Sunnudagur, 15. febrúar 2009
Ég er búinn að segja mig úr Frjálslyndaflokknum ...
Ég er búinn að segja mig úr Frjálslyndaflokknum, og hef ákveðið að vera utan flokka þar til annað kemur á daginn. En eitt er víst, að ég ber engan kala til Frjálslyndra, það er ekki málið, heldur er ég ekki hrifinn af ólýðræðislegum vinnubrögðum og valdagræðgi.
Margsinnis hefur verið reynt að knýja fram landsþing, og hefur því alltaf verið slegið á frest. Nú loks þegar landsþing er haldið, þá er það í einangrun útá landi. Ekki það sé neitt að því að fara útá land, en það verður að vera á réttum forsendum, og tel ég þær ekki vera eins og málin standa. Ég þyrfti að gista í tjaldi þar sem hótelið er uppbókað, og það geri ég ekki.
Krafan um endurnýjun og breytingar hefur algjörlega verið hunsuð, gömlu herrarnir vilja stjórna áfram hvað sem það kostar, þótt góður þorri flokksmanna segi allt annað og er það fyrir tómum eyrum. Það tel ég ekki lýðræðislegt að hlusta ekki á flokksmenn sína og á þetta herbragð þeirra eftir þurrka út þennan góða flokk sem mælist með 1% fylgi núna.
Til þess að bjarga þessu þarf að mæta sjálfsagðri kröfu algera endurnýjun, eins og til dæmis sannaðist hjá Framsóknarflokknum um daginn, enda jókst fylgi þeirra verulega fyrir hlúa að þessum lýðræðislega þætti.
Ég tek heilshugar undir gagnrýn Ásgerðar Jónu, því sú gagnrýni á virkilega rétt á sér að mínu mati.
Það var hugsjón Frjálslyndaflokksins sem heillaði mig, en það nægir ekki ef lýðræði er ekki til staðar. Þess vegna ætla ég að vera "rotta" eins og einhver orðaði það, því meira að segja lítil dýr eins og rottur finna á sér þegar skip sekkur og allir farast. Ég er því stollt rotta sem þakkar þeim sem ég starfaði með gott samstarf!
Ég tek reyndar ofan fyrir Jóni Magnússyni hér um daginn þegar hann sagði sig úr flokknum, því hann vann af heilindum fyrir flokkinn, ég tók þátt í að vera í stjórn málefnafélags Frjálslyndra í Reykjavík sem Jón og fleiri áttu hugmyndina að. En innbyrðis deilur sem og árásir á hann gengu fram af honum, sem ég skil vel og virði því ákvörðun hans.
Gangi þér vel í þessari barráttu Ásgerður Jóna og Guðrún María, og ég vona að þið fyrirgefið mér að sé ekki lengur meðal ykkar og þið skiljið ákvörðun mína. En þessi ávörðun mín snýst aðallega um mig sjálfan prívat og persónulega, og vil ég ekki vera bundinn neinum stjórnmála samtökum eins og staðan er hjá mér sjálfum í dag, en lengi lifi hugsjónin og Guð blessi þennan flokk, hvað svo sem um hann verður. Tíminn mun leiða það í ljós.
Ég er samt ekki hættur að skipta mér af pólitík, því það mun aldrei gerast að ég hætti því, ég mun bara vera við hliðarlínuna.
Gagnrýna flokksforystuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:27 | Facebook
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson
Athugasemdir
Málefnaskrá FF er fín, en hún er lítið eða ekki notuð því það eina sem talað er um er möskvastærð og þorskígildi. Nema Jón Magnússon sem reyndi með lítilli hrifningu "valdsins" í flokknum. Ný öfl munu myndast sem vonandi rúmar fólk með heiðarlega hugsun.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 15.2.2009 kl. 17:53
Ég vona sannarlega að svo verði Guðrún Þóra, virkilega. Því tek ég undir að ég sé ekkert að málefnaskránni, en til hvers er hún ef enginn fer eftir henni að heilindum?
Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.2.2009 kl. 17:59
Flokkurinn átti einmitt tækifæri núna til að gera breytingar.
Offari, 15.2.2009 kl. 18:00
Guðsteinn! við tökum bara stefnuskránna með annað og vinnum eftir henni. Þá fengjum við gott land.
Sorglegt að FF hafi klúðrað þessu öllu af valdagræðgi og þörf fyrir vellaunaða inni vinnu.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 15.2.2009 kl. 18:10
Kæri Guðsteinn ég skil ákvörðun þína vel og þakka þér innilega fyrir samveruna í flokknum en harma að svona þurfi að fara að við séum að hverfa sitt í hvora áttina. Ég er búinn að vera í FF frá upphafi og tek sannarlega undir með þér að við höfum bestu stefnuskránna. En hugsjónin lifir og því trúi ég því að leiðir okkar muni liggja saman fyrr en varir.
Sigurður Þórðarson, 15.2.2009 kl. 18:23
Offari - tækifærið var ekki nógu gullið fyrir þá. Þeir vildu meira.
Guðrún Þóra - veistu, mer líst ekkert illa á það.
Siggi - sömuleiðis Siggi minn, en ég minni samt á að þetta er af persónulegum ástæðum sem ég tek þessa ákvörðun.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.2.2009 kl. 18:25
Best væri að sem flestir flokkar tækju upp stefnuskrá Frjálslyndra.
Sigurður Þórðarson, 15.2.2009 kl. 18:34
frjálslyndir eru uppgjafa sjálfstæðismenn haukur og aðhyllast hægristefnuna algjörlega. en þú um það hvar þú vilt vera í pólítikinni. hélt reyndar að félagshyggjan væri þér hugleikin en kannski tók ég bara feil.
ef hægriflokkarnir taka aftur völdin erum við endanlega fokkt, því það er voða gott fyrir suma þegar þeir ráða en voða vont fyrir flesta. langflesta.
arnar valgeirsson, 15.2.2009 kl. 18:35
Siggi - sammála.
Arnar - félagshyggjan er mér hugleikinn, þú tókst engan feil. Ég vil bara vera meðal fólks sem er fylgjandi hlutunum og segir ekki nei við öllu, eins og eitur-grænir.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.2.2009 kl. 18:46
Ég óska þér góðs gengis Guðsteinn minn. Það er von að fylgi Frálslyndaflokksins mælist ekki hátt en það er ekki vegna ólýðræðislegra vinnubragða heldur vegna þess óróleika og slæmrar umræðu sem verið hefur núna lengi. Ég þekki bæði Guðjón Arnar og Magnús Reyni afskaplega vel, við erum öll skólasystkin frá barnæsku, ekkert er fjær þessum mönnum en að mylja undir sig sjálfa. Þeir eru þar sem þeir eru vegna málefnanna, eins og við erum mörg hver. Að halda landsþingið úti á landi er einvörðungu vegna þess að það er mörgum sinnum ódýrara en sambærilegur salur í Reykjavík. Þar munar tífallt, og skiptir verulegu máli þegar smáflokkur á í hlut, sem ekki hefur mikil fjárráð og kosningabarátta framundan.
Mín tilfinning um Jón Magnússon og þá sem með honum komu inn í flokkinn var að þau ætluðu sér að yfirtaka flokkinn. Hann hefur lýst því yfir opinberlega að hann vildi breyta stefnuskrá flokksins, og færa hana nær sínu höfði. Það tóksk ekki svo þar af leiðandi fór hann. Flest hans fólk fór með honum og það er hið besta mál að þau eigi sín áhugamál annarsstaðar. Ég óska þeim líka alls góðs, því ég held að þau hafi líka viljað vel á sinn hátt, þó erfitt sé að halda slíkt um alla félaga hans, og er ég þá að hugsa um ljóta umsögn eins félaga Jóns á útvarpi Sögu. Sem mér skilst að hafi ekki verið endursendur vegna ruddaskapar.
Ég óska líka Guðrúnu Maríu og Ásgerði Jónu alls góðs, það ætti ekki að vera vandamál að komast í Stykkishólm, því það verða rútferðir frá Reykjavík og einnig raðað í bíla, bæði frá Rvík og annarsstaðar af landinu. Það verður því ekki vegna þess að fólk komist ekki til að kjósa heldur af öðrum ástæðum ef þær ná ekki sigri.
En sem betur fer þá fer að skapast meiri friður um flokkinn og störf hans, hann er að vísu orðin talsvert minni, en líka talsvert einarðari um að standa vaktina um málefnasamninginn og þau góðu mál sem flokkurinn er stofanður um. Það er nefnilega málið að okkar þingmenn, hafa staðið vel að því að virða málefni flokksins og má sjá samþykktir þeirra og þingmál því til stuðnings. Og hvað skyldi nú skipta meira máli menn eða málefni? 'Eg vil málefnin fyrst og fremst, síðan koma forystusauðirnir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2009 kl. 18:47
Ásthildur - mér þykir vænt um að sjá athugasemd þína og útskýrir það talsvert fyrir mér. Hvað varðar þessar innanflokksdeilur get ég ekki tjáð mig almennilega um, nema það sem hefur gengið á milli manna, því ég þekki lítið sem ekkert til þessara manna og kosið að halda mig utan við þau átök.
En ég er með nokkrar spurningar:
Ef húsnæðið var svona dýrt afhverju var ekki nýtt sem var þegar til staðar? Flokksskrifstofuna, hún ætti að rýma þetta. Og er ég þá ekki alveg að skilja þá afsökun að flytja þetta útá land þegar húsnæðið er þegar til staðar.
Ég tel það ekki lýðræðislegt að fresta og fresta sjálfsögðu landsþingi, og loksins þegar það gerist er ekki pláss nema fyrir örfáar hræður. Þess vegna hefði bæði verið ódýrara og skynsamlegra að halda þingið í Reykjavík, fleiri hefðu komist og minna af peningum hefði verið eytt. Bara spurning um skipulag og uppröðun, ekkert annað.
Ég er ekki í neinni "grúppu" og hef aldrei verið. Vissulega á ég vini innan flokksins en eru þeir úr allri flórunni, ég hefði stutt Sigurjón Þórðar til Formanns því það heitir endurnýjun sem er sjálfsögð krafa af höndum flokksmanna og reyndar samfélagsins alls, sem gerir skýra kröfu um algjöra endurnýjun hjá ÖLLUM flokkum. Þeir hafa FF algerlega brugðist, enda hefur meira að segja Framsókn sannað það fyrir alþjóð. Hver verður þá endurnýjunin? Hver verður þá áherlsan eftir þing?
Ég er hræddur um að lítið breytist ef núverandi stjórn fer ekki frá til þess að auka tiltrú á flokknum sem sætir nákvæmlega enga ábyrgð á því sem gengur yfir landsmenn, og það sem fer mest í mig er að forystan brást algjörlega þegar gullið tækifæri blasti við þeim, en ákvörðunarfælnin var svo mikil að EKKERT gerðist. Ég kalla það tannlaust ljón!
En takk fyrir greinargóðar skýringar Ásthildur mín, því alltaf hefur mér þótt vænt um þig þótt við séum ekki alltaf sammála.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.2.2009 kl. 19:05
Ágæti Haukur
Komdu yfir í ljósið...
Þinn vinur Eiríkur
Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 15.2.2009 kl. 19:19
Til hamingju með ákvörðun þína Haukur.
Með bestu kveðju.
Valgeir Matthías.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 19:31
Guðsteinn minn ég held að miðað við fyrri tíma þá muni flokksskrifstofan ekki rýma landsþing. Þar eru líka málefnafundir í gangi og það þarf pláss fyrir slíkt. Þannig að það er algjörlega borin von að skrifstofan okkar dugi.
Veit ekki hvað þú ert að tala um frestun á frestun ofan með landsþingi, því það var samþykkt á miðstjórnarfundi sem ég var á að hafa fundinn í apríl, þegar færð væri orðin betri, og þá var strax talað um að hafa fundinn úti á landsbyggðinni.
það var svo búið að fá sal í Borgarnesi þegar varamenn í miðstjórn vildu halda fundinn í Reykjavík, þannig að við misstum þann sal, sem hefði ef til vill verið heppilegri ef það er miklu lengra fyrir fólkið í Reykjavík að fara út á land en fyrir landsbyggðafólk að fara til Reykjavíkur.
Í mínum huga eru 4oo manns ekki örfáar hræður, þarna er enn ein sönnu þess hvernig búið er að hagræða sannleikanum og matreiða hann ofan í velmeinandi fólk.
Sigurjón er flottur maður, og ég hef ekkert á móti honum. En ég tel Guðjón einfaldlega betri kost, Það sem fólk skilur ekki er að Guðjón er einfaldlega límið í flokknum. Það er mitt mat. Þessar óánægjuraddir hafa stórskaðað flokkinn, og þetta með endurnýjunina skil ég ekki alveg, því eini flokkurinn fyrir utan Vinstri Græna er Frjálslyndi flokkurinn sem hvergi hefur komið nærri spillingunni í stjórnsýslunni. Og ég get ekki séð að Vinstri grænir ætli að endurnýja, enda er enginn krafa þar á bæ um endurnýjun. Veit ekki betur en Steingrímur ætli að leiða þann lista og Ögmundur fara fram Kolbrún og fleira gott fólk.
Nei það sem gerst hefur er að fólk sem vill sinn eigin frama meiri í flokknum hefur því miður farið fram með baknag og undirróður sem gengið hefur nærri flokknum. Mér þykir það leitt, og vona að slíkt hætti þegar þetta ágæta fólk hefur fundið sinn eigin farveg og tekið ákvörðun um að halda áfram annarsstaðar.
Nú er mál að linni. Svo er að sjá hvort við lifum af eða deyjum, en við deyjum þá með sæmd, og látum ekki einhverja framagosa taka flokkinn breyta honum í eitthvað annað en hann var stofnaður til, til þess eins að koma sjálfum sér á framfæri. En þetta er mín meining og við hana stend ég.
Það er nefnilega hvergi hægt að sýna fram á neitt annað en að forysta flokksins hafi haldið sig við málefnasamning flokksins svo ég vísa því alfarið á bug að þar ríki einhver annarleg sjónarmið og ætlanir. Þær komu annarsstaðar frá og hafa beðið lægri hlut sem betur fer.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2009 kl. 19:53
Sæll aftur ágæti Haukur ég sé að hún Ásthildur okkar telur sér trú um að baknagið muni minnka eftir því sem fækkar í flokknum, vonandi er það rétt hjá henni. Hún er góð kona og stendur með skóla- og fermingarsystkinum sínum og það tel ég til mannkosta en það er engin sæmd að því að etja vinum sínum á foraðið og láta sameiginlegar hugsjónir sínar deyja þar. Hún telur líka að límið í flokknum sé ísfirskt. Kannski er það rétt hjá henni en er það tonnatak eða matarlím?
Sigurður Þórðarson, 15.2.2009 kl. 20:42
Sigurður það er ef til vill matarlím, en við skulum bara sjá hvað setur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2009 kl. 21:06
Sæll Guðsteinn minn
Til hamingju að forða þér af sökkvandi skipi en mér sýnist á skoðunarkönnunum að Frjálslyndiflokkurinn sé í dauðateygjunum. Það er mjög slæmt því málefnaskráin var mjög fín og startið var flott. En það er ekki nóg. Það verður auðvita að fylgja málum.
Flokkurinn fær c.a. 15.000.000 frá ríkinu.
Við viljum fá að kjósa flokka sem eru fyrir alla landsmenn þó svo að ég sé hálfur Vestfirðingur.
Góð stelpa hvíslaði að mér að Guðjón Arnar væri kvótaeigandi. Surprise.
Sannleikurinn mun gjöra Guðstein frjálsan.
X-Jesús
Guð veri með þér og þínum.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.2.2009 kl. 21:14
Mikið rétt hjá þér, Guðsteinn, sorglegt er þetta. Ef það eitthvað sem ég þoli ekki þá er það spilling og misnotkun á almannafé. Þetta stundar FF og því fór ég líka. Mér ofbauð. En mér er sagt að svona sé þetta í raun í öllum flokkum. Ég veit ekkert um hvort það sé satt eða ekki.
Ég vona að ég eigi eftir að starfa með þér Guðsteinn á öðrum vettvangi.
Ásthildur: Guðjón Arnar límið í flokknum segir þú. Hvað er hann að líma? Ekki er hann að halda flokknum saman og ekki er hann að halda fylgi. Öllu líklegra að það sé vaselín í túpunni hjá honum.
Milli 30-40 virkir meðlimir hafa sagt sig úr flokknum og fylgið er 1,5% sem er um 80% fylgishrun sem hlýtur að vera hlutfallslega mesta fylgishrun Íslandssögunar. Þú verður að fyrirgefa en ég get bara ekki séð hetjur í því. Ef kvótakerfið er ykkur virkilega svona mikilvægt þá hefðuð þið leyft lýðræðinu að ráða til að flokkurinn ætti von um að komast áfram en þið völdum hinn kostinn, þ.e. að málefni ykkar kæmust ekki áfram. Af hverju skyldi það vera? Hefur það kannski eitthvað með það að gera að Guðjón á sjálfur Kvóta eins og Rósa talar hér um að ofan.
Þrjár spurningar sem landsmenn eiga rétt á að vita:
- Er þetta rétt með Guðjón. Á hann kvóta?
- Eru þar fleiri ykkar á meðal sem eruð "límd" saman sem eigið kvóta eða hafa hagnast af kvóta?
- Er það trúverðugt að einhver sem á kvóta og einhver þar sem fjölskylda hans á kvóta sé formaður afls sem er að berjast á móti kvótaeign? Er trúverðugt að einhver sé í baráttu gegn sjálfum sér og eigin afkomu?
Gaman þætti mér að sjá hér svar Ásthildur eða þá frá einhverjum "límherjum" þínum. En Ásthildur ég tel þig vera góða og mikla manneskju og ég kann vel við þig. Þetta er ekki persónulegt þrátt fyrir rottutalið hér fyrr í vikunni.PS:Þeir sem vilja skemmta sér aðeins yfir þessu öllu endilega lesið þetta: http://hallarut.blog.is/blog/hallarut/entry/803411/
Halla Rut , 15.2.2009 kl. 22:37
Merkilegt að einhver sé í þessum flokkum á íslandi í dag, þeir eru hver öðrum verri.
Ekki ætla ég að gleypa við td framsókn, andlitsupplyfting og loforð um að halda nú upp á þau gildi sem þeir gátu ekki haldið áður.... og Birkir er varaformaður... muuhahahah
Ég eiginlega skil ekki að menn séð að ræða annað en að losa sig við þessa skítaflokka alla saman ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 23:15
Ásthildur - þú segir:
Hverjir eru þessir framagosar? Og á einhver eignarrétt á flokknum? Breyttir tímar þýða breytt umhverfi, og slíkt kallar á breytingar sem ber að fagna en ekki hræðast. Ólsípaður demantur er til dæmis ekkert augnayndi fyrr en gullsmiður er búinn að meðhöndla hann. Eins er með flokkinn.
Ég sagði aldrei að þetta væru "öfáar hræður", en ég vildi aðeins benda á aðra ódýrari möguleika. Og hvaða sannleika er búið að hagræða? Þannig að spyrji eins auli ...
Ég segi mig úr flokknum aðallega vegna persónulegra aðstæðna, ég er kominn í skóla og get lítið sinnt öðru á meðan, eins hefur kona mín kvartað undan fjarveru minni vegna svona starfa sem ég tek að mér - fjölskyldan verður að hafa forgang. Þess vegna er ég farinn út og vil helst ekki vera bundinn neinum flokki eins og er, hvað sem hann heitir.
Rósa - þú segir:
Þessvegna hef ég Jesú!
Halla Rut - þér var líka ýtt út með valdi að mér skilst, og satt að segja er það stór ástæða þess að ég tek þessa ákvörðun. Slíkt á ekki að viðgangast eins og farið var með þig! Ég hef hvorki taugar né hjarta í mér til horfa uppá slíkt óréttlæti.
Segjum tvö!!! Við rotturnar!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.2.2009 kl. 23:19
Dokksi - oft kemur þetta eins og þruma úr heiðskíru lofti, en ég er aldrei þessu vant soldið sammála þér!
P.s. náðir þú að horfa á Omega þáttinn?
Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.2.2009 kl. 23:21
Ekki er kannski rétt að mér hafi verið ýtt út með valdi en framkoma ákveðinna manna og kvenna inna flokksins voru algjörlega með eindæmum. Baktalið um mína persónu sem vó t.d. að útliti mínu var eitt það undarlegasta sem ég hef bara á ævi minni lent í og það af fullorðnu fólki. Sömuleiðis var ég ráðin til ákveðinna starfa sem ég fékk aldrei borgað fyrir og orsakaði sú ráðning einhverskonar stríð á milli mann sem var mér í raun algjörlega óviðkomandi. Þetta var eins og á einhverju vitleysingahæli þar sem engin virtist hafa nein meðferðarúrræði.
Menn segja mér að það hafi verið ákveðin hræðsla sem olli og einmitt hræðsla við það sem þú talar um hér í commenti þínu hér að ofan. Þau vildu ekki nýtt fólk og vildu ekki þróast og vildu ekki stækka. Ég spyr þá hvernig geta þau verið að gera málefninu sem best ef þau vilja ekki vera nægilega stór flokkur til að knýja breytingarnar fram? Um leið spyr ég, er það vegna eigin kvótaeignar?
Það bara hreinlega passar ekki að stjórnmálaflokkur vilji ekki stækka og vilji ekki eiga möguleika á að koma málefnum sínum á framfæri. Þessi flokkur hefur verið í 10 ár og í 10 ár hefur verið hamast á þessu kvótamáli. Og árangurinn jú hann er nákvæmlega enginn. Þeir sem eiga kvótann hljóta að vera rosalega ánægðir með Frjálslyndaflokkinn og vil ég vita hvort formaðurinn sé einn þeirra glöðu.
Ég bíð spennt eftir svörum við spurningum mínum hér í mínu fyrri athugasemd en skil um leið að þögn er sama og samþykki.
Halla Rut , 15.2.2009 kl. 23:37
Sæll Guðsteinn og velkominn sem bloggvinur minn.
Takk fyrir síðast þegar þú varst með okkur á sjómannadaginn að mótmæla mannréttindabrotum á sjómönnum.
Þakka þér einnig góð orð í minn garð, en varðandi þær spurningar sem við Ásgerður setjum fram teljum við þær nauðsynlegar nú.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 15.2.2009 kl. 23:59
Guðrún María - gangi ykkur sem allra best, því ég hef trú á að þið tvær geti gert góða hluti! Guð veri með ykkur báðum!
Halla Rut - ég átti ekki við með líkamlegu valdi, ég á við andlegu. Og sagan sem þú segir strax á eftir staðfestir orð mín. Svona gera menn ekki !
Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.2.2009 kl. 00:02
Sæl Cesil.
Ég sé mig knúna til að spyrja um ýmislegt í þessu þínu innleggi hér.
" Þessar óánægjuraddir hafa stórskaðað flokkinn, og þetta með endurnýjunina skil ég ekki alveg,....
Nei það sem gerst hefur er að fólk sem vill sinn eigin frama meiri í flokknum hefur því miður farið fram með baknag og undirróður sem gengið hefur nærri flokknum. Mér þykir það leitt, og vona að slíkt hætti þegar þetta ágæta fólk hefur fundið sinn eigin farveg og tekið ákvörðun um að halda áfram annarsstaðar.
Nú er mál að linni. Svo er að sjá hvort við lifum af eða deyjum, en við deyjum þá með sæmd, og látum ekki einhverja framagosa taka flokkinn breyta honum í eitthvað annað en hann var stofnaður til, til þess eins að koma sjálfum sér á framfæri. En þetta er mín meining og við hana stend ég. "
Er ég " framagosi " vegna þess ég nýtti minn rétt sem flokksmaður til þess að bjóða mig fram til starfa ?
Þú skilur ekki þetta með endurnýjun en hvers vegna hefur þú verið að hvetja til mótmæla á þinni bloggsíðum öllum stundum ?
Er núverandi forysta Frjálslynda flokksins yfir alla gagnrýni hafin í þínum huga ?
Viltu að þeir sem spyrja spurninga/mótmæla/gagnrýna fari bara úr flokknum ?
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 16.2.2009 kl. 00:47
Nú er farið að þykkna í henni Guðrúnu minni. Ætlar greinilega ekki að láta stuðningsmenn Guðjóns eiga neitt inni hjá sér. Það verður fróðlegt að lesa svörin.
Mér hugnast vel að kjósa þig Guðrún mín og vildi óska að flokkurinn ætti fleiri svona, já helst marga, svona framagosa eins og þig.
Sigurður Þórðarson, 16.2.2009 kl. 01:18
Þetta er málið í hnotskurn er Guðrún María mælir hér en ég hlýt að spyrja um leið hvort hún kannist nú ekki einmitt við að hafa eitt sinn, ekki það ekki alls fyrir löngu, verið sömu megin við borðið og forustan en nú. "Verri er fló á eigin skinni".
En gott skal vera það sem betur fer og hefur G. María allan minn stuðning í þessu máli enda er lýðræðið gjörsamlega brotið á henni og öllum öðrum sem viljað hafa að bjóða sig fram í þessum flokki.
Halla Rut , 16.2.2009 kl. 01:44
ég styð þetta vegna þess að ég er líka utan flokka og fatta ekki þá sem meika að hrærast eitthvað í innri valdabaráttu eða að deila ábyrgð á sumu því sem pólitíkusarnir "þeirra" gera og segja. Sorrí en það er ekki mín deild. Þú ert á frábærum stað andlega og eðlilega finnst fólki fínt að hafa þig í sínu liði, en það er líka hægt að veita persónum og semsagt einstaklingum stuðning, án þess að vera starfandi í pólitík.
halkatla, 16.2.2009 kl. 01:54
Halla Rut, ég tel að íslensk pólitík þurfi sárlega á fólki einsog þér að halda! Með stuðningsaðila einsog mig og Guðstein og alla hina sem þrá að sjá hugrakka og réttlætissinnaða einstaklinga í þessum verkum, þá eru þér allir vegir færir. Þinn tími mun koma
halkatla, 16.2.2009 kl. 01:59
Sæl Halla Rut.
Vil minna þig á samtal sem ég átti við þig um það atriði að vera nýr einstaklingur í flokki án vitneskju um " heimskulegar innanflokksdeilur " og ráð mín til þín þá.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 16.2.2009 kl. 02:06
Takk Anna mín.
Sjáum til en ég svona hálfpartinn fékk ógeð á þessu öllu saman svo mikið var ofboðið.
Halla Rut , 16.2.2009 kl. 08:01
Halla Rut - Anna Karen mælir af visku, ef þú ferð einhvertíma aftur í pólitík, þá áttu stuðning minn og sýnist mér Önnu Karenar vísan.
framagosinn Guðrún María - ég nokkuð viss um að núverandi stjórn sé afar hrædd við breytingar. Ég er sjálfur margmiðlunarfræðingur og bar það upp á fundi einu sinni að breyta og hressa upp merkjum flokksins, til þess eins að fá ferskari ímynd. Þessar hugmyndir mínar voru aðeins vísir af því sem hægt var að gera, og benti ég þeim á að leita til auglýsingastofu í kjölfarið.
Þetta var með góðum vilja gert og fékk ég þau svör stjórnin myndi "skoða þetta". Síðan þá eru sömu gömlu flokksmerkin og enginn breytt ásýnd/ímynd sem ungt fólk sem og heldra getur tengt sig við. Breytingum ber að fagna ef hún er til hins betra, og ekki bara til þess að breyta. Það er hugmyndfræði sem þeir munu seint skilja.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.2.2009 kl. 08:37
Það er bara aulaskapur að skrá sig í einhvern flokk... flokkar eru óvinir okkar, þeir hugsa bara um flokkinn og meðlimi hans.
Fuck da flokks :)
DoctorE (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 10:34
ohh.. nei ég sá ekki þáttinn Guðsteinn... vonandi síðar.
DoctorE (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 10:35
Guðrún María Óskarsdóttir framagosi!
Ég er viss um að framagosinn mun rífa flokkinn upp ef hann nær kjöri á landsþinginu. Það nennir enginn alvöru framagosi að vera formaður í smáflokk þannig að Guðrún María mun bretta upp ermarnar og koma þessu áfram. Það þýðir ekki neitt að kjósa einhvern sem er metnaðarlaus. Við þurfum framagosa.
Sigurður Þórðarson, 16.2.2009 kl. 12:20
ok hérna er hvernig ég sé amk hluta af mistökum frjálslynda flokksins:
það er þannig að mér fannst alltaf virka einsog frjálslyndi flokkurinn innihéldi allskyns óvenjulegar týpur (manneskjur) og gæti komið manni dáldið á óvart, en til að byrja með væru þetta svona allskyns kallar sem kæmu ákveðinni ímynd á framfæri sem væri ágæt ein og sér til að byrja með, en sem þyrfti gjörsamlega að mildast einhvernvegin og verða fjölbreytilegri með tíð og tíma. Svo fór ég að rekast á blogg margra frjálslyndra hér á blog.is (ekki þeirra sem eru þekktastir) og las að Guðsteinn Haukur væri genginn í flokkinn og hvað eina, mér fannst Halla Rut einn frambærilegasti stjórnmálapenni (og hugsuður) landsins og ég hélt eðlilega að svona fólk fengi að koma að framþróun flokksins. En nei, vitiði hvað, það hefur ekkert breyst! Í augum kjósendanna þá sér maður alltaf bara þessa sömu drumba, EKKERT sem breytist eða léttir yfir í sambandi við stefnumálin og það, þetta er alltaf bara sama harkan, og svo bætast endalaust við fleiri drumbar með allskyns slepjuleg leiðindafortíðarmál á bakinu... sko ég skil VEL þá sem nenna ekki að dunda sér þarna... Þetta er bara einsog Dokksi segir. Þessar konur (og ýmsir menn) sem bjóða sig fram til að gera eitthvað skynsamlegt og gott í flokkunum eru oft bara kveðin í kútinn. Það kom sér sérstaklega illa fyrir Frjálslynda flokkinn því hann þurfti mest á ykkur að halda fyrir ímyndina og lausn á vandamálum (rifrildi á fundum milli gömlu durganna, hehe)
Ég styð að þið takið ykkur frí, en það þarf að breyta íslenska kerfinu algjörlega frá a-ö, leggja af flokkana sem eru núna (já VG litli myndi lenda í því líka en það er bara fórn sem verður að færa) og þetta yrði meira um fólk heldur en eitthvað annað... Eg er til í að sjá einhvern stofna dýraverndarflokk sem myndi fókusa á allt svoleiðis, það gæti t.d bara verið örflokkur en það er þörf á rödd fyrir dýrin inn á þing
halkatla, 16.2.2009 kl. 13:49
Anna, ég kem bara við að sjá hvað þú skrifar fallega um mig og hvað þú hefur mikla trú á mér. Ég er sammála þér með Guðstein, það var frábært að vinna með honum og hann var fullur af nýjum hugmyndum og orku. En það var ekki það sem forustan vildi og ég sé það svo vel svona eftir á að það var ekki vegna þess að þeim líkaði ekki við okkur eða að við værum ekki að starfa vel heldur einmitt vegna þess að hún (forustan) hræddist orku okkar og dugnað. Þeir hræddust að er kæmi að kosningum í helstu stöður að þá kæmu frambærari menn og/eða konur fram. Það er því svo greinilegt að forustan telur sig eiga flokkinn og það eru málefnin sem eru í fyrsta sæti heldur þeir sjálfir.
En þetta sjáum við víðar og er í raun ástæða fyrir því hvernig komið er fyrir okkur nú.
Arnold Schwarzenegger, fylkistjóri í Kaliforníu, er einn vinsælasti fylkistjóri er Bandaríkin hafa átt. Hann er ríkur og hann er frægur og því þarf hann ekki að staða sín veiti sér frægð eða peninga. Hann vinnur svo sannarlega fyrir fólkið og er ekki að nota stöðuna til að koma sjálfum sér áfram né til að hagnast á henni sjálfur. Hann t.d. nýtir hvorki einkaflugvél né hús er fylgir stöðunni. Hann hefur tekið fjölda óvinsælar ákvarðanir sem öðrum pólitíkusum og embættismönnum hefur ekki líkað en honum er alveg sama, fólkið hans kemur númer eitt.
Þetta er einmitt það sem Ísland þarf núna. Það er þyngra en tárum tekur að horfa á alþingi Íslendinga og sjá allt þetta fólk rífast um hver átti þetta fyrst og hver "fattaði" upp á hinu á undan. Allt fjallar þetta um þeirra eigin stöður og þeirra eigin framtíð í stjórnmálum. Eiginhagsmunaáráttan er orðin svo ríkjandi að þau eru blind á hana sjálf og kunna ekki lengur að fela hana.
Halla Rut , 16.2.2009 kl. 15:31
Amen Halla Rut og Anna Karen! Mikið er ég heppinn er vera umkringdur svona skynsömum konum! Ég á við ykkur allar sem hafa tjáð sig hér!
... takk stelpur!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.2.2009 kl. 15:54
Ég sé bara eina leið... að ég stýri öllu heila klappinu... ég nenni ekki að verða ríkur og á ekkert marga vini :)
DoctorEnglnegger
DoctorE (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 16:25
Guð sé oss næstur ef svo færi Dokksi, Guð sé oss næstur!!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.2.2009 kl. 16:44
Alveg rétt hjá þér Guðsteinn..þá verður guddi yður næstur ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 17:13
Guðsteinn er nú einn af þeim er vita vel að ekki skuli blanda trú saman við pólitík nema þá helst að fylgja þeim siðferðisboðskap og náungakærleik er hann trúir á.
Halla Rut , 16.2.2009 kl. 17:36
Halla Rut! Loksins einhver sem skilur boðskap minn! Það er nákvæmlega það sem ég meina! Vei þeim degi er Kristnir fara að haga sér eins og Íslamistar! Við verðum að læra af reynslu þeirra og okkar eigin.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.2.2009 kl. 17:45
Hvað segiði var einhver að tala um tonnatak? Já, það er nú varla hægt að hnika manni úr stól sem er allur löðrandi í lími.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.2.2009 kl. 18:11
Einmitt Jóhanna, hann og Davíð Oddson eru sennilega með sama byrgja varðandi límið. Lím sem er óleysanlegt!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.2.2009 kl. 18:24
Eftirfarandi bréf sendi ég í tölvupósti til yfirstjórnar og fjölmargra aðila innan Frjálslynda flokksins 25.11.2008, m.a. til Guðjóns Arnars - ef ég væri formaður eða framkvæmdastjóri í flokki og fengi svona bréf þá myndi ég a.m.k. segja takk ...
(bréfið er örlítið stytt, ég var full orðmörg) .. ´vona að það afritist ekki allt í belg og biðu hér í athugasemdum.
Jóhanna – Mamma Mia flokknum J .. "
Svona var nú þetta bréf .. og nú er fylgið að hverfa , ekki er hlustað á ráð, hvorki mín né "framagosanna" .. svo verði þér að góðu Guðjón Arnar, hafðu þinn flokk fyrir þig og þína (ef ég væri ekki svona kurteis kona hefði ég kannski gleymt - ellinu í flokk! )
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.2.2009 kl. 19:00
Þetta kom náttúrulega allt í belg og biðu, en var sett upp á skilmerkilegan hátt ;-) ekki nógu góð í kópí peistinu ..
sent af góðum hug! ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.2.2009 kl. 19:07
Glæsilegt framtak Jóhanna, nú mun aðeins tíminn leiða í ljós hvort mark sé tekið á þér. En flott Jóhanna, ekki var vanþörf á þessu!
Ps. regla #1 á blogginu, aldrei peista úr Word, bara úr notepad, annars fer allt í rugl.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.2.2009 kl. 19:40
Ég ætla að ganga í Frjálslynda flokkinn og bjóða mig fram til formans. Ef ég fæ ekki formansstöðuna fer ég bara í fýlu og segi mig úr flokknum.
Offari, 16.2.2009 kl. 20:38
Ertu ekki framsóknarmaður offari? Svona grænt tröll eins og þú?
Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.2.2009 kl. 20:40
Flott bréf hjá þér Jóhanna og heiðarlegt að senda þeim sem um ræðir bréfið beint. En það var svo sem vitað að ekki yrði á því tekið mark en þó þarft að senda bréfið enda hefur svo vel komið í ljós að þetta er allt 100% rétt hjá þér.
Tíminn mun ekki leiða neitt í ljós Guðsteinn. Tíminn er liðinn. Jóhanna sendi þetta bréf í nóvember og ekki var einu sinni litið upp yfir því.
Halla Rut , 16.2.2009 kl. 20:42
Takk Halla, rétt bréfið var sent í nóvember og gildir í raun ekki lengur, því ég er búin að sjá að þessum flokki er ekki viðbjargandi með þessari stjórn eða óstjórn ætti ég nú frekar að segja.
Ég hef líka skráð mig úr flokknum. Það endar kannski bara með því að þetta verður bara lítill kósý saumaklúbbur?
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.2.2009 kl. 20:49
Þetta er ekki frumlegasta múvið í dag...
:)
Ingvar Valgeirsson, 16.2.2009 kl. 21:38
Jóhanna, það var virðingarvert af þér að skrifa þetta bréf þó það komi að sama gagni og ef þú hefðir sent forystunni flöskuskeyti eða kannski hugskeyti. En þú hefur skrifað þig frá málinu.
Sigurður Þórðarson, 16.2.2009 kl. 22:27
Jóhanna og Halla - í nóvember? Virkilega? þá er það eins og Siggi segir, þú gast alveg eins sent elliæra og fjaðurlausa dúfu.
Hvaða "múv" ertu að tala um Ingvar, og auk þess er þessi grein síðan í gær. Explain.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.2.2009 kl. 23:11
P.s. líst vel á þessa saumaklúbbs hugmynd Jóhanna. =)
Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.2.2009 kl. 23:12
Svo getum við stofnað annað saumaklúbb.
Guðsteinn, Siggi, Ingvar, Arnar, Offari, Valgeir og frábæri Doctor E. mæta ásamt okkur stelpunum.
GÓÐA NÓTT
Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.2.2009 kl. 23:24
Það var ekki einleikið hvað gömlu beljurnar í fjósinu urðu hvumsa þegar þær sáu hvað við Reykjavíkurpakkið vorum búin að ná í glæsilegan og dugmikinn starfskraft fyrir félagsstarfið í Reykjavík. Allt frá þeim degi sem Halla Rut bjó um sig í tölvukytrunni í horninu var óróinn hjá officeraklúbbnum við jarðhræringamörk.
En með eljusemi og samhentu átaki tókst þeim guðsélof að losa sig við hana úr horninu og síðan úr flokknum áður en til áfallahjálpar drægi. Og nú hefur þeim tekist að losa sig við fleiri -já bara fjölmarga. Nú er allt á réttri leið- loksins!
Ég held að þetta sé rétt hjá þér Ásthildur Cesil. Það mun ríkja mikil eindrægni í flokknum eftir að hún Guðrún María og þær stöllur fá reisupassann á fundinum í Hólminum. Og þá verða dregnar upp harmonikkur og þá verður mikið gaman- mikið grín!
Árni Gunnarsson, 17.2.2009 kl. 00:34
Sæll Árni frændi, hún Ásthildur vinkona okkar líkti formanninum við matarlím, sjá athugasemdir hér að ofan. Forystan skákar í því skjólinu að flokkurinn er orðinn svo mikill ræfill að það nennir enginn að keppa við hana um völdin og því getur hún flúið til fjalla nær átölulaust. Hvort tónlistin verður svanasöngur, líkaböng eða harmonikkuleikur skal ég ekki segja en vonandi verður þetta glaðvært erfi. Á slíkum stundum er ekki við hæfi að ræða óheilsusamlegt líferni hins látna né læknamistök.
Ó nei, ég sé Ásthildi fyrir mér hrósa sjálfri sér og skólabræðrum sínum fyrir að hafa fallið með sæmd eftir hetulega baráttu við framagosana sem gáfust upp.
Sigurður Þórðarson, 17.2.2009 kl. 08:02
Það er alveg hægt að fá aðra gistingimöguleika þarna heldur en bara ótelið
nú drepsit flokkurinn eftir þessar kosningar þá verður bara svo að vera.
heldur virkilega enginn að það sé líf eftir pólítík?
Þið eruð algjörlega orðin snargeðveik ef þið haldið öðru fram.
fólk vill hvors sem er fá sjálfsstæðismenn aftur í stjórn miðað við kannanir á undanförnu.
því miður þá erum við öll heimsk og þið einnig(pólítískt séð)
Tómas Sigurðs. (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 08:28
Jón sagði sig aðeins úr FF vegna þess að ESB aðild var hafnað í könnun meðal flokksins.
Þannig að ... þú getur svosem tekið hatt þinn ofan fyrir því ... en ekki verra að þú vitir hvað þarna er að baki.
Jón vann aldrei af heilindum fyrir flokkinn, hann er flokkaflakkari og tækifærissinni sem sá tækifæri á að fá þingsæti og fá fastan launatékka.
Farið hefur fé betra!
ThoR-E, 17.2.2009 kl. 09:10
Ace, ég get sagt þér að Jón Magnússon kemur þessu máli ekkert við.
Ég þekki til allra sem hafa tjáð sig hér á síðunni hér er ein kona sem kom með Jóni fyrir tveimur árum. Allir aðrir eru yfirlýstir andstæðingar þess að Ísland gangi í Evrópusambandið t.a.m vegna sjávarútvegsstefnu þess og sjálfur hef ég starfað í Heimsýn.
En af því að þú minnist á fé, þá er mér hugleikið hvers kyns sauður þú ert eiginlega.
Sigurður Þórðarson, 17.2.2009 kl. 09:46
Ace! Þessar yfirlýsingar eru út í hött, ég er hætt að skilja þessa mýtu um Jón Magnússon ég seigi eins og Siggi þetta snýst ekkert um hann heldur lýðræðisvinnubrögð í þessu örflokki. Ace ég vil benda þér að lesa inleggin hennar Höllu Rutar það sem hún seigir er það sem er akkurat það sem er að gerast.
Rannveig H, 17.2.2009 kl. 12:06
Sigurður: Þú ert augljóslega í klappliði Jóns og getur ekki annað en kallað fólk nöfnum þegar einhver segir skoðun sína á manninum sem er þér ekki þóknanleg. Þú mátt kalla mig sauð ef þér líður betur.
En ég er kjósandi Frjálslyndaflokksins og hef verið það lengi. Sambandi við Jón að þá hef mínar upplýsingar um fráhvarf hans úr Frjálslyndaflokknum og hegðun hans innan hans og hef myndað mér skoðun á manninum út frá því.
Hvort sem þér þyki þær út í hött eða ekki.
Hér var minnst á Jón í umræðu um úrsögn úr Frjálslyndaflokknum og var þetta mitt innlegg. Eða ert þú farinn að segja fólki hvað það má skrifa á spjallþráðum á netinu Sigurður???
Ef svo er raunin ættirðu að fara að taka þér eitthvað annað fyrir hendur.
ThoR-E, 17.2.2009 kl. 13:48
Ace: "Jón vann aldrei af heilindum fyrir flokkinn, hann er flokkaflakkari og tækifærissinni sem sá tækifæri á að fá þingsæti og fá fastan launatékka."
Heldur þú virkilega "Ace" að lögfræðingur fái ekki betri laun við eigin praktík heldur en að vinna fyrir stjórnmálaflokk? ..
..og hvaðan færð þú þínar upplýsingar "Ace" ? .. Af hverju þorir þú ekki að sýna á þér fésið?
Mér finnst lágmark, þegar fólk er með aðdróttanir í garð annarra að það þori að gera það i eigin nafni, annað er bara heigulsháttur og ekkert annað!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 17.2.2009 kl. 14:28
Af heimasíðu Frjálslynda flokksins:
"Guðjón Arnar hefur í raun orðið persónugervingur flokksins"
Hér klippi ég úr frétt mbl.is:
"Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins nýtur minnst trausts og lendir neðstur á lista yfir þá sextán stjórnmálamenn sem spurt var um. 8,6% segjast bera mikið traust til Guðjóns Arnars en 51,2% segjast bera lítið traust til hans."
Þetta segir allt sem segja þarf um hvert Frjálsyndi flokkurinn stefnir.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 17.2.2009 kl. 14:48
Kæru vinir hér hefur ýmislegt fokið m.a. frá mínu lyklaborði, það er afleit staða að vera að kýta við skoðanasystkini sín í sameiginlegu svekkelsi yfir því að hlutirnir séu ekki að ganga upp.
Notum frekar kraftana til að vinna hugsjónum okkar gagn hvort sem við verðum saman eða sundur.
Sigurður Þórðarson, 17.2.2009 kl. 15:36
Ace og aðrir sem þetta lesa. Lesið þessar frétt:
Samfylkingin stærst
Og hvað gefur þessi mynd til kynna?
Slóð: http://www.mbl.is//mm/frettir/popup/mynd.html?imgid=490713;nid=1399338
Skoðað: 2009-02-17 15:55
© mbl.is/Árvakur hf
Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.2.2009 kl. 16:03
Ekkert um að vera hér hjá þér Guðsteinn
Hér er ró og hér er friður
Friðarkveðjur/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.2.2009 kl. 22:00
Sjá þetta FF pakk mæra hvert annað hérna, hehe. FF=flokkur ósamstöðu, valdapots og tækifærissinna. Ekki nema von að hann fái bara 2,5 % í síðustu könnun.
Dexter Morgan, 17.2.2009 kl. 22:28
Rósa, utan við þennan ómálefnalega náunga sem kennir sig við fjöldamorðingjann Dexter (sem er kallað á netmáli: "Tröll", ég bið fólk um hunsa svona bjánalegar athugasemdir), þá er rólegt og veistu ég er bara feginn!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.2.2009 kl. 22:32
Nú stefnir í að flokkurinn fái engan þingmann í næstu kosningum. En í því felast gríðarleg sóknarfæri því þá verður hægt að stokka upp forystuna.
Eftir því sem kvótakerfið stendur lengur verður það verður það óvinsælla þannig að flokkurinn gæti orðið drifkraftur mikilla breytinga ef kosið verður aftur eftir tvö ár eins og sagt er.
Sigurður Þórðarson, 18.2.2009 kl. 10:36
Sæll Siggi minn
En á Guðjón Arnar kvóta? Var hann allan tímann að sigla undir fölsku flaggi?
Guðs blessun
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.2.2009 kl. 11:17
Jóhanna: Það má vera að þetta hafi verið harðort hjá mér. En mér finnst bara slæmt þegar flokkurinn er í þessari stöðu að þingmenn flokksins yfirgefa flokkinn í fússi ... ef hann var ákveðinn í að yfirgefa FF þá hefði hann getað gert það öðruvísi.
En þetta er bara mín skoðun.
ThoR-E, 18.2.2009 kl. 11:49
Takk fyrir þetta Ace. Ég held nú bara að bikar Jóns hafi verið barmafullur, eins og margra annarra hjá Frjálslyndum, vegna óstjórnar og þá flæðir yfir barma hjá prúðasta fólki. Þekki þó ekki hvort Jón fór valhoppandi út um dyrnar eða í fússi.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 18.2.2009 kl. 13:00
Eflaust hárrétt hjá þér Jóhanna.
Manni finnst bara nú þegar stutt er í kosningar og FF mælist varla með 2% fylgi... að fólkið í flokknum eigi að standa saman.. frekar en að rífast og skammast .... hvað þá í fjölmiðlum.
Ég ætla mér samt að kjósa Frjálslyndaflokkinn.. en ég vona innilega að þessi átök innan flokksins verða ekki til þess að flokkurinn þurrkist út í kosningunum... það væri virkilega fúlt því þessi flokkur hefur mikið upp á að bjóða og hefur innanborðs mikið af hæfileikaríku fólki sem starfar af heilindum í þeim málefnum sem FF stendur fyrir.
En við verðum bara að vona það besta ...
ThoR-E, 18.2.2009 kl. 13:15
Ace, felst ekki einmitt tækifæri í því ef flokkurinn dettur út af þingi að geta lært af mistökunum, endurskipulagt hann og byggt hann upp frá grunni? Mér sýnist það vera það eina í stöðunni núna. Við þekkum það að það getur stundum verið það besta sem getur komið fyrir áhugalaus lið að falla um deild.
Sigurður Þórðarson, 18.2.2009 kl. 13:37
Sigurður: Það má vera, þótt vissulega yrði það mjög leitt að hafa ekki Frjálslyndaflokkinn á þingi.
En ef þessi forysta fer fram í kosningunum og flokkurinn dettur út, að þá er það náttúrulega ekkert annað en algjör endurnýjun sem yrði í flokknum og forystu hennar.
En ég held að við eigum meira inni en 2% ... ég spái að flokkurinn nái 4 mönnum inn. Vona síðan að það gangi eftir :)
ThoR-E, 18.2.2009 kl. 14:00
Ace, það þyrfti þá aldeilis að bretta upp ermar og það ekki seinna en í gær en það er ekkert verið að gera og engin áætlun til. Það er því eins gott að fara að huga að næsta tímabili.
Sigurður Þórðarson, 18.2.2009 kl. 14:17
Það er reyndar alveg rétt. Í gær eða í fyrradag.
Kosningarnar nálgast með ógnarhraða... og ekkert er að gerast...
Vonbrigði ... :(
ThoR-E, 18.2.2009 kl. 14:25
Ace, þú getur reynt að draga af þeim sængina.
Sigurður Þórðarson, 18.2.2009 kl. 14:48
Sigurður Þórðar.
Hvað viljið þið nákvæmlega gera?
þið talið að ekkert er að gerast en þið hafið heldur enginn svör séuð þið spurð að því. þið eruð bara eins og núverandi ríkisstjórn, viljið breytingar en vitið ekkert hvað þið eigið að gera....
þið bara talið en framkvæmið ekki....meira ruglið.
Tómas Sigurðs. (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 17:25
Tómas, þú ættir að kynna þér málefnaskrá Frjálslynda flokksins.
Sigurður Þórðarson, 18.2.2009 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.