Er lögmálsbrot að halda uppá hvíldardaginn á sunnudegi?

ten-commandments4.jpgGóður vinur minn, hann Halldór Magnússon/Mofi heldur fast í þessa kenningu. Við sem höldum uppá hvíldardaginn á sunnudögum erum lögmálsbrjótendur og erum ekki skárri en heiðingjar eða guðleysingjar þegar að þessu atriði kemur samkvæmt honum og hans söfnuði. Undanfarið hefur Mofi verið að segja Gunnari í Krossinum til syndanna þar sem Mofi er að horfa á Omega og hneykslast stórum. Þessu verð ég að svara!

Eitt er víst er hin gyðinglegi hvildardagur er haldinn á laugardegi, og hefur það alltaf verið. En á þetta þá við hina kristnu kirkju og uppfyllti Jesús ekki lögmálið? En hann ekki herra hvíldardagsins? Það er stóra spurningin.

Lítum aðeins yfir söguna og aðrar heimildir:

Frumkirkjan sem og kirkjufeðurnir báru saman að blind hlýðni við hvíldardagsregluna væri sambærilegt við umskurnarreglu gyðinga. Frá þeim tíma hafa kristnir ekki umskorið sveinbörn sín vegna þess að kristinn kirkja er ekki háð lögmálsreglum gyðinga og var umskurn aflögð hjá flestum kristnum söfnuðum. (Gal. 5:1-6)

Páll segir í Galatabréfinu: "Ef þér látið umskerast, þá gagnar Kristur yður ekkert. Og enn vitna ég fyrir hverjum manni, sem lætur umskerast: Hann er skyldur til að halda allt lögmálið. Þér eruð orðnir viðskila við Krist, þér sem ætlið að réttlætast með lögmáli. Þér eruð fallnir úr náðinni".
Það sem Páll er að segja er að ef við ætlum að réttlætast einungis af verkum og athöfnum eins og umskurði, þá erum við fallin úr náðinni. Eins er með athafnir eins og hvíldardaga.

bible-blue1.jpgFyrir dauða og upprisu Krists réttlættust gyðingar fyrir trú, áður fyrr réttlættust þeir af verkum sínum. Gyðingar voru á þessum tíma lögmálsdýrkendur. Kristur kom til að leysa þá undan lögmálinu (tyftaranum) (Efesus 2:8-9). Sem sagt Jesús uppfyllti lögmálið í eitt skipti fyrir öll, fórnfærði sjálfum sér til þess að leysa okkur undan lögmálsverkunum. Sá eða sú sem leggur allt upp úr verkum, ónýtir því krossdauða Krists, það er hjartað sem skiptir máli ekki lagasetningar.

Mín skoðun er sú, að við höldum uppá sunnudaginn Guði til dýrðar, og finnst mér það nægja því ekki er ég gyðingur og háður lögmáli þeirra.

En hvað segir Jesús sjálfur um þetta?

Markúsarguðspjall 2:23-28
23 Svo bar við að Jesús fór um sáðlönd á hvíldardegi og lærisveinar hans tóku að tína kornöx á leiðinni. 24 Farísearnir sögðu þá við hann: „Lít á, hví gera þeir það sem er ekki leyfilegt á hvíldardegi?“ 25 Jesús svaraði þeim: „Hafið þið aldrei lesið hvað Davíð gerði er honum lá á þegar hann hungraði og menn hans? 26 Hann fór inn í Guðs hús þegar Abíatar var æðsti prestur og át skoðunarbrauðin, en þau má enginn eta nema prestarnir, og gaf líka mönnum sínum.“ 27 Og Jesús sagði við þá: „Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna og eigi maðurinn vegna hvíldardagsins. 28 Því er Mannssonurinn einnig Drottinn hvíldardagsins.“


Í ofangreindu versi brjóta lærisveinar Jesú hvíldardagslögmálið, og hvað gerir Jesús? Hann átelur þá fyrir að halda í mannasetningar, og ítrekar að það sé hann sjálfur sem er Drottinn Hvíldardagsins, því það er greinilegt að hann taldi hvíldardaginn vera kominn til vegna mannsins sjálfs, ekki vegna lögmálsins. Hann hafði þá umhyggju fyrir okkur að hann vildi eigi að við buguðumst vegna of mikillar vinnu. Það heitir kærleikur Jesú til mannanna, ekki kvöð Jesú til mannanna.

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Eitt er víst er hin gyðinglegi hvildardagur er haldinn á sunnudegi,..

Þetta á líklega vera "á laugardegi".

Í ofangreindu versi brjóta lærisveinar Jesú hvíldardagslögmálið...

Það er þín túlkun, það mætti alveg eins segja að lærisveinarnir brjóti hvíldardagslögmálið að mati faríseanna.

Hann átelur þá fyrir að halda í mannasetningar, ....

Hann gerir það ekki.

En svo sýnist mér þú mistúlka afstöðu Mofa, hann segir ekki að það að halda hvíldardaginn á laugardegi sé það sem réttlæti menn.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.3.2009 kl. 19:15

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hjalti:

Þetta á líklega vera "á laugardegi". 

Yikes, takk fyrir þetta Hjalti. Búinn að leiðrétta.

Það er þín túlkun, það mætti alveg eins segja að lærisveinarnir brjóti hvíldardagslögmálið að mati faríseanna.

Mín túlkun? Lestu bara textann, hann segir allt sem þarf og þarf engrar túlkunnar við.

Hann gerir það ekki.

Ömm ... hvaða vers ert þú að lesa?

En svo sýnist mér þú mistúlka afstöðu Mofa, hann segir ekki að það að halda hvíldardaginn á laugardegi sé það sem réttlæti menn.

Nei, ég er ekki að mistúlka hann, ég er að ýkja orð hans til þess að benda á það sem ég er ósammála.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.3.2009 kl. 19:25

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Frábær færsla hjá þér. Ég hef reynt að ræða um þessi mál við bróður okkar. Ég var alin upp við það að halda hvíldardaginn á Sunnudegi. Faðir minn og tvíburabróðir hans voru saman með útgerð og þeir réru ekki nema í neyð á sunnudögum. Þá var kannski búin að vera bræla í marga daga og þeir urðu að fara. Við sem höfum unnið í frystihúsi og saltfiskverkun vitum hvernig fiskurinn er útleikinn eftir marga daga í netunum.

Ef honum er þetta svona mikið hjartans mál þá ætti hann að drífa sig í framboð til alþingis og koma á breytingu. Erfitt fyrir þjóðina að vera með tvo hvíldardaga. Allavega var hætt að hafa samkomur í Kefas á laugardögum á hvíldardaginn þeirra og samkomur færðar yfir á sunnudaga. Surprise.

"En vér vitum, að maðurinn réttlætist ekki af lögmálsverkum, heldur fyrir trú á Jesú Krist. Og vér tókum trú á Krist Jesú, til þess að vér réttlættumst af trú á Krist, en ekki af lögmálsverkum. Enda réttlætist enginn lifandi maður af lögmálsverkum." Gal. 2:16.

"En þá var hvíldardagur, þegar Jesús bjó til leðjuna og opnaði augu hans. Farísearnir spurðu hann nú líka, hvernig hann hefði fengið sjónina. Hann svaraði þeim: "Hann lagði leðju á augu mín, ég þvoði mér, og nú sé ég." Þá sögðu nokkrir farísear: "Þessi maður er ekki frá Guði, fyrst hann heldur ekki hvíldardaginn." Aðrir sögðu: "Hvernig getur syndugur maður gjört þvílík tákn? Jóh. 9: 14.-16.

"Jesús sagði: "Til dóms er ég kominn í þennan heim, svo að blindir sjái og hinir sjáandi verði blindir." Þetta heyrðu þeir farísear, sem með honum voru, og spurðu: "Erum vér þá líka blindir?" Jesús sagði við þá: "Ef þér væruð blindir, væruð þér án sakar. En nú segist þér vera sjáandi, því varir sök yðar." Jóh. 9: 39.-41.

SHALOM/RÓSA

Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.3.2009 kl. 19:36

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Glæsilegt Rósa mín, takk fyrir frábært innlegg.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.3.2009 kl. 20:09

5 Smámynd: Birgirsm

 Og á því vitum vér, að vér þekkjum hann, ef vér höldum boðorð hans.
 Sá sem segir: Ég þekki hann, og heldur ekki boðorð hans, er lygari og sannleikurinn er ekki í honum.
  1 Jóh 2:3-4.

Haukur lestu nú (t.d) Jóhannesarbréfin með bæði augun opin!

RÓSA! eru Gyðingar nútímans ekki á villigötum að halda sinn hvíldardag á laugardögum, samkvæmt boðorðinu ?

Birgirsm, 18.3.2009 kl. 21:11

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Augu mín eru vel opinn Birgir, enda eins og stendur í greininni þá viðurkenni ég laugardaginn sem hvíldardag gyðinga. Ekki gildir það sama um "heiðingjanna" (sem sagt okkur sem ekki eru gyðingar) í ritningunni.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.3.2009 kl. 21:20

7 Smámynd: Birgirsm

Samkvæmt því, ætti mér þá ekki að vera óhætt að velja mér bara  hvaða vikudag sem er sem hvíldardag, eða bara hreinlega að sleppa honum ?

Birgirsm, 18.3.2009 kl. 21:32

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þá spyr ég eins og auli á móti: Myndi það skipta máli svo lengi sem það er Guði til dýrðar? Er Guð grimmur dómari sem dæmir eftir lögmálsverkum? Það virðist vera samkvæmt skilning ykkar aðventista að minnsta kosti. Er þetta rangt hjá mér Birgir?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.3.2009 kl. 21:37

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Birgir minn

Fólk sem velur að halda hvíldardaginn heilagan á laugardögum má það alveg vegna mín. Það sem mér finnst skipta mestu máli er að við höldum hvíldardag. 

En svo er málið, hvað er að halda hvíldardag?

Við eigum að helga okkur Guði, fara í kirkju, vera með fjölskyldunni og sleppa að vinna þau verk sem hægt er að vinna næsta dag en ég veit að það er ekki hægt að geyma mjaltir.

PERSÓNULEGA FINNST MÉR ÞAÐ VERA ALGJÖRT RUGL AÐ VERA AÐ ÞRASA UM HVAÐA DAG FÓLK VELUR SÉR SEM HVÍLDARDAG.

Prestar eiga aldeilis ekki hvíldardag þegar sóknarbörnin eiga hvíldardag því þá flykkjumst við til kirkju. Þeir taka oft hvíldardag daginn eftir.

Guð blessi þig kæri trúbróðir

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.3.2009 kl. 22:42

10 Smámynd: Birgirsm

Get ég þá plokkað út þau boðorð sem ekki henta mér og gert það skammlaust ( Guði til dýrðar ) ?

Þú spyrð :   Er Guð grimmur dómari....... ?

Guðsteinn!  Dómari getur ekki dæmt nema sakborningur hafi haft einhverjar reglur til að brjóta.

Hvaða reglur ? Eru Boðorðin ekki reglur ?

Við vitum það báðir að maðurinn frelsast fyrir náð, og að hinn réttláti mun lifa fyrir trú.   Það er samt út í hött að halda því fram að okkur sé frjálst að haga okkur eins og okkur sýnist, án takmarkana eða laga.

Það er jafn heimskulegt að halda því fram að Boðorðin 10 séu bara fyrir Gyðinga, eins og að halda því fram að umferðar-reglur á Íslandi séu einungis fyrir Hafnfirðinga.

Birgirsm, 18.3.2009 kl. 22:58

11 identicon

Ég er blessunarlega laus við að spá í hvað einhverjir gaurar voru að plotta í fornöld.

BTW það er bara eitt boðorð í kristni.. Repent & love the master and all is forgiven.
Hjá sumum þurfa menn að tala við kufla... fara með nokkrar bænir, borga, that's it. :)

DoctorE (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 23:01

12 Smámynd: Birgirsm

Rósa þú getur alveg eins sagt:

 PERSÓNULEGA FINNST MÉR ÞAÐ VERA ALGJÖRT RUGL AÐ VERA AÐ ÞRASA UM HVAÐA DAG ,,,GUÐ,,, VELUR SÉR SEM HVÍLDARDAG.????

Kveðja til ykkar beggja

Birgirsm, 18.3.2009 kl. 23:03

13 identicon

Uhh ég er náttúrulega ekki alveg laus við að spá í hvað gaurarnir í strigapokunum voru að plotta... ég er náttlega að debunka þetta alla daga og hef gaman að :)

DoctorE (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 23:04

14 Smámynd: Flower

Það verður sko fjör hjá þér Haukur þegar Mofi mætir Þetta er góð grein og svarar vel fyrir okkur hina heiðingjana

Flower, 18.3.2009 kl. 23:08

15 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Nei kæri Birgir, það get ég alls ekki gert.

Smá grín, Guð er aldrei í fríi. Hann heyrir bænirnar mínar bæði á laugardögum og sunnudögum.

Yndislegt að sjá að Doctor E. er mættur í stuði með Guði og í botni með Drottni. 

Guð blessi ykkur flottu strákana mína.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.3.2009 kl. 23:09

16 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Hjalti.´

Hvergi afnemur Kristur hvíldardaginn þótt hann túlki ekki hvernig hann skuli heilagur haldin á sama hátt og  ríkjandi hefðir. Hann segist vera Herra Hvíldardagsins og geta því hagað sér eins og hann vildi.

En boðorðin tíu er þau sömu og áður og ekkert þeirra nam Kristur úr gildi. þau kveða á um að hvíldardaginn skuli halda heilagan. Hvíldardagurinn er samkvæmt 1. Mósebók sjöundi dagur vikunnar sá dagur er Guð hvíldist á eftir að hafa lokið sköpuninni. Sunnudagur er fyrsti dagur vikunnar. - Moffi hefur því rétt fyrir sér hvað þetta varðar.

Frumkristið fólk hélt laugardaginn heilagan samkvæmt heimildum. (Eusebius) Eftir að kristnir fóru að hittast á "drottins degi" Sunnudeginum héldu þeir um hríð báða dagana, Laugardag og Sunnudag sem hvíldadaga. Það var síðan kirkjuráðsfundurinn í Laodikeu árið 365 e.k. sem afnam Laugardaginn og bannað kristnum að halda hann sem hvíldardag.

Mannakenningar einar valda því að kristnir halda upp á fyrsta dag vikunnar frekar en þann sjöunda eins og Guð þeirra boðar þeim.

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.3.2009 kl. 00:12

17 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Jesús sagði að hvíldardagurinn væri mannsins vegna,settur upp honum til heilla.Það er engum manni holt að vinna alla sjö daga vikunnar. Fólk þarf að hvílast og vera með fjölskyldunni og til að geta tilbeðið Guð og auðgað anda sinn og innri mann. Öll boðorð Gamla testamentisins voru sett fram til að tryggja velferð manneskjunnar hér í heimi. Það er tilgangurinn og fram hjá því innihaldi skyldi enginn líta.

Tökum frá einn dag í viku til hvíldar og þakkagjörðar, það gerir okkur færaritil að takast á við lífið og átök þess.

Guð blessi ykkur.

Jens Sigurjónsson, 19.3.2009 kl. 00:21

18 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sammála síðasta ræðumanni enda bæði frá Vopnafirði

SHALOM/RÓSA

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.3.2009 kl. 00:30

19 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ég vil blanda mér í umræðu hér,og þar með bara koma minni sýn á málið en ekki til leiðbeininga fyrir nokkurn henti mín skoðun ekki ykkar sem lesa.

Ég vil nú ekki fullyrða(enda er ég með bók bókanna við höndina og vitna sjaldan beint frá orðinu heldur túlkun minni og það er ég man)en einhverveginn finnst mér ég hafi lesið í orðinu að Jesú hafi sagt,að ekki skipti öllu hvaða dag þú tileinkar guði og hvíld og hvort þú gerir slíkt á þeim degi er ætlaður er.Heldur fremur að þú gerir slíkt þegar færi gefst og takir þér dag til hvíldar og andlegrarnæringar,því engum manni sé hollt né gott að vinna alla daga án hvíldar.

Enda tekur drottinn sjálfur sér dag til hvíldar í viku hverri,og  sjálfsagt hefur hann betri tök á slíku en við menn,við jú oftast með vinnu okkar þjónum hinum ýmsustu geirum og mörg fyrirtæki loka aldrei starfsemi sinni.Margir hverjir sinna mest sinni vinnu um helgar þegar þeirra er þörf,og fyrir vikið munu væntanlega eiga þá virkan dag frí frá störfum.Og í slíkum tilfellum á viðkomandi ekki önnur tök en að helga slíkum dögum hvíld sinni og næringu.

Annars  segir Jens þetta alveg ljómandi vel og kemur vel til skila hvernig ég sjálfur lít málið.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 19.3.2009 kl. 01:09

20 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ekki með bók bókanna við höndina átti nú að standa þarna hjá mér,þið fyrirgefið mér vonandi.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 19.3.2009 kl. 01:13

21 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þetta var fróðlegur og skemmtilgur pistill. Takk fyrir.

Guðmundur St Ragnarsson, 19.3.2009 kl. 02:30

22 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Alltaf finnst mér jafn merkilegt að sjá Hvítasunnumenn og aðra þá sem halda fram, með réttu eins og einhver fyrsti bókstafstrúarmaðurinn : Marteinn Lúther, að við eigum að fara eftir Ritningunni en ekki mannasetningum. Því er merkilegt að sjá þá hina sömu streitast við að halda ekki Hvíldardaginn heilagan eins og Ritningin er uppfull af reglum og ákvæðum þar um. Ég skal fúslega viðurkenna að sem Þjóðkirkjumaður á ég við ramman reip að draga þó ég haldi Hvíldardaginn, hinn 7. dag vikunnar. Ég er samt óþreytandi að koma þessum sannleik að. Það er reynt að læða því að okkur , eins og fram á þriðju öld, að Hvíldardagurinn/Sabbatsdagurinn sé fyrir gyðinga, ekki aðra. Guð gaf manninum eins og kunnugt er Hvíldardaginn, ekki bara gyðingum eins og auðvelt er að lesa sér til um í Ritningunni. Það er ekkert sérstaklega eignað gyðingum nema síður sé. 

Hafi Kristur ætlað okkur að skipta um Hvíldardag, hlyti Hann að hafa tekið slíkt skýrt fram í Orði sínu. En þar er ekki að finna einn stafkrók um að Guð hafi flutt helgihald 7. dagsins yfir á sunnudaginn, 1. dag vikunnar. Hins vegar finnum við athyglisverða hvatningu Jesú Krists til allra lærisveina sinna um trúmennsku varðandi Hvíldardaginn um alla framtíð. Lærisveinarnir höfðu spurt Jesú um hvaða tákn yrðu til að sýna þeim að endir veraldar væri nálægur. Þá boðaði Hann að fyrst yrði Jerúsalem lögð í rúst, sem rættist árið 70 e. Kr., og að enn mundi líða langur tími, en alltaf skyldu þeir varðveita helgihald 7. dags vikunnar. Sjá 20. vers 24. kafla

Matteusarguðspjalls:
Biðjið, að flótti yðar verði ekki um vetur eða á Hvíldardegi.

 Þ.e.a.s flótti þeirra úr Jerúsalem, sem gerðist árið 70 eftir Krist, eða um 40 árum eftir krossdauða Krists og upprisu. Sjáið þið bara! Jesú var annt um að lærisveinar Hans hefðu áfram í heiðri helgihald Hvíldardagsins, 7. dag vikunnar, laugardagsins, löngu eftir dauða Hans og upprisu.







Páll og Barnabas höfðu líka í heiðri þetta boðorð um helgi Hvíldardagsins löngu eftir að Jesús reis upp frá dauðum. Við skulum skoða 42.- 44. vers í







Postulasögunni:



-42- Þegar þeir gengu út, báðu menn um, að mál þetta yrði rætt við þá aftur næsta Hvíldardag. -43- Og er samkomunni var slitið, fylgdu margir Gyðingar og guðræknir menn, sem tekið höfðu trú Gyðinga, þeim Páli og Barnabasi. En þeir töluðu við þá og brýndu fyrir þeim að halda sér fast við náð Guðs. -44- Næsta Hvíldardag komu nálega allir bæjarmenn saman til að heyra orð Drottins.







Hér er greinilega sýnt frá á það, að hinir kristnu lærisveinar Drottins héldu áfram, eftir upprisu Jesú Krists, að safnast saman á samkomum og guðsþjónustum á Hvíldardegi Drottins. Ekkert hafði breyst! Það er að finna athyglisverða yfirlýsingu í Biblíunni um óbreytanleika Drottins. Þetta er það vers serm Hvítasunnumenn ítreka hvað mest þeir mega á Omega.  Sjáum hvað segir í áttunda versi 13. kafla Hebreabréfsins :



Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir.




Já, Drottinn er alltaf hinn sami og Hann breytist ekkert. Og Hann breytir heldur ekki lögum sínum, stjórnarskrá ríkis síns. Það er engin þörf á að breyta lögum Guðs. Hins vegar þurfum við að breytast og við þurfum að læra að elska fyrirmæli Drottins.







Svo segir í 22.-23. versi í 66. kafla Jesaja :



-22- Já, eins og hinn nýi himinn og hin nýja jörð, sem ég skapa, munu standa stöðug fyrir mínu augliti segir Drottinn eins mun afsprengi yðar og nafn standa stöðugt. -23- Og á mánuði hverjum, tunglkomudaginn, og á viku hverri, Hvíldardaginn, skal allt hold koma til þess að falla fram fyrir mér segir Drottinn. Við skulum rifja hér upp fyrirheit Guðs varðandi Hvíldardaginn, eins og við getum lesið um það  í  13.-14. versi í 58. kafla







Jesaja :



-13- Ef þú varast að vanhelga Hvíldardaginn, varast að gegna störfum þínum á helgum degi mínum, ef þú kallar Hvíldardaginn feginsdag, hinn helga dag Drottins heiðursdag og virðir hann svo, að þú framkvæmir ekki fyrirætlanir þínar, annast ekki störf þín né talar hégómaorð, -14- þá munt þú gleðjast yfir Drottni og þá mun ég láta þig fram bruna á hæðum landsins og láta þig njóta arfleifðar Jakobs föður þíns, því að munnur Drottins hefir talað það.







Sá sem vill þiggja aðra títt nefnda gjöf sem Guð gefur fólki sínu, þ.e. fyrirgefninguna og eilífa lífið, vill sá hinn sami ekki líka þiggja þessa góðu gjöf frá Honum sem Hvíldardagurinn er? Lítum á hvernig Esekíel spámaður orðaði þetta í 12. versi 20. kafla







Esekiel :



Ég gaf þeim og Hvíldardaga mína, að þeir væru sambandstákn milli mín og þeirra, til þess að menn skyldu viðurkenna, að ég, Drottinn, er sá, sem helgar þá. Hvað hafði sjálfur Frelsarinn að segja um lög sín og meginreglur? Lítum á vers 17-19 í 5. kafla







Matteusarguðspjalls :



-17- Ætlið ekki, að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema, heldur uppfylla. -18- Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu, uns allt er komið fram. -19- Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu boðum og kennir öðrum það, mun kallast minnstur í himnaríki, en sá, sem heldur þau og kennir, mun mikill kallast í himnaríki. Og hvað gerðu lærisveinar Drottins löngu eftir uprisu hans og uppstigningu til himins hvað helgihald snerti? Það getum við lesið um  í orðum Páls postula í 2. versi 17. kafla







Postulasögunnar :



Eftir venju sinni gekk Páll inn til þeirra, og þrjá Hvíldardaga ræddi hann við þá og lagði út af ritningunum,







Páll postuli sótti kirkju á Hvíldardegi Drottins, 7. dag vikunnar. Hvað hefur breyst, og hvernig breyttist það?







Kristin kirkja, á öldum vanþekkingar og fáfræði, segist hafa skipt um Hvíldardag með eigin valdi. Eftirfarandi yfirlýsingu er að finna á 50. blaðsíðu í Lærdómskveri kaþólskra kenninga eftir Peter Geiermann, Þar í nokkrum spurningum og svörum segir orðrétt:







“Spurning: Hvaða dagur er Hvíldardagur?
Svar: Það er laugardagurinn.
Spurning: Hvers vegna höldum við sunnudaginn þá helgan?
Svar: Vegna þess að Kaþólska kirkjan færði helgi Hvíldardagsins yfir á sunnudaginn.”








Um þessa breytingu á Hvíldardegi Drottins hafði hinn frægi kardínáli, James Gibbon í Baltimore í Bandaríkjunum, þetta að segja: “Kaþólska kirkjan staðhæfir, að hún hafi gert breytinguna. Og þessi breyting er merki þess, að kirkjan hefur vald og myndugleik í andlegum málum.”







Sömuleiðis er hér  tilvitnun í kaþólskar heimildir í blaðinu The Catholic Record,  1. september, 1923. Þar segir orðrétt:



“Sunnudagurinn er merki um vald okkar. . . . . Kirkjan er ofar Biblíunni, og breyting Hvíldardagsins er sönnun þessarar staðreyndar.” Hvaða augum lítur  Jesú Kristur það þegar menn fikta við Orð Guðs? Sjáum um það í 3. versi sem og í  því 7.-9. versi 15. kafla







Matteusarguðspjalls :



-3- Hann svaraði þeim: Hvers vegna brjótið þér sjálfir boðorð Guðs sakir erfikenningar yðar? . . . .-7- Hræsnarar, sannspár var Jesaja um yður, er hann segir: -8- Lýður þessi heiðrar mig með vörunum, en hjarta þeirra er langt frá mér. -9- Til einskis dýrka þeir mig, er þeir kenna þá lærdóma, sem eru mannasetningar einar. Sjálft Nýja testamentið leggur ríka áherslu á það, að öll boðorðin séu í gildi áratugum eftir dauða og upprisu Jesú Krists. Þetta kemur hvað best í ljós í Jakobsbréfinu og Opinberunarbókinni. Skoðum fyrst 10.-12. vers annars kafla







Jakobsbréfsins :



-10- Þótt einhver héldi allt lögmálið, en hrasaði í einu atriði, þá er hann orðinn sekur við öll boðorð þess. -11- Því sá sem sagði: Þú skalt ekki hórdóm drýgja , hann sagði líka: Þú skalt ekki morð fremja. En þó að þú drýgir ekki hór, en fremur morð, þá ertu búinn að brjóta lögmálið. -12- Talið því og breytið eins og þeir, er dæmast eiga eftir lögmáli frelsisins.







Hér nefnir Jakob fáein boðorðanna til þess að enginn velkist í vafa um hvaða lög og reglur Guðs hann eigi við, sem sé Boðorðin tíu. Brjóttu gegn einu þeirra og þú hefur brotið þau öll, segir þessi lærisveinn Krists a.m.k. 30-40 árum eftir dauða og upprisu Jesú Krists. Lærisveinninn Jóhannes skrifaði um boðorðin, þegar hann var kominn á efri ár og langt um liðið frá upprisu Jesú Krists. Hann segir í 3.-4. versi annars kafla







fyrra  Jóhannesarbréfs :-3- Og á því vitum vér, að vér þekkjum hann, ef vér höldum boðorð hans. -4- Sá sem segir: Ég þekki hann, og heldur ekki boðorð hans, er lygari og sannleikurinn er ekki í honum. Annað Þessalónikubréf 2. kafli vers:9-12 :



-9- Lögleysinginn kemur fyrir tilverknað Satans með miklum krafti, lygatáknum og undrum -10- og með alls konar ranglætisvélum, sem blekkja þá, sem glatast, af því að þeir veittu ekki viðtöku og elskuðu ekki sannleikann, svo að þeir mættu verða hólpnir. -11- Þess vegna sendir Guð þeim megna villu, til þess að þeir trúi lyginni. -12- Þannig munu allir þeir verða dæmdir, sem hafa ekki trúað sannleikanum, en haft velþóknun á ranglætinu.







Í augum Guðs er mikilvægt að við lærum ekki aðeins að þekkja sannleikann, þar með taldar meginreglur Drottins, heldur einnig að við lærum að elska sannleikann. Það er mikill munur á því að þekkja sannleika Guðs og að elska þann sama sannleika. Lítum nú aftur í Gamla testamentið og sjáum viðhorf Guðs gagnvart þeim sem áttu að sýna öðrum fordæmi í þessu efni, en brugðust gjörsamlega. Þetta sjáum við í  26. versi 22. kafla







Esekíels :



Prestar hennar hafa brjálað lögmáli mínu og vanhelgað helgidóma mína. Þeir hafa engan mun gjört á því, sem heilagt er og óheilagt, og eigi frætt menn um muninn á óhreinu og hreinu, og þeir hafa lokað augum sínum fyrir Hvíldardögum mínum, svo að ég vanhelgaðist meðal þeirra.







Gleyymum því ekki  að Boðorðin tíu eru stjórnarskrá Guðsríkis og að allt fólk Guðs mun hafa þau í heiðri um alla eilífð. Það er því mikilvægt að við virðum þau núna, einig hér í þessu ríki sem við lifum í nú. Margt fleira mætti tína til um þetta áhugaverða efni. En nú ætti sérhverst kristinn að íhuga þann boðskap sem prestar, hvort sem er Hvítasunnuhreyfingarinnar. Kaþólikka eða Þjóðkirkjunnar, hafa að færa söfnuðum sínum um Hvíldardag/Sabbatsdag Drottins og bera það saman við Ritninguna eins og t.d. hér hefur verið vísað í. Sjáið hvort þeir taki Orð Drottinns fram yfir mannasetningar eins og Hann kallaði þær. Ég spái því að sannkristnir muni verða mjög undrandi yfir boðskap presta sinna og fræðimanna.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.3.2009 kl. 09:01

23 identicon

Hvernig nennið þið að spá í þessu... hvenær sagði Harry Potter að það væri frí í skólanum.

DoctorE (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 09:46

24 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það er held ég ekki hægt að fá neitt betri útlistingu á þessu málefni en predikarinn hefur gert. Málið er dautt DrE :)

Er það ekki annars Guðsteinn?

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.3.2009 kl. 10:07

25 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Birgir:

Það er jafn heimskulegt að halda því fram að Boðorðin 10 séu bara fyrir Gyðinga, eins og að halda því fram að umferðar-reglur á Íslandi séu einungis fyrir Hafnfirðinga.
Hver er að brjóta boðorð? Höldum við ekki uppá hvíldardaginn einu sinni í viku? Hvernig er það brot má ég spyrja? Ég held reyndar að Hafnfirðingum hafi verið sleppt þegar umferðarreglur voru settar. 

Svanur Gísli:

Þú ert eitthvað að misskilja mig, ég er ekki að neita því að hvíldardagurinn sé á laugardegi, þvert á móti. En spurning mín er sú: skiptir það einhverju máli? Og af hverju er ég kallaður lögmálsbrjótur af aðventistum þegar ég held öðru fram? Allt er þetta gert Guði til dýrðar og ekki er ég gyðingur. En takk fyrir góðan fróðleik.  :)

Jens - ég er sammála Rósu minni; Vel orðað og amen á eftir efninu!

Úlli - sammála hverju orði, takk!

Guðmundur St. - hafðu kærar þakkir.

Predikari - "popous scribae", þú þarft ekki að sanna að hvíldadagurinn sé á laugardegi eins og þú gerir í þessari langloku. Við erum sammála um það, en ekki um útfærlsuna. 

Dokksi - farðu og leigðu þér DVD mynd eða eitthvað, get a hoby, eða komdu þá loks með eitthvert viturlegt  ef þú ætlar að vera að þessu á annað borð.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.3.2009 kl. 10:08

26 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nei Svanur, málið er ekki dautt. Þessi aðvent söfnuður ganga svo langt að segja mig ekki kristinn og argasta lögmálsbrjót þegar um þetta er rætt. Meira að segja segja norskir kollegar þeirra að ég sé með merki dýrsins á mér fyrir vikið. Slíkt líð ég ekki því við vitum báðir að slíkt eru fullyrðingar án nokkura stoða.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.3.2009 kl. 10:10

27 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þeir hafa vitskuld engan rétt til að dæma þig fyrir þetta Guðsteinn. En hversvegna ekki að fara þá að boðum Guðs og halda sjötta daginn heilagan ef þú veist að hann er hvíldardagurinn og þér finnst það ekki skipta máli hvort eð er hvenær hann er haldinn eins og þú segir ?

Spurningin er líka hvers vegna þér finnst þú hafa umboð til að brjóta eitt af boðorðunum tíu og hvort þú hafir sömu afstöðu til annarra boðorða?

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.3.2009 kl. 10:44

28 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

sjöunda átti þetta að vera

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.3.2009 kl. 10:44

29 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Svanur - hvaða boðorð er ég að brjóta? Ekkert. Nema kannski hefð gyðinga og hef ég lítið samviskubit vegna þess. Og nei, ég myndi ekki brjóta önnur boðorð eins þú bendir svo illkvitnislega á.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.3.2009 kl. 10:57

30 identicon

Matteusarguðspjalls :



-17- Ætlið ekki, að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema, heldur uppfylla. -18- Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu, uns allt er komið fram. -19- Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu boðum og kennir öðrum það, mun kallast minnstur í himnaríki, en sá, sem heldur þau og kennir, mun mikill kallast í himnaríki. Og hvað gerðu lærisveinar Drottins löngu eftir uprisu hans og uppstigningu til himins hvað helgihald snerti? Það getum við lesið um  í orðum Páls postula í 2. versi 17. kafla

Á þetta líka við svínakjötið sem gyðingum er bannað að borða. ??

Bara spyr, finnst það nefnilega svo fyndið hvernig kristið fólk túlkar Biblíuna, stundum í heild og stundum bara NT.

En ef ég spyr svona að gamni, hvað borða mörg ykkar (ofur) kristnu svínakjöt ??

Katala (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 10:58

31 Smámynd: Mofi

Haukur
Undanfarið hefur Mofi verið að segja Gunnari í Krossinum til syndanna þar sem Mofi er að horfa á Omega og hneykslast stórum. Þessu verð ég að svara!

Gunnar í krossinum kom bara fram í sjónvarpinu og kom þar með rök fyrir því að halda sunnudaginn heilagan, dag sólarinnar og þau rök voru arfa slöpp og ég gagnrýndi það sem hann sagði.

Haukur
Frá þeim tíma hafa kristnir ekki umskorið sveinbörn sín vegna þess að kristinn kirkja er ekki háð lögmálsreglum gyðinga og var umskurn aflögð hjá flestum kristnum söfnuðum. (Gal. 5:1-6)

Umskurn var ekki hluti af boðorðunum tíu en samt olli það miklum umræðum og síðan tóku postularnir ákvörðun um að þeir sem vildu gerast kristnir þyrftu ekki að umskerast. Heldur þú virkilega að ef einhver hefði ætlað að breyta boðorðunum tíu að þá hefði ekki orðið fótur og fit?  Aðal vandamálið með umskurnina var auðvitað að þetta var sársaukafullt fyrir fullorðna menn en það ætti ekki að vera mjög sársaukafullt að hvílast í einn dag og eiga þá stund með Guði.

Haukur
Það sem Páll er að segja er að ef við ætlum að réttlætast einungis af verkum og athöfnum eins og umskurði, þá erum við fallin úr náðinni. Eins er með athafnir eins og hvíldardaga.

Ekki spurning um að réttlætast af verkum heldur að skilja hversu mikla fórn Guð þurfti að færa fyrir brot á lögmálinu svo að við mættum fá sýknu dóm þó við ættum hann ekki skilið.  Páll tekur oft fram þegar kemur að réttlætingu fyrir náð að eftir það eigum við ekki að halda áfram að brjóta lögmálið.

Rómverjabréfið 6
1Hvað merkir nú þetta? Eigum við að vera áfram í syndinni til þess að náðin verði því meiri? 2Fjarri fer því! Við sem dóum syndinni, hvernig ættum við að lifa áfram í henni?
...
15Eða hvað? Eigum við að syndga fyrst við erum ekki undir lögmálinu heldur náðinni? Fjarstæða! 16Vitið þið ekki að ef þið gerist ánauðug þý einhvers eruð þið nauðbeygð að hlýða honum? Annaðhvort hlýðið þið syndinni sem leiðir til dauða eða Guði sem leiðir til lífs í réttlæti.

Menn falla úr náðinni ef þeir ætla að láta sín verk réttlæta sig en þeir falla líka úr náðinni ef þeir segja ekki skilið við syndina. Það er ekki hið sama og segja að sá sem frelsast mun aldrei syndga, aðeins að hann vill af öllum mætti ekki syndga þó hann gæti hrasað á leiðinni.

Haukur
Kristur kom til að leysa þá undan lögmálinu (tyftaranum) (Efesus 2:8-9).

Tyftari kemur fyrir í Galatabréfinu 3:24 en King James þýðir það orð sem "schoolmaster".  Það er svo sem það sem íslenska orðið á að koma á framfæri og hefði gert það fyrir einhverjum áratugum síðan.  Punkturinn þar er að lögmálið leiðbeinir okkur til Krists með því að sýna að við erum sek og þurfum náð frammi fyrir refsingu lögmálsins.

Haukur
Sem sagt Jesús uppfyllti lögmálið í eitt skipti fyrir öll, fórnfærði sjálfum sér til þess að leysa okkur undan lögmálsverkunum.

Ef þetta væri umræða um hvort það væri í lagi að myrða, myndir þú þá segja þetta?  Fórn Krists var til þess að friðþægja fyrir brot á lögmálinu, ekki til að gefa okkur leyfi til að halda áfram að brjóta lögmálið. 

Hebreabréfið 10
26Því að ef við syndgum af ásettu ráði, eftir að hafa öðlast þekkingu á sannleikanum, þá er úr því enga fórn að fá fyrir syndirnar 27heldur er það óttaleg bið eftir dómi og heitum eldi sem eyða mun andstæðingum Guðs. 28Sá er að engu hefur lögmál Móse verður vægðarlaust líflátinn ef tveir eða þrír vottar bera. 29Hve miklu þyngri hegning ætlið þið þá ekki að sá muni vera talinn verðskulda er fyrirlítur son Guðs og metur einskis blóðið, sem sáttmálinn var grundvallaður á, og smánar anda náðarinnar?

Haukur
Sá eða sú sem leggur allt upp úr verkum, ónýtir því krossdauða Krists, það er hjartað sem skiptir máli ekki lagasetningar.

Hjartað endurmótað af kærleika til Guðs hlýtur að hafa löngun til að halda lögmál Guðs ekki satt?  Hann vill upp frá því ekki stela, ekki ljúga, ekki hata og öfundast, ekki satt?  Af hverju ætti hann að hafa eitthvað á móti því að hvílast frá verkum sínum og eiga stund með Guði ef Guð segir að það er það sem Hann vill?

Haukur
Í ofangreindu versi brjóta lærisveinar Jesú hvíldardagslögmálið, og hvað gerir Jesús?

Hugsaðu nú aðeins út í hvað þú ert að segja hérna. Þú ert að segja að Jesú dó syndari.  Í þessu versi þá halda farísearnir því fram að Jesú er að brjóta hvíldardags boðorðið en Hann var ekkert að því. Það voru þeir sem voru búnir að breyta þessu boðorði blessunar í bölvun með þeirra eigin reglum.

Haukur
Það heitir kærleikur Jesú til mannanna, ekki kvöð Jesú til mannanna.

Hvort er meiri kvöð að taka sér hvíld frá sínum verkum og eiga stund með Guði eða að vinna á hvíldardegi?

Haukur - http://mofi.blog.is/blog/mofi/entry/821675/
Hvaða máli skiptir það hvaða dag vikunnar ég held hvíldardaginn ef ég geri það Guði til dýrðar?

Af hverju tók Guð það sérstaklega fram ef það skipti ekki máli hvaða dag hann vildi að haldinn væri?
Ef það stendur í fjórða boðorðinu, SJÖUNDI DAGURINN og er endurtekið þrisvar sinnum og síðan gefin upp ástæðan af hverju það er sjöundi dagurinn, af hverju segirðu að það skipti ekki máli hvaða dagur það er? 

Ef fjórða boðorðið snýst um að halda SJÖUNDA daginn, hvernig geturðu verið að halda fjórða boðorðið ef þú heldur ekki sjöunda daginn?

Mofi, 19.3.2009 kl. 11:07

32 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Katala - ég borða svínakjöt með bestu lyst, enda eins og ritningarstaðurinn sem þú vísar í bendir til þá uppfyllti Jesús lögmálið, og tók út mannasetningar þess efnis um leið. Bann við neyslu svínakjöts hefur verið af heilsufars ástæðum þar sem hreinlæti var ekki uppá marga fiska á þessum árum sem þau boð eru sett.

Mofi - takk fyrir greinargott svar. En eftir stendur að þú og fleiri saka mig um að brjóta boðorð, sem er ekki rétt þar sem ég held hvíldardaginn heilagann. Ég geri það bara á öðrum degi, og er það gert Guði til dýrðar. Ekki flókið það og er ekkert boðorðanna brotið.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.3.2009 kl. 11:19

33 identicon

Samkvæmt áreiðanlegum pælingum mínum þá skapaði guddi heiminn 1. apríl á mánudegi.
Hann hefur verið að hvíla sig síðan þá, samkvæmt þessu þá eiga allir að vinna eina viku á ævinni og hvíla sig svo til dauðadags.

DoctorE (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 11:19

34 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Guðsteinn; Boðorðið er; Halda skaltu hvíldardaginn heilagan, ekki hvíldardag heilagan. Það boðorð ertu að brjóta, ekki satt?

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.3.2009 kl. 11:20

35 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Svanur, rétt er það. Og hvað af þessu er ég þá að brjóta? Ekkert hef ég brotið og megnið af mannkyninu með mér. Ef upplýsingar ykkar reynast réttar, þá er megnið af heiminum á heljarþröm. Ég held að ég treysti dómi Drottins og ekki manna þegar sá dagur kemur.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.3.2009 kl. 11:36

36 Smámynd: Mofi

Haukur
Ég geri það bara á öðrum degi, og er það gert Guði til dýrðar

Boðorðið snýst um hinn sjöunda dag, að það sé sjöundi dagurinn er endurtekið tvisvar til að ýtreka mikilvægi þess og síðan útskýrt af hverju það er hinn sjöundi sem á að halda heilagan.

2. Mósebók 20
8Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. 9Þú skalt vinna sex daga og sinna öllum verkum þínum. 10En sjöundi dagurinn er hvíldardagur Drottins, Guðs þíns. Þá skaltu ekkert verk vinna, hvorki þú sjálfur né sonur þinn eða dóttir, þræll þinn né ambátt eða skepnur þínar eða aðkomumaðurinn sem fær að búa innan borgarhliða þinna. 11Því að á sex dögum gerði Drottinn himin og jörð, hafið og allt sem í því er en hvíldist sjöunda daginn. Þess vegna blessaði Drottinn hvíldardaginn og helgaði hann.

Mofi, 19.3.2009 kl. 11:37

37 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Rétt Mofi, þetta er einmitt svona. Enda hef ég ekki neitað að laugardagurinn sé hvíldardagurinn samkvæmt hefðinni. En ég held uppá sunndaginn Guði til dýrðar og tel það nóg.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.3.2009 kl. 11:39

38 Smámynd: Mofi

Haukur,  Guð lýtur fram hjá synd sem er drýgð í vanþekkingu en síðan eins og Hebreabréfið talar um þá er ekki hægt að fá fyrirgefningu fyrir synd sem menn velja að drýgja eftir að þeir fá þekkingu á vilja Guðs.

Postulasagan 17
29Fyrst við erum nú Guðs ættar megum við eigi ætla að guðdómurinn sé líkur smíði af gulli, silfri eða steini, gerðri með hagleik og hugviti manna. 30Guð hefur umborið vanvisku liðinna tíma. En nú boðar hann mönnum hvarvetna að allir skuli snúa sér til hans

Mofi, 19.3.2009 kl. 11:39

39 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dóri þetta vers sem þú vitnar í á nákvæmlega ekkert skylt við samhengið, og auk þess hef ég ekkert brotið af mér.

Hvar eru þeir kristnu sem halda uppá sunnudaginn núna? Hví er ég skilinn eftir svona munaðarlaus og stillt upp sem lögmálsbrjót? Ekki það að ég hef fengið aðstoð nokkura sem ég er þakklátur fyrir, en hey, hvar eruð þið?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.3.2009 kl. 11:43

40 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Guðsteinn; Ég skrifaði;

 "Boðorðið er; Halda skaltu hvíldardaginn heilagan, ekki hvíldardag heilagan. Það boðorð ertu að brjóta.."

Þú svarar;

Svanur, rétt er það. Og hvað af þessu er ég þá að brjóta?

Málið er ekki hvað "megnið af heiminum" er að gera, heldur hvort Biblían, bókin sem þú segist trúa á, boði að ákveðinndag skuli halda heilagan. Það er þér ljóst. Kristur afnam þann dag ekki. Það er þér ljóst. En þér er ekki ljóst að þú sért að brjóta boðorðið ef þú ferð ekki eftir því. Það er skrýtið. Er þetta ekki bara þvermóðska í þér?

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.3.2009 kl. 11:51

41 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Guðsteinn Haukur :

Það er enginn að skilja þig eftir munaðarlausan. Boðskapur Krists er samt ótvíræður í þessu efni. Kirkjan á þriðju öld getur engu breytt þar Orði Guðs þó hún hafi talið sig þess umkomna. Vegna skrifa þinna og þátta séra Gunnars í Krossinum á Omega o.fl.  þá er rétt að ítreka eftirfarandi :

Hvaða augum lítur  Jesú Kristur það þegar menn fikta við Orð Guðs? Sjáum um það í 3. versi sem og í  því 7.-9. versi 15. kafla
Matteusarguðspjalls :



Hann svaraði þeim: Hvers vegna brjótið þér sjálfir boðorð Guðs sakir erfikenningar yðar? . . . .Hræsnarar, sannspár var Jesaja um yður, er hann segir: Lýður þessi heiðrar mig með vörunum, en hjarta þeirra er langt frá mér. Til einskis dýrka þeir mig, er þeir kenna þá lærdóma, sem eru mannasetningar einar. 

Sjálft Nýja testamentið leggur ríka áherslu á það, að öll boðorðin séu í gildi áratugum eftir dauða og upprisu Jesú Krists. Þetta kemur hvað best í ljós í Jakobsbréfinu og Opinberunarbókinni. Skoðum fyrst 10.-12. vers annars kafla Jakobsbréfsins :



Þótt einhver héldi allt lögmálið, en hrasaði í einu atriði, þá er hann orðinn sekur við öll boðorð þess. Því sá sem sagði: Þú skalt ekki hórdóm drýgja , hann sagði líka: Þú skalt ekki morð fremja. En þó að þú drýgir ekki hór, en fremur morð, þá ertu búinn að brjóta lögmálið. Talið því og breytið eins og þeir, er dæmast eiga eftir lögmáli frelsisins.



Hér nefnir Jakob fáein boðorðanna til þess að enginn velkist í vafa um hvaða lög og reglur Guðs hann eigi við, sem sé Boðorðin tíu. Brjóttu gegn einu þeirra og þú hefur brotið þau öll, segir þessi lærisveinn Krists a.m.k. 30-40 árum eftir dauða og upprisu Jesú Krists. Lærisveinninn Jóhannes skrifaði um boðorðin, þegar hann var kominn á efri ár og langt um liðið frá upprisu Jesú Krists. Hann segir í 3.-4. versi annars kafla fyrra  Jóhannesarbréfs :

Og á því vitum vér, að vér þekkjum hann, ef vér höldum boðorð hans. Sá sem segir: Ég þekki hann, og heldur ekki boðorð hans, er lygari og sannleikurinn er ekki í honum. 

Annað Þessalónikubréf 2. kafli vers:9-12 :



Lögleysinginn kemur fyrir tilverknað Satans með miklum krafti, lygatáknum og undrum og með alls konar ranglætisvélum, sem blekkja þá, sem glatast, af því að þeir veittu ekki viðtöku og elskuðu ekki sannleikann, svo að þeir mættu verða hólpnir. Þess vegna sendir Guð þeim megna villu, til þess að þeir trúi lyginni.  Þannig munu allir þeir verða dæmdir, sem hafa ekki trúað sannleikanum, en haft velþóknun á ranglætinu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.3.2009 kl. 11:56

42 Smámynd: Mofi

Haukur, versið sem ég vitnaði í snérist um hvernig Guð lítur fram hjá vanvisku fólks, þegar það veit ekki betur. Bara innlegg sem ég hélt að kæmi umræðunni við.  Hitt versið er sjálft boðorðið og það hlýtur að vera í samhengi. 

Varðandi hvar hinir kristnu eru núna.... ég skil ekki alveg spurninguna.  Ef þeir eru dánir þá sofa þeir í gröfunum, ef þeir eru lifandi þá veist þú líklegast meira en ég um staðsetningu þeirra.  Ef einhver fær þekkingu á lögmáli Guðs, af hverju ætti hann ekki að taka þeirri þekkingu fagnandi og vilja vera í samræmi við Guðs vilji?  Ef hann sýnir mótþróa þá er það líklegast vegna þess að hann vill ekki gefa líf sitt undir hlíðni við Guð, hann vill fá að ráða sjálfur.

Mofi, 19.3.2009 kl. 11:59

43 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Svanur - ok, mín sýn á þessu er eftirfarandi:

  1. staðreynd: hvíldardagurinn er á laugardegi.
  2. staðreynd: Jesús er herra hvíldardagsins. 
Svör mín við þessum staðreyndum, af því að Jesús er herra hvíldardagsins þá horfir hann á það sem er gert honum til dýrðar. Niðurstaða: ég hef ekkert af mér brotið, enda byggist þetta eftir trú minni af hjarta mínu, ekki verk kaþólikka hér í den tíð.



Predikari - er þá lögmálsbrot að gera Guði til dýrðar? Um það er ég sekur og skammast mín ekkert fyrir það. Ég er ekki kaþólikki og mun seint verða það, ég er engann veginn að réttlæta verk þeirra. Það sem ég geri er eftir hjartanu óháð mannasetningum, þar liggur munurinn á.



Mofi - svar mitt til predikarans á við þig einnig.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.3.2009 kl. 12:07

44 identicon

Matthew Chapter 5:17-18
17 Think not that I am come to destroy the law, or the prophets: I am not come to destroy, but to fulfil.
18 For verily I say unto you, Till heaven and earth pass, one jot or one tittle shall in no wise pass from the law, till all be fulfilled.

Get alls ekki skilið hvernig þetta afnemur e-h "manngert" bara alls ekki hvað þetta tengist forboðinni fæðu af einhverju tagi.

Luke Chapter 16:17 And it is easier for heaven and earth to pass, than one tittle of the law to fail.

Get heldur ekki séð hvernig þú getur fengið þetta með hvíldardaginn út,  er sammála Svani hér að ofan, hann talar um tiltekinn dag ekki bara einhvern dag.

Og meira segja hef ég ekki getað fundið neitt um það að lögum GT sé kastað eða þau afnumin, heldur þvert á móti er það tekið margoft fram að þau beri að virða og kristur sé ekki kominn til að afnema neitt sem áður er boðað.

Kem sennilega aldrei með að skilja trúarbragðafræði kristinna eða afstöðu þeirra til bilíunnar, þar sem eitt er virt og annað afnumið að virðist eftir hentugleika, talandi um "manngert" í samhengi við túlkun biblíunnar.  Fattettabarekki.

Katala (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 12:11

45 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Guðsteinn:

1. Staðreynd; Guð setur boðorð.

2. Staðreynd; Guðsteinn fer ekki eftir boðorðinu og segir það í góðu lagi af því að hann geri það Guði til dýrðar.

3. Staðreynd; Guðsteinn ákveður hvað sé Guði til dýrðar, ekki Guð.

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.3.2009 kl. 12:19

46 Smámynd: Mofi

Haukur
Niðurstaða:
ég hef ekkert af mér brotið, enda byggist þetta eftir trú minni af hjarta mínu, ekki verk kaþólikka hér í den tíð.

Í fyrsta lagi er trú án verka dauð ( Jakobsbréf 2:17 ) og í öðru lagi þá á maður ekki að treysta hjartanu heldur Guði.

Jeremía 17
7Blessaður er sá maður sem treystir Drottni,
Drottinn er athvarf hans.
9Svikult er hjartað framar öllu öðru
og forhert. Hver skilur það?

Haukur
er þá lögmálsbrot að gera Guði til dýrðar? Um það er ég sekur og skammast mín ekkert fyrir það.

Getur þú brotið eitthvað af hinum boðorðunum Guði til dýrðar?  Af hverju er þetta þannig að það er hægt að brjóta það Guði til dýrðar?



 

Mofi, 19.3.2009 kl. 12:24

47 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Svanur - auðvitað reyni ég að gera hluti Guði til dýrðar, sem ég geri í eigin veika mætti, og er það fórn af minni hálfu til hans. Það eru þín orð að ég ákveði eitthvert fyrir Guð, og finnst mér það rangt af þér. Ég veit hvar ég stend í þessu og tel mig saklausan af því sem þið sakið mig um.

Mofi - er það þitt hlutskipti orðið að láta fólk vera afhuga trúnni? Jesús kom með boðskap sem er ekki íþyngjandi og nú hefur þér ásamt Svan að gera það þungt aftur.

Hvernig dettur þér í hug að saka mig að brjóta öll boðorðin Guði til dýrðar!

Ég held uppá sunnudaginn Guði til dýrðar, og veit ég að hann hefur ekkert á móti því. Ef það væri öðruvísi þá væri heilagur andi ekki til staðar á slíkum samkomum, sem ég hef stundað í 14 ár og er alveg auðséð að Guð er þar á meðal. Það eru rök mín, þess vegna segi ég að fari eftir hjartanu og er ekki ákveða eitt né neitt fyrir nokkurn, síst af öllu Guð.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.3.2009 kl. 12:44

48 identicon

Face it, þið eruð allir fargin syndarar... en engar áhyggjur því það er bara eitt boðorð í kristni... iðrist og dýrkið bossinn.

DoctorE (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 12:45

49 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

7.Dagur í viku er vissulega hvíldardagur sá er guð setti okkur mönnum,og rétt er það að Sunnudagur telst fyrsti dagur vikunnar og þá Laugardagur 7.dagurinn.

Ég vil nú ekki meina að ég brjóti stórlega gegn guði mínum,það bara hitt sjónarmiðið að vinnuvika okkar hefst á Mánudegi og ef heppin lýkur henni ekki síðar en á Laugardegi.Og þar með getur oft reynst erfitt að koma á laugardagshvíldardegi.

Meðan ég bý á jörðinni ásamt samferðarmönnum mínum,og reyni að sinna skildum og vinnu mér og mínum til farborða yrði ég hreinlega á skjön við kerfið sem samfélagið hefur sett upp tæki ég Laugardag mér tíl hvíldar og næringa andans.

Það má vel deila um orðið og meiningu þeirra sem guð boðar okkur,ég get aðeins gert mitt besta í heimi sem virðir illa lögmálið.Ég vil samt ekki fyrir vikið horfa á andlit mitt í spegli og dæma sjálfan mig fyrir að virða ekki Guðs orð með að ganga til vinnu á Laugardegi og gera skyldur mínar til fjölskyldu minnar með að afla tekna.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 19.3.2009 kl. 12:46

50 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Svanur og Mofi, fyrst þið eruð svona heilagir og mun betri menn en syndarinn og lögmálsbrjóturinn ég, af hverju stendur þá eftirfarandi í ritningunni?

Bréf Páls til Rómverja 14:5
5 Einn gjörir mun á dögum, en annar metur alla daga jafna. Sérhver hafi örugga sannfæringu í huga sínum.

Jóh. 9:16
16 Þá sögðu nokkrir farísear: "Þessi maður er ekki frá Guði, fyrst hann heldur ekki hvíldardaginn." Aðrir sögðu: "Hvernig getur syndugur maður gjört þvílík tákn?" Og ágreiningur varð með þeim.

Kól. 2:16
16 Enginn skyldi því dæma yður fyrir mat eða drykk eða það sem snertir hátíðir, tunglkomur eða hvíldardaga. 

Getið þið svarað þessu fyrst ég er svona mikil lögbrjótur?

Úlli - takk!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.3.2009 kl. 12:57

51 Smámynd: Mofi

Haukur
er það þitt hlutskipti orðið að láta fólk vera afhuga trúnni? Jesús kom með boðskap sem er ekki íþyngjandi og nú hefur þér ásamt Svan að gera það þungt aftur.

Trú sem er ekki í samræmi við lög Guðs er lítils virði. Ef einhver vill ekki vera kristinn af því að Guð vill að hann hvíli sig ákveðin dag og eigi stund með honum þá er Guð greinilega ekki í fyrsta sæti hjá viðkomandi.  Hvernig getur það síðan verið byrgði eða þyngsli að hvíla sig á ákveðnum degi?

Haukur
Hvernig dettur þér í hug að saka mig að brjóta öll boðorðin Guði til dýrðar!

Ég er aðeins að benda þér á hvað þessi rök eru gölluð því að þú getur ekki brotið hin boðorðin Guði til dýrðar en samt heldur þú að þú getir brotið þetta boðorð Guði til dýrðar.

Segjum sem svo að þú værir nýr í trúnni og værir að leita þér að kirkju. Væri það þá eitthvað mál hvort þú myndir halda sjöunda daginn eins og lög Guðs segja fyrir um?

Haukur
Það eru rök mín, þess vegna segi ég að fari eftir hjartanu og er ekki ákveða eitt né neitt fyrir nokkurn, síst af öllu Guð.

Eins og ég benti á þá getur Guð horft fram hjá þegar við erum í vanþekkingu og blessað okkur en við eigum að byggja okkar líf á Orði Guðs en ekki okkar persónulegu reynslu.

Úlfar
Ég vil samt ekki fyrir vikið horfa á andlit mitt í spegli og dæma sjálfan mig fyrir að virða ekki Guðs orð með að ganga til vinnu á Laugardegi og gera skyldur mínar til fjölskyldu minnar með að afla tekna.

Ég myndi ekki vinna á sjöunda deginum og hef ekki þurft þess allt mitt líf.  Móðir mín vinnur við heimahjúkrun og hún vinnur á hvíldardögum og ég sé ekkert að því af því að sum störf þarf að vinna. Að vinna þau ekki væri illska og hvíldardagurinn er okkur til blessunar, ekki bölvunar.

Mofi, 19.3.2009 kl. 13:03

52 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dóri:

Trú sem er ekki í samræmi við lög Guðs er lítils virði. Ef einhver vill ekki vera kristinn af því að Guð vill að hann hvíli sig ákveðin dag og eigi stund með honum þá er Guð greinilega ekki í fyrsta sæti hjá viðkomandi.  Hvernig getur það síðan verið byrgði eða þyngsli að hvíla sig á ákveðnum degi?

Tak Dóri minn fyrir að staðfesta orð mín, ég hvíli mig þá áfram á sunnudögum!

Ég er aðeins að benda þér á hvað þessi rök eru gölluð því að þú getur ekki brotið hin boðorðin Guði til dýrðar en samt heldur þú að þú getir brotið þetta boðorð Guði til dýrðar.

Ég er ekki að brjóta nokkurn skapaðann hlut, sjá síðasta svar mitt, og vona ég að þú eigir svör við því.

Segjum sem svo að þú værir nýr í trúnni og værir að leita þér að kirkju. Væri það þá eitthvað mál hvort þú myndir halda sjöunda daginn eins og lög Guðs segja fyrir um?

Ég er bara ekki nýr í trúnni, og get því ekki svarað þessu.

Eins og ég benti á þá getur Guð horft fram hjá þegar við erum í vanþekkingu og blessað okkur en við eigum að byggja okkar líf á Orði Guðs en ekki okkar persónulegu reynslu.

Aftur, sjá síðustu athugasemd mína.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.3.2009 kl. 13:10

53 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Kæri Guðsteinn.

Persónulega tel ég ekki að þú sért einhver syndari fyrir að halda Sunnudaginn heilagan. Ég var aðeins að benda þér að samkvæmt þinni trúarbók ætti það að vera Laugardagurinn. Þaðan af síður álít ég sjálfan mig heilagan.  

Í Íslam er það föstudagurinn sem haldinn er heilagur og það var gert samkvæmt skýrum fyrirmælum frá Múhameðs. Í minni trú er það einnig föstudagurinn sem sagður er hvíldardagur einnig samkvæmt skýrum fyrirmælum stofnanda trúarinnar.

Umboðið til að breyta þessu fylgir greinilega hverri ráðsályktun Guðs og í tilfelli ráðsályktunar (opinberunnar) Krists, kaus hann að breyta ekki til. Það er allt og sumt.

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.3.2009 kl. 13:10

54 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Tak fyrir þetta svar kæri Svanur, en þú hefur samt ekki svarað spurningu minni hér ofar þegar ég vísa í þennan texta:

Bréf Páls til Rómverja 14:5
5 Einn gjörir mun á dögum, en annar metur alla daga jafna. Sérhver hafi örugga sannfæringu í huga sínum.

Jóh. 9:16
16 Þá sögðu nokkrir farísear: "Þessi maður er ekki frá Guði, fyrst hann heldur ekki hvíldardaginn." Aðrir sögðu: "Hvernig getur syndugur maður gjört þvílík tákn?" Og ágreiningur varð með þeim.

Kól. 2:16
16 Enginn skyldi því dæma yður fyrir mat eða drykk eða það sem snertir hátíðir, tunglkomur eða hvíldardaga.

Er ég sem sé á villigötum að fara eftir versum eins og þessum?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.3.2009 kl. 13:28

55 Smámynd: Mofi


Haukur - Bréf Páls til Rómverja 14:5
5 Einn gjörir mun á dögum, en annar metur alla daga jafna. Sérhver hafi örugga sannfæringu í huga sínum.

Páll er að tala um hefðir gyðinga og þá sérstaklega fórnarlögmálið en það hafði hátíðardaga sem útskýrðu hvað Jesú myndi gera. Þegar Jesú var kominn þá þurfti ekki að halda þetta fórnarlögmál og þá hátíðadaga sem því fylgdu. Þeir máttu gera það en þeir áttu ekki að heimta að þeir sem voru ekki gyðingar þyrftu að halda þessa hátíðardaga.

Páll er greinilega ekki að tala um boðorðin tíu svo það er mjög rangt að taka svona úr samhengi til að láta Pál tala um eitthvað sem hann var ekki að tala um.

Segjum sem svo að okkar ríkisstjórn myndi ákveða að breyta því á hvaða vegar helmingi við eigum að keyra á; heldur þú að það yrði sagt hátt og skýrt?   Það var gerð breyting á umskurninni og það fékk mjög mikla umfjöllun. Ef að menn ætluðu að breyta boðorðum Guðs, það sem Guð skrifaði sjálfur með eigin hendi; heldur þú að það yrði ekki tekið fram skýrt? Sérstaklega þegar maður hefur í huga að samfélag gyðinga snérist mjög mikið um að halda hvíldardaginn, mótaði allt samfélag þeirra.

Haukur - Jóh. 9:16
16 Þá sögðu nokkrir farísear: "Þessi maður er ekki frá Guði, fyrst hann heldur ekki hvíldardaginn." Aðrir sögðu: "Hvernig getur syndugur maður gjört þvílík tákn?" Og ágreiningur varð með þeim.

Auðvitað hélt Jesú hvíldardaginn, annars hefði Hann dáið syndari og þá væri enga fyrirgefningu að fá.  Óvinir Jesú sögðu margt um Hann en það þýðir ekki að það hafi verið satt.

Haukur - Kól. 2:16
16 Enginn skyldi því dæma yður fyrir mat eða drykk eða það sem snertir hátíðir, tunglkomur eða hvíldardaga. 

Best að skoða samhengið sem þetta er sagt í.

Kólussubréfið 2
14Hann afmáði skuldabréfið sem þjakaði okkur með ákvæðum sínum. Hann tók það burt með því að negla það á krossinn. 15Hann fletti vopnum tignirnar og völdin og leiddi þau fram opinberlega til háðungar þegar hann fór sína sigurför í Kristi.
16Enginn skyldi því dæma ykkur fyrir mat eða drykk eða það sem snertir hátíðir, tunglkomur eða hvíldardaga. 17Slíkt er aðeins skuggi þess sem koma átti. Veruleikinn er Kristur

Skuldabréfið sem þjakaði gyðingana var fórnarlögmálið. Að þurfa að fórna dýrum á ákveðnum dögum sem kallaðir voru hvíldardagar en voru fyrir utan hvíldardag boðorðanna. Þetta voru hátíðsdagar þar sem dýrum var fórnar og allt í kringum þá voru eins og skuggamynd af því sem átti að gerast þegar Jesú kom í heiminn.

Boðorðin tíu og þar með hvíldardags boðorðið var ekki skuggi af einu eða neinu enda búinn til áður en synd kom í heiminn og verður haldin eftir að þessi heimur líður undir lok.

Esekíel 45
17En landshöfðingjanum ber að sjá um brennifórn, kornfórn og dreypifórn á hátíðum, tunglkomudögum og hvíldardögum, á öllum hátíðarsamkomum Ísraelsmanna. Hann skal láta færa syndafórn, kornfórn, brennifórn og heillafórnir til að friðþægja fyrir Ísraelsmenn.

Mofi, 19.3.2009 kl. 13:32

56 Smámynd: Mofi

Haukur
Tak Dóri minn fyrir að staðfesta orð mín, ég hvíli mig þá áfram á sunnudögum!

Ég hvíli mig líka á sunnudögum en held sjöunda daginn heilagan til að halda boðorð Guðs og lenda ekki í því sem Hebreabréfið talar um:

4Því að einhvers staðar er svo að orði kveðið um hinn sjöunda dag: „Og Guð hvíldist hinn sjöunda dag eftir öll verk sín
6Enn stendur því til boða að nokkrir gangi inn til hvíldar Guðs. Þeir sem áður fengu fagnaðarerindið gengu ekki inn sakir óhlýðni. 7Því ákveður Guð aftur dag einn er hann segir löngu síðar fyrir munn Davíðs: „Í dag.“ Eins og fyrr hefur sagt verið: „Ef þér heyrið raust hans í dag, þá forherðið ekki hjörtu yðar.“
11Kostum því kapps um að ganga inn til þessarar hvíldar til þess að enginn óhlýðnist eins og þeir og falli.

Haukur
Ég er bara ekki nýr í trúnni, og get því ekki svarað þessu

Prófaðu að ímynda þér  :)    mig grunar að þú veist hvert svarið er og það er óþægilegt. Hérna er tryggð við kirkju og samfélag sem er að gera þetta erfitt, ef það væri ekki til staðar þá væri ekkert mál að halda boðorðin eins og Guð setti þau fram og engin ástæða til að gera eitthvað annað.

Mofi, 19.3.2009 kl. 13:37

57 Smámynd: Þóra Sigríður Jónsdóttir

Frábærar umræður..... :) Skora á ykkur sem eruð í vafa að láta á þetta reyna.

"The year of living Biblically" eftir A.J. Jakobs er skemmtileg bók og á netinu er hægt að finna viðtöl við hann þar sem hann lýsir því einmitt hvernig hvíldardagurinn sé eitt af því besta sem hann hafi upplifað og muni halda í.

Heill sólarhringur í viku er dýrmætur tími og þú villt vera viss um að hann sé fyrsta flokks.

Þóra Sigríður Jónsdóttir, 19.3.2009 kl. 13:48

58 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Guðsteinn: Mér sýnist á öllu að í þessum tilvitnunum sem þú biður útskýringar á sé verið að fjalla um hvað sé tilhlýðilegt að gera á hvíldardeginum, frekar en hver hvíldardagurinn er. Um það fjallaði líka gagnrýni Krists á helgihaldinu.

Honum ofbauð þær oft fáránlegu reglur sem Gyðingar voru búnir að koma sér upp í tengslum við hvíldardaginn og þegar hann var gagnrýndur á móti fyrir að fara ekki eftir reglunum, áréttaði hann umboð sitt til að endurtúlka þær sem "Herra Hvíldardagsins".

Það viðurkenndu Gyðingar vitaskuld ekki. En það er alveg klárt samt sem áður að þótt Kristur hafi endurskilgreint hlutverk hvíldardagsins eru hvergi fyrirmæli frá honum að finna um að hann hafi flutt hann á milli daga.

Orðun Páls í Rómverjabréfinu bendir til þess að kristnir menn hafi verið að núa hverjum öðrum því um nasir að fylgja ekki gyðinglegum boðum. En hann segir skýrt í framhaldi af tilvitnuninni sem þú tiltekur; "sá sem tekur tillit til daga, gjörir það vegna Drottins."

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.3.2009 kl. 13:54

59 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir svörin Svanur og Mofi, ég held að best sé að við verðum ósammála um þessar túlkanir, svona þrætur hafa ekki mikið uppá sig. Það sem ég fagna samt sem áður er að ykkar sjónarmið komust á framfæri og getur fólk dæmt út frá því.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.3.2009 kl. 14:48

60 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þóru þakka ég einnig fyrir innlitið og athugasemd.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.3.2009 kl. 14:48

61 identicon

Gaman að sjá hvernig allir túlka og sjá það sem þeir vilja sjá :)

DoctorE (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 15:49

62 Smámynd: Flower

Ég myndi nú halda að Guð gæfi gaum að fimm daga vinnuviku sem er orðin algeng víða í heiminum. Boðorðið gildir enn, en heimurinn hefur breyst. Og helgarnar eru tími hvíldar hvort sem er hjá flestum. Kristnir eru engin undantekning þar á. Er þá verið að brjóta þetta boðorð? Hversu langt á að ganga til að framfylgja því? Með því að leggja svona áherslu á þetta er verið að feta í fótspor faríseana á skjön við það sem Kristur boðar.

Flower, 19.3.2009 kl. 15:51

63 Smámynd: Mofi

Haukur
Takk fyrir svörin Svanur og Mofi, ég held að best sé að við verðum ósammála um þessar túlkanir, svona þrætur hafa ekki mikið uppá sig.

Ef þær hafa í för með sér að trúbróðir finni hvíld í Guði og fellur ekki í óhlíðni þá hafði það mikið upp á sig.

Flower
Er þá verið að brjóta þetta boðorð? Hversu langt á að ganga til að framfylgja því?

Boðorðið er skýrt, sjöundi dagurinn er heilagur af því að Guð skapaði á sex dögum.  Ekkert annars konar boðorð til, hvort sem það er fyrir sunnudag sólarinnar eða miðviku dag eða hvaða annan dag. Enda hvað er annað að koma í veg fyrir hlíðni við þetta boðorð annað en hefðir manna?

Varðandi hve langt við eigum að ganga þá er það samvisku mál en samt ætti samviskan að vera frædd af orði Guðs, hérna eru nokkrar megin reglur sem Guð gefur: http://www.sabbathtruth.com/keeping_it_holy.asp

Mofi, 19.3.2009 kl. 16:08

64 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Auðvitað er það lögmálsbrot á "Torah" eða gamla testamenntinu, en með tilkomu Jesús (nýja testamenntinu) er það ekki lögmálsbrot. Svona skil ég það?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.3.2009 kl. 19:41

65 identicon

Anna... meintur Sússi sagði að engu mætti breyta í GT, það væri fullkomið orð gudda(Hans sjálfs)

DoctorE (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 19:55

66 Smámynd: egvania

Halló þið öll ég er nú svo ferlega heimsk og vitlaus að ég trúi því sem mér var kennt sem barni  " Guð skapaði jörðina á sex dögum þann sjöunda hvíldi hann sig "

En rétt er " sjöundi dagurinn er hvíldardagur "  það er að segja samkvæmt minni kenningu en þið getið svo sem haft aðra og hún getur verið rétt, en fyrir mér er hún ekki rétt.

Æi, ég hvíli mig alla daga.

Ásgerður Einarsdóttir

egvania, 19.3.2009 kl. 20:24

67 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Doktor sammála að meintur Sussi hafi sagt það...en það breytir gyðingatrú í Kristni að fara eftir meintum syni Sússa!..þannig er þetta!

Ég er ekki gyðingur og veit að Guðsteinn er það ekki heldur!

PS: Hitt er annað, hvort maður nenni þessu öllu?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.3.2009 kl. 20:31

68 Smámynd: Birgirsm

Haukur.

Þú ert staðráðinn í því að láta sannleikann og orð Biblíunnar ekki sannfæra þig og þú ert harðákveðinn í því að stíga ekki út af götu venjunnar og mannasetninganna, inn á þann veg sem hefur að geyma réttlæti og sannleika, á ég þar við huga þinn til Boðorðanna.

Ég skora á þig að velta fyrir þér Sáttmálsörk Ísraelsmanna!

Af hverju var hún miðpunturinn í því "Allra Heilagasta" ?

Hvað var geymt í Sáttmáls-örkinni ? 

Rétt hjá þér :  BOÐORÐIN 10 voru geymd þar

Vitneskjan um þetta atriði ætti að fá fólk til þess að hugsa um mikilvægi boðorðanna fyrir alla þá sem kenna sig við Krist og Kristna-trú, ekkert síður en Gyðingana.

Birgirsm, 19.3.2009 kl. 20:42

69 Smámynd: Mofi

Anna
en með tilkomu Jesús (nýja testamenntinu) er það ekki lögmálsbrot. Svona skil ég það?

Það væri hræðileg afskræming á krossinum að láta Jesú kaupa handa fólki leyfi til að brjóta lögin.  Aðal vandamálið hérna er að menn velja það boðorð sem snýst um tilbeiðslu og breyta því en skilja ekki að með því að breyta viljandi því boðorði sem snýst um tilbeiðslu þá eru þeir að beina sinni tilbeiðslu annað en til Guðs.

Anna
PS: Hitt er annað, hvort maður nenni þessu öllu?

Nenni að hvíla sig?  Það er alveg magnað þær afsakanir sem menn koma með til að afsaka til frá því að hlíða en óhlíðni er í rauninni uppreisn gegn Guði og menn verða að taka þannig ákvarðanir sjálfir.

Mofi, 19.3.2009 kl. 21:38

70 identicon

Komið þið sæl öll sömul.

Það er hægt að fara í endalausar hártoganir með hinn eina og sanna hvíldardag,ég held að sé nærri lagi annað hvort Laugardag eða Sunnudag.

Hvað segir Torah,  gyðinga, um þetta til dæmis ?

Kær kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 21:38

71 Smámynd: Sigurður Rósant

Mitt hjarta slær alla daga og hvílir sig aldrei sjöunda eða fyrsta dag vikunnar eins og hjarta þeirra trúuðu. Ég bara skil ekki hvernig það er hægt.

Allt líf á jörðunni virðist ekki taka tillit til þessarar ímynduðu kröfu trúaðra. Sennilega er hér um einvhers konar 'ideologiu' að ræða sem seint verður þurrkuð út úr hugsanavenjum þeirra sem einu sinni hafa vanið sig á hana.

En, umfram allt, elsku trúaðir. Hættið að trúa. Það er ykkur hollt.

Sigurður Rósant, 19.3.2009 kl. 21:52

72 identicon

Anna, það er óskiljanlegt að fólk árið 2009, fólk sem hefur aðgang að upplýsingum nenni að standa í þessu rugli, að sóa lífi sínu í eitthvað bull aftan úr fornöld.
Við erum að tala um lið í strigapokum og með sand í rassgatinu... lið sem vissi minna en 10 ára krakkar vita í dag.

DoctorE (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 21:56

73 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Mofi...takk fyrir innlegg þitt! .....samt skil ég EKKI hvert þú ert að fara?...EN ÉG HEF LAGT SVONA "FRÆÐI" Á HILLUNA"

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.3.2009 kl. 23:14

74 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

..SAMT MOFI..HVAÐ ÁTTU VIÐ MEÐ "Aðal vandamálið hérna er að menn velja það boðorð sem snýst um tilbeiðslu og breyta því en skilja ekki að með því að breyta viljandi því boðorði sem snýst um tilbeiðslu þá eru þeir að beina sinni tilbeiðslu annað en til Guðs."

???

Væri gaman að skilja þetta?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.3.2009 kl. 23:16

75 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þórarinn Þ. Gíslason :  Drottinn Guð Sonurinn,  Jesú Kristur, kenndi okkur og lagði áherslu á allt Orð Ritningarinnar sem var það sem við nú köllum Gamla testamentið, eða Torah. Þannig kemur fram í N'yja testamentinu áhersla Drottins á Hvíldardaginn að við höldum hann eins og Hann gerði ávallt sjálfur eins og Hann kenndi okkur upp úr Gamla testamentinu / Torah. Sjáðu fyrstu færsluna mína í þessari umræðu til frekari útlistunar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.3.2009 kl. 09:02

76 Smámynd: Mofi

Anna, well, ef kristnir voru skurðgoðs dýrkendur þá væri þetta eins og að skipta út skurðgoði af Maríu mey og setja í staðinn skurðgoð af guðinum Þór.  Margir heiðnir menn í kringum 300 e.kr. tilbáðu á sunnudegi því þeir tilbáðu sólina. Þeir sem voru að reyna að fá þá til að verða kristnir gerðu þarna mála miðlun og færðu tilbeiðslu daginn frá sjöunda degi sem er dagur skaparans yfir í fyrsta dag, dag sólarinnar.

Vonandi skýrði þetta hvert ég var að fara.

Mofi, 20.3.2009 kl. 10:00

77 Smámynd: Linda

Þetta er spurning eins og "hvort kom á undan Kjúllinn eða eggið?".

Samkvæmt Gyðings/Kristilegri sögu þá er það laugardagurinn sem er hinn helgi dagur hvíldar og það efast fæstir um.

Hinsvegar, ætla ég að spyrja hér spurningar sem veldur mér smá svona heilabrotum.  Svo here goes.

Það voru tímar sem heiðnir menn töldu að vikan væri 8 dagar. Ok þetta vitum við sem lesum smá.  En, hver veit fyrir raun á hvaða deigi hinni 7undi dagur er.  Ef við skoðum þetta út frá Guðlegu og ritningalegu sjónarhorni, er þá ekki bara talað um 7unda daginn, ekki hvenær hann fellur.  Guð skapaði himin og jörð samkv. ritningunni á 6 dögum á 7unda deigi hvíldi hann sig.  Mín spurning er þessi hvenær fór maðurinn að telja 7 daga í viku, og hverjir voru  fyrstir til að staðsetja þá eins og við skiljum þá í dag?  Ef við tökum því að ritningin sé innblásið orð Guðs, hví er ekki ritað í fyrstu Mósebók hvað dagarnir eiga að vera kallaðir, hafið þið hugsað út í það.?  Mér grunar að svarið sé einmitt það sem Jesú sagði, Hvíldardagurinn er fyrir manninn, en ekki maðurinn fyrir hvíldardaginn.  ...

Linda, 20.3.2009 kl. 12:05

78 Smámynd: Jóhann M Þorvaldsson

Þú ræður því sjálf/ur hvaða hvíldardag þú heldur

 

 

Það eru margar athyglisverðar athugasemdir í þessum þætti, en hvernig komast þær að kjarna málsins? Krefst Guð þess af okkur að við höldum hvíldardaginn heilagan?

 

Nýja Testamentið kennir okkur að boðorð Guðs fjalla um að eiga náið samband milli mín og Guðs og annarra manna. Það stendur í hvíldardagsboðorðinu:

"Þess vegna blessaði Guð hvíldardaginn og helgaði hann." Skiljum við hvað biblían á við  með "blessun" og "helgun"? Mér skilst þetta vera tilboð eða gjöf. 

 

Guð gefur öllum frelsi til þess að taka á móti eða hafna. Okkur er leyft að tilbiðja stokka eða steins, en þá fáum við heldur ekki meira enn stokkarnir eða steinarnir geta veitt okkur. Okkur er í sjálfsval sett að tilbiðja hvaða stjórnmálaflokk sem er fremur en Guð, ef við viljum það fremur, en þá fáum við heldur ekki meira en það, sem sá flokkur getur veitt okkur á þessum krepputímum.

 

Þannig er okkur leift að halda helgan hvaða dag sem er, en þá getum við heldur ekki ætlast til að fá meira en sá dagur hefur að færa. Boðorðið kennir mér að Guð veitir sérstaka blessun á sérstökum degi. Ég reyni að taka á móti þeirri blessun sem gjöf frá honum, og hef því mikið að þakka honum fyrir. Það er hægt að biðjast fyrir, syngja og prédika hvaða dag sem er, og það getur veitt þér mikla ánægju og samfélag. En mér reynist þetta samfélag margfalt mikilsvægara þegar ég tek á móti því þegar lindin ber með sér dýrmætari gjafir og sambandið er skírara en á öðrum dögum.

 

Þetta er gjöf, og það kostar ekki neitt að athuga hana betur.

Jóhann M Þorvaldsson, 20.3.2009 kl. 12:15

79 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þetta er í fyrsta sinn sem ég heyri um að vikan hafi verið átta dagar. Líklega er ég ekki nógu vel lesinn. Kannski að þú Linda, bendir mér á heimildir þínar fyrir þessu.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.3.2009 kl. 12:26

80 Smámynd: Birgirsm

Hef aldrei heyrt nefnt þetta með 8 daga viku

Birgirsm, 20.3.2009 kl. 12:29

81 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Linda : Hebrearnir / Gyðingarnir eru búnir að telja þetta í 6.000 ár. Ekki veit ég um eldri heimildir fyrir dagatali.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.3.2009 kl. 12:36

82 Smámynd: Jóhann M Þorvaldsson

Linda, ágæt spurning. Ef við finnum ekki svar við spurningu okkar á einum stað, getum við oft fundið það annars staðar. Í guðspjöllunum er frásögnin um dauða og upprisu Jesú. Þar segir að Jesús var krossfestur á aðfangadegi hvíldardagsins, en svo stendur að "eftir hvíldardaginn, þegar lýsti of fyrsta degi vikunnar, kom María Magdalena og María hin, til að líta eftir gröfinni." Matt. 28,1.

Þær fundu gröfinna tóma, og þetta virða margir sem grundvöllur fagnaðarerindisins. Það eru nú liðin hátt á annað þúsund ár síðan, en hvað margir kristnir efast um að upprisan átti sér stað á sunnudeginum - fyrsta degi vikunnar?

Auk þess hafa gyðingar haldið hvíldardaginn á laugrdögum í fleirri þúsind ár og gera það enn. Þeir efast ekki um hvaða dag er um að ræða. 

Jóhann M Þorvaldsson, 20.3.2009 kl. 13:03

83 Smámynd: Aida.

Sæll og blessaður Guðsteinn.

Ég hef verið að reyna að fylgjast með og segi bara fyrirgef okkur öllum Drottinn.

Þetta er þras og þrætur og er ekki Guði að skapi.

Ég segi bara eitt, það er enginn fordæming fyrir þá sem tilheyra Jesú Krist, ENGINN.

Guðsteinn ég er þér innirlega sammála og bið Drottinn að blessa þig kæri trúbróðir.

Aida., 20.3.2009 kl. 13:08

84 Smámynd: Jóhann M Þorvaldsson

Linda, þetta er rétt hjá þér. Ég hef lesið þetta hjá einum kirkjuföður, sem talar um að halda áttunda daginn, en þá er hann eiginlega að tala um sunnudaginn, daginn á eftir hvíldadeginum. En mér skilst þetta vera eins konar "skáldamál" að kalla sunnudaginn áttunda daginn á tilteknum stað. Því annars staðar tala kirkjufeðurnir aðeins um sjö daga viku.

Jóhann M Þorvaldsson, 20.3.2009 kl. 13:25

85 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sumir segja að 7 daga vikan sé tengt kvartilaskiptingu mánans. Babýloníumenn-3000 fk. sem reiknuðu dagtal sitt úr frá tunglári voru með sjö daga viku. Það gera 28 daga en tunglárið er 29-30 dagar. Venjulegar voru þá tveir innskotsdagar notaðir til að rugla ekki kerfið. 1.,14.,21.,og 28. dagur voru "illir dagar" því þá mátti ekki vinna.

10 dagar í viku voru til hér áður fyrr, bæði hjá Kínverjum og Egyptum sem dæmi.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.3.2009 kl. 13:27

86 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ef að þetta er rétt Jóhann, að talað hafi verið um að áttundi dagur falli á sunnudag, þá fellur hann á mánudag næst o.s.f.r. Þetta er því afar ruglandi skáldaleyfi sem þessi kirkjuföður hefur tekið sér. En slíkt var reyndar ekki óalgengt með kirkjufeður.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.3.2009 kl. 13:31

87 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Annars bara best að bíða eftir heimildunum frá Lindu.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.3.2009 kl. 13:33

88 Smámynd: Mofi

Linda
Mín spurning er þessi hvenær fór maðurinn að telja 7 daga í viku, og hverjir voru  fyrstir til að staðsetja þá eins og við skiljum þá í dag?  Ef við tökum því að ritningin sé innblásið orð Guðs, hví er ekki ritað í fyrstu Mósebók hvað dagarnir eiga að vera kallaðir, hafið þið hugsað út í það.?

Alveg frá byrjun, alveg frá sköpun hefur þetta verið svona. Þegar við síðan skoðun tungumál þjóða þá er sjö daga vika sem endar á degi sem kallast sabbath mjög algengt, líka hjá heiðnum þjóðum. Meira um þetta hérna: The True Sabbath Found in the Languages of World.

Síðan þá hlýtur Jesú að hafa haldið rétta dag heilagan og það er ekki eins og gyðinga þjóðin hefur einhvern tíman ruglast á því hvaða dagur er hvíldardagur; allt þeirra samfélag snérist um þennan dag.

Aida
Þetta er þras og þrætur og er ekki Guði að skapi.

Sálmarnir 1
2heldur hefur yndi af leiðsögn Drottins
og hugleiðir lögmál hans dag og nótt.

Að vilja fara eftir lögmáli Guðs er auðvitað það sem Guð þráir að sé í hjarta þeirra sem segjast vilja fylgja Honum.

Aida
Ég segi bara eitt, það er enginn fordæming fyrir þá sem tilheyra Jesú Krist, ENGINN.

Jóhannesarguðspjall 14
15Ef þér elskið mig munuð þér halda boðorð mín.

Þeir sem vilja ekki halda boðorðin elska ekki Krist meira en hefðir og kirkjur og þar af leiðandi tilheyra Honum ekki.

Mofi, 20.3.2009 kl. 13:59

89 Smámynd: Jóhann M Þorvaldsson

Svanur, mig minnir að frakkar hefi gert tilraun til þess að færa inn 10-daga viku í byltingunni, en það tókst ekki. Vikan varð of löng.

Jóhann M Þorvaldsson, 20.3.2009 kl. 14:08

90 Smámynd: Jóhann M Þorvaldsson

Það virðist sem gyðingar hafi verið með tungl-mánuði, en inn á milli höfðu þeir innskotsmánuð, eða 13. mánuð ársins. En 7-daga vikunni var aldrei breytt. Ég hef ekki séð dæmi  um að það hafi nokkurn tíma verið innskotsdagur í vikukerfinu sem hefur breytt vikudögunum.

Jóhann M Þorvaldsson, 20.3.2009 kl. 14:16

91 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þegar við síðan skoðun tungumál þjóða þá er sjö daga vika sem endar á degi sem kallast sabbath mjög algengt, líka hjá heiðnum þjóðum. Meira um þetta hérna: The True Sabbath Found in the Languages of World.

Mofi, þetta er alveg ótrúlega heimskuleg grein sem þú vísar á. Alveg ótrúlega vitlaus.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.3.2009 kl. 14:21

92 Smámynd: Mofi

Hjalti, þetta er ekki beint rök, þú gerir þér grein fyrir því vona ég?  Endilega útskýrðu hvað er vitlaust við hana því hún er aðalega upptalning á hvað dagar heita í mismunandi tungumálum.

Mofi, 20.3.2009 kl. 14:59

93 Smámynd: Linda

Sæl Svavar, það munu hafa verið Rómverjar sem höfðu 8 daga viku, eins og ég sagði, ég hafði heyrt þetta, en hér er heimild.

bk.

Linda, 20.3.2009 kl. 17:45

94 Smámynd: Linda

Hæ Mófs, málið er einfalt í þínum huga, í mínum huga er þetta dýpra, Sabbath þýðir 7dagur, gott og vel, en, vitum við í raun, hver hin raunverulegi 7dagur er, þó svo að við lítum á 6.000 ára sköpunarsögu, þá er ekkert sem gefur augljósa skýringu á því hvort sabbath hafi fallið á þeim deigi (upprunalega)sem við köllum laugardag (föstudags kvöld til laugardags kvöld) málið er að Gyðingar fóru ekki að skrifa ritninguna, lögmáliðn fyrr enn 74 Ad (gæti verið að ég sé ekki alveg með árið á hreinu, en þetta er nálægt) þangað til voru lögmálin í því sem kallast munnleg geymd og þurftu þeir sem stunduðu náma að læra utan af fyrstu móse bækurnar og svo var haldið áfram í næstu viðeigandi munnlegu geymd.  Auk þess má ekki gleyma því að Sadúkearnir voru á móti túlkun Faríseana á lögmálsbókunum, því þeir sáu allt of mikið af mannasetningum, lögmálið var ekki lengur hreint eins og Farísearnir heimfærðu það.  Svo, mín pæling er því en sú sama, hvaða vottun hefur þú fyrir þvi´að hin raunverulegi 7dagur falli í raun á okkar dagatal sem laugardagur.

 Ég er nefnilega nokkuð viss um það, að alveg eins og með dagtal Rómverja, þá eru miklar líkur á því að Semíta dagatalið hafi verið mun frumstæðara en það sem við sjáum Gyðinga vera með í dag.

 Ég er ekkert að þræta, mátti ekki taka þessu þannig, ég fer bara stundum á stað í pælingum, sem eru pínu flóknar, ég hef gaman af því að pæla í hinu ósannanlega.

bk.

Linda, 20.3.2009 kl. 18:03

95 Smámynd: Mofi

Linda, svona "þras" gefur manni bara ástæðu til að rannsaka og fyrir mitt leiti er gaman að rannsaka og rökræða :)

Við þurfum í rauninni aðeins að fara til tíma Krists og postulanna; þeir hljóta að hafa haldið rétta sjöunda daginn. Þá er spurningin, hefur það eitthvað breyst á síðustu tvö þúsund árum og svarið er nei. Eina leiðin til að það gæti breyst væri ef öll gyðinga þjóðin myndi ruglast á því hvaða dagur væri. Í rauninni þyrfti stór hluti heimsins að ruglast á því þar sem dagarnir heita í morgum tungumálum eftir því hvar þeir eru í vikunni og síðann hinn sjöundi sabbaths dagur.  Síðan þyrftu kristnir líka að ruglast því að það var alveg viljandi að fara frá sjöunda deginum yfir í hinn fyrsta. Eitthvað sem á tímabili gyðingar og kristnir voru ofsóttir fyrir, þ.e.a.s. ef þeir héldu sjöunda daginn heilagan; Omega var meira að segja með þátt um daginn sem fjallaði um ofsóknir á hendur gyðingum á miðöldum vegna þess að þeir héldu hvíldardaginn...

Síðan eitt sem þér gæti þótt fróðlegt: http://www.sabbathtruth.com/documentation/us_naval_observatory.asp

Bestu kveðjur :)

Mofi, 20.3.2009 kl. 18:20

96 Smámynd: Linda

Sko, hér er ekkert þras, heldur pæling, málið er, að ég fór inn á síðuna sem þú bentir á áðan, og þar upp til hópa var talað um dagur 1, 2, o.s.f.v.  7 dagurinn þarf því ekki endilega að vera laugardagur, því það er ekki fyrr enn á seinni tímum sem dagarnir eru skírðir og einhver regla er komin á þetta.  Við vitum t.d. ekki hvenær Babilóníu menn sem eru með elsta dagatalið, byrjuðu dag 1 o.s.f.v. það gæti hafa verið á miðvikudeigi miðað við okkar dagatal ;) .  En ok.  Það er líka gaman að pota í þig af og til.

bk.

LInda.

Linda, 20.3.2009 kl. 18:30

97 Smámynd: Mofi

Ekkert mál... málið með að þeir gefa dögunum heiti eftir því hvaða númer þeir eru í vikunni er einmitt sönnun fyrir því að þetta hefur verið svona eins langt og menn muna og miklu lengur í rauninni :)

Það var ekki eins og Babýlóníumenn hafi kallað fyrsta dag vikunnar á meðan gyðingar kölluðu hann fimmta dag vikunnar. Okkar sögu þekking er nokkuð góð þegar kemur að þessu. Duga ekki rökin varðandi að öll gyðinga þjóðin myndi ekki hafa ruglast á dögum síðustu tvö þúsund ár?  Hvað með að láta ofsækja sig og jafnvel deyja fyrir hvíldardaginn ef hægt væri að ruglast á dögum?

Vonandi hafðir þú gaman af potinu :)   ég hef vanalega gaman af öllu svona.

Mofi, 20.3.2009 kl. 18:44

98 Smámynd: Birgirsm

Linda þú segir:

 þó svo að við lítum á 6.000 ára sköpunarsögu, þá er ekkert sem gefur augljósa skýringu á því hvort sabbath hafi fallið á þeim deigi

Linda ! ert þú nokkuð komin í Guðfræðinám hjá Háskóla Íslands ?

Það er endalaust hægt að vera með heimspekilegar vangaveltur fram og til baka um hin einföldustu mál til þess að þau fari í hnút.

Hvað er að því að taka mark á orðum frelsarans sem talaði hreint út varðandi hvíldardaginn og hélt heiðri hans hátt á lofti.

Hann hefur kannski flaskað á degi ?

Birgirsm, 20.3.2009 kl. 19:19

99 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 .. gamanaðessu! ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.3.2009 kl. 22:06

100 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, síðast þegar þú bentir á þetta, þá minnir mig að ég hafi t.d. bent á að lang flest tungumálin þarna tóku upp nafn á laugardegi eftir að kristni/gyðingdómur/múhameðstrú kom þangað. T.d. er talað um að á latínu sé laugardagur sabbatum, en þetta orð kom í latínu í gegnum kristni, á latínu er laugardagur dies Saturni (Satúrnusardagur).

Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.3.2009 kl. 23:57

101 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Nú fæ ég sjálfsagt holskefluna yfir mig, en fattið þið að þið hafið eytt hundrað innleggjum í að rífast um hvort þið eigið frekar að taka ykkur frí á laugardegi eða sunnudegi?

Finnst ykkur þetta ekkert fáránlegt?

Haldið þið virkilega að ef þið eruð góðar manneskjur, gefið til fátækra, eruð góð við náungann, fremjið ekki morð eða aðra siðferðisglæpi, o.s.frv. - en hvílið ykkur á mánudegi frekar en laugar- eða sunnudegi farið þið til helvítis (eða hvað það nú er sem kom í staðinn fyrir helvíti þegar það hætti að vera PC)? Mofi, ef þú ert svona hrifinn af bókstafnum, ferðu þá ekki örugglega eftir öllum, hva, 613 gyðinglegu kreddunum?   

Ég mæli síðan með því að allir hér lesi bók sem heitir The year of living Biblically

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 21.3.2009 kl. 01:43

102 identicon

Komið þið sæl, aftur á þessum nýbyrjaða degi

sem að er laugardagur .

Og nú legg ég til að fólk hvíli sig

og það í alvöru talað.

Góða helgi óska ég öllum þeim sem hér hafa komið fram.

Fyrir mig hefur verið fróðlegt að lesa og bera saman og sundur og færi ég ykku þakkir mínar.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 01:46

103 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sp: Hvað þarf marga bloggara til að skipta um ljósaperu?
Sv: 100.  

1 til að skipta um peruna og 99 til að skrifa athugasemdir um hvernig það hefði átt að gera þetta öðruvísi.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.3.2009 kl. 11:07

104 Smámynd: Aida.

Guðsteinn, mér finnst fáranlegt að segja það að ég hreinlega tek undir með Tinnu hér fyrirofan.

En mig langaði að kvóta uppúr ritningunni bara vegna þess að verið er að kæra þig útfrá hvildardegi.:

Ritað er:Gætið þess að enginn verði til þess að hertaka yður með heimspeki og hégómavillu, sem byggist á mannasetningum, er runnið frá heimsvættum, en ekki frá Kristi.

Því að í honum býr öll fylling  guðdómsins líkamlega og þér hafið, af því að þér heyrið honum til, öðlast hlutdeild í þessari fylling, enda er hann höfuð hvers konar tignar og valds.

Enginn skyldi því dæma yður fyrir mat eða drykk, eða það sem snertir hátíðir, tunglkomur, eða hvíldardaga.

Vissurlega er þetta þras og þrætur, því einnig er ritað: Látið orð Krists búa ríkulega hjá yður með allri speki, fræðið og áminnið hver annan með sálmum, lofsöngum, og andlegum ljóðum og syngið guði sætlega lof í hjörtum yðar.

Svo snyst hvildardagurinn um það að hjálpa þeim sem þurfa og að heimilisfólkið fái frí frá störfum sínum.

Mig langar að spyrja Mófa hvað gerir þú á þessum blessaða degi Drottins?

Eitt að lokum, svo sem þér og dæmið aðra, munuð þér og dæmdir verða.

Það er enginn fordæming fyrir þá sem tilheyra Krist,.ENGINN!!!!!

Þeir sem lifa í Kristi, lifa í kærleikanum og kærleikurinn gerir ekki náunganum mein.

Hallelúja fyrir það.

Aida., 21.3.2009 kl. 12:12

105 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Já ég verð líka að taka undir orð Tinnu. Mér finnst þetta fáránlegt! Hér er búið að eyða á annað hundarð athugasemdum í efni sem enginn hefur gagn eða gaman að.

Fólk er að endutaka sömu ritningrgreinarnar aftur og aftur eins og Aida gerir t.d. hér beint fyrir ofan þannig að það er greinilegt að fólk nennir ekki einu sinni að lesa það sem þegar hefur verið skrifað.

Ég er líka alveg viss um að það hefur tekið mjög á Tinnu að þurfa bæta enn við þennan langa athugasemdahala og sóa þannig enn einni atugasemdinni sem hægt hefði verið að nota í eitthvað miklu gagnlegra.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.3.2009 kl. 13:07

106 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Elsku Haukur

Nú er tími fyrir annan Kaffi. Þetta er með öllu galið hjá þér og er það allt í lagi...eins og ég hef sagt að þá eru engin lög sem banna það að hafa rangt fyrir sér. Þú sérð t.d að það eru um 4000 mans í vinstri grænum. Auðvita er það rangt en samt fullkomlega leyfilegt og löglegt í þokka bót. Þetta er náttúrulega skrítið en þetta eru leikreglurnar. Þeim verður ekki breytt.

Grunn spurningin er, hver eru orð Guðs? Síðan kemur önnur, ætla ég að fylgja þeim?

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 21.3.2009 kl. 13:48

107 identicon

Ok bottom læn: Það er ekki neinn guddi/sússi.. .það eru ekki neinir heilagir hvíldardagar, það er ekkert orð guðs.
Hvílið ykkur bara þegar þið eruð þreytt, hringið í vinnuna og ljúgið að þið séuð veik.. kaupið ykkur aðrar bækur og þroskist.

DoctorE (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 15:17

108 Smámynd: Zaraþústra

Gamla tímatal gyðinga er  ekkert líkt okkar.  Auk þess er spurning hvenær nýr dagur byrjar; ef miðað er við sólsetur, þá er það augljóslega mjög breytilegt eftir árstíðum og staðsetningu á jörðinni.  Hvað ef ég flýg undan sólsetri?  Tæknilega séð gæti ég freistað hvíldardeginum eftir hentugleika.  Hvað miða menn eiginlega við?

Zaraþústra, 21.3.2009 kl. 15:23

109 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ja hérna, ég sökkvi mér í lærdóm og kem aftur að þessum athugasemdarhala! Vá! Aida, ég tek samt undir orð þín og er ég þér sammála. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.3.2009 kl. 15:35

110 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sól statt þú kyrr í Gíbeon,
og þú, tungl, í Ajalondal!
13 Og sólin stóð kyrr, og tunglið staðnaði,
uns lýðurinn hafði hefnt sín á óvinum sínum.
Svo er skrifað í Bók hinna réttlátu. Þá staðnaði sólin á miðjum himni og hraðaði sér eigi að ganga undir nær því heilan dag. 14 Og enginn dagur hefir þessum degi líkur verið, hvorki fyrr né síðar, að Drottinn skyldi láta að orðum manns, því að Drottinn barðist fyrir Ísrael.

Jósúa 10:13

Moffi reit;

Duga ekki rökin varðandi að öll gyðinga þjóðin myndi ekki hafa ruglast á dögum síðustu tvö þúsund ár? Hvað með að láta ofsækja sig og jafnvel deyja fyrir hvíldardaginn ef hægt væri að ruglast á dögum?

Þarna kemur villan Moffi. Þarna hafa greinilega runnið saman tveir dagar.  Eða leið kannski ekki tíminn á meðan sólin stóð kyrr og máninn líka?

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.3.2009 kl. 15:43

111 Smámynd: Mofi

Hjalti, og af hverju rýrir það gildi greinarinnar?

Aida, mér finnst ég sjá hérna hversu svakalega litla virðingu þeir sem kalla sig kristna hérna hafa fyrir boðorðunum tíu. Þetta eru lög Guðs sem Hann sjálfur skrifaði með eigin fingri. Kristur dó á krossinum til að borga gjaldið fyrir að menn höfðu brotið þessi boðorð. Þetta var táknað í helgidóminum þar sem æðsti presturinn fór inn í hið allra helgasta einu sinni á ári og sett blóð á náðarsætið á Sáttmáls örkinni, fyrir ofan boðorðin tíu. 

Síðan þykist einhver hérna vera kristinn og geta brotið þessi sömu boðorð viljandi?  Algjört bull. Þetta sýnir aðeins að það er uppreisn gegn Guði í hjörtum þeirra sem lesa lög Guðs og ákveða að óhlíðnast.

Varðandi hvað ég geri á hvíldardegi þá vinn ég ekki, ég læt hversdagslega hluti í friði, fer í kirkju og á góða stund með Guði og vinum og ættingjum.

Svanur, fatta ekki athugasemdina... greinilega runnið saman tveir dagar?  Allir sem hafa eitthvað skoðað söguna eru ekki í neinum vafa um að dagar vikunnar hafa haldist í mörg þúsund ár. Það eru bara þeir sem eru að reyna að halda í hefðir manna frekar en að hlíða lögum Guðs sem byrja að koma með svona bull rök.

Mofi, 21.3.2009 kl. 16:40

112 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

En þú svaraðir ekki minni spurningu, Mofi - heldurðu öll 613 mitzvot gyðinga, og ef ekki, hvernig velurðu úr?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 21.3.2009 kl. 17:27

113 identicon

Skemmtilegt að sjá hvað þið ofsatrúarspírurnar nennið að gera mál úr einhverju sem ekkert er.

Ég er í mjög óreglulegri vinnu og eitt af mínum boðorðum er; Þegar mikil vinna er þá vinn ég, þegar minna er um að vera þá reyni ég að taka mér frí.  Ætli ég sé ekki búinn að vinna því sem næst allar helgar, þ.e. laugardaga og sunnudaga síðusta tólf eða þrettán árin.  

Ef ég færi eftir ykkar kreddum þá væri ég og býsna margir sem ég þekki farnir rakleyðis á hausinn.

Maron Bergmann (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 17:29

114 identicon

Ef einhver guddi skrifaði biblíu þá er hann grimmur, fávís, kjáni með egokomplexa dauðans.
Fact

DoctorE (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 17:35

115 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Kæri Moffi;

Ef þú lest nú textann úr bókinni góðu sem ég vitnaði til, sérðu að Guð stöðvaði gang sólar í tæpan dag. Hvernig telst sá tími innan vikunnar? 

Sagt er að Guð hafi stöðvað sólina, (sem er náttúrulaga tómur misskilningur eins og þú veist. Það hlýtur að vera átt við gang jarðarinnar og vitnar berlega um skeikulleika ritsins) í 23 tíma og þá hlýtur "sólargangurinn" að hefjast að nýju þar sem frá var horfið, en samt hafa liðið 23 stundir. Ein stund í viðbót og þá eru kominn nýr dagur tímafræðilega.

Þetta er auðvitað fáránleg pæling en sýnir samt hversu ónothæf GT er sem heimild, sérstaklega þegar kemur að náttúruvísindunum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.3.2009 kl. 17:43

116 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjalti, og af hverju rýrir það gildi greinarinnar?

Af því að það sýnir að greinin er bull og vitleysa. Ef þið aðventistarnir tækuð upp á því að kalla laugardag "sábatsdag", fyndist þér það þá rökstyðja það að upphaflega hafi þessi dagur heitið eitthvað í líkingu við "sabat"?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 21.3.2009 kl. 18:21

117 Smámynd: Mofi

Tinna, í þessari umræðu þá koma þau ekkert inn í hana því að umræðan er um boðorðin tíu en ekki allt sem stendur í Mósebókunum.

Svanur, þar sem það gerðist fyrir tíma Krists þá höfum við samt Krist til viðmiðunar hvenær sjöundi dagurinn er.  Varðandi þína gagnrýni á GT þá hélt ég að Bahaí litu á Móse sem spámann; er hann svona spámaður sem bara bullaði einhverja vitleysu?

Hjalti, það sem greinin sýnir er að sjöundi dagurinn hefur verið kallaðar hvíldardagur af mörgum þjóðum, jafnvel meðal margra þjóða sem voru heiðnar. Ég er ekki að skilja þessi rök þín.

Mofi, 21.3.2009 kl. 19:27

118 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=Y1okLxnD6vs

stjörnuspeki (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 20:17

119 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Moffi:Heldurðu að allt sem skrifað er í GT sé haft eftir Móse? Heldurðu síðan að allt sem haft er eftir Mose sé rétt haft eftir? Ef allt væri svo,  væri engin þörf á endurnýjun eða uppfyllingu. Heldurðu að á tímum Krists að þeir sem Kristur mótmælti, hafi ekki haft, að eigin mati, réttlætingu á reiðum höndum fyrir framferði sínu? Berðu þá saman við afstöðu sjálfs þín í dag og segðu mér svo að þú finnir ekki til skyldleikans.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.3.2009 kl. 20:41

120 Smámynd: Aida.

Mófi. Enginn er að litilsvirða boðorð Guðs.

Punkturinn sem þú virðist ekki sjá, er að ef Kristur er í þér þá ert þú í honum. Nú ef þú ert í kæleikanum sem er hann þá ertu fullkomin.

Eg vil benda þér á að hvildardagurinn er ekki til að vera latur og gera ekki neitt heldur að vinna, tek fram VINNA verk Drottins og ekki þín eiginn. Vinir og fjölskylda elska allir menn, lika þeir vondir.

Þar sem þú hamrar á þessu þá vil ég segja að þú miskilur hvildardaginn. Því þá eigum við að vitja munaðarlausa og fátæka og vinna verk Jesú Krists. Það snýst um að vinna ekki sín eigin verk, og hjálpa þeim sem þú jafnvel hefur aldrei séð né veist um.

Ef þú gerir þetta þá virðir þú boð hans og hvildardag.

Aida., 22.3.2009 kl. 10:31

121 Smámynd: Þóra Sigríður Jónsdóttir

Mofi, Eiríkur og aðrir SDA á svæðinu... á miðað við áhugann sem þetta vekur þá sýnist mér upplagt að skella saman námskeiði með haustinu um hvíldardagshald. Það fellur auðvitað eins og flís við heilsu og ráðsmennskuboðskapinn..... :)

Þóra Sigríður Jónsdóttir, 22.3.2009 kl. 13:53

122 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég er ekki að skilja þessi rök þín.

Lítið hægt að gera við því.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.3.2009 kl. 14:52

123 Smámynd: Mofi

Svanur, megnið af því á að vera eftir Móse, sé ekki ástæðu til að efast um það.  Þegar síðan astæður breytast þá er þörf á að mæta þeim breyttu aðstæðum, Jesú og Postularnir gerðu það því að Jesú var uppfylling fórnarlögmálsins sem bentil til krossins.  Ég er ekki sammála hugmyndinni að Guð færi að senda spámann sem síðan breyta því sem Guð hefur sagt vera sannleika; ekki nema því sem snerti þá sérstakar aðstæður eins og Postularnir gerðu umskurn ekki að skyldu fyrir þá sem vildu verða kristnir.

Varðandi að réttlæta hegðun sína þá erum við mannfólkið mjög duglegt að réttlæta okkar hegðun, finn alveg fyrir skyldleikanum og gott að hafa í huga að farísearnir höfðu rangt fyrir sér og maður getur haft rangt fyrir sér líka.

Aida, þeir sem fara ekki eftir því sem Biblían segir um hvíldardaginn, jafnvel eftir að þeim er bent á það, eru að lítils virða boðorð Guðs. Annars er ég alveg sammála þér varðandi hvað er gott að nýta hvíldardaginn í.

Þóra, það gæti verið mjög fínt :)

Hjalti, miðað við hve málefnalegur þú ert vanalega þá finnst mér undarlegt að þér þyki þessi röksemdarfærsla einhvers virði.

Mofi, 22.3.2009 kl. 16:17

124 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"Ég er ekki sammála hugmyndinni að Guð færi að senda spámann sem síðan breyta því sem Guð hefur sagt vera sannleika"

Þannig að þér finnst ótrúlegt að Jesú hafi boðað fyrirgefningu óvina í stað gamla 'auga fyrir auga' "sannleikans"?

Þér finnst ótrúlegt að Jesú hafi fyrirgefið vændiskonunni í stað þess að grýta hana samkvæmt gamla "sannleikanum"?

Ef þú samþykkir ekki að Jesú hafi breytt eða afmáð nokkurn hluta gömlu reglnanna, ertu ekki kristinn, heldur gyðingur.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 22.3.2009 kl. 16:26

125 Smámynd: Mofi

Tinna, fyrirgefning var líka boðuð í Gamla Testamentinu. Ákvæðið um auga fyrir auga var refsi ákvæði til að refsa fyrir glæpi. Ísrael var þjóð sem þurfti auðvitað að hafa hegningarlög við glæpum.  Jesú síðan líka hélt gamla sannleikanum þegar kom að vændis konunni því að samkvæmt Gamla Testamentinu þá átti að refsa bæði manninum og konunni og síðan þá þurfti tvö áreiðanleg vitni að glæpnum og einhvern sem heimtaði refsingu. Eftir að Jesú hafði talað við ákærendur konunnar þá voru þessi skilyrði ekki lengur til staðar.

Varðandi hvort að Jesú hafi breytt eða afmáð einhvern hluta reglnanna þá var hluti reglnanna til þess að verða afmáð þegar Messías kæmi og sömuleiðis voru sumar reglurnar aðeins fyrir Ísrael sem veraldlegt ríki.

Það sem ég var að vísa til varðandi spámennina þá er það t.d. eins og hvort að við höfum eilífa sál eða ástand manna í dauðanum eða lög Guðs; hvort að Guð fari að senda spámenn sem kenna allt annað en Guð var þegar búinn að segja hvernig væri. Ef að Guð segir fyrir Krist að sjöundi dagurinn er heilagur og við eigum að halda hann heilagan þá er fals spámaður sá sem byrjar að kenna eitthvað annað. Að minnsta kosti þá er augljósa ekki samræmi á milli þess nýja spámanns og hins gamla.

Mofi, 22.3.2009 kl. 20:17

126 Smámynd: SM

þetta er álíka og gyðingarnir(Talmud) sem pældu í því hvort það væri vinna á hvíldardegi að grípa bolta sem kastað væri í loftið með annari hendinni  og grípa hann með hinni..... so carry on...

SM, 22.3.2009 kl. 20:20

127 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjalti, miðað við hve málefnalegur þú ert vanalega þá finnst mér undarlegt að þér þyki þessi röksemdarfærsla einhvers virði.

Bíddu, finnst þér undarlegt að mér þykir þessi röksemdafærsla einhvers virði? Þýðir þetta að þú skilur hana?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.3.2009 kl. 20:25

128 Smámynd: Mofi

Hjalti, ég skildi ekki mótrök þín varðandi heiti dagana samkvæmt fornum tungumálum. Finnst mjög undarlegt að vera eitthvað að mótmæla þessu... kannski fyrir þá sem hafa undarlegar ástæður til að sjá ekki hið augljósa en þetta kemur úr mjög undarlegri átt.

Mofi, 22.3.2009 kl. 20:29

129 Smámynd: Sigurður Rósant

Kristnir menn byrjuðu að hittast fyrsta dag vikunnar (á sunnudegi) strax eftir að Jósef og Nikódemusi tókst að reisa Jesú úr dauðadái eftir krossfestinguna skv. Jóh 21:19-27 

Fyrsti dagur vikunnar, sunnudagur, smám saman kallaður "Drottins dagur" var síðan tekinn upp sem helgidagur kristinna til aðgreiningar sið Gyðinga sem héldu síðasta dag vikunnar, laugardag, heilagan.

Vona að þessi fróðleikur sem fyrrverandi biskup Íslands miðlaði til mín fyrir 40 árum í einkabréfi.

Sigurður Rósant, 22.3.2009 kl. 20:52

130 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, ef við myndum bæta íslensku við listann, hvort myndirðu setja orðið laugardagur eða orðið sábatsdagur (sem ég bjó til)?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.3.2009 kl. 20:53

131 Smámynd: Mofi

Rósant, hvenær lærisveinarnir hittust kemur boðorðum Guðs ekkert við. Postulasagan talar síðan um að lærisveinarnir hittust á hverjum degi.  Sjöundi dagurinn er síðan eini dagurinn sem Biblían kallar Drottins dag og kristnir eiga að taka mark á Biblíunni en ekki einhverjum hefðum manna.

Hjalti, hvað kemur það málinu við?  Við erum að tala um að margar fornar þjóðir kölluðu dagana eftir hvar þeir voru í vikunni og síðan sjöundi dagurinn hvíldardagur eða sabbat dagur. Fyrir mig er það mjög sterk vísbending að þetta tilheyrði mannkyninu en ekki eitthvað sem gyðingar stóðu einir að.

Mofi, 22.3.2009 kl. 21:09

132 Smámynd: Aida.

Mofi: ´það er sérstök færsla hjá vini minum sem segir allt sem þú þarft  að heyra.Hebron sem að ég held er bloggvinur hjá þér.

Já og þið öll.

Drottinn blessi ykkur og varðveiti.

Aida., 22.3.2009 kl. 21:43

133 Smámynd: Sigurður Rósant

Mofi, það er ekkert til í ritum Mósesar sem hægt er að heimfæra upp á saklausan Guð. Guð vissi ekkert um hvað Móses var að bralla þarna uppi á fjallinu, forðum daga.

Hvað Postulasagan og Biblían segir um "Drottins dag", er ekki endilega það sem lærisveinarnir Pétur, Páll og Tómas sögðu. En þetta hef ég eftir fyrrverandi biskupi lands vors og dreg það ekki í efa. Man ekki hvort hann vitnaði í eitthvert guðspjallið eða hvaðan hann hafði þennan fróðleik.

Sigurður Rósant, 22.3.2009 kl. 21:44

134 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, þetta kemur málinu við því að ef íslenska væri í þessari grein, þá myndi þeir segja að laugardagur héti "sábatsdagur" á íslensku. Á latínu var laugardagur dies Saturni, Satúrnusardagur. Síðar meir, með kristnum mönnum, var talað um Sabbatum. Skilurðu?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.3.2009 kl. 23:01

135 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég þakka öllum sem hafa gert athugasemdir, því ég sé ekki betur en þetta sé allt á málefnalegum nótum. Sér í lagi þakka Aidu fyrir hennar framlag, því eins og sést á viðveru minni hér, þá hef ég ekki haft mikið að segja.

En ég hef reyndar verið niðusokkinn í lærdóm síðustu daga og hef ekki haft tíma í að svara, enda var ekki þörf á eftir því sem ég best sé.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.3.2009 kl. 00:11

136 Smámynd: Mofi

Rósant, ef þessi guð vissi ekki hvað Móse var að gera þá á ég erfitt með að kalla hann guð; að minnsta kosti er hann ekki alvitur.

Hjalti, nei, ég botna ekkert í þér.  Ef íslenska væri með í þessari grein?  Hún er það ekki og aðeins ef að í forn íslensku hefðu menn kallað sjöda daginn sabbaths dag hefði það verið nefnt. Hvernig eiginlega byrjar þetta að svara þessum einföldu rökum að fornar þjóðir voru með sjö daga viku og kölluðu dagana eftir því hvar þeir voru í vikunni og sjöunda daginn hvíldardag?

Haukur, ég sé ekki einu sinni mótrök frá þeim sem eru að reyna að verja þessa óhlíðni. Ég sé aðeins uppreisn gegn lögum Guðs allt vegna þess að fólk vill frekar fylgja hefðum manna en Guði. Einstaklega sorgleg umræða sem fyrir mitt leiti sýnir mér hvernig hjartalagið er hjá þeim kristnum sem taka upp á því að verja þetta.

Mofi, 23.3.2009 kl. 10:45

137 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

....og aðeins ef að í forn íslensku hefðu menn kallað sjöda daginn sabbaths dag hefði það verið nefnt. 

Nei. Málið er einmitt svona með latínu. Í latínu var laugardagur dies Saturni, en síðar var orðið Sabbatum búið til í latínu. Samt er dies Saturni ekki á listanum.

Þetta væri eins og að segja að "sábatsdagur" væri laugardagur á íslensku.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.3.2009 kl. 11:30

138 Smámynd: Sverrir Halldórsson

Er lögmálsbrot að halda uppá hvíldardaginn á sunnudegi?

 Samkvæmt minni Biblíu get ég ekki brotið nein "lögmál"

vegna þess að...

Ég lifi ekki lengur undir lögmálinu heldur undir "náð"

Fengum við ekki heilagan anda sem fræðara? Spyrðu hann ef þú ert í vafa. Hvers vegna er hvíldardagurinn enn þetta þrætuepli meðal líkama Krists? Hmmm.. i wonder

Gefum Páli Postula orðið og sjáum hvað þessi sprenglærði gyðingur í lögmálinu hefur að segja eftir að Guð tekur hann í sína þjónustu. Páll var útvalin af Guði til að boða heiðingjum. Heiðingjum sem ekki lifðu undir lögmálum gyðinanna heldur eftir heiðnum siðum eins og það er oft orðað.

Bréf Páls til Títusar 3:9
En forðast þú heimskulegar þrætur og ættartölur, deilur og lögmálsstælur. Þær eru gagnslausar og til einskis.

Bréf Páls til Rómverja 13:8
Skuldið ekki neinum neitt, nema það eitt að elska hver annan, því að sá, sem elskar náunga sinn, hefur uppfyllt lögmálið.

Bréf Páls til Rómverja 9:30-32
Hvað eigum vér þá að segja? Heiðingjarnir, sem ekki sóttust eftir réttlæti, hafa öðlast réttlæti, _ réttlæti, sem er af trú.
En Ísrael, sem vildi halda lögmál er veitt gæti réttlæti, náði því ekki.
Hvers vegna? Af því að þeir ætluðu sér að réttlætast með verkum, ekki af trú. Þeir hnutu um ásteytingarsteininn

Fyrra bréf Páls til Korin 9:20-21
Ég hef verið Gyðingunum sem Gyðingur, til þess að ávinna Gyðinga. Þeim, sem eru undir lögmálinu, hef ég verið eins og sá, sem er undir lögmálinu, enda þótt ég sjálfur sé ekki undir lögmálinu, til þess að ávinna þá, sem eru undir lögmálinu.
Hinum lögmálslausu hef ég verið sem lögmálslaus, þótt ég sé ekki laus við lögmál Guðs, heldur bundinn lögmáli Krists, til þess að ávinna hina lögmálslausu.

Get haldið áfram svona lengi en ef þú virkilega vilt vita meira að þá hvet ég þig að lesa ritninguna sjálf/ur og biðja Heilagan Anda að leiða þig til þekkingar á sannleikanum og gefa þér vísdóm að greina aðalatriðin frá aukaatriðunum og skilning á þann hátt hvernig það samræmist nýja sáttmálanum undir náðinni.

Sprenglærðir gyðingar á tímum Jesú voru alltaf að ásaka hann og jafnvel plotta að drepa hann þegar þeim misbauð hvernig hann braut hvað eftir annað venjur gyðinanna um hvernig hvíldardagurinn skildi vera haldinn. Þessir lögmálsmenn gjörþekktu gamla sáttmálann milli manna og Guðs og fóru eftir honum en þeir tóku ekki inn í myndina að það var kominn nýr sáttmáli í gildi sem ekki úrelti heldur uppfyllti þann gamla. Boðin og bönnin uppfærð yfir í náð til að sættast við hinn lifandi Guð í eitt skipti fyrir öll, lögmálið uppfært af steintöflum yfir í hjarta mannsins og nú loks fyrir heilagan anda sem spámenn gamla sáttmálans sáu fyrir hefur okkur verið gefin fullur aðgangur að hinu allra heilaga án milligöngu gyðingsdómsins, venjum þeirra og hefðum.

Allt í einu eru "heiðingjar" komnir inn í myndina og Páll er sko ekki á því að temja þeim siði og venjur sinnar þjóðar heldur konungsríki himnanna sem er ekki á þessari jörðu.

Ef það skiptir sköpum fyrir sálarheill okkar og andlegt líf á göngunni með Guði hvort við höldum einn ákveðin vikudag í viku eða annan vikudag að þá er það ekki lengur undir náð hvort við erum þóknanleg honum eða ekki heldur undir því hvað við gerum og hvenær tíma/dags (semsagt lögmálsverk). Hmmm... I wonder

Forgive me Lord if i am wrong and correct me if i am. Show me Holy Spirit what matters to you and teach me that. In Jesus name, Amen

Sverrir Halldórsson, 23.3.2009 kl. 17:49

139 Smámynd: Mofi

Sverrir
Fengum við ekki heilagan anda sem fræðara? Spyrðu hann ef þú ert í vafa. Hvers vegna er hvíldardagurinn enn þetta þrætuepli meðal líkama Krists? Hmmm.. i wonder

Er líklegt að heilagur andi sé ósammála Biblíunni? 

Bréf Páls til Títusar 3:9
En forðast þú heimskulegar þrætur og ættartölur, deilur og lögmálsstælur. Þær eru gagnslausar og til einskis.

Heimskulegar þrætur eru augljóslega heimskulegar. En að reyna að fylgja lögmáli Guðs eða eins og við lesum í Jakobsbréfi, lögmáli frelsisins hlýtur að vera eitt æðsta markmið kristins einstaklings.

Jakobsbréfið 2
10Þótt einhver héldi allt lögmálið en hrasaði í einu atriði, þá er hann orðinn sekur við öll boðorð þess. 11Því sá sem sagði: „Þú skalt ekki hórdóm drýgja,“ hann sagði líka: „Þú skalt ekki morð fremja.“ En þó að þú drýgir ekki hór en fremur morð, þá ertu búinn að brjóta lögmálið. 12Talið því og breytið eins og þeir er dæmast eiga eftir lögmáli frelsisins.

Bréf Páls til Rómverja 13:8
Skuldið ekki neinum neitt, nema það eitt að elska hver annan, því að sá, sem elskar náunga sinn, hefur uppfyllt lögmálið.

Það sem þetta þýðir er að kærleikur til Guðs og til manna mun vera í samræmi við lögmálið.  Ef þú elskar náunga þinn þá muntu ekki stela frá honum, munt ekki ljúga að honum og myrða. Ef þú elskar Guð þá muntu muna eftir því að halda það sem Hann hefur beðið þig um að halda heilagt. Ef þú elskar Guð þá muntu vilja halda boðorð Hans.

Jóhannesarguðspjall 14
15Ef þér elskið mig munuð þér halda boðorð mín.
...
21Sá sem hefur boðorð mín og heldur þau er sá sem elskar mig. En þann sem elskar mig mun faðir minn elska og ég mun elska hann og birta honum hver ég er.“

Bréf Páls til Rómverja 9:30-32
Hvað eigum vér þá að segja? Heiðingjarnir, sem ekki sóttust eftir réttlæti, hafa öðlast réttlæti, _ réttlæti, sem er af trú.
En Ísrael, sem vildi halda lögmál er veitt gæti réttlæti, náði því ekki.
Hvers vegna? Af því að þeir ætluðu sér að réttlætast með verkum, ekki af trú. Þeir hnutu um ásteytingarsteininn

Enginn að halda því fram að það er hægt að réttlætast með því að halda lögmálið. Það er ekki eins og ef maður hættir að stela að þá réttlætist maður af öllum þeim þjófnaði sem maður var þegar búinn að framkvæma.  Menn réttlætast fyrir náð en eftir það þá auðvitað hætta menn að brjóta lögmálið; gefum Páli orðið:

Rómverjabréfið 6
1Hvað merkir nú þetta? Eigum við að vera áfram í syndinni til þess að náðin verði því meiri? 2Fjarri fer því! Við sem dóum syndinni, hvernig ættum við að lifa áfram í henni?
...
13Ljáið ekki heldur syndinni limi ykkar sem ranglætisvopn. Nei, ljáið heldur Guði sjálf ykkur lifnuð frá dauðum og limi ykkar sem réttlætisvopn. 14Synd skal ekki ríkja yfir ykkur þar eð þið eruð ekki undir lögmálinu heldur undir náðinni.
15Eða hvað? Eigum við að syndga fyrst við erum ekki undir lögmálinu heldur náðinni? Fjarstæða!

Synd er síðan brot á lögmálinu og þá auðvitað aðallega boðorðunum tíu.

Fyrsta Jóhannesarbréf 3
4Hver sem drýgir synd fremur lögmálsbrot. Syndin er lögmálsbrot.

Sverrir
Sprenglærðir gyðingar á tímum Jesú voru alltaf að ásaka hann og jafnvel plotta að drepa hann þegar þeim misbauð hvernig hann braut hvað eftir annað venjur gyðinanna um hvernig hvíldardagurinn skildi vera haldinn.

Jesú gagnrýndi þá líka harðlega fyrir að halda þeirra eigin hefðir en síðan hunsa það sem Guð hafði gefið þeim í gegnum Móse og hvíldardagurinn kom í gegnum Móse.

Sverrir
Þessir lögmálsmenn gjörþekktu gamla sáttmálann milli manna og Guðs og fóru eftir honum en þeir tóku ekki inn í myndina að það var kominn nýr sáttmáli í gildi sem ekki úrelti heldur uppfyllti þann gamla.

Nýi sáttmálinn er ekki með önnur boðorð en boðorðin tíu eins og t.d. hægt er að sjá í versinu sem ég benti á í Jakobsbréfinu.  Nýi sáttmálinn snýst aðallega um að menn þurfa ekki lengur að fórna dýrum til að öðlast fyrirgefningu heldur er fórn Krists það sem veitir fyrirgefningu enda benti fórnarlögmálið til krossins.

Að láta sem svo að Jesú hafi á krossinum keypt réttinn til að syndga er mjög gróf afskræming á krossinum. Það er tvennt sem við sjáum í krossinum, við sjáum kærleika Guðs til okkar en við sjáum líka hve alvarlegum augum Guð lítur á syndina eða brot á boðorðunum tíu.

Sverrir
Boðin og bönnin uppfærð yfir í náð til að sættast við hinn lifandi Guð í eitt skipti fyrir öll, lögmálið uppfært af steintöflum yfir í hjarta mannsins

Það er samt sama lögmál um að hafa ekki aðra Guði, tilbiðja ekki styttur, myrða ekki, ljúga ekki og svo framvegis. Það er það lögmál sem er skrifað á hjarta einstaklingsins svo andstæða einstaklings við lögmál Guðs sýnir í rauninni hvernig hjartað er. Hvort að hjartað er að sækjast eftir því að lifa í samræmi við vilja Guðs eða lifir í uppreisn gegn lögum Guðs.

Stærsta spurningin í svona máli er þegar maður horfir í lögmál frelsisins eða boðorðin tíu, hvort vekur með manni meiri löngun, að fylgja hefðum samfélagsins eða ákveðnu samfélagi eða að fylgja boðorðum Guðs.

2. Mósebók 20
8Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. 9Þú skalt vinna sex daga og sinna öllum verkum þínum. 10En sjöundi dagurinn er hvíldardagur Drottins, Guðs þíns. Þá skaltu ekkert verk vinna, hvorki þú sjálfur né sonur þinn eða dóttir, þræll þinn né ambátt eða skepnur þínar eða aðkomumaðurinn sem fær að búa innan borgarhliða þinna. 11Því að á sex dögum gerði Drottinn himin og jörð, hafið og allt sem í því er en hvíldist sjöunda daginn. Þess vegna blessaði Drottinn hvíldardaginn og helgaði hann.

Kær kveðja,
Halldór

Mofi, 23.3.2009 kl. 18:55

140 Smámynd: Guðni Már Henningsson

  Mig langar til að benda sjöunda dags aðventistum á eftirfarandi ritningagreinar úr Hebreabréfinu:

 16Hann varð ekki prestur eftir lögum og fyrirmælum manna heldur vegna þess að í honum býr líf og kraftur sem þrýtur ekki. 17Um hann er vitnað: „Þú ert prestur að eilífu að hætti Melkísedeks.“ 18Hið fyrra boðorð er þar með ógilt af því að það var vanmáttugt og gagnslaust. 19Lögmálið gerði ekkert fullkomið. En nú höfum við öðlast betri von sem leiðir okkur nær Guði.
28Lögmálið skipar breyska menn æðstu presta en eiðurinn, er kom á eftir lögmálinu, skipar æðsta prest sem er sonur, fullkominn að eilífu. En nú hefur Jesús fengið þeim mun ágætari helgiþjónustu sem hann er meðalgangari betri sáttmála sem byggist á traustari fyrirheitum.
7Hefði hinn fyrri sáttmáli verið óaðfinnanlegur hefði ekki verið þörf fyrir annan

9Hann verður ekki eins og sáttmálinn sem ég gerði við feður þeirra
á þeim degi þegar ég tók í hönd þeirra og leiddi þá út úr Egyptalandi

og að lokum þetta:  13Þar sem hann nú kallar þetta nýjan sáttmála þá hefur hann lýst hinn fyrri úreltan. En það sem er að úreldast og fyrnast er að því komið að verða að engu.

Guðni Már Henningsson, 23.3.2009 kl. 20:12

141 Smámynd: Mofi

Guðni, þetta sem þú vísar í fjallar um helgidóm gyðinga þar sem menn fórnuðu dýrum og æðsti presturinn fór einu sinni á ári inn í hið allra helgasta með fórnarblóð sem táknaði fórn Krists.  Þessi sáttmáli um fórnarkerfi varð að engu þegar Kristur dó á krossinum. Aftur á móti þá talar Hebreabréfið einmitt um að helgidómurinn á jörðinni var búinn til eftir aðal helgidóminum á himnum sem þýðir að á himnum er sáttmáls örk sem inniheldur boðorðin tíu og þar á meðal hvíldardagsboðorðið. 

Ekki ert þú á því að eftir krossinn þá máttu kristnir stela, ljúga og tilbiðja aðra guði?

Takk samt fyrir versið.

Mofi, 23.3.2009 kl. 20:25

142 Smámynd: Sverrir Halldórsson

Bréf Páls til Rómverja 14

10En þú, hví dæmir þú bróður þinn? Eða þá þú, hví fyrirlítur þú bróður þinn? Allir munum vér verða að koma fram fyrir dómstól Guðs.

    11Því að ritað er: "Svo sannarlega sem ég lifi, segir Drottinn, fyrir mér skulu öll kné beygja sig og sérhver tunga vegsama Guð."

    12Því skal þá sérhver af oss lúka Guði reikning fyrir sjálfan sig.

    13Dæmum því ekki framar hver annan. Ásetjið yður öllu heldur að verða bróður yðar ekki til ásteytingar eða falls.

    14Ég veit það og er þess fullviss, af því að ég lifi í samfélagi við Drottin Jesú, að ekkert er vanheilagt í sjálfu sér, nema þá þeim, sem heldur eitthvað vanheilagt, honum er það vanheilagt.

    15Ef bróðir þinn hryggist sökum þess, sem þú etur, þá ertu kominn af kærleikans braut. Hrind ekki með mat þínum í glötun þeim manni, sem Kristur dó fyrir.

    16Látið því ekki hið góða, sem þér eigið, verða fyrir lasti.

    17Því að ekki er Guðs ríki matur og drykkur, heldur réttlæti, friður og fögnuður í heilögum anda.

    18Hver sem þjónar Kristi á þann hátt, hann er Guði velþóknanlegur og vel metinn manna á meðal.

    19Keppum þess vegna eftir því, sem til friðarins heyrir og til hinnar sameiginlegu uppbyggingar.

    20Brjóttu ekki niður verk Guðs vegna matar! Allt er að sönnu hreint, en það er þó illt þeim manni, sem etur öðrum til ásteytingar.

    21Það er rétt að eta hvorki kjöt né drekka vín né gjöra neitt, sem bróðir þinn steytir sig á.

    22Halt þú þeirri trú, sem þú hefur með sjálfum þér fyrir Guði. Sæll er sá, sem þarf ekki að áfella sig fyrir það, sem hann velur.

    23En sá sem er efablandinn og etur þó, hann er dæmdur af því að hann etur ekki af trú. Allt sem ekki er af trú er synd.

Munum að við þurfum öll að lúka Guði reikning fyrir sjálf okkur, ekki aðra. Matur, Hvíldardagur eða hvað sem nöfnum kann að nefna, látum ekkert slíkt verða bróður okkar til ásteytingar eða falls. Halt þú þeirri trú, sem þú hefur með sjálfum þér fyrir Guði. Sæll er sá, sem þarf ekki að áfella sig fyrir það, sem hann velur. Keppum þess vegna eftir því, sem til friðarins heyrir og til hinnar sameiginlegu uppbyggingar.

Fyrra bréf Páls til Korintu 10:23 Samviskunnar, segi ég, ekki eigin samvisku, heldur samvisku hins. En hvers vegna skyldi frelsi mitt eiga að dæmast af samvisku annars?

Ég bið að Drottinn blessi ykkur öll bræður og systur og munum að við erum bara ferðalangar hér, bara í stuttu stoppi á jörðinni þangað til við förum heim. Notum því þann stutta tíma hér til að uppbyggja hvort annað svo við getum gerst og kallast verðugir verkamenn. Aðalatriðið fyrir hinum Lifandi Guði eru sálir og samfélag við okkur, gleymum okkur ekki í auka atriðum sem skilar ekki inn í Guðsríkið því sem mestu máli skiptir. 

Sverrir Halldórsson, 23.3.2009 kl. 20:27

143 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sverrir  - vel svarað og megi Guð blessa þig og geyma.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.3.2009 kl. 20:36

144 Smámynd: Mofi

Sverrir, hérna er Páll að tala um að láta ekki sína eigin hegðun gera eitthvað sem gæti látið annan trúbróðir hrasa. Það sem við erum aftur á móti að tala um er að benda trúbræðrum sínum á að þeir eru að brjóta lögmál Guðs; ekki þras um mat og drykk. Hérna er líka umræðan um að borða mat sem gæti hafa verið búið að helga öðrum guðum en ekki að tala um hlýðni við boðorðin tíu.

Það er síðan ekkert gott við uppbyggingu á lögmálsbroti. Ef þú ímyndar þér að þú værir ný kristinn og tilheyrðir engri kirkju og þú læsir þetta boðorð; væri það þá nokkuð vandamál að hvíla sig á þeim degi sem Guð sagði að maður ætti að hvíla sig á?

Segi frekar eins og Hebreabréfið: keppumst til þess að ganga inn til hvíldar Drottins svo að vér föllum ekki í óhlýðni.

Hebreabréfið 4
4Því að einhvers staðar er svo að orði kveðið um hinn sjöunda dag: „Og Guð hvíldist hinn sjöunda dag eftir öll verk sín.“
11Kostum því kapps um að ganga inn til þessarar hvíldar til þess að enginn óhlýðnist eins og þeir og falli.

Mofi, 23.3.2009 kl. 20:43

145 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Flottur pistill hjá þér Guðsteinn

Hilmar Gunnlaugsson, 24.3.2009 kl. 20:57

146 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir það Hilmar, en þrælar lögmálsins eru ekki á sama máli.  hehe ...

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.3.2009 kl. 21:13

147 Smámynd: Mofi

Haukur, Biblían talar um boðorðin tíu sem boðorð frelsisins svo... það er eitthvað að ykkar viðhorfi til boðorða Guðs sem í rauninni endurspegla lindiseinkun Hans.

Mofi, 24.3.2009 kl. 23:33

148 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Mér sýnist eftir umræðurnar hérna að það er full þörf á að setja inn upphafsorðmín í þessari umræðu Þ

Alltaf finnst mér jafn merkilegt að sjá Hvítasunnumenn og aðra þá sem halda fram, með réttu eins og einhver fyrsti bókstafstrúarmaðurinn : Marteinn Lúther, að við eigum að fara eftir Ritningunni en ekki mannasetningum. Því er merkilegt að sjá þá hina sömu streitast við að halda ekki Hvíldardaginn heilagan eins og Ritningin er uppfull af reglum og ákvæðum þar um. Ég skal fúslega viðurkenna að sem Þjóðkirkjumaður á ég við ramman reip að draga þó ég haldi Hvíldardaginn, hinn 7. dag vikunnar. Ég er samt óþreytandi að koma þessum sannleik að. Það er reynt að læða því að okkur , eins og fram á þriðju öld, að Hvíldardagurinn/Sabbatsdagurinn sé fyrir gyðinga, ekki aðra. Guð gaf manninum eins og kunnugt er Hvíldardaginn, ekki bara gyðingum eins og auðvelt er að lesa sér til um í Ritningunni. Það er ekkert sérstaklega eignað gyðingum nema síður sé. 

Ekki veitir af að rifja upp vers 17-19 í 5. kafla Matteusarguðspjalls þar sem höfð er eftir yfirlýsing Drottins Guðs Sonarins, Jesú Krists :



Ætlið ekki, að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema, heldur uppfylla. Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu, uns allt er komið fram.  Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu boðum og kennir öðrum það, mun kallast minnstur í himnaríki, en sá, sem heldur þau og kennir, mun mikill kallast í himnaríki. 

Sorglegast er þó að Drottinn Guð vor hafði að sjálfsögðu rétt fyrir sér þar sem Hann lýsir okkur eins og þeim sem hér hafa tjáð sig í þessari umræðu samanber 3. vers sem og í  því 7.-9. versi 15. kafla
Matteusarguðspjalls :



Hann svaraði þeim: Hvers vegna brjótið þér sjálfir boðorð Guðs sakir erfikenningar yðar? . . . . Hræsnarar, sannspár var Jesaja um yður, er hann segir: Lýður þessi [les : VIÐ ] heiðrar mig með vörunum, en hjarta þeirra er langt frá mér. Til einskis dýrka þeir mig, er þeir kenna þá lærdóma, sem eru mannasetningar einar. 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.3.2009 kl. 23:47

149 identicon

Verð að segja að mér finnst þetta óttaleg þvæla allt saman. Orð Jesú um að hvíldardagurinn sé gerður fyrir manninn en ekki maðurinn fyrir hvíldardaginn segja allt sem segja þarf.

. (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 01:01

150 identicon

p.s. sá sem þykist geta dæmt meðbræður sína fyrir brot á hverskonar boðorðum er að gera sig heldur mikinn að mínu mati þar sem dómsvaldið er einungis í höndum Guðs.

kobbi

. (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 01:04

151 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jakob ! Takk! Loksins Báhái með viti, ekki skil ég í trúbróður þínum að halda þessu til streitu! Eins og þú segir réttilega, þá þarf ekki að deila um þetta meir vegna orða Jesú.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.3.2009 kl. 01:40

152 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hverju held ég til streytu Guðsteinn? Lestu ekki það sem fólk skrifar í athugasemdum hjá þér? Ég skrifaði m.a;

Guðsteinn: Mér sýnist á öllu að í þessum tilvitnunum sem þú biður útskýringar á sé verið að fjalla um hvað sé tilhlýðilegt að gera á hvíldardeginum, frekar en hver hvíldardagurinn er. Um það fjallaði líka gagnrýni Krists á helgihaldinu.

Honum ofbauð þær oft fáránlegu reglur sem Gyðingar voru búnir að koma sér upp í tengslum við hvíldardaginn og þegar hann var gagnrýndur á móti fyrir að fara ekki eftir reglunum, áréttaði hann umboð sitt til að endurtúlka þær sem "Herra Hvíldardagsins".

Það viðurkenndu Gyðingar vitaskuld ekki. En það er alveg klárt samt sem áður að þótt Kristur hafi endurskilgreint hlutverk hvíldardagsins eru hvergi fyrirmæli frá honum að finna um að hann hafi flutt hann á milli daga

og þar áður;

Persónulega tel ég ekki að þú sért einhver syndari fyrir að halda Sunnudaginn heilagan. Ég var aðeins að benda þér að samkvæmt þinni trúarbók ætti það að vera Laugardagurinn. Þaðan af síður álít ég sjálfan mig heilagan.  

og þar áður þetta;

Þeir hafa vitskuld engan rétt til að dæma þig fyrir þetta Guðsteinn. En hversvegna ekki að fara þá að boðum Guðs og halda sjötta daginn heilagan ef þú veist að hann er hvíldardagurinn og þér finnst það ekki skipta máli hvort eð er hvenær hann er haldinn eins og þú segir ?

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.3.2009 kl. 01:58

153 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það er næsta víst að ef gyðingar hefðu allir viðurkennt Krist og fylgt honum eins og hann ætlaðist til, mundu kristnir menn enn halda sjöunda daginn heilagann.

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.3.2009 kl. 02:02

154 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Varstu þá að grínast þegar þú ritaðir þetta Svanur?

Guðsteinn:

1. Staðreynd; Guð setur boðorð.

2. Staðreynd; Guðsteinn fer ekki eftir boðorðinu og segir það í góðu lagi af því að hann geri það Guði til dýrðar.

3. Staðreynd; Guðsteinn ákveður hvað sé Guði til dýrðar, ekki Guð.

Hinu náði ég alveg, en þessi klausa situr eftir. Er ég kannski að misskilja eitthvað? Sem má vel vera ...

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.3.2009 kl. 02:02

155 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Guðni Már - ég gleymdi alveg að svara þér ... takk!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.3.2009 kl. 02:03

156 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Nei ekki að grínast. Ég var hins vegar að fylgja þinni eigin rökleiðslu út í hörgul. Þú settir upp svona upptalningu sem samantekt á þínu viðhorfi og ég setti upptalningu upp á sama hátt hvernig rökleiðsla þín kom mér fyrir sjónir.

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.3.2009 kl. 02:08

157 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það er næsta víst að ef gyðingar hefðu allir viðurkennt Krist og fylgt honum eins og hann ætlaðist til, mundu kristnir menn enn halda sjöunda daginn heilagann.
Það vitum við ekkert um, en um það er ritað að gyðingar áttu að hafna Kristi, og hann framseldur til aftöku til heiðingjanna. Allt er um þetta ritað í spádómum GT og varð það gerast til þess að við fengum að búa við náð hans.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.3.2009 kl. 02:09

158 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nei ekki að grínast. Ég var hins vegar að fylgja þinni eigin rökleiðslu út í hörgul. Þú settir upp svona upptalningu sem samantekt á þínu viðhorfi og ég setti upptalningu upp á sama hátt hvernig rökleiðsla þín kom mér fyrir sjónir.
Jú Svanur, það má vel vera að ég komi þessu klaufalega frá mér, enda er ég leikmaður og ekki guðfræðingur, sennilega er það sem á skortir í mínu tilfelli.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.3.2009 kl. 02:11

159 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Gyðingar sem potularnir voru að reyna að kenna gátu sem sagt vitnað í GT og sagt; það var ritað og fyrirfram ákveðið af Guði. Hver getur þá álasað mér þótt ég hafni þessu?

Ertu forlagatrúar Guðsteinn?

Með þessum skilningi er allt forákvarðað og enginn hefur um eitt eða neitt að segja.

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.3.2009 kl. 02:14

160 Smámynd: Janus Hafsteinn Engilbertsson

Þetta er búin að vera löng umræða  um Hvíldardaginn. Og það sem hryggir mig mest er, að við sem trúum því að Hvíldardagur  Biblíunnar, sjöundi dagurinn sé laugardagurinn, og að við hinir kristnu eigum að halda hann alveg eins og Gyðingarnir, skulum vera kallaðir lögmálsþrælar þess vegna. Og það af Gunnari í Krossinum, sem var jú, upphafsmaðurinn að þessari umræðu, og af Guðsteini Hauki. Því þessir tveir hafa verið mér kærir., og eru mér kærir 

Það hryggir mig kannski mest að þeir skuli reyna, með vafasömum ritningarstöðum, að gera að engu Orð Guðs, skaparans, um Hvíldardaginn, og gera því í leiðinni lítið úr orðum Jesú: "Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín."  Enda bað Jesús fyrir lærisveinum sínum:" Helga þá í sannleikanum, þitt orð er sannleikur."

Ég var búinn að vera frelsaður í um tvö ár þegar mér var sagt, að við hinir kristnu, að undanskildum, Aðventistum, héldum ekki hinn Sjöunda dag sem Hvíldardag, heldur fyrsta vikunnar,sunnudaginn.

Fór ég þá að lesa Biblíuna í bæn til Guðs um að hann opinberaði mér sannleikann um Hvíldardaginn. Ég var ekki búinn að lesa lengi  uns  Drottinn fór að ljúka upp fyrir mér sannleikanum , og dag einn gaf hann mér opinberun á því að okkur ber að halda Sjöunda daginn eins og Gyðingunum.

En þennan dag las ég í Jesaja 56 kaflanum:

“Og útlendinga, sem gengið hafa Drottni á hönd til þess að þjóna honum og til þess að elska nafn Drottins, til þess að verða þjónar hans - alla þá, sem gæta þess að vanhelga ekki hvíldardaginn og halda fast við minn sáttmála, þá mun ég leiða til míns heilaga fjalls og gleðja þá í bænahúsi mínu. Brennifórnir þeirra og sláturfórnir skulu vera mér þóknanlegar á altari mínu. Því að hús mitt skal nefnast bænahús fyrir allar þjóðir.”Ég hrökk nánast við, og hérna stóð það skírum stöfum:  Útlendingarnir eða heiðingarnir, sem gengið hafa Drottni Jesú á hönd, eða frelsast, og til þess að elska nafn Drottins Jesú, (já, eins og segir í Filippíbréfinu: “Guði föður til dýrðar: Jesús Kristur er Drottinn.”) –alla þá, sem gæta þess að vanhelga ekki hvíldardaginn, (með því að hafa annan hvíldardag) og halda fast við minn sáttmála. Og svo kemur rúsínan í pylsuendanum: “Því að hús mitt skal nefnast bænahús fyrir allar þjóðir. Eða með öðrum orðum. Ekki annar hvíldardagur og ekki ný kirkja með nýjan hvíldardag. “því að hús mitt (samkunduhúsið með sjöunda daginn fyrir Hvíldardag) skal nefnast bænahús (kirkja) fyrir allar þjóðir.”En þá sögðu menn: Þetta er nú bara Gamla testamentið, og töluðu um nýjan sáttmála og að Jesús væri herra hvíldardagsins, og að einn geri mun á dögum en annar ekki. En ég lét ekki deigan síga og hrópaði til Guðs um opinberun. Og svo var það dag einn, að ég fór að lesa Efesusbréfið og þá fékk ég opinberun. En þar stóð:“Þess vegna eruð þér ekki framar gestir og útlendingar, heldur eruð þér samþegnar hinna heilögu og heimamenn Guðs. Þér eruð bygging, sem hefur að grundvelli postulana og spámennina, en Krist Jesú sjálfan að hyrningarsteini. Í honum er öll byggingin samantengd og vex svo, að hún verður heilagt musteri í Drottni. Í honum verðið þér líka bústaður handa Guði fyrir anda hans.” Efesus 2,19-22.

Þarna kom það: Við erum ekki lengur útlendingar, heiðingjar, heldur samþegar hinna heilögu, Gyðinganna, og heimamenn Guðs. Sem þýðir að við heiðingjarnir erum í raun ornir Gyðingar, enda höfum við að grundvelli  postulana og spámennina, eða Biblíuna að fara eftir og þar er Jesús Kristur sjálfur orðið:  “Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð. Hann var í upphafi hjá Guði. Allir hlutir urðu fyrir hann, án hans varð ekki neitt, sem til er.” Jóh 1,1-3.

Ég get haldið áfram að segja frá staðfestu minni með Hvíldardaginn, en læt þetta nægja í bili.En í lokinn vil ég þakka þeim sem haldið hafa uppi vörnum fyrir Guð og Hvíldardaginn, og vil þar sérstaklega nefna, Halldór/Mofi og Prédikarann. Einnig vil ég biðja minn kæra Guðstein að gæta tungu sinnar.

Kærleiks kveðja,

Janus.  

Janus Hafsteinn Engilbertsson, 25.3.2009 kl. 02:21

161 Smámynd: Janus Hafsteinn Engilbertsson

Ég bið innilegrar afsökunar á því hvernig textinn kom. En ég kann engin ráð til að laga hann.

Janus Hafsteinn Engilbertsson, 25.3.2009 kl. 02:34

162 Smámynd: Mofi

Haukur
Jakob
! Takk! Loksins Báhái með viti, ekki skil ég í trúbróður þínum að halda þessu til streitu! Eins og þú segir réttilega, þá þarf ekki að deila um þetta meir vegna orða Jesú.

Að Jesú segir að Hann sé herra hvíldardagsins og að hvíldardagurinn var gerður fyrir manninn eykur aðeins á mikilvægi hans og ástæðu til að vera ekki að setja sjálfan sig ofar lögum Guðs.

Svanur
með þessum skilningi er allt forákvarðað og enginn hefur um eitt eða neitt að segja.

Nei, með þessu er aðeins verið að segja að Guð veit framtíðina og sagði hluta af henni fyrir.

Takk Janus fyrir gott innlegg. Því miður sé ég uppfyllingu á orðum Hebreabréfsins þar sem menn herða hjarta sitt og óhlíðnast og því miður falla.

Mofi, 25.3.2009 kl. 08:58

163 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Moffi; Guðsteinn segir; "Gyðingar áttu að hafna Kristi". Ef það eru ekki forlög þá skil ég ekki orðið forlög. Það að hlutirninr eiga að gerast, hlýtur að fela í sé fyrirfram ákveðna áætlun, ekki bara forvitneskju.

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.3.2009 kl. 09:14

164 Smámynd: Mofi

Svanur, ég hefði ekki orðað þetta þannig, góður punktur. Frekar að Guð vissi hvað myndi gerast, ekki að gyðingar höfðu ekki val.

Mofi, 25.3.2009 kl. 10:45

165 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Svanur - nei ég er ekki forlagatrúar en ég er læs á biblíuna, meira þarf ekki.

Janus - ég biðst innilegrar afsökunar hafi þú tekið þetta svona nærri þér, en þetta með að vera "þrælar lögmálsins" var aðeins sagt í gríni en hafi það sært þig biðst ég afsökunar.  En ég hef tekið fram áður að best sé að við séum áfram ósammála um þessa hluti og svona þrætur hafi ekkert uppá sig nema leiðindi. Viðhorf míns og reyndar Gunnars á ekki koma þér á óvart Janus, alveg eins og viðhorf ykkar á ekki að koma mér á óvart. En ég skal gæta tungu minnar og halda áfram að boða Krist með kærleika, þann Krist sem við báðir þekkjum.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.3.2009 kl. 14:51

166 Smámynd: Janus Hafsteinn Engilbertsson

Guðsteinn minn, þakka þér fyrir gott svar og drengilegt.  Já, og við skulum vera sammála um það að vera ósammála um Hvíldardaginn. Því við græðum ekkert á því að vera með eintómt karp.Enda vill Drottinn Jesús að við lifum í einingu: "Ég í þeim og þú í mér, svo að þeir verði fullkomlega eitt, til þess að heimurinn viti, að þú hefur sent mig."  

Þess vegna er það svo nauðsynlegt að vera í einingu, svo að boðun fagnaðarerindisins nái árangri. En til þess að heimurinn meðtaki fagnaðarerindið og að allir frelsist, eins og Jesús sagði að hann vildi: "Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum."  Þá þurfum við að vera í einingu Orðsins, og að læra regluna að fara ekki lengra en ritað er, því sérhver ritning er innblásin af Guði. En okkur er svo tamt að skiptast í fylkingar og segja: Ég er Hvítasunnumaður eða ég er Lúterstrúarmaður, eða kaþólikki og áður en við vitum af, erum við farnir undir kenningar kirknanna, sem gera svo eins og Jesús sagði: Orð Guðs listavel að engu.

Og þannig er nú ástandið í þessum fallna heimi, því er ekki furða að menn séu ósammála um það sem þeir eiga að vera sammála um, og erum við, Guðsteinn  minn, þar í hópi.

Kærleika kveðja,

Janus.

Janus Hafsteinn Engilbertsson, 25.3.2009 kl. 18:40

167 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Janus - mér létti mikið að sjá viðbrögð þín, og þakka ég þér fyrir svarið og falleg orð. Eins og ég segi, þá hafa svona deilur ekkert uppá sig þegar við vitum mætavel hver afstaða hvers safnaðar er.

Hitt er svo annað mál að ég hef verið sakaður um að vera ýmislegt í þessum þræði, t.d. lögmálsbrjótur og annað slíkt. Meira að segja núna seinast "forlagatrúar" sem er slík þvæla að það nær ekki tali, það þarf bara að lesa til þess að átta sig á þeim hlutum og þá sjá menn hversu "forlagatrúar" ég er.

En Guð blessi þig Janus minn, og reyndar alla þá sem halda hvíldardaginn á laugardegi, við verðum að vera ósammála um þetta atriði áfram því enginn mun sannfærast um annað nema sá hin sami tékki á þessu sjálf/ur. Það er allavegna mín skoðun.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.3.2009 kl. 19:41

168 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Guðsteinn skrifar;

það þarf bara að lesa til þess að átta sig á þeim hlutum og þá sjá menn hversu "forlagatrúar" ég er.

Ég les það sem Guðsteinn skrifar og það er;

en um það er ritað að gyðingar áttu að hafna Kristi,

Ég spyr;

Ertu forlagatrúar Guðsteinn?

Guðsteinn skrifar;

Hitt er svo annað mál að ég hef verið sakaður um að vera ýmislegt í þessum þræði, t.d. lögmálsbrjótur og annað slíkt. Meira að segja núna seinast "forlagatrúar" sem er slík þvæla að það nær ekki tali,

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.3.2009 kl. 21:00

169 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vertu ekki að snúa útúr Svanur, ég er búinn að svara þessu. Lestu bara ritinguna, og dæmdu svo.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.3.2009 kl. 21:08

170 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Já þetta er mikill langhundur og seinlesinn.  Mikið þrasað og lítið komist áfram enda eru systkinin í Kristi mest verið að berja hvert annað í hausinn með Biblíunni. 

Mofi: ég hef mikla virðingu fyrir SDA, þið hafið staðið sem trúfélag og varðveitt talenturnar ykkar á meðan flest önnur félög hafa leyft saltinu að dofna og þynnast út (þar á meðal það trúfélag sem ég sjálfur sæki).
Ég hef erlendis sótt söfnuði sem hafa haldið laugardag sem Sabbat og það hefur verið blessun yfir því.  Ég hef hinsvegar líka sótt aðra söfnuði í öðrum borgum/löndum sem hafa haldið sunnudag sem Sabbat og það hefur verið blessun yfir því.  Einhverstaðar hlýtur einmitt þessi kraftur og blessun að vera það sem einkennir hvort gengið er í vilja Guðs.  Það væri nú býsna púrt ef við þyrftum sífellt að ganga leiðina í tómum getgátum um hvort þetta eða hitt sé nú í vilja Guðs eða ekki. Ef ég sé að mig vantar blessun og einhver annar nýtur hennar leita ég til hans. Og öfugt. Byggt á þeirri opinberun sem ég hef fengið er það mér mikilvægara að halda Sabbatinn (þann dag sem ég helga mig Guði algerlega) heilagan heldur en hvor dagurinn það nákvæmlega er.  Á hvaða tímabelti ætti þetta þá að byrja til þess að vera nú klárlega með þetta á hreinu?

Guðsteinn: það er nú ekki óeðlilegt að einhverjir spái í þessu með forlagatrúna, það er býsna margt skrifað um þetta
(ég sló að gamni upp í Ixquick metasearch og fékk t.d. http://www.bible-researcher.com/predestination.html)

Ragnar Kristján Gestsson, 25.3.2009 kl. 21:21

171 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Guðsteinn: Hvernig get ég snúið út úr með því að vitna beint í þín orð????

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.3.2009 kl. 21:34

172 Smámynd: Mofi

Ragnar, þegar ég horfi yfir hinn kristna heim þá sé ég því miður mjög lítinn kraft og lítinn eldmóð.  Við sjáum heiminn búa til magnaðar bíómyndir, flott leikrit og margt fleira en hinir kristnu virðast geta afskaplega lítið. Hvað þá þegar kemur að vísindum... Augljóslega þá er eitthvað mikið að.

Varðandi hvort eitthvað sé vilji Guðs og hvað ekki þá hljóta boðorðin tíu að vera hornsteinninn í öllum þannig vanga veltum. Mikilvægi þeirra sést best í krossinum, svo alvarlegt er brot á þeim að Kristur varð að deyja til að borga fyrir brot á þeim. Vandamálið með að halda einhvern annan dag en hinn sjöunda heilagan er að það er ekki hægt. Menn geta ekki gert neitt heilagt, aðeins Guð hefur þannig vald.  Guð aftur á móti lítur fram hjá því sem menn gera í fáfræði en þegar menn vita betur en vilja hefðir manna eða samfélag manna fram yfir vilja Guðs þá blessar Guð ekki slíkt.

Varðandi tímabelti þá er þetta ekki vandamál neins staðar í heiminum hvaða dagur er. Menn vita alveg hvort það er sunnudagur eða þriðjudagur eða hvíldardagur.

Kveðja,
Halldór

Mofi, 25.3.2009 kl. 21:53

173 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Svanur - jæja, þú mátt halda sem þú vilt. Ég veit hvað ég trúi og nægir það mér.

Ragnar - takk fyrir þitt góða innlegg.

Dóri - sumt af því sem þú segir get ég tekið undir.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.3.2009 kl. 22:05

174 Smámynd: Mofi

Haukur, ég held í vonina að dag einn tekurðu undir töluvert meira og við getum þá tilheyrt sömu kirkjunni. Kristnir eru fáir og sundraður hópur, ekki nema von að það er lítill kraftur í okkur í okkar samfélagi.

Mofi, 27.3.2009 kl. 11:37

175 identicon

Látið ekki svona.. þið vitið ekkert hverju þið trúið, þið teljið ykkur trúa einhverju vegna þess að þið fáið verðlaun.. <-- Thats it.

En bara sorry, það eru ekki nein verðlaun... þegar þið drepist þá eruð þið dauð.. enginn guddi or nuthing, get over it, ekki sóa eina lífinu ykkar í eitthvað sem er ekki rauverulegt :)

DoctorE (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband