Reit: "Ofurfrjálshyggjan í efnahagsmálum leiddi ekki til þess, ekki heldur lausungarhyggjan í siðferðismálum." Þessi setning er samhengislaus. ...Leiddi ekki til hvers??

Kristin Þjóðarflokkur sem hefur það fyrst og fremst á stefnuskrá sinni að banna öðru trúfólki landsins en er honum þóknanlegt, um aðgang að bænaherbergi í Háskólanum, eiga ekkert erindi á þing.

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.9.2009 kl. 12:09

42 identicon

Það er alveg augljóst JVJ minn að öfgar þínar og yfirgangur eiga ekkert erindi á íslandi...það er ekki nokkur munur á þér og öfgamúslímum, zero munur.
Bara að lesa blogg þessarar öfgahreyfingar sem þú virðist vera Jesú yfir, með jesú mynd og alles.. er það ekki svona idol/skurðgoð.. úps gleymdi að kaþólikkar dýrka stokka og steina.. rotnandi dýrlinga og ég veit ekki hvað og hvað..

DoctorE (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 12:28

43 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svanur Gísli, sem hefur fundið hjá þér sérstaka hvöt til að amast við Kristnum stjórnmálasamtökum og áformum þeirra (kannski af því að þú ert ekki kristinn sjálfur eða tekur þér stöðu milli islams og kristni), athugaðu, að setningin sem þú nefndir er EKKI samhengislaus, samhengið kom fram í næstu setningu á undan, sem sé: Ofurfrjálshyggjan í efnahagsmálum og lausungarhyggjan í siðferðismálum leiddi ekki til heilbrigðs samfélags, þar sem réttlæti ríkir.

Svo ættirðu að sjá sóma þinn í því að vera ekki með blekkingaráróður eins og þann, að samtök okkar hafi "það fyrst og fremst á stefnuskrá sinni að banna öðru trúfólki landsins en er honum þóknanlegt, um aðgang að bænaherbergi í Háskólanum." – Samtökin hafa starfað rúmlega tvö og hálft ár, áður en þetta kom upp á með bænakapelluna, og lýst á vefsetrinu margvíslegum jákvæðum stefnuskráratriðum (t.d. HÉR og HÉR).

Svo er ekkert um það að ræða í nefndu tilviki að banna öðrum en kristnum aðgang að Háskólakapellunni, heldur að þar fari fram trúarathafnir með viðeigandi búnaði og lestri úr Kóraninum.

Hvar tekur þetta enda? Hafa menn hugsað út í það,? Eiga ásatrúarmenn að fá þarna inni með sín blóðugu blót? Ef ekki, er það þá einungis islam sem þeir vilja veita þarna forréttindi umfram önnur ekki-kristin trúarbrögð? Ef svo er, hvers vegna þá? Og ef þeim er eitthvert jafnrétti í hug í þessu sambandi (þrátt fyrir að kristnir menn hafi byggt kapelluna og helgað hana kristindómi, rétt eins og skattstofan er ætluð skattamálum, en ekki heilbrigðis- eða sjávarútvegsmálum), sýnist mönnum þá ekki, að múslimarnir eigi að ráða jafnmiklu um innréttingarnar og þeir kristnu? Ef ásatrúarmenn fá þar einnig inni, á það þá ekki við um þá líka? Og hvað um frumstæð trúarbrögð? Eiga seiðkarlar þá líka að fá að fremja þar seið sinn?

Aum væri sú þjóð, sem ekki stæði vörð um sína helgistaði vegna hræðslu við áleitni fylgjenda annarra trúarbragða.

En kapellumálið er bara tilfallandi mál, og þótt við í samtökunum látum okkur annt um hag kristninnar þar eins og í öðru, er það mál nánast "á periferíunni" eða jaðrinum í okkar málflutningi. Ég kom t.d ekkert inn á það, minnir mig, þegar ég ræddi um samtökin á Útvarpi Sögu í hádeginu. Samt er full ástæða til að menn sýni siðferðisstyrk í því máli.

Jón Valur Jensson, 25.9.2009 kl. 15:26

44 identicon

Jú ef þið fáið að trúast eitthvað í skólum eða whatever.. þá eiga allir að fá að gera það sama... þannig er lýðræði... kannski erfitt fyrir þig að skilja þetta... eitt skal yfir alla ganga, enginn sérréttidi góurinn... welcome to the real world.

Þú getur vel beðið eftir þínu einræði í himnaríki.




DoctorE (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 15:39

45 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jón Valur skrifar:

Svo er ekkert um það að ræða í nefndu tilviki að banna öðrum en kristnum aðgang að Háskólakapellunni, heldur að þar fari fram trúarathafnir með viðeigandi búnaði og lestri úr Kóraninum.

Fulltrúi Guðs á jörðu að mati Jóns segir; 

"Muslims worship God, the Creator of Heaven and Earth, who has spoken to humanity."Pope Benedict XVI

eða; Múslímar tilbiðja Guð, skapara himins og jarðar, sem talað hefur til mannkynsins"

Og hvaða búnað ertu að tala um; bænamotturnar sem þeir koma með sér og fara með aftur? - Ólíkt kaþólikkum fylla múslímar ekki bænastaði sínar af helgimyndum eða skurðgoðum. Þeir hafa engin altör, né annan sérstakan "búnað". Kannski væri betra Jón Valur að þú kynntir þér málin áður en þú ferð að fullyrða svona út í loftið.

Mig grunaði svo sem að þessi mótmæli "kristilega" þjóðarflokksins væru runnin undan þeirri rót að þau álitu að undanlátsemi við múslíma gætu verið fordæmisgefandi.

Jón Valur reit;

Ef ásatrúarmenn fá þar einnig inni, á það þá ekki við um þá líka? Og hvað um frumstæð trúarbrögð? Eiga seiðkarlar þá líka að fá að fremja þar seið sinn?

Kristnir menn hafa aldrei séð neitt athugavert við að reisa kirkjur sínar á rústunum af hörgum heiðinna manna, synagógum gyðinga, hofum hindúa eða fórnaraltörum suður amerískra indíána.

Sjálfir trúa þeir að vínið sem þeir drekka við sakramentisgjöfina, breytist í manablóð eftir að þeir innbyrða það.

Þessi rök þín fyrir að úthýsa öðrum en kristnum úr opinberri byggingu Jón Valur eru út í hött. Þú hefur slæman málstað að verja og værir sem kristnum manni hollast láta af þessum öfgum.

Hér er tengill á frétt frá því fyrir nokkrum dögum þar sem fjallað er um að einhverjir vilji sofna kristilegan flokk. Skrýtið þegar að flokkurinn hefur verið til í tvö ár :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.9.2009 kl. 16:17

46 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"... sjá Skúli Skúlason - í guðanna bænum ekki segja mér að hann verði með í þessu batteríi ykkar"

Skal ekkert segja um það - en að öllum líkindum verður hann þá dyggasti stuðningsmaðurinn, býst eg við.

Nefndur hefur einmitt verið að e-mail spamma um stóra herbergjamálið. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.9.2009 kl. 16:38

47 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vel svarað kæri Jón Valur, og hafðu ekki áhyggjur, ég læt engan hafa áhrif á mig nema Guð.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.9.2009 kl. 16:08

48 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég er nú sjaldan sammála honum Jóni Val, en ég er sammála honum varðandi málflutning Svans, hann er afar fátæklegur. Sem dæmi þá kíkti ég á ræðuna þar sem Ratzinger sagði þett:

Múslímar tilbiðja Guð, skapara himins og jarðar, sem talað hefur til mannkynsins"

Ég sá ekki betur en að túlkunin hans Jóns sé góð og gild, að þarna sé Ratzinger einfaldlega að tala um þær hugmyndir sem múhameðstrúarmenn hafa af guði, en ekki að segja að þessi guð þeirra sé sami guð og guð kristinna manna.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 26.9.2009 kl. 16:39

49 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Einmitt Hjalti Rúnar - vel mælt!  ... (vá, ég hélt ég myndi ekki lifa þann dag að ég færi hrósa vantrúarmanni, en batnandi mönnum er best að lifa).

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.9.2009 kl. 16:46

50 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hjalti Rúnar: Það er gott að þú telur þig sammála Jóni Val, en það breytir ekki meiningu orða Páfans.

Hann er augljóslega að tala um sama Guð, því það er aðeins einn Guð sem kristnir menn trúa á, Guð, skapara himins og jarðar og til að aðgreina hann ennfremur bætir hann við "sem talað hefur til mannkyns". 

Merkingarfræðilega er setningin út í hött ef hann væri aðeins að tala um það sem múslímar segjast trúa og þá hefði hann tekið það fram, sem hann gerir ekki.

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.9.2009 kl. 17:37

51 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er ósammála þér um þetta, Svanur Gísli, þ.e.a.s.: Við höfum ekki með þessari einu setningu nóg í höndunum til að kveða upp úr um einhlíta túlkun textans. Sennilega hefur páfinn tjáð sig um þetta annars staðar. Annars hefur hann reyndar ekki gefið út neina trúarkenningu um þetta mál, ekki úrskurðað um neitt ex cathedra eða frá sínum kennistóli sem eftirmaður heil. Péturs í þessu máli. Álit Tómasar frá Aquino (að þessi trúarbrögð hafi ekki sama guð) er ennþá virðingarvert ekkert síður en páfans. Svanur má ekki gerast kaþólskari en páfinn í trausti á óskeikulleika páfans!

Jón Valur Jensson, 26.9.2009 kl. 21:13

52 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þú vitnar enn til kennimannsins Tómasar frá Aquino þrátt fyrir að hann lýsi Guðdóminum á sama hátt og doctorar Íslam og reyndar Múhameð sjálfur gerði.

Undir margar  útlistannir Tómasar má alveg skrifa  undir, en ekki allar og allra síst þær sem voru órjúfanlegur hluti af samtíma hans eins og andúð kristinna á múslímum. 

Í sumum efnum var hann nefnilega augljóslega barn síns tíma.

Villutrú allskonar var honum ekki að skapi og hann vildi að villutrúarmenn yrðu líflátnir. Rannsóknarréttir kaþólsku kirkjunnar studdust einmitt við hans túlkun þegar þeir vörðu sínar afglapalegu gjörðir.

Og ekki trúi ég að þú Jón takir undir þessum forna trúbróðir þínum hvað þá túlkun varðar.

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.9.2009 kl. 00:00

53 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, það er allt í lagi að tala um Jesútrú, en það merkir þá ekki að trúa "því sem Jesús trúði," heldur að trúa á Jesúm. Jesús trúði ekki, hann vissi með fullkominni þekkingu. En þú, Svanur, fjarlægir ekki orð úr íslenzku máli, þótt þig langi til þess.

Og ekkert þarftu að kenna mér í fræðum Tómasar frá Aquino, ég hef lagt stund á þau sérstaklega í stífu námi hálfan áratug (1977–79, 1980–83) og raunar lengur. Svo mikið er víst, að hann "lýsti" ekki Guðdómnum "á sama hátt og Múhameð", Tómas var hógværari maður með þekkingu sína en svo, að hann teldi sig geta "lýst" Guði.

Jón Valur Jensson, 27.9.2009 kl. 00:18

54 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afsakaðu, Haukur, þetta um Jesútrúna átti ekki að vera hér. Það var partur af argúmenti gagnvart Svani á öðrum stað, þar sem hann hafði ranglega andmælt orðinu Múhameðstrú.

Jón Valur Jensson, 27.9.2009 kl. 00:20

55 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jón skrifar; "Tómas var hógværari maður með þekkingu sína en svo, að hann teldi sig geta "lýst" Guði"

Jón Valur; Þér er eitthvað farið að förlast í fræðunum félagi eða þá þú hefur ekki lært þetta ennþá.  Í Summa Theologica ræðir Tómas um eðli Guðs. Með quinquae viae kemst hann að fimm niðurstöðum um Guð.

  1. Guð er ekki samsettur. 
  2. Guð er fullkominn.
  3. Guð er óendanlegur.
  4. Guð er óumbreytanlegur.
  5. Guð er einn.

Undir alla þessa eiginleika Guðs mundi Múhameð taka og gerir það í Kóraninum á mismunandi stöðum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.9.2009 kl. 00:38

56 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Undir alla þessa eiginleika Guðs mundi Múhameð taka undir og gerir það í Kóraninum á mismunandi stöðum.

....átti síðasta málsgreinin að vera.

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.9.2009 kl. 00:40

57 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Allt í góðu Jón minn, annars vil ég tilkynna þér að þú ert kominn á vinsældarlista.  Smelltu á linkinn og þá kemur þetta betur í ljós!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.9.2009 kl. 00:57

58 Smámynd: Jón Valur Jensson

Takk fyrir ábendinguna, Haukur minn, ég var búinn að sjá þetta.

Svanur Gísli, enn ertu á kafi í vanþekkingunni. Þú þarft að kynna þér s.k. negatíva guðfræði (sem tengist bæði grískri fornkirkjuguðfræði ([Pseudo-]Dionysiusi Areopagita og mystískri guðfræði Vesturlanda, Cloud of Unknowing o.fl.) og lesa líka betur það sem þú ert að vitna í.

Quinque viæ hafa fyrst og fremst aðra niðurstöðu en þessi fimm atriði, sem þú nefnir, þú ættir að vita þá niðurstöðu! Síðan í miklu ýtarlegri mæli fjallar Tómas um eðli Guðs, en margendurtekur, að Guðs-þekking sú sé meira um það, sem ekki verði sagt og vitað um hann en hitt, sem sagt verði um hann. Þetta er óbein þekking fremur en bein o.s.frv., og þekkingin sem fæst með quinque viæ (leiðunum fimm) er fyrst og fremst þekking á heiminum sem slíkum, heimi sem hafi þó að forsendu tilvist Guðs.

Jón Valur Jensson, 27.9.2009 kl. 04:31

59 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jón Valur;

Þú ert núna orðin tvísaga um Tómas:

Þú skrifar;

Tómas var hógværari maður með þekkingu sína en svo, að hann teldi sig geta "lýst" Guði.

Svo skrifar þú;

Síðan í miklu ýtarlegri mæli fjallar Tómas um eðli Guðs, en margendurtekur, að Guðs-þekking sú sé meira um það, sem ekki verði sagt og vitað um hann en hitt, sem sagt verði um hann.

Þér er greinilega ekki kappsmál lengur að finna sannleikann í málum, heldur einungis að vera ósammála mér. Þegar þannig er komið, er nóg komið.

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.9.2009 kl. 12:34

60 Smámynd: Jón Valur Jensson

Í Summa theologica er ekki nema ein einasta grein (articulus) um leiðirnar fimm til að þekkja, hvort Guð sé til (I. [Prima pars, 1. hluti verksins af þremur], quæst. 2, art. 3), en greinar Súmmunnar eru sennilega hátt á þriðja þúsundið.

Eftir þessa grein (I.2,3) er reynt að fjalla um Guð sjálfan eða eins og Tómas segir í I.3, introd.: um það með hvaða hætti (quomodo) hann sé til, svo að unnt verði að vita það um hann, hvað hann sé (ut sciatur de eo quid sit). En þá segir Tómas allt í einu – til að koma þér á óvart, Svanur! – "En af því að við getum ekki vitað um Guð, hvað hann sé, heldur hvað hann sé ekki, þá getum við ekki hugleitt um Guð, með hvaða hætti (quomodo) hann sé til, heldur fremur með hvaða hætti hann sé ekki til."

Og þetta er það, sem Tómas hugleiðir síðan í öllum næstu níu rannsóknarköflunum (quæstiones; quæstio er ekki bara spurning, heldur leit, í fræðum skólaspekinganna), þ.e. I., qq.3–11 (í 41 grein), og þar undir fellur m.a. einfaldleiki veru hans (simplicitas), fullkomleiki hans, gæzka hans, óendanleiki eða takmarkaleysi (infinitas) hans, óhræranleiki (immutabilitas) hans, eilífð (æternitas) hans og eining (unitas) hans. Með öllum jákvæðu niðurstöðunum er þó verið að leiða í ljós, hvað Guð sé EKKI, fremur en hvað hann sé.

En því næst tekur Tómas í einni rannsóknarleit (I., q.12) almennt á því, quomodo Deus a nobis cognoscatur, þ.e. hvernig við getum þekkt Guð, þar sem niðurstöður (í 13 greinum) eru enn í anda Dionysiusar Areopagita, og í 13. rannsóknarkafla fjallar hann um nöfn (nomina) Guðs.

Tómas neitar því ekki, að mannsandinn geti þekkt Guð eins og augliti til auglitis, en slík raunveruleg, pósitíf þekking á honum fæst ekki in via (á veginum, vegferð okkar hér á jörðu), heldur þegar mönnum er boðið inn til dýrðarríkis hans á öðru tilverusviði.

Allt um það veitir trúin þekkingu (cognoscentiam) (stórt svið, of mikið til að fjalla í einni athugasemd eða tíu slíkum!), og sannarlega er unnt að fráskilja rangar hugmyndir um Guð að mati Tómasar, bæði með hreinum leiðum skynseminnar (eða rökrænnar heimspeki), að sumu leyti (takmörkuðu þó) og með leiðum byggðum á trúarheimildunum (sem byggjast á opinberunum Guðs til spámanna og sjáenda Gamla testamentisins og til postula og lærisveina Jesú Krists, en umfram allt fyrir tilstuðlan hans opinberana til manna.

Tómas hreykir sér ekki upp né kirkjunni. Eðli eða natura Guðs sem slík er incomprehensibilis mannlegum skilningi: verður ekki á neinn fullnægjandi og pósitívan hátt skilin hér á jörðu. Samt er unnt að nálgast viss sannindi um hann með margvíslegum hætti, en það er meira eins og að þekkja hann í afar daufri, óskýrri speglan eða skuggamynd heldur en að þekkja hann sem slíkan (sbr. I. Kor. 13.12). Það felur þó ekki í sér, að menn geti ekki fundið til nálægðar Anda hans, eins og margir hafa gert.

Með góðum óskum,

Jón Valur Jensson, 27.9.2009 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband