Yndislegt lag frá bugaðri þjóð

Ég hef trú á því að þetta lag nái langt í Eurovision. Ég horfði reyndar ekki á keppnina sjálfa, því ég dreif mig á námskeið um spádóma biblíunnar hjá Aðventistum. Ég fór í boði Mofi/Halldóri Magnússyni til þess að fræðast enn frekar um skoðanir þeirra.

Ég var einn meðal allra þessara aðventista og spruttu upp allhressilegar umræður, sem allar voru málefnalegar og skemmtilegar þótt að ég væri á öndverðu meiði við þá alla. Það var bara gaman.

Þar fékk ég staðfestingu á að það voru alls ekki aðventistar sem gáfu út þennan bækling sem seinasta grein mín fjallar um, en það hefur greinilega vafist fyrir mörgum þrátt fyrir að ég hafi tekið það fram, og verð ég víst að ítreka það hér. En svo mikið er víst, að þeir eru sammála flestu því sem var í þessum bækling, nema að allir aðrir söfnuðir séu með merki dýrsins á sér sem betur fer! En  áskil ég mér samt þann rétt að vera ósammála þeim í öðrum efnum, og gagnrýni hispurlaust það sem situr eftir, þar verður enginn breyting á.

En batnandi mönnum er best að lifa og þakka ég aðventistum að taka vel á móti mér, þrátt fyrir meint "níðskrif" mín á hendur þeirra. Whistling

Sem er sannur kristilegur kærleikur svo ég tali nú vel um þá að þessu sinni.

eurovision.jpgEn þegar heim var komið sá ég sigurlagið á plúsnum, þ.e.a.s. Rúv plús á breiðbandinu. Konan mín fékk mig til þess að horfa á þetta, sem tókst þrátt fyrir mótmæli, hún sagði að ég væri erfiður karl, að vilja ekki horfa á þetta. Tounge

En þegar henni loks tókst að fá mig til þess að horfa á þetta, gat ég ekki annað en verið ánægður, því mér hefur alltaf þótt íslendingar með eindæmum smekklausir á hvaða lög eru send út.

Þarf ég að nefna Silvíu Nótt? Sick

En nú varð aldeilis breyting á! Við blasti alveg magnaður flutningur á lagi sem svo hugljúft að það á eftir að lýsa íslendingum sem bugaðri þjóð í norðurhöfum, og ekki sem hryðjuverkamönnum hans Gordons Browns og getur þetta kannski breytt því mannorði sem við höfum í útlöndum sem gjaldþrota þjóð og er um leið uppfull af óheiðarlegum útrásarvíkingum.  Hver veit, kannski hjálpar þetta!  Wink


mbl.is Lagið Is it true til Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

ég kann að meta svona blogg einsog þetta, ég fylgdist ekkert með söngvakeppninni en sá brot úr 4 lögum, m.a þessu sem vann, og ég held að við getum bara þakkað fyrir að vera að senda þetta en ekki eitthvað af hinu sem var í boði, allir sögðu mér að þessi lög væru bara samansafn af endalausum horror

geggjað spennandi með spádómana, úff, og aðventistana, þeir eru náttúrulega alveg rosalegir - sérstaklega hann Mofi (I would bet, hehe) 

halkatla, 15.2.2009 kl. 18:25

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Anna Karen - takk fyrir þetta, en ég var einnig búinn að heyra að lögin væru horror .. en ég hef svo aldrei fylgst mikið með þessu, konan mín hefur séð um það fyrir mig, og hikar hún ekki við að uppfæra mig við hvert tækifæri.

Aðventistar eru ... sérstakir ... ég segi ekki meir!  

P.s. Mofi og ég erum afar góðir vinir, enda er hann aaaaffffar sérstakur! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.2.2009 kl. 18:32

3 Smámynd: halkatla

ég kann að meta aðventista

halkatla, 15.2.2009 kl. 18:44

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég líka Anna mín, sérstaklega það sem þeir hafa gert í þágu heilsunnar! Þeir eru hundrað árum á undan okkur á þeim vettvangi.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.2.2009 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 588365

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband