Draumur Davíðs ...

... er loksins orðinn að veruleika. Hann getur þá loksins andað rólega og tekið bláu höndina aftur úr hanskanum þar sem enginn er lengur til þess að skamma hann ... Davíð verður svo hæst ánægður að hann sendir út eftirfarandi tilkynningu til sinna samflokksmanna:

Það verður veglegt fyllirí í kvöld í Valhöll, í boði Davíðs Oddssonar, Björns Bjarnasonar og Geirs Haarde. Wizard Efnt verður til stórdansleiks þar sem Davíð mun leiða hópdans yfir gröf Baugsveldisins, Björn Bjarna verður á nikkunni og Geir verður veislustjóri.

Mbk,

Davið Oddsson - ellilífeyrisþegi

 Tounge ... tíhí ... Tounge

Sagt er á ensku:

"The swifter the climb,
the faster the fall".

Sem á sennilega vel við ofþenslufyrirtækið Baug.

En nú er spurningin, hvað verður þá um Bónus? FootinMouth


mbl.is Ósk um gjaldþrotaskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Yndisleg kaldhæðni hjá þér ég frétti líka að Geiri á gullputta myndi mæta með vinkonur sínar og veislan væri í boði Kaupþings gamla og Baugs.

Sævar Einarsson, 11.3.2009 kl. 18:52

2 identicon

Innlitskvitt Guðsteinn Haukur. hafðu það sem best.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 18:56

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sævar - jú, ég heyrði það líka. Það stóð einnig til að halda veglega brennu á bónusfánum efti teitið, en Geir Jón hefur sennilega stoppað það af.

Valgeir Mattías - takk!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.3.2009 kl. 19:09

4 Smámynd: Ingvar

Og þjóðin greiðir 148 milljarða sem Davíð neyddi Baug til þess að taka að láni svo þeir gætu keypt bíla. snekkjur, flugvélar, þyrlur og hallir og lúxusíbúðir. Jón Ásgeir sá sig neyddan til þess að skuldsetja Baug svona mikið vegna mikils þrýstings frá Davíð Birni Bjarna og Geir.

Nei kæri Guðsteinn núna er árið 2009 og það hefur alltaf komið betur og betur í ljós að Jón Ásgeir þurfti einga hjálp frá Davíð til þessa að ryksuga fjármuni frá Íslensku þjóðinni. Það gerði hann alveg hjálparlaust, reyndar fékk hann stuðning og hvattningu frá Ólafi grís á Baugsstöðum við þá iðju sína. ÚTFLUTNINGSVERÐLAUN FORSETA ÍSLANDS 2008 hlýtur Baugur fyrir að vera í framvarðarsveit íslenskra fyritækja í útrás.

Ingvar

Ingvar, 11.3.2009 kl. 19:22

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hugarfarið leynir sér ekki.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.3.2009 kl. 19:33

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Ingvar er í stuði með Guði og í botni með Drottni.

Ömurlegt þegar fólk ber hatur í hjarta. Það var nú Davíð sem kom þessum frjálshyggjubolta af stað. Hann hefði þurft að grípa til annarra aðgerða en að taka Jón Ásgeir í einelti. Hefði verið skynsamlegra að semja lög um einhvers konar þak. Hann reyndi jú að koma með fjölmiðlafrumvarpið sem hefði betur farið í gegn með einhverjum breytingum. Ég er alveg viss um að lögin hefðu verið samþykkt ef hann hefði sýnt samstarfsvilja við þingmenn í staðinn fyrir að vaða yfir þá. Svo þurfti nú Ólafur að sýna Davíð í tvo heimana. Held að hann hafi verið að sýna Davíð í tvo heimana hvort sem honum fannst þessi lög skynsamleg eða ekki. Þeir hafa nú ekki alltaf verið vinir á Alþingi og lengi lifir setning sem þar var sögð um skítlegt eðli.

Verum í bandi

Guð veri með þér og þínum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.3.2009 kl. 19:34

7 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Óli Grís og Nonni Geislabaugur ætla að flytja til eyjarinnar Tortola og þar hyggst Grísinn reyna að komast í bæjarstjóra stól og Nonni ætlar að versla með nýlenduvörur.

Jens Sigurjónsson, 11.3.2009 kl. 20:44

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Jenni góður

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.3.2009 kl. 21:03

9 Smámynd: Ingvar

"Svo þurfti nú Ólafur að sýna Davíð í tvo heimana. "

Þar hittir þú naglann á höfuðið kæra Rósa.

Ingvar

Ingvar, 11.3.2009 kl. 22:53

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.3.2009 kl. 23:31

11 identicon

Sæll Guðsteinn.

Það er ekki nokkur vafi að þetta eru tímar sem að við getum fundið samsvörun í Ritningunni.

Og er rétt að byrja.

Kær kveðja á þig og fjölskylduna alla.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 05:11

12 identicon

Ég ætla rétt að vona að ríkisstjórnin taki ekki upp á því snjallræði að taka yfir Baug.

Miðað við fyrri störf þá er það samt akkúrat það sem þeir eiga eftir að gera, taka yfir stærsta lánasafn íslendinga.

Afskrifum þetta allt saman, það kemur pottþétt einhver og kaupir bónus (og öll hin fyrirtækin) úr þrotabúinu og starfsemin mun halda áfram.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 10:29

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ingvar - ég vona heitt og innilega að þú hafir tekið eftir því að ég var að grínast, ég er jafnhrifinn af þessum útrásarmönnum og ég er hrifinn af Davíð Oddsyni.

Jens - 100% sammála þér!

Rósa - takk fyrir aðstoðina.  :)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.3.2009 kl. 11:00

14 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Heimi, Þórarni og Arnari þakka ég einnig góðar athugasemdir.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.3.2009 kl. 11:02

15 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Er ekki rétt að eineltinu fari að linna?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.3.2009 kl. 13:02

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

"Maður uppsker það sem maður sáir", kæri Heimir. En ég skil hvað þú ert að fara ....

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.3.2009 kl. 13:45

17 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Sagt er á amerísku : The higher the top,

                                 the longer the drop.

Þráinn Jökull Elísson, 12.3.2009 kl. 18:00

18 Smámynd: Flower

Og þá var kátt í höllinni. Og Jón Ásgeir svaf í heila öld. Ó vakna þú minn Jón Gerald

Flower, 12.3.2009 kl. 20:42

19 identicon

Það er ennþá ekki komið á hreint hvort að gjaldþrot Baugs eigi eftir að knésetja Gaum.

Á meðan Gaumur er ennþá í eigu þeirra feðga þá halda þeir bónus, 10-11 og hagkaupum eða "mjólkurkúnum" sínum. (einu fyrirtækjunum sínum sem eru ekki skuldug uppfyrir haus og skapa þeim raunverulegar tekjur.

Allt annað sem þeir eiga er eitt skuldafen, ef fall Baugs tekur ekki móðurfélagið Haga með sér voru þeir eiginlega að fá (fyrst við erum komin út í sletturnar) "The get out of jail FREE Card".

Þar sem að þeir hafa að öllum líkindum komið öllu svo í kring að þeir hafi ekki verið í ábirgðum fyrir neitt af skuldum Baugs þá sýnist mér miðað við þau lög sem nú eru í gildi, að þeim sé í raun og veru greiði gerður.  Þeir eru svoleiðis búnir að kreista milljarðana útúr þessu.  Loka þessu svo og sleppa við skuldirnar.  Og ofan í allt halda eftir þeim fyrirtækjum sem skila þeim hvað mestu velltuni og mestum "raunverulegum" peningum.   Allt annað sem þeir hafa "átt" *að nafninu til hefur í raun og veru ekki verið virði pappírana sem samningarnir voru skrifaðir á!

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 22:47

20 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælt veri fólkið

Svona sé ég þetta líka eins og Arnar. Baugsfeðgar eru slóttugir.

Megi guð fyrirgefa þeim

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.3.2009 kl. 11:16

21 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þráinn, ég lærði þetta svona uppá amerískunni:

Sagt er á amerísku :

The higher the top,                               
the longer the drop,
the harder the flop.

Arnar - flottar pælingar og er ég þeim sammála.

Rósa - jú jú ...   *andvarp*

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.3.2009 kl. 14:23

22 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Flower - !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.3.2009 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 588365

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband