Blindur sjáandi

"Sjáandinn" sem spáði þessu, hefur heldur betur haft rangt fyrir sér. Stendur ekki í fyrsta Jóhannesarbréfi og fjórða kafla?

Andi sannleikans og andi villunnar

4
1 Þér elskaðir, trúið ekki sérhverjum anda, heldur reynið andana, hvort þeir séu frá Guði. Því margir falsspámenn eru farnir út í heiminn. 2 Af þessu getið þér þekkt anda Guðs: Sérhver andi, sem játar, að Jesús sé Kristur kominn í holdi, er frá Guði. 3 En sérhver andi, sem ekki játar Jesú, er ekki frá Guði. Hann er andkristsins andi, sem þér hafið heyrt um að komi, og nú þegar er hann í heiminum.

4 Þér börnin mín, heyrið Guði til og hafið sigrað falsspámennina, því að sá er meiri, sem í yður er, en sá, sem er í heiminum. 5 Falsspámennirnir heyra heiminum til. Þess vegna tala þeir eins og heimurinn talar, og heimurinn hlýðir á þá. 6Vér heyrum Guði til. Hver sem þekkir Guð hlýðir á oss. Sá sem ekki heyrir Guði til hlýðir ekki á oss. Af þessu þekkjum vér sundur anda sannleikans og anda villunnar. 

Því miður ég treysti betur á Guð minn heldur en sjáendur. Og í þessu tilfelli tek ég einnig mark Ragnari "skjálfta" enn fremur en sjáanda. Ég tala nú ekki um þar sem þessi kona hafði ekki "anda sannleikans" í sér þessar hún spáði fyrir um þetta, þar sem hún og maður hennar selja sjálf svokölluð "jarðskjálftahús".

Þetta var sem sé sölutrix, og minnir ískygggilega á spádóma Votta Jehóva hér í gamla daga. Við skulum varast að fara eftir svona falsspádómum þegar Guð fylgir ekki með í pakkanum. 

psychic-with-crystal-ball.jpg  pjun251l.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Spurt um jarðskjálftaspádóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað er þetta svindl... og ég var bannaður á blogginu fyrir að vara fólk við... mbl vill heimskuvæða ísland.....

En hey.. biblia er svindl líka vinur minn

DoctorE (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 10:22

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dokksi - ég var að bíða eftir þeim degi að síðu þinni yrði lokað. Þú vildir ekki hlusta á mig þegar ég varaði við þeim öfgum sem þú varst dottinn í. Því ekki varstu þannig þegar ég kynntist þér fyrst.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.7.2009 kl. 10:59

3 identicon

Uhh það eru ekki öfgar að standa gegn hjátrú Guðsteinn... hjátrú er púra vitleysa :)

DoctorE (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 11:17

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þú gerðir aldrei greinarmun á þessu tvennu, ég sammála þér með hjátrúnna, en þú gekkst alltaf skrefi lengra. Meira að segja fyrverandi formaður Vantrúar taldi þig öfgamann, og er þá mikið sagt. 

Sorry Dokksi, þú færð ekki mikla samúð hjá mér að þessu sinni. Er ekki ritað: "þú uppskerð það sem þú sáir" og á það við í þínu tilfelli.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.7.2009 kl. 11:21

5 identicon

Ég óska ekki eftir samúð.. ég hreinlega þoli ekki samúð...
Og ef ég þekki mig rétt þá verður þetta til þess að ég verð enn öflugri... ég hreinlega lofa þér því vinur minn.
Núna er ég að leggja drög að því að kynna erlendum fréttamiðlum hvernig hjátrúarmál standa á ísland, hvernig allt er ritskoðað í bak og fyrir...
Just wait...

DoctorE (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 11:56

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Við fylgjumst með Dokksi, en þú verður þá að sýna manndóm og koma fram undir nafni ef þú ætlar útí slíkt.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.7.2009 kl. 12:05

7 identicon

Alls ekki... nafnleynd er eitt mikilvægasta mannréttinda tól sem til er... þú notar það í hvert skipti sem þú ferð á kjörstað....
Nafnleysingar hafa flett ofan af þvílíkum glæpum og spillingu.... aðeins þeir sem ætla sér að vera bully eru á móti nafnleysi... þeir vilja vita hvar þeir geta náð í þig.. til að... X

Nafnleysingar standa í frelsisbaráttu um heim allan....og þá ekki sýst í löndum þar sem islam hefur tögl og haldir

DoctorE (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 12:38

8 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Ég vissi ekki Doktore að þér hefði verið hafnað, verð nú að segja að mér finnst það ákveðin "synd". Það er eitt að henda þér af forsíðu, annað að henda alveg út. Doktore, átt mína samúð.

Hinsvegar var ég að hugsa um aumingja konuna, "sjáandann", kannski hún hafi farið að byggja svona hús vegna hræðslu við jarðskjálfta. Sýnir að hún trúir sjálf á þetta.  Ég hinsvegar ætla að treysta Skjálftanum.

Kristín Dýrfjörð, 28.7.2009 kl. 14:26

9 Smámynd: Arnar

Guðsteinn: Við skulum varast að fara eftir svona falsspádómum þegar Guð fylgir ekki með í pakkanum.

Já, miklu betra að fara eftir fara eftir falsspádómum þegar guð fylgir með í pakkanum .

Annars sýndi þessi spákona fádæma hugrekki að nefna stað og stund, hélt það væri regla númer eitt hjá spámönnum og konum að tala eins óljóst og mögulega hægt er.

Arnar, 28.7.2009 kl. 15:20

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður Guðsteinn minn

Það sem okkar þjóð þarf er aðgreiningarandi. Við þurfum að vita hvort spádómur sem borin er fram sé frá Guði eða að handan frá Myrkrahöfðingjanum.

Ég vildi óska þess að þjóðin væri frædd um hvað sé frá Guði og hvað er kukl og er frá Myrkrahöfðingjanum sem er kominn í heiminn til að stela, slátra og eyða. Hann er höfundur lyginnar.

Sjáumst kannski í Fljótshlíðinni fögru.

Vertu Guði falinn

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.7.2009 kl. 15:31

11 identicon

Rósa... trú þín er engu minna kukl en kuklið hennar Láru... meira að segja er kristni mun verra... það er skipulagt kukl og þjófnaður...
Opnið augun krakkar... það er verið að fokka með ykkur öll.. fokkið er svo svívirðilegt að fólk hættir að lifa eðlilegu líffi og sóar eina lífinu sínu í uppskáldaða sögu sem kaþólskir klerkar bjuggu ti frá a-ö...

DoctorE (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 15:35

12 Smámynd: ThoR-E

Guðsteinn ... rugl er þetta í þér.

Hvað tengist fyrirtæki hennar og manns hennar þessum spádómi.

þessi hús eru víst kölluð skjálftahús vegna slyss sem varð við flutning á einu þeirra.

og ég tek undir með Doctor E ... mesta kuklið er það sem þú og þín trú eru að blekkja milljónir manna og hafa af þeim peninga!

ThoR-E, 28.7.2009 kl. 17:47

13 identicon

"minnir ískygggilega á spádóma Votta Jehóva hér í gamla daga"

Hvernig eru þeir?

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 17:48

14 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Kristín - Ég hinsvegar ætla að treysta Skjálftanum. Ég líka, þ.e.a.s. ef  þú átt við Ragnar "skjálfta".

Arnar - þetta var fullyrðingasemi í henni og ekkert annað.

AceR - Hvað tengist fyrirtæki hennar og manns hennar þessum spádómi.
Öööö ... þarf ég virkilega að benda á það?

og ég tek undir með Doctor E ... mesta kuklið er það sem þú og þín trú eru að blekkja milljónir manna og hafa af þeim peninga!

Bentu á dæmi, annað en Omega.

Ragnar Örn - td. þetta:

This seventh day, God's rest day, has progressed nearly 6,000 years, and there is still the 1,000-year reign of Christ to go before its end. (Rev. 20:3, 7) This seventh 1,000-year period of human existence could well be likened to a great sabbath day. . . . In what year, then, would the first 6,000 years of man's existence and also the first 6,000 years of God's rest day come to an end? The year 1975. -- Awake! October 8, 1966, page 19 

Og er þetta bara eitt af fjölmörgum dæmum.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.7.2009 kl. 18:20

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Rósa - sjáumst í Fljótshlíðinni, aldrei þessu vant ætla ég þangað yfir helgina.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.7.2009 kl. 18:23

16 identicon

Benda á dæmi

Ríkiskirkjan

Krossinn

Kaþólska kirkjan

... ég nenni þessu varla því þetta er svo langur listi... í stuttu máli: Öll skipulögð trúarbrögð eru svik frá a-ö;

Þetta er svívirðilegra en Nígeríusvindl... því þetta sýgur sig fast á alla hluti í lífi þínu... þetta er stærsta og versta svikamylla frá upphafi.

DoctorE (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 18:37

17 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þetta eru ekki dæmi Dokksi, aðeins upptalning á söfnuðum, bentu mér á dæmi þess að við bókstaflega sníkjum peninga. En ég bendi á að við þurfum peninga líka, kirkjur okkar reka sig ekki sjálfar og borga rafmagn og fasteignagjöld, og hvað er nákvæmlega að því að leita aðstoðar við slíkt, þegar allir frjálsu söfnuðirnir eru ekki á spenanum hjá ríkinu? Er það virkilega svona slæmt?

Nei. Þið eruð með staðalímynd frá bandaríkjunum fastann í hausnum á ykkur og sýnir hversu illa upplýstir þið eruð báðir tveir nafnleysingjarnir. Ég er ekki að segja að sumir hafa sníkt pening hér á fróni, en er það á ALLT öðrum forsendum en í BNA.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.7.2009 kl. 18:50

18 Smámynd: ThoR-E

hvað að að taka 6 milljarða frá skattborgurum en láta samt baukin ganga =) og taka við "frjálsum" framlögum.

Þetta er auðvitað misjafnt eftir söfnuðum .. en hin kristna trú er bakvið þá alla.

ThoR-E, 28.7.2009 kl. 19:44

19 identicon

Málið með ríkiskirkju er að þetta er skattheimta... fólk er blindað með þessari skattheimtu... en málið er samt að 100+ prestar taka til sín '~6000 milljónir árlega, fá aðgang að ungum börnum til að viðhalda sjálfum sér...
Aðeins fáviti fer að borga einhverjum manni fyrir eitthvað í sambandi við einhvern guð... aðeins fólk sem er blindað af gilliboðum og ógnum trúarrita telja að trúarritin séu skrifuð/innblásin af guði.
Allir heilvita menn sjá að í trúarritum og skipulögðum trúarbrögðum felst einmitt mesta guðlastið... guðirnir eru hreint ömurlega mannlegir í þessum bókum.. hafa ömurlega mannlegar þrár .. ömurlegar reglur, fáránlega dýrkunarþörf... fáránlegar bænir, fáránlegan undirlægjuhátt...
Trúarrit og skipulögð trúarbrögð eru hvorki guðum né hugsandi mönnum sæmandi, open and shut case.

DoctorE (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 19:52

20 identicon

Og plís Guðsteinn hættu að tala um nafnleysi... biblían er skrifuð af eintómum nafnleysingjum sem vitna í ótal nafnleysingja, fólk sem enginn veit nokkur deili á.. fólk sem var aldrei til

Þetta eru staðreyndir málsins.. .aðeins fólk sem er haldið ofursjálfselsku og sjálfsblekkingu sér ekki þessar augljósu staðreyndir....

Takið eftir ég er ekki að selja ykkur neitt... ég er ekki að biðja ykkur um neitt nema að HUGSA, thats all.

DoctorE (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 19:54

21 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Plís Doctor E. hættu að berjast á móti því að taka á móti Jesú í hjartað þitt og gera hann að leiðtoga lífs þíns.

Hlakka til að verða trúsystir þín.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.7.2009 kl. 19:57

22 identicon

Jesú var aldrei til Rósa, hann er tilbúningur kufla

BTW hér er guðinn ykkar.. þið dýrkið hann... tilbúningur fornmanna til að stjórna og ganga yfir allt og alla.
Aðeins þegar maðurinn sleit yfirgangi kirkju og trúarbragða fór eitthvað að gerast í mannréttindum... islam er bara nokkur hundruð árum á eftir kristni.. islam verður líka brotið á bak aftur.... trúarbrögð eru óvinur okkar allra... þau geta bara skapað stríð og stöðnun
http://www.youtube.com/watch?v=ZYoPr4ANDsg

DoctorE (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 20:06

23 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

AceR - þú talar um þjóðkirkjuna, sem ég tilheyri ekki og get ekki svarað fyrir þeirra hönd. Slæmt dæmi hjá þér, sem er almenn vitneskja og allra vitorði.

Dokksi - *andvarp* þú hljómar eins og Sannkristinn að endurtaka tuggurnar sínar. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.7.2009 kl. 22:05

24 identicon

Alls ekki Guðsteinn,.... ef þér finnst ég vera með mikið af sömu tuggunum þá er það vegna þess að trúarbrögð eru svo barnalega einföld og augljós della... það er varla hægt að standa í vitrænum samræðum um málið...
Ég hef þó oft bent á vísindalegar staðreyndir um ruglið... en málið með trúaða er að formúlan í bókunum ykkar gengur öll út á að láta ykkur dissa staðreyndir... margur verður af aurum api.. en allir verða af trúarbrögðum algerlega óviðræðuhæfir um staðreyndir.
Ef þú lest kóran þá er nákvæmlega sama formúlan í þeirri bók, check it out.
Trúarbrögðin gera guð ykkar að engu... enginn guð, súpergáfað alviturt undraséní og ofurkærleiksgaur myndi koma nálaægt svona bókum... bækurnar bara allar þess skýr merki að hafa verið 100% skrifaðar og hugsaðar af mönnum sem vildu stjórna öðrum mönnum... Liggur í augum uppi Guðsteinn...
Prófaðu að taka verðlaunin og ógnirnar út.. .þá er ekkert eftir... zero, guð ert þú Guðsteinn.. þú og það að þú átt eftir að deyja... trúarbrögðin virkja þessar tilfinningar í fólki og nota til eigin hagsmuna, and thats a fact

DoctorE (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 22:39

25 identicon

Enga ástæðu, ég fékk enga aðvörun or nuthing... EN mbl fór fram á það við bloggara að þeir eyddu út athugasemdum frá mér þar sem ég sagði Láru sjáandann ógurlega vera annaðhvort geðveika eða glæpakvendi.... við erum að tala um konu sem hræðir ótal manneskjur og börn sjálfri sér í haginn... mbl styður slíkt 100% enda er mbl partur af gamla glæpa íslandi

DoctorE (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 08:07

26 Smámynd: Linda

Ég veit ekkert um þessa konu sem spáði, en ég veit að mér stóð ekki á sama, þar sem ég er berdreymin að eðlisfari eins og þú veist Haukur, og ég verð að játa það að ég get ekki dæmt um hvort að hún hafi haft Guð með sér, en eitt er víst að þegar Guð spáir eða notar okkur til að spá þá kemur slíkt fram á því er engin vafi.

Varðandi Didda. Ahem, eflaust ekki vandað einhverjum kveðjuna eina ferðina enn, það kom auðvitað að þessu.  Svo fór sem fór.

Kíki á ykkur Rósu um helgina, veit ekki kvenær en verð væntanlega á ferðinni þarna um einhvern daginn af þessum þremur.

 Bk.

L.

Linda, 29.7.2009 kl. 15:33

27 Smámynd: Flower

Það sökkar auðvitað Dokksi að það sé bara lokað á þig án skýringa, það er alltaf lásí að koma þannig fram.

Flower, 29.7.2009 kl. 15:56

28 identicon

Ég er búinn að tala við Árna.. hann sagði að það tíðkaðist ekki að segja fólk vera geðveikt/glæpamenn....
Þetta eru hinir síðustu og verstu tímar þar sem ekki má segja hvað hlutirnir heita fyrir kurteisissakir og rétttrúnaðar

Hann sagði að þeir hefðu sent mér aðvörun, málið er að hún kom aldrei í mitt hólf.
Ég hefði nú tekið þetta út ef ég hefði séð þessa aðvörun, hef alltaf gert það þegar þeir biðja mig um slíkt.

DoctorE (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 16:07

29 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dokksi - satt að segja hef ég sjálfur ekki fengið póst frá blog@mbl.is í nokkra daga. Ég er með það stillt þannig að ég að fá póst þgar athugasemd berst, en það hefur ekkert borist siðan 23. júlí. Kannski er internetveitan mín með einhverja síu, ég veit það ekki, eða það er bilun hjá blog.is

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.7.2009 kl. 16:30

30 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Það held ég nú,alltaf verið að spekulera strákar mínir.Ég vil meina þegar kemur að spádómum er vont að vita hverjum maður er að þjóna (þ.e.a.s hvoru aflinu boðin koma).

Svo er manninum okkur misjafnt sem einmitt minnir okkur að að við erum skeikul og þá vitum við að maðurinn er ekki guð.Ég er nú samt smá sammála þér Dokksi minn guð er í okkur öllum og þar með erum við partur af guði(svo þú getur alveg kallað þig og Guðstein guð).

Hitt er svo annað og er það val hvers manns að trúa því sem og hann vill og er hans réttur sem slíkur.Vissulega hef ég þetta val að trúa eður ei og ef ég trúi þá reyni ég að koma mínum sannleik áfram,rétt eins og Dokksi gerir með því vali sem á hans valdi er.

Hitt er svo aðalmergur málsins og það er að við lærum hvert af öðru og berum virðingu fyrir vali hvers manns á að finna sinn sannleika.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 29.7.2009 kl. 20:06

31 Smámynd: Mama G

Það er eitthvað að moggablogginu þessa dagana, teljarar vitlausir og greinilega ekki póstur/skilaboð að berast til allra. Mér finnst pínu  synd að blogsíðunni hans DoctorE hafi verið lokað, fannst ágætt að kíkja í heimsókn endrum og eins - til að fá smá jafnvægi í bloggrúntinn :D

Mama G, 29.7.2009 kl. 20:16

32 identicon

Sorry gæs en guð er ekki til.. við bjuggum hann til...
Hér er lítið lag um dæmið..
http://www.youtube.com/watch?v=e9bMi4s_yOE

DoctorE (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 20:39

33 identicon

Alls ekki, ég þarf enga sjúkraskrá til þess að sjá og heyra að sumir eru ruglaðri en telst normal.

Það er hlægilegt að til séu lög sem vernda fólk sem er illa haldið af hjátrú.. enn verra er þegar ríkið rekur sjálft Geimgaldrastofnun ríkisins.
Ég segi það og skrifa að ef ég væi trúaður þá myndi ég hlægja og hæðast að sjálfum mér... það sér hvaða smábarn sem er að það er ekkert vit í neinu sem tengist hjátrú, þetta er allt púra vitleysa.

Það er eitthvað mikið að í því samfélagi sem setur lög til að verja vitleysisvæðingu samfélagsins... enda verður þess ekki langt að bíða þar til trúaðir verða eingöngu inni í þeim skápum sem þeir hafa þvingað aðra inn í ...
Að trúa einhverju algerlega án allra sanna, ALLAR sannanir benda einmitt til þess að biblía og önnur trúarrit séu fölsuð frá a-ö... þetta getur hver og einn sem er hugsani séð með því að lesa bækurnar.... þetta er eins og sambland af Harry Potter, Masters of the universe og gay pride, með dashi af Andrés önd, kryddað með Nígeríusvindli; Og að lokum bakkað upp með hótunum um pyntingr

DoctorE (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 12:44

34 identicon

Og takið eftir krakkar, ég er ekki að reyna að selja ykkur neitt... ég er að reyna að fá ykkur til að hætta að kaupa bull og lifa eðlilegu lífi... þetta er jú eina lífið ykkar, alger skömm að sóa því í gömul götótt peninga og valdaplott frá fornöld.

DoctorE (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband