Góð fyrirmynd þessi kona og getum við lært af henni

Um leið og ég vil óska þessari konu til hamingju með tíræðisafmælið þá vil ég aðeins fjalla um hvað við getum gert á krepputímum.

Svona var þettaTökum eftir sögu okkar kæru Íslendingar og hættum að um efni fram. Söfnum fyrir því sem við ætlum að eignast og reynum að byggja landið aftur upp og stoðum reyndari kynslóðar, þar sem okkar kynslóð hefur gersamlega klúðrað öllu. En ef við fylgjum fordæmi þessar góðu konu, þá getum við ýmislegt lært, því hún er af þeim stofni sem kunni að nýta allt hráefni til hins ýtrasta.

En hvernig gerum við það þá?

Sjálfur er ég skuldlaus og er það ekki að ástæðulausu, ég er ekki heilagur og gerði mín mistök í gervigóðærinu eins og aðrir og hef þurft að gjalda þess, en með hjálp fjölskyldu minnar, þó sérstaklega foreldra minna höfum við klórað okkur í gegnum þetta, þ.e.a.s. ég og eiginkona mín.

Ég er með nokkur kreppuráð ef einhver vill hlusta, og hef ég sparað mér stórfé með nokkrum einföldum leiðum.

  • Kreditkort er neyðartæki og ber að nota sem slíkt, ef ég er í algeru hallæri þá nota ég það, og reyni að  greiða upp alla eða hluta af skuldinni um næstu mánaðarmót.

  • Afþakka pappír í öllum viðskiptum, útskriftargjöld eru yfirleitt í kringum 300 krónur sem eru 3000 kr. yfir árið. Ef við segjum upp öllum pappírsviðskiptum, segjum við fimm fyrirtæki (sími, hiti, rafmagn o.s.f.v.) þá spörum við 15000 kr. á árið.

  • Tökum okkur á í munaði, við hjónin höfum t.d. aldrei haft áskrift af Stöð2 eða neinu slíku, eina sem við leyfum okkur er analog breiðbandslykill með ódýrasta pakkanum sem er um ca. 1200 kr. á mán. Á móti 24.060 kr. sem er fullur pakki hjá Stöð2.

  • Nýta sér tilboð, hver svo sem gerir það ekki, en ég vil benda sérstaklega á að nota útgefna lykla frá bensínstöðvunum, og hafa auga með hvar ódýrasta bensínið er. 

  • Hendum ekki flöskum og dósum, seljum þær til endurvinnslu. Þetta segir sjálft og er því miður ekki nógu algegnt að fólk nýti sér.

  • Hættum að henda matarleifum, það er stundum sorglegt hvað ein fjölskylda hendir af mat. Sumir vita ekki einu sinni hvað það er að borða "afganga". Nýtum þessa afganga til annarra rétta og hættum þessari endalausu sóun.

  • Ódýrt hráefni þarf ekki að vera slæmt. Það eru ábyggilega 10000 uppskriftir sem má t.d. vinna úr nautahakki, og er vel hægt að gera góðan veislumat úr því. Hver veit nema ég birti nokkrar kreppuuppskriftir ef hljómgrunnur er fyrir því.

  • Notum sparperur, ég skipti jafnóðum út gömlu perunum fyrir sparperur, og ekki voru þær lengi að borga sig upp. Tvær perur sem ég keypti í IKEA mánuðinum (þær eru langódýrastar þar) áður lækkuðu rafmagnsreikninginn um rúmar 2 þús. kr.!

  • Kaupum íslenskt, með því komum við fjármagni aftur á hreyfingu og styrkjum íslenskan iðnað sem og íslensk störf, sumar vörur eru aðeins dýrari en ég er tilbúinn til þess að borga hærra verð til þess að halda fólki í vinnu og skapa gjaldeyrinn sem okkur svo skortir.

Ég er sjálfsagt að segja hluti sem allir vita, en mín skoðun er sú að stundum er góð vísa ekki of oft kveðinn. Ég þakka lesturinn og Guð blessi ykkur öll!


mbl.is Ég átti hamingjusamt líf og skuldaði aldrei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Já, settu endilega inn kreppuuppskriftir! Ekki veitir af að kunna slíkar! 

Róbert Badí Baldursson, 21.9.2009 kl. 14:40

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

  • Þetta er örugglega góð kona. En ekki átta ég mig alveg á því hvernig þessi 7 barna móðir gat komist í gegnum lífið án þess nokkurntíma að hafa haft fjárhagsáhyggjur eða áhyggjur af því að eiga mat fyrir börnin sín, klæði og húsaskjól.
  • kona sem er í dag 100 ára og hefur lifað erfiðuðust kreppu sögunar með mjög miklu atvinnuleysi á sínum manndóms-árum þegar hún var að eignast börnin sín.
  • annað hvort hefur hún verið vellrík allt sitt líf
  • eða það sem ég held miklu fremur. Að öll fjárhagsmál fjölskyldunnar hafi alltaf hvílt á herðum eiginmannsins. Þar með allar  skuldir og aðrar skuldbindingar
  • ef þetta er virkilega rétt segir þetta miklu fremur eitthvað um stöðu konunar á heimili hennar

Kristbjörn Árnason, 21.9.2009 kl. 14:43

3 identicon

Flott og uppbyggileg bloggfærsla Guðsteinn og mikið innilega er ég sammála þér.

Annars þarftu líka að minnast á yfirdráttarheimildina sem að margir íslendingar nota sér ótæpilega bara til þess eins að leyfa sér eitthvað sem gæti beðið betri tíma. Vextirnir alveg skelfilegir.

Gott innlegg með matarafgangana. Aldrei neinu hent á mínu heimili og allir afgangar nýttir. Hinsvegar mættir í líka minnast á skyndibitaómenninguna. Dominos, KFC etc etc. Fólk er að eyða stórpening í þetta í stað þess að elda heima.

Annars vil ég bara taka undir með þér og óska þessri mætu konu til hamingju með afmælið og vona að við getum lært eh af henni í nýtni og ráðdeild.
Fjárhagslegt öryggi er eitt það mikilvægasta sem að einstaklingar og fjölskyldur þurfa að búa við til að lifa heilbrigðu og hamingjusömu lífi.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 14:51

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Flott færsla eins og venjulega

Gunnar Helgi Eysteinsson, 21.9.2009 kl. 15:00

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Robbi - skal gert!

Kristbjörn - þú ert með góðar og gildar vangaveltur, en hún bjó við allt aðrar aðstæður en við þekkjum og getum við ekki vanmetið það.

Eggert - ég þakka fyrir, og gleymdi ég alveg yfirdrættinum! Það er afskaplega góður punktur! Reyndar ert þú með fleiri góða punkta sem er hér með komnir á framfæri og þakka ég þér innilega fyrir það!

Gunnar - ég þakka kærlega!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.9.2009 kl. 15:07

6 Smámynd: Mama G

Amen við þessari færslu.

Mama G, 21.9.2009 kl. 15:55

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Og amen skal það vera Mama G

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.9.2009 kl. 16:32

8 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Þakka þér Guðsteinn fyrir þinn góða pistil. Við erum fljót að gleyma og það er gott að minna á. Það þótti ekkert að því að borða afganga hér áður. Matur var nýttur til hins ýtrasta. Við það er ég alin upp enda vorum í 7 í fjölskyldu og þurfti að halda vel utan um budduna. það er hægt að spara margar krónur á einfaldan hátta. Margt smátt gerir eitt stórt. Það er líka eitt gott ráð sem ég vil bæta við. Það er að nota sojakjöt. Það er hægt að búa til buff, hakkrétti úr því og er það bráðhollt og ódýrt. Einnig er hætt að drýgja pottrétti með nýrnabaunum og kjúklingabaunum (sem eru mjög ríkar af próteini). Dórin kostar u.þ.b. 90-98 krónur eða rétt undir hundraðkrónunum.

Kaupa íslenskt!!! Er lykilatriði. Látum hjól atvinnulífins fara af stað með því. 

Takk  enn og aftur og Guð blessi þig. 

Sigurlaug B. Gröndal, 21.9.2009 kl. 16:47

9 Smámynd: DanTh

Þetta minnir mig á söguna sem Bryndís Schram sagði þjóðinni hér á árum áður er hún vildi kenna okkur ráðdeild og sparnað. 

Hún eyddi aldrei um efni fram, fór bara í frystikistuna og náði þar í flestan þann mat sem hún bar á borð á sínu heimili.  Ég veit ekki hverskonar töfrakista þetta var sem Bryndís átti á þeim tíma en ég held flest heimil hafi aldrei eignast slíka frystikistu. 

Nú hvort þessi ágæta kona sem hér um ræðir, lumi á öðru eins heimilistæki og Bryndís veit ég ekki.  En það má klárt vera að lífsgæði hennar hafa allavega verið önnur og meiri en sauðsvarts almúgans sem hér hefur ekki ráð á neinu yfir 200 þúsundum nema með bankalánum eða raðgreiðslum.

Svo er ekkert að því að skulda.  Skuldir eru einn stærsti drifkraftur hagkerfis alls heimsins.  

DanTh, 21.9.2009 kl. 16:54

10 identicon

'Fólk kaupir og kaupir og á ekki fyrir hlutunum.'

Málið er að margir áttu alveg fyrir hlutunum, skuldbundu sig miðað vð efni og aðstæður en það sá enginn fyrir hrunið, að skuldir myndu meira en 2faldast á einni nóttu, atvinnumissi og fleira sem fylgdi hruninu. Það gerðu bara mjög fáir ráð fyrir svona rosalegu skipbroti (og þá á ég bæði við lánveitendur sem mátu greiðslugetu og lántakendur)

Ég er orðin alveg rosalega þreytt á þeirri klisju að þeir sem eru í vandræðum núna hafi verið einhverjir óráðsseggir og eyðsluklær. Auðvitað eyddu sumir um efni fram en þorri fólks sem er í vandræðum núna var það einmitt ekki.

Eldra fólk virðist eiga mjög erfitt með að skilja að það er var mjög erfitt fyrir nokkru að fá 3 herbergja íbúð á undir 25 milljónum og það að leigja kom miklu verr út. Fólk þar af leiðandi tók lán. Ósköp eðlilegt.

Góð ráð hjá þér hér að ofan.

Bryndís Guðbjartsdóttir (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 17:24

11 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Sigurlaug: Enn betra og ódýrara er að kaupa þurrkaðar baunir.

Ég vil annars taka undir með Bryndísi; margir eru ekki í aðstöðu til að safna sér fyrir nokkrum hlut. Ég þyrfti t.d. að spara allar tekjur og lifa á  loftinu í 38 ár til að geta keypt 30 milljón króna íbúð. Þarna er miðað við núverandi tekjur. Ef ég fengi nú vinnu á lágmarkslaunum, sem yrði rúmlega 100% launahækkun fyrir mig, tæki það mig ekki nema 16 ár - en þar er aftur miðað við að ég eyddi ekki einni einustu krónu allan tímann. Hvernig ég ætti að fara að því veit ég ekki.

Þar sem allir vita að það er dýrara að taka lán en að spara, langar mig að vita hvernig i ósköpunum nokkur maður fer að því að eignast húsnæði hér á landi. Það segir sig sjálft að fasteignaverð er allt of hátt, en hvað á fólk að gera? Ekki allir sætta sig við að búa í leiguhúsnæði alla tíð, mega jafnvel ekki mála nema með sérstöku leyfi, eiga það á hættu að verða heimilislausir með stuttum fyrirvara, et.c.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 21.9.2009 kl. 20:31

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sigurlaug - ég þakka afar góða punkta og ég hef þetta í huga með Sojakjötið. Guð blessi þig einnig Sigurlaug mín, og með þessu framtaki er ég að minna Íslendinga á að við getum þetta! 

Dan Th. - það er ekkert að því að skulda, það er hárrétt, en ekki allt sem við kaupum, ekki satt?

Tinna - ég þyrfti að lifa á loftinu í 58 ár miðað við núverandi tekjur og færi að kaupa mér 30 millj. króna íbúð. Þetta snýst ekki um það, þetta snýst um að auka lífsgæði okkar með því sem við höfum á milli handanna. Ef við venjum okkur á betri hætti, þá eigum við loks efni á því að fara að eyða.

En ég er afar sammála þér varðandi húsnæðisvandann sem blasir við, þorir nokkur maður að kaupa húsnæði í þessu árferði? Ég spyr eins og þú, og kann ekki ráð við því.

P.s. góður punktur með þurrkuðu baunirnar.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.9.2009 kl. 22:39

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Bryndís - þetta eru réttmætar athugasemdir sem þú kemur með, en ég horfi á þetta öðrum augum. Ég var að hluta til alinn upp í Kanada, og þar þarft þú að ávinna þér traust bankans áður en lán er tekið. Ólíkt þeirri menningu sem er hér.

Auk þess voru hlutir eins og kreditkort lítið noktuð, ólíkt því sem er hér. Þegar heim til Íslands var komið, þá blasti við allt önnur menning, og láns fé á hvers manns hendur, ólíkt því sem var í Kanada. Ég er einnig þreyttur á því kæruleysi sem einkennir Íslendinga oft á tíðum, það er kominn tími á að við vöknum og tökum okkur saman í andlitinu svo að aðrar þjóðir geti treyst okkur aftur.

Vissulega sá enginn fyrir bankahrunið, en ég er að tala um fyrir og eftir hrun sem þetta meinta kæruleysi á sér stað. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.9.2009 kl. 22:44

14 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir góð sparnaðarráð, ætti bara að prenta þetta út og setja á ísskápinn! .. Er kannski viðskiptahugmynd að búa til segla með þessum ráðum og selja við kassann í Bónus og Hagkaup? hehe..

Jóhanna Magnúsdóttir, 21.9.2009 kl. 23:32

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það er alveg spurning Jóhanna!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.9.2009 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband